Tíminn - 02.10.1945, Blaðsíða 4

Tíminn - 02.10.1945, Blaðsíða 4
TÍMIMV, þriðjudagmn 2. okt. 1945 74. blað Samþ. fjórðungsþings Austfirðinga — Lagt til að stjórnlagaþing verði kvatt saman — Fjóröungsþing AustfirS'inga var haldið að Seyðisfirði -5.— 16. f. m. Fjórðungsþingið sækja fulltrúar frá sýslunefndum Múlasýslna, Seyðisfjarðarkaup- stað og Neskaupstað, þrír frá hverjum aðila, og var þetta þriðja þingið í röðinni. Á fjórð- ungsþinginu er rætt um helztu landsmál og framfaramál fjórðungsins. Að þessu sinni var sérstak- lega rætt um stjórnarskrár- málið. Fara hér á eftir nokkr- ar ályktanir þess og fjallar sú fyrsta um stjórnlagaþing: „Mikilvægasta málefni sérhvers þjóðfélags eru stjórnarlög þess. Áríðandi er því að undirbún- ingur slíkra laga sé sem ítarleg- astur og beztúr og eigi rót sína í huga fólksins sjálfs. Reglur þær sem nú gilda um stjórnar- skrárbreytingar eru- á þá leið, að venjulegt Alþingi fjallar um þær að öllu leyti. Að vísu skulu kosningar fara fram áður en stjórnarskrárfrumvarp nær gildi, og skal það samþykkt á Alþingi fyrir og eftir kosningar. Ttilætlunin er með þessu1, áð tryggja sem bezta athugun kjós^ enda á þessu máli. Reynsla hefir sýnt að við allar kosningar til Áljþingis eru það ýms önnur mál og viðhorf til þeirra, sem jafnan ráða mestu um hver nið- urstaðan verður. Gildir þetta alveg eins um þær kosningar, sem fara fram í sambandi við stjórnarskrárbreytingar sem aðrar kosningar. Þar sem ætla má að stjórnarskrárbreyting sú, sem nú er áformuð ýerði að vera mjög gagnger, þar sem stjórn- skipulagi íslands hefir snögg- lega verið breytt Hr konungs- ríki í lýðveldi, er það einkum áríðandi nú, að allur undirbún- ingur stjórnarskrárbreytingar- innar verði sem öruggastur, sér- staklega að því leyti að afstaða manna til ýmsra dægurmála að vísu mikilvægra mála nái ekki aSL rugla viðhorf þeirra til stjórnskipunarinnar. Með tilliti til þessa og þar sem telja verður eðlilegt að alþingismenn eigi erfitt með að taka alveg hlut- lausa afstöðu, þegar ákveða skal um takmörk á valdasviði Alþing- is annars vegar og annarra handhafa stjórnarvaldsins hins vegar samþykkir fjórðungs- þingið eftirfarandi ályktun: „Fjórðungsþing Austfirðinga skorar eindregið á stjórnar- skrárnefndirnar og Alþingi að ákveða nú þá eina breytingu á stjórnarskránni, að sérstakt stjórnlagaþings verði kosið og það ■ skuli setja* lýðveldinu stjórnarskrá, sem síðan öðlast gildi eftir að meiri hluti Al- þingiskjósenda hafa greitt henni atkvæði. —“ Þessi tillaga var samþykt með 11 samhljóða atkv. — Um stjórnarskrármálið að öðru leyti var samþykkt svo- hljóðandi tillaga: „Fjórðungsþing Austfirðinga lítur svo á, að hinni öri vöxtur Reykjavík og sú þjóðfélágs- lega ofþensla, sem þar á sér stað, hafi raskað æskilegu jafn- vægi á milli byggöarlaga lands- ins svo mjög, að til hættu horfi fyrir þjóðarheildina. Eina af höfuðorsökum þessarar þróun ar telur fjórðungsþingið vera þá, að sem aðsetursstaður Alþingis og ríkisstjórnar hafi Reykjavik hlotið forréttindastöðu gagnL vart öðrum byggðarlögum lands- ins, og þannig í vaxandi mæli, bæði fyrir seinar aðgerðir rík- isvaldsins, og þó meir á óbein- an hátt, öðlast aðstöðu til þess &ð verða næstum eiha menn- ingar- og athafnamiðstöð' í landinu, sem nokkuð kveður að, enda er nú svo komið, að þriðj- ungur landsmanna á heima í Reykjavík'. Þótt vöxtur og vel- gengni, efnalegar og andlegar framfarir í höfuðstað landsins sé í sjálfu sér ánægjulegt fyrir- brigði, þá er þetta þó of dýru verði keypt, er það veldur kyrr- stöðu eða jafnvel hreinni aftur- för víða annars staðar í land- inu, eins og raun ber nú vitni um. Við þessa þróun þjóðfélags- ins verður ekki lengur unað frá sjónarmiði þeirra, sem eiga heima og vilja búa áfram úti í hinúm dreifðu byggðum lands- ins, hvort heldur er í sveitum, bæjum eða kauptúnum. Á þessum forsendum vill fjórðungsþing Austfirðinga skora á nefndir þær, sem hafa með höndum undirbúning að samningu nýrrar stjórnarskrár fyrir hið íslenzka lýðveldi, að taka sérstaklega til rannsóknar þann möguleika að auka vald- svið og áhrif héraðanna í land- inu með því að stofna fjórð- ungs- eða fylkisstjórnir með allvíðtæku valdi í málefnum sínum,og með því að tryggja það að alþingismenn séu búsettir og; starfandi hver í sínu kjör- dæmi. Telur fjórðungsþingið, að með því verði lagður grund- völlur þeirra efnalegu og menn- ingarlegu eflingar, sem flest byggðarlög hafa svo mikla þörf fyrir“. Tillaga þessi var samþykkt með 11 samhljóða atkv. Tillagan um verzlunar- og siglingamál var með nokkrum breytingum samþykkt með öll- um atkv. svohlj.: „Fjórðungsþing Austfirðinga lýsir megnustu óánæg/u sinni yfir því, að næstum öll inn- og útflutningsverzlun landsins er nú komin í hendur heildverzlana í Reykjavík, og að næstum allir vöruflutningar til og frá land- inu fara nú fram um þessa einu höfn með öllum þeim töfum og feikna kostnaði, sem umhleðsla í Reykjavík og dreifing varanna þaðan út um landið veldur, að ógleymdri þeirri aðstöðu, sem á þennan hátt hefir skapazt fyrir höfuðstaðinn, til þess að skattleggja alla þjóðina gegn- um útsvarsálagningar á heild- sölur þar. Telur fjórðungsþingið, að þetta óheilbrigða ástand hafi skapazt við það: 1) að Eim- skijgafélag íslands hefir um langt skeið í vaxandi mæli gert Reykjavík að miðstöð siglinga sinna, og 2) að skipulag það, sem nú lengi hefir verið á út- hlutun gjaldeyris- og innflutn- ingsleyfa, hefir gefið kaupsýslu- mönnum í Reykjavík sérstak- lega hagkvæma aðstöðu til þess að draga til sín mest alla við- skiptaveltu landsins. Telur fjórðungsþingið, að við þetta ástand í verzlunarmálum verði með engu móti unað til frambúðar og skorar á Alþingi og ríkisstjórn að vinna mark- visst að því að koma sem fyrst á meira jafnrétti í landinu í þessu efni. Út af þessu vill fjórðungs- þingið leggja áherzlu á eftir- greind atriði: 1. Að þegar úthlutað er gjald- eyri til innkaupa í fjórðunginn, verði honum ætlað það gjald- eyrismagn, sem hann fram- leiðir, í réttu hlutfalli' við aðra. 2. Að Eimskipafélag íslands haldi uppi beinum ferðum milli ! Austurlands og annara Norður- álfuhafna. i 3. Að samvinnufélög og aðrir, sem kaupsýslu stunda í fjórð- ungunum.^tefni að því að kaupa vörur sínar frá framleiðslulönd- unum og flytja þær beint til Austurlandsins. — Tillagan um flugsamgöngur var með 8:3 atkv. samþ. svo- hlj.: „Fjórðungsþing Austfirðinga telur, að í framtíðinni verði flutningar pósts og farþega hag- kvæmastir í lofti. Áherzlu verður að leggja á að flugferðum innanlands verði komið í þáð horf, að þær full- nægi eðlilegri þörf vegna pósts og farþega. Telja verður, að eins og stend- ur séu flugferðir til Austur- lands algerlega óviðuhandi, og það er skoðun fjórðungsþings- ins, að meðan einungis er treyst á flugferðir einkafyrirtækja, eins og nú er, muni ekki verða séð fyrir nægilegum flugferð- um til ýmissa staða og lands- hluta. Það er og skoðun fjórð- ungsþingsins, að það sé í beinu samræmi við skápulagningu annarra innanlandssamgangna, að flugferðir innanlands verði skipulagðar af ríkisvaldinu, með því' að ríkið kaupi nægilegan flugvéla- og flugbátakost og haldi honum í áætlunarferð- um innanlands, eftir því sem nauðsyn krefst, og skorar á Al- þingi og ríkisstjórn að undirbúa hið bráðasta slíka skipan. á flugsamgöngum innanlands." Tvöf eldni og hræsni Um kauptún á Flj ótsdalshér- aði var samþykkt svohljóðandi tillaga: „Um leið og fjórðungsþing Austfirðinga átelur það, að rík- issjóður lét hjá líða að kaupa land ' handa kauptúninu á Fljótsdalshéraði', áður en bygg- ingar hófust þar, skorar fjórð- ungsþingið á Alþingi og ríkis1 stjórn að festa nú þbgar kaup á hæfilega miklu landi handa umræddu kauptúni og sveita- þorpi; sem nú er byrjað að byggja í Egilsstaðalandi.“ Samþ. samhlj. — Námsstyrkir Menntamálaráð íslands hefir nýlega úthlutað eftirtöldum stúdentum námsstyrk til fjög- urra ára: Agnari Nordal til náms í skipaverkfræði í Stokkhólmi, Bjarna Benediktssyni til náms í bókmenntum og sálarfræði í Uppsölum, Guðmundi Björnssyni til náms í vélaverkfræði í Stokkhólmi, Magnúsi Magnús- syni til náms í eðlisfræði í Cam- bridge, Sigurði Helgasyni, til náms í hagfræði í StokkhólmjL í Morgunblaðinu 22. sept. ritar Jón Pálmason, sem kallar sig yfirskoðunarmann Al- þingis, en er nú nokkurs kon- ar eftirlitsmaður með vikapilt- um landbúnaðarráðherra, grein um tvöfeldni og hræsni. Þar talar hann um það að Tíma- menn séu með tvöfeldni og hræsni gágnvart verðskráningu landbúnaðarvara. Þessum orð- um sínum reynir hann að finna stað, með því að vitna í Tímann frá 15. marz 1942. í þessu blaði er sagt frá því, að nokkrir 'þing- menn Sjálfstæðisflokksins hafi um haustið 1941 krafizt þess, að kjötverðið yrði sett hærra en það var sett, og bent á, að ef þeir hefðu ráðið, mundi kjöt- verðið hafa verið hærra. Sjald- an hefir tvöfeldni og hræsni Sjálfstæðismanna í verðlags- málum landbúnaðarins komið skýrar fram en haustið 1941, þegar verðleggja átti kjötið, og er því bezt að ég segi þá sögu eins og hún gekk, fyrst Jón Pálmason er svo barnalega ó- svífinn að tala um það, að við Framsóknarmenn höfum þá verið tvöfaldir og með hræsni gagnvart verðlaginu. Þegar líða tók á sumarið 1941, og farið var að safna saman upplýsingum, sem kjötverðlagið um hausti'ð varð að byggjast á, kom þetta í ljós: 1. Líklegt var að kjöt, sem þyrfti að selja erlendis, mundi gefa liðuga krónu pr. kg. 2. Þegar athugað var um kaupgjald og annan frámleiðslu- kostnað til sveita, vrtist bónd- inn þurfa að fá hátt upp í þrjár krónur fyrir hvert kg. af 1. fl. kjfoti, ef gærur og ull seldust ekki hærra verði en þá var út- lit fyrir. 3. Setuliðið hafði keypt kjöt, en þótti það dýrt og lét í veðri vaka, að það keypti það ekki, ef það hækkaði verulega í verði. 4. Verðjöfnunargjald mátti vera mest 10 aurar af kg. Það var því augljóst mál, að verðjöfnunargjaldið hrökk ekki til að verðjafna kjöt, sem út kynni að þurfa að flytja, ef það næmi nokkru verulegu magni. í ágústmánuði skrifaði því kjötverðlagsnefnd landbúnaðar- ráðuneytinu, skýrði því frá hvernig málið horfði við, og fór þess 'á leit, að það vildi beita sér fyrir því að samþykkt yrði, er þing kæmi saman, að útflutt kjöt yrði verðbætt úr ríkissjóði svo.að bændur fengju sama verð fyrir það og kjöt selt á inn- lendum markaði. Jafnframt var þess getið, að líkindi væri til þess, að dómi nefndarinnar, að setuliðið mundi kaupa kjötið á 3,20 kr. pr. kg. og það hefði nefndin hugsað sér að verð- leggja það, en um verðuppbæt- urnar væri beðið til öryggis, ef setuliðið skyldi ekki kaupa, og mikill útflutningur því verða nauðsynlegur. Þegar nefndinni fór að lengja eftir svari, var gengið eftir því munnlega og talað við fleiri ráðherra um málið. Þá kom það í ljós, að ráðherrar Sjálfstæöisflokksins í stjórninni voru til með að lofa verðbótum á útflutta kjöt- ið, en ekki nema með því skil- yrði, að verðið innanlands væri ekki sett hærra en 1,75 kr. pr. kg. í útsölu. Svar kom svo á end- anum frá landbúnaðarráðherra (Hermanni Jónassyni), þar sem hann skýrði nefndinni frá því, að um máli'ð hefði ekkert sam- komulag náðst I ríkisstjórn- 4nni, en hann sem landbúnað- arráðherra mundi beita sér fyrir verðuppbótum á útflutt kjöt, ef útflutningpr#yrði nauð- synlegur. • Um sama leyti og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins eru að setja það skilyrði fyrir verð- uppbótum úr ríkissjóði, að kjöt- verðið verði ekki sett hærra á innlendum markaði en 1,75 kr. bera ýmsir aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins fram til- Iögur á fundum og skora á nefndina að hafa kjötverðið hærra en það varð, eða frá 3,50 til 4,00 kr. pr. kg. Og svo kemur Jón Pálmason og talar um hræsni og tvöfeldni hjá okkur Framsóknarmönnum, og velur kjötverðið 1941 sem dæmi. Hafa menn séð öllu meiri fífldirfsku? Eða er það bara heimská? - Vitanlega sinnti kjötverðlags- nefndin hvorki kröfum ráðherr- anna né áskorunum annara. Hún setti verðið kr. 3,20 pr. kg., en það var það verð, sem nefnd- in taldi sig hafa von um að setuliðið keypti kjötið fyrir hæst, en til jvonar og vara setti hún inn í sláturleyfin ákvæði, sem gerði henni mggulegt að verðjafna kjötið, ef nauðsyn- legt yrði að flytjá nokkuð af því út. Svo kom reynslan. Setuliðið fór að kaupa kjöt, þó ekki væri það í byrjun sláturtíðar. Allt kjötið seldist nnanlands. Bænd- (Framhald á 5. síðuj Þættir úr lífi flóttamanna í Kaupmannahöfn í þessari grein segir dönsk stúlka af kynnum sínum af erlend- um flóttamönnum í Danmörku, en þeir voru, svo sem allir vita, •mjög margir fyrstu mánuðina eftir uppgjöf Þjóðverja, og eru raunar ekki enn allir komnir heim. Flest þetta fólk hefir miklar raunir þolað og á um mjög sárt að binda eftir hörmungar styrj^- aldaráranna. Hinn 5. maí hlutu Danir frels- ið. En það hlutu þó ekki allir, sem í Danmörku dvöldu. Flótta- mennirnir, sem Þjóðverjar höfðu haft með sér til Danmerkur, urðu enn um hríð að vera undir eftirliti, og margir eru ekki frjálsir enn. Rauði Krossinn gerði tals- vert fyrir þetta fólk. Hinn 8. maí var hringt til systur minnar og hún spurð hvort hún gæti ekki gert eitthvað fyrir frönsku fangana, sem bjuggu á Blindra- og Málleysingjaskólanum á Kastelsvej í Kaupmannahöfn. Það eru einkum flóttamenn í tveimur sjúkrastofum, sem þurftu á uppörvun að halda. Systir mín og ég fórum strax af stað. Við innganginn vorum við stöðvaðar af tveimur stúdentum í frelsishetjubún- ingum. Allir, sem fóru út eða inn, urðu að skýra frá nafni og heimilisfangi, og enginn Frakki mátti fara út einsamall. Fyrstu dagana eftir að Þjóðverjar gáf- ust upp var ofstækið gegn þejm svo magnað, að það hafði valdið Frökkunum óþægindum, þar sem flestir þeirra voru í þýzkum einkennisbúningum, Þess vegna var reynt að ná í fólk, sem vildi fara í göngu- ferðir með Frökkunum og mað ur lagði oft af stað með heila halarófu í eftirdragi, venjulega tvöfalt fleiri en maður hafði ætlað í fyrstu. Fyrsta kvöldið fórum við upp í þessar tvær sjúkrastofur. Það var dálítill uggur í okkur, við höfðum ekki talað frönsku í mörg ár. Á minni stofu lágu fjórir. Einn þeirra, hár og glæsilegur liðs- faringi hvarf fljótlega, hann tók þátt í hinum miklu og flóknu sámningum um heimferð Frakk- anna. Hann var heilbrigður nema hvað báðar hendur hans voru eyðilagðar. Eitt kvöld hjálpáði ég honum að búa um hendurnar og þá sagði hann mér, að hann hefði kalið svona illilega. Kögglar fingranna voru dottnir af og það, sem eftir var, var gróið saman í einn kökk. Ef til vill yrði hægt að hjálpa einhverju með stórum upp- skurðum. Hinir sjúklingarnir þrír voru allir frá Elsass- LjOt- hringen. Sá yngsti Lusien, fjörugur strákur 20 ára gamall, hafði orð- ið fyrir mestum hrakningum. Hann var aðeins fjórtán ára þegar ófriðurinn skall á og hafði ekki verið með í franska hern- um. Þegár Þjóðverjar tóku Elsass-Lothringen kvöddu þeir þennan dreng og jafnaldra hans til herþjónustu. Faðir hans var með í heimsstyrjöld í anna'ð skipti á ævinni, í síðasta stríði höfðu Þjóðverjar tekið hann á sama aldri og Lusien nú. Lusien hafði reynt sitt af hverju. Fyrst lenti sprengjuflís í úlnliðnum á honum, næst fór sprengjubrot í herðarnar og sat það að nokkru leyti inni enn- þá, svo að hann átti erfitt me'ð að lyfta handleggjunum nokk- uð að ráði. í þriðja skipti lentu margar sprengjuflísar í kviðn- um á honum og hans beið nú stór uppskurður til að ná þeim út. Hann hafði verið í Noregi. Á- samt tveimur félögum sínum ætlaði hann að flýja til Sví- þjóðar. Þeir komu að húsi, sem íbúarnir voru fluttir úr, þar bjuggu þeir um sig eins vel og þeir gátu og nutu lífsins í 14 daga. Matur og drykkur var í kjallaranum, viðtæki og þokka- leg húsgögn í dagstofunni, góð rúm í svefnherberginu. Lusien ráðlagði félögum sínum að fara ekki úr einkennisbúningunum og spyrja ekki Norðrqfennina um veginn til landamæranna. Þrátt fyrir viðvörunina fóru þeir einn góðan veðurdag úr einkennisbúningunum og spurðu norskan bilstjóía til vegar. Hann virtist vera mjög vin- gjarnlegur og bauð þeim heim til sín, kvaðst hann vera fús til að sýna þeim leiðina á korti. Kona bílstjórans gaf þeim að borða, en á meðan hringdi mað- urnn til þýzku lögreglunnar. Frakkarnir tveir urðu að vísa veg til hússins, Lusien var einn- ig tekinn til fanga, og Þjóðverj- ar fóru með þá alla þrjá til Oslóar. í fyrsta skipti, sem dómur fé)l í máli þeirra, voru hinir tveir eldri dæmdir til dauða og Lus- ien í ævilangt fangelsi. í ann- að skipti voru tvímenningarn- ir dæmdir í ævilangt fangelsi en Lusien til dauða. í þriðja og síðasta skiptið voru tvímenn- ingarnir dæmdir til dauða, en Lusien í 18 mánaða hegningar- vinnu. Hann var sendur til Rúss- lands, og fangar, sem hlotið höfðu samskonar dóma ,og hann voru látnir vinna vopnlausir framan við vígstöðvarnar, þ. e. a. s. í „no mans land“. Oft voru þeir aðeins 8 kílómetra frá ó- vinunum, það var því ekki að undra, þótt 80% þeirra létu líf- ið. Eftir 10 mánuði var Lusien „náðaður". Þjóðverjar þurftu á vopnuðum hermönnum að halda og Lusien hækkaði nú í tign- j inni, hann hafði þó alltaf minnst átta Þjóðverja á hvora hlið. Er hægt að lasta þe,ssa Frakka þótt þeir hati Þjóðverja alveg eins og Suður-Jótar gera? Eru nokkur undur þótt þeir fleygðu þýzku einkennisbúningunum með öllum orðunum, sem þeir voru neyddir til að bera? Hér var strax nóg að gera, það varð að útvega föt handa þessum mönnum; það var mikl- um örðugleikum bundið,* þar eð fataskorturinn var tilfinn- anlegur í Danmörku. Það tók.st samt, en búningarnir urðu stundum dálítið kátlegir, t. d. Lusien og félaga hans. Marsel. Marsel var í ljósum sumarbux- um og feikn stóru brúnu skinn- vesti með pelskraga. Lusien í þykkum hermanna- buxum og hvítri blússu með bláan hásetakragá. Hann var rauðhærður, vantaði tvær fram- tennur og, hafði skemmtilega glettnisleg augu. Marsel var 26 ára, hann sagðist aldrei hafa verið veik- ur og þa'ð var hann heldur ekki, en hann vantaði helminginn af vísifingri vinstri handar. Sjálf- ur sagði hann, að hann ætti þessu litla „óhappi“ að þakka, að hann væri lifandi ennþá. Þess vegna höfðu Þjóðverjar nefni- lega skyndiflutt hann sjóleiðis til Danmerkur, þegar Rússar króuðu þá inni við Eystrasalt. En þetta „litla óhapp“ var samt.nógu alvarlegt, því Marsel var mjög duglegur húsgagna- smiður og hans bezta skemmtun var aö spila á fiðlu, þetta gat hann ekki framar svo í lagi væri. Engine, 28 ára, var fjórði sjúklingurinn. Hann lá fyrstu dagana með miklum hita, en læknarnir vissu ekki hvað að honum gekk. Hann var mjög hnugginn, þótt hann væri ann- ars óvenjulega glaðlyndur og viðfelldinn náungi. Engine var frá borginni Colmar, sem var svo að segja alveg lögð í rústir. Mánuðum saman hafði hann ekkert frétt af konu sinni og tveimur börnum. Eftir viku tíma vildi svo illa til, að Frakkarnir urðu að fara úr Málleysingjaskólanum og flytja út í þýzka skólann við Emdrup. Að kvöldi dagsins, sem þeir fluttu, liéldum við af stað, að venju klyfjaðir því, sem okkur hafði áskotnazt af gjöfum, föt- um og fleira. En í þetta skipti fórum við til þýzka skólans, því vinir okkar voru nú útskrifaðir sem heilbrigðir. í skrifstofu þýzka skólans var okkur sagt, að þar væru 2000 flóttamenn frá 22 þjóðum. Frakkarnir voru ekki í góðu skapi, Hingað til höfðu þeir sofið í sjúkrahúsrúmum, nú urðu þeir að liggja á gólfinu, ekki aðeins í kennslustofunum, heldur einnig á öllum göngum tvær raðir af hverjum. Fang- arnir höfðu aðeins svefnpoka úr pappír til að sofa í. Sama kvöldið tókum við Marsel heim með okkur, og næsta dag tókst okkur að koma Lusien, eugine og fleiri fyrir hjá vinum okkar. Meira en einn gat tæp- /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.