Tíminn - 24.08.1945, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.08.1945, Blaðsíða 6
) 6 75 ára: Ólafur Ingvar Sveinsson bóndi á Grund í Vesturhópi. Ólafur Ingvar Sveinsson bóndi á Grund í Vesturhópi, varö 75 ára þann 16. þ. m. Hann er fæddur á Breiðabólstað í Vest- urhópi árið 1870. Foreldrar hans voru Sveinn Jónsson og kona hans, Sigríður Björnsdóttir, og ólst hann upp með þeim, fyrst í Bjarghúsum og Urðarbaki, en síðar1 á Grund, þar sem hann tók við búi að föður sínum látn- um vorið 1907. Hefir hann því búið á Grund hart «*iær fjóra tugi ára. Ingvar á Grund, en svo er hann jafnan nefndur af sveit- ungum sínum, ólst upp við mikla fátækt, og má því með réttu segja, að ytri aðstæður hafi ekki gert honum veginn greið- farinn. Þrátt fyrir það aflaði hann sér í æsku meiri mennt- unar en þá var algengt og lauk námi við Flensborgarskóla í Hafnarfirði. Var hann þar í fremstu röð meðal nemenda. — Stundaði hann síðaij .barna- kennslu í nokkur ár, og munu allir, sem notið hafa leiðsagnar hans í þeim efnum, minnast með virðingu og þakklæti þeirr- ar alúðar, er hann lagði í það starf. Eftir að Ingvar gerðist bóndi á Grund, hefir hann flest árin verið störfum hlaðinn fyrir sveit sína. í hreppsnefnd Þver- árhrepps hefir hann verið í þrjátíu ár og oddviti hrepps- nefndarinnar í öll þessi ár, að einu undanteknu. Auk þessa hefir hann löngum gegnt störf- um í veganefnd og skattanefnd ásamt fjölmörgum öðrum trún- aðarstörfum, sem hér verða ekki rakin. Ingvar hefir ætíð staðið fram- arlega í flokki samvinnumanna í Vestur-Húnavatnssýslu og innt mikið starf af hendi fyrir K. V. H. Hefir hann m. a. verið endurskoðandi reikninga fé- lagsins á þriðja tug ára og gegn- ir því starfi enn. Þótt hér hafi aðeins verið stiklað á stóru, má þó ljóst verða, að Ingvar á Grund hefir haft ærin verkefni utan eigin heimilis. Þrátt fyrir' þessa erfiðu aðstöðu til búsýslu, hefir honum þó tekizt að bæta jörð sína stór- ' ■ 1 V v.-.M..-;. ...... .......... Ólafur Ingvar Sveinsson. lega á marga lund, bæði að ræktun og húsakosti. Hann hef- ir aldrei búið stóru búi, en snyrtilegu og afurðagóðu. Kona Ingvars, Ingibjörg Sig- urbjörnsdóttir, er hin mesta myndarkona og eiga þau hjón tvær dætur uppkomnar: Ragn- heiði og Ingibjörgu. Ingvar á Grund er gáfaður maður, yfirlætislaus með af- brigðum, hjartahlýr og hinn bezti drengur. Og það er áreið- anlega ekki ofmælt, þótt fullyrt sé, að hann hafi ætíð reynst flestum möpnum trúrri og traust ari í meðferð hinna mörgu við- fangsefna, sem honum hafa verið falin til forsjár, hvort sem þau hafa verið stór eða smá. Sveitungar hans og aðrir sam- ferðamenn, nær og fjær, senda 1 honum hlýjar kveðjur og þakkir 1 fyrir liðin ár og árna honum allra heilla á þeim æviárum, sem ófarin eru. G. T. Dáiiarmiimiiig: agnús Hallsson foóitdi í Holtiun í Hornafirði. I Austur-Skaftafellssýslu voru byggðahverfi eitt eða fleiri í hverri sveit. Stórjarðir hlutaðar sundur milli búenda, er hver hafði sinn bæ, sína túnskák, sinn engjateig, en aðrar lands- nytjar sameiginlegar, svo sem beitiland, veiðivötn og fleira. í Mýrahreppi voru Holtar stærsta byggðahverfið — sex býl. Þar var Magnús fæddur 24. septem- ber 1873. Foreldrar hans voru Hallur Jónsson prests á Kálfsfellsstað, Þorsteinsson, og Ingibjörg Magnúsdóttir. Þau áttu ekki sameiginlegt heimili og var barnið á hálfgerðum hrakningi til þriggja ára aldurs. En eftir það var Magnús í vist með móð- ur sinni í Viðborðsseli — góðu heimili — til fermingaraldurs. Síðar vinnúmaður í Holtum og víðar í Hornafirði. Þrítugur að aldri giftist hann Guðrúnu Benediktsdóttur bónda í Einholti, er reyndist honum góður lífsförunautur í blíöu og stríðu. Hófu þau búskap á þrem hundruðum í Holtum vorið 1904 og bjuggu þar full fjörutíu ár. Eignuðust þau tvö börn — dreng sem dó í æsku og dóttur, Álf- heiði, sem nú er gift Gísla Ara- syni frá Borg. Á síðaítliðnu vori fluttu þau Magnús og Guðrún frá Holtum til Hafnar í Horna- firði, með tengdasyni sínum og dóttur. Hafði þá Magnús kennt lasleika nokkurs, er hann færði í tal við f$lk sitt, en ekki var það vani nans að kvarta, þótt á móti blési. Fór hér eins og fyrir Kveldúlfi forðum við bú- staðaskiptin, að ekki tók Magnús fleiri sóttir. Hann andaðist 6. júní þessa árs, án þess að mæla æðruorð eða efast um frið og fullsælu annars heims. Magnús var alla ævi fátækur maður, en heimilið hans og góð sambúð við nágrannana nægði honum til að varðveita léttlynd- ið og trúna á batnandi hag lands og þjóðar. Hann gladdist með þeim ungu og fylgdi mál- um þeirra til þroska og fram- taks af alhug. Sveitungar hans völdu hann í skólanefnd og hann vann með þeim að bygg- ingu nýs skólahúss heima í Holtum. Öllum félagshreyfing- um, er horfðu til þjóðlegra um- bóta, unni hann, og enginn vændi hann um hlédrægni eða óheilindi á því sviði, fremur en í baráttunni fyrir hinu daglega brauði. Magnús átti um mörg ár sæti í stjórn Menningarfélags Austur-Skaftfellinga og vann því mikið gagn, þótt ekki héldi hann langar ræður eða léti mik- ið á sér bera. Samstarfsmenn hans í málefnum sveitar og sýslu minnast áhugans með hlý- hug og þakklæti. Þeir minnast ■fátæka einyrkjabóndans, sem tók í hverju máli þá afstöðu, er leiða mætti íslenzku þjóðina til aukins þroska og félagslegr- ar velmegunar. S. J., Stafafelli. FYLGIST MEÐ Allir, sem fylgjast vilja með almennum málum, verða að lesa TÍMANN. ÍTtvegið sem flestir ykkar einn áskrifanda að Tímanum og lát- ið afgreiðsluna vita um það sem fyrst. Þið, sem í dreifbýlinu búið, hvort heldur er við sjó eða í sveit! Minnist þess, að Tíminn er ykkar málgagn og málsvari. Sýnið kunningjum ykkar blaðið og grennslizt eftir því, hvort þeir vilja ekki gerast fastir áskrif- endur. Utanáskrift: Tíminn, Lindar- götu 9A, Reykjavík. TÓII>\. föstnclagiim 24. ágúst 1945 Samþykktir frá 4. ársfundi presta Fjórði ársfundur presta, kennara og annarra áhuga- manna var haldinn að Hólum í Hjaltadal laugardaginn 11. á- gúst s. 1., og voru þar mættir 10 prestar, 14 kennarar, auk nokk- urra annarra leikmanna. Mót þetta hafði verið undir- búið af skagfirzkum prestum og kennurum, en form. undir- búningsnefndar var séra Björn Björnsson á Vatnsleysu. Fundar- stjóri var kosinn Snorri Sigfús- son og fundarritari Hannes J. Magnússon. Séra Óskar J. Þorláksson Siglufirði flutti framsöguerindi, er hann nefndi: Kirkjan og framtíðin, og Snorri Sigfússon annað erindi um skólamál. Auk þess flutti H&nnes J. Magnús- son erindi, er hann nefndi: Andinn og efnið. Miklar um- ræöur urðu um erindin. Ákveðið var að halda næsta fund í Suður-Þingeyjarsýslu, og voru þessir menn kosnir í und- irbúningsnefnd: Séra Fr. Frið- riksson Húsavík, séra Þ. Þormar, Laufási, séra Sig. -Guðmundsson, Gtenjaðarstað, Sig. Gunnarsson skólastjóri, Húsavík og Þórgnýr Guðmundsson, kennari frá Sandi. Allir fundarmenn gistu á Hólum 2—3 nætur og hafði Jón Þ. Björnsson, skólastjóri, undirbúið móttöku þeirra. Úr Reykjavik kom á fundinn Pétur Sigurðsson, erindreki, og flutti hvatningarerindi í fundarlok. Kveðjur bárust fundinum frá biskupinum yfir íslandi, Ásm. Gúðmundssyni prófessor og séra Páli Þorleifssyni að Skinnastað. Samþykktar voru eftirfarandi ályktanir: 1. Fundur presta og kennara norðanlands, haldinn á Hólum í Hjaltadal 11. ág. 1945, telur þjóðarnauðsyn að efla kristilegt starf og menningu þjóðarinnar og telur að framtíðargæfa þjóð- ar og einstaklinga sé bundin við öfldgan þroska í trú og siðgæði. Þá telur fundurinn, að auka beri fjölbreytni í starfi kirkj- unnar á komandi árum, eink- um með auknu kristilegu starfi meðal æskulýðsins, víðtækara útbr^iþslustarfi og meiri af- skiptum af líknar- og menning- armálum. Ennfremur vill fund- urinn leggja ríka áherzlu á aukna samvinnu milli presta og kennara í kristindóms- og upp- eldismálum. (Flm. séra Óskar J. Þorláksscn). 2. Fundur presta og kennara Meistari í heimi listarinnar (Framhald a) 3. síðu) stadt, ásamt Rudolf Serkin, sem þá var orðinn tengdasonur hans, en árið 1927 fluttust þeir til Basel. Öusch varð svissneskur ríkisborgari, en hélt þó áfram að fara um Þýzkaland og halda þar hljómleika, unz hann árið 1933 hætti því með öllu, alveg eins og bræður hans gerðu á sama tíma, enda þótt frá hærri stöðum í þriðja ríkinu hafi ver- ið lagt mjög fast að honum að fá hann til samstarfs. , ♦ Undanfarin ár hefjr Adolf Busch átt heima í New York og þaðan hefir Tónlistarfélagið nú boðið honum hingað, og á það þakkir skildar fyrir það. En þó virðist það vera duttlungar ör- laganna, sem hafa stjórnað því, að einmitt sá maðurinn kemur hingað frá Vesturheimi, sem öll- um öðrum fremur er sannur fulltrúi þeirrar listar, sem mót- azt hefir af föstum erfðavenj- um á meginlandinu. (Ef til vill er sá andi, sem mótað hefir þær, nú slokknaður?) Eða hefir sú dulda hönd verið að verki bak við útflutning mestu andans manna meginlandsins, að hún hefir þannig viljað útbreiða staðbundna menningu um jarð- arhnöttinn, líkt og eitt einstakt sáðkorn getur fæst rætur í nýj- um jarðvegi í framandi löndum, svo að irfikill gróður spretti upp af því og samlagi sig hinu nýja umhverfi. Við skulum einnig hér gleðjast yfir þessu sáðkorni og opna hjörtu okkar til að veita því móttöku, svo að þau verði sá jarðvegur, þar sem það getur vaxið í og dafnað. norðanlands, haldinn að Hólum í Hjaltadal 11. ágúst 1945, lítur svo á, að það eigi jafnan að vera höfuð verkefni hverrar samtíð- ar, að búa æskuna undir heil- brigt og starfsamt líf og efla með henni viðleitni til andlegs og siðferðilegs þroska. Beri því að telja uppeldismálin megin viðfangsefni vort nú, og' örlaga- ríkast fyrir hið unga lýðríki. Þess vegna leggur hann til: A) Að tekin sé upp kennsla i hagnýtri, uppeldisfræði við alla kvenna- og húsmæðraskóla í landinu. B) Að' aukin sé fræðsla al- mennings um uppeldisfræðileg efni með útvarps-fyrirlestrum og rituðu máli í heppilegu formi. C) Gerð sé nú þegar gang- skör að því, að ákveða takmörk skólahverfa strj álbýlisins, með það fyrir augum, að skólaheim- ili rísi þar upp, er hvert þeirra gefi verkefni tveimur kennur- um. D) Að ríkið greiði a. m. k. tvo þriðju hluta af stofnkostnaði hvers skólaheimilis. E) Til þess að gera þessar framkvæmdir auðveldari og • ó- dýrari og losna við margs kon- ar árekstra, skipi fræðslumála- stjórnin framkvæmdaráð verk- fróðra og skólafróðra manna, sem ákveði, í samráði við skóía- nefndir, skólastaði og annað, er að þvi lýtur, og láti svo byggja 2—3 skóla á ári i næstu 20 ár. F) Að fræðslumálastjóri leggi fyrir «skólanefndir bæja og þorpa að gera, ásamt skólastjóra og námsstjóra, tillögur um nauðsynlegar umbætur á upp- -eldislegum skilyrðum bæjarins eða þorpsins, og séu þær till. sendar henni og sjái hún svo um, að þær, er samþykki hennar hljóta, verði framkvæmdar svo fljótt, sem ástæður leyfa. G) Námsstjórum sé fjölgað í sex og þeim gefið meira vald til ýmis konar framkvæmda og umbóta en þeir hafa nú. H) Þar sem nú er svo komið, að flest börn fá eitthvert fram- haldsnám, lækki prófkröfurnar í almennum lesgreinum við fullnaðarpróf frá þvi, sem verið hefir. Sé þeim tíma, sem þannig sparast við minni yfirferð les- greinanna, varið til að styrkja námið í móðurmáli og reikningi. I) Að lokum vill fundurinn láta þá eindregnu skoðun í ljós, að það sé þjóð vorri hin mesta nauðsyn, að heimili, skóli og kirkja taki höndum saman um það göfuga hlutverk að efla með uppvaxandi æsku þessa lands kristilega lífsskoðun, auka við- nám hennar gegn dáðleysi og ó- hollu nautnalífi og glæða skiln- ing hennar á andlegum og sið- legum verðmætuin, Að síðustu vill fundurinn leyfa sér að skora á fræðslu- málastjórn, skólanefndir og aðra þá aðila, er þessi mál eink- um snerta, að taka tillögur þess- ar til rækilegrar athugunar og framkvæmda, eftir því, sem á- stæður frekast leyfa. (Flm. Snorri Sigfússon). 3. Fundur presta og kennara, haldinn að Hólum í Hjaltadal 11. ágúst 1945 skorar á Alþingi að taka að’nýju upp frumvarp „til laga um kirkjuþing hinnar íslenzku þjóðkirkju í svipuðu formi og lagt var fyrir Alþingi 1941.(Flm. Guðbrandur Björns- son, Kristján Sigurðsson). 4. tFundurinn vill vekja sem almennasta eftirtekt á uppeldis- málatímaritinu „Heimili og skóli“, sem norðlenzkir kenn- arar hafa gefið út um skeið og telja má hið vandaðasta rit að efni og frágangi. — Er á alla skorað, sem vel vilja í uppeldis- málum þjóðarinnar, en einkum þá, sem. ábyrgð bera í þeim efn- um, svo og ríkisstjórn, fræðslu- málastjórn, presta og kennara, að styðja rit þetta sem bezt með fé, efni og útbreiðslu. (Flm. séra Friðrik A. Friðriksson). 5. Fundur presta og kennara, haldinn að Hólum í Hjaltadal 11. ágúst 1945, telur ástand það, sem nú ríkir meðal þjóðar- innar í áfengismálum, með öllu óþolandi, enda er nú svo komið, að allur þorri manna telur hér mikinn þjóðarvoða á ferð. Skor- (Framhald á 7. síðu) Sumbund ísl. samvinnufélaga. SAMVINNUMENN! Hafiö eftirfarandi í huga. Tekjuafgangi kaupfélaganna er úthlutað til félagsmanna í hlutfalli við viðskipti þeirra. Skinnaverksmídj an Iðunn framleiðlr StJTUÐ SKIM OG LEÐUR ennfremur hlna landskunnu I ðunnarskó Héraðsskólinn í Varmahlíð tekur til starfa fyrsta vetrardag og starfar um sex mán- aða skeið. Kenndar verða sömu námsgreinar og í fyrsta bekk gagnfræðadeildar menntaskólanna. Umsóknir, ásamt fæðingar- og íullnaðarprófsskírtein- um, sendist til sr. Gunnars Gíslasonar, Glaumbæ, fyrir 15. september næstkomandi. Skólastjóri. ÚTBOÐ Tilboð óskast í byggingu flugvallar í Vestmannaeyjum. Útboðslýsingu og teikningar afhendir skrifstofa flugmála- stjóra, Garðastræti 2, gegn 100 króna skilatryggingu, og veitir allar nánari upplýsingar. FLUCMÁLASTJÓRDÍN ERLING ELLINGSEN Filkynning Viðskiptaráðið hefir ákveðið, að meðan núgildandi verð helzt á nýju dilkakjöti, sé greiðasölustöðum heimilt að reikna kr. 2,00 til viðbótar leyfðu hámarks- verði fyrir hverja kjötmáltíð, sem framleidd er úr hinu nýja kjöti. Reykjavík, 18. ágúst 1945 Verðlagsst jóri Orðsending til kaupenda Tímans Ef kaupendur verða fyrir vanskilum á blaðinu, eru þeir vin- samlega beðnir að gera afgreiðslunni þegar aðvart.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.