Tíminn - 02.10.1945, Blaðsíða 8

Tíminn - 02.10.1945, Blaðsíða 8
Þeir, sem vilja kynna sér þjóðfélagsmál, innlend og útlend, fpurfa að lesa Dagskrá 8 REAKJAVÍK D A G S K R. Á er bezta íslenzka tímaritib um þjóðfélagsmál 2. OKT. 1945 74. blað TaMÁLL TÍiT1A.\S S' 25. september, þriðjudagur: Þrengt að Þjóðverjnm. Þýzkaland: Hernámsst j órn Bandamanna birti tilkynningu um eftirlit það, sem haft yrði með iðnaði og samgöngum Þjóð- verja. Flugvélaiðnaður verður bannaður og annar iðnaður, sem getur orðið undirstaða her- gagnaframleiðslu. Þjóðverjar verða að afhenda alla hluti, sem gerðir eru úr hörðum málmum, t. d. silfri og platínu. Þeim verður og gert að skyldu að fara og byggja upp borgir, sem þeir hafa eyðilagt. t. d. Stalin- grad og Rotterdam. Öll hernað- arstarfsemi þeirra og hernað- arlegur félagsskapur verður bannaður hér frá. Frakkland: Sett var stofn- þing nýs alþjóðásambands verkamanna. Bretland: Deila er um það á utanríkisráðherrafundinum, hvort Frakkar skuli taka þátt með hinum stórveldunum í friðarsamningunum við Búlg- aríu, Rúmeníu, Ungverjaland og Finnland. Rússar eru því and- vígir og segja Frakka ekki hafa unnið til þess. 26. september, miðvikudagur: Bréf Rooscvelts. Bandaríkin: Utanríkisráðu- neytið birti bréf, sem Roosevelt hafði skrifað Franco í vetur. í bréfinu vítir Roosevelt Franco- stjórnina og gefur til kynna, að Bandaríkin muni ekki geta haft stjórnmálasamband við hana til frambúðar. Jafnframt og bréfið var birt, var skýrt frá því, að stefna Bandaríkjastjórnar væri enn óbreytt í þessum efn- um. Bretland: Orðalag á tilkynn- ingu, sem hafði verið birt um starf utanríkismálaráðherra- fundarins, vakti nokkra deilu. Tilkynningin hafði verið samin af fulltrúum allra stórveldanna, en Rússar mótmæltu henni eft- ir á. Molotoff krafðist þess að gefin yrði út leiðrétting, en hin- ir ráðherrarnir neituðu því. Danmörk: Mikil hátíðahöld um allt landið í tilefni af af- mæli konungs. Þýzkaland: Eisenhower til- kynnti, að hernámssvæði Bandaríkjanna yrði skipt í þrjú ríki: Stór-Hessen, Wurnten- berg-Baden og Bajern. Hvert þeirra fær sérstaka stjórn. Dýrtíöarráðstafanir stjórnarinnar Bráðabirgðalögin um kjötsöluna Hér fara á eftir bráðabirgða- lög þau, sem ríkisstjórnin gaf út á laugardaginn um áhrif kjötverðsins á framfærsluvísi- töluna og nánar er rætt um á öðrum stað: 1. gr. Við útreikning vísitöl- unnar 1. október 1945, og þar á eftir, skal aðeins reiknað með því verði á nýju og söltuðu dilkakjöti, hangikjöti og vinnsluvörum úr kjöti, sem talið var í vísitölunni 1. september 1945. 2. gr. Mismun á útsöluverði og vísitöluverði kjöts þess, er um getur í 1. gr., eiga menn, að undanteknum þeim er í 3. gr. segir, kost á að fá endurgreiddan ársfjórðungslega úr ríkissjóði frá 20. september 1945. Engum verður þó greidd niðurgreiðsla á meira magn en 40 kg. á ári fyrir hann sjálfan og hvern mann, sem hann hefir á fram- færi sínu. 3. gr. Rétt til niðurgreiðslu samkvæmt 2. gr. hafa' þó ekki: 1. Þeir, sem hafa sauðfjárrækt að atvinn að meira eða minna leyti. 2. Atvinnurekendur, sem hafa 3 menn eða fleiri í þjón- ustu sinni. 3. Þeir, sem fá laun sín greidd að nokkru eða öllu leyti með fæði. 4. gr. Skattanefndir eða skattstjóri í hverju umdæmi semji skrá um alla þá, sem rétt hafa til niðurgreiðslu, og skal skráin miðuð við síðustu skatt- skrá á hverjm tíma. Synjun skattanefnda eða skattstjóra um upptöku á þá skrá má áfrýja til yfirskattanefndar, sem kveð- ur upp endanlegan úrskurð þar um. 5. gr. Ákveða má með reglu- gerð um alla framkvæmd laga þessara, þar á meðal um fyrir- komulag niðurgreiðslna, ákvæði, er miða til tryggingar því, að þeir, er fái niðurgreiðslur, hafi notað tilsvarandi kjötmagn, og um fyrning á niðurgreiðslu- kröfu. 6. gr. Brot á lögum þessum reglugerðum eða öðrum fyrir- mælum, sem sett kunna að verða samkvæmk þeim, varða sektum allt að 10000 krónum, nema þyngri refsing liggi við sam- kvæmt öðrum lögum, óg skal farið með mál út af þeim að hætti opinberra mála. 7. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. DAUÐASLYS Síðastl. þriðjudag vildi það slys til á gatnamótum Amt- mannsstígs og Þingholtsstræt- is, að fólksflutningabifreið og bifhjól rákust sarpan. Maður- inn, sem ók bifhjólinu, Flosi Þórarinsson útvarpsvirki, Selja- veg 25, var fluttur meðvitund- arlaus í sjúkrahús og lézt hann þar síðastl. föstudag. Flosi heitinn komst aldrei til meðvit- undar eftir að slysið varð. Bókaútgáfa Isafoldarprentsmiðju (Framhald af 1. síðu) séð um útgáfuna og búið bók- ina undir prentun. Af ljóðabókum kemur einnig mikið út. Ber þar fyrst og. fremst að nefna tvö Ijóðasöfn, sem eru í prentun, en það er heildarútgáfa af ljóðum Einars Benediktssonar og Jóns Magnús- sonar. Hvert safn verður 4—5 bækur. Þá eru í undirbúningi tvö Ijóðasöfn. Annáð er heild- arútgáfa af Snót og verður þar samankomið allt það, sem birt- ist í gömlu Snót, þó án endur- tekninga. Hitt er safn ljóða um íslenzku konuna, sem Guðmund- ur heitinn Finjibogason lands- bókavörður hafði lokið við að búa undir prentun og kallað „Fósturlandsins Freyja.“ Þá er væntanleg ný Ijóðabók eftir Kolbein í Kollafirði. „Blessuð sértu sveitin mín.“ ljóðabók eftir Sigurð Jónsson frá Arnar- vatni, er nýkomin út. — Hefir Isafoldarprentsmiðja ekki gefið óvenjumikið út af námsbókum í haust? — Jú, námsbókaútgáfa prent- smiðjunnar er alltaf að aukast ár frá ári og hefir aldrei verið eins mikil og í ár. Er hér um að ræða bæði endurprentanir bóka, er uppseldar eru, og einn- ig útgáfu nýrra námsbóka. End- urprentaðar hafa verið Landa- fræði og Dýrafræði Bjarna Sæ- mundssonar, sem nú um nokkurt skeið hafa verið ófáanlegar. Járðfræði Guðm. Bárðarsonar kemur út næstu daga og út eru komnar Eðlisfræði Jóns Á. Bjarnasonar og sænsk lestrar- bók eftir Guðlaug Rósinkranz. Þá kemur út ensk lestrarbók eftir Jón Á. Gíslason, sem ein- göngu er . ætluð til notkunar í verzlunarskólanum, en hann er kennari þar. í undirbúningi er útgáfa frönskukennslubókar eftir Bud Boots prest í Landa- koti. Þá eru ennfremur i prent- un nokkrar skriftarkennslubæk- ur eftir Guðmund I. Guðjónsson skriftarkennara við Miðbæjar- (Framhald af 1. siðu) Önnur hamlan er sú, að ýmsir neytendur fá ekki kjötstyrkinn, m. a. atvinnurekendur, sem hafa 3 menn eða fleiri í vinnu. Margir þessara manna hafa sízt betri afkomu en fjöldi þeirra, sem fær styrkinn. Út-1 vegsmaður, sem gerir út trillu- bát, hefir áreiðanlega verri af- komu en fjöldinn allur af launamönnum. Með því að svipta slíka menn styrknum, er | vafalaust dregið' talsvert úr kjötsölunni. Þá er enn ekki nein trygging fyrir því, að þessi styrkur' verði notaður til kjötkaupa. Eins og lögin eru úr garði gerð, eru ekki sett nein skilyrði fyrir því. Þetta j verður ekki vel tryggt, nema því fyrirkomulagi verði komið á, að menn fái hann jafnóðum ! og þeír kaupa kjötið, t. d. með (jatnla Síó skólann og 1. hefti Dönsku- kennslubókar Ágústs Sigurðs- sonar, sem er endurprentun. — Hvaða merkisbækur koma annars út fyrir jólin? — Meðal þeirra bóka er koma út fyrir jólin vil ég sérstaklega nefna þrjár. Það er Völuspá eftir Eirík lækni Kjerúlf, þar sem hann setur fram nýjar kenningar um kveðskapííslenzk- um fornsögum, Sjósókn, sem inniheldur endurminningar Er- lendar Björnssonar á Breiða- bólsstöðum, og Sögu Vestmanna- eyja. Allt eru þetta merkar bækur, er íslenzkum bókamönn- um mun þykja fengur í «ð fá. í vetur koma einnig út ný j hefti af þjóðsagnasöfnum þeim, er út koma árlega, en það verða 7. hefti Rauðskinnu, íslenzkar sagnir og þjóðsögur Guðna mag., Jónssonar, 6. hefti, og Frá yztu | nesjum, þjóðsagnasafn Gils Guðmundssonar 3. hefti. í haust kemur út nýtt hefti af safninu Samtíð og saga, og er það 3. hefti þessa safns, sem er eins og kunnugt er gefið út á vegum Háskóla íslands en kostað af ísafoldarprentsmiðju. Af þeim bókum, sem hér eru í prentun fyrir aðra bókaútgef- endur, en koma út fyrir jólin, mætti nefna bók um Lýðveldis- hátíðina, sem Leiftur gefur út, endurprentun á íslenzkum þjóð- háttum Jónasar Jónssonar frá Hrafnagili, sem sonarsynir höf- undarins gefa út, og „Ratfla ég við rokkinn minn,“ þulur og þjóðkvæði, sem Ófeigur Ófeigs- son læknir hefir safnað, skráð og skreytt með mörgum teikn- ingum. — Kemur ekki út nýtt hefti af úrvalsljóðunum fyr^r jólin eins og að undanförnu? — Jú, að þessu sinni verða gefin út úrvalsljóð Stephens G. Stephenssonar og sér frú Unnur Bjarklind um útgáfuna. Þau hefti íslenzkra úrvalsljóða, sem uþpseld eru, verða öll endur- prentuð. Nokkur þeirra eru þeg- ar prentuð og koma út á þessu hausti, eftir því sem tök eru á vegna anna á bókbandsvinnu- stofunum. Um þýddar bækur held ég að ekki sé ástæða til að ræða mikið um að sinni. Það kemur töluvert af þýddum bókum og ýmsum öðrum bókum, sem ég hefi ekki nefnt. En óvíst er hvað afköst prentsmiðjunnar leyfa, að út komi á þessu ári. Verð á olíu og bensíni (Framhald af 1. síðu) láta íslendinga fara í stríðið! Hins vegar var olíuverðhækk- unin í febrúar síðastl. vafalaust ekkert annað en handvömm stjórnarinnar, og vissulega bendir það til, að enn sé slæ- lega haldið á þessum málum, að olíusmál. skuli ekki verða nema 30 kr. ódýrari nú eftir að stríðinu er lokið en hún var nær alla styrjöldina. Svo mikið hefír ýms flutningskostnaður lækk- að síðan, að þessi lækkun olíu- verðsins verður að teljast ó- eðlilega lítil. afhendingu sérstakra miða. Fái menn styrkinn strax örfar það bæði kaupin og er neytendum hentugast. Verði hins vegar ekki horfið að því ráði, getur það orðið til að draga enn úr kjötkaupum. Margt fleira er enn á huldu í sambandi við þessa ráðstöfun, en um það verður eigi að fullu dæmt fyrr en tilheyrandi reglu- gerðir hafa verið birtar. Af þeim atriðum, sem hér hafa verið nefnd, má það vera ljóst, að hin nýja niðurborgunarað- ferð, eins og hún er framkvæmd, verður til þess að draga veru- lega úr kjötneyzlunni og það einmitt hjá þeim, er sízt skyldi. Af þessu hlýzt hins vegar sparn- aður fyrir ríkissjóð. En það er vissulega byrjað á eins öfugum enda og hugsast getur, að fyrsta sparnaðarviðleitnin í dýrtíðar- málunum skuli bitna á bændum með samdrætti kjötsölunnar og Iáglaunafólki með því að styrkja það til minni kjötkaupa en áð- ur. Óliæf forusta. Ríkisstjórnin hefir vissulega ekki getað sýnt það betur en með þessum ráðstöfunum, hve fullkomlega óhæf og vanmátt- ug hún er til þess að leysa dýr- tíðarmálin. Þrátt fyrir það, að dýrtíðar- málin eru nú komin í meiri ó- göngur en nokkuru sinni fyr, heldur hún áfram sömu kákráð- stöfunum og hingað til og það vitanlega með þeim afleiðing- um, að verðbólgan og fjár- málaöngþveitið heldur áfram að vaxa. Það eina, sem hún ger- ir til sparnaðar, er að rýra hlut þeirra, sem lakast eru settir. Það, sem -átti vitanlega að gera, voru ráðstafanir til að draga úr milliliðaokrinu og hafa upp á skattsviknu f§ og svo nauðsynleg niðurfærsla á verð- lagi og kaupgjaldi til sam- ræmis við getu útflutnings- framleiðslunnar. Þannig náðu ráðstafanirnar jafnt til allra og þannig var fengin varanleg lausn. En allt þetta er látið ó- gert. Milliliðirnir og stórgróða- mennirnir fá að halda sínu. Verðbólgan fær að halda áfram, en stöðvun aðeins afstýrt um stund með fjáraustri úr ríkis- sjóði. Sú eina lækkun, sem er gerð, er látin bitna á bændum og láglaunafólki. Af þeim lágtekjustéttum, sem þessar ráðstafanir stjórnarinn- ar bitna á, verða bændur þó langharðast úti. Fyrst er verð- lagsvaldið tekið af þeim og síð- an er þeim úthlutað 12.5 aura lægra verð fyrir mjólkurlítra og kr. 2.80 fyrir kjötkg. en þeim ber samkv. sexmannanefndar- álitinu. Til viðbótar er svo ima ienda kjötmarkaðnum spillt fyr ir þeim, fyrst með því að láta ríkja óvissu um dýrtíðarráðstaf- anirnar, svo að neytendur þora ekki að kaupa kjöt til vetrarins meðan kauptíðin stendur hæst, og síðan með því að skerða kjötstyrkinn til neytenda og draga þannig úr kjötkaupum láglaunafólks. Afleiðingin verður sú, að kjötsalan innanlands dregst saman, meira kjöt þarf að flytja út og meðalverðið til hændalækkar. Það má vissu lega troða lengi á rétti bænda, ef þetta nægði ekki til þess, að stjórnarflokkarnir töpuðu til fullnustu því fylgi, sem þeir hafa haft í sveitunum. En heildardómur almennings um dýrtíðarráðstafanir stjórn- arinnár hlýtur að verða sá, að þær séu ekkert annað en ör- þrifafullt bráðabirgðakák, sem þegar sé komið meira en nóg af, og að því leyti, sem þær miði til breytinga, auki þær mtsrétt og rýri hlut þeirra, sem lakast eru settir. Með þessum ráðstöfunum hefir stjórnin bezt sýnt, hve óhæf hún er til þess að leysa vandamálin og eigi ekki endirinn að verða algert hrun og öngþveiti, verða ný samtök, sem umbótamenn skipa, að koma til sögunnar. Hetja hersins (Salute to the Marines) Amerísk stórmynd í eðlilegum litum. Wallace Beery, William Lundigan, Mariiyn Maxweli. Aukamynd: JAPANIR UNDIRRITA UPPGJÖFINA. Sýnd kl. 7 og 9. Börn innan 16 ára fá ekki aðgang. Sýnd kl. 5. thjja Síó ÓÐUR BERIVADETTU. (The Song of Bernadette) Stórmynd eftir sögu Franz Werfel. Aðalhlutverk: Jennifer Jones, William Eythe, Charies Bickford. Sýningar kl. 6 og 9. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Sýnir gamanleikhm GIFT EÐA ÓGIFT eftir J. B. Priestley á fimmtudaginn 4. þ. m. kl 8. Aðgöngumiðasala á morgun kl 4—7. Sími: 3191. Tilky nning frá verðlagsnefnd landbúnaðarafurða Meff tilvísun til þess, aff ríkisstjórnin hefir ákveffiff aff greiða niður verff á neyzlumjólk frá og meff 1. október 1945, ákveffur verfflagsnefnd landbúnaffarafurða, aff frá og meff 1. október 1945, skuli útsöluverff á allri nýmjólk í lausu máli vera kr. 1.60 hver lítri. Mjólk í heilflöskum skal vera kr. 1.70 hver lítri og í hálfflöskum kr. 1.74 hver lítri. r Verð á mjólkurafurffum helzt óbreytt, samanber aug- lýsingu frá 14. þ. m. Reykjavík, 29. september 1945. Ver ðlagsncf nd. U R B Æ N U Leikfélag Reykjavíkur mun hefja starfsár sitt með sýning- um á sjónleiknum „Gift eða ógift?" eftir Prestley og verður hann sýndur fyrst næstk. fimmtudag. Leikfélagið hefir nú fengið fullkominn ljósaút- búnað frá Ameríku og verður hann notaður í fyrsta sinn við frumsýn- ingu á nýju íslenzku leikriti, í þessum mánuði. Heitir það „Uppstigning" og er eftir höfund, sem ekki lætur nafns síns getið. Hótel Þröstur heitir nýtt hótel, sem nýlega var opnað í Hafnarfirði í húsakynnum þeim, sem Hótel Björninn var áður í. Það er nýtt hótelfélag í Hafnarfirði, sem stofnaði þetta nýja hótel og hefir verið gerð fullkomin breyting á húsa- kynnum, svo hótelið, sem er með nýtízku sniði, hefir samkomusal fyrir um 160 manns og 8 gestaherbergi. Salirnir eru prýddir listaverkum eftir íslenzka málara. Forstöðumaður hins nýja hótels er Marbjörn Björnsson, en stjórn hótelfélagsins skipa Þórður Teitsson, Marbjörn Björnsson, og Tryggvi Steingrímsson. Tvö innbrot voru framin í Reykjavík aðfaranótt síðastl. þriðjudags. Brotizt var inn í sýningarglugga skartgripaverzlunar Guðlaugs Gíslasonar, Laugaveg 63, og stolið þaðan 9 armbands- og vasa- úrum og auk þess armböndum á úr og eyrnalokkum. Hitt innbrotið var framið í skrautgripaverzlun Gottsveins Oddssonar við Bergstaðatsræti 2 og stolið þaðan 4 úrum og ýmsum smá- munum. Talið er líklegt að útlending- ar séu valdir að innbrotum þessum, en rannsókn málanna stendur nú yfir. Óffur Bernadettu, heitir kvikmynd, er Nýja Bíó sýnir um þessar mundir. Kvikmynd þessi er gerð eftir hinni heimsfrægu skáld- sögu þýzka skáldsins Franz Werfel, sem nú er nýlátinn. Sagan fjallar um undrin í Lourdes í Frakklandi og er sögð saga frönsku alþýðustúlkunnar Bernádettu, er varð fyrir vitrunum á þessum stað. Kvikmyndin hefir hvar- vetna vakið mikla athygli, enda er hún talin vel gerð. Aðalhlutverkið, Berna- dettu, leikur Jenufer Jones. Hún er nú orðin með frægustu kvikmynda- leikkonum í Ameriku, en það var leik- ur hennar í þessari mynd, er skapaði henni mestan framan á listabraut- inni. Frá Englandi komu nýlega loftleiðis Jónas Þor- bergsson útvarpsstjóri, Haraldur Árna- son heildsali og Helgi Guðmundtson bankastjóri. Nýlega eru farnir þang- að Einar Pétursson og Eiríkur Sigur- bergsson. Kennsla í Sænsku. Lektor Peter Hallberg, fil. lic., mun halda sænskunámsskeið fyrir almenn- ing í háskólanum í vetur þriðjudaga kl. 6—8 e. h. Væntanlegir nemendur gefi sig fram í skrifstofu háskólans. Kennsla hefst þriðjudag 2. okt. kl. 6. Nemendur hafi með sér sænskubók Péturs G. Guðmundssonar og Lej- ströms. Til Svíþjóðar er nýlega farinn Geir Stefánsson heildsali, ásamt konu og þremur börn- um. Einnig eru nýfarnir þangað Otto Johansson sendifulltrúi Svía, Guð- mundur Heiðdal og Bjarni Torberg. Dóra og Haraldur Sigurðsson komu til Reykjavíkur með flugvél frá Svíþjóð síðastl. sunnudag. Þau koma hingað á vegum Tónlistarfélags- ins og munu halda hér nokkra tón- leika. Iffgjöld Sjúkrasamlags Reykjavíkur hækka úr 10 kr. á mánuði upp í 12 kr. í næsta mánuði. Strætisvagnar Reykjavíkur beina þeim tilmælum til fólks, að greiða vagnstjórunum í hentugri mynt, er það tekur sér far með vögnunum. Áheit á' Strandakirkju Frá N.N. kr. 10,00. Frá N.N. 10,00. Frá K. J. A. kr. 50,00. Frá N. N. kr. 20,00.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.