Tíminn - 02.10.1945, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.10.1945, Blaðsíða 3
74. Mað TÍME^lVi, |)riðjinlag'iim 2. okt. 1945 3 Úr sögu Siglufjarðarmálsins: Þannig ætBuöu kommúnistar að halda völdum í Kaupfélagi Siglufjarðar Eftir fundarfrestunina 7. júní kom aðalfundur K. F. S. aftur saman sunnud. 10. júní klukkan 15 í sal Gesta- og sjó- mannaheimilisins á Siglufirði. Er það all stór salur, líklega um 9x12 m. ásamt útskoti lík- lega um 3x6 m. Hliðar salarins munu vita nokkurn veginn suð- ur norður, en gaflar nokkurn veginn austur og vestur. Sæt- um var svo fyrir komið, að for- maður er var fundarstjóri, skyldi sitja við borð fyrir suðurgafli, en fulltrúar á bekkjum, er þann- ig var skipað, að tveir voru til hægri handar form. hvor fram af öðrum við austurhlið salar- ins, tveir til vinstri handar hvor fram af öðrum við vesturhlið, en fyrir framan bekki þessa munu og hafa verið einhverjir stólar. Þá munu loks hafa verið þrír fulltrúabekkir þvers í hús- inu, andspænis formanni, en nokkuð frá honum, líklega nokk- urnveginn við nyrðri enda bekkja þeirra, er voru við aust- ur- og vesturvegg salarins. Hefir þannig oröið nokkur auður fer- hyrningur á gólfinu fyrir fram- an formann, er sæti hans og fulltrúabekkirnir mynduðu. Fyr- ir aftan þverbekki þá er full- trúum voru ætlaðir var komið fyrir áheyrendabekkjum, er lík- legt þykir að greindir hafi verið frá fulltrúabekkjunum með ein- hverju meira bili en var á milli annara bekkja í salnum eins og gjörðarbeiðendur halda fram. Ekki getur fundargerðin þess, hve margir fulltrúar voru mætt- ir, en svo virðist, að þeir hafi svo til allir verið mættir eða þá varamenn í þeirra stað. Þá var og margt almennra félagsmanna á fundinum. Um það bil, sem fundurinn skyldi hefjast, kvaddi formaður fulltrúa til að taka sæti á bekkjum þeim, er þeim voru sérstaklega ætlaðir, og virðist hefir það verið sennilegt gert, þá verður þessum mótmælum samkvæmt 154. gr. einkamála- laganna ekki sinnt. Tillögu þessa las fo’rmaður upp, en neitaði að bera hana undir atkvæði og kveðst hann í því sambandi hafa vitnað til fundarskapa K. F. S., er ákvæðu, að formaður sk'yldi stjórna fundum, en í forföllum hans varaformaður. Kveðst hann síð- an hafa beðið varaformann, Þórodd Guðmundsson, gjörðar- þola, að taka sæti fundarstjóra, og sjálfur hafið lestur skýrslu' stjórnarinnar, en brátt orðið að hætta lestrinum vegna háreysti, er orðið hafi í fundarsalnum, enda varaform. lýst fundar- hléi, meðan ró væri að komast á. Bjarni Johannsson kveðst hafa beðið formann um orðið til að ræða tillöguna um leið og hann afhenti honum hana. í annað sinn kveðst hann hafa beðið um orðið, þegar formaður neit- aði að bera tillöguna upp og, er sér hafi þá enn ekki verið sinnt, vitnað um leið í fund- arsköp K.F. S. Hafi formaður svarað, að fundarsköp breyttu ekki samþykktum félagsins, en að því svari fengnu kveðst Bjarni hafa staðið upp, lesið upp tillöguna, er hann hafði samrit af, beðið fulltrúa að greiða um hana atkvæði og nefnt jafnframt sem teljara þá Arnþór Jóhannsson, skipstjóra og Jóhann Sveinbjörnsson, toll- þjón. Telur Bjarni að formaður hafi verið í fundarstjórasæti, þegar hann hafi staðið upp, en að sig minni, að varaformaður hafi sezt í það, meðan á at- kvæðagreiðslunni hjá sér hafi staðið. Fundarhlé hafi vara- formaður ekki gefið, fyrr en eftir að meirihlutafulltrúarnir hefðu verið búnir að kjósa fundarstjóra og hann tekfnn við fundarstjórn. Svo er að sjá af gögnum máls- ins, að rétt sé, að Bjarni hafi beðið um orðið um tillöguna, en ekki fengið og eftir að Bjarni stóð upp hafi þeir formaður og hann einhverja stund talað báðir í einu, en ræða Bjarna þó yfirgnæft. Hefir verið deilt all- mjög um aðstöðu alla á fundin- um um þetta leyti, en þau deilu- atriði verða ahuguð síðar eftir því, sem tilefni verður til. — Varaformaður kveður, að þegar svo hafi verið komið, að formað- ur og Bjarni hafi talað sam- tímis, hafi hann, bæði vegna þess og annars hávaða í saln- um, gefið fundarhlé meðan ró væri að komast á, eftir að hafa árangurslaust skorað á menn að hætta að trufla fundinn og gefa formanni hljóð til að flytja skýrslu sína. Hafi þá formaður hætt að tala, en Bjarni haldið áfram. Fulltrúar greiddu atkvæði um dagskrártillöguna eftir tilmæl- um Bjarna og reyndust 44 vera með henni. Mótatkvæði komu engin fram, enda þótt gögn málsins þyki sýna, að þeirra hafi verið leitað. Að tillögunni samþykktri lét Bjarni fara fram atkvæðagreiðslu um fundar- stjóra og hlaut Jóhann Þorvalds- son, gjörðarbeiðandi, kosningu með 43 atkvæðum. Tók Jóhann síðan við stjórn fundarins af hálfu meirihlutafulltrúanna, nefndi ritara þá Halldór Krist- insson, gjörðarbeiðanda og Sig- urð Gunnlaugsson og virðast þeir aliir hafa komið sér fyrir við borð,er þeir hafa sett á auða svæðið, er var á milli fulltrúa- bekkjanna. Virðist Jóhann síð- an, eftir einhver ræðuhöld af hálfu fulltrúanna, hafa lýst yf- ir að fundurinn héldi áfram eftir dagskrá.Tvær fundargerðir liggja fyrir um fund þennan önnur undirrituð af Jóhanni Þorvaldssyni ásamt riturum þeim, er hann tilnefndi, en hin. af Ottó Jörgensen og Óskari Garibaldasyni, gjörðarþola, og Hlöðvi Sigurðssyni, barnaskóla- stjóra, sem riturum, en sá síðar- nefndi tók við ritarastörfum af Jóhanni Þorvaldssyni af h'álfu minnihlutafullrúanna, eftir að Jóhann tók við fundarstjórn, samkvæmt kosningu meirihluta- fulltrúanna, en til þess tíma virðist Jóhann hafa verið fund- arritari ásamt Óskari. Svo sem fyrr er greint var lokið við afgreiðslu tveggja fyrstu dagskrárliða aðalfundar- ins hinn 7. júní. í fundargerð meirihlutafulltrúanna 10. júní er bókað svo um afgreiðslu dag- skrárliðanna: Um 3. dagskrárlið: formaður neitaði að gefa’skýrslu stjórnar- innar, um 4. dagskrárlið: kaup- félagsstjóra var samkvæmt til- mælum hans veittrur frestur til að fiytja skýrslu sína um 5. dag- skrárlið. Kristmar Ólafsson, endurskoðandi sagðist ekki flytja skýrslu sína nú frekar en aðrir, er skýrslur ættu að flytja, heldur síðar á fundinum,- um 6. dagskrárlið: samþykkt var að fresta afgreiðslu liðsins, enda hefði stjórnin enga skýrslu gef- ið og ekki óskað að leggja fyrir fundinn tillögu um ráðstöfun arðsins og um 7. dagskrárlið: Engin erindi deilda bárust. Þá var komið að 8. lið dagskrár- innar: Kosningar. Kom þá fram svohljóðandi tillaga til breyting ar á 1. lið 14. gr. samþykkta K. F. S.: „Stjórn félagsins skal skipuð 7 mönnum kosnum á aðalfundi, í fyrsta skipti á að- alfundi 1945. Þá skal og kjósa 3 varamenn. Kjörtími aðal- manna skal vera 4 ár, þó þannig, að úr stjórn þeirri, sem fyrst er kosin eftir samþykktum þessum, gangi einn maður úr eftir ár, síðan tveir á ári. Fyrsta árið eftir tvö ár.“ Bók um mannraunir og ævintýr Fyrir skömmu kom út ný bók eftir Sigurð Helgason rithöf- und. Nefnist hún „í óbyggðum Austur-Grænlands“ og er sam- in með hliðsjón af bók danska iandkönnuðarins, Ejnars Mik- kelsens, um þriggja ára útivist hans á austurströnd Græn- lands. Er söguþræði þeirrar bókar fylgt, en frásögnin stytt og orðalagi vikið við, eftir því sem höfundi hefir þótt henta. Er frásögnin öll létt og lipur- leg og vel við hæfi ungs fólks. Ejnar Mikhelsen hefir lengi verið nafntogaður maður. Hann er fæddur 1880 og gerðist ungur sjómaður. Var hann innan við tvítugt er hann réðist í fyrsta Grænlandsleiðangur sinn und- ir forustú Amstrups nokkurs. Ári síðar fór hann til Franz Jósepslands og síðan víða um höf á skipi, er fékkst við ýmsar líffræðirannsóknir. Þar næst var hann í siglingum, einkum 'suður í hitabelti, unz hann réð- , ist í íshafsleiðangur og fór þá ævintýralega sleðaferð frá skipi , langar leiðir út á hafísinn. Fórst skipið, en leiðangursmenn komust af. Þetta ævintýralíf var undir- búningurinn að hinni miklu rannsóknarför hans til Austur- Grænlands, er stóð í þrjú ár og þessi bók fjallar um. Síðan hefir hann ráðizt í ýmsar svaðilfarir, og þegar Danir og Norðmenn deildu um í Austur-Grænland, stofnaði I hann danska nýlendu við Scor- esbysund, er Jiefir vegnað vel. Ejnar Mikkelsen hefir oft komið til íslands, og mun eiga j hér marga góðkunnngja. Þeir og fleiri munu lesa bókina, er Sig- ' urður Helgason hefir endur- samið, sér til fróðleiks, ánægju j og hvatningar í andstreymi lífsins. Þá var og lagt til að breyta e lið 16. gr. samþykktanna, en þá breytingu er ekki tilefni til að ræða hér. Ofangreindar tillögur til sam- þykktabreytinga voru afhentar aðalfundarfulltrúunum á fund- inum. Munu þeir flestallir hafa tekið við þeim og allir áttu þeir kost á að fá þær. Þegar tillögur þessar voru komnar fram, er bókað svo í fundargerð íneirihiutafulltrú- anna, að aðalfundurinn hafi samþykkt, með 42 samhljóða at- kvæðum að fresta kosningu eins aðalmanns og eins varamanns í stjórn K.F.S. vegna hinna fram- komnu tillagna til samþykkta breytinga. Þá var kjörinn aðal- endurskoðandi Karl Dúason með 38 atkvæðum og vafaendur- skoðandi Georg Pálsson einnig, með 39 atkvæðum. Loks voru kjörnir tveir fúlltrúar á aðal- fund S. f. S.,f þeir Sigurður Tóm- asson, kaupfélagsstjóri, og Kristján Sigurðsson, gjörðar- beiðandi báðir með 38 atkvæð- um. Þegar hér var komið er bókað, að fundarstjóri Jóhann Þorvaldsson, hafi tilkynnt full- trúum, 'að fundurinn yrði flutt- 1 ur í annan sal í sama húsi, þareð formaður og varaformaður . kaupfélagsins trufiuðu svo fund (inn, að ekki væri lengur unnt að halda honum áfram á sama stað. Fluttu meirihlutafulltrú- arnir síðan í sal á öðru lofti hússins, en minnihlutafulltrú- (Framhald á 7.'síðu) því hafa verið hlýtt. Þegar þessu var lokið mun formaður hafa lýst fundinn settan, en annað hvort rétt áður eða í sama mund afhenti einn meirihluta- fulltrúanna, Bjarni Jóhannsson, yfirlögregluþjónn, honum til- lögu,sem í málarekstrinum hefir alltaf verið nefnd dagskrártil- laga og verður einnig kölluð það hér á eftir. Var tillaga þessi svohljóðandi: „Með skírskotun til 14. gr. fundarskapa K. F. S. samþykkir fundurinn eftirfar- andi dagskrártillögu: Þareð formaður félagsstjórnar, Ottó Jörgensen, hefir beitt ofriki úr fundarstjórasæti og neitað að bera undir atkvæði skriflegar tillögur, er fulltrúar hafa fram borið, vítir fundurinn harðlega fundarstjórn formanns og sam- þykkir að kjósa annan fundar- stjóra.“ Undir tillögu þessa höfðu rit- að 36 aðalfulltrúar og 8 vara- fulltrúar og virðast þeir flest- ir hafa verið mættir á fund- inum eða þá aðrir í þeirra stað. Höfðu þeir fyrir fundinn falið Bjarna að koma tillögunni á framfæri. Umboðsmaður gjörð- arþola hefir mótmælt því í greinargerð sinni, sem ósönnuðu, að þessir menn hafi undirritað tillöguna og að þeir hafi gert það af fúsum eða frjálsum vilja, en þareð skjalið hvorki eftir útliti sínu né efni vekur grun um, að það sé falsað, né heldur Stefán/ Jónsson: Skóiamát sveitanna Hér birtist niðurlag greinar Stefáns Jónssonar námsstjóra um skólaniál dreifbýlisins. Er þetta vandamál hér vel reifað, og væri vel, að fleiri kæmu á eftir og segðu sitt álit. Ég hefi nú rakið nokkuð og skýrt hversu háttar með skóla- mál sveitanna, og ég hefi bent á aðstöðumuninn hjá skólabörn- um í kaupstöðum og þéttbýli og jafnöldrum þeirra í sveitun- um, þar sem enn vanta skóla- hús, og ég hefi látið í ljós þá skoðun mína, að ekki gæti hjá því farið, að þessi aðstöðumun- ur kæmi fram æskulýð strjál- býlisins til tjóns, ef ekki væri nú þegar hafip sókn í skólamál- um sveitanna. Ég hefi líka sýnt fram á það, án þess að rökstyðja það verulega, að um undanfarná áratugi virðist uppeldi og fræðslu hinna strjálbýlu hér- aða hafa skilað góðum stofn- um til starfs og mennta í ís- lenzku þjóðlífi. Það er líka mitt álit, að æskumaður, upp- alinn í sveit, standi enn að öðru jöfnu bétur að vígi í lífs- baráttunni, og þroski hans og sjálfstæð hugsun sé meiri en jafningja hans að gáfum, sem uppalinn er við ys fjölmennis, ef hann fer ekki á mis við þá nauðsynlegu fræðslu, sem nú- tíminn krefur. En þær kröfur eru nú svo miklar, að flestum heimilum er ofraun að veita bá fræðsiu, og á ég þar sérstak- lega við kröfur í reikningi og stafsetningu móðurmáls. Að lokum vil ég taka hér fram, það sem ég tel að gera þurfi til framfara og umbóta á skólamálum sveitanna á næstu árum, svo að réttur sé hlutur þeirrar æsku, er enn þá unir í sveitum landsins, og henni veitt svipuð aðstaða til náms og fræðslu og æskulýð kaupstað- anna og þéttbýlis. Hefi ég þá sérstaklega í huga, að enn eru yfir 100 skólahverfi, sem ekki hafa viðunandi skóla- hús, og verða að búa við far- skólahald við erfið skilyrði. Á næstu árum þarf að vinna skipulega að því, að sameina skólahverfi um byggingu heimavistarskóla, þar sem því verður við komið, og hefja byggingu þeirra strax og nokkur tök eru á. En sveitir þarf að sameina, þar sem þess er kostur, vegna þess, að fámennum sveitum er rekstur heimavist- arskóla allþungur baggi og svo er æskilegast að hver heima- vistarskóli hefði svo mörg börn að tveir eða fleiri kennarar störfuðu við hann, þar sem með bví fengist meiri trygging fyrir Cjölhæfni í kennslugreinum, svo sem söng, íþróttum og handa- vinmj. Allar sveitir, sem ekki eiga skólahús, þurfa nú þegar að hefja fjársöfnun, — enda marg- ar sveitir, sem hafa þegar eign- azt gilda sjóði — og mynda skólasjcði. Fjárins má afla með frjálsum samskotum, framlög- um úr hreppssjóði og á marga fleiri vegu.---------- Fámennar og mjög strjálbýl- ar sveitir, sem er þannig settar, að þær hafa ekki aðstöðu til að sameinast öðrum sveitum um byggingu skóla, og ekki bol- magn til að byggja og reka fullkominn skóla, ættu að at- huga hvar hentugast væri í sveitinni, að velja tvo fasta skólastaði með tilliti til þess, að börn gætu gengið á skóla- staðinn og fengið dvöl á næstu bæjum. — Þar þyrfti að byggja að nýju eða endurbæta góða stofu, sem rúmaði 10—12 börn, með sérinngangi, anddyri til fatageymslu og snyrtiherbergi, og ákveða svo farskólanum þar fasta staði, svo að á .hverju hausti þurfti ekki að basla við að koma skólanum niður, sem kallað er. — Ef vel tekst um val á þeim stöðum og aðbúð er sæmileg, má vel við það una. — Öll skólahéruð, sem næsta vetur eiga að búa við farskóla, þurfa nú þegar á næsta hausti, að koma farkennslunni þannig fyrir að viðunandi sé. Börnin sem vaxa upp árlega geta ekki beðið. Nauðsynlegustu umbætur eru þær, að fækka svo kennslu- stöðum að helzt sé ekki kennt í meir en 2 stöðum í skóla- hverfi, — og jafnframt reynt að vinna að því, að þessir kennslustaðir fullnægi lág- markskröfum um ytri aðbúnað. — Ég veit að mörg vandkvæði eru á þessu og mestum erfið- leikum veldur fólksleysið á heimilunum, en mikið má góður vilji, og fáir telja eftir fyrir- höfn vegna barna sinna. — — Ég tók það fram áðan, að enn hvíld,! fræð.síla barna til 10 ára á heimilum sveitanna víðast hvar. — Það er skoðun mín, að ef heimilin reynast fær um það, þá sé það heilladrjúgt hinni uppvaxandi æsku. — Og þótt ég hafi trú á starfi skólanna, og telji að undir nú- verandi kringumstæðum sé þörf þeirra alltaf að* verða meiri, og þeir séu smátt/ og smátt, fyrir knýjan^i nauðsyn, að taka að sér fleira og fleira af því, sem ætti að vera starf heimilanna, þá tel ég að gott heimili sé öllum skólum æðra, og skólarnir eigi í starfi sínu að læra af hinum góðu heimilum og ná samvinnu við þau. — Góður skóli getur líka, ef lán er með í starfi hans, unnið mésta þrekvirkið með því að kenná heimilunum að kenna sínum eigin börnum, — fá- þau til að taka þátt í starfi þeirra heima og fylgjast með námi þeirra í skólanum. 1 í byrjún máls míns minntist ég á sjálfstæðisbaráttu Jóns Sigurðssonar og á hverjum rök- um hann beitti meðal annars til að sanna það, að íslending- ar ættu kröfu til að stjórna sér sjálfir.-------- Viðurkenning sjálfstæðisins er nú fengin, og væri Jón Sig- urðsson nú uppi, þyrfti hann ekki að fórna öllum starfsárum sínum í baráttu fyrir þeim mannréttindum íslendinga. — En væri hann uppi nú, þegar þjóðin þarf að vernda fengið frelsi, og sýna að hún sé rétt- borin til þess, þá myndi hann benda þjóðinni á, — að sömu rökin og veittu henni rétt til - frjálsra athafna, væru enn í gildi. — Hann myndi minna ís- lendinga á, — að þeir voru af góðu bergi brotnir, — að þeim bæri að nema og hafa i heiðri sögu lands og þjóðar, og öll þeirra framtíð og frelsi ylti á því, að þeir héldu áfram að vera lesandi þjóð, og færu vel með móðurmálið í ræðu og riti. Ég læt nú grein minni lokið. — En það munu allir viður- kenna að skólamál sveitanna séu ein mestu vandamál hinna dreifðu byggða landsins. — Ég hefi í þessari grein bent á staðreyndir sem sanna mis- rétti það, er æskulýður sveit- anna býr við, þar sem enn vantar viðunandi skólahús, — og ég hefi jafnframt vakið at- hygli á þvi, að hin strjálbýlu og afskekktu héruð hafi hingað til skilað góðum stofnum, sem reynst hafa menningu þjóðar- innar styrkar stoðir. — Það er því skylda þjóðfélagsins að búa sæmilega að þeim stofnum, er þar standa enn og hlúa að þeim gróðri, er vex í skjóli þeirra. — Það veit enginn að hverju barn- inu gagn verður, og þess vegna eiga öll börn sama rétt og kröfu til þjóðfélagsins um uppeldi og fræðslu. Saga íslendinga hefir oft sannað það, sem stendur í fornu ljóði, — að — þeir munu lýðir löndum ráða, er útskaga áður of byggðu. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.