Tíminn - 18.09.1945, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.09.1945, Blaðsíða 2
0 r Þriðjudagur 18. sept. Milliliðaokrið Nýlega kom 1 ritstjórnarskrif- stofu Tímans merkur bóndi, sem ekki hafði komið hingað um nokkurt árabil. í viðtalinu við hann bar m. a. á góma, hvort honum finridist, að miklar breytingar hefðu orðið á höfuð- staðnum síðan hann var þar seinast á ferð. Svar hans var á þá leið, að tvennt hefði einkum vakið athygli hans. Annað, sem vakti athygli hans, var það, að kjör verkamanna virtust ekki hafa tekið stórum breytingum, þrátt fyrir allar kauphækkan- irnar, og stafaði það vitanlega af því, að dýrtíðin hefði aukizt að sama skapi. Þeir byggju enn flestir í sömu húsakynnum og áður eða svipuðum og hefðu ekki öllu meira til fata og matar en rétt sæmilegt gæti talizt. Striðs- gróðinn hefði því bersýnilega ekki lent hjá þeim. Hitt, sem vakti athygli hans, var það, að hér hafði verið byggt mikið af nýjum luxus-húsum og göturnar virtust fuilar af einkabifreiðum. Þar sæjust augljós merki stríðsgróðans og það þá jafn- framt, að hann hefði lent hjá nýrri fjölmennri eyðslustétt, sem fengizt við hvers konar milliliðastarfsenji og ætti þann- ig meginþátt í dýrtíðinni. Það þarf vissulega ekki langt að leita til að finna 'frekari sannanir fyrir þessari frásögn bóndans. Samkvæmt nýkomnum hagskýrslum voru rúmlega 160 heildverzlanir hér í Reykjavík um síðastl. áramót. Flestar þeirra höfðu dýrt og fjölmennt starfslið og undantekningar- laust allar hafa safnað of fjár. Luxus-hallir, sumarbústaðir, einkabílar og óhófleg eyðsla þeirra nokkur hundruð fjöl- skyldna, er standa að þessum fyrirtækjum, eru hin fullkomn- asta sönnun þess, að hqildsölu- álagningin á stærri þátt í dýr- tíðinni en nokkur liður annar. Til viðbótar hinu fjölmenna heildsalaliði, koma svo enn nokkur hundruð braskarar, er fást við ýmiskonar glinguriðnað, húsasölu, húsabyggingar í gróðaskyni, verðbréfasölu o. s. frv. Okurtekjur allra þessara milliliða, sem eru áreiðanlega tífallt fleiri en þeir fyrftu að vera, takast af tekjum hins vinnandi fólks í landinu og eiga meginþáttinn í dýrtíðinni. Það er hér, sem þjóðar- innar bíður fyrsta verkefnið í dýrtíðarmálunum. Það þarf að gera hinar djörfustu ráðstafan- ir til að draga úr hvers konar milliliðagróða. Það þarf að gera hinar djörfustu ráðstafanir til að hafa upp á skattsviknu fé. Þegar slíkar ráðstafanir hafa verið gerðar, er fyrst hægt að fara að tala um þegnskap við bændur og verkamenn og krefja þá um niðurfærslu. Þess yegna hefir Framsóknarflokkurinn líka jafnan lagt á það áherzlu, að auknar hömlur og skerðing á stórgróðasöfnun yrðú að vera samfara niðurfærslu á afurða- verði og kaupgjaldi. En núverandi stjórn hefir aðra skoðun á þessum málum. Hún hreyfir ekki við milliliðun- um, en heimtar eftirgjöf af bændum og tekur „kjarabæt- urnar“, sem hún þykist hafa veitt verkamönnum og launa- fólki, aftur með sköttum og falsaðri „vísitölu“. Það er henn- ar „réttlæti" í dýrtíðarmálun- um. Undarlegar væru hinar vinnandi stéttir og í ótrúlegri mótsetningu við bræðrastéttir sínar í öðrum löndum, ef þær þola slíkt „réttlæti" lengi. Braskið á vegum Nýbyggingarráð hefir nú sjálft orðið til að staðfesta það, sem áður hafði •verið haldið fram hér í blaðinu, að starf þess væri ekki trygging fyrir því, að eingöngu vönduð og fullkomin atvinnutæki væru flutt til landsins. í yfirlýsingu, sem það TÍMry\, ]iriðjjndaginn 18. scpt. 1945 70. MalS 4 0 í í a i a h g Er sexmannanefndar- verðið ósanngjarnt? Morgunblaðið» prédikar nú daglega, að Framsóknarmenn séu að æsa bændur til að gera óeðlilegar og ósanngjarnar kröf- ur. .Hins er ekki getið, hverjar þessar kröfur séu. Af ýmsu má þó ráða, að það, sem Mbl. eigi við, séu skrif Tímans um rétt bænda til að fá sexmannanefnd- ar-verðið. Eins og kunnugt er, er sex- mannanefndarverðið byggt á því, að bændur fái svipaðar tekjur fyrir vinnu sína og aðrar hliðstæðar stéttir. Krafan um sexmannanefndar-verðið ér því ekkert annað en krafa um það, að bændur njóti jafnréttis og jafnræðis í þjóðféljiginu. Það væri vissulega fróðlegt að fá nánari skýringar Mbl. á þeirri ósanngirni, sem felst í þessari jafnréttiskröfu bændanna^ Er sexmannanefndarverðið skakkt reiknað af þeim Þorsteini hag- stofustjóra, Guðmundi á Hvann- eyri og tveimur fulltrúum laun- þeganna, er skipuðu meirihluta nefndarinnar? Eða er það ó- sanngirni að krefjast sama rétt- ar og sömu launa fyrir bændur og aðrar vinnandi stéttir? Þessum spurningum ætti Mbl. að svara áður en það fullyrðir oftar, að Tíminn sé að hvetja bændur til ósanngirni. Svari bláðið þeim ekki, mætti jafnvel blindustu liðsmönnum þess vera Ijóst, að það er ekki Tíminn, sem er hér að hvetja bændur til ósanngirni, heldur er það Mbl., sem er að hvetja til, að bændum sé sýnd ósanngirni með því að ekki verði fallizt á sexmanna- nefndar-verðið? Þegnskaparskrif Mbl. Vafasamt er hvort nokkurn tíma hefir verið sýndur meiri óþokkaskapur í íslenzkri blaða- mennsku en þegar Mbl. er að brýna þegnskap fyrir bændum í dýrtíðarmálunum, en minnist ekki.á það einu orði, að aðrar stéttir þurfi að sýna þar þegn- skap. Bændurnir eru eina stéttin, sem alltaf hefir boðið og býður j enn, að taka þátt í niðurfærslu til jafns við aðrar stéttir. Hinar stéttirnar hafa hins vegar ekki mátt heyra niðurfærsluna nefnda á nafn, þótt gert væri ráð fyrir hlutfallslega jáfnri þátttöku allra. Þennan þegnskap sinn áréttuðu bændur með því að gera tímabundna tilslökun í fyrra, ef vera mætti, að aðrar stéttir tækju það til fyrirmynd- ar. Þeirri tilslökun var svarað með kauphækkunum hjá flest- um 'Stéttum öðrum. Þrátt fyrir þetta eru bændur reiðubúnir til að taka sinn skerf af niðurfærsl- unni, ef aðrir fást til hins sama. Meiri þegnskap er því ekki hægt að sýna en bændur hafa sýnt í þessum málum. Ef aðrir sýndu sama þegnskap, væri lausn dýrtíðarmálanna. sannar- lega ekki erfið. Það er vissulega hámaík ósvífni að brýna þegn- skapinn fyrir þeim, sem þannig hafa verið og eru reiðubúnir til að sýna hann, en minnast ekki á hann við hina, sem hafa skorazt undan því. Eyrnamark kvislingsins. Á stjórnarárum Þjóðverja í Noregi, mátti oft lesa í norsku blöðunum: Hvers vegna er þjóð- in að sýna mótþróa og kalla ráðstafanir stjórnarvaldanna erlent ofbeldi? Er það kannske ekki hún sjálf, sem ræður þessú, þar sem norskir menn skipa öll | ráðherrasætin og önnur valda- mestu embætti landsins? Hins j var ekki getið, að það voru Þjóð- Iverjar, en ekki norska þjóðin, 'sem skipuðu þá í embættin. í Mbl. í seinustu viku birtist grein, sem er alveg í þessum anda. Hvers vegna e^ru bændur að mótmæla? segir í' fyrirsögn hennar, og í greininni sjálfri er svo býsnast yfir því, að bændur skuli vera að mótmæla skipun búnaðarráðs, þar sem það sé eingöngu skipað bændum. Hinu er sleppt, að það er landbúnað- arráðherra, en ekki bændur, sem skipar Búnaðarráð. Greinilegra eyrnamark kvis- lingsins gat höfundurinn ekki hefir sjálft gefið út og birt var í seinasta blaði, viðurkennir það, að það setji ekki önnur skil- yrði fyrir innflutningi á skipum en að þau fái haffærisskírteini hér. Hversu lítil trygging þetta er fyrir inxiflutningi á hentug- um og vönduðum skipum, má gleggst marka á því, að öll þau íslenzk skip, sem talin eru orðin úrelt og þarfnast endurnýjunar, hafa haffærisskírteini. Það er m. ö. o. hægt með góðu samþykki Nýbyggingarráðs að flytja inn eins úrelt skip og þau úreltustu í íslenzka flotanum! Afleiðingarnar af þeásum starfsháttum Nýbyggingarráðs eru líka þegar augljósar orðnar. Hauksmálið er þar frægast. Það skip hiefði aldrei komið til landsins, ef Nýbyggingarráð hefði gert þá kröfu, að það væri eins fullkomið og vandað og ætl- azt er til, að hin nýju skip ís- lendinga verði. Ráðið lét sér nægja, að það yrði byggt eftir einhverjum lágmarkskröfum er- lends skipaflokkunarfélags og fengi síðan haffærisskírteini. Nýbyggingarráð gerði ekki einu sinni svo lítið að krefjast teikn- inga af skipinu og kynna sér þær, því að þá liefði það ekki þurft anfiað en að líta á vistar- verurnar, sem skipverjum voru ætlaðar, til að sannfærast um, að skipið var a. m. k. að því leytinu marga áratugi á eftir tímanum. Afleiðingin af þessu hirðuleysi og vanrækslu Ný- byggingarráðs varð sú,að hingað var keypt skip, sem nærri fórst í annarri sjóferð sinni og sökk í þeirri þriðju, þótt ekkert væri að veðri. Önnur eins háskafleyta hefir sennilega aldrei verið sett undir íslenzka sjómenn. Kaupin á gömlu Svíþjóðarbát- unum er önnur afleiðingin af þessum starfsháttum Nýbygg- ingarráðs. Þegar er búið að kaupa hingað 10—20 notaða báta,sem Svíar hafa viljað losna við. Þeir þurfa allir mikla við- gerð til að geta fullnægt ís- lenzkum haffærisreglum og vél- ar margra þeirra eru taldar slitnar, svo að ekki sé meira sagt. Má það liggja í augum uppi, hve fjarri þessi bátainn- flutningur er því að geta talizt „nýsköpun". Ástæðan til þessara furðulegu starfshátta Nýbyggingarráðs hefir þegar verið upplýst í Mbl. Ýmsir heildsalar hafa tekið að sér útvegun á gömlum sænskum bátum og fá vitanlega ríf- leg sölulaun. Formaður Nýbygg- ingarráðs var sjálfur einn með- eigandi Hauks og mun hafa haft trú á, að fleytan yrði gróðavæn- leg, þótt ekki væri hún sérlega traust. Það er m. ö. o. brasksjón- armiðið, en ekki „nýsköpunar“- sjónarmiðið, er stjórnar þessum gerðum. En þessar ráðstafanir eru þjóðinni áreiðanle^a ekki að skapi. Hún vill fá ný og vönduð skip fyrir þann gjaldeyri, sem hefir safnazt á stríðsárunum. Hún vill ekki að honum sé sóað til að kaupa skip, sem eru ekk- ert betri, jafnvel verri, en þau, sem fyrir eru. Með slíkum móti verður tækifærið til að endur- nýja atvinnutækin eyðilagt. Nýbyggingarráð á að starfa eins og ábyrg ríkisstofnun, sem vinnur að „nýsköpun“ atvinnu- veganna, en ekki eins j og S. Árnason & Co., sem aðeins hlynnir að hagsmunum sinna nánustu. Þess vegna má ekki hafa menn með S. Árnasonar & Co.-sjónarmiðið í Nýbyggingar- ráði og sízt af öllu í formanns- sæti þess.' Fyrir því er þegar fengin næg og dýrkeypt reynsla. Jóhann Þ. Jósefsson á tafar- laust að fara þaðan, enda get- ur formennska í Nýbyggingar- ráði ekki verið neitt igripaverk með framkvæmdastjórninni hjá S. Árnason & Co. IJjTýbygginga^- ráð verður að fá nýja forustu og nýjar starfsreglur, sem tryggja það, að gjaldeyrinum verði raunverulega, varið til „nýsköp- unar“ en horíum ekki eytt í hina og þessa ráðleysu til að þóknast brasksj ónarmiðunum. sett á grein sína, enda er hann enginn annar en bændakvisling- urinn Jón frá Akri. J lal«-í:i I í , ■ i 'k i. Skrif Þjóðviljans um Stétta- samband bænda. Þjóðviljinn er mjög geðvond- ur yfir stofnun Stéttarsambands bænda og þeim einhug, sem varð um það mál á bændafundinum á Laugarvatni. í þessu geð,- vonzkukasti fremur hann þá flónsku að halda því fram, að það sé eitthvert aðalatriði fyrir F^amsóknarflokkinn, hvaða förm eða fyrirkomulag bændur velja sambandinu. Vitanlega er það alveg ópólitískt mál, sem bændur hafa tekið aðstöðu til og ákveða framvegis, án tillits til þess í hvaða stjórnmálaflokki þeir eru. Eða eru ritstjórar Þjóðviljans þau erkiflón að halda, ~að það hafi nokkur á- hrif á stjórnmálaskoðanir bænda, hvort Stéttarsamband þeirra er í tengslum við búnað- arfélagsskapinn eða ekki? Jóhann verður að víkja. Kaupsýslumaður skrifar Tím- anum: „Kynlegt þykir mér að ekki skuli hafa verið hreyft neinur mótmælum gegn for- mennsku Jóhanns Jósefssonar í Nýbyggingarráði frá því sjónar- miði, að hann er fyrir nokkru orðinn framkvæmdastjóri einn- ar af stærri 'heildverzlunum bæjarins, S. Árnason & Co. Jafn- vel þótt Jóhann hefði fyllsta viLja tiL að misnota ekki aðstöðu sína, getur ekki hjá því farið, að formennska hans í Nýbygg- ingarráði, sem hefir úthlutun fjölmargra gjaldeyrisieyfá með höndum, veiti honum uppiýs- ingar um ýmsar fyrirætlanir og viðskiptaleyndarmái annarra fyrirtækja, sem koma honum að veruiegum notum, sem fram- kvæmdastjóra S. Árnason & Co. Það er ósanngjarnt og óréttiátt gagnvart öðrum fyrirtækjum, að forstjóri eins fyrirtækis skuli hafa slíka aðstöðu. Það hefði vafalaust þótt mikið hneyksli (Framliald á 7. síðu) ERLENT YF I RLIT Framtíð Mansjúríu Samningur sá, sem nýlega var gerður milli Rússa og Kínverja, hefir ekki sízt vakið athygli af þeirri ástæðu, að Rússar viður- kenna umráðarétt Kínverja yfir Mansjúríu. Þess hafa lengi þótt merki, aö rússneska kommún- istastjórnin hefði ágirnd á Man- sjúríu engu síður en fyrirrenn- arar hennar, og þótti því líklegt, að hún myndi reynast erfið í í samningum um Mansjúríu eft- ir stríðslokin í Asíu. Þetta hefir þó ekki orðið og eru einkum taldar til þess þær ástæður, áð Rússar þurfa að eiga vingott við Bandaríkjamenn, em miklar kröfur Rússa um yfirráð í Man- sjúríu myndu hafa verið liklegar til að spilla slíku vinfengi. Rúss- ar þurfa bæði að fá mikil pen- ingalán og vörur hjá Bandaríkja mönnum vegna viðreisnar heima fyfir. Þá er og ekki ólíklegt, að Rússar hafi nokkurn beyg af Bandaríkjamönnum síðan þeir fundu upp atomsprengjuna og styrktu þannig hernaðarlega að- stöðu sína. Af þessum ástæðum :munu Rússar telja hyggilegt að slaka til fyrir Bandaríkjamönn- um, bæði í þessu máli og fleirum. Viðurkenning Rússa á yfirráðum Kínverja í Mansjúríu þykir sönnun þess,,að Bandaríkin séu nú áhrifamesta stórveldið, og að Rússar gera sér ljósa þá, stað- reynd, ekki síður en aðrir. | Þótt Rússar hafi viðurkennt yfirráð Kínverja í Mansjúriu að sinni, er eigi. þar með sagt, að svo verði um alla framtíð. Margt bendir til, að Rússar hafi frest- að laridvinningaráformum sín- um þar, en ekki lagt þau endan- lega á hilluna. í samningnum við Kínverja hafa Rússar fengið fram tvö atriði, sem auðveldar þeim að vinna að þessum áform- um í framtíðinni. Járnbrautirn- ar í Mansjúríu verða undir sam- eiginlegri stjórn Rússa og Kín- verja og Rússar fá herskipalægi í Port Arthur,- Hvort tveggja getur skapað Rússum góða að- stöðu til áróðurs í Mansjúríu og afskipta af málum landsins. Það er nú liðin meira en hálf öld síðan framandi stórveldi fóru að hafa girndarauga á Mansjúr- íu, sem fram til þess hafði ver- ið hluti Kínaveldis. Rússar riðu á vaöið og notuðu sér vanmátt Kínverja til að ná þar áhrifum á seinustu áratugum 19 aldar, m. a. með hinni miklu járn- brautarlagningu um endilangt landið. Þeir gerðu Port Arthur að herskipahöfn sinni og sýndu margvíslegan annan yfirgang. Japanir töldu sér misboðið með þessu og leiddi þetta til styrj- aldar milli þeirra og Rússa 1904 —1905. Eftir það treystu þeir stöðugt ítök sin í landinu, þótt það héldi áfram að vera kín- verskt að nafninu til. Árið 1931 ráku þeir svo smiðshöggið á verkið og lögðu Mansjúríu og Jehol-fylki undir sig. Þeir sam- einuðu síðan Mansjúríu og Jehoi í eitt leppríki, sem þeir nefndu Manchukuo og gerðu einn af- kOinanda kinversku keisaraætt- arinnar að keisara þar. Þetta lepppríki hrundi til grunna með ósigri Japana í styrjöldinni og mun áreiðanlega ekki rísa upp aftur. Tilefni það, sem Japanar not- uðu til innrásarinnar í Mansjúr- iu 1931, hefir oft Merið nefnt að undanförnu, því að ítalir og Þjóðverjar tóku sér það síðar til fyrirmyndar. Tilefnið vár þann- ig, að Japanir sprengdu sjálfir upp járnbraut, sem þeir áttu, en kenndu síðan Kínverjum um og kváðust verða að skerast í leik- inn til að frelsa landið úr klóm óaldarflokka. Þótt Japanir beittu mikilli harðstjórn og grimmd í Mansjúr íu, veröur ekki allt sagt illt um stjórn þeirra þar. Atvinnuvegum landsins fleygði fram og blóm- legur og fjölþættur iðnaður reis þar á legg. Mörg náttúruauðæfi voru uppgötvuð og byrjað á hag- nýtingu þeirra. Náttúruauðæfi Mansjúríu eru svo mikil, landið er af ýms- um talið auðugasta land heims- ins, þegar miðað er við stærð og fólksfjölda. (Mansjúría er 364 þús. ferkm. og hefir um 30 inillj. ibúa. Það er taiinn einn frjó- (Framhald á 7. síðu) í Skutli 7. þ. m. er rætt um hið nýstofnaða heildsölufyrirtæki þeirra Stefáns Jóhanns og Arents Classens, er áður hefir verið sagt frá hér í blaðinu. Segir Skutull m. a. á þessa leið: „Þann 31. ágúst gerðu bæði Tím- inn og Þjó'ðviljinn stofnun þessa félags að unitalsefni. í Þjóðviljan- um, sem þagði í vor, er nú talað um furðulegt trúnaðarbrot opin- berra starfsmanna og síðar i grein- inni ávallt talað um „trúnaðarbrot Stefáns Jóhanns." Skrif kommún- istablaiysins um þetta mál bera því greinilega svip hinna síendurteknu pólitísku ofsókna gegn Stefáni Jóhanni Stefánssyni. Slíkt er enginn umræðugrund- völlur um mál sem þetta. „Tíminn" er miklu hóflegri i ummælum sínum um málið, og hefir hann þó þá aðstöðu að vera sjálfum sér samkvæmur, því að í vor vítti hann eins og Skutull einkabrask Arents Claessens í Sví- þjóðarförinni fyrir sjálfan sig. 1 Tíminn spyr aðeins hvort Arent og Stefán hafi tryggt sér 'umboð fyrir 50 fyrirtæki í Svíþjóðarför- inni. Ennfremur játar Tíminn, að þessi spilllng, að opinberir sendi- menn ríkisins séu í verzlunarer- indrekstri fyrir sjálfa sig jafn- framt því sem þeir séu að vinna að sams konar málum fyrir ríkið, sé ekkert einsdœmi heldur hafi fleiri sendímenn, er stjórnin (og fleiri ríkisstjórnir mœtti hann lika játa) hafi sent utan verið jafnhliða i verzlunarbraski fyrir sjálfa sig. ' Það er á þessum grundvelU, sem málið á að ræðast. Ef það er góð- ur mórall, þegar íhaldsmenn eða kommúnistar eiga í hlut, þá er það líka svo, hver sem í hlut á. Eins á hinn bóginn: Sé slíkt vítavert, þeg- ar íhaldsmenn, kommúnistar, eða Framsóknarmenn eiga hlut að máli, þá er það auðvitað nákvæmlega sama eðlis ,þegar Stefán Jóhann eða aðrir Alþýðuflokksmenn eiga í hlut. Skutull hefir ekki skipt um skoð- un, síðan í vor. Og sannist það, að Sölumiðstöð sænskra framleiðenda _ hafi raunverulega verið stofnuð í Svíþjóðarför þeirra Arents Claes- sens og Stefáns Jóhanns, þá er það að dómi Skutuls stórvítavert og réttlætist ekki einu sinni af því, að þetta sé landlæg spilling. Hins vegar er Skutli ljóst, að í- haldsmenn vilja sitja einir að allri slíkri viðskiptaaðstöðu sem þeirri, er þetta nýja umboðssölufyrirtæki hefir öðlazt, og af því er þeirra gremja fyrst og fremst sprottin i þessu máli. -Enda mun það senni- lega vera hið eina, sem þeim finnst athugavert við þetta mál, að íhalds- menn séu þarna ekki einir um hit- vuna, eins og jafnan áður.“ Vissulega mun gremja íhaldsmanna sprottin af þessu, en ekki því, að þeir séu neitt hneykslaðir yfir framferði Stefáns og Claessens. En vitanlega er það jafn fordæmanlegt fyrir því, eins og Skutull sýnir svo réttilega fram á, þótt háttsettur flokksbróðir hans eigi hlut að máli. Sýnir Skutull með þeirri afstöðu sinni heiðarleik og djörfung, sem því miður finnst oflítið af í íslenzkri blaðamennsku. * * * Alþýðublaðið hefir verið að birta undanfarið útdrátt úr úrskurði setu- dómarans í kaupfélagsmálinu á Siglu- firði. í tilefni af því segir það í for- ustugrein 15. þ. m.: ,.Hér í blaðinu er nú verið að bírta mjög ýtarlegan útdrátt úr úrskurði setudómarans í kaup- félgasmálinu á Siglufirði. Var mönnum að vísu af fyrri fréttúm orðið margt kunnugt um ráðs- mennsku og framkomu kommúnista í ,Kaupfélagi Siglfirðinga þann tíma, sem þeir hafa haft þar öll völd; en þó fer ekki hjá þvi, að mönnum blöskri, þegar þeir lesa skýrslu s^tudómarans um þá dæma- lausu óstjórn, sem verið hefir á fjárreiðum félagsins undir einræði kommúnista og þau fáheyrðu vinnu brögð, sem þeir hafa beitt til að halda völdum í því. Það er kapítuli út af fyrir sig, hvernig þeir notuðu félagið, undir forustu Þórodds Guðmundssonar, sjálfum sér, braskfyrirtækjum sín- um og skyldmenna sinna til fram- dráttar án þess að skeyta hið allra minnsta um hag kaupfélagsins sjálfs, sem þeim var trúað fyrir. En lengst munu þó í minnum hafðar aðfarir þeirra á aðalfundi félagsins í sumar, þegar þeir neituðu að hlíta samþykktum réttkjörins meirihluta, og tóku sér vald til þess "að reka menn tugum saman úr félaginu, þar á meðal fjöldann allan af fulltrúum meirihlutans, svo og sjálfan kaup- félagsstjóranum, í von um að geta með slíkum lögleysum og slíku of- beldi lafað við völd, haldið félag- inu áfram í ræningjahöndum sín- uni og ‘hulið fyrir umheiminum ó- reiðuna í því. Eru slíkar aðfarir al- gert einsdæmi í lögvernduðum fé- lagsskap hér á landi. Það er í sjálfu sér stórkostleg furða, að slíkt og annað eins sem framkoma kommúnista í Kaupfé- lagi Siglufjarðar, skuli geta áttí sér stað í nokkru réttarríki, og það mátti sannarlega ekki seinna vera, að tekið Væri í lurginn á slíkum óaldarlýð; því að hvar væri sú þjóð á vegi stödd, sem léti einstökum hópum manna eða stjórnmálaflokk- um haldast uppi annan eins yfir- gang, aðrar eins yfirtroðslur á lög- um og.rétti og þær, sem kommún- istar hafa undanfarna mánuði haft í frammi í Kaupfélagi Siglfirðinga? Það er nógu alvarlegt mál, að þar skuli hafa verið menn að verki, sem teljast til eins stjórnarflokksins í landinu, þó að þeim væri ekki látið haldast það uppi, að velta sér á- fram í völdum í Kaupfélagi Sigl- firðinga í krafti blygðunarlauss of- beldis. Kaupfélagsmálið á Sigðlufirði ætti að verða þjóðinni alvarleg á- \ minning um það að standa vel á verði gegn slíkum tilræðum við lög og rétt í landinu/i Kaupfélagsmálið á Siglufirði er ■vissulega lærdómsríkt dæmi um fram- ferði kommúnista. Þó er það áreiðan7 lega smávægilegt í samanburði við það, sem verða mundi, ef völd komm- únista yxu í landinu. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.