Tíminn - 18.09.1945, Blaðsíða 8

Tíminn - 18.09.1945, Blaðsíða 8
DAGSKHÁ er hczta islenzka tímaritið um 8 þj óðfélagsmál. REYKJAVÍK Þeir, sem vilja kgnna sér þjóðfélagsmál, inn- ’ \ lend og útlend, þurfa að lesa Dagskrá. 18. SEPT. 1945 70. blað /áMÁLL 13. september, fimmtudagur: Ólga í Iran. Iran: Stjórnin í Iran skrifaði stjórnum Bretlands, Bandaríkj- anna og Rússlands og krafðist þess, að þær stæðu við gefin lof- orð um brottflutning herja sinna úr landinu. Bretar og Banda- ríkjamenn höfðu hafið undir- búning að brottflutninginum, en Rússar ekki. Sakar íranska stjórnin þá jafnframt um ýmsan undirróður á hernámssvæði sínu. Þýzkaland: Fannst listi naz- ista yfir nokkur þúsund Breta, sem skyldi fangelsa, ef innrás í Bretland heppnaðist. Churchill var efstur á listanum. Spánn: Franco tilkynnti að fasistakveðjan hefði verið af- numin þar í landi. í 14. september, föstudagur: IVý ásælni Rússa. Austurríki: Tilkynnt, að langt sé komið samningum milli Rússa og leppstjórnarinnar í Vín um það, að Rússar fái helm- inginn af olíuframleiðslunni í landinu. Bretar og Bandaríkja- menn eru sagðir andvígir þess- um samningum. Þýzkaland: Bretar leyfðu stofnun stjórnmálaflokka á her- námssvæði sínu. Bretland: Lauk ársþingi verkalýðsfélaganna. Samþykkt- TÍRAJVS V ar ýmsár róttækar kröfur, eink- um i byggingarmálunum. 15. september, laugardagur: Deilur í Danmörkn. Danmörk: Horfur eru taldar á því, að stjórnarsamvinnan rofni. Sumir stjórnarflokkarnir vilja færa kosningaaldurinn strax niður í 21 ár, en radi- kalir og vinstri menn mótmæla því, að það sé gert fyrr en eftir kosningar. Bretland: Mikil f lugsýning fór fram í London til minningar um „orrustuna um Bretland“ fyr ir fimm árum. 16. september, sunnudagur: Deilur Tékka og Pól- verja. Tékkóslóvakía: UtanrXkis- málaráðherra Tékkóslóvakíu birti greinargerð um árekstra milli Pólverja og Tékka, er orðið höföu í Teschen. Pólverjar hafa þar nú yfirstjórn, en hérað þetta fylgdi á'ðuí' Tékkóslóvakiu og gera Tékkar nú tilkall til þess. Bandaríkin: Tilkynnt, að 2.4 miljónir manna hafi verið at- vinnulausar þar í september- byrjun. Því er spáð, að svo geti farið, að 8. milj. manna verði atvinnulausir um skeið 'meðan verið er að breyta hergagna- verksmiðjunum í það horf að geta framleitt neyzluvörur. Nýtt h.neykstismát (Framttald a/ 1. síöu) um skilyrðum um verð og gæði, á sama hátt og inn- flutningsleyfi á íslenzkum vörum til Svíþjóðar.“ Hér munar vissulega meira en litlu. Utanríkismálaráðherr- ann segir, að samninganefndin hafi verið búin „að síma stjórn- inni allan samninginn" og stjórnin „að sjálfsögðu kynnt sér efni hans til hlítar“ áður en hann var undirritaður. Ráð- herrar Sósíalistaflokksins segja hins vegar að í skeytum nefnd- arinnar hafi „aðeins verið skýrt frá því, sem talið var máli skipta en ekki orðalag samningsins og og fylgiskjalanna“. Þeir segja, að þessi útdráttur hafi verið svo ófullkominn, að ekki hafi verið hægt að átta sig á einu helzta atriði samningsins, og fer það þá vitanlega fjarri, að stjórnin hafi verið búin að kynna sér éfni hans til hlítar, eins og ut- anríkisráðherrann vill vera láta. Síðan ráðherrar Sósíalista- flokksins birtu þessa tilkynn- ingu, hefir ekkert heyrzt frá ut- anríkismálaráðherranum. Verð- ur ekki hægt að-líta öðru vísi á þá þögn en sem játningu ráð- herrans á því, að hann hafi far- ið með ósatt mál, því að vitan- lega myndi hann mótmæla frá- sögn hinna ráðherranna, ef hann gæti það. Það væri ekki aðeins skylda hans sjálfs sín vegna, heldur vegna þeirrar stöðu, sem hann gegnir, þar sem hann hefir birt tilkyninnguna sem utanríkismálaráðherra, en ekki sem „privatmaður“. Vegna álits og hagsmuna þjóðarinnar út* á við, er fátt skaðlegra en að ósannindi sannist á utan- ríkismálaráðherrann í opinberri tilkynningu, því að slíkt skapar eðlilega tortryggni á utanríkis- málaþjónustunni. Því bar utan- ríkismálaráðherranum skylda til að afsanna framburð ráðherra Sósíalistafiokksins, ef hann hafði nokkurn möguleika til þess. Þessi framkoma ijtanríkis- málaráðherrans kemur hins vegar engum á óvart, sem þekk- ir fortíð hans. Enn er eiðrofs- málið í fersku minni og enn er ekki liðið ár síðan, að forseti sameinaðs Alþingis lýsti því yf- ir úr forsetastólnum, að þessi maður hefði gengið frá orðum sínum. Enn muna menn og eftir opinberu tilkynningunni haust- ið 1942, að til væri nóg síldar- mjöl, þegar hins vegar var allt- of lítið til af því. Nú hafa verið tekin upp sömu vinnubrögðin varðandi tilkynningar um utan- ríkismál með öllu því álitsleysi og vantrauÁti, sem slíkt getur valdið þjóðinni út á við. Finnst þjóðinni virkilega ekki tími til kominn, að hún losi sig við þennan mann úr utanríkisráð- heraembættinu og öðrum opin- berum störfum, áður en meira tjón og skömm hiýzt af þessu hátterni hans? GerfifulltrúarnLr (Framhald af 1. síðu) verðlagsnefndinni mikið aðhald. Þeir hafa séð, að vaxandi sam- tök myndi gera bændum auðveldara en áður að brjóta ofbeldisráðstafanir á bak aftur, og því meira ofbeldi, sem bænd- um væri sýnt, því fyrr,myndi samtökunum vaxa fiskur um hrygg. Bændur geta vel af þessu lært, hvers virði samtökin muni vera þeim. Því betur, sem þeir efla og styrkja þau, því minni hætta er á því, að þeir verði beittir ofbeldi og ranglæti. Hvað inikið má bjóða bændum? En þrátt fyrir það, þótt stétta- samtökin hafi afstýrt verstu ranglætisfyrirætlunum stjórn- arliðsins, virðist bændum meira eh nóg boðið. Fyrst er verðlags- valdið tekið af þeim og sett í hendur „gerfifulltrúa", sem landbúnaðarráðherra útnefnir. Þessir gerfimenn úrskurða síð- an, að bændur skuli fá rúmum 12 aurum minna fyrir mjólkina en þeir hafa siðferðilegan rétt til að krefjast. Ákvörðun kjöt- verðsins verður jafnvel enn ranglá,tari. Ef bændur geta þolað í)etta, þá er vissulega ekki hægt að sjá, að til sé það of- beldi, sem ekki er hægt að bjóða þeim. Það reynir nú á hin nýju stéttasamtök bænda að leiða það í ijós, hvort bændur þola að þeim sé sýnt hvers konar Qf- beldi og ranglæti. Bogni bænd- urnir og samtök þeirra fyrir of- beldinu, á stéttin sér ekki mik- illar viðreisnar von. Annaðhvort er nú fyrir bændur að svara of- beldinu að hætti .verkalýðssam- takanna ellegar að beygja sig fyrir ranglætinu og gerast með því undirlægjur annara stétta í landinu. Geti stéttarsamtök bænda ekki mætt ranglætl stjórnarliðsins með manndómi og hörku, mun það fljótlega færa sig upp á skaftið og verða hálfu ósvífnara en nokkuru sinni fyrrT Frásögn Eysteins Jónssonar (Framhald af 1. slðu) að ýtarlegar upplýsingar verði gefnar um gang málanna að svo stöddu, þar sem þau eru nú í athugun, til undirbúnings fram- haldsviðræðum, eins og ég gat um áðan. Það er óhætt að segja, að ís- lenzku nefndinni var vel tekið, og fóru viðræðurnar fram með mikilli vinsemd. Það er álit mitt að þeir, sem þátt tóku i samn- ingaviðræðunum af beggja hálfu pu, vilji gera allt, sem unnt er til þess.að þessar fyrstu viðræð- ,ur þjóðanna eftir skilnaðinn verði til eflingar góðu samstarfi þessara tveggja norrænu bræðraþjóða í framtíðinni. — Eins og þér er kunnugt hafa að undanförnu farið all miklar sögur af fálæti meðal Dana í garð íslendinga. Varst þú var við slíkt og hvernig er annars hugur Dana til íslend- inga nú? — Það er þýðingarlaust að draga fjöður ýfir það, að tals- mikillar gagnrýni hefir að und- anförnu gætt í garð íslendinga í dönskum blöðum vegna sam- bandsslitanna. Mörgum fannst og finnst jafnvel enn, að íslend- ingar hefðu getað og átt að bíða til ófriðarloka. Það er skoðun mín, að þessi gagnrýni stafi fyrst og fremst af því, hve aðstaða Dana og ís- lendinga var ólík um þær mund- ir, er skilnaðurinn fór fram. Ég tel, að þetta hafi átt drjúgan þátt í því, að Danir áttu erfitt með að líta sömu augum og íslendingar á þær aðstæður í alþjóðamálum, sem voru þess valdandi, ásamt öðru, að íslend- ingar töldu rangt að fresta sam- bandsslitunum lengur en til árs- ins 1944. Ennfremur hygg ég, að al- menningi í Danmörku hafi tæp- lega verið það nægilega lj-óst, að báðar þjóðirnar Danir og ís- lendingar, höfðu hvor um sig fullan rétt til þess að ákveða skilnað samkvæmt sambands- lagasamningunum. — Var ekkert gert til þess að skýra sjónarmið íslendinga í þessum efnum? — Jú, áreiðanlega var mikið unnið í þá átt, en þar var við ramman reip að draga, þar sem Þjóðverjar settu fótinn fyrir til- raunir, sem gerðar voru til þess að koma á framfæri við almenn- ing rökum íslendinga í skilnað- armálinu. Þannig var málið ein- hliða rætt opinberlega, unz fargi Þjóðverja létti af dönsku þjóð- inni. Ég held, að með degi hverjum eyðist nú ýmiskonar misskiln- ingur, sem náð hefir að festa nokkrar rætur út af skilnaðin- um. Ég er sannfærður um, að auknar samgöngur milli land- anna verða til þeSs að á skömm- um tíma hverfi með öllu það fá- læti 1 garð íslendinga, er vart hefir orðíð að undanförnu hjá einstökum mönnum í Dan- mörku. í þessu sambandi er og gott að minnast þess, að fjöldi merkra stjórnmálamanna í Dan- mörku hafa sýnt fullan skilning á afstöðu íslendinga. Það hefir alltaf verið skoðun mín, að vinátta Dana og íslend- inga'verði betri eftir skilnaðinn, en hún hefir áður verið. Sú skoðun mín hefir ekki breyzt í þessari ferð, Annars vil ég grípa* tækifærið, nú þegar talið berst að sambúð og samskiptum íslendinga og Dana, til þess að láta i ljós sér- staka aðdáun mína á því starfi, sem Jón Krabbe, sendisveitar- forstjóri í Kaupmann ahöfn á styrjaldarárunum, hefir unnið í þágu íslands og íslenzku þjóð- arinnar fyrr og síðar og þá ekki sízt á þessum síðustu árum. íslendingar eiga Jóni Krabbe mikið að þakka fyrir hið óeigin- gjarna starf hans að míilefnum íslands. Krabbe er nú kominn á efri ár og hefir nú í hyggju að láta senn af störfum þeim, sem hann hefir gegnt fyrir landið. Færi vel á því, að íslendingar minntust þess á verðugan hátt hve mikið starf og óeigingjarnt Jón Krabbe hefir fyrir þá unnið. — Hvað getur þú annars sagt í stuttu máli um þjóðfélagshætti í Danmörku, eins og þeir eru nú? — Það er ekki auðvelt að átta sig á þjóðfélagsháttum, þótt menn dvelji nokkra daga í öðru landi, en ekki vil ég þó alveg skorast undan því að nefna nokkur atriði. Mér virðist .nægi- legt af matvælum til í landinu og að Danir muni ekki þurfa að kvíða fæðuskorti, en hins vegar munu menn óttast, að eldsneyt- isskortur verði í vetur. Af elds- neytisvandræðum hefir hlotizt mikill rafmagnsskortur og verð- ur af þeim orsökum m. a. að loka öllum veitingastöðum kl. 9i/2 að kvöldi. Fólk fer snemma að hátta og rís árla úr rekkju. Það er ef til vill einnig að nokkru leyti vani frá hernáms- árun.um. Enn er mikill skortur á ýmsum vörum, en þess er vænzt, að fljótlega rætist úr því. — Ber orðið nokkuð á óróa í Danmörk? — Ekki verða ókunnugir þess varir. Yfirleitt má vtst segja, að komin sé aftur á regla í landinu. Annars hefir viðureignin við Þjóðverja og danska þjóna þeirra orsakað talsverðan óróa í landinu og haft sérstök áhrif á þjóðlífið, eins og við mátti búast. Talsverður metingur virðist meðal manna, útaf því, hvað menn gerðu, eða létu ógert á hernámsárunum. Þá sýnast einnig skiptar skoðanir um það, hve langt eigi að ganga í því að refsa, og hvað til afbrota skuli teljast og virðist svo, sem öfga kenni í því sambandi hjá ýmsum. Umræður um þessi vandamál eru þó yfirleitt ekki öfgakenndar, þótt undantekn- ingar megi finna, og bendir allt til þess, að Dönum muni takast að ráða fram úr þessum vanda- málum með festu og halda jafn- vægi um meðferð þeirra. — Hvað er að segja um stjýrn- málaástandið í landinu? — Mér skilst, að um skeið hafi sumir búizt við því, að frelsishreyfingin yrði sérstakur stjórnmálaflokkur. En nú má telja víst, að svo verður ekki, enda hafa menn úr öllum stjórn- málaflokkum unnið í frelsis- hreyfingunni. Nú við kosning- arnar munu ýmsir úr frelsis- hreyfingunni verða framarlega í stjórnmálabaráttunni, enda margir þeirra kunnir stjórn- málamenn áður, en flokkaskipt- ingin mótast eins og fyrir stríð eftir afstöðu flokkanna til þeirra vandamála, sem leysa þarf í ná- inni framtíð, en miðast ekki við ástandið á hernámsárunum. — Hvað er að frétta af fjár- hags- og atvinnumálum Dana? Danir hafa miklar áhyggjur um þessar mundir útaf verð- lækkun á útfluttum landbún- aðarafurðum til Bretlands. Þessi verðlækkun er talin óum- flýjanleg, til þess að keppa við önnur lönd, sem.sjá Bretum fyr- ir landbúnaðarvörum. Margir töldu, að landbúnaðurinn gæti með engu móti þolað þá lækkun, sem í vændum er, en ekki hefir verið upp gefið til hvaða ráða yrði gripið útaf þessum aðsteðj- andi vanda. Mér virtist það vera ríkjandi álit í Danmörku, að stjórnar- völdunum bæri að koma í veg fyrir hvers konar fjármálaspill- ingu og skapa heilbrigðan fjár- hagsgrundvöll við upphaf frið- artímabilsins. Hafa flokkarnir þegar tekið þessi mál til með- ferðar meðal annars með til- liti til hinna væntanlegu kosn- inga. Danir munu ákveðnir í því að berjast gegn verðbólgu og upp- lausn í fjármálum. Merkasta löggjöfin, sem sett hefir verið til þess að skapa réttlátan fjár- málagrundvöll í styrjaldarlokin, er hin svo kallaða peningalög- gjöf. Sú löggjöf fjallar um eigna- uppgjör allra landsmanna og er allt gert, sem unnt er til að Ijósta upp skattsvikum og fá rétt eignaframtöl. Bankainnstæður eru nafnskráðar og öll hand- (jatnla &íó %v? Síó LILY MARS (Presenting Lily Mars) Söngv^.mynd með Judy Garland, Van Heflin, Marta Eggerth. Sýningar kl. 5, 7 og 9. • SÖNGHALLAR- IJNDREV. („Phantom of the Opera“) Stórfengleg og íburðarmikil músikmynd í eðlilegum litum. Nelson Eddy, Susanna Forster, Sýnd kl. 9. Bönnuð yngri en 14 ára. SAMKVÆMISLÍF (In Society). * Fyndin og fjörug skopmynd j með Abbott og CosteUo. j Sýnd kl. 5 og 7. fr — — o — — u — u — u —u — Bezta tœkifœrisgjöfin til allra Ijóðavina er Sótbráð I' ! nýja Ijóðabókin eftir Guð- mund Inga Kristjánsson. Bólusetninga- sprautur» sem stilla má, sérstaklega vandaðar kr. 15,00 hólnálar, ryðfríar — 1,00 varagler — 2,50 Sendum um land allt. Seyðisfjarðar Apótek. Ú R B Æ N U M Flugsýning. Síðastl. laugardag hélt brezki herinn I flugsýningu á flugvellinum í Reykja- vík til minningar um fimm ára afmæli sigurs Breta í loftorrustunni um Bret- land. Fjöldi manns horfði á sýninguna og skoðaði ýmislegt, er flugherinn hafði til sýnis fyrir-almenning um leið. Forseti íslands var viðstaddur sýning- una og mælti hann nokkur orð að henni lokinni. Maffur hverfur. Síðastl. laugardagskvöld fór 17 ára piltur, sem átti heima innan við bæ, að heiman og hefir ekkert til hans spurzt síðan. í lokaðri hirzlu, sem hann átti og hefir nú verið brotin upp, skyldi hann eftir bréf, þar sem hann segist ekki muni koma aftur. Upplýst er einn- ig, að hann hafði tekið með sér byssu og að hann hafi verið undarlegur í fasi er hann fór að heiman. Lögreglan hefir látið leita hans, m. a. með sjó fram, en árangurslaust. Gagnfræffaskóli Reykjavíkur mun verða settur næstk. fimmtudag. Um 600 nemendur munu verða í skól- anum í vetur og mun hann starfa í 16 bekkjadeildum. Verða 10 þeirra í gamla skólahúsinu CFranska spitalan- um), en 6 í Sjómannaskólanum nýja. Deildirnar, sem verða í Sjómannaskól- anum, munu ekki geta tekið til starfa fyrr en um mánaðamót. Framkvæmdir viff íþróttasvæffið í Laugadal eru nú í þann veginn að hefjast. En þar var fyrir all löngu ákveðið að koma skyldi upp íþrótta- og skemmtisvæði handa bæjarbúum. íþróttasvæðið er frá Engjaveg að sunnan , óne^pdum vegi að austan, Reykjavegi að vestan og Sundlauga- vegi að norðan. En skemmtisvæðið á að vera milli Múla- og Holtavegar. Nýlega hafa verið samþykktar af bæjarráði og verkfræðingi teikningar og framræslukerfi íþrótta- og skemmti- svæðisins, en framkvæmdir munu fyrst sum sinn aðeins hafnar á íþrótta- svæðinu. Stórvirkar vélar verða not- aðar við verkið og sjá þeir Jóhann hafabréf, en peningaseðlar inn- kallaðir til þess að komast eftir því, hverjir eru eigendur fjárins. Á grundvelli þessara framtala og upplýsinga verður svo lagður skattuf á stríðsgróðann og eignir þeirra, sem grætt hafa óleyfilega gerðar upptækar. Er búizt við, að tekjur ríkissjóðs vegna þess- ara ráðstafana verði gífurlega miklar og er sýnilega ætlunin að nota það fjármagn, - sem stofnfé þeirra félagslegu um- bóta og framkvæmda, sem Dan- ir hafa nú í hyggju. Mér virtist sú skoðun koma víða fram, að með þessum og svipðum ráðstöfunum, væri það sýnt svart á hvítu, að ætlunin væri að skapa réttlátan grund- völl í fjármála- og atvinnulifi þjóðarinnar og að þessar ráð- stafanir væru til þess fallnar að auka og efla trú manná á ágæti frelsis og lýðræðis. Jónasson og Kristófer Grímsson um framkvæmdirnar. / ' N Nýjar einstefnuaksturs götur. Bæjarráð hefir eftir tillögu lögreglu- stjóra samþykkt, að tekinn verði upp einstefnuakstur um Vegamótastíg milli Laugavegs og Grettisgötu, frá norðri til suðurs. — Einnig að einstefnuakstur skuli verða um Meðalholt, frá Einholti og út á Háteigsveg. Trúlofun. .. Nýlega hafa opinberað trúlofun sfna ur.gfrú Sigríður Björnsdóttir frá Ólafs- vík og Jón Bjarklind, starfsmaður hjá verðlagseftirlitinu í Reykjavík. Kviknar í bifreiff. Síðastliðinn sunnudag kviknaði í vörubifreiðinni R-2069, er stóð fyrir framan húsið nr. 29 við Ásvallagötu. Bifreiðarstjórinn var undir bifreiðinni, þegar kviknaði í henni og brenndist hann töluvert á hægri hendi. Skemmd- ir urðu miklar á bifreiðinni. Reykjafoss til Svíþjóffar. E. s. Reykjafoss lagði af stað í aðra ferð sína til Gautaborgar síðastl. föstu- dagskvöld frá Reykjavík. Skipið mun koma við í Leith í En^landi á útleið. Með þv5 fóru utan þessir farþegar: Frk. Margrét Helgadóttir, frú Nanna Ohlsson með 2 börn, Skarphéðinn Jó- hannsson, Ríkharður Jóhs. Jónsson, Óttarr Karlsson, Kristinn Guðsteins- son. Flugbát hvolfir Grumman-flugbát „Loftleiffa" h. f. hvolfdi í lendingu á Skerja- firffi síffastl. laugardag. Flugbáturinn var í hringíiugi eftir ósk brezka flughersins í sambandi við flugsýningu þá, sem herinn hélt. Flugbáturinn var búinn að fara 8 ferðir þá um daginn, en í þeirri síðustu hvolfdi bátnum þegar hann var að lenda á Skerjafirði. Farþegar og flug- maður björguðust og sakaði þá ekki, nema hvað flugmaðurinn, Kristinn Olsen, meiddist litils- háttar. Orsök slyssins var sú, að hjól vélarinnar voru niðri, er hún settist á sjóinn. Menn úr brezka hernum hafa unnið við björgun vélarinnar. Enn er óvíst hvað skemmdirnar eru miklar. Nýr háskólarektor Þann 15. þ. m. tók Ólafur Lár- usson prófessor við embætti, sem rektor Háskóla íslands. —, Var hann á síðastliðnu vori kjörinn rektor til næstu þriggja ára. S. 1. þrjú ár hefir Jón Hjaltalín Sigurðsson verið rektor.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.