Tíminn - 24.08.1945, Blaðsíða 5

Tíminn - 24.08.1945, Blaðsíða 5
63. blað TÍMIM, föstndagiim 24. ágúst 1945 5 Um petta leyti fyrir 225 árutn: LARS HANSEN: Banadægur Jóns Vídalíns í mínningu islenzku þjóðar- innar lifa fjórir biskupar henn- ar öðrum fremur, tveir Hóla- biskupar og tveir Skálholtsbisk- upar. Það eru Jón Arason og Guðbr. Þorláksson og Brynj- ólfur Sveinsson og Jón Vídalín. Og ekki eru líkur til þess, að aðrir andlegir höfðingjar skyggi á nöfn þeirra í vitund næstu kynslóða. Allir þessir menn áttu storma- sama ævi. Svipvindar samtíð- arinnar stóðu um þá og fóru oft hamförum, enda hæfir stór- mennum aðeins stórbrotið lif. Einn þeirra lét lífið fyrir böð- ulsexi, tveir dóu í hárri elli, sadd ir lífdaga, eftir andstreymi og þungar sorgir, sá fjórði andað- ist á ferðalagi á öræfum uppi, er hann var að fara til jarðar- farar vinar sins í öörum lands- fjórðungi. Þar sem farið er yfir Sælu- húskvísl svonefnda á Kaldadals- leið, liggur vegurinn meðfram grösugri brekku, og er lítill gras- bali við brekkufótinn. Við þenn- an litla bala eru miklar minn- ingar tengdar, því að þarna var það, sem hinn mikli kennimað- ur og höfðingi, Jón Vídalín, and- aðist aðfaranótt 30. ágústmán- aðar árið 1720. Vestur á Staðarstað á Snæ- fellsnesi var prestur séra Þórður Jónsson, mágur Jóns biskups. Höfðu þeir heitið hvor öðrum og bundið fastmælum, að sá, sem lengur lifði, skyldi tala yfir moldum hins. Hinn 21. ágúst 1720 andaðist séra Þórður. Var þá hraðboði sendur á fund bisk- ups að segja honum tíðindi, og náði hann fundi hans á þriðja eða fjórða degi eftir andlát séra Þórðar. Lagði biskup af stað frá Skálholti hinn 26. ágúst. Hafði hann áður verið í feröalögum miklum og meðal annars riðið tvívegis á fund Péturs Rabens aðmíráls, sem þá hafði verið gerður stiftamtmaður og var ný- kominn út í Hafnarfjörö. Var hann því „reiðmæddur“ eins og komizt er að orði í gömlum ann- álum, en lét það eigi aftra sér. Þann sama dag og hann lagði af stað frá Skálholti tók hann að kenna verkjar í brjósti. Jókst verkur þessi eftir því sem á dag- inn leið, einkum eftir að hann var kominn vestur undir Sleða- ás. Komst hann þó í sæluhúsið um kvöldið, þá þjáður mjög. Hafði biskup oft haft orð á því áður, að hvergi þætti sér feg- urra en þarna við sæluhúsið. Um nóttina jókst verkurinn, og treystist biskup ekki lengra að fara. Lét hann Ólaf kirkju- prest sinn Gíslason opna sér æð á hægra handlegg. Linuðust þá þrautirnar, en ekki gat biskup snúið sér hjálparlaust. telnaði nú sóttin brátt. Tóku að sækja á hann höfuðórar og ofsjónir. Hinn 29. ágúst þyngdi hon- um enn fyrir brjósti. Spurði hann þá prest sinn, hvað hann héldi um þessa sótt. Séra Ólafur svaraði: „Mér lízt, herra, sem þér mun- uð eigi lengi hér eftir þurfa að berjast við heiminn.“ „Því er gott að taka,“ segir biskup. „Ég á góða heimvon.“ Prestur spurði, hvort hann vildi ekki taka kvöldmáltíðar- sakramenti. Biskup kvaðst þungt haldinn, og einkum væri sér þungt yfir höfði, og treystist ekki til þess að gera það verð- uglega. Bað hann prest þar fyr- ir engu að kvíða um vetferð sína. Upp frá þessu mælti hann fátt. Að morgni hinn 30. ágúst sem var föstudagur, tóku kraft- ar hans mjög að þverra. Las séra Ólafur þá fyrir honum guðs orð, drottinlega bæn og bless- unarorðin. Er hann hafði lokið lestri sínum, tók biskup þrjú andvörp og leið út af. Var það nokkru fyrir dagmál. Kona biskúps, Sigríður Jóns- dóttir, var áður farin vestur að Staðarstað. Hafði hún ætlað þangað sér til gamans. En það fór á aðra leið, því að hún kom vestur sama kvöldið og séra Þórður lagðist banaleguna. Nú bárust henni fregnir af sjúk- leika biskups, og reið hún af stað til fundar við hann hinn 29. ágúst og komst þá um kvöld- ið að Snorrastöðum í' Kolbeins- staðahreppi. Snemma næsta morguns hélt hún ferðinni fram og linnti ekki fyrr en hún kom í sæluhúsið að kvöldi þess dags. En þennan sama morgun hafði biskup andazt. Var því harla döpur aðkoman. Daginn eftir kom séra Hannes Halldórsson í Reykholti á vett- vang, og sagði hann fyrir um búnað líksins og flutning heim í Skálholt. Var haldið úr sælu- húsinu að morgni mánudagsins 2. september. Fór líkfylgdin yfir Skjaldbreiðarhraun og um Helluskarð til Skálholts. Var komið þangað um kvöldið. En sjálf fór Sigríður biskupsfrú og séra Hannes i Reykholti yfir Hrafnabjargaháls og Lyngdals heiði. Kom hún einnig heim- í Skálholt um kvöldið, buguð af sorg og áraun. Jón Vídalin var jarðsettur á hinn veglegast hátt í Skálholts kirkju laugardaginn 6. septem ber. Stóð fjölmenni mikið yfir moldum hans, bæði höfðingjar veraldlegir og andlegir og al- þýða manna. Legsteinn mikill var látinn á gröf hans, og var á hann letrað: Clama! qvid clamém? carnis præstantia fænum afflatu domini, flos perit, herba jacet, flos credit, herba jacet, sic transit gloria mundi, stabunt æternum dogmata sacra dei. Fast þeir sóttu sjóirm FRAMHALD Um tíma var útlitið afar skuggalegt. Læknirinn sagði, að það héngi á bláþræði, að konan og börnin dæi ekki. Þá var það, að Karen, konan hans Kristófers — hún, sem það kallaði „Norska ljónið“, — kom til skjalanna og tók að sér hjúkrunina. Hún þakti veggi og allt, sem þakið varð, með pokum og ullarbrekánum og hitaði síðan tvo stóra steina í eldstónni og dengdi þeim niður í vatnsbala, sem hún bar svo inn til sjúklinganna. Þessu hélt hún áfram allan daginn og nóttina líka. Læknirinn varð fokvondur, þegar hann kom í sjúkravitjun dag- inn eftir, bæði við „Norska ljónið" og hann Hans, sem hafði leyft Dessa ósvinnu á sínu heimili. En samt sem áður var það nú skoð- un almennings, að það hefði verið „Ljónið“, sem bjargaði móð- urinni og börnunum frá bráðum bana. En eftir allt þetta var Hans Mikjálsson kominn í svo miklar skuldir, að það voru litlar eða engar líkur til þess, að hann ^æti útvegað sér öll þau veiðar- færi, sem hann þurfti, ef hann átti að fara til Lój&ót með 'áttær- inginn sinn. Hann sá engin úrræði, og þess vegna sat hann heima í þungu skapi, er drepið var á dyr hjá-honum eitt sunnudagskvöldið. Það var hann Kristófer, sem kom inn. — Þú veizt það, sagði Kristófer, þegar hann hafði slokað í sig kaffið — þú veizt það, að einhver ráð verður að hafa — og hvað viðvíkur línu handa þér á Lófótvertíðina — ja — tja — at- hugum nú málið — já-á. Hann sat lengi hugsi. Og það var einkennilegt, því að hann Kristóf^r var ekki vanur að hugsa sig lengi um — hann var vanur að ganga umsvifalaust til verks og láta þá hendur standa fram úr ermum. — Þaö skaltu vita, Hans, sagði hann loks, að það er þó skárra að vera peningalaus en ráðalaus. Og komdu með mér. Hann þreif húfuna sína og strunsaði út, og Hans elti hann. Hvorugur mælti orð frá vörum þennan spöl á milli húsanna. Kristófer snaraðist i inn og sótti skemmulykilinn, og svo hurfu þeir báðir inn í skemmuna. Þar sátu þeir lengi og ræddust við í hálfum hljóðum. Þetta var ákaflega leyndardóms fullt. Þegar Karen var farið aö þylíja nóg um, læddist hún á sokka leistunum fyrir hornið, og bak við skemmuna stóð hún og hlustaði og hleraði á meðan hún hélzt við fyrir kulda. Að lok- um var hún orðiri dofin af kulda upp í nára, en þá gerði hún sér lítið fyrir, skauzt fyrir hornið og beint inn í skemmuna, þar sem þeir Kristófer og Hans sátu, sinn á hvorum línustampin um. En þeir litu varla við, þótt Karen kæmi inn og segði: — Ég hefi staðið hérna við skemmuþilið og, heyrt allt, sem þið sögðuð. En það gerir ekkert til. Komið þið nú inn og fáið ykkur kaffivolgru. Þið helfrjósið hérna i skemmuskriflinum. En það, sem gerzt hafði í skemmunni, var þetta: Hann Kristófer hafði tekið niður allar Lófótlóðirnar sínar. Þær héngu í fallegum röðum á bitunum, hvert bjóð út af fyrir sig. Hans varð að hjálpa honum til þess að ná þeim niður á snyrtilegan hátt, og á meðan þeir voru að þvi, var það helzta umræðuefnið, að ekki mætti sá vera tómhentur, er væri svo ó- gæfusamur að þurfa að kaupa sér ný veiðarfæri. Þeir létu línurnar í-þrjá stampa. Svo settist hann Hans á einn stampinn og hann Kristófer á annan. Þegar þeir höfðu setið þannig stundarkorn, sagði Kristófer: — Ég hefi verið að hugsa um það, Hans, að það muni ekki vera neinn hægðarleikur fyrir þig að útvega þér Lófótlínur þetta árið. Þess vegna er bezt, að þú fáir þessi veiðarfæri, sem þú sérð hérna, því að það veiztu, að ég bjarga mér alltaf einhvern veginn. Hans gat engu orði stunið upp. Hann varð svo forviða. En hann Kristófer hélt áfram: — Þú skalt hirða þessar slitrur, því að ekki hefðirðu neitt upp úr því, þó að þú færir að ganga á milli kaupmannanna hérna. Ég þekki þá svo vel, að ég veit, að þú færð ekki lán hjá þeim, eftir öll þessi veikindi, sem verið hafa hjá þér í vetur. Hans þakkaði honum aftur og aftur, en samt sem áður var eins og það vantaði þennan rétta ánægjuhreim í orðin, og Kristófer heyrði undir eins, að það var eitthvað, sem skyggði á gleði hans. Þess vegna sátu þefr þarna enn, þungbúnir á svip. Þeir sátu á stömpunum, og hvorugur yrti á hinn. Hans álykt- aði sem svo, að í fyrsta lagi ætti Kristófer ekki meira af veið- arfærum en hann þyrfti á „Noreg“ og í öðru lagi væri hann Kristófer ekki miklu fjáðari en hann sjálfur. Þessi veiðar- færi voru mörg hundruð króna virði, og nú var Kristófer sjálf- ur að leggja af stað til Lófót, og hvaöan átti hann svo að fá veiðarfæri? Allt þetta flatug honum Hans í hug í sömu andrá. En svo var eins og eldingu hefði lostið niður, ðr honum datt í hug, hvað sagt var í Tromsö um hann Kristófer. Það var nefnilega alkunna og á hvers manns vitorði í bænum, að Kristófer hafði stundum 'áður lagt af stað til Lófót, án þess að hafa svo mikið sem öngultaum með sér. En hitt var líka á allra vitorði, að hann hafði komið heim með allan nauðsyn- legan útbúnað og meira en það. Þess vegna var það, að óorðvarir menn i Tromsö báru það blákalt fram, að Kristófer hefði dreg- ið lóð annars manns — hirt bæði lóðina og fiskinn. Af þessu stafaði það, að Hans gat einlívern veginn ekki glaöst yfir gjöfinni, því að það var svo sem auðvitað, að hefði Kristófer stolið lóð í Lófót og gæfi þessa, þá mátti ganga að því vísu, að hann færi einu sinni enn veiðarfæralaus af stað og hnuplaði svo fyrstu lóðinni, sem hann sæi sér færi á. Hans var heiðarlegur og samvizkusamur maður — hér um bil of •samvizkusamur. Henti það Hans á Lófótvertíð að draga línustubb, sem annar maður átti, þá hrópaði hann upþ um það, þangað til eigandinn gaf sig fram, í staðinn fyrir að skera á línuna, þegar allt var dregið, sem dregið varð, og gæta þá Fallvött er h.eimsins dýrð Japanskir herflokkar á g'óngu á meginlandi Asíu. ANNA ERSLEV: Fangi konungsins (Saga frá dögum Loðvíks XI. Frakkakonungs). Sigríður Ingimarsdóttir þýddi. „Á ég að gera út af við hann,“ spurði einn ræningj- anna og losaði um snöru, sem hann bar við belti sitt. Höfðinginn bandaði með hendinni. „Alltaf ert þú vígbúinn, Brúnó,“ sagði hánn. „Ekkert liggur á. Við skulum borða fyrst.“ Tveir úr hópnum báru rjúkandi matarföt á borð. Hinir settust við borðið, en Georg var skipað að setjast á gólfið úti 1 horni. Nokkrar mínútur liðu og veslings pilturinn var bæði hljóður og sorgmæddur. — Þá kom hann alt í einu auga á lútinn, sem lá við hlið hans. Þá datt honum nokkuð í hug. Hann mundi eftir sögunni um söngvarann Orfeus, sem gat tamið villidýr með söng sínum og hljóðfæra- slætti. „Hver veit nema söngurinn mýki hjörtu þessara harð- brjósta manna,“ hugsaði hann, beygði sig niður og tók úpp lútinn. Litlu síðar hljómaði fagra, skæra röddin hans í dimm- um hellinum, og allir ræningjarnir litu upp steinhissa. Hann söng gamla kvæðið um Mikjál ref, sem stal gæsinni bóndans. „Bravó, bravó!“ hrópuðu ræningjarnir, þegar kvæðinu var lokið, og höfðinginn bætti við: „Heyrðu, lagsi, syngdu eitt lag enn.“ „Fyrirgefið, hái herra, ég get ekki sungið meira, ég hefi hvorki bragðað vott né þurrt óralengi,“ svaraði Georg og hugðist nú á tækifæri til þess að hressa sig á matarbita. „Strákurinn hefir rétt fyrir sér,“ sagði höfuðsmaður- inn, óvenju blíður í máli. „Ekki er hægt að syngja gleði- söngva þegar garnirnar gaula af sulti.. Seztu hérna og éttu með okkur.“ Georg lét ekki segja sér það tvisvar, settist við borðið og át þar og drakk af beztu lyst. Ræningjarnir horfðu á hann forviða, og foringinn sagði: „Jæja, litli vinur, það lítur ekki út fyrir að hræðsl- an við dauðann hafi rænt þig matarlystinni.“ „O, nei,“ sagði pilturinn djarflega. „Það tjáir ekki að mögla. Bezt er að grípa gæsina þegar hún gefst.“ „Þú ert ekki fæddur í gær, lagsi!“ sagði foringinn og ldappaði á herðar hans. „En syngdu nú eitt lag enn.“ Svo söng Georg ljóðið um riddarann, sem frelsaði kóngsdótturina og drap drekann, um nornina, sem breytti jómfrúnni í dádýrshind og margar aðrar vísur, gamanvísur og sorgarljóð. Ræningjarnir hlustuðu hrifnir, og urðu æ mildari í skapi. Að lokum lagði hann lútinn til hliðar, og spurði hóg- værlega: „Á ég svo að deyja í þakklætisskyni fyrir söng- inn?“ Hann hélt niðri í sér andanum og beið eftir svari, en það varð þó öðruvísi en hann hafði ætlað. „Nei, þú skalt ekki deyja,“ andmælti höfðinginn. „Þú skalt lífi halda, ef þú gengur í lið með okkur. Þá getur þú sungið fyrir okkur á hverjum degi. En þú verður að fylgja okkur á ránsferðum okkar og taka þátt í árásun- um af fúsum vilja og fremsta megni.“ Georg eldroðnaði. Þetta var mikil freisting. Dauðann eða lífið — ræningjalíf — morðingjalíf! En hinn heiðar- legi sveinn hikaði aðeins eitt augnablik. Síðan svaraði hann. „Nei! Við' þau kjör vil ég ekki dvelja hér! Ég get ekki drepið menn. Slíkt athæfi er andstætt eðli mínu. Ég get aldrei orðið glæpabróðir ykkar. En gætuð þið ekki látið mig elda matinn fyrir ykkur? Ég hefi oft nú í seinni tíð hjálpað dóttur húsbónda míns við þann stárfa. Þá gæti ég verið matreiðslumaður ykkar og ,,hirðsöngvari“ um leið.“ „Já, þannig gæti það orðið,“ svaraði höfðinginn. „Hvað finnst ykkur, félagar?“ Þeir voru allir á einu máli um það, að uppástungan væri ágæt. ^ Þeir voru annars vanir að annast inatseldina til skiptis og voru því guðsfegnir að losna við það umstang, sem henni fylgdi. Georg var því tekinn 1 ræningjaflokkinn sem kokkur og söngvari, en þó mega lesendur ekki ætla að hann hafi gert sig ánægðan með það hlutskipti. Hann nugðist flýja við fyrsta tækifæri, en hugsaði þó með sér: „Þetta er mikill ávinningur í bili því að lítið gagn hefði ég unnið dauður! Nú er um að gera að vera slyngur og brögðóttur eins og Mikjáll refur 1 kvæðinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.