Tíminn - 24.08.1945, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.08.1945, Blaðsíða 8
DAGSKRÁ er bezta islenzha tímarltlð um þjóðfélagsmál. 8 \: ii - REYKJAVÍK Þeir, sem vilfa hgnna sér þjóðfélagsmál, inn- lend og útlend, þurfa uð lesa Dagshrá. 24. ÁGÚST 1945 63. blað ? MNÍLLTÍIHMS ^ 20. ágúst, mánudagur: Ræða Bevins. Bretland: Bevin utanríkLs- málaráðherra flutti ræðu um utanríkismál í brezka þinginu, er vakti mikla athygli. Hann lét í ljós áhyggjur út af stjórn- arfarinu í Rúmeníu, Búlgaríu og Ungverjalandi, því að svo virtist, sem nýtt einræði hefði þar leyst nazismann af hólmi. Hann taldi rangt, að austurlandamæri Þýzkalands yrðu færð vestur að Oder og Neisse, en þau verða endanlega ákveðin á friðarfundinum. Bevin gaf til kynna, að Bretar myndu ekki hafa beina íhlutun af stjórnarfarinu á Spáni, því að þeir væru andvígir slíkum af- skiptum af málefnum annarra ríkja. Noregur: í Osló hófust réttar- höldin í máli Kvislings. Japan: Japanska sendinefnd- in, sem fór til Manila, kom aftur til Tokio. 21. ágúst, þriðjudagur: Hernám Japans. Japan: Tilkynnt er í Tokio, að Bandamenn myndu byrja £ð hernema Japan upp úr helginni. Loftflutt amerískt lið myndi sennilega veyða flutt til Tokio á sunndaginn, en amerískur sjóher ganga þar á land á þriðju daginn. Japanir voru hvattir til að láta amerísku hermennina afskiptalausa og sýna þeim eng- an mótþróa, en ekki heldur vina- læti. Bretland: Dalton fjármála- ráðherra boðaði, að skattar myndu vera óbreyttir, en að skömmtun á ýmsum vörum yrði minnkuð, t. d. sykri, svo að hægt yrði að veita meginlandsþjóð- unum aukna hjálp. 22. ágúst, miðvikudagur: Gengið frá appgjöflnnl . .Bandaríkin: Tilkynnt, að Jap- anir myndu formlega undirrita. uppgjafarsamningjnn 31. þ. m. og myndi sú athöfn fara fram á herskipi, sem þá yrði statt á Tokioflóa. Noregur: Læknar, sem höfðu skoðað Kvisling, felldu þann úr- skurð, að hann væri ekki geð- bilaður. Japan: Tilkynnt var í Tokio, að 60 þús. manns hefðu látizt af völdum kjarnorkusprengjunnar, sem varpað var á Hiroshima. Sagt var, að sprengjan hefði sprungið í 600 m. hæð. MAGNÚS BLÖNDAL læzt af slysförum Það sorglega slys vildi til síð- astliðinn sunnudag, að Magnús Blöndal forstjóri Síldarverk- smiðja ríkisins á Siglufirði, féll af hestbaki og beið bana. Magnús kom illa niður, er hann féll af hestinum. Hlaut hann m. a. áverka á höfði, en hafði þó fulla rænu í byrjun. Menn, sem voru nærstaddir fluttu hann heim til hans í bif- reið og virtust meiðslin ekki vera alvarleg í fyrstu. En litlu síðar missti hann meðvitund og vaknaði ekki eftir það. Magnús andaðist á miðnætti aðfaranótt 'mánudags. Magnús Blöndal var fæddur 6. nóv. 1897, sonur Björns Blön- dals læknis og Sigríðar konu hans, en bróðir Gunnlaugs list- málara. Kvæntur var Magnús Elsu, dóttur Axels Schiöth, bak- arameistara og ölgerðarmanns á Akureyri. Magnús lætur eftir sig tvö börn. Magnús var hæfileikamaður og valmenni og naut mikilla vinsælda. Verðlagslögin... (Framhald af 1. síðti) stjórnarsamningur, eí tryggði þeim nægilegt þingfylgi. Um efni þessara nýju laga var eng- um kunnugt nema þrengstu stjórnarklíkunni, fyrr en þau voru afgreidd á ríkisráðsfundi. Það mun alls ekki hafa verið athugað, hvort þau hefðu nægi- legt þingfylgi. í miðstjórn eins stjórnarflokksins, sem ræddi þetta mál, mun hafa staðið um það hörð deila og engin^ndan- leg niðurstaða fengizt. Sú aðferð, að gefa þessi lög út sem bráðabirgðalög, er enn óþingræðislegri, þegar þess er gætt, að stjórnin hefir fulla heimild til að kalla þingið sam- an og ber að gera það ekki síðar en um næstu mánaðamót. Sú krafa miðstjórnar Framsóknar- flokksins, að stjórnin kveðji þingið strax saman og láti það taka endanlega ákvörðun um lögin, áður en þau koma til frpnkvæmda, er því fulkomlega réttmæt og eðlileg, og gæti líka orðið til þess að firra vandræð- um og deilum út af þessum mál- um. Er það engan vegin ólíklegt, að þingmeirihluti fengist fyrir ýmsum lagfæringum á lögun- um, sem gætu komið að gagni, ef þær væru gerðar strax, en væru hins vegar gagnslausar, Dauðaslys Sæmundur Sigurðsson verka- maður til heimilis á Urðarstíg 6 í Hafnarfirði, slasaðist svo al- v^rlega við skipavinnu síðastl. mánudagsmorgun, að hann and- aðist nokkrum klukkustundum síöar. Tildrög slyssins voru þau, að Sæmundur var að vinna við út- skipun á ísfiski í skipið „Balt- hara“, í Hafnarfirði. Kræktist þá krókur frá uppskipunarvindu skipsins í lúgu, er Sæmundur stóð á og lyftist hún þá upp. Hrapaði Sæmundur niður í lest á skipinu. Lemstraðist hann mikið við fallið, m. a. mun höf- uðkúpan hafa brotnað. ef lögin væru komin til fram- kvæmda. Verði ríkisstjórnih ekki við þessari eðlilegu kröfu, mun það vart stafa af öðru en því, að hún treystir þingfylgi sínu ekki sem bezt í þessu máli. Hún ætl- ar að berja lögin í gegn, hvað sem það kostar, og treystir því, að stuðningsmenn hennar snú- ist síður gegn þeim eftir að þau eru komin til framkvæmda. Áminoing um eflingu bændasamtakanna. En hvað, sem verða kann í þessum efnum, er bændum það jafn nauðsynlegt að halda á- fram viðbúnaði sínum fyrir efl- ingu samtakanna. Þessi ó- skammfeilna lagasetning má vera bændum öflug áminning um það, að öryggi hafi þeir ekki fengið í þessum efnum fyrr en valdið í verðlagsmálunum er komið í hendur þeirra sjálfra á þann hátt, að þeir eða samtök þeirra útnefni þá aðila, sem ráða þeim málum, en ekki land- búnaðarráðherra eða einhver annar óviðkomandi aðili. Þessu marki verður bezt náð með því að efla bændasamtökin og gera þau sem færust um að gegna þessu hlutverki. Fréttirnar ut- an af landinu sýna líka, að bændum er þetta vel ljóst, því að aldrei mun áhuginn fyrir því máli hafa verið meiri en síðan fréttist um bráðabirgðalögin. Bændur þurfa að láta berast sem mest.af slíkum fréttum til höfuðstaðarins og láta það sjást í verki, að eining þeirra er sízt minni um þetta mál en hún var hjá fultrúum þeirra á seinasta, Búnaðarþingi. Það er svar, sem verður skilið og mun hafa á- hrif,þótt meira muni þurfa að gerast til að vþjna fullnaðar- sigur. Færeyingar ásaka íslendinga (Framhald af 1. síðu) menn, en kynnast þeim ekkert persónulega — tel ég að muni oft vera mjög röng. Sá, sem kynnist sjómönnum þessum persónulega og Færeyingum heima fyrir fær allt áðra hug- mynd. - Hvernig virtist þér afstaða Færeyinga vera til íslands og íslendinga. -Hjá býsna mörgum virtist mér kenna nokkurs kala í garð íslendinga. Meiri en ég hafði búist við. Einkum á þetta við um yngri kynslóðina. Ég hitti gamla menn, sem lengi höfðu stundað fiskveiðar við ísland- og kynnst hér mörgum ágætum mönnum — og voru þeir mjög vinsamlegir í garð íslendinga. En hitt hygg ég að sé all algengt, að nokkurs kala gæti . Að sumu leyti er þetta af eðlilegum á- stæðum, sem enginn getur við ráðið. Eins og íslendingar hafa Fær- eyingar háð sína sjálfstæðisbar- áttu gegn sama aðila og svipar þar ferli beggja þjóðanna að ýmsu leyti saman. Að því er snertir sjálfstæðisbaráttuna, mun því mörgum hafa fundizt að líta mætti á þessar þjóðir sem tvo bræður, er berðust hlið við hlið. — En ungir Færeying- ar, sem nú horfa fram á veginn og vita, hver er arfleifð bræðr- anna tveggja (því að Færeying- ar þekkja ísland miklu betur en íslendingar Færeyja), þeir sjá, að öðrum bróðurnum hefir fallið í skaut miklu ríkari arfleifð en hinum. Arfleifð með ótal ónot- aða möguleika og nóg rými fyrir alla. Ungir Færeyingar, sem skoða afstöðu þessara þjóða í ljósi slíkrar líkingar, vita líka vel, að hvað snertir gjörvileik og menningu höfðu báðir bræð- urnir sömu skilyrði til að hljóta hið dýrmæta hnoss sjál^stæðis- ins jafnsnemma. Það var að- eins aðstöðumunur, sem gerði gæfumuninn. Að þessu athug- uðu virðist mér eðlilegt, að sam- búð bræðranna tveggja verði viðkvæm og vandasöm nokkuð Lítið megi út af bera til þess að hætt sé við misskilningi og andúð — enda er hún sem sagt ekki óalgeng í Færeyjum um þessar mundír. Vildi ég gjarnan mega gera hér að umtalsefni eitt af því, sem þar veldur áreið- anlega nokkru um eins og sakir standa. — Vegna þeirra erinda, sem ég rak í Færeyjum, átti ég til við fjölmarga útgerðarmenn og sjómenn. Ótrúlega margir þeirra höfðu sögur að segja um óreiðu íslendinga í fjármálum og sviksemi.Þeir tilnefndu menn, sem ég þekki nöfn á — sem höfðu keypt af þeim fisk, en greitt svo aðeins nokkurn hluta, hitt aldrei. Þeir höfðu róið á skipum hjá öðrum, en aldrei fengið hlutinn sinn útborgað- an. Enn aðrir höfðu selt eða leigt íslendingum skip — og aldrei fengið greiðsluna. — Sumt af þessu var gamalt, en allt rifjaðist það upp og færðist í aukana við það, sem nú var að gerast. Því að nú var -það sjálf ríkisstjórn íslands, sem var hinn sviksami viðskiptaaðill. Margir útgerðarmenn, sem ég talaði við, töldu sig eiga stórfé hjá „Reger- ingen“, eins og þeir nefndu það. Aðrir nefndu þennan aðila Fiski- málanefnd. Ég hitti líka marga fátæka sjómenn, sem höfðu sömu sögu að segja. Þeir gátu ekki veitt sér hinar og aðrar nauðsynjar vegna þess, að „ís- lenzka ríkisstjórnin,“ „Reger- ingen“, sveikst um að borga þeim kaupið þeirra fyrir þann tíma, sem þeir höfðu siglt á hennar vegum. Á sumum þeirra skildist mér, að þeir væru orðnir vondaufir um að fá þetta nokk- urntíma greitt! „íslendingar eru svona“ — óg svo rifjuðust upp dæmi um gömul og ný svik einhverra íslendinga — sumt manna, sem þeir sögðu, að nú voru orðnir efnaðir menn — en greiddu þó ekki gamlar skuldir sínar. — „Já, jafnvel sjálf ríkisstjórnin svíkur,“ yar viðkvæðið. Vikur og mánuðir ýant/a Kíc höfðu liðið frá því að uppgjör höfðu átt að fara fram sam- kvæmt samningum, en ekkert gerðist, — annað en að gamlar sögur og minningar um svik- semi íslendinga rifjuðust upp fyrir Færeyingum. — Auk van- skilanna var svo mikið rætt um ýms atriði samnings þess, er gerður var s. 1. vetur um leigu á færeyskum skipum til íslenzka ríkisins eða Fiskimálanefndar. Talið var, að þar orkaði margt tvímælis — og haft í flimting- um að auðveldara mundi að gera hagkvæma samninga við „íslenzku ríkisstjórnina," en að fá hana til að standa við þá. Sannast að segja ógnaði mér sú lýsing, sem ýmsir menn í Færeyjum gáfu af þessum við- skiptum. Ég býst við, að mynd sú, sem af þeim var gefin þar, sé að verulegu leyti villandi og óhagjstæð fyrir íslendinga — en eftir því, sem ég hefi kynnst þessu máli eftir að ég kom hing- að heim, þá virðist mér þó auð- sætt, að hér hafi átt,sér stað stórkostlegt viðskiptalegt hneyksli, sem alltaf hlýtur að verða hinum íslenzku aðilum til skammar. Reyndar hefi ég síðan sannfærst um, að ýmsir Færeyingar eru sekir í sambandi við framkvæmd þessara mála, en það réttlætir ekki vanskil íslendinga. Það er jafnan varasamt og tilvalið til misklíðar, þegar tveir aðilar eiga mikil og margþætt viðskipti, án þess að geta ræðst við persónulega, eins og hér hef- ir átt sér stað. Og nú þegar er búið að drepa á dreif svo mikl- um óhróðri í garð íslendinga yfirleitt í Færeyjum í sambandi við þetta mál, að ég tel hreina nauðsyn að teknar v^rði upp umræður um þau — og að fram geti komið þær málsbætur, sem til kunna að vera fyrir íslenzku aðilana, og að það verði leitt í ljós, hvaða islenzkir einstakling- ar eiga sökina, svo að íslenzka þjóðin sem heild hljóti ekki meiri skömm af þessu máli en orðið er.’ t Er sökin hjá þeim, sem gert hafa hinn fræga skipaleigu- samning, sem sumir telja að sé mjög loðinn og illt að starfa eftir? Er hún hjá þeim, sem áttu að framkvæma hann, hjá Fiskimálanefnd, starfsliði henn- ar eða*e. t. v. einhverjúm öðr- um? — Einnig er ekki nema sanngjarnt, að frarn komi, að hve miklu leyti vissir Færeying- ar kunna að vera sekir í sam- bandi við framkvæmd þessara mála. — Ég álít nauðsyn, að hér sé hreinsað til og gert upp. — Þetta var nú unvþetta sér- staka mál. En úr því að þú áttir tal við svo marga færeyska út- gerðarmenn væri fróðlegt að heyra, hvort þú hefir ekki orðið einhvers áskynja um álit þeirra á framtíðinni og um fyrirætlan- ir þeirra í sambandi við útvegs- mál? — Ég varð var mikils áhuga þeirra fyrir því, að endurnýja skipakost sinn, fá góð nýtízku skip. Og margir þeirra hafa grætt -vel á stríðsárunum og hyggja gott til skipakaupa í framtíðinni. En í einu eru þeir ákveðnir: Þeir ætla sér ekki að fara að dæmi íslendinga í þessu efni. Þeir ætla sér að bíða ofur- lítið við og sjá, hvort verðlagið breytist ekki. Þeir horfa með undrun á aðfarir íslendinga, er þeir sópa til sín svo mörgum skipum í einu, einmitt nú í há- dýrtíðinni. | Eins og vænta má eru flestar framtíðarfyrirætlanir Færey- inga tengdar fiskveiðum og far- mennsku, því aS landið sjálft býður ekki upp á mikla mögu- leika. Að síðúStu vil ég svo aðeins segja, að ég, eins og margir aðr ir íslenzkir gestir, sem í Fær eyjum hafa dvalið, naut mikill- ar vinsemdar og gestrisni«— og sú heildarmynd, sem dvölin þar skildi eftir, var mynd af gjörfu legri og gáfaðri menningarþjóð, sem af dugnaði heyir sína lífs- baráttu í fögru en fátæku landi. SYSTURXAR OG SJÓMMW. (Two Girls and a Sailor) Van Johnson, June AUyson, Gloria DeHaven. Harry James & hljómsveit Xavier Cugat & hljómsveit. Sýnd kl. 9. Álög. (Curse of .the Cat Peopie). Dularfull mynd með Simone Simon, Kent Smith. Sýnd kl. 5. 7/ijja Ríó Þeir gerðu garðiun frægan OG Dáðir voru drýgðar eru ágætar skemmtibækur og hafa auk þess þann kost að vera ódýrar. NORNAGALDUR (Weired Woman). ' i Dularfull og spennandi mynd. Aðalhlutverk: Jon Chaney, Anne Gwynne, > Kvelyn Ankers. Aukamynd: SPILLT ÆSKA. (March of Time). Athyglisverð nútímamynd. Börn fá ekki aðgang. Sýningar kl. 5, 7 og 9. Jjatnatkíó OKLAHOMA (In Old Oklahoma), Spennandi og viðburðarík mynd. John Wayne, Martha Scott. Sýning kl. 5, 7 og 9. Hessían strigi á aðeins kr. 2,50 pr. meter ptpmRÍNK Hestar hafa tapazt 3 hestar hafa tapazt frá Gljúfurá í Borgarfirði, 1 jarpur fullorðinn og 2 folar 6 og 7 vetra, annar nösóttur, allir ójárnaðir. Hestarnir voru úr Skagafirði. Vinsamlegast gerið aðvart í síma að Gljúfurá gegnum Svignaskarð. U R B Æ N U Nýr bæjarfulltrúi. Frú Guðrún Guðlaugsdóttir tekur sæti sem aðalfulltrúi í bæjarstjórn Keykjavíkur í stað Jakobs Möllers, sem er á förum héðan til að gegna sendi- herraembættinu í Kaupmannahöfn. Sextugur. Þorsteinn Jónsson starfsmaður í Landsbankanum átti sextugsafmæli í gær. Þorsteinn er kunnur fyrir sögur sínar, sem hann hefir birt undir höf- undarnafninu Þórir Bergsson. Guðmundur Jónsson söngvari á förum. Guðmundur Jónsson, baritonsöngvari er nú á förum héðan til Ameríku, en þar mun hann halda áfram námi við skóla þann í Los Angeles, er hann áður stundaði nám við. Guðmundur gerir ráð fyrir, að hann muni dvelja vestra 2 til 3 ár. Með Guðmundi fer kona hans, Þóra Haraldsdóttir, en þau voru gefin saman í hjónaband s.l. sunnudag. Áður en hann fer, mun hann halda hér tvær kveðjusöngskemmtanir, n. k. sunnudag og þriðjudag í Gamla Bíó. Við hljóðfærið verður Weisshappel. Á söngskrá verða 14 lög, fimm eftir ís- lenzka höfunda, hin verða eftir ýmsa þekkta erlenda höfunda. Á söngskránni verða nær eingöngu lög, sem Guð- mundur hefir ekki sungið hér áður. Farþegar frá Svíþjóð. Síðastl. miðvikudag komu hingað með flugvél frá Svíþjóð Bernharð Stefánsson alþingismaður og Jón Sig- urðsson skrifstofustj. Alþingis, en þeir voru tveir af. fulltrúum íslendinga á norræna þingmannamótinu, Kaj Lang- vad yfirverkfræðingur hjá Höjgaard & Schultz, Agnar Johnson læknir, Helgi Bergs verkfræðingur með konu og barn, A. H. Bergman með konu sína og barn (sænskur maður giftur konu af íslenzkum ættum), Helgi Pét- ursson verzlunarfulltrúi, Þór Sandholt bygglngameistari, Helga Sigurðardóttir skólastjóri og Kornerup Hansen stór- kaupmaður. Hermannakonur fara til Ameríku. íslenzkar konur, giftar bandarískum hermönnum, 31 að tölu og 22 börn þeirra fóru áleiðis héðan með skipi til Ameríku s.l. mánudag. Fór\i þær á vegum hersins og endurgjaldslaust. — Allmikill mannfjöldi var viðstaddur, er skipið fór með konurnar, til að kveðja þær. Ferðinni var heitið til New York og er talið að skipið komi þangað upp úr næstu helgi. Alls munu um 139 íslenzkar stúlkur hafa gif2t bandarísk- um hermönnum og munu 80 þeirra vera farnar vestur um haf á vegum hersins. Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú María Steingrímsdóttir, Ránar- götu 13 og Svavar Gestsson Ránarg. 34. Þjófnaffur. Nýlega varð 15 ára drengur hér í bæ uppvís að allmörgum þjófnuðum. Hann hefir t. d. framið innbrot í skála við Hálogaland og stolið þaðan ýmis konar munum, m. a. útvarpstæki, grammófón og smíðaáhöldum. Auk þess hefir hann hnuplað fatnaði úr ólæstri forstofu, reiðhjólum og ýmsu öðru. Sölur togaranna. í vikunni, sem leið, seldu níu ís- lenzkir togarar afla sinn i Englandi fyrir samtáls 75.566 sterlinggpund. Hæst var salan hjá bv. Venus fréf Hafnarfirði er seldi 3566 kit fyrir 12.499 sterlings- pund. — Hinir togararnir voru þessir: Kópanes, er seldi 3084 vættir fyrir 8.058 stpd., Baldur 2684 kit fyrir 8.315 pund, Vörður 3658 vættir fyrir 8.483 pund, Júní 3643 vættir fyrir 8.839 pund, Bel- gaum 3.200 vættir fyrir 8.811, Hafsteinn 1.870 kit fyrlr 6.483, Forseti 2.825 kit fyrir 9.218, Gylfi 3877 vættir fyrir 4.860 pund, og Venus, er seldi Austur- landsfisk, mestmegnis þorsk, 3.566 kit fyrir 12.499 sterlingspund. i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.