Tíminn - 18.09.1945, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.09.1945, Blaðsíða 6
4 TlMKVN, þrigjiiclagmn 18. scpt, 1945 70. blað „Þeir áttu skilið að vera frjálsir" „Þeir áttu skilið að vera frjáls- ir“ er nafn á sagnfræðilegri skáldsögu, eftir danska höf- undinn Kelvin Lindemann, sem Bókaútgáfan Norðri h.f. heíir nýlega gefið út. Saga þessi er verð að vera lesin af hverjum þeim íslendingi, sem ann dönsku þjóðinni eða norrænum bók- menntum eða mannlegu og þjóðfélagslegu frelsi. Því hún er sagnfræðileg skáldsaga ekki ein- ungis í hinum* vanalega skiln- ingi, svo að hún hafi að bak- grunni tilþrifarík tímamót lið- innar tíðar, og það í norrænu landi, heldur leikur hún tveim tungum og er engu síður sann- fræðileg um vorn eigin tíma. Höfundurinn fann hliðstæðu, í sögu þjóðar sinnar,' við þann hinn undarlega og ægilega bar- áttutíma, sem yfir hana skall með þýzka hernáminu 1940. Og það eru viðfangsefni og vanda- mál þjóðfélags og einstaklinga Danmerkur í þýzka hernáminu og gagnvart þeim anda ofstæk- is, ofbeldis og mannfyrirlitning- ar, sem það var sprottið og gagnsýrt af, sem höf. lýsir í gervi hernáms Karls X. Gústafs Svía- konungs á hinni hálfsjálfstæðu, dönsku ey, Borgundarhólmi. En höf. kemur sér furðanlega fram hjá því (nokkuð varasama) við- fangsefni að láta 17. aldar Svía tákna Þýzkaland nazismans, þar eð Karl Gústaf var raunar Þjóðverji og notaði mikið af þýzku málaliði! Þetta má þó ekki skilja þannig, að höf. lagi söguleg sannindi í hendi sér, því hann rökstyður hvern kafla skáldsögunnar með formálsorð- um, orðréttum úr samtíma- annálum og þvíumlíku, og öll hefir bókin á sér • látlausan, drengilegan sannindasvip, enda skrifaði Kaj Munk um hana: „Hún er of góð til þess, að mælt sé með henni. Látum hana gera það sjálfa.“ M. ö. 9. Kaj Munk mælti með, að hver danskur maður læsi sögu þessa sjálfur. Eins og nú er ástatt, jafngildir sú áskorun nærri því, að henni sé beint til vor íslendinga. Því Danir (og Norðmenn og Norður- landabúar yfirleitt) eru vorir nákomnustu náungar og það því fremur sem sömu alþjóðleg við- horf blasa á þessum tröllauknu tímamótum við öllum þjóðum, en oss hins vegar, er álengdar höfum staðið, meiri upplýsing að því að kynna oss vel áföll vorra nánustu frænda við hin geigvænlegu viðfangsefni en einhverra og einhverra annarra. Bókin, sem kom fyrst út 16. ágúst 1943 — rétt fyrir tíma- móladaginn mikla 29. s. m. — í 35.000 eintökum, seldist öll upp samdægurs, en var þá gerð upp- tæk, nöfundinum stefnt fyrir rétt og bannað að minnast á bókina opinberlega. Og varð höf. að flýja land skömmu síðar. Það er, eins og gefur að skilja, ekki einungis efni skáldsögu þessarar, er gerir hana að at- hyglisverðri og skemmtilegri bók, heldur engu síður efnis- meðferðin, sem er l ágætu lagi. Sagan er m. ö. 0. ágæilega skrif- uð og saman ofin í liæfilegum hlutföllum hið almenna, stóra, og hið persónúlega, sein einftig er stórt. Þvi hinir einföldu meg- inþættir mannlegs persó.iuleika og drengskapar eru, svo sem kunnugt er, ófyrnanleg við- fangsefni skáldskapar. Og hér er það einmitt fram sett af ó- sviknu skáldi, er gerir sína út- gáfu af þessari gömlu sögu, um mannlegar tilfinningar og skyldur, unga og nýja og þar með fullgilda „útgáfu“ hins sí- gilda „verks“. Aðalsöguhetjan frá því sjónur- miði er, kornung stúlka, sys úr stórbónda, er gerist „frara- kvæmdastjóri" andspyrnunnar og uppreisnarinnar. Meðferð höf. á þessari tápmiklu, stoltu stúlku er í senn rómantísk og realistisk, m. ö. o. tímaborin — því betri nútímabókmenntir hafa sumár hverjar komist á lag með að nota sér kosti beggja þessara bókmenntastefna 19. aldarinnar. Hún elskar einn, en bendlast við aðra, tvo — mjög ólíka hvor öðrum. Og er það ósvikin „teikning eftir náttúr- unni.“ Og þó að annar þeirra pilta, sænskur liðsforingi, sé að vísu varla algengt eintak af manni — sízt á vorum dögum, — þá er bara þeim mun meiri ástæða til að minna á, að hug- sjónarleg prúðmennska og al- vara er þrátt fyrir allt mannleg — í öllum skilningi! Meðal karlmanna sögunnar — og um leið að því, er tekur til sagnfræðilegrar hliðar hennar — er hinn ungi prestur, Páll Ancher, mikilvægastur. Þar sem þessi í senn náttúruelski Dani og spámannlegri Drottins þjónn er, hefir höf. tekizt að skapa mann, sem lesandinn^pkilur, að hlýtur að vera lífið og sálin í frelsishreyfingu sjálfsvirðingar- innar. Því bæði hefir höf. senni- lega haft Kaj Munk til hliðsjón- ar og jafnframt tekist að sýna það, svart á hvítu, með örlát- lega úti látnum ummælum sögu- hetjunnar sjálfrar, að þar er maður, sem ekki hefir aðeins verið saumað á vörumerkið „gáfaður“, heldur sannar sig að vera það. Annars koma margir menn við þessa sögu og eiga allir fullgilt erindi. Svið sögunnar er Borg- unarhólmur, í sænsku hernámi, um miðja 17. öld. Og e? það í senn heillandi lýsing á fagurri, frjósamri eyju, þjóðlífi af- skekktrar, frjálshuga smáþjóðar, sem að sjálfsögðu er öðrum þræði, og með dönskum hætti, „veikleika umvafin“, og loks al- mennu sagnfræðilegu viðhorfi, sem ótal sinnum hefir brotizt fram á liðnum öldum, þó að það hafi nýlega náð hámarki í elds- umbrotum einrseðisstefna vorra daga. Saga þessi er því í senn bæði lærdómsrík og bráðskemmtileg. Og þýðingin er yfirleitt á þægi- legu máli. Tel ég áhættulaust fyrir mig að setja nafn mitt undir þessi meðmæli með bók- inni. Björn O. Björnsson. Samningarnir við Dani Samkvæmt upplýsingum, sem utanríkisráðuneytinu hafa bor- izt frá sendiráði íslands í Kaup- mannahöfn, hófust fundir ís- lenzk-dönsku samninganefndar- innar hinn 5. þ. m. í Kaup- mannahöfn. Fundarhöldum var frestað hinn 12. þ. m. og verður þeim haldið áfram síðar í Reykjavik. íslenzku nefndar- nefndarmennirnir héldu heim- leiðis um Stokkhólm. Hákon Lie: 9 Fyrsta hernámssumarið / í síðasta blaði birtist fyrri hluti eins kafla úr ritlingi Hákons Lie, er Verklýðs- og sjómannasamböndin norsku gáfu út, um sambúð Norðmanna og þýzka hernámsliðsins. Hefir hann vakið mikla athygli, — ekki sízt sá vitnisburður, er þar kemur fram um afstöðu og gerðir kommúnista í Noregi í upphafi hernámsins og meðan Þjóðverjar voru að festa sig í sessi í landinu. Þeir sátu hvarvetna á svikráðum við þjóð sína, stríðið var „glæpur Stóra- Bretlands", það varð að „efla skilning á nasjonalsósíalismanum þýzka“ og „semja frið við Þjóðverja.“ Þannig var þá línan frá Kússlandi. — Hér birtist nú niðurlag þessa kafla ritlingsins. Þar er sagt frá eflingu viðnámsins sumarið 1940 og samtökum hinna borgaralegu stjórnmálaflokka Flokkarnir taka höndum saman. Þegar leið fram á sumarið, tók viðleitnin til þess að efla mót- spyrnuna gegn Þjóðverjum loks á sig fastara form. Þann 5. á- gúst var skipuð sameiginleg nefnd Alþýðuflokksins, Bænda- flokksins, Hægriflokksins og Vinstriflokksins. Jafnframt var ákveðið að semja sameiginlega yfirlýsingu og starfsskrá, er vera skyldi grundvöllur samvinn- unnar milli flokkanna. Voru yf- irlýsingin og starfsskráin sam- þykktar á nýjum fundi 24. á- gúst. Heimavígstöðvarnar norsku voru að myndast. Gaml- ar deilur voru látnar niður falla, svo að unnt væri að sameina alla krafta um baráttuna fyrir frjálsum Noregi. Það átti þó ekki að leysa flokkasamtökin upp, heldur forðast allar innbyrðis togstreitu. Hin sameiginlega nefnd flokkanna átti að halda úfram störfum og stjórna sam- starfinu. Svar Þjóðverja við þessari ákvörðun kom þegar 26. ágúst. Það var fólgið í því, að störf nefndarinnar voru strang- landsins í því skyni. lega bönnuð. Um leið var bann- að að gera ákvörðun flokkanna um samvinnu heyririkunna. Þjóðverjar létu þó ekki stað- ar numið, þótt þeir hefðu lagt bann við samvinnu flokkanna. í byrjun septembermánaðar báru þeir fram þá kröfu á nýjan leik, að forsetar skyldu hlutast til um það, að konungi og ríkis- stjórn yrði vikið frá völdum. Umræður hófust 7. september. Stórþingsmennirnir voru jafn- framt kvaddir saman til hóp- funda 10. september. Nú átti nefnilega að kúga Stórþingið til þéss að samþykkja afsetningu konungsins. Kröfur Þjóðverja voru hér um bil þær sömu og settar höfðu verið fram í júní- mánuði. En í stað þess, að þá hafði verið lofað, að landstjór- inn skyldi látinn vikja, ef fall- izt yrði á kröfurnar, var nú skýrt og skorinort tekið fram, að hann yrði kyrr í landinu, hve?nig sem málin réðust. Nú átti einnig að tryggja Nasjonal Samling áhrifavald innan ríkis- ráðsins. Flokkarnir svara Þjóðverjum. Þegar flokkar þeir, sem sæti áttu í Stórþinginu, tóku að ræða málin, kom strax á daginn, að þingmenn voru ófúsir til þess að fallast á kröfurnar, nema gegn þeim fengjust vissar trygg- ingar. Þessar gagnkröfur voru settar fram í átta liðum, og voru þær í meginatriðum þessar: Ríkisráðið verður að hafa frjálsari hendur en embættis- mannaráðið. Ríkisráðið verður að stjórna samkvæmt norskum lögum, svo fremi sem þau stríða ekki gegn hagsmunum þýzka ríkisins. Landstjórinn má ekki skipta sér af norskum innan- landsmálum. Þýzk lögregla má ekki skipta sér af réttarmálum, er varða norska borgara. Þýzk yfirvöld mega ekki beita rit- skoðun. Fjármálum Noregs skal forðað frá* öngþveiti. Allir stjórnmálaflokkar skulu njóta jafnréttis. Fólk, sem tekið hafa verið fast eða dæmt vegna her- náms Þjóðverja, skal látið laust. Væri þessum kröfum fullnægt, vildu 75 af 130 Stórþingsmönn- um, er þátt tóku í þessum um- ræðum, fallast á það að láta konunginn „draga sig í hlé.“ En aldrei var neinn fundur haldinn í Stórþinginu. Allar samkomulagsumleitanir fórú fram á flokksfundum, og Þjóð- verjar gættu þess, að aldrei kæmi til neinna raunverulegra samninga. Á þessum flokksfund- um var einnig rætt um skipun ríkisráðsins. Það var látið heita svo, að á því strandaði. 18. sept- ember sendu forsetarnir þýzku samningamönnunum bréf, þar sem sagt var, að takast mætti að fá meirihlutasamþykkt fyrir þeirri tillögu, að konungurinn léti af völdum, en þó væri það ófrávíkjanlegt skilyrði, að Þjóð- verjar gæfu skýr, skrifleg loforð um það, að ríkisráðið fengi óháð að takast á hendur forustu í innanlandsmálum. Væri þetta Jón H. Þorbergsson: Lokasvar til B. Yfirlýsing Skúla Skulasonar % Mér bárust í hendur í dag þrjár úrklippur úr Tímanum og Alþýðublaðinu, um viðtal, er ég átti við blaðamann frá Politiken 25. júní s. 1. — þar sem ég er látinn stimpla Gunnar Gunnars- son sem landráðamann. Út af þessum áburði skal ég taka eft- irfarandi fram: Blaðamaðurinn hafði sjálfur yfir í spurnarformi þau ummæli, sem hann síðar leggur mér i munn. Ég svaraði þeim með því að taka þetta tvennt fram: 1) að Gunnar Gunnarsson heföi verið kosinn forseti hips fyrra þings Bandalags ísl. listamanna, og vissi ég ekki til að einn einasti meðlimur þess væri nazisti. 2) að Gunnar Gunnarsson hefði heið- urslaun ísl. rikisins sem rithöf- undur, og mundi öllum kunnugt um, að hvorki þing né ríkisstjórn j íslands væri bendluð við nazista. Þetta tvennt taldi ég full- nægjandi til þess að kveða niður skoðun þá, sem blaðamaðurinn auðsjáanlega vildi láta koma fram á Gunnari Gunnarssyni. Þeir, sem lesið hafa „viðtalið,“ geta svo gert sér grein fyrir því, hvernig honum tekst að sam- ræma skýringar mínar við álit sitt. -- Það mætti liggja mér á hálsi fyrir að leiðrétta ekki firrurnar í þessu viðtali á réttum stað. Þær voru margar fleiri 'en sú, sem hér er greint frá. En sann- ast að segja, hef ég fyrir löngu þreytzt á að ná rétti mínum gagnvart ófyrirleitnum blaða- mönnum. Ég er því mjög þakk- látur fyrir, að áðurnefndar greinar ísl. blaðanna hafa gefið mér tilefni til þess að gefa þessa yfirlýsingu. En annars virtist mér „viðtalið" sjálft bera þess merki, að'það væri erfitt að taka það alvarlega. Að endingu þakka ég svo þeim blaðamönnum, sem um þetta hafa fjallað í Tíman- um og Alþýðublaðinu, fyrir það, að þeir drógu í efa, án þess að yfirlýsing lægi fyrir frá minni hálfu, að rétt væri eftir mér hermt. Þeim er líka kunnugt um, að ég hefi fremur átt þátt í að tala máli norrænnar samvinnu en spilla henni. Nesbyen, 11. ágúst 1945. skilyrði ekki. uppfyllt, væri þess enginn kostur, að Stórþingið tæki þá ákvörðun, sem krafizt var af því. Kröfu Þjóðverja um fulltrúa Nasjonal Sarqling í rík- isráðinu var svarað á þá leið, að ekki væri hægt að fallast á1 hana. Aðstaða Norðmanna 1940. Þetta var lokaþátturinn í sam- komulagsumleitununum við Þjóðverja um afhrópun kon- ungsins og ríkisstjórnarinnar. Af þessu leiddi, að upp úr þeim slitnaði. Nú munu flestir vilja telja, að Stórþingsmennirnir hafi látið teygjast allt of langt í makki sínu við Þjóðverja. En á þeim tíma, sem þetta gerðist, var viðhorfið allt annað fyrir þá, er vissu, hvernig allt var í pott- inn búið. En þeir voru ekki margir. Þegar þessir samninga- tilraunir fóru fram, bæði í júní og september, áttu Norðmenn undir þungu fargi að búa, jafnt af völdum hinna miklu ósigra Bandamanna og hins fjölmenna hernámsliðs, Þjóðverja í land- inu. Lítil þjóð, ekki þrjár milj- ónir, hlaut að finna, hve hún var úmkomulaus og yfirgefin. Það furðulegasta er, að fólkið skyldi megna að standa upprétt undir þessu ægilega fargi. Ennþá höfðu Norðmenn ekki gert sér fyllilega ljóst, hvers konar menn það voru, sem komnir voru inn í land þeirra. Þeir trúðu enn flestir, að það væru nokkurn veginn heiðar- legir menn, er þeir áttu við að kljást, Þeir ímynduðu sér, að loforð og skuldbindingar yrðu haldnar af hálfu hinna þýzku embættismanna. Afstaða stjórn- ar verklýðssambandsins á þess- um tíma verður því aðeins skil- in, og þessi blekking því höfð í huga. Hún tók að vísu þátt í tilraunum stjórnmálaflokkanna til þess að mynda sameiginleg- an baráttugrundvöll, og hún tók líka fyrst í stað þátt í umræð- „íslendingur," sem út kom 31. ágúst, síðastliðinn, bir^ir enn heillanga ádeilugrein á mig eft- ir B. < Þótt það sé annars tilgangs- lítið að ræða við B., slíkan fávita í landbúnaðarmálum, vil ég þó gera við nefnda grein hans nokkrar athugasemdir. Greinin er ákaflega grautarleg og illa rituð og því erfitt að halda nokkrum þræði við höfundinn. Tviun ég því aðallega fylgja dálk- um hennar og taka upp athuga- semdir um leið, en fara fljótt yfir. Þessar málsgreinar tekur hann upp eftir mér: „Þeir, sem ganga það langt í rógburðinum að telja ís- lenzka sveitamatinn óætan óþverra, ættu ekki að vera í húsum hæfir hér á landi og vera gerðir útlægir. í gömlum norsk- um lögum var það gert saknæmt að tefja fyrir fólki eða glepja, er það var að störfum við land- búnað. Hví ætti ekki að semja lög, er færi í líka átt?“ í sambandi við þær segir B.: „Hitt er svo annað mál, að J. H. Þ. hefir séð, að hann hafði ofmælt og vill nú ekki við orð sín kannast." Þetta er þvættingur. Ég kann- ast við það, sem ég hefi sagt. Ég vil láta gera útlæga þá, sem telja íslenzkan sveitamat óætan óþverra, ég vil láta hegna þeim, sem lítilsvirða lífsnauðsynleg störf og tæla fólk frá þeim, og ég tel slíkt athæfi eiga skylt við landráð. Tökpm lítið dæmi: Segjum, að B. haldi heimili og verkafólk. Einhvern daginn er á borðum hjá honum nýtt dilkakjöt, vel framreitt, en einn verkamanna hans telur það óætan óþverra og hefir þar um mörg orð og stór, og eftir þessu er önnur matvendni mannsins. Hvað get- ur B. gert við þennan heimilis- mann, bæti hann ekki ráð sitt? Auðvitað ekkert annað en reka hann burt, þvi að svo mikill heimilisspillir myndi hann reyn- ast. Nú hefir það komið fyrir, hér í landi, að birzt hafa skrif um unum um tilnefningu ríkisráðs. En skyndilega gera forsjármenn sambandsins þá samþykkt, að stéttarsamtökin skuli ekki skipta sér meira af stjórnmálum. Það skuli ekki heldur tilnefna menn í ríkisráðið, heldur einskorða sig við félagsmálefni og stéttarmál- efni. Þessi ákvörðun var ótví- ræður flótti frá baráttunni. Stjórn verklýðssambandsins hélt, að hún gæti á þennan hátt tryggt, að stéttarsamtökin fengju að starfa áfram að sér- málum sínum. Þjóðverjar hafa sennilega ýtt undir það, að þessi ákvörðun væri tekin. Þeir vildu umfram allt draga vígtennurn- ar úr stéttarsamtökunum áður en til stórkostlegra pólitískra átaka kæmi. Ný afstaða. Önnur verkamannasamtök tóku gagnstséða afstöðu. f lok ágústmánaðar hélt Ungmenna- samband verkamanna fulltrúa- fund. Þar var samþykkt svolát- andi yfirlýsing: „Norskt stjórnarfar verður að byggjast á þjóðlegum erfðum, beinum kosningum, frjálsum og i leynilegum, og viðhaldi mál- j frelsis og prentfrelsis. Stjórnar- far, sem beitt er á hernámstím- anum, má ekki hafa áhrif á það skipulag, er kemur, þegar stríð- inu er lokið. Við viljum ekki sætta okkur við klíkustjórn, heldur krefjumst stjórnar, sem á bak við sameinaða krafta nörsku þjóðarinnar og nýtur fulls trausts hennar. Stjórn Quislings og hans manna myndi verða niðurlæging fyrir hina norsku þjóð.“ Formaður ungmennasam- bandsins var handtekinn fáum dögum eftir að þessi yfirlýsing var birt. Það var liðinn sá tími, að Norðmenn mættu segja álit sitt á Quisling. Sá dagur var í vændum, að Þjóðverjar tækju aftúr að beita uppáhaldstækj- um sínum. það að íslenzkt dilkakjöt sé óæt- ur óþverri, en vitað er þó, að það er viðurkenndur veizluréttur okkar og annarra þjóða. Um framangreind ummæli mín segir B. ennfremur: „Þvílíkar bollaleggingar lykta óþægilega af þeirri einræðis- hneigð, sem safnaði fylgismönn- um undir mei’ki 'hakakrossins.“ Hér er óvenjulega heimsku- lega reitt til höggs. B. segir: „Jón H. Þorbergsson hælir sjálfum sér fyrir dugnað og þekkingu á málum landbúnaö- arins.“ Hvar stendur það skrifað? B. er það flón að halda, að hann geti álasað mér, þó að ég láti slá með orfi og binda bagga. En það er nú víst engin óhæfa, vegna framleiðslunnar, þótt slegið sé með orfi viö veggi, lækj- ^rgil og í útjöðrum, þar sem sláttuvélin nær ekki til, ekki heldur þótt bundið sé hey til að fylla hlöður eða af öðrum ástæðum. — Að ég bindi hey sem fellur við hlöðuveggina er tilbúningur. — B. tekur upp eftir mér eftir- farandi málsgreinar: „Náttúrlega þarf hér á landi ýmsra breytinga með, bæði til lands og sjávar. Það er fjarstæða að telja þaö frumstæða hætti atvinnuvega, þótt umbóta sé þörf og þeirra megi vænta.“ Þetta er allt órótanlegur sann- leiki og á ekki eingöngu við um, atvinnuvegi okkar íslendinga, heldur og atvinnuhætti allra menningarþjóða. En B. er það barn að telja, að með þessum ummælum viðurkenni ég margs konar sleifarlag á íslenzkum ’andbúnaði. B. segir, „að landbúnaðarmál- in hafi elcki verið tekin réttum tökum, ekki verið skipulögð á réttan hátt.“ Það má segja, að hér færist skörin upp í bekkinn;, þegar maður eins og B., sem er alger- ’ega þekkingarlaus, reynslulaus og dáðlaus í landbúnaðarmálum, ’eyfir sér að fella dóm sem þenn- an. Á einum stað segir B.: „En þó mun sú vera raunin á, t. d. með kjötið af íslenzku fé, að það er ekki eins lostætt eins og kjöt af .mörgum öðrum ali- dýrum, sem kemur á erlenda markaði." Hvað veit B. í þessu efni? Ég get frætt hann á því, að t. d. Bretar fita dilka sína fyrir slátr- un, aðallega á gulrófum, en það undarlega er, að ísle'nzku dilk- arnir, sem fitna í högunum, eru ’ostætari. Þá er nú enn sýnishorn af "ithætti höfundarins: „Það er ekki vitað hvað J. H. Þ. á við, þegar hann talar um ís- 'enzkan sveit^mat. Hitt er víst, að kaupstaðarbúar fá stundum framboðnar landbúnaðarafurðir, 'em mega teljast gölluð fæða, ^vo að ekki sé fastara að kveðið. t þessu sambandi mætti minna á kjötið, sem flutt var í Hafnar- fjarðarhraun sællar minnirí^ar. Hverjir skyldu annars verða út- 'ægir fyrir að dæma það óætt?“ Ég hélt, að allir skynbornir menn vissu það að íslenzkur sveitamatur er aðallega mjólk, kjöt, egg og garðávöxtur. Og hverjum var boðið að éta kjötið, hans að standa fyrir máli, sem hraun sællar minningar?“ í þessari málsgrein B. má sjá ínnræti hans í garð landbúnað- arins og á hinn bóginn getuleysi hans að standa fyrir máli, sem hann þó — sem ritstjSri — 'eyfir sér að skrifa um. Og þrátt fyrir öll þessi skrif hans er hann °nn varnarlaus í þeirri sök að hafa birt í blaði sínu þessi um- mæli: „en verið að streitast við að flytja út landbúnaðarafurðir, sem ekki eru samkeppnisfœrari en þpð, að það verður svo að segja að gefa með þeim.“ Þá vil ég benda á, að það var eðlilegt að fleygja yrði kjötinu ''kýrkjöti), sem margbúið var að ^kýra frá, af hvaða ástæðum varð ónýtt. B. er með nýyrði í grein sinni (Framhald á 5. síðu) Skúli Skúlason.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.