Tíminn - 03.08.1945, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.08.1945, Blaðsíða 4
4 llHlM, föstndaginn 3. ágást 1945 58. blaft 6 NÝTT MENNTASETUR í SKAGAFIRÐI Eftir séra Bjjörn BJörnsson Við þjóðveginn, skammt fyrir neðan Víðimýri í Skagafirði, rís allstór hæð. í hæðinni og brekk- unni fyrir neðan eru heitar lindir eða uppsprettur. Við þennan heita stað hafa á síðari árum risið nokkur mannvirki. Hús allstórt með samkomusal, veitingastofu og íbúðarherbergj- um. Þarna hefir einnig verið reist myndarleg sundlaug, gróð- urhús og nokkur íbúðarhús. Þá hefir og verið lögð stund á trjá- rækt. Staður þessi er Varmahlíð í Skagafirði. Útsýn er þarna all- fögur yfir héraðið. Framundan iiggur Hólmurinn rennisléttur og grösugur með Héraðsvötnin lygn og djúp á báðar hliðar. Á móti er Blönduhlíð, hlýleg og gróðurrik, með blómlegri byggð, fögrum fjöllum og tignarlegum tindum. Varmahlíð er þegar orðin eins konar miðstöð í fé- lags- og skemmtanalífi Skag- firðinga. Veldur þar lega stað- arins í héraðinu miklu um. Varmahlíð er einnig þeim nátt- úruskilyrðum búin, er skapa munu henni mikla framtíðar- möguleika. Hitinn í jörðu skap- ar skilyrði til fjölbreyttrar og aukinnar ræktunar. Ef byggða- hverfi eiga eftir að rísa upp á íslandi í framtíðinni, er ekki ó- sennilegt, að einu slíku verði val inn staður í Varmahlið. En úr því mun framííðin skera. — Skagfirðingar tengja þó fyrst og fremst framtíðarvonif sínar við Varmahlíð sem skóla og menntasetur. Fyrir nokkrum árum var ákveðið að.skóli skyldi reistur á þessum stað. Er það eitt af mestu áhugamálum Skag firðinga margra, að því máli verði hrundið sem fyrst í fram- kvæmd. Þó að hægt miði, hefir þó nokkuð unnizt í þessu máli. Síðastliðinn vetur var starf- rækfur skóli í Varmahlíð. Ég veit ekki til, að þessa skóla hafi verið getið í blöðum eða útvarpi, en ég var prófdómari við þenna skóla og kynntist þess vegna starfsemi hans nokkuð. Tel ég vel þess vert að landsmenn viti a. fn. k. að þessi skóli var til, og þess vegna eru þessar línur rit- aðar. Skólinn í Varmahlíð síðastlið- inn vetur var aðeins vísir þess, sem koma skal. Húsakostur er ennþá mjög-takmarkaður, þar sem bygging framtíðar skóla- hússins er ekki hafin. Þegar Varmahlíð var keypt fyrir nokkrum áriun sem skólasetur, var á jörðinni steinhús fremur lítið. Hús þetta hefir verið bætt og stækkað að mun, m. a. steypt ný hæð ofan á það. í þessum húsakynnum starfaði skólinn. Á efri hæð voru íbúðir skólastjóra, kennara og nemenda, en á neðri hæð kennslusalur, borðstofa, eldhús og eitt íbúðarherbergi fyrir nemanda. Her er aðeins um bráðabirgða húsakynni að ræða. Áformað er, að reisa vand- að skólahús á næstunni. Er því fyrirhugaður staður nokkru of- ár en núverandi hús stendur, skammt 'frá sundlauginni. Sök- um þessa takmarkaða húsa- kosts gat skólinn aðeins starfað í einni deild eða bekk. Nemend- ur voru 18. Skólastjóri var sr. Gunnar Gislason í Glaumbæ, en kennari Árni Þorbjörnsson lög- fræðingur. Námsgreinar voru hinar sömu og í fyrsta bekk Menntaskólans á Akureyri. Var til þess ætlast, að áhugasamir ogsdugandi nemendur gætu að loknu vetrarnámi í Varmahlíð tekið próf upp í annan bekk Menntaskólans á Akureyri. Þetta var að vísu nokkuð djörf áætl- un. Námstíminn í Varmahlíð skyldi styttri en námstími Menntaskólans. í fyrsta bekk Menntaskólans fá ekki aðrir inngöngu en þeir, sem hlotið hafa nokkra undirbúnings menntun, einkum í dönsku, reikningi og móðurmáli. — í Varmahlíð var hins vegar engr- ar undirbúningáfræðslu krafizt, enda flestir nemendur illa und- irbúnir, er þeir komu í skólann, höfðu aðeins fullnaðarpróf úr barnaskóla. Hér við bætist það, sem allir þekkja, er fengizt hafá við nám, að aðstaða utanskóla- nemenda við próf hlýtur ávallt að verða erfiðara en hinna, sem dvalið hafa í skólanum, þekkja kennarana, kennsluaðferðir og spurningar þeirra. Þrátt fyrir þetta verður ekki annað sagt, en að þessi áætlun hafi staðizt vonum framar. Nokkrir nem- endur Varmaþlíðarskólans luku prófi upp í annan bekk Mennta- skólans á Akureyri með góðum árangri, sumir þeirra með prýði, miðað við aðstæður. Við Varma- hlíðarskólann voru einnig próf- skírteini yfirleitt mjög góð og sýndu, að nemendur höfðu lært mikið á skömmum tíma og not- ið góðrar kennslu. Má segja, að þetta skólahald í Varmahlíð síð- astliðinn vetur hafi orðið skóla- stjóra, kennara, nemendum og öðrum hlutaðeigendum til hins mesta sóma. í Það er áformað, að næsta vet- ur starfi skóli í Varmahlíð með sam/i sniði og áður. Kenndar verða sömu námsgreinar sem fyrr, og námið miðað við það, að dugandi nemendur geti að vori að loknu námi gengið und- ir próf upp í annan bekk Mehntaskólans á Akureyri. Að- sókn er nú mikil að þeim skóla. Munu færri fá þar inngöngu en óska, sökum þrengsla. Tel ég at- hugandi fyrir þá, ef einhverjir eru, sem frá hafa orðið að hverfa af þesum sökum, hvort ekki myndi vænlegt að ljúka fyrsta bekkjar námi við Varmahlíðar- skólann. Má þó ef til vill segja, að hlutur slíkra manna sé lítt bættur á þann hátt, þar sem lítil líkindi séu til þess, að rýmra verði í öðrum bekk Akureyrar- skólans en hinum fyrsta. En eitt er þó að athuga. Þegar hús- rúm er takmarkað eins og nú hefir verið við Menntaskólann, verða próf milli bekkja sam- keppnispróf, þar sem einkunn sker úr um hverjir fá inntöku. Innanskólanemendur hafa þar engin forréttindi fram yfir það, Sem betri aðstaða skapar þeim. Hins vegar er ekki óhugsandi, að duglegir nemendur Varma- hlíðarskólans sigri einhverja nemendur fyrsta bekkjar í þeirri samkeppni og komizt þannig inn í annan bekk, þótt ekki hlytu vist í fyrsta. Sérstaklega finnst mér nær, að Skagfirðing- ar, sem hug hafa á gagnfræða- eða menntaskólanámi, ættu að notfæra sér þennan skóla í Varmahlíð. Það er á ýmsuan hátt bægilegra, að geta stundað nám nærri átthögunum eða heimilum sínum. Varmahlíðar- skólinn skapar Skagíirðingum skilyrði þess, þegar um byrjun- arnám er að ræða. Þótt Varma- hlíðarskólinn miði fræðsluna að- allega við undirbúHingsnám fyr ir mennta- og gagnfræðaskóla, veitir hann og hagnýtan undir- búning þeim, sem hyggja á framhaldsnám í öðrum skólum. Það má vera Skagfirðingum gleðiefni, að Varmahlíðarskól- inn fór svo vel af stað, sem raun hefir borið vitni um. Ætti það að verða þeim hvöt til að styðja hann og efla á allan þann hátt, sem í þeirra valdi stendur. — Skagafjörður er víðlent og fjöl- mennt hérað. Hverju héraði er nauðsynlegt, að geta skapað hinum upprennandi íbúum sín- um viðunandi menntunarskil- yrði. í Skagafirði starfa að vísu bændaskóli, unglingaskóli og síðastliðinn vetur kvennaskóli. Þetta eru allt ágætir skólar á sína vísu og hafa góðum kennslu kröftum á að skipa. En þetta er ekki nóg. Skagafjörður þarf að eignast einn stóran skóla, sem veitir almenna og fjöl- breytta menntun. Þetta skiljar margir Skagfirðingar, þess vegna er þeim það mikið áhugamál að bygging skólans verði hafin hið allra fyrsta, helzt á næsta ári. En þetta á ekki aðeins að vera áhugamál Skagfirðinga, heldur allra þeirra, sem forgöngu hafa í fræðslumálum þjóðarinnar. Varmahlíðarskólinn verður ekki aðeins skóli Skagfirðinga, held- ur þjóðarlnnar. Verði hér um góðan skóla að ræða, munu nem- endur sækja hann víðs vegar að af landinu. Við íslendingar eigum að vísu allmarga skóla ,en þó ekki nógu marga. Það mun sannast, að þótt bókvitið sé ekki látið í ask- ana, mun aukin menntun og andlegur þroski þjóðinni hin öruggast vörn í framtíðinni. Við höfum nýlega öðlazt fullt stjórn- arfarslegt frelsi. Menning hverr- ar þjóðar er hornsteinn frelsis hennar og sjálfstæðis. Þess vegna þörfnumst við íslendingar fleiri skóla og fjölbreyttari en nú eru í landinu. Þess vegna á Varmahlíðarskólinn að rísa af grunni hið allra fyrsta. Vil ég ljúka þessum orðum með ósk til þeirra, sem ráða fjármálum og fræðslumá.lum þjóðarinnar, að þeir sýni þessu menningarmáli Skagfirðinga fullan skilning, ekki aðeins í orði heldur einnig í athöfn, svo að Varmahlíðar- skólinn verði reistur hið fyrsta, og þangað fái æska Skagafjarð- ar og æska þessa lands sótt holla og hagnýta menntun í framtíðinni. Áfengismenning Reykja víku r Maður nokkur stanzaði mig á götu nýlega og þuldi ljótar sög- ur. Hafði hann verið sjónarvott- ur að sitt af hverju. Meðal ann- ars hafði hann virt fyrir sér alla bílana, er voru að sækja sér forða í áfengisverzlunina. Menn fóru með heila kassa út í bíl- ana og óku ánægðir af stað. Einn maður, sem hvað eftir ann- að hefir lent í höndum lögregl- unnar, fór með áfengi fyrir átján hundruð krónur, sagði þessi, er við mig talaði. Hann hafði spurt um það hjá af- greiðslunni. Auðvitað átti þetta áfengi að seljast fyrir margfalt verð í leynisölu. Tvær ölvaðar stúlkur voru að reyna að'staulast um borð í skip til útlendinga. Þær voru váltar á fótum. Skipsmenn komu þeim til hjálpar, fóru niður landgöng- una, kipptu pilsum stúlknanna upp yfir höfuð þeim og drógu þær þannig á pilsunum um borð. Ætli ekki væri nær fyrir for- ustukonur Reykjavíkur, sem kveinka sér, ef talað er um ástandsmeyjar, að sætta sig við slæmar upplýsingar, en reyna heldur að skipuleggja einhverja starfsemi þessum vesalingum til bjargar? Nýlega stanzaði bíll fyrir ut- an hús embættismanns og var að skila dömum, sjálfsagt úr láni. Útlendingar voru í bílnum og einn þeirra kom með eina í bóndabeygju í fanginu, því að hún var út úr drulfkin. Húsráð- andi hrissti höfuðið, er gestir komu þannig til reika. Forstjóri einn var að koma heim með frú sinni og öðru pari. Það var allt ölvað, hafði hávaða, er það var að kveðjast. Menn- irnir kysstu og föðmuðu frúrnar á víxl. Þær komu með útbreidd- an faðminn, og þeir klemmdu þær og kysstu, en fólk í næstu gluggum hafði gaman af. Þessar sögur eru enginn til- búningur. En þær eru líka minnst áf því, sem gerist í þess- um sökum Kvöld eitt vorum við hjónin að koma heim kl. lli/2, heyrðum við þá söngl og hávaða á Bar- ónsstígnum nálægt Landsspítal- anum. Þar fóru tveir drukknir hermenn og leiddu á milli sin kengfulla, unga stúlku, sem ekki gat staðið hjálparlaust. Mundu áfengissalarnir vilja sjá dætur sínar þannig á sig komnar? Það er þjóðin, sem selur áfengið og fer þannig með syni sína og dætur. Á slíkt þjóðaruppeldi að' verða vegsemd hins nýfengna fullveldis? Pétur Sigurðsson. Osannindum hnekkt Jón Pálmason, sem kallaði sig yfirendurskoðanda Alþingis, hefir í ísafold, sem ég sá í vor, er ég var á ferðalagi austur á landi, kennt mér það, að fjár- pestirnar hefðu flutzt til lands- ins. í tilefni af þessu þykir mér rétt að upplýsa: 1. Skömmu eftir að ég kom til landsins frá námi mínu, mætti ég á aðalfundi Búnaðarfélags íslands, og var þar rætt um innflutning sauðfjár. Ég lýsti mig þá honum fylgjandi, en tók fram, að ég teldi, að rétt væri að flytja féð í byggðar eyjar,, sem fé væri í allt árið, bæði til þess að reyna þar hver árangur yrði af því að blanda það stofni okkar og til þess að, ef það skyldi sýkja frá sér, sýkti aldrei nemá þann innlenda stofn, sem í eyj- unni væri. 2. Nokkru siðar skrifaði ég, á- samt beim samkennurum mín- um, Halldóri Vilhjálmssyni og Páli Jónssyni, Búnaðarfélagi ís- lands og lagði til, að fé yrði flutt til landsins, og rökstuddum við hvers vegna. Það ætti að flytj- ast í byggðar eyjar, og vera þar fjögur til fimm ár með íslenzkú fé meðan reynt væri, hvort það sýkti frá sér og hver not við hefðum af að blanda það okkar fé. Bentum við á Málmey og Elliðaey sem góðar til þessa. Hvort tveggja þetta getur Jón séð bæði i Búnaðarritinu og bréfasafni Búnaðarfélags ís- lands. 3. Þegar kom að því að flytja inn enska féð, lagði ég enn til að það væri flutt í byggða eyju og haft þar með íslenzku fé í 4—5 ár, en það var gert munn- lega bæði við þáverandi land- búnaðarráðherra og á Búnaðar- þingi. 4. Þegar karakúlféð var flutt inn, gerði ég enn þessa tillögu og þá bréflega til ráðuneytisins, en munnlega til Búnaðarþings, og hlýtur Jón að geta fengið að sjá bréf mitt í ráðuneytinu, og afrit þess er í Búnaðarfélaginu. 5. Ætti ég nú að tillögur um þetta efni, mundi ég enn leggja til, að inn væri flutt búfé, en nú nefna Viðey, Engey og Hrís- ey sem beztar til að hafa skepn- urnar á í nokkur ár með ís- lenzku búfé, þar sem nú má taka úr þeim sæði þar og sæða .gripi í landi, án þess að nein sýking- arhætta þurfi af því að stafa, en það yrði trauðla gert úr þeim eyjunum, sem ég áður hefi bent á sem heppilegar til þessarar notkunar. Af þessu geta menn séð, hvað ég hefi lagt til þessara mála, og hvern skaða landsmenn hefðu haft af fjárpestunum, hefði mínum tillögum verið fylgt, og þá væntanlega jafnframt líka séð, hve réttmæt ásökun Jóns er. Páll Zóphóníasson. Þýzka þjóðin er ekki öl i sek Höfundur þ^ssarar greinar er Bertrand Russell, uppeld- isfræðingurinn frægi. Hrekur hann hér þá firru, að þýzka þjóðin sé öil samsek um illvirki nazistastjórnarinnar eða stríðsglæpi herforingja eða pólitískra manna og sýnir fram á, hve ólíklegt sé, að kúgun og áníðsla orki því að gera þýzku þjóðina að betri þjóð. Bertrand Bussel: Það, sem undanfarið hefir komið í ljós varðandi fangabúð- ir nazista, hefir vakið ótta og viðbjóð, sem er réttlátur og óhjákvæmilegur. Þó sá viðbjóð- ur hafi þegar orðið til þess að gera líkurnar minni en ella fyr- ir því, að slíkt endurtaki sig, er það ekki nema nauðsynlegt að skilja málið út í æsar eins og að dæma það. En við höfum ekki öðlazt glöggan skilning á hlut- unum, ef við erum ánægð með að svara sem svo: „Þýzka þjóðin' er samsek í þessu eins og hún leggur sig og ætti að þola hegn- ingu.“ í sérhverju landi fyrirfinnast tækifærissinnaðir menn, sekir um andstyggilega verknaði. Þessir menn komast oftast nær fyrir dómstólana og eru í mörg- um tilfellum úrskurðaðir geð- veikir. Hvort sem þeir eru geð- veikir eða ekki, eru þeir jafnan mesta rannsóknarefni sálfræð- inga. Það er í þeirra verkahring að grafast fyrir orsökina til þess, sem mennirnir hafa gert, og beita við það visindalegum að- ferðum. í Þýzkalandi komust til valda menn af þeirri tegund, sem hér er minnzt á. Þeim tókst að þjóna lund sinni betur og á víðari vett- vangi en áður eru dæmi til. Hér mun verða gerð tilraun til þess að segja örlítið nánar frá þess- um hræðilegu staðreyndum, í trausti þess, að enginn skilji grein þessa þannig, að reynt sé að lýsa öllum Þjóðverjum svo. Það er alls ekki meiningin. Fyrst og fremst má ekki gleyma því, að hundruð þúsunda illa leik- inna fanga í Þýzkalandi voru einmitt Þjóðverjar, sem þoldu ótrúlegustu þjáningar í stjórn- artíð nazista. En það er aftur á móti algerlega rangt að nota þessa menn sem mælikvarða á Þjóðverja eins og þeir eru yfir- leitt. Tvennt er það, sem einkum skyldi haft í huga, en oft vill gleymast. Fyrst: Refsing skyldi jafnan, eftir því sem við verður komið, falla á þamj, sem er sannur að sök. Hið síðara er: Refsing ein útilokar ekki, að sams konar brot og refsað er fyrir komi fram, e. t. v. af hálfu einhvers annars aðila, síðar og við annað tækifæri. Glæpir á viðu sviði eru ekki einungis framdir af sálsjúkum einstak- lingum, heldur eru þeir oft og tíðum afleiðingar af einhvers konar skipulagi, sem beinlínis eða óbeinlínis leiðir þá af sér eða hlúir að þeim og kemur glæpamönnum einatt í valda- sess. Hverjir eru það svo, sem á- byrgðina bera á því, er fram hefir farið í Belsen og Buchen- wald og öðrum slikum stöðum? Það er ekki beinlínis auðvelt að gefa svar við því. Fyrst og fremst má þó benda á ráðamenn og leiðtoga nazistastefnunnar. Síð- an má nefna nöfn þeirra manna, sem stuðluðu að því, að stefna nazistanna réði ein öllu í Þýzka- landi. í þriðja lagi þá, sem í nafni blekktrar og stundum upploginnar föðurlandsástar studdu nazista á valdaferli þeirra allt frá 1933 til þess dags, er þeir gáfust upp. En hér með er markalínan ekki dregin til fulls. Þeir, sem fyrst og fremst höfðu með hönd- um að fylgjast með svona lög- uðu, vissu frá upphafi, hvernig í pottinn var búið. Óefað vissi brezka stjórnin um þetta. Það má ef til vill taka því með þögn og þolinmæði, að slíkt var látið liggja í þagnargildi á meðan á styrjöldinni stóð. En sé einhver afsökun tekin gild, — verður maður þá ekki einnig að setja sig í spor þeirra Þjóðverja, sem í fangelsunum sátu, margir á- samt konum sinum og börnum, og vissu, að sérhver mótmæli frá þeirra hendi myndu leiða til enn verri meðferðar og lífi þeirra ljúka innan fangelsismúranna án þess áð nokkru sinni kæmist upp um glæpina? Svo lengi sem grimmir og ó- svífnir menn hafa völd í hönd- um, er það heilög skylda að vinna' á móti þeim. En er þeir hafa verið gerðir óskaðlegir, liggur beinast fyrir að rannsaka hvað olli glæpum þeirra — hvað fékk þá til að stofna friði heilla þjóða i hættu. Ef við leyfum okkur að hugsa sem svo, að eitt- hvað það sé Þjóðverjum eigin- legt, sem ekki myndi fyrirfinn- ast meðal annarra þjóða, hvað illar hneigðir snertir, erum við komnir heldur langt frá því raunhæfa og erum hætt að læra af reynslunni, hvernig foföast ber, að hin illu öfl, sem við höf- um andstyggð á, nái að þróast. Athugum nú allar kringum- stæður. — í hlut á'sigrað og vanmáttugt ríki með tilfinningarsljóa þjóð. Áhugasöm minnihluta-klíka kemst til valda fyrir frekju og yfirgang. Sökum afskiptaleysis almennings hefir klíkan náð völdum. En þar eð klíkunni er þröngur stakkur sniðinn, verður hún að beita meiri og minni harðstjórn gegn vilja fjölda manna meðal þjóðarinnar, sem eitthvað sjá og hugsa. En strax og hægt er, reynir stjórnarklík- an að beina ógnunum sínum, að öðrum ríkjum til þess að minnka óánægjuna heima fyrir. Þetta á ekki eingöngu við um Þýzkaland. Eitthvað svipað þessu kom fyrir í frönsku stjórnarbyltingunni. Skortur og ótti valda hálfgild- ings sinnuleysi og deyfð meðal fjöldans, en minnihluta-stjórn- arklíkunni vex ásmegin. Óheil- brigðar_ lífsskoðanir skapast meðal fjjóðarinnar og viðhorfið verður einhliða. Sumir munu viljfi halda því fram, að Þýzkaland hafi verið erfitt viðureignar löngu fyrir ósigurinn 1918 —• áður en þjóð- in varð fyrir því áfalli, sem flýtti fyrir valdatöku Hitlers. En þetta er ekki alls kostar rétt. Þýzka- landskeisari átti ekki til þá grimmd og ómenningu, sem þró- aðist í valdatíð Hitlers. Þjóðern- ishreyfing sú, sem átti sér stað í Þýzkalandi á nítjándu öld, var aðeins eðlileg afleiðing yfir- gangs Napóleons. Fyrir þann tíma sýndu Þjóðverjar aldrei þann yfirgang og siðleysi, er við nú höfum orðið varir við hjá þeim. Segja má, að harðstjórar nú á tímum geti beitt illvilja sínum á miklu víðari vettvangi en harðstjórar fyrri tíma. Hvorki Xeres né Neró höfðu leynilög- reglu til þess að vera ofan í hverri kyrnu og nasa upp hvað eina, á hverjum stað og stundu, sem hentugt þótti. En það er ekki nóg að hindra það, að slíkt geti átt sér stað í framtíðinni. Það nauðsynlegasta er að skilja orsakirnar fyrir því, að slíkur yfirgangur hefir til orðið og þol- azt. í stríðinu urðu Þjóðverjar auðvitað að berjast, þeir sem í herskyldualdri voru, hvort sem þeir studdu nazismann eða ekki. Og enginn skyldi halda, að allir þeir menn séu samsekir um glæpi nazismans. Ef hægt verð- ur á komandi árum, að útiloka nazistasinnaða menn frá hverri einustu stöðu í Þýzkalandi og jafnframt því sem þjóðin er af- vopnuð yrði reynt að bæta hag hennar viðskiptalega og siðferðilega, er líklegt að hefja megi vinsamlegt samstarf við Þjóðverja að nýju. Fyrr eða seinna verður þetta að takast, — ef Evrópa á ekki stöðugt' að verða eins og púðurtunna, hættuleg og ógnandi friðinum í heiminum. En svo vikið sé frá Þýzkálandi er það næsta eftirtektarverð staðreynd, að minnihluta-stjórn leiðir alltaf til yfirgangs og jafn- vel glæpa, — hvert tækifæri not- að til þess að beita hnefarétt- inum. Lýðræðisstefnan hefir sína ókosti, — og ýmsir halda því fram, að stjórn fárra manna sé lausnin á öllum vandamál- unum. Þetta er þó ekki rétt. Slík stjórn leiðir til þess, að tæki- færissinnaðir vafagemlingar ná völdum, fangelsin stækka, ó- frelsið verður meira, njósnar- arnir fleiri, öryggisleysið kemst í algleyming. Til þess að draga úr viðgangi og tækifærum ofbeldismanna og stefnu þeirra dugir það eitt, að fjöldinn sameinist um lög og rétt. Með því einu — en ekki -með hegningu — er hægt að gera sér vonir um, að þýzku þjóðinni takist að öðlast aftur virðingu meðal annara þjóða og skipa þar sæmdarsess.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.