Tíminn - 24.08.1945, Blaðsíða 2
2
TÓHTVTV, föstodagíim 24. ágúst 1945
63. blað
Föstudanur 24, ágúst
Verðlagslögin nýju
Það má undantekningarlítið
heita sameiginlegt einkenni ein-
ræðisríkjanna, að öll frjáls
stéttasamtök' séu bönnuð. Til
þess að reyna að telja stéttun-
um samt trú um, að þær hafi
einhver völd, hefir sá háttur
verið tekinn upp í mörgum ein-
ræðisríkjum, að ríkisstjórnirnar
hafa tilnefnt fleiri eða færri
menn úr hverri stétt í ráð eða
nefndir, sem hefir átt að fara
með málefni hlutaðeigandi stétt-
ar. Þessir menn hafa fyrst og
fremst verið fulltrúar stjórnar-
innar, en ekki stéttarinnar, þótt
reynt hafi verið að slá ryki
í augu hennar og telja henni trú
um, að hún réði málum sínum
sjálf, þar sem menn úr hennar
hópi skipuðu umrædd ráð.
Skyldleikinn milli þessara
stjórnarhátta einræðisríkjanna
og hinna nýju bráðabirgðalaga
um verðlagningu landbúnaðar-
afurða ætti ekki að dyljast nein-
um. Þar er gersamlega gengið
framhjá öllum samtökum
bændastéttarinnar og henni
enginn kostur gefinn á því að
hafa minnstu áhrif á skipun
hins svokallaða búnaðarráðs og
verðlagsnefndar, sem eiga þó að
ræða um mestu hagsmunamál
landbúnaðarin$. Lándbúnaðar-
ráðherra velur i það menn eftir
eigin geðþótta, án minnsta til-
lits til samþýkkis og óska
bændastéttarinanr. Til þess
samt að finna flugufót fyrir
þeim lævísa áróðri, að bænda-
stéttin ráði þessum stofnunum
sjálf, er valið bundið við bænd-
ur eða starfsmenn þeirra,
enda þótt enginn af þessum
mönnum sé kosinn af henni og
myndi kannske enginn verða
það, ef frjálsar kosningar færu
fram.
Öllu fullkomnara gerræði er
ekki hægt að beita neina stétt.
Öllu lengra er ekki hægt að
ganga i þvi, að svipta hana að-
stöðu til að ráða nokkru um
stærsta hagsmunamál sitt. Öllu
lævislegar er ekki heldur unnt
að gera þetta, þar sem reynt
er að láta líta svo út, að völdin
í þessum málum séu í höndum
stéttarinnar, þótt raunverulega
séu þau öll í höndum ráðherr-
ans, sem ræður útnefningunni.
Ríkisstjórnin íslenzka hefir
hér fetað dyggilega í fótspor
hinna nazistisku og kommúnis-
tisku einræðisstjórna, sem kom-
ið hafa á stéttakúgun með þess-
um lævísa hætti. En það er, sem
betur fer ekki stjórnin, er segir
síðasta orðið í þessum efnum.
Bændurnir eiga eftir að segja
til um það, hvort þeir vilja
sætta sig við alger yfirráð rík-
isins í þessum efnum og eiga
þau völd í höndum misjafnra
landbúnaðarmálaráðherra, sem
ættu að vera í höndum stéttar-
samtaka þeirra sjálfra. Bændur
eiga eftir að svara því, hvort
þeir vilji einir af öllum stéttum
landsins eiga lífskjör sín undir
útnefningu landbúnaðarráð-
herra meðan allar aðrar stéttir
þúa við fullt frelsi í þessum
efnum, og samtök þeirra eru
viðurkenndur réttur aðili um
’þessi mál. Svar bændanna get-
ur ekki orðið á annan veg en
þann, ef þeir ætla að standa vel
vörð um frelsi sitt og framtíð,
en að efla svo stórlega samtök
sín og þá einingu um þau mál,
sem einkenndi seinasta Búnað-
arþing, að þessi ólög verði skjót-
lega brotin á bak aftur, réttur
bændasamtakanna viðurkennd-
ur, og eigi veréi fleiri tilraunir
gerðar til að beita bændur ó-
rétti og ofbeldi.
Misnotkun útvarpsins
Það máttl vera öllum ljóst,
að kommúnistar gerðu það í
ákveðnum tilgangi að heimta
yfirstjórn menntamálanna í
sínar hendur.þegar sambræðslu-
stjórn þeirra og Ólafs Thors
var mynduð á síðastl. hausti.
Þessi tilgangur var að nota yf-
irráðin yfir skólum og útvarpi
til að koma hinum kommúnis-
„Æskilegast og eðlilegast".
Einstaka Sjálfstæðismenn
hafa reynt að afsaka bráða-
birgðalög Péturs Magnússonar
um skipun búnaðarráðs með því,
að hann og aðrir Sjálfstæðis-
menn, sem hlut eiga að máli,
hafi ekki gert þetta fullkomlega
sjálfviljugir, heldur hafi þeir
orðið að fara eftir óskum kom-
múnista.
í forustugrein Mbl. 22. þ. m.
eru hins vegar tekin af öll tví-
mæli um það, að umræddir for-
kólfar Sjálfstæðisflokksins hafi
ekki gengið nauðugir til leiks.
Þar segir skýrum orðum, að
„með þessari breytingu er því
stjórn verðlagsmálanna, er
landbúnaðinn snerta, komin I
hendur framleiðendanna sjálfra
á þann hátt, sem æskilegt virð-
ist og eðlilegt".
Hér liggur það fyrir svart á
hvítu, að þessir forkólfar Sjálf-
stæðisflokksins telja það „æski-
legast og eðlilegast“, að bænda-
stéttin sjálf fái engu ráðið um
val þeirra manná, sem eiga að
ráða lífskjörum hennar, heldur
eigi það að vera Lhöndum ráð-
herra, er oft getur verið henni
andsnúinn og getur því valið til
þessa menn, sem einskis trausts
njóta meðal bænda og vinna
gagnstætt hagsmunum þeirra.
Ef Sjálfstæðisbæhdur geta
fylgt slíkum forkólfum áfram,
gera þeir sannarlega ekki mikl-
ar kröfur um rétt stéttar sinnar.
Jón brá ekki vana sínum.
Það hefir lengi verið vitað, að
til er a. m. k. einn maður, sem
er reiðubúinn til að verja hvers
konar ofbeldi, sem bæftdastéttin
væri beitt af sambræðslustiórn
Ólafs Thors og kommúnista. í
hvert skipti, sem stjórnin hefir
unnið eitthvert óhæfuverk gegn
bændum, hefir hann komið
fram á ritvöllinn í Mbl. og reynt
að færa fram málsbætur stjórn-
inni til afsökunar. Þessi maður
er Jón Pálmason, sem enn telur
sig bónda á Akri í Húnavatns-
sýslu, þótt hann hafi aðaltekj-
ur sínar af' bitlingum í Reykja-
vík (endurskoðun landsreikn-
inganna, ritstjórn ísafoldar,
nýbýlastjórn o. fl.).
Jón brá ekki heldur vana sín-
um að þessu sinni. Sama dag-
inn og Mbl. birti hin illræmdu
bráðabirgðalög Péturs Magnús-
sonar um búnaöarráðið, kom
Jón Pálmason þar einnig fram
á ritvöllinn til að verja þessi ó-
lög gegn bændastéttinni. Grein
hans er að sönnu lítt skiljanleg-
ur þvættingur, sem er eðlileg
afleiðing af málstaðnum, en
viljinn til að verja þessa skerð-
ingu á rétti bændastéttarinnar,
er eigi að síður augljós.
Það mætti sannarlega mikið
vera, ef þetta seinasta frum-
hlaup Jóns til að verja ólögin,
sem ríkisstjórnin beitir bænda-
stéttina, gæti ekki til fullnustu
opnað augu húnvetnskra. bænda
fyrir því,hverra þjónn og erind-
reki Jón þessi er.
Aðvörun til bænda.
í áðurnefndri grein Jóns
Pálmasonar eru fullyrðingar
sem hann notar til réttlæting-
ar bráðabirgðalögunum, nokk-
urn veginn skiljanlegar. Önnur
er sú, að með þessum hætti sé
réttur bænda aukinn. Hin er sú,
að stjórnin hafi ekki getað snú-
ið sér til neinna bændasamtaka
vegna ágreinings meðal bænda
um framtíðarskipun samtak-
anna.
Fyrri fullyrðingin afsannar sig
bezt sjálf, þegar þess er gætt,
að áður tilnefndu bændasam-
tökin tvo af fimm mönnum í
hlutaðeigandi verðlagsnefndir
(mjólkurverðlagsnefnd og kjöt-
verðlagsnefnd), en ráðherra
skipaði hlutlausan oddamann.
Nú tilnefna bændasamtökin eða
bændastéttin með öðrum hætti
engan fulltrúa í búnaðarráðið,
er ræður því hvernig hin nýja
verðlagsnefnd verður skipuð.
Munu allir, nema Jón, sjá, að
hér er því um réttindarán en
ekki aukin réttindi að ræða.
Síðari fullyrðingin afsannar sig
bezt með þvi, að áður er Jón
búinn að segja í greininni, að'
stjórnin hafi beðið Búnaðarfé-
lag íslands að ræða við Alþýðu-
sambandið um verðlagsmálin
og þannig réttilega viðurkennt
það, sem samningsaðila fyrir
bændur. Annars er þessi við-
leitni Jóns til að afsaka þetta
verk ríkisstjórnarinnar með ó-
samkomulagi meðal bænda um
skipun bændasamtakanna, hin
öflugasta hvatning til bænda-
stéttarinnar um að láta þar all-
an meting og formsdeilur falla
niður, en styrkja og efla þá ein-
ingu, sem varð um þetta mál á
seinasta Búnaðarþingi. And-
stæðingar bændastéttarinnar
geta þá ekki notað sér ósam-
komulag hennar fyrir skálka-
skjól.
Fölsuð vísitala.
Verkamaður í Reykjavík
skrifar: „Þá er hinu sögulega
verkfalli kjötkaupmanna í
Reykjavík lokið. Nú getum við
Reykvíkingar farið að kaupa
nýja kjötið. Við fáum það fyrir
um kr. 15.00 kg., en í vísitölunni
er okkur reiknað það á kr. 6.50.
Hér er því vísitalan hvorki
meira né minna fölsuð en um
nær % hluta. Hefði þetta skeð
í stjórnartíð þeirra Björns Ól-
afssQnar og Vilhjálms Þór,
myndi það áreiðanlega hafa or-
sakað stórar fyrirsagnir og stór-
orð skrif um fölsun vísitölunnar
í Þjóðviljanum og jafnvel í
Morgunblaðinu líka. En nú er
ekki minnst einu orði á þetta
mál í þessum góðu blöðum. Ein-
hvern veginn hefir það nú
gleymst í þetta sinn að gæta
hagsmuna okkar launamann-
anna, sem þessi blöð látast þó
stöðugt bera fyrir brjósti.
En þetta er þó vissulega ekki
eina dæmið. Smjörverðið hefir
lengi verið falskt í vísitölunni.
Kartöfluverðið einnig. Nýlega
hefir ríkisstjórnin svo gefið út
bráðabirgðalög, þar sem segir,
að sé tvenns konar verð á sömu
vöru, skuli lægra veröið alltaf
tekið i vísitöluna. Sagt er að
(FramhalcL a 7. síðuj
E R LE N T Y FIR LIT
Agreiningur stórveldanna um
stjórnarfar Balkanríkjanna
Balkanskaginn hefir oft verið
nefndur „órólega hornið1 í Ev-
rópu. Nafn þetta hefir ekki að-
eins skapast af því, að innan-
landsróstur og uppreisnir hafa
verið þar tíðar, heldur engu
síður vegna þeirra erfiðleika,
er leitt hafa af þeim í sambúð
stórveldánna. Þessir erfiðleikar
eru síður en svo úr sögunni,
heldur bendir ýmislegt til þess,
að þeir geti orðið jafnvel meiri
í náinni framtíð en nokkru sinni
fyrr.
Það mun á sínum tíma hafa
orðið samkomulag milli Banda-
manna og Rússa, að Bretar her-
næmu Grikkland, en Rússar
Rúmeníu, Búlgaríu, Jugóslavíu
og Ungverjaland. Sameiginlegar
nefndir frá stórveldunum skyldu
þó annast eftirlit með stjórnar-
farinu í þessum löndum, en í
framkvæmd hefir þetta eftirlit
reynzt máttlaust og gagnslítið.
Þótt fregnir frá þessum lönd-
um hafi á ýmsan hátt verið ó-
greiðar að undanförnu, að und-
anskildu Grikklandi, virðist það
samt ljóst ,að kommúnistar hafi
alls staðar haft í undirbúningi
aö koma á einræðisstjórn jafn-
skjótt og Þjóðverjar væru hrakt-
ir i burtu, og hafi notið til þess
aðstoðar Rússa.Þetta hefir þeim
lika heppnast í þeim löndum,
sem Rússar hafa hernumið, enda
þótt þeir hafi ekki nema- örlítið
brot kjósendanna að baki sér.
Svo á að vísu heita, að sam-
bræðslustjórnir séu í löndum
þessum, en í raun og veru hafa
kommúnistar þar öll tögl og
halgdir. , í Grikklandi reyndu
kommúnistar einnig að brjótast
til valda, en heppnaðist það ekki
vegna þess, að brezki herinn
skarst í leikinn.
Síðan byltingartilraun komm-
únista misheppnaðist í Grikk-
landi, hafa kommúnistar ann-
ars staðar haldið uppi harðri
gagnrýni á stj órnarfarinu þar.
Þessi gagnrýni hefir bæði beint
og óbeint beinzt gegn Bretum,
sem raunverulega bera aðalá-
byrgð á stjórriarfarinu þar. Af
hálfu Breta hefir þessu verið
svarað m. a. með því, að gera
samanburð á stjórnarfarinu í
Grikklandi annars vegar og
stjórnarfarinu í Rúméníu, Búl-
garíu, Júgóslavíu og Ungverja-
landi hins vegar. í Grikklandi er
t. d. fullt ritfrelsi og stjórnin
þar er harðlega gagnrýnd í
mörgum blöðum. Innan verka-
lýðsfélaganna hafa farið fram
frjálsar, leynilegar kosningar.
Engar hömlur eru á starfsemi
pólitískra flokka. Eftirlit með
skeytasendingum frá landinu
er sama og ekkert, og erlendum
blaðamönnum er frjálst að koma
þangað og kynnast ástandinu.
í hinum löndunum er það gagn-
stæða uppi á teningnum. Þar
eru allir flokkar, sem ekki taka
þátt í samvinnunni við komm-
únista, raunverulega bannaðir.
Blöðin eru háð strangri ritskoð-
un og gagnrýni á stjórnárfarinu
er stranglega bönnuð. Blaða-
menn fá yfirleitt ekki að koma
þangað og eftirlit með skeyta-
sendingum er mjög strangt. Allt
það, sem ekki hentar málstað
stjórnarinnar, er fellt niður úr
skeytunum.
í Grikklandi er undirbúningi
þingkosninga og þjóðaratkvæða-
greiðslu um tilhögun æðsta
valdsiris langt komið. Gríska
stjórnin hefir boðið stjómum
Bretlands, Bandaríkjanna, Rúss-
lands og Frakklands að hafa
eftirlitsmenn við kosningaund-
irbúninginn og kosningarnar.
Þótt einkennilegt sé, hafa Rúss-
ar hafnað þessu boði.
í hinum löndunum er einnig
verið að undirbúa kosningar, en
sá -undirbúningur fer fram með
öðrum hætti. Allt virðist benda
til, að kosningarnar verði þar
svipaðar og í einræðislöndunum,
þar sem aðeins einn listi er í
kjöri. Fjórir ráðherrar hafa ný-
lega farið úr búlgörsku ríkis-
stjórninni í mótmælaskyni gegn
því, hvernig tilhögun kosning-
(Framhald á 7. síðu)
KADDIR HA6RANNAMNA
tiska áróðri sem bezt á fram-
færi.'
Hafi einhverjum dulizt þetta
þá, þarf þeim sama ekki að
dyljast það hér eftir, ef hann
hlustar að staðaldri á erlendar
fréttir útvarpsins og yfirlitser-
indi þess um útlenda viðburði.
í erlendum fréttum útvarps-
ins eru nú daglega birtar há-
kommúnistiskar áróðursfréttir
úr Moskvuútvarpinu og leppút-
varpi Rússa í Helsingfors. Ber-
sýnilegt er, að fréttir þessar eru
slitnar út úr heildarfréttum og
úrvalið miðað við það, sem telja
má til framgangs fyrir áróður
kommúnista hér á landi. Ein-
staka sinnum er svo birtur slitr-
ingur eða útdráttur úr fréttum
útvarpsstöðvanna í Osló, Stokk-
hólmi og Kaupmannahöfn og er
bersýnilegt, að þá er einnig leit-
ast við að tína upp það, sem
kommúnistum kemur bezt. Svo
var það t. d. nýlega, er tekin var
upp frétt úr norska útvarpinu
um hólræðu, sem einhver liðs-
foringi hafði haldið um Rúss-
land og var það eina frétt
norska útvarpsins, sem íslenzka
útvarpinu fannst ’ frásagnarverð
það kvöld! Slík dæmi mætti
lengi telja. Ensku fréttirnar
virðast birtar minnst brenglað-
ar, en þó mun stundum hlaupið
þar yfir fréttir, sem kommún-
istum kemur illa, eins og t. d.
ýtarlega frásögn af hinni merku
ræðu Churchills, sem hann
lutti í tilefni af stjórnarafmæli
ínu síðastliðið vor.
Þegar kemur að er.indum út-
varpsins um erlenda atburði,
tekur ekki betra við. Þar má t.
d. minna á erindi Björns Franz-
sonar um kosningarnar I Bret-
landi, en helzt mátti á honum
skilja, að kosningasigur Verka-
mannaflokksins væri að miklu
leyti kommúnistum að þakka!
Sannleikurinn var hins vegar
sá, að Verkamannaflokkurinn
neitaði hvað eftir annað öllu
samneyti við kommúnista, og
kommúnistar höfðu líka fram-
bjóðendur í öllum kjördæmum,
þar sem þeir áttu eitthvert
fylgi. í sama erindi var inn-
limun kommúnista 1 Verka-
mannaflokkinn norska talin
allt að því heimssögulegur við-
burður og upphaf að samvinnu
kommúnista og jafnaðar-
mannaflokkanna um allan
heim! Það sanna var, að komm-
únistar eru svo fylgisvana í
Noregi, að þeir treystust ekki
til að hafa,sjálfstæðan flokk og
gengu því að skilyrðum Verka-
manrijaflokksins. \ Alls staðar
annars staðar, þar sem komm-
únistar hafa haft meira bol-
magn, hafa þeir sett skilyrði,
sem var ómögulegt fyrir lýð-
ræðisjafnaðarmenn að fallast á.
Þannig mætti lengi telja. Það
er áreiðanlega ekki ofmælt, að
íslenzka útvarpinu svipi ný að
ýmsu leyti meira til útvarps
Balkanríkjanna, sem háð er
'kommúnistiskri yfirdrottnun og
misnotkun ,en til útvarps frjálsr
ar þjóðar, þar sem gætt er hlut-
lauss og heiðarlegs fréttaflutn-
ings.
Óánægjan gegn þessari komm-
únistísku yfirdrottnun og mis-
notkun á útvarpinu magnast
stöðugt. Hennar gætir ekki sízt
meðal margra liðsmanna Sjálf-
stæðisflokksins og Alþýðuflokks
ins. Þessum mönnum er ljóst,
að ábyrgðin hvílir ekki síður á
foringjum þessara flokka en
kommúriistum. — Hvers vegna
skerast þeir ekki mannlega í
leikinn og láta kommúnista
hætta þessari misnotkun?
Myndi kannske Churchill eða
Attlee hafa fallizt á slíka mis-
notkun kommúnista á brezka
útvarpinu? Misnotkunin á út-
varpinu er gott dæmi um það,
hvernig kommúnistar misbeita
öllu valdi, sem þeim er fengið,
í flokksþágu, og hversu skeleggr-
ar mótspyrnu er að vænta af
forkólfum Alþýðuflokksins og
Sj álfstæðisflokksins gegn vax-
andi yfirgangi kommúnista.
Framkoma þeirra í þessu máli
getur orðið þjóðinni lærdóms-
ríkur vitnisburður um það, hvort
þeim sé treystandi í viðureign-
inni við kommúnista.
Þjóðviljinn rauk nýlega upp á neí
sér í tilefni af því, að Mbl. birti þau
ummæli, að það hefði verið sama og
„sparka í bandingjann” að segja Þjóð-
verjum strið á hendur á síðustu stundu.
Taldi Þjóðviljinn slík ummæli sýna
„riddaraskap við fantana” en „níð-
ingsskap við börnin”. Alþýðubl. segir
í þessu tilefni í forustugrein 21. þ. m.:
„Það er eins og menn sjá, enginn
smáræðis vindur í þessum herrum.
Er slíkt að vísu engin nýlunda hjá
aðstandendum«Þjóðviljans. En hitt
munu menn eiga erfiðara með að
skilja, síðan hvenær þeir telja sig
þess umkomna að tala eins og ein-
hverjár sérstakar hetjur í barátt-
linni gegn föntum nazismans og
níðingsskap þeirra við börnin.
Látum það nú alveg liggja milli
hluta, hve broslegt það er að vera
með bollaleggingar um það, hvort
við hefðum getað stytt stríðið eða
bjargað nokkrum í Belsen eða)
Buchenwald með því að segja
Þýzkalandi stríð á hendur á síðustu
stundu. En hvar var áhugi komm-
únistaforsprakkanna okkar áður
fyrr fyrir því, að berjast gegn
föntunum og níðingsskap þeirra við
börnin, þegar Rússland var enn
í vináttubandalagi við Þýzkaland
og England stóð svo að segja eitt
sins liðs í stríðinu við þýzka naz-
ismann?
Það er gott og blessað að benda
á það eftir dúk og disk, og hæla sér
af því, að íslenzka þjóðin hafi sýnt
hug sinn í þessu stríði með því að
ljá bandamönnum land sitt að her-
stöð, meðan styrjöldin stæði. En
það situr bara sízt á kommúnistum
að gera það, þvi að þeir voru því
algerlega andvígir, þegar það var
gert, létu ekkert tækifæri ónotað
til að fjandskapast við brezka setu-
liðið og greiddu atkvæði á móti því
á alþingi að herverndarsamningur-
inn væri gerður við Bandaríkin.
Þeir, sem þannig stóðu þversum í
baráttu Bandamanna í þessu stríði,
þegar mest reið á, ættu að sjá sóma
sinn í því, að vera ekki að bregða
öðrum um „riddaraskap við fant-
ana“ og „níðingsskap við börnin."
Þeir sýndu ekki sjálfir þann
baráttuhug gegn nazismanum, né
þá umhyggju fyrir fórnardýrum
hans, að þeim farizt að vera að
slá sig til riddara nú eftir á, að
styrjöldinni lokinni.”
Já, vissulega er' fortíð islenzkra
kommúnista þannig, að ekkert ættu
þeir að forðast frekar en að bregða
öðrum um „riddaraskap við fantana,"
því hafi nokkur íslendingur sýnt naz-
istum „riddaraskap," þá eru það rit-
stjórar Þjóðviljans og aðrir forsprakk-.
ar kommúnista á þeim tíma, sem vegur
nazistanna var mestur.
* * *
Vísir birtir forustugrein 21. þ. m., er
nefnist: Falsspámenn, og fjallar hún
um dýrtíðina og kommúnista. Vísir
segir:
„Þáð er stundum gott að geta
látið hverjiun degi nægja sína
þjáning. En það gengur bara ekki
til lengdar, að hugsa ekkert fyrir
morgundeginum og sltja áhyggju-
laust í sólskini líðandi stundar. Einn
flokkur í landinu hefir þó barizt
fyrir þessari lífsspeki undanfarin
ár og róið að því öllum árum, aö
þjóðin tileinkaði sér hana. Sá flokk-
ur er kommúnistar. Þeir hafa með
öllum ráðum knúið upp verðlagið
landinu á þeim forsendum, að dýr-
tíðin hér hefði ekkert að segja,
vegna þess að hún mundi verða
ennþá meiri í nágrannalöndunum
eftir stríðið.
Þeir sögðu fyrir einu ári, að það
hefði ekkert að segja fyrir atvinnu-
vegi landsins/ þótt verðlagið hækk-
aði. .Við mundum samt geta selt
afurðirnar til útflutnings fyrir það
verð, sem við þyrftum að fá, vegna
þess að verðlag í nágrannalöndun-
um mundi hækka svo mikið eftir
stríð, að við mundum vel standast
alla samkeppni.
Á grundvelli þessa boðorðs hefir
atvinnulífið í landinú verið rekið
síðan kommúnistar komust í ríkis-
stjórnina. Kaupgjald hefir hækkað
um allt land. Framleiðslukostnaður-
inn hefir enn aukizt. Vér höfum
klifrað hærra upp dýrtíðarfjallið,
vegna þess að of margir óskuðu að
trúa á verðhækkunarboðskap
kommúnista ....
Flestum er nú að verða ljóst, hvert
falsspá kommúnista getur leitt oss,
ef ekki er spyrnt við fótum. Öll
lönd í kringum okkur ætla sér að
halda niðri dýrtíðinni eftir stríðið.
Utanríkisráðherra Breta sagði fyrir
skömmu, að þeir ætluðu að sjá um,
að'fólkið fengi sama verðmæti eftir
strið fyrir fé, sem það hefir lánað
ríkinu, eins og það fékk, þegar féð
var tekið að láni. Bretar ætla ekki
að láta kaupmátt sterlingspundsins
rýrna.
Vér höfum þrlsvar sinnum meiri
dýrtíð en Danir eða Svíar. Danir
urðu að selja Bretum afurðir sínar
fyrir 10% lægra verð en þeir telja
sig þurfa að fá, vegna þess að ný-
• lendurnar bjóða enn lægra verð.
Smjör kostar í Danmörku aðeins
þriðjung af því, sem íslenzkt smjör
kostar. Bandaríkin eru stærstu
kaupendur Svía að trjákvoðu, sem
er ein stærsta útflutningsvara
þeirra, en Ameríkumenn neita að
kaupa á þvi verði sem Svíar vilja
fá. Það er of hátt. Þetta eru fá
dæmi af mörgum. En þetta er ekki
alveg í samræmi við spádóma
kommúnista.
Þeir hafa ásamt ýmsum auðtrúa
og lítilsigldum löggjöfum vorum,
teymt þjóðina út í forað verðbólgu
og dýrtíðar, sem erfitt verður að
komast úr, nema landsmenn losi
sig við falsspámennina jafnfram
og þeir losa sig við öngþveiti verð-
bólgunnar."
Já, vissulega þarf þjóðin að losna
við forust\\ kommúnista til að komast
úr verðbólguforaðinu, en hún þarf líka
ekki síður að losna við kollsteypu-
mennina í Sjálfstæðisflokknum, sem
hafa gerzt samverkamenn þeirra í
þessum efnum, og munu jafnan verða
reiðubúnir til að gerast það, þótt þeir
kunni að láta öðruvísi um stundar-
sakir.
t