Tíminn - 03.08.1945, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.08.1945, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEFPANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Símar 2353 Oe 4373. PRENTSMIÐJAN EDDA h.í. RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Llndargötu 9 A. Símar 2353 oe 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, |ilndargötu 9 A. Sírnl 2323. > 29. árg. Reykjavík, föstndagiim 3. ágúst 1945 58. blað Bændur byrjaðir að færa sér iög- in um ræktunarsamþykktir í nyt Viðtai við Steingrím Steinþórsson búnaðarmálastjóra Lög um jarðrsektar- og húsagerðarsamþykktir í sveitum voru samþykkt á seinasta Alþingi að forgöngu búnaðarsamtakanna í landinu. Lögin voru undirbúin og samin af Búnaðarfélagi íslands og milliþinginefnd Búnaðarþings. Undirbúningur að jarð- ræktarframkvæmdum samkvæmt þessum lögum er nú hafinn hjá nær því öllum búnaðarsamböndum á landinu. Tíðindamað- ur blaðins hefir snúið sér til ^Steingríms Steinþórssonar búnað- armálastjóra og spurt hann um þessi lög og tilgang þeirra og undirbúning að framkvæmdum hjá búnaðarsamböndunum. — Átti Búnaðarfélag íslands og Búnaðarþing frumkvæði að setningu þessara laga? — Já, lög þessi fengust :jam- þykkt eins og þau lágu fyrir frá Búnaðarfélági íslands og milli- þinganefndinni, því nær breyt- ingalaust. Þau eru í. .tveimur • meginköflum, annar fJallar um jarðræktarsamþykktir, en hinn Steingrlmur Steinþórsson. um húsagerðarsamþykktir. Verð- ur hér eiriungis rætt um jarð- ræktarsamþykktirnar. — Hvert er stefnt með þess- um lögum? — í stuttu máli að koma allri heyöflun landsmanna á véltækt land. Aðalatriði laganna um búnaðarsamþykktir er það, að búnaðársamböndum landsins er heimilt, að setja sér samþykktir um, að sambandið taki að sér ákveðnar jarðræktarfram- kvæmdir. Þær framkvæmdir, er hér um ræðir eru: framræsla, túnasléttun, nýrækt og sléttun engja. Stærð hvers jarðræktarsvæð- is er ákveðin af Búnaðarfélagi íslands, en að, jafnaði er gert rÆ fyrir, að hvert búnaðarsam- band sé eitt 'jarðræktarsvæði, en Búnaðarfélag íslands getur sem sagt heimilað að breytt sé frá þvi og hvert sambandssvæði þá fleiri jarðræktarsvæði. Bún- aðarfélagið er látið hafa hér hönd í bagga með ákvörðun á stærð svæðanna, vegna þess að með því er tryggt, að engar sveitir verði útundan. Síðan er það verkfæranefnd, sem ákveður í samráði við Bún- aðarfélag íslands, hve margar vélar af hverri tegund séu nauð- » 320ölvaðir menn teknir fastir í júlí Um 320 menn úr Reykjavík voru teknir höndum og lokaðir inni um stúndarsakir vegna öl- æðis og óspekta í júlímánuði. Munu aldrei hafa verið jafn margir menn teknir fyrir þessar sakir á einum mánuði, og hefir lögreglan iðulega orðið að tví- setja í sömu klefana á einni nóttu. Þetta ástand þykir að vonum iskyggilegt, og er talið afleiðing þess, að rýmkað hefir verið um sölu áfengis. synlegar á hverju jarðræktar- eða sambandssvæði og njóta þær styrks úr framkvæmdasjóði rík- isiris. Út á þær vélar, er þannig eru ákveðnar til hvers jarð- ræktarsvæðis, fá kaupendurnir, j arðræktarsvæðin svo styrk, sem nemur um helming af kaup- verði vélanna. En til þess að búnaðarsamböndin geti orðið aðnjótandi styrks þessa, er það frumskilyrði, að það sé búið að ganga frá jarðræktarsamþykkt um. í lögunum segir að verja skuli úr framkvæmdasjóði rikisins allt að 3 miljónum króna til greiðslu helmings af kostnaðar- verði þeirra véla og verkfæra, kominna á ákvörðunarstað, er i-nna á ákvörðunarstað, er verkfæranefnd ríkisins telur þörf á til ræktunarfram- kvæmda, samkvæmt lögum þessum. Styrkur þessi greiðist jafnóðum og vélarnar eru keyptar. Styrkurinn veitist að- eins til kaupa á nýjum og vönd uðum vélum og tækjum. — Hafa nokkur búnaðarsam- bönd gengið frá slíkum sam- þykktum nú þegar? — Já, nokkur búnaðarsamb. hafa þegar gengið að fullu frá jarðræktarsamþykktum á sín- um sambandssvæðum og eru þau þessi: Búnaðarsamþand Borg' arfjarðar, sem verður eitt jarð ræktarsamþykktarsvæði, Bún aðarsamband Dala- og Sjpsefells (Framhald á 8. sí8u) Ferðamann.averzlu.n við Fnjóskárbrú Fyrir skömmu opnaði Kaup félag Svalbarðseyrar útibú rétt við Fnjóskárbrú. Útibú þetta er stofnað með það tvennt fyrir augum, að létta mjög aðdrætti bændanna, sem búa þar í grennd, og vera auk þess full- komin ferffamannaverzlun, en umferð á þessum stað er geysi mikil eins og kunnugt er, bæði af langferðafólki og gestum, ^em að koma til að njóta veð urblíðu og náttúrufegurðar Fnjóskadalsins. Verzlunarhúsið er í nýtízkustíl og vörunum komið fyrir á þægi- legan og smekkvísan hátt. Með stofnun þessarar mynd arlegu verzlunar hefir Kaupfé lag Svalbarðseyrar unnið þarft verk fyrir marga félagsmenn sína, og auk þess fjölda ann arra landsmanna, sem eiga leið um þeJsar slóðir. I dag birtist á 3. síðu grein um stétt- arsamtök bænda eftir BJarna Ásgeirssori alþingismann. Neðan máls er grein eftim Peter Wigelund um Ólaf á Heygum, færeyskan brautrySj- anda. Á 4. síðu er grein eftir séra Björn Björnsson á Vatnsleysu um Varmahliðarskólann. Framsóknarflokkurinn krefst þess, að Alþingi verði kvatt saman í byrjun næsta mánaðar Embættistaka forseta Síðastl, miðvikudag jcrr fram hátiðleg athöfn i neðrideildarsal Alþingis og dómkirkjunni, er hinn fyrsti þjóökjörni forseti íslands herra Sveinn Björnsson tók við embœttinu. Viðstaddir voru alþingismenn og fulltrúar erlendra ríkja ásamt nokkrum fleiri boðsgestum. Athöfnin í kirkjunni hófst kl. rúmlega 20 og flutti biskupinn yfir íslandi, herra Sigurgeir Sigurðsson þar bœn og las upp úr 95. sálmi Davíðs. í Alþingishúsinu, þar sem sjálf embœttistakan fór fram vann forseti eið að stjórnarskránni. Þá er forseti hafði skrifað undir eiðstafinn gekk hann úÞá svalir Alþing- ishússins þar sem hann var hylltur. Ávarp forsetans mun bir.tast hér í blaðinu innan skámms. Myndin er tekin, er forsetí flytur ávarp. (Ljósm. Friðrik Klausen). 20-30 islendingar koma heim með Lagarfossi Mikill fögiiuður, er skipið kom íil ISjörgvinjar. Eins og kunnugt er fór Lagarfoss héffan til Noregs, Danmerkur og Svíþjóffar meff ýmsar vörur, þar á meffal talsvert af gjafavarningi til hinna norsku og dönsku frændþjóffa okkar, einkum Norffmanna. — Nú hafa glögg- ari fregnir borizt af ferffum Lagarfoss. Mikil mannfjöldi beið skips- ins, er það seig upp að bryggju í Björgvin. Voru móttökur allar svo hjartanlegar sem hugsazt gat, og ætlaði fagnaðarlátunum aldrei að linna. Frá Björgvin fór skipið svo til Kaupmannahafnar. Einníg þar var tekið á móti þvi af fjöl- menni. Frá Kaupmannahöfn fer skip- ið á morgun. Koma þar að lík- indum í það rösklega tuttugu íslenzkir farþegar, þar á meðal Bæjarverkfræð- ingur er ekki með Bolli Thoroddsen bæjarverk- fræðingur biður þess getið, að hann sé ekki hluthafi í neinu fyrirtæki, er hafi með höndum kaup og innflutning véla, sem síða'n séu seldar einstökum starfsdeildum ríkis og bæjar. Var hans ranglega getið hér í blaðinu á föstudaginn var í sam- bandi við h. f. Ræsir, sem Val- geir Björnsson hafnarstjóri og fleiri eiga og stendur fyrir sér- kennilegum viðskiptum, sem þá var nokkuð að vikið. Er sjálf- sagt að leiðrétta þennan mis- skilning, þótt það breyti að öðru leyti engu, sem i greininni var sagt. Lögin um dýrtíðar- og verð- lagsmál falla úr gildi í sept. Áður en þingfundum var frestaff í vetur báru Framsóknar- menn fram þá tillögu, aff þingiff yrffi kallaff saman á ný eigi síðar en 2. september. Þessa tillögu fellcli stjórnarliðiff í sam- einingu og heimilaði stjórninni aff fresta þingfundum til 2. októ- ber. En eigi að síffúr hefir ríkisstjórnin í hendi sér aff kveffja þingiff saman, þegar henni þykir henta, enda gefið í skyn af hennar hálfu við umræffurnar um þessi mál, aff svo mundi gert verða, ef ástæffa þætti til. Enn hefir þó ekki neitt verið látið uppi um, að fyrirhugað sé þinghald snemma í september- mánuði, og þykir þvi sérstök ástæða til þess að endúrnýja nú kröfuna um, að þing verði þá kvatt saman. Nauðsyn þess, að þing komi saman eigi síðar en .fyrstu daga septembermánaðar ætti að liggja í augum uppi. Löggjöfin frá síðasta Alþingi um verð- lagsmálin og dýrtíðarráðstafan- irnar fellur úr gildi 15. septem- ber, og fyrir þann tíma verður því að vera búið að taka ákvarð- anir um þessi mál að nýju, ef ekki á að stefna öllu í beint öngþveiti. Þessi mál eru einhver þau örlagaríkustu og stórkost- legustu fjárhagsmál, er Alþingi hefir fjallað um, og hagur og gengi þjóðarinnar getur oltið á því, hvernig tekst að ráða þeim til lykta. Þess verður því að krefjast, að alþingi verði kvatt saman í tæka tíð, svo að þessi mál verði leyst á þinglegan hátt fyrir miðjan septembermánuð, áður en gömlu lögin ganga, úr gildi.Önnur afgreiðsla slíks stór- máls samrýmist ekki þeim hug- sjónum og lífsskoðunum, sem lýðræði -og þingræði grundvall- ast á. Og að Játa reka á reið- anum um afgreiðslu þessa að- kallandi vandamáls gengi sjálfs- morði næst. Þess er því fastlega að vænta, að ríkisstj órnin taki nú á sig rögg og kalli þingið saman, svo að um þessi mál verði fjallað á viðeigandi hátt og í tæka tlð. En fari svo, að hún þverskall- ist enn við þessari sjálfsögðu kröfu, verða menn að gera sitt til þess að knýja hana til þess með þunga almenningsálitsins. Setuliðsskálar- brenndir Aðfaranótt síðastliðins þriðju- dags var kveikt í hermanna- skálahverfi í nánd við Raufar- höfn og brunnu þar 11 skálar. Hermennirnir voru farnir úr skálunum og stóáu þeir því auð- ir. Talið er líklegt, að sjómenn af síldveiðiskipum, er þarna hafa gengið á land, hafi verið valdir að brunanum, emekki hefir enn tekizt að hafa upp á sökudólg- unum. Þennan dag var engin síldveiði og slæmt veður, lágu bátarnir því flestir í vari við ströndina og er því ekki ósenni- legt að einhverjir hafi orðið til þess að gera þarna strandhögg. þeir þrír fimmmenninganna af Esju, er nú hafa verið látnir lausir. Annars er sagt, að víðs vegar á Norðurlöndum, og þþ aðallega í Höfn, séu um 200 fs- lendingar, sem bíði eftir fari heim. ■ • í farmi þeim, sem skipið tek- ur í Höfn, eru jarðstrengir til símalagningar og búshlutir heimfluttra íslendinga. í Gauta- borg, en þangað fer skipið næst,' tekur það timbur. Lagarfoss mun á heimleiðinni koma við í Skotlandi og er væntanlegur hingað um miðjan ágústmánuð. Farþegarfrá Svíþjóö Nýkomnir eru hingað með flugvél frá Svíþjóð þessir far- þegar: Georgia Björnsson forsetafrú, Óli Vilhjálmsson framkvæmda- stjóri í Kaupmannahöfn, Ewald Berndsen kaupmaður, Halldór B. Frederiksen, Hlín Jensen- Brand, Reinhardt Lárusson og ennfremur Niels Hagan verk- fræðingur og tveir rússneskir stjórnarerindrekar, Sergei Fon- tiséff og Valdimar Egoroff. Ekki er vitað um erindi þessara tveggja 'sendimanna hingað. Brezki flotinn yfirgefur fsland Kveðjjnboð flotaforingjans. Brezki flotinn er á förum' héffan. Flotaforingi Breta hér áN landi, B. C. Watson affmíráll, efndi til síffdegisdrykkju á mánu- daginn var, þar sem hann kvaddi land og þjóff meff fallegri og innilegri ræffu. Aðmirállinn komst svo að orði, að sér hefði ætíð þótt vænt um ísland frá því hann steig hér fyrst fæti á land, enda hefði hann jafnan orðið hér aðnjót- andi gestrisni og vináttu. En fyrstá landtakan var með þeim hætti, að hann kom hingað skipreika, því að skip hans varð fyrir tundurskeyti á Atlants- hafi og sökk. Þá vék hann, að þeim skerf, sem íslenzka þjóðin ætti í því, að átökunum um Atlantshafið lyktaði með sigri Bandamanna. Gat hann í því sambandi þess mikla skipatjóns, sem fslend- ingar hefðu orðið fyrir, og þess manntjóns, er þeir höfðu beðið. Þakkaði hann drenglund og TIMINN § Vegna starfsmannaleyfis í prentsmiffjunni á frídegi verzl- unarmanna kemur næsta tölu- blaff Tímans ekki út fyrr en næsta föstudag. fórnarvilja íslenzkra manna, sem jafnan hefðu verið boðnir og búnir til aðstoðar og hjálpar, jafnvel þótt í beinan lífsháska væri að leggja. Forsætisráðherrann íslenzki þakkaði orð flotaforingjans og alla lipurð háns og brezka sjó- liðsins yfirleitt í skiptum við þjóðina og árnaði fionum og mönnum hans fararheilla. Skemmtiferbalag Vest- ur-lstendinga íslendingafélagið í Vancouver fór í skemmtiferð þann 17. júní í tilefni af þjóðhátíðinni. Fyrir milligöngu L. H. Thorlákssonar vararæðismanns íslands þar í borg, hafa ríkisstjórninni bor- izt kveður félagsins og heilla- óskir í tilefni dajfsins. Segjast íslendingar vera stoltir af þeim framförum, sem orðið hafa á fyrsta ári lýðveldisins, og þeirri viðurkenningu, sem ísland hafi hlotið. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.