Tíminn - 02.10.1945, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.10.1945, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, IwigSjBiriagmw 2. okt. 1945 74. lilað J'í’iðjíifííif/ur 2. ofcí. Þrjár stefnur Línurnar í stjórnmálum Ev- rópuþjóðanna eru orðnar skýr- ar. Þingkosningarnar í Bretlandi og héraðsstjórnarkosningarnar í Frakklandi hafa sýnt glögglega, hvernig straumarnir liggja. Sama er að segja um hinar mis- heppnuðu tilraunir, sem víða hafa verið gerðir til að sameina jafnaðarmenn og kommúnista í einn flokk eða kosningabanda- lag. Það er orðið ljóst, að höfuð- stefnurnar eftir styrjöldina verða þrjár. Það verður kom- múnisminn, sem er lengst til vinstri og stefnir að kollvörp- un ríkjandi þjóðskipulags . og sköpun nýrra stjórnarhátta að rússneskri • fyrirmynd. Það verður íhaldsstefnan, sem er lengst til hægri, og leitast við að halda í forréttindi^ stórat- vinnurekenda og milliliða í nafni frjálsrar samkeppni og einstaklingsfrelsis. Það verður umbótastefnan, sem beitir sér fyrir margvíslegum þjóðfélags- legum endurbótum, afnámi sérréttinda og jafnræði á grundvelli lýðræðis og persónu- frelsis. Kosningaúrslitin í Bretlandi og Frakklandi eru óbirgðult merki þess, að það er síðast- nefnda stefnan, sem nýtur nú mests fylgis í Evrópu. Þeir flokkar, sem bera hana uppi, jafnaðarmannaflokkarnir og róttæku miðflokkarnir, hafa aukið fylgi sitt mest. Þessi þróun mætti áreiðan- lega verða íslendingum lær- dómsrík. Eins og nú standa sakir, beinist stjórnarfarið hér í öfuga átt. Hér situr að völd- um sambræðslustjórn kommún- ista og stórgróðamanna, er hef- ir táldregið annan af umbóta- flokkum landsins til fylgs við áig. Höfuðeinkenni stjórnar- farsins eru margvísleg spilling stórgróðavaldsins og millilið- anna og alger hrunstefna í fjármálum, sem fylgt er að undirlagi kommúnista. Þessi einkenni er reynt að dylja með loforðum um „nýsköpun“ at- vinnuveganna, enda þótt flest verk stjórnarinnar — og þó fjármálastefnan sérstaklega — miði að því að torvelda hana. Ef íslendingar vilja fylgjast með í þeirri umbótasókn, sem fram mun fara í nágranna- löndunum næstu árin, verður strax að binda endi á þessa öfugþróun, sem nú er hér ríkj- andi. Umbótamenn í öllum flokkum verða að taka höndum saman. Alþýðuflokkurinn má ekki lengur láta táldraga sig til samstarfs við afturhalds- og byltingaröflin, heldur verður hann að fylgja fordæmi þeirra bræðraflokka sinna, sem afla sér aukins fylgis með því að hafna slíkum bræðingi við stór- gróðamenn og kommúnjsta. Framsóknarmenn, Alþýðu- flokksmenn og frjálslyndir Sjálfstæðismenn eiga að mynda bandalag og gera það nógu öfl- ugt til að knýja fram viðreisn fjárhagsins og tryggja hér svipaðá framfaraþróun og í öðrum lýðræðslöndum. Það verð- ur hér eins og annars staðar eina leiðin til að skapa heil- brigt og réttlátt stjórnarfar. Flokkur bænda Sá skilningur bænda fer óð- um vaxandi, að þeir þurfi auk- in stéttarsamtök til að gæta hagsmuna sinna og jafnréttis við aðrar stéttir. Stofnun Stétt- arsambands bænda er glöggt merki um þetta. En slík stéttar- samtök eru þó bændum ekki einhlít, fremur en verkalýðsfé- lögin verkamönnum. Verka- menn hafa einnig komið sér upp pólitískum samtökum og þá fyrst, þegar þau hafa verð orðin öflug, hefir verkalýðs- félagsskapurinn orðið öflugur. Á sama hátt þurfa bændur að efla pólitísk samtök, jafnhliða hinum samtökunum. Þessi 'nauð- syn mætti verða enn ljósari af því, að enn fleiri og fleiri stór- i) í $ a V a h (f i E R L E N T Y F I R L I T Enn versnar hlutur Ólafs. Stefán Jóhann hefir þózt þurfa að launa Ólafi Thors sið- ferðisvottorðið, er Ólafur gaf honum í hinni frægu „til- kynningu“, sem ráðherrar kom- múnista lýstu síöar ósanna. Sjálfur hefir Ólafur ekki treyst sér til að svara mótmælum Brynjólfs og Áka og því fer Stefán fram á vígvöllinn í Al- þýðublaðinu síðastl. fimmtu- dag og hyggst að hreinsa mannorð Ólafs. Eins og menn muna, sagði Ólafur í tilkynningu sinni, að sænski samningurnn hafi legið orðréttur fyrir ríkisstjórninni áður en hann Var undirritað- ur. Ráðherrar kommúnista töldu hins vegar, að aðeins hefði legið fyrir útdráttur úr hon- um og á þeim útdrætti hafi ekki verið séð, að íslendingar þyrftu að veita skilyrðislaust innflutn- tngsleyfi fyrir öllum sænskum vörum, er nefndar voru í samn- ingnum, en Sviar gætu hins vegar neitað um innflutnings- leyfi fyrir ísl. vörum, sem greindar voru í samningunum, ef þeim líkaði ekki verð og gæði. Af þeim sönnunargögnum, sem Stefán Jóhann leggur fram í áðurnefndri grein sinni, kemur ljóst fram, að aðeins yfirlit um efni samningsins, en ekki orða- lag hans, hefir legið fyrir stjórn- inni áður en hann var undir- ritaður og á þeim atriðum, sem Stefán tilgreinir, verður heldur ekkert séð um þann mismun- andi rétt samningsaðila, að annar verður að leyfa skilyrð- islaust innflutning, en hinn hefir synjunarrétt. En það á- kvæði er höfuðgalli samnings- ins. Eftir þessa misheppnuðu vörn Stefáns, stendur hlutur Ól- afs því hálfu verr en áður og „siðferðisvottorðið“, sem hann gaf Stefáni, gerir málstað Stef- áns enn tortryggilegri. Vegna þess, að Stefán er að fjargviðrast yfir því, að Tíminn skuli ekki leggja trúnað á „til- kynningar" Ölafs, vill Tíminn leggja þá spurnngu fyrir hann, hvort hann taki þá „tilkynn- ingu“ Ólafs trúanlega, að Einar Olgeirsson hafi farið í Austur- veg fyrir þrábeiðni Ólafs og Péturs Benediktssonar! Danskt fordæmi. Hingað hafa borizt sam- þykktir ýmsra danskra verka- lýðsfélaga varðandi launamálin. í samþykktum þessum hefir yfirleitt ekki verið farið fram á, að heildarlaunin verði hærri en 1939, en hinsvegar er lögð á- herzla á, að kaupmáttur þeirra verði aukinn með lækkun milli- liðakostnaðar og auknum vöru- gæðum. Hér er vissulega mörkuð önn- ur stefna en sú, sem hefir ein- kennt starfsemi íslenzkra verka- lýðsfélaga undanfarin ár. Hér hefir aðeins verð hugsað um krónutölu kaupsihs, en hins ekki gætt, hvort kaupmáttur- inn ykist að sama skapi. Þetta hefir átfc einn drýgsta þáttinn í því, að dýrtíðarmálunum er nú komið, eins og raun ber vitni. íslenzk verkalýðsfélög verða að taka sér dönsku félögin til fyrirmyndar. Þau eiga að krefj- ast lægri verzlunarálagningar, ódýrara húsnæðis og lækkunar á öðrum framfærslukostnaði, þar sem því verður við komið. Þá mun verða hægt að koma krónutölu kaupsins í svipað horf og annars staðar, án þess að kaupgeta verkafólks þurfi samt að minnka. Kiljan ætti að verða bústjóri á Korpúlfsstöðum. Halldór Kiljan birtir einn af hinum bandóðu langhundum sínum um bændurna og land- búnaðinn í seinasta þriðjudags- blaði Þjóðviljans. Hann segir þar, að „bændur hafi hvorki á- huga né nauðsynlegustu undir- stöðuþekkingu á þeim atvinnu- vegi, sem þeir stunda“, og „al- mennt lifi bændur vorir og hrærist í draumórum hins forna villimannabúskapar“ og „það væri í mörgu falli ódýrara að ala menn á hælum en styrkja þá til svo fánýtrar og ömur- legrar skemmtunar“ og búskap- ur þeirra er. Aftan í langhund- inn bindur hann svo þá tillögu, að Reykvíkingar verði hið bráð- asta að koma sér upp kúabúum, svo að þeir þurfi ekki lengur að kaupa dýru mjólkina af slik- um brjálæðingum og bændur séu! Bændur munu áreiðanlega ekki taka þeirri hugmynd illa, að Bjarni Ben. og Sigfús auki búskapinn á Korpúlfsstöðum, því að samanburðurinn á fram- leiðslukostnaðinum þar og hjá þeim myndi þá enn síður vera þeim í óhag en nú. Og bændur myndu ekki einu ; sinni verða neitt smeykir við samkeppn- ina, þótt Kiljan sjálfur yrði gerður að bústjóra á Korpúlfs- stöðum og sýndi þar alla þá miklu landbúnaðarþekkingu og mál en áður eru nú ráðin til lykta á hinum pólitíska vett- vangi. Pólitískur flokkur, sem bænd- ur efla, lætur það vitanlega vera I eitt höfuðverkef’ni sitt að gæta réttinda bænda og koma fram ; hagsmunamálum þeirra. En hann verður jafnframt að marka sér stefnu í þjóðfélags- málunum yfirleitt. Fyrir honum liggur þá að velja á milli höf- uðstefnanna þriggja, kommún- ismans, íhaldsstefnunnar og umbótastefnunnar. Bændur eru áreiðanlega fráhverfir kom- múnismanum og þeir ættu ekki síður að vera fráhverfir íhalds- stefnunni, þar sem aðaltak- mark hennar er að halda í sér- réttindi stórgróðamanna og milliliða á kostnað vinnandi stéttanna, bænda ekki síður en annarra. Umbótastefnan er bændum tvímælalaust mest að skapi ofe með því að láta flokk sinn fylgja henni, geta þeir einnig fengið mikið af frjáls- lyndu kaupstaðafólki, sem ann landbúnaðinum réttlætis, undir merki hans. Af öllum íslenzkum stjórn- málaflokkum fullnægir Fram- sóknarflokkurinn því bezt að vera flokkur bænda. Hann er eini stjórnmála- flokkurinn, sem hefir beitt sér fyrir að landbúnaðurinn nyti jafnréttis við aðra atvinnu- vegi og bændur nytu svipaðra kjara og aðrar stéttir. Öll um- bótamál, sem fengizt hafa fram með löggjöf, eru að þakka bar- áttu hans. Jafnframt er Fram- sóknarflokkurnn eini flokkur- inn, er nú heldur uppi merkjum raunverulegrar umbótastefnu, eins og hann hefir líka jafnan gert síðan hann tók til starfa. Þetta hefir bændum líka ver- ið ljóst. Alltaf hafa fleiri og fleiri bændur verið að skipa sér undir merki Framsóknarflokks- ins. í seinustu kosningum munu alltaf tveir þriðju hlutar bænda- stéttarinnar hafa fylgt honum að málum. En til þess að Framsóknar- flokkurinn verði nógu öflugur, þurfa bændurnir allir að skipa sér undir merki hans eða aðila, sem með honum vilja vinna. Þá fyrst myndi Framsóknar- flokkurinn verða vel þeim vanda. vaxinn að gæta réttinda bændanna og knýja fram um- bætur á öðrum sviðum þjóðfé- lagsmálanna. Bændurnir myndu þá enn einu sinni verða for- ustusveitin í samtökunum, sem beitast fyrir nýrri umbótasókn þjóðarinnar, eins og þeir á sínum tíma voru brautryðjend- ur samvinnufélagsskaparins og fjölmargra annara umbóta- mála. Eftir framkomu forkólfa Sjálfstæðisflokksins og kom- múnistaflokksins í verðlagsmál- um bænda undanfarnar vikur, ætti vissulega að verða leitun á þeim bónda, sem fylgir þeim hér eftir, þótt þeir hafi gert það áður. Því síður ættu þeir að gera þetta, þar sem þeim er opið að starfa í flokki, sem berst fyrir réttindum bænda og umbótastefnu, sem hverjum bónda mætti vera hugleikið að styðja. landbúnaðaráhuga, sem hann telur sig hafa og gera sig þess umkominn að úrskurðá bændur til hælisvistar. Þegar Kiljan væri þannig búinn að sýna, hvað hann gæti, væri fyrst hægt að fara að taka landbún- aðarskrif hans alvarlega, en þangað til virðist það ekki ó- sanngjarn dómur um þau, að þau séu skrifuð af manni, sem a. m. k. eins og sakir standa, hentar bezt sú vist, sem hann úrskurðar öðrum. Vantrúaður á nýju togarana. í Lesbók Mbl. fyrir nokkru síðan birtist grein eftir Gísla Halldórsson verkfræðing um byggingu dieseltogara í Amerku. Eftir að Gísli hefir lýst yfirburð- um dieseltogara fram yfir tog- ara með guíuvélum, víkur hann að hinum fyrirhuguðu togara- smíðum ríkisstjórnarinnar. Far- ast honum m. a. orð á þessa leið: „Mjög hefði það verið æski- legt, að keyptur hefði verið einn slíkur diesel-togari til þess að öðlast reynslu — áður en ráðist er í kaup á fjölmörg- um íogurum, sem ef til vill vegna reynsluskorts verða hafðir ófullkomnari en vera þyrfti“. Þessi ummæli Gísla sýna full- komlega, að hann er talsvert vantrúaður á gæði nýju togar- anna, sem stjórnin ætlar að fara að láta smíða, og verður þessi vantrú samt ekki rakin til þess, að Gísli sé ekki vel trúaður stjórnarsinni. Kommúnistar leika á Bjarna. Sjálfstæðismenn urðu nýlega fyrir miklum vonbrigðum af vinum sínum, kommúnistum, á fund'i í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur. Bjarni Ben. hefir undanfarið gengið milli kaup- manna og sagt, að þeir yrðu að sýna frjálslyndi sitt fyrir kosn- ingarnar og bjóða starfsfólkinu, að búðunum yrði lokað kl. 4 á laugardögum að vetrinum. Þetta átti svo að þakka íhalds- (Framhald á 7. síðu) Deilan um ítölsku nýlendurnar Það var tilkynnt, þegar utan- ríkisráðherrafundurinn kom saman í London í fyrra mán- uði, að fyrsta verkefni hans væri að ganga frá friðarsamn- ingunum við Ítalíu, en síðan yrði rætt um friöarsamningana við Balkanríkin, sem fylgdu Þjóð- verjum, og Finnland. Þegar fundinum var frestað um sl. helgi hafði hann engum af þessum verkefnum lokið. Or- sakir þess voru þó ekki ágrein- ingur við þau ríki, sem átti að semja við, heldur ágreiningur milli sigurvegaranna sjálfra. Ágreiningurinn viðkomandi Baikanlöndunum var einkum sá, að Bretar og Bandaríkjamenn vilja ekki viöurkenna núv. stjórnir þar, en Rússar styðja þær hins vegar af öllu megni. Samningurinn við Ítalíu strand- aði hins vegar vegna ágreinings sigurvegaranna um' ítölsku ný- lendurnar. Frá efnahagslegu sjónarmiði eru ítölsku nýlendurnar ekki neitt eftirsóknarverðar. Þær eru Trípólí, Libya, Eritrea, Somali- ; land, Rhodes og Tylftareyjar. j Náttúruauðlegð þessara landa ' er yfirleitt lítil, landbúnaður er helzti atvinnuvegurinn,' en víð- ast eru ræktunarskilyrðin heldur örðug. Hins vegar er lega þeirra flestra þannig, að þau geta haft j mikla hernaðarlega þýðingu. Frá Tylftareyjum og Rhodes er hægt að liindra sigli'ngar um Dardanellasund og gera árásir á flest Miðjarðarhafslöndin. Frá Tripolis og Libyu er hægt að ráða yfir siglingaleiðum á stórum hluta Miðjarðarhafs. Frá Eritreu og Somalilandi er hægt að ráða yfir siglingunum um Rauðahafið. Fullt samkomulag mun hafa verið um það milli sigurvegar- anna, að ítalir yrðu sviptir öll- um yfirráðum yfir nýlendun- um. Hins vegar byrjaði ágrein- ingurinn, þegar að því kom að ráðstafa þeim. Bandaríkjamenn og Bretar munu helzt hafa hugsað sér þá lausn, að þær yrðu allar settar undir alþjóða- stjórn. RÆssar hafa hins vegar lýst sig slíku fyrirkomulagi andvíga og taiið æskilegast, að aðeins einu stórveldi yrði falin umboðsstjórn í hverri nýlendu og yrði þeim skipt milli stór- veldanna. Rússar hafa jafn- framt látið það uppi, að þeir teldu .rétt, að Tylftareyjar og Tripolis kæmu í sinn hlut. Þessar tillögur Rússa hafa á- reiðanlega komið Bandamönn- um mjög á óvart, enda geta þær ekki byggzt á öðru en því, að Rússar ætla sér að gerast Mið- jarðarhafsveldi. í fyrstu var haldið, að Rússar myndu láta sér nægja, að tryggja sér yfir- ráð í þeim löndum, er næst liggja Rússlandi, en þessar fyr- irætlanir sýna, að þeir hyggja á miklu meiri útþenslu á veidi sínu og yfirráðum'. Þessar tillögur "Rússa eða landvinningafyrirætlanir hafa sætt allharðri gagnrýni í ensk- um og amerískum blöðum. í mörgum blööunum hefir sú skoðun komið fram, að geti Rússar þannig gert tilka^l til hernaðarlegra bækistöðva vlð Miðjarðarhaf, sé ekki nema sanngjarnt, að þeir viðurkepni rétt Breta og Bandaríkjamanna tii bækistöðva á þeim slóðum, þar sem Rússar eru einráðir nú, t. d. við Svartahaf og aust- anvert Eystrasalt. Það þykir fulivíst, að þessar- kröfur Rússa til umboðsstjórn- ar í Tripolis og á Tylftareyjum, hafi átt mikinn þátt í því, hve lítill árangur varð á utanríkis- ráðherrafundinum. Hún hafi sýnt hinum þjóðunum það enn betur en áður, hvert Rússar væru að fara, og því hvatt þær til aukinnar varúðar. Yfirleitt virðist það einkenni þessa fund- ar, að mikils ágreinings hafi gætt í flestum höfuðmálunum og yfirdrottnunarstefna Rússa hafi jafnan verið helzta or- sökin. Úr því mun fást betur skorið á framhaldsfundinum, er haldinn verður í nóvember, hvort af þessu getur hlotizt varanlegt ósamkomulag. Niður- staðan mun vafalaust fara mik- ið eftir því, hve trausta að- jstöðu Rússar telja sig hafa, en ' ólíklegt er, að Bandamenn láti undan fleiri landvinningakröf- I (Framhald á 7. síðu) I Reykjavíkur bréfi í Skutli 19. f. m. iegir svo: ..Síðustu dagana hefir verið all- stormasamt í blöðum tveggja af stuðningsflokkum stjórnarinnar. — Þetta hefir að vísu kómið fyrir nokkrum sinnum áður, síðan stjórnin var mynduð, og sýnir m. a., að af fyllstu heilindum muni varla. hafa verið gengið til þessa samstarfs af hejztu leiðtogum flokkanna, því vitað er, að það eru þeir, sem stjórna þessum blaða- skrifum. „Hvert það ríki, sem er sjálfu sér sundurþykkt, ‘ hlýtur að falla“ stendur einhvers staðar. Og þótt vitað sé, að í stjórnmálum sé gamanið oft grátt og að „i góðsemi menn vegi þar hvern annan", þá er hitt jafn auðsætt mál, að ekkert stjórnarsamstarf þolir það til lengdar, að helztu aðilar þess beri hvern k annan daglega æruleysis- brigzlum, lýsi samstarfsmönnum ýmist sem reynslu- eða þekkingar- snauðum afglöpum eða ófyrirleitn- um gróðabrallsmönnum, sem brugð- ið hafi trúnaði við þjóð sína og hugsi um það eitt að maka krókinn fyrir sjálfa sig. Þegar það opinberar sig jafn ber- lega og gert hefir undanfarna daga. hvernig ástandiö er á ýmsum hæð- um á stjórnarheimilinu, þá fer varla hjá þvi, að eitthvað af þeirri „gloríu", sem þessir sömu menn, á milli þess, sem þeir fá „hreinskiln- isköstin", eru að reyna að bregða yfir stjórnarsamstarfið, fari for- görðum. Sá, sem þetta ritar, er engan veginn þeirrar skoðunar að „ekkert sé nýtilegt x „stefnuskrá" stjórnar- innar, enda er sannleikurinn, að mörg af þessum atriðum voru neydd upp á samningsaðilana af mönn- um, sem ekki höfðu. trú á þessu samstarfi tveggja „sósialistiskra" flokka og spilltasta hagsmunasam- • bands stríðsgróðamanna og heild- salavalds landsins. Þess vegna er stefnuskráin undarlegt sambland af góö,um málefnum og einkisnýtu orðagjálfri, sem átti að hylja inni- haldsleysi stefnunnar í mörgum ör- lagaríkustu atriðum stjórnmála yf- irstandandi tíma — og framkvæmd- in hefir hingað til orðið eftir þessu, einkennilegt sambland af tilraunum til að sýna einhvern lit á að standa við hin góöu efnisatriði málefna- samningsins og alls konar svindil- brask, sem átt hefir sér stað undir verndarvæng nýsköpunarinnar. En það, sem fyrst,og fremst hefir auðkennt allt saman, eru óheilindin í verzlunarmálunum, í heildsala- málunum, í skattamálunum, í verð- lagrmálum landbúnaðarins, í vísi'- tölumálum og svo sífelldar ákærur samstarfsflokkanna á hvern annan fyrir landráðastarfsemi, fyrir of- beldi, fyrir svindilbrask og trúnað- arbrot o. s. frv. Svo sundurþykkt ríki hlýtur að falla, og það fyrr en síðar.“ , í stuttu máli verður höfuðeinkenn- um núv. stjórnarbræðings ekki öllu betur lýst en hér- er gert. * * í áðurnefndu blaði Skutuls nefnist forustugreinin: Kotungskróna. Þar segir: „Fá lönd hafa baðað í rósum eins og íslahd að því er fjárhagslega af- koniu snertir á stríðsárunum. Og fá lönd hafa á sama tíma liöið aðrar eins hörmungar eins og Dan- mörk nálega á hvaða sviði sem er. ,Þrátt fyrir alla velsældina og allt peningaflóðið hefir okkur íslend- ingum verið það ljóst, að verögildi íslenzkrar krónu hlyti að fara sí- fellt minnkandi. — Samt hrukku allir við — eins og vöknuðu við vondan draum — nú fyrir skömmu, þegar skýrt var í fyrsta sinn frá því í stríðsbyrjun, frá verðgildi danskrar krónu samanborið við íslenzku krónuna. — íslenzka krcn- an var ekki verðmeiri — ekki jöfn þeirri dönsku — stóð ekki einu sinni í sama hlutfalli við dönsku krónuna og húix stóð fyrir stríð. — Nei, íslenzka krónan var mun rírari en nokkru sinni fyrr gagnvart daixskri krónu. En því miður var þetta ekki aðeins 'vondur draumur — þetta var kaldur og grár veru- leikinn. Það er búiö að gera íslenzku krónuna að kotungskrónu. Síldveiðin brást. Þa'ð var fyrsta vonbrigðavertíðin í mörg ár. Þessi vonbrigði lggjast mörgum þungt í skaut. Og nú hefir atvinnumálaráð- herrann, Áki Jakobsson, skipað nefnd til að athuga, lxvað hægt sé að gera til þess að hjálpa útgerð- inni. Þarf þá ekki aðra nefnd til að athuga, hvað gera skuli til að hjálpa sjómönnum þeim, sem heirn komu tekjulausir að kalla af þess- ■ ari vertíð? Eða hví er sjómönnun- um gert lægra undir höfði en út- ' gerðinni af ráðlxerra öreiganna? Er það máske af því, að þessi ráð- herra þekkir öllu betur Falkurút- gerðina, en lífskjör’fátæklinganna? Hyer veit, og ekki væri það óhugs- andi. * Eitt af því, sem kommúnistar for- dæmdu allra miskunnarlausast á sínum tíma í fari þjóðstjórnarinn- ar • sáluðu sem svik við alþýðu manna, var gengislækkunin. Og hvað ætli það sé nú, sem hin ný- skipaða nefnd Áka Jakobssonar ráðherra á að koma með til hjálpar útgerðinni? — Það er ekki gott að segja, en svo mikið er víst, að farið er þaö að kvisast úr vissum herbxið- um, að eina ráðið sé gengislœkkun. Ef það ætti nú líka eftir að henda þessa fyrstu ráðherra kommúnism- ans á íslandi, þá yrði ekki annað sagt, en að þeir væru búnir að súpa bikar háðungarinnar í botn og það í einum teig.“ Það er áreiðanlegt. að lækkun krón- unnar hefir verið mjög til umræðu og athugunar hjá forystumönnum stjórn- arklíkunnar undanfarnar vikur og margir kommúnistar eru farnir að nefna krónulækkun sem eðlilegt úr- ræði. Þar sem kosningar eru í nánd, hefir sú leið þó ekki þótt fær að sinni, cn það er áreiðanlega ekki vanþörf á ryrir sparifjáreigendur að fara að spyrna við fótum, ef afstýra á krónu- lælikun síðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.