Tíminn - 21.08.1945, Page 5

Tíminn - 21.08.1945, Page 5
62. blatt TfMlTVIV, brittjadajgiim 21. ágúst 1945 5 RITSTJÓRI: SIGRÍÐUR INGIMARSDÓTTIR Á engjum (Brot úr dagbók kaapakonu) Langt inn í draumaheiminn berzt morgunljóð hversdagslífs- ins: „Góðan daginn stúlkur! Klukkan er orðin átta.“ — Við kaupakonurnar opnum augun með erfiðismunum, teygjum okkur geyspandi og litum út um gluggann. „Já, já, ekki er hann þerrilegur í dag!“ segi ég spek- ingslega, eins og sá, sem vit hef- ir á veðri. Það var nú orð að sönnu. Þokan sat eins og nátt- húfa á fjalltoppunum og ýrði vætunni yfir sveitina, þótt eng- um væri þægð i slíku framferði, sízt heyskaparfólki. — Að þess- ari skjótu veðurathugun lok- inni rífum við okkur úr viðjum volgra rúmfata og förum að klæða okkur í peysur og galla- buxur. Við tölum fátt, erum enn hálfsofandi. Ég leita að leistun- um mínum í þögulli örvænting — hvar geta þeir verið. Lags- kona mín gerir þá skynsamlegu athugasemd, að ég muni hafa þvegið umrædda leista kvöldið áður og hengt þá til þerris. Mikið rétt! Þá erum við alklædd- ar og læðumst út úr „prívatinu“ — því að við höfum „prívat“ — gegnum baðstofuna, því að þar sofa krakkarnir enn á sitt græna — og undir stigann, niður í eldhús. Þar situr lífsins lind — kaffi- kannan — suðandi á eldavélinni. Við drekkum sopann, þegjum, geyspum, leitum að hrífuvettl- ingunum og hröðum okkur í vaðstígvélin. Síðan göngum við út í gamla eldhús og sækjum hrífurnar, öxlum þær hermannlega, tök- um olíukápurnar á handlegginn og skálmum af stað, sem leið liggur niður á engjar. Þar hillir undir sláttumennina þrjá, sem eru ævinlega á undan okkur út. — Innan úr fjósi heyrist lág- róma dynjandi frá hinum „hvíta drykk,“ er streymir frá júgri kúnna í mjólkurföturnar. Han- inn hreykir sér á haug og galar þrátt fyrir rigninguna. Hund- arnir liggja værukærir í hlöðu- dyrunum, en dragnast þó á lapp- jr til þess að gæta að, hvort við höfum nokkuð ætilegt meðferðis. Skottin dansa polka á bakhlut- anum, en allt er til einskis; þeir lötra þvi aftur inn í hlöðu. Niðri á engjum liggja flekkir heillar viku í röðum eins og húsgrunnir í borgaruppdrættir, þeir elztu gulir af elli, flekkir gærdagsins ljósgrænir og ilm- andi. Yfir öllu liggur glitrandi úðaábreiðan, rofin á stöku stað af slóðum sláttumannanna og óvelkominna næturgesta. „Ekki krækjum við í hælana á þeim í dag,“ segi ég, „og nú á víst að fara að slá með vélunum líka.“ Jóhanna samsinnir því. Á slíkum dögum er það keppi- kefli okkar að raka upp og eiga frí það sem eftir er dagsins. Skapið sígur því heldur niður á við eftir þessa uppgötvun. „Jæja, hér byrja ég,“ segir Jóhanna, og tekur sér stöðu í nálægari brún hins mikla ljáahafs og býst til atlögu. Þarna hafði hún líka hætt kvöldið áður. Jú, jú og þarna voru flekkirnir hans Geira vikadrengsins, allir með gati í miðjunni. Það var sérstök upp- finnlng Geira að gera slík meist- araverk, þar sem þunnt var á. Þótti honum þetta vinnusparn- aður mesti, enda þótt við Jó- hanna litum þessi loftgöt illu auga. — Ég færi mig út á hina brún- ina og raksturinn hefst. Þrjá hringi minnst verður að raka að flekknum, hér er þunnt á. Ég óska mér upp í brekkur, þar er enginn gljúpur mosi í jarð- veginum. Þar eru litlir klettar, smáfossar — meiri tilbreyting í landslaginu, meira útsýni, en hér í bansettum Koppunum. Hugurinn flögrar sitt á hvað. í kvöld hlýtur að koma póstur, bréf og fréttir að heiman. Óðum styttist til helgarinnar, þá ætl- um við í reiðtúr, ef til vill verður ball, hver veit! Hvað: skyldu annars margar kaupakonur hafa rakað hér á þessum sama stað á undan mér í sams konar veðri með líkar hugsanir í kollinum. Þær eru líklega margar, sumar á þrem pilsum og leðurskóm, eða máske á enn fleiri pilsum þær elztu og buxnalausar! „Je minn góður,“ segði líklega ein- hver núna! Jæja, svo fer pils- unum fækkandi eftir því sem árin líða og menningin færist yfir landið, og hér stend ég, skóla,stelpa úr Reykjavík, á „nankisgalla“ og vaðstígvél- um með rósóttan tóbaksklút hnýttan, „á austurlenzka vísu,“ um höfuðið. Ég lít á klukkuna. „Tuttugu mínútur gengin í tíu,“ kalla ég til Jóhönnu. Tíu mínútur eftir fram að morgunmat, því að hér er „borðað þrisvar,“ eins og það er kallað. Ég kann vel við slíkt háttalag, sökum þess að matar- lystin er helmingi meiri en ella vegna útivistarinnar. Hana nú! Þar leggja karlarnir frá sér orfin og húsbóndinn spennir brúnu klárana frá sláttuvélinni. Við erum ekki seinar að stinga niður hrífun- um. Vettlingana leggjum við hjá og breiðum hey yfir eins og góðum raksturskonum sæmir. — Heima er búið að bera á borð. Pottbrauð, smjör, slátur, rúllu- pylsa, heitar kartöflur og skyr- hræra brosa við heyskapar- fólkinu á vaxdúksklæddu mat- borðinu. Yfir borðinu er rætt um landsins gagn og nauðsynjar, um veðrið, náungann og stríðið. Að loknum snæðingi göngum við engjafólkið upp á loft og leggj- um okkur. Húsmóðirin og snún- ingatelpan bera af borðinu og þvo upp. Heimasætan liggur í vöggu sinni í eldhúsdyrunum og skoðar á sér putana. Strákarnir tuskast uppi í baðstofu, og veitir ýmsum betur. Kettirnir læðast inn í eldhúsið, mjálma upp á húsfreyju og nudda sér upp við hana. Þeir vilja líka fá sinn skerf. — Matartíminn líður. Úti er stytt upp, komin blíða. Við löllum niður á engjar, ein í hóp og tveir í lest eins og karlinn sagði. Sláttur og rakstur hefjast á nýjan leik. Ég set mér fyrir að raka ákveðið stykki fyrir há- degiskaffi, en reyni svo eftir mætti að fara í kringum sjálfa mig. „ Nei, hver kemur þarna ríð- andi að utan,“ kallar Jóhanna. Ég lít upp eftirvæntingarfull. Ekkert er kærkomnara á slíkum dögum en gestakoma. Við ræðum um það nokkra stund, hver þetta muni vera, og komumst loks að þeirri niður- stöðu, að þar fari sendiboði frá símstöðfnni. Við reynumst sann- spáar. Það var verið að sækja húsbóndann í síma. — Þarna kemur bíll fyrir múlann og staðnæmist. Lengra liggur bíl- vegurinn ekki. Fólkið fer út úr bílnum og gengur út að gljúfr- inu í túnfætinum. Gljúfrið er landfrægt fyrir óvenjulega feg- urð. Við horfum öfundaraug- um til ferðafólksins. Gaman væri að vera í þess sporum. — Jæja, þarna hillir undir Geira með kaffið. Hann seiglast áfram og fer sér að engu óðslega. Við köllum til hans og biðjum hann blessaðan að láta nú ekki kaffið frjósa á flöskunum áður en það komist til okkar — og tyllum okkur niður öll í hnapp. Geiri nálgast, klæddur heljar- miklu vesti, en utan á því eru vasar fyrir kaffiflöskurnar. — Tekur nú hver sína flösku. Mín er whiskypeli með hálfrifnum miða árituðum „Áfengisverzlun ríkiáins.,‘ Úr honum hefi ég (FramhalcL á 7. síOuJ LARS HANSEN: Fast þeir sóttu sjóinn FYRSTI KAPÍTULI. — Lítið bara á „Noreg“. Skipstjórinn á honum er karlmaður, en ekki nein heimótt eins og þið! Og síðan gekk hún hnakkakert heim til sín og vingsaði rauð- um og þrútnum höndunum í nepjunni. En hann Kristófer sigldi ó- hræddur norður Hvalsundið og Skagasundið, framhjá öllum eyjum og út á opið íshafið. Hásetinn stóð við dæluna í fullar átján klukkustundir, og Degar hann loks gat brugðið sér niður í káetuna til þess að fá sér kaffidreytil, var hann orðinn svo aðþrengdur, að hann gat alls ekki rétt úr sér. Afmyndaður af kvölum staulaðist hann áfram, kengboginn eins og hann hafði staðið við dæluna. Kristófer kom heim á Þorláksmessu. 121 króna var í pyngjunni. „Norska ljónið“ fór á kreik með krakkana og keypti jólagjafir, og á jólakvöldið lá Kristófer aftur á bak uppi í rúminu og reykti langa pípu, sem hafði kostað átta krónur og fimmtíu aura — jólagjöf frá börnunum. En verzlunarstjórinn úti í Fugley nyrðri spurði sjálfan sig, hvort gapinn hann Kristófer hefði nú náð landi á þessari fúa- duggu sinni. Og þegar Kristófer lá reykjandi uppi í rúmi heima í Trossö, sagði verzlunarstjórinn úti í Fugley: — Hérna við sjávarsíðuna búa sannir sjóhundar. En hann Kristófer Kalvaag ber þó af þeim öllum, þvi að hann er hreinn undrakarl. En samt er ég illa svikinn, ef Drottinn hefir ekki feng- ið gesti núna um jólin. Það verður að minnsta kosti bið á næstu gestakomu, ef þeir hafa farið framhjá. Þá stóð hann Óli frá Andakíl upp og sagði: — Fyrst hann komst hingað með múrsteinana, trúi ég ekki að hann verði sjódauður fyrst um sinn. Eins og við vitum allir, þá er til fólk, sem er haldið verndarhendi yfir, svo að það er öruggara úti á reginhafi í ofviðri heldur en aðrir á þurru landi. Hann er einmitt einn af þeim, sem sjórinn vill ekki. Ég hefi séð slíka menn áður, og undir eins og ég leit i augun á honum Kristó- fer, sá ég það, sem ég sá, því að ég þekki svona karla frá fornu fari. Og þess vegna getið þið verið alveg rólegir. Sé hann ekki kominn til Tromsö, þá er hann að minnsta kosti ekki langt undan. — Þið eruð að vitna í það, að hann hafi komizt klaklaust hing- að með múrsteinana. Rétt er það, að hingað komst hann. En hvað klaklaust það var — þið vitið þó líklega, að nú væri hann og skútan á hafsbotni, ef við hefðum ekki séð til hans heila mílu hér út af eynni og farið honum til hjálpar. Það var Jakob, sem sagði þetta. Hann var þóttalegur á svip og tæmdi toddýglasið sitt í einum teig, um leið og hann lauk setn- ingunni, án þess að drekka hinum til. Þeir höfðu vetursetu þarna úti á gróðurlausri Fugleynni. Þeir voru átta og höfðust þarna við vetur eftir vetur og gættu sjóbúð- anna og veiðarfæranna. í verstöð eins og Fugley nyrðri — eyði- ey fyrir opnu íshafinu, margar mílur frá landi, og hvergi vogur eða hvylft í þverhnýpt björgin — á slíkum stað var gott tóm til þess að hugsa um óskiljanlega duttlunga náttúruaflanna. Tveir bátar létu úr höfn samtímis, en þótt þeir sigldu hlið við hlið, væru jafn stórir, jafn vel mannaðir, sjór og vindur eins, þá gleypti ef til vill hafið annan. Það var eins og ósýnileg hönd drægi annan í djúpið, en hinn gat siglt leiðar sinnar, án þess að neitt yrði honum að meini. Var það einkennilegt, þótt maður eins og hann Kristófer Kalvaag vekti talsverða athygli, þegar hann kom til Fugleyjar á þeim farkosti, sem hann var, og brosti bara góðlát- lega, þegar grandvarir menn ætluðu að fara að telja hann á að bíða og sjá hvað yrði úr ískyggilegri bliku, áður en hann leggði á sjóinn aftur? Því var það, að hann Unndór gamli sneri sér hvatskeytlega að Jakob og sagði: — Þú, Jakob! Ég ætla rétt að segja þér það einfaldlega, að þú ert græningi, sem ekki ætti að hvolfa í sig fullu toddýglasi, án þess að líta á okkur hina, fyrst þú ert ekki lífsreyndari en svo, að þú veizt ekki, að það eru til menn, sem sjórinn vill ekki. Þá veiztu of lítið til þess, að þér farist að setja upp merkissvip eða snúa upp á þig við okkur. Með því gerirðu bara sjálfan þig hlægilegan. Ef þú vilt njóta virðingar meðal þér eldri manna, ættirðu að fara beina leið upp á loft og hátta. Og Jakob lét sér þetta að kenningu verða. Góðlátlegt bros færð- ist yfir veðurbitin andlit félaga hans. Það var komið nýár, og menn voru farnir að búa undir Ló- fótenveiðarnar. Kristófer bjó norður á hæðinni I Tromsö. Hans Mikjálsson var granni hans. Hann átti heima í næsta húsi. Hann var kvæntur og átti mörg börn — öll í ómegð. Hans Mikjálsson var eljumaður og traustur sjómaður. Hann átti gamla smákænu, áttæring. Raunar var kænan öll af sér gengin, en samt var það svo, að meðan hún hékk saman, virtist Hans geta séð sér og sínum farborða með því, sem hann aflaði á hana. Öllum var ljóst, að nýju skúturnar voru búnar að útrýma gömlu norðlenzku bátunum fyrir fullt og allt. En samt var það á einum vettvangi, sem þeir voru enn í fullu gildi, og það var á færafiski við Þórsvog og Búrsund á sumrin og fram eftir haust- inu. Þar var áttæringurinn hans Hans enn notadrjúgur, og ef í það fór, gat hann líka bjargazt við hann í Lófóten og undan Finnmörk. Verst af öllu var það, að þennan vetur höfðu verið sífelld veik- indi á heimili Hans. Konan hafði legið röskar sex vikur, ekki einu sinni getað setzt framan á, og þetta bar einmitt upp á um sama leyti og öll börnin fjögur lágu milli heims og helju í skar- latssótt. Þetta voru erfiðir dagar fyrir Hans. Hann var alveg kominn að niðurlotum, enda þótt systir hans, hún Karólína, ann- aðist heimilisverkin eins og þetta væri heimili hennar sjálfrar. ANNA ERSLEV: Fangi konungsins (Saga frá dögum Loðviks XI. Frakkakonungs). Sigriður Ingimarsdóttir þýddi. Kvoia eitt, þegar tionum iialöi venö utiiyst á morgum oæjum, iagoist nann iyrrr uncúr trjarunna rett vio pjoo- vegmn. nann svaí vært í nokkrar klukkustundir og dreymdi ao iaann iieíöi náö lianzka luns iieiiaga Berniiaros og íært iiaim konunginum, sem opnaöi pegar íangabur meistara ilúbertusar meö eigin iiendi. Þá vaknaöi ungi maóurinn viö omrnn aí rámri rödd, sem sagöi. „Þessi naungi ætiar iikiega aö soía sig 1 iiei.' Jiann paut á lætur, en var i sama biii gripmn ai sterk- um örmum, keíii var stungiö í munn nonum og íyrir augu nans var bundiö meö kiút. Siöan var úann reistur a iætur. Fékk liann þá vænt högg á bakiö og aítur var talaö meö sama skipandi rómnum: „Gakktu beint áfram an þess aö mögia eöa gera tihaun tii aö í'lýja. Þá veröur pér ekkert gert.“ Georg hiydcLi og gekk nú þöguli í rúman klukkuthna imm íyigdarmanna sinna. Otai hugsanh' hringsóluöu 1 höiöi hans, en ööru íremur gladdi þaö hann þo, aö hiö mikhvæga bréf haíöi veriö saumaö rnn í íóönö á treyj- unm hans. Þar var þaö öruggt. jttænmgjarnir héldu stööugt áfram feröinni. AÖ lokum tók einn þeirra undir handlegg Georgs. Hann tok eftir því, aö loitiö varö allt í einu þungt og kæfandi og aö leiðin iá nú niður á viö. Af þessu dró hann þá áiyktun, að þeir heföu yfirgefiö þjóðveginn og væru kommr niöur í jarögöng. Gangurinn varö brátt svo þröngur, að maðurinn, sem hélt undir handlegg hans ,varÖ að þrýsta sér fast aö hon- um til þess að þeir kæmust áfram. „Beygðu höfuðið, beygöu þig, meira, meira!“ skipaöi leiösögumaður hans. Þeir urðu á endanum aö skríöa á fjórum fótum og Georg varð þungt í skapi við þá tilhugsun, að hann, sem ætlaði aö frelsa mann frá fangelsisvist, yrði nú fangi sjálfur. „Vesalmgs húsbóndi minn,“ hugsaði hann, „hvernig fer þetta?“ Skyndilega fann hann loftlagsbreytingu. rfann gat nú aftur dregið andann léttar. í sama vetfangi var klúturinn rifinn frá augum hans. Hann leit í kringum sig og sá, að hann var staddur í stórum helli, sem var upplýstur af nokkrum rjúkandi tlysum. í kringum hann stóð hópur manna, sem klæddir voru marglitum fötum. Um leið og klúturinn var tekinn frá augum hans, byrjuðu þeir aö tala hver í kapp við annan. „Það var ég, sem sá hann fyrst!“ „Nei, það var ég!“ „Það var ég, sem keflaði hann áður en hann gat kom- ið upp nokkru hljóði! “ „Já, en ég batt fyrir augu hans.“ „Rólegir!“ greip hávaxinn maður fram 1 fyrir þeim. ,.Nú er nóg komið af þessu þvaðri! Komið meö hann hingað!“ Sá, sem talað haföi, sat við borðið. Hann bar af hinum vegna þess, að föt haps voru lit- skrúðugri. Um mittið hafði hafði hann meðal annars fallegan silkiborða, og digur gullkeðja hékk um háls hans. Þegar Georg var leiddur fyrir hann hvessti maðurinn á hann augum um stund. Síðan sneri hann sér að hinum. „Heimskingjar getið þið verið,“ sagði hann reiðilega. „Þekkið þið ekki í sundur hefðarmenn og förusveina? Hvaðan ætti þessi ræfill að fá lausnarfé? Þorskhausar! Talaðu, unginn minn, áttu nokkurn vin eða frænda, sem getur greitt okkur 100 dúkata í lausnarfé fyrir þig?“ Angurvært bros lék um varir gullsmíðanemans. „Hundrað dúkata,“ endurtók hann. „Ég get ekki af- hent yður einn dúkat, hvað þá meir! Ég á aðeins þessi tvö mörk, sem ég sé, að liðsmenn yðar hafa þegar fundið í vösum mínum. Þau eru aleiga mín og allt það fé, er ég get fram boðið mér til lausnar. Ég á hvorki vini né írændur, sem mundu vilja greiða lausnarfé fyrir mig.“ Ræningjahöfðinginn kinnkaði kolli. „Já, þetta hélt ég. En mér þykir það leitt þín vegna, ungi maður, því að þú munt komast að raun um, að enginn kemst lifandi héðan án þess að greiða lausnarfé.“ „Eru mörkin mín tvö ekki nægileg greiðsla?“ spuröi Georg. Hjartað hamaðist í barmi hans. Ræningjarnir ráku upp hlátur. „Nei, 50 er það minnsta, sem við látum okkur nægja,“ svaraði höfðinginn.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.