Tíminn - 02.10.1945, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.10.1945, Blaðsíða 5
74. Mað TÍMIM, Itrið jmlagiiiii 2. okt. 1945 5 RITSTJÓRI: SIGR.ÍÐUR INGIMARSDÓTTIR Ýmiskonar fróðleikur Blettir í fötum. Oft koma blettir í fatnað og oft reynist erfit að ná þeim úr. Hér fara á eftir nokkrar ráðleggingar viðvíkjandi fata- hreinsun. Grasbletti er gott að má út með því að þvo flíkina úr sterku sápuvatni og leggja hana svo í klórblöndu, ef bletturinn hverfur ekki. Ef efnið þolir ekki þvott, má hreinsa blettinn með tréspíritus. Tjörublettir hverfa í sterku sápuvatni, annars eru þeir hreinsaðir úr með benzíni eða steinolíu. Ryðblettir hverfa oftast alveg, ef þeir eru nuddaðir með salti og sítrónusafa og flíkin síðan hengd til þerris í sólskini. Ráð- legt er að reyna ekki að hreinsa slíka bletti úr silki eða ullarföt- um, því hætt er við að þau eyðileggist þá algjörlega. Berjablettir hverfa sé flíkin lögð í klórblöndu, þoli hún ekki þvott, má nudda blettinn úr veikri edikssýrublöndu. Blekblettir eru oft erfiðir við- fangs og eru margar aðferðir til þess að ná þeim. Við flíkur, sem þola þvott má reyna eftirfar- andi aðferðir.: a) að skola flík- ina úr köldu vatni, b) gegn- væta blettinn með mjólk, c) strá salti á hann, nudda hann með sítrónusafa og þurrka flíkina í sólskini. Blekblettir mega aldrei lega búið hjá hverri fjölskyldu, ] rúm var hægt að fá, en gas og matvælaskammturinn var svo sára lítið og aukaskammt var ekki hægt að fá. Franska sendiráðið sagði að þetta yrðu aðeins 4 dagar. Á hverjum degi bjuggust Frakk- arnir við því, að flugvél kæmi og sækti þá, en það drógst og við höfðum ofan af fyrir þeim eftir beztu getu, sýndum þeim Kaup- mannahöfn og umhverfi henn- ar. Á hverjum degi komu 20 Frakkar til okkar og svo var haldið inn í sendiráðið til að leita frétta, en alltaf ,var eitt- hvað að, sem hafði tafið fyrir flugvélinni. Ýmist var það mikil þoka eða rigning annað hvort í Belgíu eða Danmörku. Einn daginn .vissi sendiráðs- ritarinn auðsjáanlega ekkert hverju hún ætti að svara, svo hún sagði með breiðu brosi, að í dag væri sennilega of glatt sólskin. í stuttu máli sagt hún vissi ekkert. Oft voru Frakkarnir hnuggn- ir, einkum þeir frá Elsass-Lot- hringen, þeir voru líka gramir yfir, að allur þeirra æviferill var mjög nákvæmlega rannsak- aður. En sannleikurinn var sá, að þótt flestir Frakkar, sem börðust með'" Þjóðverjum hefðu verið neyddir til að fara í stríð- ið, voru einstaka, sem höfðu eitthvað gruggugt í pokahorninu og þá átti að vinza úr. Einstaka Þjóðverjar þóttust líka vera Elsassbúar í von um að komast heim. Eitt hundrað og þrjár dansk- ar fjölskyldur höfðu tekið Frakka í „fóstur“ og' hnýttust þannig ýms vináttubönd. Eftir því sem meiri líkur voru til, að flugvélin kæmi- hafði fólk tekið upp þann sið að fara með alla Frakkana og föggur þeirrá til sendiráðsins á hverj- um morgni. Starfsfólk sendi- ráðsins gat auðvitað ekki hringt til 103 manna daglega. í viku eða svo sá maður Frakka koma á hverjum morgni ásamt gestgjöfum sínum, konum þeirra eða dætrum. Við vorum farnar að fá æf- ingu í að smyrja gríðarstóran morgunverðarpakka á hverjum morgni, kaupa smjör, fransk- brauð og fleira í nesti. Þegar við fréttum að flugvél- in kæmi því miður ekki fórum við heim og snæddum matar- þorna í fötum, sem ekki þola þvott. Bezt er að strá talcum yfir blettinn meðan hann er vot- ur, bursta það úr, strá aftur á blettinn þar til hann er horfinn. Einnig má reyna að nota sítrónusafa. Málningarbletti er bezt að nudda með terpentínu og sjóða síðan fatið í sápuvatni, ef það þolir slíka meðferð, að öðrum kosti er terpentínan látin nægja. Tréspíritus gerir sama gagn. Ársritið Embla, 1. hefti I. árg. er nýkomið út. Flytur það ljóð, sögur o. fl. eftir h. u. b. 20 skáldkonur íslenzkar. Frágang- ur ritsins er góður, efnið yfir- leitt ágætt. Eins og nafnið bendir til, er ritið gefið út af konum,og handa konum.Á það að koma út árlega og flytja nýjar sögur og ný ljóð eftir konur eingöngu. Vonandi er, að Embla megi lifa vel og lengi. Er nú gott tækifæri fyrir þær konur, sem „eiga eitthvað í pokahorninu,*/ nýtt eða gamalt, að senda það „Emblu“ til birtingar, eða þá í verðlaunasamkeppnina sem útgefendurnir ætla að efna til. Umfram allt ættu þó sem flest- ar konur að gerast áskrifendur að ritinu og útvega fleiri í við- bót, því að „Embla“ er þess verð, að henni sé liðsinni léð. pakkann, næsta morgun byrj- uðum við á nýjan leik. Oft var eins og fólki létti, bæði Frökkum og Dönum, þegar tilkynningin um frestunina kom. Óvissan um örlög ættingja og vina orsakaði þó, að það varð almenn gleði þegar flugvélin kom hinn 14. júní. Heimferðar- dagurinn var kominn. En það eru aðrir flóttamenn, sem ef til vill eiga eftir að dvelja langdvölum hér i Danmörku. Það eru: Tékkar, Eistar, Lettar, Litháar, Pólverjar o. fl. Það er erfitt að segja hverjum maður á að vorkenna mest. Pólverjar hafa liðið ógurlegar þjáningar og eru mjög hjálpar- þurfi. Þrír þjáðir Pólverjar komu til okkar, þeir hafa verið þrjú ár í hinum illræmdu fanga- búðum Þjóðverja. Annar þeirra er lögregluþjónn, hann hefir séð fjöldagrafir Þjóðverja, sem þeir huldu með kalki. Sameiginlegt fyrir alla fangana er það, að þeir minnast helzt ekki á það, sem fyrir þá hefir komið. Eistar, Lettar og Litháar bíða eftir að komast til Svíþjóðar og þaðan til Ameríku eða Ástr- aþu. Lönd þeirra eru eins og menn vita ekki til lengur. í einni stofu í þýzka skólanum eru 11 Litháar, þeir hafa verið 2 y2 ár í fangabúðum í Stutthof og þeir bera merki þess. Einn þeirra var með taugaveiki þegar hann kom, hann er svo minnis- laus, að hann spyr oft eftir miðdegisverðinum þegar hann er nýbúinn að borða. Iðjuleysið hefir líka haft slæm áhrif á þá, þeir eru framtakslausir. Það er um að gera að útvega vinnu handa þeim, en það er bannað að láta flóttamenn fá vinnu. 12 Litháar fengu þó vinnu við sveitastörf. Þegar þeir komu úr sveitinni voru þeir nærri því óþekkjanlegir, svo mjög höfðu þeir braggazt. Þeir fá líka að fara í sveit aftur. Aðbúð þeirra hér í borginni er heldur ekki sem bezt, við reyn- um að útvega þeim staði, þar sem þeir geta dvalið á daginn. Kennara höfum við reynt að fá, sem vilja fórna einhverjum tíma til að kenna þeim ensku eða önnur mál. Viðfangsefnin eru mörg og sum þeirra eru litt leysanleg. Stríðinu er lokið, en friðurinn hefir ekki verið unn- inn enn. Ólafur Gunnarsson þýddi. LARS HANSEN: Fast þeir sóttu sjóinrL FRAMHALD Hásetarnir sátu niðri í káetunni og furðuðu sig á fyrirbærum lífsins — ekki sízt honum Kristófer, sem stóð nú við líkkistusmiði og hamaðist eins og hann væri að smíða utan um kerlinguna sína. En hér var svo sem engu tapað, því að þeir gátu ekki róið vegna beituleysis hvort eð var. Þór var ekki þannig gerður, að hann leggði það í vana sinn að skipta sér af því, sem honum kom ekki við. En nú hafði hann hlustað svo lengi á rausið í Nikka og Lúlla um Kristófer og hans hagi og háttalag, að hann missti þolinmæðina og sagði þess vegna: — Fyrst hann frændi er svona öðru vísi en annað fólk — hvers vegna eruð þið þá alltaf með honum — hvort heldur er í ís- hafsleiðangrum, á vertíð eða í flutningum? Þið_gætuð þó sjálf- sagt fengið annáð skiprúm. Það var eins og þessi spurning kæmi flatt upp á þá. Þeir þögnuðu báðir og sátu hugsi góða stund. En svo sagði Lúlli: — Þér finnst kannske, Þór, að frændi þinn sé ekki öðru vísi en annað fólk, því að þú ert af sömu ættinni. Faðir þinn í Kverkinni — hann er bróðir hans Kristófers, og það veit sannur Guð, eins og allir í Tromsö, að þeir eru steyptir í sama mótið. En menn, sem verið hafa föður þínum samtíða, segja, að hann sé enn sérlegri en Kristófer. Þess vegna finnst þér þetta ekkert skrítið. Þú ert alinn upp við þennah skratta og ert sjálfur ramgöldróttur eins og þeir og öll þín ætt. En okkur hinum finnst þetta merkileg ætt. — Víst er þetta merkileg ætt, sagði Nikki, og það get ég sagt með sanni, að hefði hann Kristófer ekki verið sá fjandans galdrakarl sem hann er, þá væri ég ekki á honum „Noregi“ núna. — Hugsaðu þig bara um, Þór, hélt Lúlli áfram, og þá getur varla hjá því farið, að þér finnist einkennilegt, að af svona stórri ætt skuli aldrei nokkur maður drukkna, þó að þið hafið allir verið og séuö enn þeir mestu andskotans sjóhundar, sem til eru í öllum Norður-Noregi, ef ég má svo segja. Taktu nú til dæmis hann Kristófer hérna, og hugsaðu þér svo hann afa þinn — Filpus gamla,/í Krabbanesi. Hann varð níutíu og átta ára, og þó alla ævi nafntogaður meðal innlendra og erlendra sjómanna fyrri fífldirfsku á hafinu. Hann varð hvað eftir annað skipreika, en ekki bar á því, að hann færist — nei, ónei. Nei, sjórinn þakkaði gott boð — sjórinn vildi hann ekki, sjórinn vill engan ykkar .... og sízt af öllu hann Kristófer. — Fyrst ykkur finnst hann Kristófer svona allt öðru vísi en annað fólk, sagði Þór, þá skal ég segja ykkkur, að mér finnst þið vera ennþá einkennilegri en hann. Haldið þið kannske, að ég hafi ekki tekið eftir því, að hvenær sem færi gefst, reynið þið að sverta og erta hann frænda bara til þess að hleypa honum í einhvern ofsann. Ég hefi þa,ð oft hlustaö.á ykkur, þó að ég hafi ekki blandað mér í það, og væri ég í hans sporum, myndi ég taka ykkur báða til bæna. En það er hans að ráða sinum gerðum, og ég skipti mér ekki af málum annarra. Nú heyrðist fótatak uppi á þilfarinu, og Kristófer kom niður í káetuna, þreyttur og sveittur. Hann hólkaði af sér fötunum og snaraðist steinþegjandi upp í fleti sitt. Enginn mælti orð frá vörum, því að þeir könnuðust við svipinn, sem var á honum Kristófer. Það gat brugðizt til beggja vona, hvort hann svaraði, þótt á hann væri yrt, og hann gat líka eins vel sagt þeim að halda kjafti, því að nú var Krístófer í þungum þönkum og vildi fá að vera í friði. Hann lagðist aftur á bak í fletið og spennti greipar og starði upp í þiljubitann, sem ekki var nema svo sem fjóra þumlunga frá nefinu á honum. Það liðu tíu mínútur — stundarfjórðungur. Allir þögðu. Þá deplaði Lúlli augunum framan í Nikka og sagði: — Nú varð hún þó löng. Kristófer vatt sér við. — Hvað átt þú við? — O-jæja, sagði Lúlli. Ég átti nú ekki við annað en það, hve löng þögnin varð, áður en þú máttir vera að því að segja eitt- hvað. Hann Kristófer rauk fram úr fletinu, eins og hnífur hefði verið rekinn í hann. — Þú, Lúlli, og þú líka, Nikki — þið eruð þeit verstu skrattar, sem hægt er að hafa með sér á skipsfjöl. Má ég ekki hugsa í friði? Þá stóð Nikki á Bakkanum upp. — O, haltu kjafti sjálfur, Kristófer, sagði hann. Það er óþarfi af þér að koma fokvondur um borð. Segðu okkur heldur á kristilegan hátt, hvað þú ert að hugsa um. Þú veizt það ofurvel, að við Lúlli erum þeir beztu hásetar, sem þú getur fengið á þessa fúaduggu þína, og farðu svo í nærbuxurnar, því að hér er kalt. Svona orðahnippingar voru ekki annað en það, sem allir áttu að venjast á „Noregi“ í landlegum, þegar þeir Lúlli og Nikki voru með Kristófer, og svona orðaskak var venjulega hreinasta læknislyf fyrir hann Kristófer. Og enginn var fær um að koma því af stað, ef þessir hásetar hans gátu það ekki. JÁRNIÐNAÐARPRÚF , i Þeir nemar, sem ekki hafa enn skilað prófskírteinum sínum í járniðnaði: Eirsmíði, járnsmíði, (eldsmíði), málm- steypu, rennismíði, plötu- og ketilsmíði, skili þeim fyrir mánaðarmót til undirritaðs. Prófið hefst um miðjan næsta mánuð. ÁSGEIR SIGITRÐSSON, forstjóri Landssmiöjunnar. ANNA ERSLEV: Fangi konungsins (Saga frá dögum Loðvíks XI. Frakkakonungs). Sigríður Ingimarsdóttir þýddi. „Nú skilst mér, að þú þurfir að hafa hraðan á,“ sagði Hinrik frá Gatanó. „En þegar þú kemur frá Dijon, verðurðu að koma við á Gatanó og dvelja þar í nokkra daga. Þú verður að gista einhvers staðar hvort sem er!“ Georg kvað svo vera og þáði boð Hinriks með þökk- um. Berthold hafði í hyggju að fara fótgangandi til borgar einnar skammt frá Dijon. Hann slóst því í förina með Georg. Síðan kvöddu þeir tvímenningarnir Hinrik og sneri hann heim á leið, en þeir héldu áfram eftir veginum. Þeir þurftu að flýta sér sem mest þeir máttu, áður en ræningjarnir kæmu heim og uppgötvuðu strokið. Á göngunni fór Berthold að segja Georg frá bernsku- árum sínum. Georg varð heldur en ekki forviða, þegar hann komst að raun um, að fátæki stúdentinn var son- ur þjóðhöfðingja nokkurs, sem hafði verið flæmdur úr landi sínu. Berthold varð æ ákafari í frásögn sinni af öllum þeim dásemdum, sem hann varð eitt sinn aðnjótandi og yon- aði fastlega, að hann fengi brátt að njóta á ný. Fyrst hlustaði Georg undrandi á frásögn hans, en svo íór hann að efast um, að hún væri sannleikanum sam- kvæm. „Hann hlýtur að hafa lesið þetta í einhverri bók,“ hugsaði hann. „Þessir menntamenn eru stundum dá- lítið ruglaðir í kollinum. Aumingja strákurinn! Hann hefir víst ekki þolað þrengingarnar undanfarna daga.“ Hann mótmælti því engu og hlustaði þolinmóður á gort- ið í Berthold. Þeir gengu dögum saman, og loks grilltu þeir turna Dijon-borgar. „Þarna! Sjáðu, þarna!“ hrópaði Georg hrifinn. „Þetta hlýtur að vera Dijon! Heilaga mær! Ég þakka þér fyrir það, að þú beindir fótum mínum á rétta leið!“ Hann tók ofan og spennti greipar. „Við skulum ekki fara inn í borgina í kvöld,“ sagði Berthold. „Við skulum heldur nátta okkur í þessum heystakki og safna kröftum, áður en við göngum til klaustursins í fyrramálið.“ Georg féllst á þetta, þótt hann brynni reyndar í skinn- inu af eftirvæntingu. En hann var dauðsyfjaður og þreyttur. Þeir lögðust því til hvíldar í hlýjum og nota- legum heystakknum. Þeir lágu þar lengi og hvíldu lúin bein. Að lokum steinsofnaði Georg. Nú var hann kom- inn svo nálægt hinu þráða takmarki, að hann svaf værar en hann hafði gert í margar nætur. Georg svaf, — en Berthold svaf ekki! Tvöfetdni og tiræsni (Framhald af 4. síðu) ur fengu að meðaltali kr. 3,02 fyrir 1. fl. dilkakjöt. Síðan hef ir verið reiknað út, að eftir sex- mannanefndarverði áttu þeir að fá 2,11 kr. pr. kg., en eins og útlitið með sölu á gærum og ull var í sláturtíðinni, þegar verðið var sett á kjötið, var ekki hægt að gera ráð fyrir, að sexmannanefndar-verðið yrði svo lágt, heldur voru þá líkur til þess, að þeir þyrftu að fá milli 2,60 og 2,70 kr. pr. kg. fyr- ir kjötið, til þess að fá gegn- um allt lambsverðið borinn uppi kostnað sinn við búið. Af þessu sjá menn, að ráð- herrar flokksins vildu hafa kjötverðið kr. 1,75 pr. kg. í smásölu, en þeir, sem þá voru að hræsna fyrir bændum, vildu hafa það allt upp í fjór- ar krónur pr. kg. Þar vantaði ekki eininguna. Það, sem Jón Pálmason gæti ef til vill haft ástæðu til að undrast, ær það, að höfundur Tímagreinarinnar 15. marz skuli láta sér detta í hug, að þeii, sem vóru að kreíj- ast háa kjötverðsins, mundu nokkurn tíma fá að ráða því innan Sjájlfstæðisflokksins. — Hvenær hefir það hent? Það hefir ævinlega * verið kaup- mannaklíka flokksins, sem hef- ir ráðið. Það er hún, sem fær því til vegar komið nú, að á- lagning smásalanna á kjötið er hækkuð frá undanförnum ár- úm, á sama tíma og verðið til bænda er stórlækkað. Það var þess vegna ástæðulaust með öllu af Tímanum 15. marz 1942 að gera ráð íyrir því, að tillit væri tekið til mannanna, sem voru að krefjast háa verðsins. En hefði það verið jgert, þá hefði verðið, eins og Tíminn sagði, verið hærra í Reykjavík. Jón Pálmason segir að rík- isstjórnin hafi „látið Pál Zóp- hóníasson fella^ ár eftir ár til- lögu frá Jóni Árnasyni í kjöt- verðlagsnefnd um lítilsháttar leiðréttingu.“ Hver þessi leið- rétting er nefnir hann ekki. Það kom aldrei fyrir við ákvörð- un á kjötverði í sláturtjðinni að okkur Jón Árnason greindi á, eða greiddum atkvæði sitt á hvað, svo ég minnist. Hinu man ég eftir, að einu sinni greindi okkur á um hækk- un á kjötinu í janúar vegna geymslukostnaðar. Þessi lítils- háttar leiðrétting, sem ég á að hafa fellt ár eftir ár, hefir aldrei komið fram, nema í heilaspuna Jóns Pálmasonar. Öðru narti í greininni nenni ég ekki að svara, því ómerk eru orð þeirra, sem enginn trúir og enginn tekur mark á. 23. sept. 1945. Páll Zophóníasson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.