Tíminn - 02.10.1945, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.10.1945, Blaðsíða 6
TÍMIIVIV, þriðjndagmn 2. okt. 1945 74. blað SEXTUGTR: FIMMTUGUR: AÐALSTEINN KRISTINSSON framkvæmdastjóri. AðaLsteinn Kristin&son, fram- kvæmdastjóri innflutnings- deildar Sambands íslenzkra samvinnufélaga, verður sextug- ur 4. þessa mánaðar. Hefir hann gegnt þar fr.kv.-starfi frá því.að Sambandið stofnsetti heildsölu í Reykjavík og hefir þannig við hlið bræðra sinna, Hall- grínfs heitins og Sigurðar, verið einri traustasti forvígismaður samvinnufélagsskaparins í land inu öll vaxtar- og þroskaár S. í. S. fram á þennan dag. Munu íslenzkir samvinnumenn vel þekkja og meta þakkarskuld sína við þennan dygga for- svarsmann sinn og senda hon- um hlýjar kveðjur úr öllum byggðum íslands á þessum tímainótum ævi hans. Aðalsteinn er Eyfirðingur að uppruna, fæddur í Syðra-Dals- gerði, og voru foreldrar hans Kristinn Ketilsson bóndi þar, og Hólmfríður Pálsdóttir, er átti ættir að rekja út í Svarf- aðardal. Nítján ára gamall hóf hann nám í gagnfræðaskólanum á Akureyri, eins og þá var títt um marga gáfaða og fram- gjarna æskumenn héraðsins, en þaðan fór hann svo í Hólaskóla og stundaði þar búnaðarnám einn vetur. En þótt svo réðist, að hann yrði hvorki bóndi né starfsmaður á vettvangi hinna eiginlegu búnaðarmála, hefir þó bændastétt landsins, sem mynd- ar meginkjarna samvinnu- hreyfingarinnar, notið starfs- krafta hans óskertra að kalla, því að í hennar þjónustu gekk hann, eins og áður er sagt, eft- ir að hafa unnið um hríð að verzlunarstörfum á Akureyri. Aðalsteinn er óvenjulegt prúðmenni, fríöur sýnum, kvik- ur í hreyfingum, glaður og um flest líkari ungum manni en 4 sextugum, er um tugi ára hefir gegnt umfangsmiklu og vanda- sömu starfi. í æsku var hann vaskur í- þróttamaður og fór víða um Halldór Þorvaldsson bóndi á Kroppsstöðnm. Adalsteinn Kristinsson lönd með Jóhannesi Jósefssyni og sýndi íslenzka glímu í fjöl- mörgum stórborgum álfunnar. Enn speglar hver hreyfing hans snarleik hins spengilega í- þróttamanns. Auk þess að vera einn af leið- togum samvinnufélagsskaparins í landinu, hefir Aðalsteinn um langt skeið verið í hópi forustu- manna Framsóknarflokksins og verið valinn til margvíslegra trúnaðarstarfa af hans hálfu. Öll þau störf, hvort heldur hafa veriö í þágu alþjóðar eða flokksins, hefir hann leyst af hendi með prýði. Einnig fyrir þau bera honum margvíslegar þakkir á þessum tímamótum. , Aðalsteinn er kvæntur Láru Pálmadóttúr frá Æsustöðum í Eyjafirði, mætri konu. Verður áreiðanlega mann- margt á heimili þeirra hjóna á fimmtudagipn, er vinir Aðal- steins koma til þess að óska honum til hamingju. Halldór Þorvaldsson, bóndi á Kroppsstöðum í Önundarfirði varð fimmtugur þ. 25. septem- ber. Hann er sonur Þorvglds Þorvaldssonar, sem þáttur er af í Frá yztu nesjum, og konu hans Kristínar Halldórsdóttur. Halldór er alinn upp í Önund- arfirði, þar sem foreldrar hans bjuggu á Vífilsmýrum og Efsta- bóli. Rúmlega tvítugur fór hann til búnaðarnáms að Hólum. Vorið 1920 keypti hann Kropps- staði og hóf búskap þar og hefir búið þar síðan. Eins og margir þeir, sem byrj- uðu búskap bjartsýnir og stór- huga á verðbólguárum fyrri heimsstyrjaldar, hefir Halldór Þorvaldsson fengið þungar byrðar að. bera. Hann er einn þeirra mörgu manna, sem árum saman stóðu með miklum þegnskap og manndómi undir þeim margvíslegu þyngslum, sem leiddu af skammvinnum fjármálaórum og 'uppskafn- ingslegri eyðslu reynslulítillar þjóðar. Og þó að rás viðburð- anna hafi lagt þeirri bænda- kynslóð þungan fjötur um fót og meinað henni að uppfylla æskuhugsjónir nema að litlu leyti, megum við, sem yngri er- um í stéttinni, þó minnast hennar þakklátir, því að hún bar atvinnuveg okkar yfir erf- iðasta kafiann. Halldór Þorvaldsson mótaðist ungur af hugsjónum ungmenna- félaganna og hefir jafnan stað- ið þar í fylkingu, sem hann þá kaus sér stað. Þannig á hann Úr sögu Siglufjarðarmálsins (Framhald aj 3. síðu) arnir sýnast hafa setið eftir. Fundargerð minnihlutafull- trúanna segir, að þegar Bjarni Jóhannsson hafi hafið að láta fara fram atkvæðagreiðslu um dagskrártillöguna, hafi formað- ur, réttara mun þó vera vara- formaöur, enda leiðrétt í rekstri málsins af hálfu gjörðarþola, gefið fundarhlé, meðan ró væri að komast á. Síðan segir, að eftir nokkurn tíma hafi formað- ur sett fundinn á ný og beðið jafnframt varaformánn að hafa fundarstjórn meðan hann sjálf- ur læsi skýrslu stjórnarinnar. Hafi formaður síðán lesið skýrsluna og drepið á flestar gerðir stjórnarinnar, er nokkru máli hafi skipt. Þá hafi frú Guðrún Björnsdóttir talað, en þareð það sem eftir frú Guðrúnu er haft í fundargerðinni er að verulegu leyti rangt, samkvæmt vottorði er hún hefir gefið í málinu, þykir ekki ástæða til að rekja það, en þess má geta, að í vottorði frú Guðrúnar segir, að hún hafi bent á hættuna, er K. F. S. stafaði af hinum miklu deilum og flokkadráttum innan félagsins og skoraði á deilu- aðila að reyna að finna sam- komulagsgrundvöll. Þá segir ennfremur í fundargerð minni- hlutafulltrúanna, að eftir ræðu frú Guðrúnar hafi Þóroddur Guðmundsson lýst því yfir að hann væri fús til að beita sér fyrir því, að sættir kæmust á, en Jóhann Þorvaldsson lýst yfir, að hann tæki ekki til greina tilmæli frúarinnar og myndi hann og fleiri fulltrúar ganga af fundi og hafi þeir síðan gert það. Það sem hér er bókað eftir Jóhanni kemur ekki heim við vottorð frú Guðrúnar, er segir, að Jóhann hafi enga slíka yfir- lýsingu gefið, að ræðu hennar lokinni, heldur staðið upp og sagt, að nú yrði fundurinn flutt- ur inn í annað herbergi í hús- inu, en yfirlýsingu um að það yrði gert hafi hann verið búinn að gefa áðúr en hún hóf mál sitt. Þá hafa fundargerðir meiri- og minnihlutafulltrúanna verið raktar fram að þeim tíma, er meirihlutafulltrúarnir fluttu fundinn í sal á efra lofti húss- ins. Af gögnum málsins er vart unnt að sjá með fullri vissu, hvað gerzt • hefir á fund- inum til þess tíma. Hafa bæði málsaðilar og vitni reynst all ósamhljóða um það. Þó virðist ljóst, að nokkur órói hefir verið á fundinum, er að- allega virðist þó hafa verið fólg- inn í hávaða, köllum og jafnvel fótastappi og ennfremur sýnist svo, að 'stundum hafi fleiri en einn talað í einu í salnum og þykir ekki, að öllu athuguðu, ó- líklegt, að rétt sé sú lýsing frú Guðrúnar Björnsdóttur, er hún segir í vottorði sínu, að þegar Jóhann Þorvaldsson hafi lýst yfir, að fundurinn yrði fluttur, hafi „sakir staðið þannig, að svo leit út sem verið væri að halda tvo fundi 1 salnum.“ Verður nú lýst framhaldi fundanna eftir fundargerðun- um og þá fyrst framhaldi fund- ar minnihlutafulltrúanna. Svo sem fyr var vikið að, var Hlöðver Sigurðsson, barnaskóla- stjóri, skipaður fundarritari á fundi þeim, en minnihlutafull- trúarnir héldu áfram eftir að Jóhann lýsti yfir, að hann flytti fundinn. Þá er bókað, að haldið m. a. sinn góða þátt í því að hafa gert sveit sína bindindis- sama á tóbak og áfengi. Verð- ur sú vernd, sem vaxandi æsku- lýð er þannig veitt, seint of- metin. Trúmálahreyfing sú, sem borin var uppi af Haraldi pró- fessor Níelssyni og samherjum hans, hreif mjög hugi manna á æskuárum Halldórs Þorvalds- sonar. Sú hreyfing var frjáls- lynd, víðsýn og mild. Einkenni hennar voru kærleikur og um- burðarlyndi. Halldór er einn þeirra manna, sem þeir andans straumar hafa yljað gegnum vetrarhríð ævinnar • og varið fyrir kulda efnishyggjunnar. Halldór kvæntist vorið 1931 Ágústu Pálsdóttur skipstjóra Rósinkranssonar. Þau hjón eiga þrjú efnileg börn. Vinir Halldórs Þorvaldssonar hyggja gott til þess að standa með honum í fylkingu fram- vegis í framsókn sveitar sinnar og stéttar. Það er svo margt af hugsjónum þeirra, sem á að rætast á komandi árum, er þarf öruggra liðsmanna og stað- fastra, — slíkra manna sem hans. Séu slíkir menn nógu margir mun þeirri kynslóð, sem hefir nú þrautir eyðimerkur- innar að baki, auðnast að sjá hið fyrirheitna land framtíðar- innar, þar sem börn þeirra rækta hina góðu mold ættjarðarinnar og samúð hjartans mótar við- skipti fólksins. H. Kr. Kaupfélagsstjorastaöan við Kaupfélag Skagfirðinga er laus 14. maí n. k. — Umsóknir sendist til formanns félagsins, Tobíasar Sigurjónssonar, Geld- ingaholti, fyrir 1. desember. 2. september 1945. Stjórn Kaupfélags Skagfirðinga. hafi verið áfram umræðum um skýrslu stjórnarinnar og síðan, að í þeim umræðum hafi komið fram svohljóðandi tillaga frá Guðbrandi Magnússyni, gjörðar- þola: „Fundurinn samþykkir að kjósa 5 manna nefnd, sem leiti samkomulags um þau deilu- atriði, sem upp hafi komið milli fulltrúa á aðalfundinum“. Var tillaga þessi samþykkt með 19 samhljóða atkvæðum. Jafn- framt er bókað, að hún hafi verið borin undir atkvæði þeira félagsmanna, er voru á fundinum sem áheyrendur og þeir samþykkt hana einrómk. Kosnir voru í nefndina Jón Jó- hannsson, -Gunnar Jóhannsson, Ásgrímur • Albertsson, Guð- brandur Magnússon og Hlöðver Sigurðsson. Síðan er bókað, að rætt hafi verið áfram um skýrslu stjórnarinnar meðan nefndin starfaði, en nefndarmenn virð- ast þegar, eða a. m. k. Guð- brandur Magnússon, hafa farið á fund meirihlutafialltrúana, sbr. síðar. Þá er loks bókað, að gefið hafi verið fúndarhlé „vegna starfa nefndarinnar til sunnudags 1. júlí, ef þörf kref- ur“. Síðan er fundargerðin und- irrituð. Þess er fyrst að geta um fram- hald fundargerðar melrihluta fulltrúanna eftir að “þeir fluttu fundinn, að það hefst á því, að bókuð eru nöfn þeirra fulltrúa, er f(3ru á hinn nýja fundarstað. Voru það 31 aðalfulltrúi og 12 varafulltuiar .... Þá kusu fulltrúar tvo menn sem varafulltrúa á aðalfund S. í. S. og hlutu kosningu þeir Jó- hann Þorvaldsson með 43 at- kvæðum og Bjarni Jóhannsson með 42 atkvæðum. Að þvi loknu var tekinn fyrir 9. dagskrárliður. Önnur mál. M. Allir samvinnumenn ættu að kynna sér ýtarlega skipu- lag og starfshætti stofnana sinna, samvinnufélaganna. Fræðslu um ÞAÐ efni og mörg önnur fáið þér í LEréfaákóia S. 3.S. Fram kom þá tillaga, er Hall- dór Kristinsson, .gjörðarbeið- andi, flutti á aðalfundinum 7. júni, en formaður neitaði að bera undir atkvæði þá, en hún var tekin upp orðrétt hér að framan,þegar talað var um þann fund. Hefir hún í málinu verið nefnd valdatakmörkunartil- lagan og er því nafni haldið um hana í úrskurði þessum. Var til- lagan samþykkt með samhljóða atkvæðum. Þá kom og fram svohljóðandi tillaga, er einnig var samþykkt með samhljóða atkvæðum: „Fundurinn samþykkir að fela kaupfélagsstjóra að ganga frá leigusamningi við söltunarfélag K.F.S. fyrir lágmarksleigu 40— 50 þúsund krónur miðað við 9000—10000 tunnu söltun og 1,50—2,00 kr. á tunnu, sem um fram er. Öll viðhaldsskylda hvílir á leigutaka“. Nú er Guðbr. Magnússon, gjörðarþoli, kominn á fundinn Bað hann um orðið og tilkynnti, að hann væri mættur fyrir hönd þeirra fulltrúa, er þarna væru ekki mættir og flutti þau til- mæli til fundarins, að hann kysi 5 manna nefnd til að „ræða um allsherjarsamvinnu og sam- komulágsgrundvöll allra full trúa K.F.S“. Var þá flutt og samþykkt með samhljóða at- kvæðum svohljóðandi tillága: „Fundurinn samþykkir að fela nefnd þeirri, er nú starfar fyrir fulltrúana, að mæta til ýið- ræðna við þá nefnd minnihlut- ans, sem nú er hér mætt.“ Loks kom fram svohljóðandi tillaga: „Fundurinn samþykkir að fresta aðalfundinum enn á ný til 21. þ. m. og felur fram- kvæmdastj. og fundarstjóra að auglýsa dagskrá með framkomn- um lagabreytingum“. r Þeir samlagsmenn, sem réttinda njóta í Sjúkra- samlagi Reykjavíkur og óska að skipta um lækna frá næstu áramótum, snúi sér til skrifstofu samlagsins, Tryggvagötu 28, frá 1. til 31. októbermánaðar, og ligg- ur þar frammi listi yfir lækna þá, sem valið er um. Læknaval getur því aðeins farið fram, að samlags- maður sýni tryggingarskírteini sitt og skírteini beggja ef um hjón er að ræða, enda verða þau að hafa sömu lækna. Reykjavík, 25. sept. 1945. Sjúkrasamlag Reykjavíkur Ullarverksmiðjan F J U N framleiðir fyrsta flokks vörnr. Spyrjið því jafnan fyrst eftir Gefjunarvörum þegar jður vantar UUUARVÖRUR Vökukonur og starfsstúlkur vnntar á Kleppsspítala. ZJpplýsingar hjjá tifirhjjáhrunarUonunni. Svo sem kunnugt er / * reyndist ekki, mögulegt meðan á stríðinu stóð, að fá til landsins nægilegt af æskilegum hráefnúm til smjörlíkisgerðar, enda munu þau algerlega ófáanleg enn í nokkra mánuði. Viðskiptaráð hefir mörgum sinnum, eftir beiðni smjörlíkis- gerðanna og með milligöngu sendiráðsins í Washington, gert hið ýtrasta til þess að fá aukinn útflutning á smjörlíkisolíum frá Ameríku en jafnan árangurslaust. Þegar líða tók að stríðslokum, tókst sendiráði íslands í Was- hington að fá nokkuð aukinn útflutning á smjörlíkisolíúm til landsins og í þeirri von að sá útflutningur haldist, hafa smjör- líkisgeröirnar breytt hráefnablöndu sinni og er það mjög til bóta þó hins vegar enn sé langt í land að geta gert jafngott smjörlíki og ef hægt væri að ná í hráefni frá Austurlöndum eins og áður. Er hið nýja smjörlíki nú komið í allar verzlanir. •■' , - \ ’ / Smjörlíki^erðin h.f. Sinjörlíkisgerðin Ujómi „Blái borðinn" „Ljóma smjörlíki“. Smjörlíkisgerðiu Svarnir „Svana smjörlíki“. Smjörlikisgerðin Ásgarðnr li. f. „Silfurskeifan“. Orðsending til kaupenda Tímans Ef kaupendur verða fyrir vanskilum á blaðinu, eru þeir vin- samlega beðnir að gera afgreiðslunni þegar aðvart. \

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.