Tíminn - 18.09.1945, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.09.1945, Blaðsíða 5
70. blað TÍMIM, þriðjMdaginii 18. sept. 1945 3 Páll Zophóníasson: Verð Bandbúnaðaraf urðanna og rithöf. Morgunblaðsins Höfundur Njálu hefir lýst Merði Valgarðssyni svo meist- aralega, að í meðvitund alþjóð- ar er viss skapgerð, visst mann- eðli, bundið við Marðarnafnið. Og hitti maður mann, sem hefir eitthvað líka skapgerð og Njálu- höfundurinn lætur Mörð Val- garðsson hafa, þá er sagt, að hann hafi „Marðareðli,“ og stór- lygnir menn, sem ljúga til að ófrægja aðra menn og koma af stað ósamkomulagi og illindum milli manna, eru kallaðir „Lyga- Merðir.“ Svo rótgróin fyrirlitning ís- lendinga á Lyga-Mörðunum, og engir íslenzkir foreldrar hafa þorað að gefa barni sínu Marð- arnafnið, og er þó nafnið út af fyrir sig fallegt og fornt. En merkingin, sem það hefir í mál- inu, er fáum að skapi. Vafalaust hafa Lyga-Merðir verið uppi með þjóðinni á öllum öldum, en ef til vill fáir, síðan á dögum Marðar Valgarðssonar, sem frekar eiga það nafn skilið en rithöfundar Morgunblaðsins. Þótt finna megi margt, sem sannar þessi ummæli mín, þá mun ég nú ekki ræða um annað en afstöðu þeirra til afurðaverðs landbúnaðarvara, því að þar kemur Marðareðlið vel fram. Sunnudaginn 9. september s. 1. stóðu eftirfarandi orð í for- ustugrein í Morgunblaðinu: „Bændur landsins muna á- reiðanlega of vel eftir því, hvern- ig þeir Tímamenn beittu vald- inu í verðlagsmálum á árunum 1934 til 1942, þegar þeir réðu fyrir þeim, til þess að þeir taki nokkurt mark á rógi þeirra og yfirboðum nú, þegar þeir eru að reyna til að gera ríkisstjórn- inni og flokkum hennar óleik. Á þeim tíma fengu bændur oft ekki meir en helmings sannvirð- is fyrir vöru sína miðað v;ið Morgunblaðið getur því ekki átt við mjólkurverðið, þegar það talar um, að þeir hafi ekki fengið nema helming af sann- virðinu á þessum árum. Hvað kjötverðið snertir, þá er það lægra til bænda árin 1934 til 1939 en það hefði átt að vera eftir sexmannanefndarverði. 1934 nemur þetta um 7 aurum, 1935, 1936 og 1937 um eyri, 1938 um 3 aurum og 1939 um 11 aur- um. 1940 varð kjötverðið aftur 88 aurum og 1941 91 eyri hærra en það hefði átt að vera eftir sexmannanefndarálitinu. Morg- unblaðið getur því ekki heldur átt við kjötverðið, þegar það talar um, að bændur hafi feng- ið helmingi lægra en sannvirði. Verðlag á garðávöxtum skal ég ekki fara út. Sexmannanefnd- arverð á þeim hefir mér vitan- lega ekki verið reiknað út aftur í tímann, en það er vitað, að þótt bændur hafi ef til vill ekki fengið það fullt, þá er víst, að þeir fengu öll árin meira en helming af sannvirðinu. Um- mæli Morgunblaðsins um þetta efni er því ósannindi, sem sverja sig í ættina við Marðarlygi. Og hver er tilgangurinn með þessum ósannindum? Möröur sagði oft ósatt til þess að koma af stað ósamlyndi og missætti milli manna. Það mun þó ekki vera eitthvað likt, sem vakir fyrir Morgunblaðsrithöfundum? í fyrsta sinn ráða nú' Morg- unblaðsmenn verðlagi landbún- aðarvara. Það liggur nú fyrir, að sexmannanefndarverð á kjöt inu til bænda á að vera 8,62 kr. og á mjólk kr. 1,47%. Það sýnir ir sig nú hvort bændur í þetta sinn fá sexmannanefndarverðið eða ekki. Það skyldi þó aldrei fara svo, að. þeir fái það ekki? Áður hafa þeir fengið minnst 2,542 aurum lægra fyrir mjólk og 10,89 aurum lægra fyrir kjöt (hvort tveggja pr. kg.) en sex- mannanefndarverð, sem reikn- að var út eftir á, sýndi, að þeir áttu að fá. Nú liggur verðið fyr- ir útreiknað af hagstofunni áff- ur en verfflagiff er ákveffiff, og mega allir sjá, hver meginmun- ur er á því að verðleggja þá svo, að bændur fái það fyrir vörurn- ar, eða að þurfa sjálfur að reyna að finna hvert sexmannanefnd- arálitiff, effa hvað sannvirffi var, með þeim mjög svo takmörkuðu leiðum, sem nefndirnar höfðu til þess. En við bíðum og sjáum hvað setur. Mörður Valgarðsson gat skipt um skoðun, eða að minnsta kosti talað sitt á hvað, eins og hann hefði skipt um skoðun. Og það geta Morgunblaðsmenn- irnir líka. Lika þar kemur Marð- areðlið fram. Nú látast þeir vera mjög svo óánægffir yfir því, að bændur hafi á undanförnum árum fengiff of lágt verff fyrir vörur sínar og skrifa um þaff í blað sitt. En hver var aðstaða þeirra til þessa hér áður? Muna menn það? Haustið 1934 varð ^kjötverð- lagsnefnd til. Þá voru alls konar erfiðleikar á kjötsölunni, sem ekki eru nú. Verðið var ekki sett hátt, því að markaður i öðrum löndum var bæði takmarkaður og lélegur. Þó sagði Morgun- blaðið þá: „Verkamenn verffa að neita sér um aff bórffa kjöt,j því aff verffiff hefir verið sett svo hátt, að þeir hafa ekki ráff á aff kaupa kjöt.“ Þá töldu þeir kjötverðiff of hátt, og þó vantaði 7 aura til þess, aff bændur fengju sann- virffi fyrir kílógrammiff, ef sex- mannaneifndarverðið er talið talið sannvirði. Og Vísir, hitt Sjálfstæðisblaðið, taldi vera horft einhliffa á hagsmuni bænda, og verðiff sett svo gífur- lega hátt aff engri átt næffi. Síðan mun nálega á hverju hausti hafa kveðið við sama tón, þar til 1942, að verðið var sett þaff hátt, aff bændur fengu tæpum tveimur krónum meira en sexmannanefndarverff effa nærri 44% hærra. Þá fyrst þagði Mogginn um kjötverðið, og tal- aði ekki um, að það væri of hátt. Þó hefir verðið aldrei verið jafn mfikið yfir sexmannanefndar- verðinu og einmitt þá. Um áramótin 1934 og 1935 var útsöluverð á mjólk í Reykjavík laékkaö úr 40 aurum í 38 aura. Um það var mikið rætt, og lækk- unin talin of lítil af Morgun- blaðsmönnum. Þeir stóðu að fundi, sem húsmæður Sjálf- stæðisflokksins héldu í Gamla Bíó 22. janúar 1935, en fundar- efnið var að krefjast þess, að útsöluverð mjólkuírinnar væri lækkað um 3 aura eða í 35 aur. hver lítri. Hefði það verið gert, hefðu bændur fengið minna en sexmannanefndarverff fyrir mjólkina áriff 1931. En þaff var ekki gert, og þeir fengu þaff ríf- lega. Síffan hefir mjólkurverffi veriff breytt 16 sinnum, og í flestöll skiptin hefir Morgun- blaðiff taliff þaff of hátt, og oft viffhaft stór orff um „óhóflega hækkun,“ „dæmalausa frekju í nefndinni“ og svo framvegis. En nú segir þaff bændum, aff þeir hafi ekki fengið helming sannvirffis fyrir afurffir sínar. Hvað vildu þeir Morgunblaðs- menn láta bændur fá mikið minna en þeir fengu áður fyrr? Nú verðleggja þeirra pólitísku (Framhald á 6. síðu) Joan Younger: Frjógvun í tilraunaglasi Þaff eru undraverffir sigrar, er unnir hafa veriff á sviffi vis- indanna síffustu ár og áratugi. Þaff er næstum sama hvert er litiff: Atómorka, fjarstýritæki, nýir málmar, nýjar efnaskipting- ar, ný tækni. Hvert undrið rekur annaff. í þessari grein er sagt frá einum merkissigri, frjóvgun konueggs í tilraunaglasi, og þeim vonum, sem við þær tilraunir eru tengdar. framleiffslukostpaff." Þetta segir Morgunblaðið nú, 9. september 1945. En Mörður átti hvort tveggja til: að ljúga og að skipta um skoðun. Skyldu nú ekki Morgunblaðsrithöfund- arnir gera slíkt hið sama? Nú má deila um það, hvað Morgunblaðið meinar með sann- virði, þegar það talar um verð landbúnaðarvara. Það verð, sem gefur einum bónda sannvirði, gefur öðrum það ekki. Fram- leiðslukostnaðurinn er svo mis- jafn. En þegar talað er um verð- lag landbúnaðarvara og sann- virði, verður að miða við meðal- framleiðslukostnað og meðal- verð. Eins og þessum málum er nú komið, verður að líta svo á, að sexmannanefndarverðið sé það sama og framleiðslukostn- aður, og þegar bændur fái sex- mannanefndarverð fyrir vörur sínar, fái þeir sannvirði, enda þótt sumir kunni þá fá meira, en aðrir minna. Nú hefir sexmannanefndar- verðið verið reiknaff út aftur í • * tímann, svo aff þaff liggur fyrir allt til ársins 1934. Hins vegar liggur líka fyrir, hvað bændur hafa fgngið bæði fyrir mjólk og kjöt árlega, svo að hægt er að bera þetta saman. Og þá kemur í ljós, að fyrir mjólk hafa bænd- ur tvívegis, árin 1939 og 1940 fengiff lægra en sexmannanefnd- arverff, annað árið er það brot úr eyri, en hitt árið, 1939 á þriðja eyri. Öll hin árin hafa bændur fengið hærra en þeim bar eftir sexmannanefndarverði. Þýðingarmikill sigur. Vísindin hafa nýlega unnið merkilegan sigur. Það hefir í fyrsta skipti tekizt að frjóvga konuegg í tilraúnaglasi og láta það lifa þar fyrstu þróunarstig tilveru sinnar. Sumum mönnum kann að virðast, að þetta sé ekki annað né meira en ein sönnunin enn fyrir þeirri margháttuðu getu, sem þekkingin leggur mönnum upp í hendurnar. En mikill fjöldi karla og kvenna lítur þetta allt öðrum augum. Það er fólkið, sem hefir átt sér þá von heitasta að eignast barn, — en ekki orðið að henni. Víða um heim — og ekki sízt í Bandaríkjunum — hefir barn- lausum hjónaböndum fjölgað stórlega síðustu áratugí. Fyrir •einni öld var álitið, að tuttug- ustu hver hjón yrðu barnlaus. Nú er svo komið aö í áttunda hverju hjþnabandi fæðist ekkert barn. Fyrr og nú. Fyrir einum aldarfjórðungi voru mönnum harla óljósar or- sakir þessa fyrirbæris. Fram að 1920 var talið af ábyrgum mönn- um, að við þessu væri ekkert hægt að gera sem gagn væri að. En skottulæknar og menn, sem aldrei setja sig úr færi að græða á grunnhyggni og trúgirni ann- arra, óðu uppi og þuðu fólki, einkum konum, hvers konar lyf og læknisdóma, sem þeir sögðu óskemmdu inn í legið, er skap- á. Rannsóknir seinni ára hafa leitt í ljós, að í einu af hverjum þremur tilfellum er orsökina að finna hjá karlmanninum. Og það, sem meira er. Læknar nú- tímans hafa fundið úrra^ði til þess að lækna ýmsar orsakir ófrjósemi. öruggar aðferðir til þess að prófa, hvort sæði sé með fullum lifsþrótti, hafa fundizt, og nú er einnig hægt að komast að raun um, hvort legpípur kon- unnar séu stiflaðar eða ekki. Læknarnir eru jafnvel byrjaðir að lækna skemmdir i legpipun- um, þó enn séu þær lækningar á byrjunarstigi og geti aldrei bætt mein allra kvenna. Hvernig á frjóvgun sér staff? Frjóvgun á sér stað á þann sem nú skal greina: Því sem næst fjórðu hverja viku losnar eitt — og stundum tvö eða jafnvel fleiri — egg úr eggjakerfi konunnar og berst niður í legpípurnar. Komist það á réttum tíma i snertingu við heilbrigt sæði úr karlmanni, frjóvgast það. Innan skamms berst svo eggið úr legpípunni inn í legið og þar þroskast fóstr- ið. Þannig eru legpípurnar eins- konar samgönguleið á milli eggjakerfisins og legsins og jafn- framt frjóvgunarstaður eggsins. Ef unnt væri að frjóvga egg einhvers staðar annars staðar en þar og koma því frjóvguðu og óskemmdu inn í legið, er skap- aður möguleiki til þess, að konur geti orðið barnshafandi, þótt legpípurnar séu svo skemmdar, að ekki yrði neinni lækningu á þeim við komið. Kanínuegg frjóvgaff. Tilraunir, sem gerðar voru með þetta, fóru fram á kanínum. Og loks tókust þær. Kanínuegg var frjóvgað í tilraunaglasi og var síðan flutt í leg kanínunnar, er fæddi heilbrigðan unga, þegar fylling tjmans kom. En þótt þessi sigur væri unn- inn, voru margir erfiðleikar, er varð að sigra. Það reyndist vandasamara að frjóvga konu- egg en kanínuegg. En það tókst þó eftir sex ára tilraunastarf- semi. Þá var búið að stríða við átta hundruð egg með biljónum sæðisfruma. Tilraunir þessar fóru fram á kvennasjúkrahúsi einu undir stjórn dr. Johns Rocks og Miriam F. Menkins, aðstoðarlæknis hans. Fyrsta konueggiff frjóvgaff. Fyrsta eggið, sem þeim heppn- aðist að frjóvga, var úr nær fert- ugri konu, fjögurra barna móð- ur. Hún hafði verið skorin upp vegna móðurlífssjúkdóms tíu dögum eftir tíðir. Þá var eggið, sem varla er sjáanlegt með ber- Ægileg bók um ægileg örlög Nú fyrir nokkru kom út bók, er vakið hefir mikla athygli. Er hún eftir pólskan erindreka, Jan Karski, og lýsir þeim hörm- ungum, er yfir Pólland og pólsku þjóðina hafa gengið af völdum hinna voldugu grannþjóða, Þjóðverja og Rússa, síðan í sept- embermánuði 1939 og ekki er sýjjt, hvenær lýkur. Ber hún hið máttuga nafn, „Glóffu ljáir, geirar sungu.“ Meðan Pólverjar háðu baráttu sína við hina óstöðvandi heri nazistanna þýzku, réðust Rúss- ar að baki þeim með óvígan her og sölsuðu undir sig hálft land- ið, tóku höndum hundruð þús- unda pólskra manna og kvenna, allt undir því yfirskini að þeir ætluðu að „vernda frændþjóð- ina.“ Þetta ógæfusama fólk, sem nú var allt í einu orðið að „naz- istum,“ enda þótt það hefði orðið til þ'ess að rísa gegn yfir- gangi nazistaveldisins þýzka, var flutt miskunnarlaust burt úr ættlandi sínu óraleiðir aust- ur í Rússland, þar sem þess beið fangelsisvist og þrældómur. Póllandi var skipt, eins og hverju öðru herfangi, og í báð- um hlutum þess var beitt hinni miskunnarlausustu harðneskju. Bregður höfundurinn upp mynd- um úr lífi fólksins undir harð- stjórn hinna erlendu böðla, bæði hryllilegum og ægilegum. Það er ekki sársaukalaust að trúa því, að slík grimmd og villi- mennska, sem þar er lýst, skuli vera til í heiminum og hafa ráð- ið og ráða enn lögum og lofum í stórum hlutum heimsins. En hér þýðir ekki að loka augunum. Þetta er sannleikur, og hann hrópar til allra manna í nöktum ægileik, sem þýzkur eða rúss- neskur áróður megnar ekki að dylja. Þar stoðar jafn lítið, þótt hampað sé „germönskum yfir- burðum" og „kommúnistisku bræðralagi.“ Nakið ofbeldi verð- ur aldrei annað en það er. Þeir, sem kynnu að háfa haft tilhneigingu til þess að láta slikan fagurgala villa um * sig eða langar til þess að stinga höfðinu í sandinn og forðast að horfast í augu við veruleik- ann, ættu að lesa þessa bók. Opnist ekki augu þeirra við það, eru þeir annað hvort steinblind- ir eða forhertir í yfirdrepsskap sínum. En fyrst og fremst er bókin saga leynihreyfingarinnar pólsku, er spratt upp úr þeim jarðvegi, sem herir og leynilögreglumenn Þjóðverja og Rússa höfðu plægt svo djúpt með ofbeldisverkum sínum. í henni tók höfundurinn mikinn þátt — var erindreki og fulltrúi pólskra yfirvalda, hern- aðarlegra og stjórnmálalegra, og meðalgöngumaður pólsku út- lagastjórnarinar og leynistarf- seminnar heima fyrir. Hann ger- þekkir því það, sem hánn lýsir, enda þarf ekki að lesa margar blaðsíður til þess að finna það ótvírætt. Það er ekki hægt ann- að en dást að þreki og baráttu vilja hinnar undirokuðu pólsku þjóðar, sem þrátt fyrir hina hörmulegustu kúgun og ægileg- asta refsivald sameinaðist til einhverrar þeirrar þrautseigustu og harðsnúnustu baráttu, er (Framhald á 6. slðu) um augum, tekið úr eggjakerf- inu og látið í upplausn, er var sem líkust því umhverfi, sem eggið hafði verið í, að allri efna- samsetningu. Var það látið liggja í blóðvatni konunnar sjálfrar í heilan sólarhring, unz það hafði náð fullum þroska, en þá var það látið i lög, sem í voru miljón- ir af sæðisfrumum. Að því loknu var það látið í blóðvatn annarr- ar konu. Mátti sjá í smásjá, að surnar sæðisfrumurnar höfðu læst anga sina í eggið og grafið sig í gegnum yzta hýði þess, en með þeim hætti fer frjóvgun eggjanna fram. Enn var þó ekki sýnt, hvort tilraunin heppnaðist. Hún gat ekki borið árangur nema að einni frumu að minnsta kosti tækist að komast inn í eggið. En alltaf uxu likurnar til þess, að nú myndi loks nást æakilegur árangur. Læknarnir biðu fullir eftirvæntingar. Var hið mikla og langvi^na tilrauna- starf þeirra loks að bera ávöxt? Eftir tvo sóiarhringa var ekki um að villast. Frumuskipting hafði átt sér stað i egginu, og það yar fyrsta merki þess, að þar væri nýtt líf tekið að þróast. Eggið hafðji verið aðeins ein fruma, en nú var það orðið að tveimur. Sigurinn virtist unninn. En svo kom snöggur afturkippur í þessa nýju lífveru. Eggið leyst- ist sundur og ónýttist. Framhaldstilraunir. Tilraunin var endurtekin á sama hátt og fyrr, og í þetta skipti voru notuð egg úr nær fertugri konu, er orðið hafði ófrjó af völdum berkla í legpíp- unum. Enn horfði líklega um tilraunina um skeið. Eitt aggið komst á það stig að verða þrjár frumur. Þar við situr enn. Næsta viðfangsefnið, sem ráða verður fram úr við þessar merki- legu tilraunir, er að sjá egginu fyrir hæfilega miklu af súrefni í ræktunarvökvann, svo að það geti haldið áfram að vaxa og skiptast á eðlilegan hátt. Sá vandi mun verða leystur með til- styrk hins svonefnda Lindbergs- hjarta, sem kennt er við flug- kappann Lindberg og fundið upp af honum og dr. Alexis Carrel. Með því er unnt að halda lifandi líffærum, er slitin hafa verið úr sambandi við þann líkama, er þau heyrðu til. Áður en Lind- bergshjartað kemur að fullum notum við þessar tilraunir verö- ur þó að gera á því nokkrar breytingar. En næsti sigur á þessum vettvangi virðist ákaf- lega nærri. Þess er áð vænta, að innan skamms verði vísinda- mönnum kleift að frjóvga konu- egg í tilraunaglösum sínum, láta þau þróast þar örugglega og skipta sér, unz þau eru nógu þroskuð til þess að koma þeim fyrir í legi kvenna. Þegar svo er komið, verður hægt að uppfylla heitar óskir margra barnlausra hjóna, þótt auðvitað geti þetta aldrei komið nándarnærri öllum að haldi, þar sem orsakir barn- leysis eru margar og margvis- legar. Fjarlægt takmark. Hitt á aftur á móti langt í land að hægt sé aö ala fóstrið í tilraunaglösum, unz það hefir náð fullum þroska til þess að byrja líf sitt í heiminum sem sjálfstæð vera. Þekking manna á þeim næringarefnum, er til þess þyrfti, er enn svo takmörk- uð, að slíkt uppeldi er óhugsandl eins og sakir standa. Meðan þá undirstöðu vantar væru slíkar tilraunir fjarstæða og sóun dýr- mæts tíma og starfsorku — sóun, sem vísindamenn leyfa sér ekki. f

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.