Tíminn - 09.10.1945, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.10.1945, Blaðsíða 4
4 TÍMIM, þriðjndajgiim 9. okt. 1945 76. blað Ath. Alla fýsir að rita móðurmál sitt sem réttast, jafnvel þótt þeir séu af aldri orðnir til að setjast á skólabekk. Bréfaskólinn veitir yður tækifæri til að ná þessu marki með haganlegu móti. Sendið umsóknir um íslenzka rétt- ritun, og næstu einkabréf yðar verða sendanda og við- takanda til enn meiri ánægju en áður. Upplýsingar hjá Afhending skömmtunarseðla fyrir mjólk Eyðublöð, samkvæmt 2. gr. í reglum um sölu á mjólk í Reykjavík og Hafnarfirði, verða afhent í öllum mjólkur- búðum I Reykjavík og Hafnarfirði laugardaginn 6. okt. og mánudaginn 8. okt., hvorttveggja dagana þó aðeins eftir hádegi. Úthlutun á mjólkurseðlum fer fram þriðjudaginn 9. okt. í Reykjavík í barnaskólunum og í Hafnarfirði í bæjarskrif- stofunum kl. 10 f. h. til kl. 8 e. h. Það skal sérstaklega tekið fram, að seðlarnir verða aðeins afhentir gegn framvísun ofannefndra skýrslueyðublaða, enda séu þau greinilega útfyllt og undirrituð, svo sem form þeirra segir til um. Eyðublöðin útfylli fólk áður en það kemur með þau á afgreiðslustaðinn. Skömmtunarskrifstofurnar Kaupfélagsstjórastaðan við Kaupfélag Skagfirðinga er laus 14. maí n. k. — Umsóknir sendist til formanns félagsins, Tobíasar Sigurjónssonar, Geld- ingaholti, fyrir 1. desember. 2. september 1945. Stjórn Kanpfélags Ska^firðiii^a. Frá Kennarasamb. Austurlands Sendisveinn Laugardaginn 22. sept. 1945 var aðalfundur Kennarasam- bands Austurlands haldinn á Reyðarfirði. Karl Finnbogason, formaður sambandsins, setti fundinn og minntist Sigurðar Thorlacius skólastjóra. Risu fundarmenn úr sætum til 1945, lýsir ánægju sinni yfir stökum atriðum: Á fundinum voru gerðar eft- irfarandi samþykktir: Aðalfundur Kennarasambands Austurlands, haldinn á Reyð- arfirði laugardaginn 22. sept. 1945, lýsir ánægj sinni yfir frumvarpi milliþinganefndar í skólamálum, en telur þó breyt- ingar á því nauðsynlegar í ein- deild, beri að ætla mun færri 1. Fundurinn lítur svo á, að keppa beri að því, að allir barna- skólar landsins hafi jafnan starfstima og telur engin rök eða sanngirni mæla með því, að skólar i hinum smærri kaup- túnum, sem oftast eiga verri að- stöðu, starfi allt að tveim mán- uðum skemur en skólar í kaup- túnum og kaupstöðum, sem hafa yfir þúsund íbúa. 2. Fundurinn telur ekki leng- ur við það hlítandi, sem gilt hefir að undanförnu, að jafn mörg börn komi á hvern kenn- ara í öllum skólum landsins, án tillits til aðstæðna. Lítur fundurinn svo á, að í smærri skólunum, þar sem fleiri ald- ursflokkar og einstaklingar á misjöfnu getustigi þurfa óhjá- kvæmilega að starfa í sömu deild, beri að ætla mun færi börn á hvern kennara. Ennfremur vill fundurinn benda á, að ef kennurum við stærri skólana er ætlaður sér- stakur tími til þess að Ijúka við skýrslur og ganga frá ýmsu viðvkjandi skólastarfinu, þá virðist sjálfsagt, að hið sama gildi um smærri skólana. Fundurinn skorar á fræðslu- málastjórn að hafa strangara eftirlit en verið hefir með því, að skólanefndir og sveitastjórn- ir skjóti sér ekki undan því, að uppfylla þær kröfur um skóla- húsnæði og kennslutæki, sem lög og fræðslumálastjórn mælir fyrir um. Ef viðkomandi skölahéruð geta ekki af fjárhagslegum á- stæðum uppfyllt nefnd ákvæði, svo sem ætlazt er til samkvæmt lögum og uppeldislegum kröf- um, þá telur fundurinn sjálf- sagt, að ríkið sjálft taki fram- kvæmdir allar og ákvarðanir i sínar hendur. 4. Fundurinn beinir þeirri ósk til fræðslumálastj órnarinn- ar, að námstjórunum verði þegar fjölgað í sex. 5. Fundurinn lítur svo á, að sérstök nauðsyn sé — ekki sízt vegna væntanlegrar br.eyting- ar á skólakerfinu — að endur- skoða námsbækur b.arnaskól- anna. Telur hann vænlegast, að gefnar verði út þrenns konar bækur í sögu, landafræði og náttúrufræði: a) Lesbækur handa börnum. b) Stutt og gagnorð yfirlit, sem yrðu lögð til grundvallar prófum. c) Handbækur handa börnum og kennurum. Jafnframt telur fundurinn nauðsynlegt, að gefin séu út réttritunarverkefni handa barnaskólunum nú þegar. í kaffisamsæti kennaranna voru Karli Finnbogasyni þökk- uð góð störf í þágu skólamála, og var hann gerður að fyrsta heiðursfélaga sambandsins. — Karl þakkaði með snjallri ræðu. í stjórn voru kosnir: Skúli Þorsteinsson formaður, Sigfús Jóelsson ritari og Ragnar Þor- steinsson féhirðir. Ný símaskrá Nú er komin út ný símaskrá, sem lengi hefir verið beðið eftir. Hefir Tíminn snúið sér til Ólafs Kvaran ritsímastjóra og fengið hjá honum þessar upplýsingar. í Reykjavík eru nú 5500 símanúmer í notkun. Gert er ráð fyrir, að hægt verði að fjölga um 500 notendur snemma á árinu 1946 og um 1000 not- endur að auki síðar á sama ári. í Reykjavík einni eru skráðir um 440 nýir notendur í nýju símaskránni, en viðbætir við skrána verður gefinn út fyrir næstu áramót. í símaskránni er skrá um rúmlega 450 landssímastöðvar með um 3400 símanotendum (auk áðurtaldra símanotenda i Reykjavík), þar af á annað þúsund notendur á sveitabæj- um. Um 440 íslenzk skip hafa nú talstöðvar. Byrjað var á að bera síma- skrána til símanotenda í Reykjavík mánudaginn 24. september. óskast Samb. ísl. samvinnufélaga Sími 1080. AÐVORUN Hér með er shorað á alla þá, er ógreidd eiga aðflutningsgjöld af vörum fluttum inn til Regkjavíhur fgrir ársloh 1944, að greiða aðflutningsgjjöld þessi fgrir 1. nóv. n. h. Séu aðflutningsgjöldin eigi greidd fgrir þann tíma, verða hinar gjaldshgldu vörur seldar á uppboði til láhningar að- flutningsgjjöldunum ásamt hostnaði shv. heimild í 29. gr. laga nr. 63, frá 1937. Tollstjóriim í Reykjavík, 1. október 1945. Torfi Hjartarson Tilboð óskast i byggingu spennistöðvarhúss úr steinsteypu. Upp- drættir og lýsing verða afhent í skrifstofu verkfræði- deildarinnar, Tjarnargötu 4. Tilboðum sé skilað fyrir kl. 11 þann 13. október. Rafmagnsveita Reykjavíkur. Nokkrar stúlkur geta komizt að í GARMSTÖÐIMI, Rauðarárstíg 33. Upplýsingar á staðnum. hafa stríð í för með sér — og borgarastyrjöld forðaði ég tilsíð- asta dags. Seinustu fimmtán ár- in hefi ég ekki haft af neinu einkalífi að segja. Ég hefi helg- að þjóð minni og landi mínu alla mína krafta. Menn hafa kallað það valdagirni. Það hefir ekki nein áhrif á mig, þótt alþýða manna leggi sjálfsagt eyrun við því. i “Ekki skolvatn í æðum mínum.“ Síðan fór Quisling að tala um ætt sína og uppruna. Hann var kominn af gamalli ætt, fæddur í Fýrisdal qg alinn upp við biblíulestur og fornsögur. Frá blautu barnsbeini hafði honum verið kennt að þekkja skyldurn- ar við ættina, landið og þjóðina. Það er ekki skolvatn í æðum mínum, sagði hann — Björnson og Ibsen voru báðir af sama kyni. Föðurlandsástin var ófrá- víkjanleg krafa. Sjö ára gamall var hann sendur að heiman í skóla, og þá tók hann ekki á sér heilum, svo mjög kvaldi heimþráin hann. Faðir hans var prestur, sagnfræðingur og mál- fræðingur, og hinn bókhneigði drengur var oft mjög einmana, því að hann hitti fáa fyrir, sem hann vildi gera að vinum sínum. — Til hægðarauka fyrir þá, sem hafa reynt að sálgreina mig, skal ég í þessu sambandi geta þess, að nákominn vinur minn sveik mig einu sinni i tryggðum, þegar ég var barn. Og ég barði hann fyrir það — barði hann hér um bil til bana. Ef konan- mín ein er undanskil- in, hefi ég aldrei fyrirhitt neinn, sem væri fús til þess að fórna lífi sínu fyrir vin sinn. Skólaár og æskustörf. Quisling lýsti nú skólaárum sínum og námsþorsta, sem einkum beindist að stærðfræði. Er sambandsslit Norðmanna og Svía áttu sér stað, gaf hann sig fram sem sjálfboðaliði og gekk í herskóla, þar sem hann fékk fljótlega mikinn áhuga á hern- aðarlist og hernaðarsögu. Varð hann ungur að árum sérfróður um þessi mál og hlaut við próf þá hæstu einkunn, sem gefin hefir verið í allri sögu her- skólans. Þegar Quisling hafði svo talað um störf sín í herforingaráðinu, sneri hann skyndilega við blað- inu og fór allt í einu að tala um þá háu vínreikninga, sem svo mjög væri hampað við þessi réttarhöld. Fullyrti hann, að hann neytti ekki áfengis sjálf- ur, heldur hefði vínið að mestu leyti verið notað til gjafa handa mönnum á vígstöðvunum. í æsku sagðist Quisling hafa lifað meinlætalífi og hugsað um það eitt að verða dugandi liðs- foringi, en smám saman hafi runnið upp fyrir sér, hvað I því fólst að ráða örlögum heillar þjóðar. „Rússland er norrænt Iand“. Quisling talaði þessu næst um tilboð það, sem hann fékk um að gerast leiðbeinandi kínverska keisarahersins. Hann snerj sér þegar að kínverskunámi, en svo kom byltingin og hindraði þess- ar fyrirætlanir. Eftir að hann hafði um nokkurrra ára skeið unnið í þágu norska herforingja- ráðsins og komist að raun um, að starfið þar var ekki annað en skriffinnska, gerðist hann her- málafulltrúi í Rússlandi. Hafði hann þá numið rússnesku. Ferð- aðist hann víða um Rússland og komst í kynni við Trotski, sem vildi, að hann gerðist formaður herforingjaráðs síns, en því boði hafnaði hann. — Rússland er norrænt land, sagði Quisling allt í einu. Orðið Rússi er sama orðið og Norð- maður, og það voru Norðmenn, sem lögðu grundvöllinn að rúss- neska ríkinu. Staðarheiti eins og Dnjepr eru alnorræn. Ég leit á það sem mitt hlutverk að kynnast Rússlandi sem norrænu landi. Öll rússneska þjóðin beið frelsis síns, og upphaflega voru bolsévikkarnir gæddir sönnum og ærlegum vilja til þess að frelsa hana. En svo varð harð- stjórnin yfirsterkari. Bjargaði rússneskum Gyðingum. , Quisling lýsti síðan með sterk-- um orðum hjálparstarfi sínu í Rússlandi árið 1924 í þjónustu Nansens. Sjálfur lifði hann arg- asta hundalífi. Mikla áherzlu lagði hann á það, hve mörgum Gyðingum sér hefði þá auðnast að bjarga. Hann kvaðst aldrei hafa gert greinarmun á mönn- um, eftir því hvort þeir voru Gyðingar eða játuðu kristna trú. En hins vegar sagðist hann hafa komizt í kynni við Gyð- inga, sem létu kristna bræður sína svelta þúsundum saman 1 Rússlandi, án þess að láta það á sig fá. Eftir að versta hung- uröldin var afstaðin, hefði hann séð Rússland rétta við, og þá hefði hann vonað, að það ætti mikla og glæsilega framtíð fyrir höndum. En seinna hefði hann einnig séð ,hvert það stefndi. Hann kvað engan hafa skil- greint stöðuna i heimspólitík- inni betur en kommúnista. Hann sagðist oft hafa sagt við Þjóð- verja, að í þessu efni væru þeir hreinustu viðvaningar í saman- burði við þá. Hann sagðist og hafa flutt Rússum boðskap sinn um frið og bræðralag og víða fundið hljóm- grunn, en samt sem áður snúið aftur heim til Noregs, því að hann vissi, að föðurland hans var eitt af markmiðum bolsé- vikka í heimsbyltingardraumum þeirra. Hann skrifaði bókina „Við og Rússar” með þetta I huga og gerði þar upp sakirnar»við Al- þýðuflokkinn norska og þá, sem stóðu fremstir í flokki um andúð gegn honum vegna afstöðu hans sem landvarnaráðherra í Men- dal-málinu, sem mjög var um- talað á sínum tíma. Flokksstofnun pólitísk skyssa. Hann fór mörgum orðum um árás þá, sem hann sætti árið 1932 og vakti þá mikið umtal. Gaf hann í skyn, að háttsettur, sænskur liðsforingi hefði eitt- hvað verið við þá atburði rið- inn. Þá talaði hann einnig um deilur þær, sem leiddu til þess, að hann varð að láta af land- varnaráðherraembættinu, til- mæli um að hann tæki aftur við því, tilboð Bændaflokks- stjórnarinnar um að veita hon- um ýms góð embætti, ef hann vildi þegja yfir ýmsu, sem hann vissi um einstaka ráðherra. Allt þetta sagði hann, að hefði vakið viðbjóð sinn á þingræðinu og styrkt þá hugmynd sína að stofna til nýrrar þjóðmála- hreyfingar. Þegar að því kom, að hann fór að tala um flokk sinn, Nasjonal Samling, sagði hann: — Ég skal viðurken'na, að þessi hreyfing var pólitísk skyssa. Ég hefði heldur átt að koma mér í mjúkinn hjá hinum ýmsu ríkisstjórnum. En ég gat ekki fengið mig til þess. Þessu næst ræddi Quisling um dvöl Trotskis 1 Noregi og þá vitneskju, sem njósnurum Quis- lings hafði tekizt að afla um það, að hann hélt uppi bréfa- skiptum við ýmsa aðra bolsé- vikkaerindreka víðs vegar um heiminn. Um svipað leyti hefði hann komið á framfæri í Stór- þinginu áætlun um fjárhags- lega endurreisn Noregs. Tillög- um hans var ekki skeytt. Menn ypptu aðeins öxlum yfir þeim. Nú myndu þær sennilega hljóta aðrar viðtökur sagði hann. Beygður maður. Þegar hér var komið, greip dómsforsetinn fram i fyrir hon- um í fyrsta skipti. Sagði hann, að sakborningurinn ætti ekki að halda hér pólitísk fræðsluerindi, heldur einbeita sér að því, er gæti haft áhrif á þann dóm, sem rétturinn kvæði upp í því máli, sem fyrir lægi. Skyndilega uppgötvuðu allir, nema Quisling sjálfur, hve þreyttur og beygður hann var. Hann hlustaði þegj- andi á ákúrur dómsforsetans og féllst svo andmælalaust á þá uppástungu hans, að hann frest- aði frekari ræðuhöldum. Var réttarhöldunum þar með lokið þann daginn. Vildi gerast prestur. Eitt einkennilegasta plaggið, sem komið hefir fram við rann- sóknina á ferli Quislings, er eiginhandarskjal, þar sem hann stingur upp á því, að hann verði skipaður sóknarprestur í Fýris- dal. Þetta skjal er svohljóðandi: „Vidkun Quisling forsætisráð- herra, sem samkvæmt valdi því, er hann hefir fengið í hendur í samræmi við stjórnarskrána, er yfirmaður kirkjunnar í land- inu, æskir þess, að hann verði skipaður sóknarprestur í Fýris- dal. Það embætti er nú laust, og þar hafa átta forfeður hans af tólf Jiðum l beinan karllegg verið prestar. Ástæðan til þess, að forsætis- ráðherrann ber fram þessa ósk, sem ef til vill þykir einkenni- leg, en hefir þó lengi búið hon- um í brjósti, á rót sína að rekja til þess, að hann er sannfærður um, eins og hann hefir oft látið •í ljós áður, að höfuðorsök þeirra þrenginga, sem nú ganga yfir heiminn, er trúarlegs eðlis. Þessi sannfæring hefir eflzt við margra ára stjórnmálastörf, og ekki sízt við þá reynslu, sem hann hefir hlotið á undanförn- um sex árum. Þetta kemur þeg- ar fram í sjálfsævisögu þeirri, sem hann skrifaði í Stúdenta- bókina á tuttugu og fimm ára stúdentsafmæli sínu (hér er eyða fyrir tilvitnun). í krafti þeirrar sannfæringar, að hin eina sanna von um áframhald- andi þróun þjóðfélaganna sé fólgin í endurreistum kristin- dómi, er verði meginþáttur í‘lífi manna og hugsun, vill hann helga sig þessu starfi, sem ætíð hefir verið honum mjög hug- stætt. Hann álítur, að þannig gæti hann átt mikinn þátt i því, að heilbrigð þróun eigi sér stað í Noregi, sem ef til vill héldi áfram í framtíðinni. Kirkjumálaráðuneytið er (hér kemur eyða). Vígsluleyfi álízt ónauðsynlegt, og á því er vakin athygli^ að forsætisráðherra er eigandi hins gamla prestseturs, Mólands 1 Fýrisdal, fæðingarstaðar síns og æskuheimilis. Með skírskotun til þess, sém hér er að ofan rit- að, leyfir kirkjumálaráðuneytið að mæla með því . ...“ Með þessum orðum lýkur þessu sérkennilega plaggi. Nú situr Quisling í fangelsi og bíður úrskurðar hæstaréttar í málum sínum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.