Tíminn - 03.08.1945, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.08.1945, Blaðsíða 7
58. blaft 'I'ÍMIM, föstndaginn 3. ágúst 1945 7 Á víftavangi (Framhald af 2. síSu) reist sér, og bíður þess að vera skorinn niður úr honum. Snaran er þríþætt, og skal hver þáttur rakinn nokkuð, meðal annars af tilefni Reykjavíkurbréfsins á sunnudaginn var. Væri vel, að Timanum gæfist oft slíkt tilefni, því almennari verður skilningur manna á þvi ógiftusamlega hlutverki, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefir leik- ið í dýrtíðarmálunum frá upp- hafi. 1. þáttur. — Haustið 1941, eft- ir að hafa þverskallazt að mestu leyti við framkvæmd dýrtíðar- laganna frá vorinu, ætlaði flokk urinn að taka rögg á sig og fylgja lögbindingarfrumvarpi Framsóknarmanna, en brast kjark, þegar á átti að herða. Tók flokkurinn þá „frjálsu leiðina“ upp. Hún ríkti þar til í ársbyrjun 1942 á ábyrgð hans og jók vísitöluna um rúmlega 50 stig. 2. þáttur. — Eftir bæjar- stjórnarkosningarnar í janúar 1942 varð flokkurinn hræddur við „frjálsu leiðina“ sina og setti gerðardómslögin, ásamt Fram- sóknarflokknum. Þá var vísital- an 183 stig. Alþýðuflokkurinn býður hon- um síðan „steiktu gæsirnar.“ Hann gín við þeim, hleypur frá öllum áformum í dýrtíðarmál- unum, situr að völdum í 7 mán- uði með stuðningi verkamanna- flokkanna og eykur dýrtíðina um 89 stig. Og ekki nóg með það. Hann hafði skapað grundvöil að óhjákvæmilegri hækkun, sem utan þingsstjórnin hélt niðri með greiðslum úr ríkissjóði. 3. þáttur. — Á síðasta hausti ætlaði flokkurinn enn að taka sig á og mæltist til þess við bændur, að þeir gæfu eftir tæp- lega 10% af verði landbúnaðar- afurða, svo að unnt væri að þok- ast niður dýrtíðarstigann. Þá buðust kommúnistar til þess að mynda stjórn með þeim. Gera Ólaf að forsætisíáðherra og gefa upp baráttuna við striðsgróða- mennina, gegn kauphækkun um land allt. Þá freistingu stóðst Ólafur og Sjálfstæðisflokkurinn ekki frek- ar en „steiktu gæsirnar". Vísi- talan smáþokaðist upp. Bráðlega er von á nýrri land- búnaðarvísitölu, sem segir hvaða hækkun þurfi að vera á land- búnaðarvörum, til þess að sam- ræmi haldist mllli þeirra og kaupgjaldsins. Verður sú land- búnaðarvísitala þannig bein af- leiðing kauphækkunarskriðu stjórnarinna frá síðastl. hausti. Þetta er í stuttu máli saga Sjálfstæðisflokksins í dýrtíðar- málunum. Hver kannast ekki við hana? 'Hún er sambland af flokkslegri eigingirni, undanhaldi og flótta, frá einum og öðrum ákvörðun- um, sem flokkurinn hefir stund- um ætlað að fara eftir. Slíkt hlutskipti stærsta stjórnmála- flokksins getur orðið afdrifaríkt fyrir þjóðina. En sú er bót í máli, að þjóðin fær tækifæri til að kvitta fyrir þessi vinnubrögð. Skárust ekki fimmmenn- ingarnir úr leik? Stundum birtir Morgunblað- ið vandlætingarfullar greinar um það, að Framsóknarflokkur- inn hafi „skorizt úr leik“ og rofið þjóðareininguna. Það reynir að gleyma þvi, að einn fjórði hluti Sjálfstæðis- flokksins tók nákvæmlega sömu afstöðu til stjórnarinnar og Framsóknarflokkurinn: neitaði að styðja stjórn, sem byggð væri á svikum við bændur og gengi fram hjá lausn margra aðkall- andi vandamála, eins og t. d. dýrtíðarmálsins. Sannast það hér á Morgun- blaðinu, sem einu sinni var kveð- ið: „Sér hann ekki sína menn, svo hann ber þá lika.“ Annars ætti Morgunbl. ekki að minnast á þjóðareiningu í lok stríðsins, þegar hin pólitíska þróun með flestum þjóðum er frá þjóðstjórninni til flokks stjórna. Þess mun lengi minnst, að Sjálfstæðisflokkurinn rauí þjóð- areininguna 1942, sem Fram sóknarflokkurinn kom á með þjóðstjórninni 1939. Voru styrj aldarhorfur þá enn mjög ískyggi legar. — Sjálfstæðisflokkurinn gerði þetta vegna ímyndaðra flokkshagsmuna. Slík var þjóð hollusta hans þá. Hver getur tekið vandlætingar hans alvar- lega núna? „Mosaskeggur“ og Gísli vélstjóri fá áminningu. Þegar Gísli vélstjóri kemur úr fundaferð birtist jafnan langt viðtal í Morgunblaðinu, stundum heilar síður um „sigra“ hans og vasklega framkomu. Gildir jafnt um hvort hann verður að at- hlægi á fjölmennum fundi, eins og í Stykkishólmi eða talar yfir 4 mönnum í kjördæmi sínu. Svipað hendir Sigurð Krist- jánsson í Morgunbl. síðastliðinn laugardag, er hann segir funda- fréttir af Austurlandi. Það er ekki að sökum að spyrja. Stjórn- in á einhuga traust og fylgi í þessum sýslum, þar sem íhald- ið varð af „steiktu gæsunum“ í síðustu kosningum. Hann er ekki lengi að verka nýsköpunarljóm- inn þar! Á sunnudaginn fær Morgun- blaðið eftirþanka af þessu raupi þeirra Sigurðar og Gisla og sendir þeim þessa áminningu: „Það er alkunnugt fyrirbrigði, að fornu og nýju, að menn, sem eru minni fyrir sér andlega eða líkamlega en almennt gerist, eru sjálfhælnari en allir aðrir. Þetta er jafnt um stjórnmálamenn sem aðra.“ Sjálfstæðisflokknum er sjálf- sagt kunnugt um það, að þessir menn hafa ekki snúið neinum til fylgis við stjórnina. Gísli fékk það vottorð á Snæfellsnesi, að hann hefði stutt málstað stjórn- arandstæðinga með ræðuhöld- um sínum Austfirðingar létu Sigurð ó- spart skilja fylgisleysi sitt við stjórnina. Varð það til þess, að Sjálfstæðisflokkurinn hefir af- lýst skemmtisamkomu, er hann hafði boðað til í Egilsstaðaskógi 5. ágúst næstkomandi, svo að fylgisleysið og eymdin komi síð' ur í ljós. Nýja stjórnin í Bretlandi (Framhald a) 2. síðu) tókst að halda atvinnumálum Bretlands í mjög góðu horfi, þegar styrjaldarrekstrinum reið mest á. Bevin er 64 ára að aldri. Aðstoðarforsætisráðherra og formælandi stjórnarinnar I neðri málstofunni er Herbert Morrison. Hann er einnig einn af helztu forvígismönnum jafn- aðarmannaflokksins brezka. Við Sir Stafford Cripps, sem nú er viðskiptamálaráðherra, var áður í styrjaldarstjórn Ch,urchills, flugvélaframleiðslumálaráðh., og þótti takast það vel. Hann var fyrst kosinn á þing 1931, en er annars lögfræðingur að menntun. Arthur Greenwood er inn- siglisvörður konungs. Hann var þekktur að andstöðu sinni við Neville Chamberlain og var ráð herra í styrjaldarstjórninni án sérstakrar stjórnardeildar, en gegndi þar ýmsum þýðingar- miklum trúnaðarstöðum. Green wood er varaformaður jafnað armannaflokksins og er 65 ára að aldri. „Lord Chancellor", eða lord- kanslari hefir verið skipaður Sir William Jowitt. Hann er einn af lærðustu málaflutningsmönn- um Bretlands og hefir gengt mörgum þýðingarmiklum lög fræðistörfum fyrir hið opinbera. í styrjaldarstjórninni var hann Sir Herbert Morrison, varaforsœtisráðherra. kosningarnar bauð hann sig fram í kjördæmi íhaldsþing- manns nokkurs, er talinn var öruggur í kjördæminu, en Morrison vann það af honum. Hann hefir reynzt hafa mikla skipulagshæfileika og gat sér mikinn orðstír, sem formaður borgarstjórnarinnar í London. Hann var fyrst kosinn á þing Arthur Greenwood, innsiglisvörður konungs. eftir seinustu heimsstyrjöld og átti mikinn þátt í skipulagn- ingu jafnaðarmannaflokksins í London. Morrison er 57 ára að aldri. Hugh Dalton er fjármálaráð- herra nýju stjórnarlnnar. Hann Dalton er 58 ára að aldri. Sir Stafford Cripps, viðskiptamálaráðherra. tryggingarmálaráðherra. Jowitt er 60 ára að aldri. Hér hefir stuttlega verið sagt er talinn sérlega vel gefinn og gáfaður maður og gat sér mikið orð, er hann var aðstoðarutan- ríkisráðmálaráðherra i sam steypustjórninni 1929—1931 frá skipun hinar nýju stjórnar jafnaðarmanna í Bretlandi. Fátt hefir verið meira rætt víða um heim undanfarna daga, en þessi stjórnarskipti. Ennþá er of snemmt, að spá neinu um það hvaða breytingar þau kunna að boða í skipun heimsmálanna, og heimamálanna í Bretlandi, Flestir virðast þeirrar skoðunar að stórfelldra breytlnga í utan ríkismálum Breta sé ekki að vænta frá hendi hinnar nýju stjórnar, -a. m. k. ekki fyrst stað. The Worlcf s News Seen Through \ THE CHRISTIAN SaENCE MONITOR An Intemational Daily Newtpaper ja Trutfaful—Con»tructiv«—Unbiascd—Frec from Suuatúmol- isna — Bditorial* Arc Timaly anH Inatructivc aml Ita Daily Peaturaa, Togethar witfa tha Wcakly Magaona Sactioa, Maka tfaa Monitor an Idcal Nawspapar for tfae Hoau. Tha Chrisdan Scicnca Publiafaing Sociacy Ona, Norway‘Strcet, Botton, Mastacfaucctta Prioa #12.00 Yearly, or #1.00 a Montfa. Sacarday Iarua, inclnjing Magarina Sccdon, #2.60 a Yaac. Introductory Offar, 6 Iasua* 23 Canta. Maaaa—------------------------------------------ ------------------------------------------------ SAMPLB GOPY ON RBQUEST Ársr itið Embla er komið út. — Flytur sögur og ljóð eftir 25 íslenzkar konur. Meðal þeirra eru flestar þekktustu skáldkonur vorar. t m d fæst í bókaverzlunum. ■na ■ ■ ■ Áskriftarsímar 5089 og 5211. ÍSLEAZKAR SKÁLDKONITR! Athugið verðlaunasamkeppni E m b 1 u. • * Kon.ungskom.an (Framhald af 5. síðu) menn í embættisskrúða sinum. Konungurinn lagði svo að bryggjunni kl. um 2 eins og ráð hafði verið fyrir gert. Fyrstir tóku á móti honum hinir æðstu embættismenn, svo sem konsúl- ar og bæjarstjórar. Landshöfð- inginn gekk brátt fram úr hópn- um og mælti til konungs á þessa leið: „Um leið og yðar hátign stígur fæti á strönd íslands — hinn fyrsti konungur, sem í þau þúsund ár, er land hefir verið byggt, hefir hingað komið — sé mér leyft í nafni alls landsins og sér í lagi jafnframt í nafni Reykjavíkurkaupstaðar, að biðjá af hjarta yðar hátignar vel- komna.“ Hann þakkaði konungi fyrir stjórnarskrána og þá gleði er hann veitti landsmönnum með komu sinni. Lauk hann máli sínu með því að biðja kon- ungi langra og gifturíkra líf- daga. Mannfjöldinn tók undir þessa ósk með dynjandi fagn- aðarópi. Konungur hélt þvínæst stutta ræðu og svaraði fyrir sig. Hann var sagður hafa verið blíðmáll og ljúfmannlegur. Hann gat þess, að það hafi lengi verið ósk sin að geta heimsótt hina tryggu þegna sína á íslandi, og nú væri sér það því meiri gleði, þar sem það væri á svo helgri og hátíð- legri minningastund. Að ræðu hans lokinni var aftur lostið pp miklu fagnaðarópi, sem allir karlmenn tóku undir, en konur veifuðu hvítum klútum. Þegar móttökuathöfninni var lokið, gekk konungurinn ásamt Valdemar syni sínum og öðrum höfðingjum til húss landshöfð- ingjans, en þar var þeim ætlað- ur bústaður, á meðan þeir dvöldu í Reykjavík. Um kvöldið þenna sama dag fór söngkór heim að landshöfð- ingjahúsinu og flutti konungi kvæði, er Matthias Jochumsson hafði ort. f kór þessum voru að- allega handiðnaðarmenn, en fararstjóri þeirra var Jónas Helgason járnsmiður. Konungur varð glaður við sönginn og bað þá að syngja meira fyrir sig, helzt íslenzk lög, og gerðu þeir það. Söng kórinn m. a. Minni Ingólfs, lag eftir Jónas Helga- son við kvæði Matthíasar. Konr ungurinn varð hrifinn af og þakkaði kórnum með fögrum orðum. Daginn eftir hélt konungur að mestu kyrru fyrir í lands- höfðingjahúsinu og notaði skóla húsið til veizluhalda. Hélt hann þar margar veizlur, veittl ríku- lega og varð frægur af. í ágúst veitti hann viðtal hverjum, er þess óskaði, og talaði við hvern og einn um það, er honum lá mest á hjarta. Er sagt, að hann hafi oft átt tal við menn og stundum ávarpað þá, er á vegi hans urðu, er hann var á gangi út í bænum, eða í grennd við hann. Fóru ýmsar sögur af hon- um og var hann talinn gera sér lítinn mannamun og vera hinn Ijúfmannlegasti 1 allri fram- komu. Verður hér ekki sagt meira frá veru konungs hér á landi að þessu sinni, því að þessum þætti er ætlað að fjalla einkum um landgöngu konungs og mót- tökuathöfnina. Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför Finnboga G. Lárussonar frá Búðum Aðstandendur. Tilkynning Viðskiptaráðlð hefir ákveðið nýtt hámarksverð á grænmeti sem hér seglr: 1 heildsölu: Tómatar I. flokkur ........ kr. 8,00 pr. kg. do. II. — .........— 6,00-------- Agúrkur I. ílokkur ........ kr. 2,50 pr. stk. do. II. — ......... 1,75 — — Toppkál I. flokkur ........ — 3,25 — — V do. II. — ...... — 2,00 — — Gulrætur Extra ............ — 3,00 — búnt do. I. flokkur ....... — 2,25 — — do. II. flokkur ..'.... . — 1,25 — — Salat (minnst 18 stk. i ks.) — 13,00 — ks. Í smásölu: kr. 10,50 pr. kg. — 8,00---------- kr. 3,25 pr. stk. — 2,50 — — — 4,25 — — — 3,00 — — — 4,25 —búnt — 3,25 — — — 2,00 — — — 1,00 — ks. Ákvæði þessi ganga i glldi frá og með 1. ágúst 1945. Reykjavík, 31. júll 1945. Verðlagsstjórinn Fossvogsferðir Fyrst um sinn verða ferðir í Fossvog á hálftíma fresti frá klukkan 7 fyrir hádegi til klukkan'24. * Ferðir verða frá Lækjartorgi um Bankastræti — Skóla- vörðustíg — Bergstaðastræti — Barónsstíg — Eiríksgötu — Reykjanesbraut að kirkjugarðinum við Fossvog og sömu leið til baka. r \. ■ i Strætisvagnar Reykjavíkur Verð á sandi, möl og mulningi hjá Sandtöku og Grjótnámi bæjarins við Elliðaár, verður frá 1. ágúst 1915, sem hér segir: Bólusetninga- sprautur» sem stilla má, sérstaklega vandaðar kr. 15.00 hólnálar, ryðfrlar — 1.00 varagler — 2.50 Sendum um land allt. Seyðisfjarftar Apótek. Sandur v. kr. 1,65 pr. hektólitri Möl II tekin úr þró i — 4,00 — — Möl II tekin úr bing — 3,50 — — Möl III tekin úr þró — 3,50 — — Möl III tekin úr bing — 3,00 — — Möl IV — 1,50 — — Óharpað efni — 0,45 — — Púkkgrjót — :v 1,00 — — Salli — 5,40 — — Mulningur I — 6,10 — — Múlningur II tekið úr þró .... — 4,00 — — Mulningur II tekin úr bing . . — 3,50 — — . Mulningur III tekin úr þró .. — 3,50 — — Mulningur III tekin úr bing .. — 3,00 — — Bæjarverkfræðingur ORÐSENDING m KAIIPENDA TÍMANS. Ef kaupendur verða fyrir vanskilum á blaðlnu, eru þeir vin- samlega beðnir að gera afgreiðslunni þegar aðvart. T f M IIV IV er víðlesnasta aujflýsinifablaSiS!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.