Tíminn - 18.09.1945, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.09.1945, Blaðsíða 3
70. lílað TÍMSIVIV, l»rið.|ndagmn 18. sept. 1945 5 RITtíTJÓRI: SIGRÍÐUR INGIMARSDÓTTIR Morgunstund í gróðrarstöð LAZS HANSEN: Fast þeir sóttu sjóinn FRAMHALD Björgunarskútan lagðist nú hér um bil á hliðina á sjónum undir öllum seglunum og risti blágræna ölduskaflana eins og plógur. Þeir voru vissir um, að þeir höfðu siglt framhjá bát og ætluðu að komast á hléborða við hann. En það leið drjúg stund, áður en þeir fundu hann aftur, og þá fóru þeir að efast um, að þeir hefðu nú séð rétt. En allt í einu hrópaði varðmaðurinn: — Bátur á hléborða. Árrisul vorsólin er komin góð- an spöl upp á heiðskíran himin- inn og hellir geislaflóði yfir höfuðstaðinn. — Klukkan er rúmlega átta. Ég kem labbandi niður stíginn, sem liggur frá garðshliðinu niður að gróður- húsunum. Bragðið af morgun- kaffinu er ennþá ferskt í munni mér, og ég er í óðaönn aö ljúka við að klæða mig í nankins- gallann. Þegar ég hefi loks sigr- ast á óþekktinni í axlaböndun- um, lít ég inn í stærsta gróður- húsið. Þar situr garðyrkjumað- urinn á hækjum sér og reitir arfa. Ég b$ góðan dag og setzt á áburðarfötu við dyrnar. Búið er að opna alla glugga á suðurhliðinni, en samt er breyskjuhiti inni. í beðunum sunnan megin í húsinu eru „Lev- koj,“ erlend blóm sem aldrei hafa hlotið íslenzkt nafn. Þær bera litfagra blómaklasa og eru seldir á 2—3 kr. stykkið. En þarna standa þær nú í röðum, beinar og stoltar, teygja græn blööin mót íslenzkri júnísól, án nokkurrar vitundar um verð- mæti sitt. Við rætur þeirra, rétt við yfirborð moldarinnar, vex önnur planta. Hún hefir líka græn blöð, fagursköpuð, safarík. En hún er svo ólánssöm að hafa aldrei hlotið náð fyrir mann- anna augum. Þeir kalla hana arfa, og hún á ekkert griðland hér í gróðrarstöðinni frekar en annars staðar. — Norðan megin eru ilmbaunirnar í mjóum beð- um, en við hvert þeirra er reist net, því að þær eru klifurplönt- ur. Sumar hafa lesið sig því nær upp undir loft. Þær eru farnar að blómstra. Blómin bera alla liti regnbogans og veita sætum ilmi um húsið. — Fast út við vegginn eru nokkrir ungir vín- viðarteinungar, sem þreyta kapp í klifurlistinni við ilmbaunirnar. — Grímur er nýbúinn að vökva öll þessi íósturbörn okkar, og nú segir hann: „Ætli við verðum ekki að byrja á þvTað taka ofan af reitunum niður frá, svo að þú getir vökvað í þeim.“ Vökva, vökva, vökva! Það er eilífðar- söngur allra garðyrkjumanna, þegar þurrviðri er. „Það rignir víst ekki í dag,“ segi ég varfærnislega. „Ekki nokkur „sjans.“ — og svo förum við niður í garð. Þar eru raöir af vermireitunum. Þeir eru enn huldir döggvuðum gluggunum, en undir þeim bíða blóm og kál- piöntur eftir morgunsopanum. „Nú, já, já, eitthvað er af arfan- um hér í salatinu," segir Grímur. „Og það er víst óhætt að fara að selj a plöntúrnar í þessum reit, eða planta þeim upp í garð,“ Við setjum gluggana í staflá við endann á reitunum. Síðan fer ég inn í kjallara íbúðarhússins og sæki stóra garðslöngu, festi við aðra minni sem er í sambandi við vatns- krana í stærsta gróðurhúsinu. Ég skrúfa frá vatninu og fer að vökva, tek slönguna . í báðar hendur og læt vatnið renna jafnt og þétt á hvern reitinn af öðrum. Ekki má vökva of lítið, ekkLof mikið, þá er allt til ónýtis. Ekki beint ofan á plönturnar heldur í kring um þær. Þetta hefir ver- ið vandlega brýnt fyrir mér — og ég reyni auðvitað að fylgja settum reglurn — en samt gef ég mér tóm til að athuga um- ferðina, því að ég hefi ágætt út- sýni yfir Hringbrautina og ná- grennið. Þarna koma tveir kanabílar á fleygiferð, fullir af verndarliði. Þeir fara hjá með tilheyrandi blístri og hrópum: „Halló, stúlka!“ — rétt eins og þeir hafi aldrei séð kvenmann fyrr. Þá koma nokkrir menn á stangli hjólandi og gangandi á leið í vinnu. Kýrnar frá Eskihlíð boða komu sína með bauli og fjósalykt, indælli lykt, sem minnjir á sveitalíÉð. „Kúa- rektorarnir" bjóða góðan dag- inn, tala um veðrið, og rekstur- inn þokast áfram í áttina til hagans í Vatnsmýrinni. Krakk- arnir úr næstu húsum koma á kreik, nýgreidd og tandurhrein, full af góðum ásetningi vegna nýafstaðinna áminninga mæðr- anna'um „að skíta sig nú ekki út.“ Frá flugvellinum berst gnýr og skarkali. í loftinu þreyta tvær orrustuflugvélar kappflug við fugla himinsins. Alls staðar ys og þys, en hér inni í garðinum er friðsælt og vorlegt. Allt í einu er klukkan orðin tíu, og þá er kaffiö heiman frá: „Halló! Kaffi.“ Ég lýk .við að vökva í skyndi og fleygi slöng- unni inn í rabarbarabeð. Það er víst óhætt að láta renna á hann dálitla stund. — Við tyll- um okkur í eldhúsinu, drekkum kaffisopann og lesum Moggann. Grímur segir, að ég lesi ekkert annað en fyrirsagnir í fréttun- um, trúlofunartilkynningar og bíóauglýsiirgarnar. „Eins og allt kvenfólk,“ bætir hann við. Ég snýst auðvitaö til varnar, og nú körpum við góða stund um það, hvort konur fylgist yfirleitt nokkuð með landsmálum og al- heimspólitík. — „Nú þyrftirðu að líta á rós- irnar,“ segir Grímur eftir kaffið. Inni í „rósahúsinu“ er höfug- ur ilmur af „suðrænum rósum.“ Þær eru tígulegar eins og drottn- ingar og láta óspart dekra við sig — rétt eins og þær hafi hug- mynd v»n að hvert blóm, sem þær bera, er selt á 4—5 krónur minnst. Þarna í rósahúsinu eru líka gladiólúrnar, sem ég kallaði stundum „sverðliljur“. Þær blómgvast ekki fyrr en í ágúst, Ég blanda áburð í fötu og dreifi honum í kring um rósirnar, hlúi síðan að þeim og vökva á eftir. Svo þarf að klippa burtu visin blöð, og nú rek ég upp óp og sting puttanum upp í mig. „o, andsk......„hrekkur út úr mér. „Engin er rós án þyrna,“ og rétt á eftir dett ég um mykjufötu. sem stendur frammi við dyr, og lendi á hrammana ofan í allt góðgætið. „Skárra er það nú þakklætið, sem maður fær fyrir umhyggjuna við ykkur,“ segi ég við rósirnar — því að reiðin verður aö bitna á einhverjum. Jæja, nú fæ ég skipun um að sá „stjúpmóðurfræi" fram að mat. Það er rólegt starf, og ég verð því fegin. Við höfum minnsta gróðurhúsið fyrir „vöggustofu.“ Þar eru kassar með örsmáum plöntum, sem eru nývaknaðar til lífsins. Við hylj- um þá með dagblöðum vegna sólarhitans. — Ég læt gróður- mold í nokkra kassa, og sand of- an á og fer að sá. Tíminn líður óðfluga fram að mat. Kl. 12 þýt ég inn í kjallara fer úr gallan- um, þvæ mér, tek kápuna á handlegginn og hleyp niður á Hringbraut til að ná í strætó heim. — Lokasvar til B. (Framhald af 4. síðu) eins og „prestastefnuprédikari" og „tugthúskandidat.“ Með seinna orðinu veit ég ekki hvað hann á við, en með fyrra orðinu vill hann lítilsvirða mig fyrir, að ég læt mig skipta trúmálin. En fyrir það ber ég alls ekki neinn kinnroða, og ég veit „að sú þjóð, sevi í gœfu og gengi vill búa, á guð sinn og land sitt skal trúa.“ Læt ég svo lokið umræðum mínum við B. og óska þess, að honum megi lánast að gera skötuhjúin, hroka og fáfrœði, sér undirgefin. 6. sept. 1945. Jón H. Þoróergsson. Þeir lögðu eins nærri og þeir gátu í slíku óveðri, og renndu fast upp að skutnum á „Noregi“ um leið og björgunarskútan fór yfir stag. Fyrsti maðurinn, sem þeir komu augá á, var hár og digur jötunn, sem stóð við dæluna og dældi og dældi af kappi, svo að vatnsboginn stóð út yfir lágan boröstokkinn, sem oftast var þó grafinn í sjó. Það var rétt eins og þarna væri stærðar véldæla að verki. Tveir menn stóðu við drátt, og þótt þeir og bátstefnið sæjust aðeins endrum og eins, þegar særokinu og öldubrotinu linnti, drógu þeir hvern faðminn af öðruní með jöfnum og föst- um tökum, eins og það væri blíðskaparveður. Um leið og björgunarskútan rann hjá, hrópaði skipstjórinn: — Þarfnizt þið hjálpar? Og það stóð ekki á svarinu: — Farðu til andskotans! Og þar með skildu þeir. Það sást rétt upp í smáblett af himn- inum milli hrynjandi öldufaldanna, er léku sér að fleytunum eins og veikum skeljum, er báðar reyndu að bjarga sér á sinn hátt. En hvað körlunum á „Noregi“ viðvék, þá hefði hverjum þeim, sem kom aðvifandi, samt virzt, að lífið væri þeim ekki mest vert, heldur lóðin — veiðarfærin, sem þeir höfðu ekki getað orðið sér úti um fyrr en nú. Þess vegn^, stóðu þeir nú þarna báðir, Lúlli og Nikki á Bakk- anum, og innbyrtu lóðiná, án þess að skeyta agnarvitund um þá hættu, sem þeir stofnuðu sér í. Þeir voru nú einu sinni há- setar hjá honum Kristófer Kalvaag — og ekki meira með það. Það* var ekki einasta seglpjatla uppi. Hann Lúlli hafði ekki fyrr verið búinn að krækja í fyrsta duflið en öll segl voru felld, og nú lágu þeir þarna og létu reka undan sjó og vindi. En nú vildi svo illa til, að „Noreg“ rak stórum hraðara en þeir Lúlli og Nikki gátu dregið lóðina. Hefði þetta nú ekki verið nema sú eina lóð, sem þeir kræktu í upphaflega, gat verið, að allt hefði gengið skaplega, en nú höfðu fleiri og fleiri línur krækzt í þessa á rekinu, svo að þetta var orðin æin heljardræsa, sem mennskum mönnum var hreinasta ofraun að innbyrða. Og það, sem gerði þetta ennþá örðugra viðfangs: Það mátti heita fisk- ur á hverjum króki. Allt var að komast í öngþveiti, svo að það var ekki um annað að vilja en að láta Þór yfirgefa dæluna og fara í dráttinn. Hann Kristófer varð sjálfur að takji við dælunni. Nú stóðu þeir þrír í stafninum og innbyrtu fisk og lóðir. Það glampaði á hnífana, þegar þeir skáru af lóðarbelgi, stjóra, dufl og kúlur, og umhverfis þá hlóðust stórar kasir af lóðum og lif- andi fiski, er sjórinn gekk látlaust yfir og köstuðust borðstokk- anna á milli eftir því, hvernig skútan veltist og byltist. Og þegar undiraldan, er stafaði frá útsynningnum, sem var nýgenginn niður, reið undir „Noreg“ af fullu afli um leið.og hann steyptist niður í einn öldudalinn, lyftist hann svo hátt upp að aftan, að skuturinn stóð beint upp í loftið, og öll kösin hlóðst að mönnunum þremur, svo að þeir rétt stóðu upp úr. Þá hrópaði Kristófer: — Þetta er nóg — þetta er meira en nóg. Skerið sundur við borðstokkinn! Og svo hljóp hann að stýrinu og hrópaði: — Upp meö fokkuna, Þór. Lúlli sjforðaði sig við borðstokkinn við hverja dýfu, er skút- an tók. Stokkfreönir, þykkir ullarvettlingarnir voru eins og járn- glófar, sem læstust utan um hendurnar á honum. Hann lá á hnjánum og ríghélt sér í lóðadræsurnar, sem köstuðust til á þil- farinu. Nikki á Bakkanum lá frammi í stafninum og hrópaði og veifaði, þegar verstu brotsjóirnir voru í þann veginn að ríða yfir. Dælan spúði sjónum í sifellu — rétt eins og hún gengi fyrir margra hestafla vél. Hann Kristófer var eins og víkingur aftan úr grárri forneskju, þegar hann stóð við stýrið í hamslausu óveðri eins og núna. Það var eins og brynni eldur úr augum hans í vondu veðri. Og „Nor- egur“ — satt var það, að vonlítið virtist að tefla þéssu hripi gegn tröllauknum öldunum, er sífellt leituðust við að brjóta það og kaffæra, en Kristófer var viðbragðsfljótur og laginn að víkja undan verstu áföllunum, og alltaf flaut skriflið, á hverju sem gekk, og komst heilu og höldnu upp á næsta ölduhrygg. Og þegar „Noregur“ var uppi á hæstu ölduhryggjunum, gat Kristófer eygt ljós í Gulvík, sem nú var komin á hlið við þá, svo að þangað var ógerlegt að ná. Það var ekki um annað að velja en að halda áfram og tefla á tvær hættur og reyna að komast í Raftsund. , Það vár með naumindum, að hann Kristófer gat náð stefnu á Digraháls. Hann neyddist nefnilega til þess að sigla þvert á sjó og vind, og það vissi hann Kristófer frá fornu fari, að væri eitt- hvað, er átti illa við gamla „Noreg“, þá var það einmitt það. Það var enn niðamyrkur, er þeir tóku að grilla í innsiglingar- Ijósin við Digraháls. Þeir voru komnir hér um bil upp í land- steina, þar sem brimið svall og svarraði. Þeir heyrðu brimgnýinn, en vissu annars ekki annað en það, að „Noregur" veltist frá ein- um boðanum að öðrum. En Kristófer lét sér hvergi bregða og datt ekki í hug að sleppa því, sem hann hafði náð, heldur hrópaði: — Upp með stórseglið. Þessi skipun hafði varla fyrr borizt gegrfum rokið en stór- seglið var dregið upp. Það var raunar ekki nema lítil hyrna, er upp kom, af þeirri einföldu ástæðu, að það hafði verið marg- rifað fyrir. Þetta var meira en nóg til þess að koma nauðsyn- legum skrið á „Noreg“, og nú beitti Kristófer skútunni sam- ANNA ERSLEV: \ • • Fangikonungsins (Saga frá dögum Loðviks XI. Frakkakommgs). Sigriður Ingimarsdóttir þýddi. „Mikið hræðilega er ég syfjaður,“ sagði Lúðvík. „Þú líka?,“ spurði Stori Hans. Við verðum að hypja okkur á vörðinn. Hreina loftið heldur okkur vakandi.‘“ Að svo mæltu tóku þeir vopn sín og gengu til dyra, en aður en þeir næðu þangað féll Lúðvik um koll. „Ég verð að fá mér svoiítinn blund,“ sagði hann. Farðu á undan, ég kem rétt strax. „Nú þykir mér týra á skarinu! Þú ætlar þó ekki að fara að sofa á verðinum,“ urraði í hinum. Hann sparkaði í félaga sinn. „Komdu nú og liggðu ekki þarna!“ En Lúðvík opnaði augun rétt sem snöggvast og uml- aði lítið eitt, þegar hinn þreif til hans. Stóri Hans stóð nú kyrr um stund og var á báðum áttum um, hvað til bragðs skyldi taka. Allt í einu greip hann um ennið og stundi: „Hvað er þetta? Hvað er þetta? Fg er alveg ringlaður. Það er engu líkara en við höfum fengið að bragða á svefnlyfinu!“ Hann rétti úr sér með erfiðismunum. „Nei, nú verð ég að fara,“ tautaði hann og reikaði til dyranna og lok- aði þeim á eftir sér. í sama bili þaut Georg á fætur og ut að dyrunum, því að nú var um að gera að koma í veg íyrir að hurðinni væri læst. Hann þreif í handfangið og ýtti því upp. Um leið heyrði hann dynk fyrir'utan. Stóri Hans hafði hnigið niður, ofurliði borinn af svefnlyfinu. Georg hoppaði upp af kæti. „Húrra! húrra!“ hrópaði hann. „Við erum frjálsir.“ Hinrik og Berthold höfðu fylgzt með gerðum ræningj- anna fullir eftirvæntingar og voru líka komnir fram að dyrunum. Georg sagði þeim nú allt af létta um svefn- lyfið. Piltarnir föðmuðust fagnandi og gátu í hvorugan fót- mn stigið af feginleik. „Af stað nú,“ hrópaði Hinrik, „áður en svíriln vakna.“ „Þið getið verið öldungis rólegir, sagði Georg hlæjandi. „Þeir vakna ekki fyrst um sinn. Mér eru vel kunn áhrif drykkjarins og auk þess gaf ég þeim helmingi stærri skammt en ég fékk. Þeir sofa án efa eins og rotaðir selir í marga klukkutíma „Vertu sæll elskulegi Lúðvík. Ég vona, að þú fáir dug- lega ráðningu hjá höfuðpaurnum í fyrramálið, þegar hann sér að fuglinn er floginn úr hreiðrinu.“ Því næst opnaði Georg dyrnar ,en þeir urðu að draga Stóra Hans til hliðar, áður en þeir kæmust leiðar sinnar eítir langa og þrönga ganginum, sem lá til hellismunn- ans. — Ræninginn hraut hástöfum eins og Georg hafði áður gert. Hann hreyfði sig ekki, þegar þeir fóru að eiga \ið hann, og litlu síðar höfðu þeir rutt honum úr vegi. Flóttamennirnir skunduðu á brott og eftir örfáar mín- útur voru þeir komnir undir bert loft. Kornræktin á Sámsstöðum Um langt ár bil hefir Klemenz Kr. Kristjánsson gert merkilegar kornrœktar- "tilraunir aS Sámsstöðum í Fljótshlíð. Þessar tilraunir hafa gefið góðan ár- angur, og er af þeim sannað, að kornrækt er jafn árviss atvinnugrein í hinum hlýrri sveitum Iandsins og garðrækt til dæmis, og skilar góðum arði ekki síður en aðrar greinar islenzks landbúnaðar. Hefir Klemens þannig gerzt merkilegur frömuður i íslenzkum búnaði, þótt enn sé kornræktin ekki orðin útbreidd. Veldur því í senn tregða manna að taka upp nýja siðu, þekkingar- skortur og ýmsir fleiri örðugleikar, svo sem skortur á vinnuafli. En framtiðin mun njóta sigra Klemenzar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.