Tíminn - 03.08.1945, Blaðsíða 5
58. blað
TÍMIM, föstndaglnn 3. ágást 1945
5
Um jtetta leyti fyrir 71 ári:
Konungskoman 1874
ÁriS 1874 var merkisár í sögu
íslands. Þá voru þúsund ár tal-
in frá því, að land byggðist. í
tilefni þessa afmælis voru mikil
hátíðahöld um sumarið og fram
á haust, í flestum héruðum
landsins. Aðalhátíðin, þjóðhátíð-
in sjálf, var haldin á Þingvöll-
um í byrjun ágústmánaðar.
Kristján IX. heimsótti ísland
fyrstur allra Danakonunga þá
um sumarið og var viðstaddur
hátíðina á Þingvöllum, auk þess
sem hann ferðaðist nokkuð um
landið. Skal hér að nokkru sagt
frá komu þessa vinsæla konungs
og fylgdarliðs hans til Reykja-
víkur.
Það hafði frétzt hingað til
lands um vorið, að elzti sonur
konungsins myndi verða við-
staddur þjóðhátíðina, og bjugg-
ust menn því ekki við, að kon-
ungurinn sjálfur mundi sækja
landið heim við þetta tækifæri.
Urðu því margir í senn undr-
andi og glaðir, er það barst út,
að hans væri von. Danakonung-
ar höfðu ekki áður sýnt land-
inu slíkan sóma.
Kristján IX. hafði nýlega veitt
landinu nýja og betri stjórnar-
skrá, og voru honum í því til-
efni send tvö þakkarávörp, ann-
að frá Reykjavík og hitt úr
Gullbringusýslu. Þegar svar
barst frá honum, lét hann birta
það um leið, að hann hefði í
hyggju að sækja ísland heim
um sumarið, „til að taka sjálf-
ur þátt í fögnuði þjóðarinnar
yfir minningu hins umliðna og
vonum hins ókomna.“
Strax og það vitnaðist ná-
kvæmlega, hvenær konúngsins
væri von var tekið til við að
undirbúa komu hans, bæði til
Reykjavíkur og Þingvalla, og
laga vegi þá, er hann átti um
að fara.
Seint í júlí lagði svo konung-
urinn af stað frá Kaupmanna-
höfn, áleiðis til íslands. Voru í
förinni tvö mikil og fagurlega
búin herskip. Hét annað „Jyl-
land“ en hitt „Heimdal". Kon-
ungurinn var á „Jylland,“ enda
var það stærra. Á skipunum var
fjöldi stórmenna, sem siður var
þá, að væru í fylgd með kon-
ungum stórþjóðanna á ferðum
þeirra og skulu hér nefnd helztu
stórmennin og höfðingjar, sem
komu með konungi hingað til
lands: Valdimar prins, yngsti
sonur konungs, Klein, lögstjórn-
ar- og dómsmálaráðherra,. er ný-
skipaður var ráðherra yfir ís-
landi, Trap, geheimeetazráð,
kabinetsritari konungs, Holten
ofursti, stallari konungs, Odd-
geir Stephensen, forstjóri hinn-
ar íslenzku stjórnardeildar í
Kaupmannahöfn, Steenstrup
prófessor, Sörensen prófessor,
Karl Andersen skáld, alinn upp
á íslandi, og doktor Rosenberg,
frægur danskur vísindamaður,
er kunnur var af^Eylgi sínu við
mál íslendinga. Hann gaf út
blað eitt í Kaupmannahöfn, er
mjög var hlynnt íslandi og ís-
lendingum. Auk þess voru í för-
inni mörg önnur stórmenni, er
hér verða ekki nefnd»að þessu
sinni.
Konungsskipin komu við í
Færeyjum á leiðinni til íslands.
Gekk ferðin vel og var komið
til Þórshafnar í Færeyjum 25.
júlí og dvaldi konungur þar í
góðu yfirlæti eyjarskeggja í tvo
daga, en hélt svo aftur af stað
til íslands 27. júlí og gekk ferð-
in vel það sem eftir var. Þeir
sáu land eftir þriggja daga sigl-
ingu frá Færeyjum.
Það spurðist til ferða kon-
ungsskipanna með ensku ferða-
mannaskipi, er kom til íslands
um þessar mundir og hafði vit-
neskju um, hvenær leiðangur-
inn kom til Færeyja. Þegar skip-
anna var von, lá danska varð-
skipið „Fylla“ á Reykjavíkur-
höfn og lagði það út á móti kon-
ungsskipunum með hafnsögu-
mann að morgni þess 30. júlí.
Undir hádegi þann sama dag
sást til þriggja stórra herskipa
frá Reykjavík og kenndu menn
að þar fóru skip konungsins og
„Fylla.“ Brugðu bæjarbúar nú
við að hraða undirbúningi mót-
tökuathafnanna, bærinn var
allur skreyttur fánum hátt og
lágt. Fánar 8g veifur blöktu á
hverju íbúðarhúsi í bænum og
á hæðunum sitt hvoru megin
bæjarins. Á bryggjunni sjálfri,
þar sem konungur átti að stíga
fyrst á íslenzka grund, var einn-
ig mikill viðbúnaður. Meðfram
bryggjunni voru strengdir
beggja vegna margir strengir,
og fánastöngum komið fyrir og
fánum á þeim. Eftir allri'bryggj-
unni var lagt klæði. Á bryggju-
sporðinn var festur veglegur
bogi, sem sveipaður var rauðum
dúki, en yfir boganum var kom-
ið fyrir kórónu. Um stengurnar
fram með bryggjunni og tignar-
bogann var slöngvað lyngflétt-
um og blómvöndum, er konur
og meyjar bæjarins höfðu gert
af miklum hagleik. Allt var þetta
hið fegursta á að sjá og bar vott
um hagar hendur bæjarbúa og
hugvitssemi.
Þenna dag lágu óvenju mörg
skip á Reykjavíkurhöfn, flest
yoru seglskip, en nokkur voru
gufuskip og sum stór. Fimm her-
skip voru á höfninni, önnur en
dönsk. Eitt var norskt, eitt var
sænskt, éitt var þýzkt og tvö
frönsk. Sænska skipið var fag-
urt skip og vél búið. Hét það
Norrköping og var sent hingað
til lands til, að sýna íslending
um sæmd á hinni miklu og sögu
legu hátíð þeirra. Með skipinu
var sænskur herforingi, Lager
kranz að nafni og skipherra að
nafni Ankarkrona. Norska skip-
ið var einnig myndarlegt skip
og hét það Nordstjernen og for-
inginn á því hét Smith. Þýzka
skipið hét Niobe og foringi þess
Bremer. Frönsku skipin t hétu
Indre og Beaumanoir. Hið þýzka
skip og frönsku skipin voru
einnig stór og vegleg her-
skip og vel vopnum búin. Öll
voru skipin með mikinn viðbún-
að, þegar konungurinn kom og
skreytt fánum og veifum og all
ar rár voru skipaðar mönnum,
konunginum til heiðurs. Þó var
aðmírálsskipið skrautlegast af
þeim öllum og allra bezt búið.
Það hafði efst á toppi danska
fánann, en herfána í aftur
stafni.
Þegar skip konungsins komu,
renndi „Jylland“ fyrst inn
höfnina, en á því skipi var kon-
ungurinn eins og fyrr greinir,
á eftir því kom „Heimdal“ og þá
„Fylla“. Jafnt millibil var á milli
allra skipanna. Fyrst til að fagna
konunginum var sænska herskip
ið, er hóf mikla skothríð, og síð
an í sama mund öll hin her
skipin á höfninni, en dönsku
skipin svöruðu í sama mund.
Varð af því mikill hávaði, svo
vart hafði heyrzt annað eins í
Reykjavík. Þegar „Jylland"
sigldi framhjá herskipunum va?
lostið upp miklum fagnaðaróp
um á þeim og er sagt, að þau
hafi greinilega heyrzt í land.
Skothríðin var þá nýþögnuð.
Á landi horfðu menn hug-
fangnir á allar þessar virðulegu
athafnir, því að slíkt hafði þá
ekki sézt hér við land fyrr. Hver
manneskja var komin niður að
bryggju og beið með óþreyju
landgöngu konugsins.
Um hádegisbilið vörpuðu kon-
ungsskipin akkerum og var veð-
ur þá heldur að batna og birta
í lofti, því að skúrasamt hafði
verið um morguninn, fram að
þessu. Ekki leið á löngu, þar til
glaðasólskin var komið og hið
bezta veður. Regnbogi skær og
fagur hvelfdist yfir höfnina um
þær mundir, er skipin vörpuðu
akkerum, og er sagt, að konungi
hafi þótt það tignarleg og fögur
sjón.
Strax og konungsskipin höfðu
varpað akkerum fóru bátar út
frá hinum skipunum og að skipi
því, er konungurinn var á. Frá
land^ lagði um sama leyti lands
höfðingi íslands, Hilmar Finsen,
að fagna höfðingja sínum. Eftir
skamma stund kom landshöfð
ingi aftur að landi og tilkynnti,
að landgöngu konungs væri ekki
von fyrr en kl. 2 og bað hann
fólk að búast þá við. Við bryggj-
una var fjöldi fólks, en auk þess
voru gluggar þeir, er að höfn
inni vissu, allir fullir af fólki,
er beið í eftirvæntingu land
göngunnar. Kvenfólkið hafði
komið sér fyrir á palli við efra
bryggjusporðinn. Allir voru bún
ir sínu bezta skarti og embættis-
(Framhald á 7. síöu)
Vilheím tftcbery:
Ciaihkáha
FRAMHALD
fá konu, en í ár er það hún, sem vill fá mann, og hún þýddist
Hákon, því að hann þekkti hún svo vel og vissi, hver hann var.
Og hina einu, miklu gleði, sem hún hefir notið á þessari jörð,
hana hefir hann veitt henni.
Hvað er hún Hákoni? Hennar vegna segir hann skilið við
sveitunga sína og mannfélagið og yfirgefur býli sitt og kýs held-
ur að lifa áhættusömu þrautalífi.
Og henni er hann sundlandi sælan og hinn mikli beygur,
gleðin og þjáningin, eirðarleysið og hinn djúpi friður, hann er
allt það, sem bætir, það.Nsem veitir unað, og það, sem veldur
kvöl. Því að honum lifir hún. Hún þráir hann, áður en hann kem-
ur, hún fyllist sárum söknuði, þegar hann fer, og þess á milli
eru lífsstundirnar.
En ef Hákon var ekki lengur í liferraa tölu
Það er eins og hnífur sé rekinn í hjarta Margrétar. Þannig
hafði henni einnig orðið við, þegar hún rak upp ópið í kvöld,
er byssuhlaupinu var beint að honum. Og hann sagði: Við
sjáumst ekki framar! Og svo er að því komið að hún æpi aftur
- af ótta við það, að hann sé ekki lengur í lifenda tölu.
Hana langaði til þess að sofna, en aldrei á ævi sinni hefir
hún verið jafn glaðvakandi. Og hvers vegna liggur hún hér og
hlustar á andardrátt Páls? Hann hvílist jafn vel, þótt hennar
r>jóti ekki við, og hún á ekkert vantalað við hann. Hvers vegna
er hún þá hér? Á hún að liggja hér hlustandi allar þær enda-
lausar nætur, sem í vændum eru? Hvers vegna er hún ekki hjá
Hákoni — hjá honum, fast upp við hann, svo að andardráttur
þeirra renni saman í eitt?
Hákon — sefur hann nú? En hann þarf ekki aö hvíla sig, því
að hann á ekki að fara bráðsnemma á fætur í fyrramálið og
erfa jörð. Nei, hann ætlar þvert á móti að yfirgefa þá jörð, sem
hann átti eitt sinn.
Já, hvert fór hann? Hann sagði, þegar hann fór: Vertu róle^.
Við sjáumst ekki framar. Þessi orð bárust til henriar frá munni
hans, og þetta voru undarleg orð. Hvað átti hann við með
þeim? Hvernig gat hann skipað henni að vera rólegri, fyrst þau
áttu aldrei að sjást framar? Og gat hann sagzt fara án hennar
-r- án þess að slíta hana frá öllu.... ? Hvers vegna gerði hann það?
Hvers vegna, hvers vegna? Spurningin fyllir huga Margrétar.
Og Margrét skilur það sífellt greinilegar, hversu alvarlega horfir.
Orð hans þýða það, að hann fer án hennar — að hann var ekki
lengur til í lífi hennar.
Hákon fer burt, hverfur, fyrir henni verður hann eins og hann
hafi aldrei verið til. Það er satt og rétt, hann hefir sagt það, og
hún hefir heyrt það. Hann er farinn, svo að fyrir henni gæti
hann allt eins verið dáinn. Og nú er að henni komið að æpa,
eins og hún gerði í nótt. En það má hún ekki gera. Því að þá
vaknar Páll auðvitað, og hann verður umfram allt að fá að sofa.
En hvers vegna liggur hún kyrr í rúminu? Getur hún ekki hrært
sig? Er hún fjötruð? Er hún í fangelsi? Eða hvernig er þessu
farið? Hér inni íí svefnhúsinu sér hún ekki á hönd sér. Hún sér
ekkert, en hún ætlar að vita, hvort hún hefir verið bundin.
Hún getur þó reynt að hreyfa sig og þreifa fyrir sér, hún
getur reynt að færa sig ofurlítið.
Og svo setzt Margrét upp í rúminu, og hún stígur berfætt
fram á gólfið. Þetta var auðvelt, það kostaði ekki mikla áreynslu.
Hún ætlar að reyna betur. Hún sveiflar sér til, hún lyftir hand-
leggjunum, hún tekur upp fæturna, og hún byrjar að ganga skref
fyrir skref yfir gólfið. Skrítið, að engin torfæra skyldi verða á
leið hennar. Hve mörg skref sem hún stígur, þá verður hún ekki
vör við neitt, sem tálmar för hennar. Ef til vill getur hún gengið
alveg fram að dyrunum? Þarna eru þá dyrnar. Já, hún getur
gengið alla leið fram að dyrunum, ekkert torveldar það. Og fari
hún út um dyrnar, getur hún náttúrlega komizt til Hákonar ....
Og einkennileg kennd kemur yfir hana: Hún er frjáls ferða
sinna, og hún getur farið til Hákonar.
En þó er hún ekki fullkomlega örugg enn. Þetta er svo tor-
skilið. Hún ætlar að reyna að fara lengra. Ef til vill er þetta allt
blekking.
Og Margrét læðist um húsið, hún fer inn í hinar stofurnar
og kveikir ljós, leitar, tínir saman og lætur i böggul. Hér er mikið
af húsmunum, hér eru svo margir gripir samankomnir. En svo
undarlega bregður við, að hún verður þess ekki vör, að neitt
reyni að tálma athöfnum hennar. Kistur, skápar og bekkir standa
í röðum, en allir eru þessir munir hreyfingarlausir og blindir
og skipta sér ekkert af henni. Gólfið bítur sig ekki fast í iljarnar
á henni, enginn loftbiti dettur niður á höfuðið á henni, vegg-
irnir þokast ekki saman og loka hana inni. Naglar og uglur læsa
si gekki í hana. Hér inni eru aðeins dauðir gripir, og þeir halda
henni ekki fastri.
Og hún fyllist mikilli undrun. Það var þó eitthvað, sem stóð
henni í vegi — það var þó ekki tóm ímyndun? Nei, það var ekki
ímyndun. Fyrir skömmu hafði heimilið og ábýlið og húsmunirnir
og matarforðinn og allt það haldið henni fastri, svo að hún gat
ekki losnað. Hákon sagði, að það væri ekki satt, en hún fann
jafnvel sjálf, að það var satt. Þá — en ekki nú. Nú hefir allt
breytzt á svipstundu. Nú uppgötvaði hún skyndilega, þar sem
hún lá glaðvakandi í rúminu, að hún var frjáls og gat farið allra
sinna ferða. Já, kannske hafði Hákon á réttu að standa — hvers
vegna treysti hún honum ekki? Hákon — hvert fór hann?
Margréti er nú orðið heitt af ákafanum. Stofugólfið er svo
mjúkt við fótinn, og hendur hennar hlýða henni svo fúslega,
þegar hún tínir spjarir sínar saman í stóran böggul. Hendurnar
hlýða henni líka, þegar hún tekur brúðarbeltið sitt, sem er úr
mörgum silfurskjöldum og vegur að minnsta kosti eitt skálpund,
upp úr kistu sinni. Það er líka dauður hlutur, en það skal ekki
halda aftur af henni — það skal meira að segja hjálpa henni.
Og nóttin hefir lukzt um þessa ungu, önnum köfnu konu —
hin mikla, furðulega nótt. Hversu oft fyrirhittir nóttin mannlega
veru, sem býr yfir jafnheitri gleði og nú streymir um hana?
Kannske það sé aðeins sá, er legið hefir í dauðadái, sem getur
notið slíkrar gleði, þegar hann vaknar um nótt og verður þess
allt í einu áskynja, að hanri lifir. Fyrir skömmu var hann liðið lik
inni í dimmu herbergi, og nú er hann vaknaður. Hann rís upp,
hann stígur nokkur skref, hann finriur, að fæturnir bera hann,
að bæði líkami og limir eru enn lifandi og hreyfanlegir. Hvernig
ANNA ERSLEV:
/
Fangi konungsins
(Saga írá dögum Loðvíks XI. Frakkakonungs).
Sigríður Ingimarsdóttir þýddi.
„Hver á þá að gæta systur þinnar og Adólfs litla?“
spurði Georg. „Ætlarðu að skilja þau eftir ein? Nei,
drengur minn! Þú verður hér kyrr; annars þori jg ekki
að fara frá þeim“
Þessi orð fundu réttan stað í hjarta Leós, og til þess
hafði Georg líka ætlazt.
Leó fannst að hann yxi nú um helming vegna þeirrar
abyrgðar, sem á honum hvíldi, og hætti nú algjörlega
að hugsa um förina.
\
III.
KYNLEGUR FÁNI.
Nú ríkti gleðin á ný á heimili gullsmiðsins, þegar
vonin um lausn hans var vakin.
ísabella var önnum kafin við að dytta að fötum Georgs,
og í hirzlum föður síns leitaði hún uppi barðastóran
ratt, er gæti skýlt honum fyrir sólinni, og kápu, er hann
gæti sveipað um sig í rigningu.
Það var löng leið til Dijon, og 1 þá daga voru hvorki
til járnbrautir né bílar. Georg vesalingur varð því að
íerðast fótgangandi, og var það þó allt annað en-áhættu-
laust. Landið var fuilt af stigamönnum, og kostaði bæði
kænsku og varkárni að lenda ekki í klóm þeirra.
„Peninga verðurðu að hafa meðferðis,“ sagði ísabella.
„Hér er gullpeningur. Hann er að vísu------“
„Ég vil ekki sjá neina peninga!“ sagði Georg. „Ég á
sjálfur tvö mörk; þeim sting ég í vasann, og þau nægja
mér. Aftur á móti langar mig til þess að biðja þig um
að lána mér lútinn,1) sem ég hefi stundum leikið á fyrir
ykkur. Þá get ég sungið fyrir dyrum úti eins og umferða-
söngvari og unnið mér fyrir mat á leiðinni.“
„Já, gerðu það Georg,“ svaraði ísabella og rétti honum
lútinn. „Þú syngur svo vel og vekur án efa aðdáun
ókunnugra með rödd þinni. En nú skulum við koma
til skósmiðsins. Þú verður að fá þér eina, sterka skó,
sem þola volkið á þjóðvegunum.“
Georg fannst slíkt óþarfi, sagði að sínir skór væru
íullgóðir, en ísabella mátti ekki heyra það nefnt. Hún
vildi ekki að hann færi vanbúinn af stað.
Þegar þau komu aftur, sat Leó við borðið og var að
klippa út stafi úr mislitum pappír.
„Hvaða leikur er nú þetta,“ sagði systir hans.
„Það er enginn leikur,“ svaraði drengurinn alvarlega.
„Ég er að vinna fyrir pabba minn.“
Meira vildi hann ekki segja, en skömmu síðar bað
hann Georg að hjálpa sér að saga sundur tréfjöl, sem
hann hafði fundið í garðinum.
„Á ég að saga hana í tvennt?“ spurði Georg.
„Nei, nei, hún á að verða ferhyrnd, eins og skilti 1
laginu!“
„Á hún líka að hjálpa pabba þínum?,“ sagði Georg
í gamansömum tón.
Drengurinn kinkaði kolli með alvörusvip, og Georg
hætti að spyrja.
Burtför hans var ákveðin um hádegi daginn eftir,
en fyrst var fjölskylda meistara Húbertusar að ganga
nokkur þung spor.
Konungurinn hafði nefnilega sérstaka ánægju af
því, að hrella þegnana með því að halda sýningu á
föngunum í járnbúrunum, og bauð frændum og ást-
vinum hinna óhamingjusömu manna til þeirra sýninga.
Enginn mátti þó koma svo nærri, að hann gæti talað
til fanganna, tekið í hehdur þeirra eða hughreyst þá
á annan hátt, nei, aðeins svo nærri, að sjá mætti eymd-
arástand þeirra.
Loðvík konungur kærði sig ekki um ást þegnanna;
hann vildi stjórna með harðýðginni einni saman.
‘) lútur; gamalt strengjahljóðfæri.
Bókmeimtir
«í* listir
(Framhald af 3. síOu)
gert, og efni þe&s aðallega tvenns
konar: fræðsla um málefni, er
varða verkstjóra og skemmti-
eða fróðleiksgreinar. Af því tagi
er í þessu hefti greinir má t. d.
nefna: „Ferjumenn“ eftir Stef-
án Vagnsson, hagyrðinginn
skagfirzka. Er þar meðal annars
sagt frá Jóni Ósmann, ferju-
manninum alkunna, og greinin
prýdd myndum og krydduð
mörgum vísum. Fleira er þar
skemmtilegt, þótt lítið sé til
týnt að þessu sinni.