Tíminn - 18.09.1945, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.09.1945, Blaðsíða 4
TÍMEVTV, þriðjudagiim 18. sept. 1945 70. Mað MinningarorO: Herborg Sigvaldadóttir húsfreyja í Hafrafellstungu í nokkur ár höfum við hlustað á hinn villta gný styrjaldarinn- ar. Daglega heyrðum við harma- fregnir. Skipum var sökkt, hús- um og heilum borgarhlutum jafnað við jörðu og úr loftinu féllu logandi flugvélar. Á sjó, á jörðu og í lofti æddi hinn tryllti 'leikur, þúsundum mannslífa er sópað burtu daglega af þessari jörð, en ennþá fleiri þúsundir urðu þó eftir með sorgir og sár. Þetta er ægilegasti harmleikur lífsins. En — jafnframt þessum harm- leik fer annar, — sem gengur hljóður, — en þó hiklaust — um heima lífsins. Fyrir honum orkar lítið mannsins máttur. Hann birtist okkur í ótal mynd- um, og þar fáum við sjaldnast tækifæri til mótleikja, nema þá er bezt lætur um stundarsakir. Hann vitjar jafnt ungra sem aldurhniginna, en þó er sá mun- urinn, að hinir síðarnefndu eru oftast við því búnir að mæta komu hans. Hinn 2. jspiúar s. 1. andaðist hér í sveit Herborg Sigvaldadótt- ir að heimili sínu, Hafrafells- tungu. Var hún fædd þar 21. jan. 1866. Faðir hennar, Sigvaldi, sem einnig fæddist í Hafrafellstungu og bjó þar allan sinn búskap, var Eiríksson, Sigvaldasonar á Hauksstöðum, Styrbjarnarsonar í Jökulsárhlíð. Móðir Eiríks og kona Styrbjarnar var Guðrún Sigvaldadóttir, Eiríkssonar lög- réttumanns á Búlandi, Sigvalda- sonar á Búlandi, Halldórssonar sýslumanns, Skúlasonar, Guð- mundssonar, Sigvaldasonar langalífs. Móðir Halldórs Skúla- sonar var Þórunn Marteinsdóttir biskups Einarssonar. Guðmundur Sigvaldason langalíf var bróðir Einars, föður Gissurar biskups. Móðir Sigvalda langalífs var Ólöf ríka á Skarði. Hennar faðir Loftur ríki Gutt- ormsson. Þau Sigvaldi og Ingibjörg, for- eldrar Herborgar í Tungu eins og hún var ávallt kölluð, áttu tólf börn, sex syni og sex dætur. Einn bróðirinn Þorsteinn dó á fyrsta ári og dóttur misstu þau únga. Hin náðu öll fullorðins aldri. Herborg giftist árið 1899 að Austara-Landi hér í sveit eftir- lifandi manni sínum, Kristjáni Jónssyni, Guðmundssonar bónda á Hallbjarnarstöðum á Tjörnesi. Varð þeim sex barna auðið. Lifa nú fjögur þeirra, Sigvaldi, Sig- urður og Anna, er búa í Hafra- fellstungu, og Guðrún símamær á Kópaskeri. Dóttur misstu þau á fyrsta ári, Ingibjörgu Kristveigu að nafni, og aðra uppkomna, Guðnýju, sem dó 29 ára að aldri og hafði þá verið ljósmóðir í fæðingarsveit sinni um nokkurra ára skeið. Heima í Hafrafellstungu lifði Herborg öll sín ár, nema eitt, er hún dvaldi að Austara-Landi. f skapgerð hennar og persónu var sameinað margt af því, er íslenzkast hefir verið, og bezt og tryggast reynzt í þúsund ára baráttu hér við yzta haf. Þannig hafa á liðnum öldum flestar ís- lenzkar konur lifað lífi sínu í kyrrð og friði—lifað fyrir ástvini sína og samferðamenn, — lifað með ljós samúðar og skilnings í hendi. Þannig var líf Herborgar í Tungu og þó jafnframt barátta, sem var unnin í kyrrþey, unnin af fúsum vilja og fórnarhug, unnin með þeirri undursamlegri ró og skapfestu að aldrei fataðist' — hvað sem fyrir bar. Það var þess vegna að líf hennar var óslitin sigurför. Það er ekki ætlun mín að rekja ævisögu Herborgar í Tungu. Engu að síður er þó ætlun mín með þes^jim fáu lín- um að nema staðar um stund við lífsbók hennar. Eitt af því, sem vissulega er hverjum einstaklingi dýrmætast á leið hans frá vöggu til grafai er bað, hvaða sainferðamenn hann velur sér, — og þó máske réttara orðaö. hvernig féJagar það eru sem hann fylgist með á hinni óvissu og oft torsóttu leið gegnum lífið, En þar dæmir hver eftir því er honum sjálfum geðjast bezt. Þó hygg ég, að dtjm- ar þeirra, er líta um öxl yfir langa ævi, verði flestir ef ekki Herborg Sigvaldadóttir okkur með sama hlýja handtak- inu, sömu velvildinni, sama skilningnum og sama sálarþrek- inu á hverju sem gengur. Það eru þessir menn og þessar konur, sem flestir vilja hafa með sér, verða samferða yfir lífsins "haf og það eru þeir, sem flestir unna og hafa eitthvað að þakka. Þeir, sem kynntust Herborgu í Tungu, munu allir hafa fundið þar þennan fágæta vin og föru- naut. ailir á einn veg, en hann er sá, að þeim þyki vænst um þá sam- ferðamennina, sem alltaf mæta ,. ...................................................................... Skammt austur af Hafrafells- tungu er mjög hátt og fagurt fjall, sem bærinn dregur nafn af. En hér í nágrenni er það ætíð kallað Tungufjall. í skjólinu við rætur þess er ríki bjarka og blóma, og þar eru margir fagrir staðir. Ofan til er fjallið gróður- lítið. Þar eru brattar skriður, klettabelti og mosateigar, en að ofan er það vaxið háfjalla- gróðri. Hver, sem gengur í fyrsta sinn upp á Tungufjall í heiðskíru veðri, fær einstakt útsýni yfir Axarfjörð 0£ nærliggjandi sveit- ir, — og sú mynd er svo undar- lega ólík því, sem hann áður hugsaði sér, — svo heillandi og svo fögur, að hann mun þurfa nokkurn tíma til að átta sig á hvað veldur. Á heiðum júnínóttum við geisla miðnætursólar fær ásýnd þess undurfagran svip. Þessi mildi, þessi tign og þessi friður, sem þá birtist i hinum gráu hlíðum og grænu teigum, fá engin orð lýst, en þó er það hin gullna kóróna sem tekur öllu öðru fram. Þá er það sannkallað konungur í ríki sinu, þar sem það horfir yfir friðsæla byggð í allri sinni fegurð og tign með roða í kinnum og bros í augum yfir töfrum miðnætursólar. — í skammdeginu, og oft langtím- um saman á veturna fær Tungu- fjall aðra kórónu. Þá er hún oft- ast hvít eins og mjöllin, — ímynd hreinleikans. En þó er það svo, að jafnvel þegar dagarnir eru stytztir og næturnar lengstar, fær einnig þessi hreina mynd gullspöng um ennið, því alveg eins þá getur hún laugað sig í geislum alföður nokkra stund á dag. Jafnvel í ríki myrkursins hefir Tungufjall líka sólarsýn. Herborg í Tungy hafði mjög fágæta og heilsteypta skapgerð. Sú undraverða ró sem hún hafði tamið sér var næstum einstök. Það var ætíð í fylgd með henni hvar sem hún var stödd og hvar sem hún fór, sami friðurinn, sama milda brosið og sama jafn- aðargeðið. Hún hafði alltaf sól- arsýn, hvernig sem boðar lífsins féllu um fleyið hennar. Einnig sú mynd úr lífsbók hennar er vissulega þess verð að geymast. Þess vegna fann ég ekki aðra samlíkingu betri en fjallið, þar sem vaggan hennar stóð og þar sem hún sofnaði hinzta sinni. Það er óbrotgjarn minnisvarði og mun ávallt geyma minningu hennar hreina og skíra. Sveitungi. Z}rœaaótci dátaróaaan Sagan hans Vilhelms Mobergs um Margréti, Hákon og Pál tyemur út innan skamms, óstytt og úrfellingalaus að öllu leyti. Þetta er ein bersöglasta ástarsagan, sem skráð hefir verið á Norðurlöndum — bók, sem um langt skeið var á hvers manns vörum. Bókaútgáfan Ösp Stúlkur vantar í eldhúsið á Kleppi frá 15. þ. m. eða 1. október. Upplýsingar hjá ráðskonunni og í skrifstofu ríkisspítalanua. Ullarverksmiðjan GEFJUN framleiðir fyrsta flokks vörur. I * Spvr jið |iví jafnan f y r s t eftir Gefjunarvörum begar yður vantar ULLARVÖRVR iet Ha 4 fyv £mpleA nw. of this Clean, Family Newspaper ý The Christian Science Monitor N Free from crime and sensational news . . . Free from political bias . .. Free from "special interest” control .. . Free to tell you the truth about world events. Its own world-wide staff of corre* spondents bring you on-the-spot news and its meaning to you and your family. Each issue filled with unique self-help features. to clip and keep. / m mmm wmm. mmm m±m mmm mmm mmm mmm mmm mmm mmm mmm mm. wmm mm*t mmm mmm mmm mmmt □ Please send sample coþtes of The Christian Science Monitor. □ Please send a one-month | trial subscription. / en- I close $1 The Christian Science Publisliinp Society One, Norway Strcct, Boston 15, Mass. Name..................................... Strect. City.. PB-3 .State., FYLGIST MEÐ Ötvegið sem flestir ykkar einn áskrifanda að Tímanum og lát- ið afgreiðsluna vita um það sem fyrst. Afurðaverðið (Framhald af 3. síðuj sálufélagar mjólkina. Það ligg- ur fyrir, að sexmannanefndar- verðið, eftir 15. september, á að verða 147,5 aurar á lítra. Það liggur líka fyrir, að síðastliðið ár var útsöluverð mjólkurinnar kr. 1,45 og að ríkissjóður þurfti þá að greiða 18 aura, til þess að bændur gætu fengið 1,23, sem var sexmannanefndarverð árs- ins 1943. Vinnsluafföll og kostn- aður við vinnslu, flutning og sölu hefir því verið 40 aurar. Að óbreyttum hlutföllum á milli vinnslu og sölumjólkur, flutn- ingskostnaði og dreifingarkostn aði og heildarmjólkurmagni þyrfti því útsöluverðið nú að vera 187,5 aurar hver lítri, og bíður maður nú og sér hvað það verður sett. Af þessu er bert, að Morgun- blaðsmönnum hefir farið eins og Merði. Þeir hafa ekki alltaf sagt það sama. Og tilgangur þeirra er líkur tilgangi Marðar, að reyná að rægja menn saman, koma af stað illindum. Ég hygg því, að þótt ekki sé tekið fleira til þess að sýna Marðareðlið, þá sé þetta nóg, og ég er atf vona, að þegar menn sjá það, fái þeir sömu andstyggð á þeim, sem ríkast sýna Marðareðlið nú, og og alþjóð hefir á n^fninu Lyga- Mörður. Annars má finna mörg um- mæli í Morgunblaðinu er sýna, hvernig þeir sömu menn, sem nú reyna að telja bændunum trú um, að þeir hafi alltaf feng ið of lágt verð fyrir afurðir sín ar, töldu það sama verð of hátt og stundum mikils til of hátt og beittu áhrifum sínum* til þess að lækka það, eftir því sem þeir frekast gátu. Reykjavík, 13. september 1945. Ægileg bók . . . (Framhald af 3. síðu) saga mannkynsins greinir, að undirokuð þjóð hafi háð gegn böðlum sínum. Þrátt fyrir blóð- veldi Þjóðverja stofnuðu Pól- verjar raunaverulega sitt eigið lýðríki á laun með tilstyrk hinna borgaralegu stjórnmála- flokka 1 landinu og meðal alls- herjar þátttöku fólksins sjálfs. Það er sárt, að slík þjóð skuli hljóta þau örlög, er Pólverjar virðast munu hljóta —•• nú þeg- ar sigur er loks unninn á.blóð- stefnu nazista. Útgefandi þessarar bókar, „Glóðu ljáir, geirar sungu,“ er bókaútgáfan Norðri, en þýðandi er Kristmundur Bjarnason. Þið, sem í dreifbýlinu búið, hvort heldur er við sjó eða í sveit! Minnist þess, að Tíminn er ykkar málgagn og málsvari. Sýnið kunningjum ykkar blaðið og grennslizt eftir því, hvort þeir vilja ekki gerast fastir áskrif- endur. Utanáskrift: Tíminn, Lindar- götu 9 A, Reykjavík. Samband ísl. samvinnufélaga. SAMVINNUMENN ! í bókinni „Samvinnan á íslandi og íslenzkir sam- vinnumenn“ gefst yður tækifæri til að kynnast mörg- uhm, ötulum leiðtogum hinnar efnilegu sjálfstæðis- baráttu með frásagnarblæ og stíl tveggja alkunnra rithöfunda. Fæst hjá kaupfélögunum og í Fræðslu- og félagsmáladeild S. í. S., Sambandshúsinu í Reykjavík. Mjaltavéiar Y&f/na strí&slokanna gettim r\& nú teki& á móti vi&hótarpöntunum á Perfection mjaltavélum til af- yrei&slu í vetur. O R KAlr Lindargötn 9. — Sími 6445. Vörur frá Svíþjóð Nú er hægt að £á afgreitt: Hin heimsfrœyu „Buhco“ VERRFÆRI, SKRÉFLYKLA, TFA’CSLR, SMIÐJLR, RORMASKÍALR. n Primus SLÐLVÉLAR, LJÓSKER, BORÐLAMPA, JMÖT O RL AMP A o. fl. A/B R. A. Iljort & Co., Stockholm. Einkaumboð: Þórður Sveinsson & Co. h. f. § Umboð fyrir happdrætti S. í. B. S. % Bókaverzlun Lárusar Blöndal, Skólavörffustíg Bókaverzlun ísafoldar Bók^verzlun Sigfúsar Eymundssonar Bókaverzlun Guðmundar Gamalíelssonar Hljóðfærahúsið Helgafell, Laugavegi 100 Mál og menning, Laugavegi 19 Kiddabúð, Njálsgötu 64 Kiddabúð, Bergstaðastræti 48 Silli & Valdi, Hringbraut 149 G. Á. Björnsson, Laugavegi 48 Höfn, Vesturgötu 12 Jón Símonarson, bakaríið Bræðraborgarstíg 16 Verzlunin Ægir, Grófin, Tryggvagötu Drífandi, Laufásvegi 58 Hafliðabúð, Njálsgötu 1 Regnboginn, Laugavegi 74. Umboð í Hafnarfirði: Allar verzlanir bæjarins. TÍMIHN er víðlcsnasta auglýslngablaðifS! t

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.