Tíminn - 11.09.1945, Page 7

Tíminn - 11.09.1945, Page 7
68. blað TÍMIMV. |>riðjudaginn 11. sept. 1945 7 IfhjHdatfréttir BÍLABÓKIN Neapel var fyrsta stórborgin, sem Bandamenn hertóku á meginlandi Ítalíu. Lífið þar er nú að mestu leyti komið í venjulegt horf. Meðfylgjandi mynd er frá einni af aðalgötum borgarinnar. Mynd þessi er frá'sveitakauptúni i Bretlandi. Kindurnar, sem sjást fremst á myndinni, er verið að fara með á búfjáfsýningu, en slíkar sýningar fœrast nú mjög í vöxt í Bretlandi og þykja hinar gagnlegustu. Mynd þessi er frá danssýningu, sém nýlega var lialdin í borginni Freetown á vesturströnd Afríku. Innfœddar stúlkur, klœddar hátíðabúningi kvenna á þessum slóðum, eru að sýna þjóðdansa. Gengisskráning á danskri krónu Laugardaginn 8» september 1945 hefir Landsbankinn tekið upp opinbera gengisskráningu á danskri krónu. Er sölugengi hennar ákveðið kr. 131,71, en kaupgengið kr. 135,04, hvort tveggja miðað við 100 danskar krónur. — Síðast var dönsk króna skráð hér 9. apríl 1940. Þá var sölugengi hennar 125,78, en nú hefir það verið ákveðið 135,71. Orsök þessarar hækkun- ar er sú, að verðgildi dönsku krónunnar gagnvart öðrum valútum var í janúar 1942 hækkað um hér um bil 8%, og hefir henni verið haldið þar síðan. Dráttur sá, sem orðið hefir á því, að gengi yrði ákveðið á dönsku krónunni, hefir orsak- azt af því, að semja þurfti um fyrirkomulag á greiðslum fíl Danmerkur. Nú hefir náðst sam- komulag við þjóðbankann danska um það, að hann selji Landsbankanum danskar krón- ur fyrir sterlingspund til greiðslu Málshöfðun gegn níu mönnum Dómsmálaráðuneytið hefir endursent sakadómaranum í Reykjavík útskrift af réttar- rannsókn í málum 10 manna, sem hernaðaryfirvöldin höfðu handtekið og afhent íslenzkum yfirvöldum til rannsóknar. Jafn- framt hefir það lagt fyrir hann að halda áfram rannsókn máls- ins og höfða síðan mál gegn þeim: Ernst Fresentius, Sigurði Norðmann Júlíussyni, Hjalta Björnssyni, Magnúsi Guðbjörns- syni, Sverri Matthíassyni, Einari Birni Sigvaldasyni, Lárusi Sigur- vin Þorsteinssyni, Guðbrandi Einari Hliðáí og Jens Björgvin Pá.lssyni, fyrir brot gegn X. kafla hegningarlaganna. Sjálfsögð eins og bensín í hverjum bíl Bílabókin er komin út í 2. útgáfu, hún hefir verið aukin og end- urbætt, einkanlega með tilliti til bifreiða og aksturs þeirra hér á landi. Efni bókarinnar: Fræðslukafli um bifreiðina, eftir Nikulás Steingrímsson. Um mælitæki bílsins, viðhald hans, ökuvenjur og fleira, þýtt af Ólafi Halldórssyni. Umferðareglur, eftir Erling Pálsson, yfirlögregluþjó'n. Hjálp í viðlögum, eftir Jón Oddgeir Jónssón. Bifreiðalög. Bifreiðaskrá af öllu landinu Umsókn um ökuskírteini Tiíkynning um sölu bifreiða Kaupa notaðan bíl Einkennisstafir bifreiða Ljósatími bifreiða í Reykjavík i Bílabókin er 280 blaðsíður að stærð, — yfir 100 myndir eru í henni Verð 35 krónur. Fæst h|á bóksölum o« beint frá Bókaútgáfu GLBJÓ\S Ó. GH)JÓ\SSOIVAU, Hallveigarstíg 6 a — Sími 4169. I á vörum, sem keyptar verða frá Danmörku. Samningum um yf irfærslur til Danmerkur til greiðslu á skuldum er enn ekki lokið, og geta b^nkarnir því að svo stöddu ekki selt danskar krónur til þeirra nota. Erlent yfirlit (Framhald af 2. síðu) Rússum sé ekki nóg að geta far- ið með flota sinn um Dardan- ellasund, ef þeir ætli að seilast til áhrifa á Miðjarðarhafi, því að flugherinn geri það að verk- um, að þeir, sem ráða yfir Grikk- landseyjum, geti hindrað allar siglingar til og frá Svartahaf- inu. Tilgangurinn með kröfum Rússa til aukinna siglinga um Dardanellasund geti því tæpast verið annar en sá, að þeir séu að seilast eftir bættri aðstöðu til að ná Tyrkjum undir áhrifa- vald sitt. Það mun líka vera þetta, sem Tyrkir óttast fyrst og fremst. Tyrkir hafa lengi óttast ásælni Rússa og hafa á síðari árum einkum leitað sér trausts og halds hjá Bretum. Bretar hafa líka lagt mikla áherzlu á vin- áttu Tyrkja og hún hefir verið þeim mikils virði í nýlokinni styrjöld, því að hefðu Tyrkir ekki verið hlutlausir, myndu úr- slit hennar hafa getað orðið á aðra leið. Lykti átökunum um Dardanellamálið svo, að Tyrkir verða að veita Rússum ýms auk- in fríðindi, er það spá margra, að Tyrkir muni þá telja heppi- legra í framtíðinni að leita frek- ar eftir vináttu Rússa og Breta, því að þeir teldu þá þar meiri styrks að vænta. Það þykir og ekki ólíklegt, að slík lok deil- unnar geti haft mikil áhrif með- al Arabaþjóðanna, því að þær munu telja hana merki þess, að að veldi Breta sé minnkandi á þessum slóðum, en veldi Rússa vaxandi. Fyrir Breta er mikil- vægt, að þessi deila leysist þann- ig, að álit þeirra bíði ekki hnekki meðal Tyrkja og Araba, og þess vegna má telja víst, að þeir muni veita Tyrkjum eins mikla lið- veizlu og þeir megna. Þykir ekki ólíklegt, að Bretar hallist að þeirri lausn, að Dardanellasund verði sett undir alþjóðlega stjórn, en Tyrkjum þó veitt ýms sérréttindi. Þykir líka sennilegt, að Tyrkir fallist frekara á þá lansn en að þurfa að veita Rúss- um einhver meiri réttindi en öðrum þjóðum. Umboð fyrir happdrætti Vinnuheimilis S. í. B. S. Bókabúð Lárusar Blöndal. Hljóðfærahúsið. Sigfús Eymundsson, bókaverzlun. * Helgafell, Laugavegi 100. Mál og menning, Laugavegi 47. Kiddabúð, Bergstaðastræti 48. Silli & Valdi, Hringbraut 149. Jón Símonarson, Bræðraborgarstíg 16, Bakarí. Verzl. Höfn, Vesturgötu 12. Verzlunin Drífandi, Laufásvegi 58. Verzlunin Ægir, Grófin, Tryggvagötu. Styrkið gott málefni og skapið yður möguleika íil þess að eignast einstæð verðmæti — Kaupið miða strax í dag- Raddir nágrannanna (Framhald af 2. síðu) ábyrgð, að upphæð hvorki meira né minna en 2 miljónir króna, til þess að bjarga sér upp úr feni van- skilanna við Færeyinga? 5) Er það ekki staðreynd, einnig staðfest af fjármálaráðherra, að innan ríkisstjórnarinnar er litið svo alvarlegum augum á alla ráðs- ihennsku Fiskimálanefndar í sam- bandi við framkvæmd færeyska skipaleigusamningsins, að þess var óskað á ráðherrafundi, að fiski- málanefnd gæfi ríkisstjórninni ít- arlega skýrslu um starfrækslu sína’,* áður en henni væri veitt ríkissjóðs- ábyrgð á áðurnefndu miljónaláni? 6) Er það að endingu ekki stað- reynd, að ríkisstjórnin hefir nú neyðst til þess að fá tvo lögfræðinga til að reyna að komast til botns í þeirri bendu og óreiðu, sem þessi mál eru komin í hjá Fiskimála- nefnd undir allra hæstri yfirstjórn (Framhald af 2. síðu) blessað. En það hefði farið bet- ur, að stjórnarliðið hefði vakn- að ári fyrr til að láta taka upp skömmtun á byggingarefni, því að þá hefði verið byggt meira á þessu ári til að bæta úr hús- næðisleysinu. Og það færi líka betur, að þetta yrðu meira en ráðagerðir rétt fyrir kosningar, sem álitnar eru eiga meginþátt- inn í þessum áhugakipp, sem stjórnarflokkarnir fengu allt í einu í sambandi við byggingar- málin. Einar og Nafta. Einar Olgeirsson er einn af aðaleigendum olíufélagsins Nafta. Fyrirtæki þessu hefir gengið illa að ná sér í olíu að undanförnu. Mælt er að það sé eitt af erindum Einars til Rúss- lands og reyna að fá olíu þar, og vafalaust yrði þá séð svo til, að Nafta fengi umboðið. Það eru svo sem fleiri opin- berir sendimenn en Arent Claes- sen, sem hafa ýmsum auka- störfum að sinna, jafnhliða því, sem þeir eiga að gegna erindum fyrir ríkið. Og hvað skyldi Þjóð- viljinn hafa sagt, ef Stefán Jó- hann hefði átt í Nafta og verið sendur í olíukaupaerindum til útlanda? Áka Jakobssonar og framkvæmda- stjórn Halldórs Jónssonar?" Eins og vænta mátti, leiðir Þjóð- viljinn þessar spurningar alveg hjá sér, og heldur áfram að hamra á því, að staðreyndirnar í þessu máli séu ekkert annað en rógur. Saga Póllands í sárum : Glóðu Ijáir, geirar sungu • Þetta er áhrifarík frásögn hins unga menntamanns, Jan Kareks, um leynistarfsemina í Póllandi, og lýsir á átakanlega einfaldan hátt ógnum þeim og hörmungum, sem Pólverjar hafa átt við að búa. — Höfundurinn starfaði í leynistarfsemi Pólverja i 4 ár, og var m. a. erindreki hennar og hraðboði milli Póllands og útlagastjórnarinnar pólsku, ' fyrst í París og síðan í London, og hefir því sjálfur séð og lifað alla þá ægilegu og djöfullegu atburði er hann skýrir frá. — Glóðu ljáir, geirar sungu lýsir merkilegum þætti úr sögu hjns hertekna Póllands — en ægilegum, og þó enn ægilegri, ef lesendur, og álfa vor, yfirleitt, lokar augum og eyrum fyrir því, sem þar gerðist, og víðsvegar um alla álfuna — og gíeymir! Lesið frásögn Jan Karski með gaumgæfni og athygli Bókin er 256 bls. að stærð og kostar aðeins kr. 18,00. Aðalútsala Norðra h.f. Pósthólf 101. Reykjavík. ■ Jan Karski, höfundur bókarinnar. I

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.