Tíminn - 09.10.1945, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.10.1945, Blaðsíða 1
KITSTJÓRX: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÓTOEFFANDI: FR AMSÓKN ARFLOKKURINN. Símar 2353 Oe 4373. PRENTSMIÐJAN EDDA hJ. KITSTJÓRASKRIFBTOFOR: | EDDUHÚSI. LlruSargðtu 9A Simar 2353 Og 4373. AFGREIÐSLA, INNITErMTA OG A UGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Simi 2323. 29. árg. Rcykjavík, þriðjudagiim 9. okt. 1945 76. blað Afkoma danska landbúnaöarins a hernámsárunum Frásögn Gísla Kristjánssonar búnaðarliag- fræðings. Gísli Kristjánsson búnaðar-hagfræðingur var meðal þeirra íslenzku búfræðikandidata, sem komu heim með Esju frá Kaup- mannahöfn í sumar. Gísli hefir verið erlendis í 14 ár. Fyrst við nám og síðan starfsmaður við danskar landbúnaðarstofnanir. Hann kom hingað til lands fyrir milligöngu atvinnnumálaráðu- neytisins og er ráðinn starfsmaður Búnaðarfélags íslands. Þar sem íslendingar hafa litlar spurnir haft af dönskm landbúnaðar- málum á síðari árum, hefir tíðindamaður blaðsins átt viðtal við Gísla um þau efni. — Hvernig vegnaði danska landbúnaðinum á styrjaldarár- unum? — Yfirleitt má segja, að honum hafi vegnað vel.eftir því sem við var að búast. í upphafi hernáms- ins lokaðist fyrir innflutning fóðurbætis og vissra tegunda Gísli Kristjánsson tilbúins áburðar, sérstaklega fosfórsýruáburðar. Þetta olli eins og gefur að skilja miklum örðugleikum, þar sem, Danir lifa fyrst og fremst á búpeningsrækt. Margir þeir, sem kunnugastir voru landbúnaðarmálunum, ótt- uðust að við þessa örðugleika myndi landbúnaðarframleiðslan dragast saman um allt að því helming. En úr þessum málum rættist mikið betur en á horfð- ist í fyrstu. — Hvaða leiðir voru farnar til úrbóta? s— það var aukin stórlega ræktun þurefnisríkra rófna, sem kallaðar eru fóðursykurrófur. Ræktun þessara rófna leiddi aftur til þess að feikna mikil eftirtekja fékkst af hverri flat- areiningu í landi, þar sem þær voru ræktaðar, og einmitt þessi eftirtekja kom að miklu liði til að bæta úr fóðurefnaskortinum. Auk þess, sem rófurnar eru kol- vetnaríkar, eru rófnablöðin mjög mikilsverð, þar sem þau innihalda verulegt magn nauð- synlegra eggjahvítuefna, sem einmitt nú á þessum tímum komu að góðu haldi, þegar olíu- kökurnar ekki fengust, en í þeim er eggjahvituefni það, sem nauðsynlegt er til allrar mjólk- urframleiðslu. Dönsku landbúnaðarstofnan- irnar lögðu mikla áherzlu á að brýna fyrir bændum að nota rófnablöðin til fóðurs. Voru þáu geymd til vetrarforða sem vot- hey, Verkar fjórði hver bóndi í Danmörku nú vothey, en fyrir striðið aðeins einn af hundraði. Áður tíðkaðist það í Danmörk, að plægja rófnablöðin niður til áburðar. Það má þannig segja, að auk- in ræktun fóðurjurta og hag- kvæm notkun þeirra hafi bjarg- að dönskum landbúnaði frá þeim vandræðum, er að honum steðjuðu í upphafi hernámsins. Mjólkurframleiðsla Dana minnk- aði hvorki um helming eða þriðj (Framhald á 8. siðu) Frá nniræðnm á Alþingi í gær: Úlafur Thors kallar þaö firru, aö treysta einkaframtakinu / Ríkisstjórnin hcfir ckki samið eim um sölu á neiimm af |»eim 30 hátiuu, sem húu lætur siníða iimanlands. Fyrstu þingfundirnir, sem höfðu mál til umræðu, voru haldnir í gær. 348 teknir úr uraferð Hinar auknu áfengisútsölur í Reykjavík ætla ekki að bregð- ast vonum valdhafanna, því að áfengisgróðinn eykst hröðum skrefum. En gróðinn hefir líka aðrar hliðar, sem valdhafarnir virðast ekki sjá. T. d. fer drykkjuskapur á almannafæri hraðvaxandi. í seinasta mán- uði voru 348 manns teknir úr umferð í Reykjavík vegna ölv- unar, cn þó hefði þurft að taka margfallt fleiri, ef húsrúm hefði leyft það. Hafa aldrei verið teknir jafnmargir menn úr umferð á einum mánuði. Getur þessi staðreynd ekki opnað augu valdhafanna og fengið þá til að snúa af þeirri braut, sem nú er fylgt í áfeng- ismálunum? v- í efri deild voru tvö bráða birgðalög til umræðu. Önnur lögin voru um það, að væri tvenns konar verð á ein hverri vöru, skyldi aðeins lægra verðið talið í dýrtíðarvísitöl- unni. Fór málið til nefndar eftir að viðskiptamálaráðherra hafði flutt stutta ræðu. Hin lögin voru um kjötstyrkinn. Bernharð Stefánsson og Hermann Jónas- son gagnrýndu ýms ákvæði frv. og þó ekki sízt, hve lengi setn- ing þess hefði dregizt og óvissan, sem við það hefði skapazt, hefði dregið úr kjötsölunni. Land- búnaðarráðherrann maldaði í móinn og lézt vera hinn ánægð- asti. í neðri deild voru einnig tvö bráðabirgðalög til umræðu. Fyrri lögin voru um lántöku vegna bátasmíða ríkisstjórnar- innar innanlands. Eysteinn Jónsson gerði þá fyrirspurn, hvort búið væri að semja um sölu á þeim 30 bátum, sem rík isstjórnin væri að láta smiða (Framhald á 8. síðu) Fjárlagafrv. ríkisstjórnariiinar gerir ráð fyrir 13 miljón kr. greiðsluhalla Sjóðsútgjöldin eru áætluð 19,5 milj. kr. hærri en í ár, án þess að framlög til at- vínnuveganna verði nokkuð aukin Marskálkur verður landsstióri Mynd þessi er af Sir Harald Alexander marskálki, sem nýlega hefir verið' skipaður landsstjóri Bretakonungs í Kanada, eftir ósk Kanadamanna sjálfra. Alexander og Montgomery eru frægustu hershöfðingjar Breta í þessari styrj- öld og margir telja Alexander, Montgomery fremri, en hann er hæglátari og liefir því minna á honum borið. Það þótti miklum tíðindum sæta, er Alex- ander kvað upp úr meö það á siðastl. vori, að framferði Titos minnti á Hitler og Mussolini. Þótti víst, að jafn orðvar maður myndi ekki fella slíkan dóm að ástæðulausu, enda hefir það líka sannazt betur síðar, að þessi dómur ætti vel við um Tito og fleiri gerfileiðtoga í Balkanlöndunum. Nefndarkosningar í sameinuðu fiingi og deildum • ' i Kosningar í þingnefndir fóru fram í deildum á fimmtudaginn var, en í sameinuðu þingi á föstudaginn. Á laugardaginn var enginn þingfundur haldinn. Þannig hafði fyrsta vika þingsins eingöngu farið í kosningar og mun það einsdæmi, að jafnlöngum tíma hafi verið eytt í því skyni. Þau tíðindi gerðust í sam- bandi við kosningu fjárveit- inganefndar, að Framsóknar- menn fengu þrjá menn í hana í stað tveggja áður. Atvikaðist það þannig, að stjórnarflokk- arnir hugðú^t að fá fimmmenn- ungana svokölluðu til liðs við sig og settu því Þorstein Þor- steinsson í seinasta sætið. Átti þannig að tryggja atkvæði fimmmenninganna og minnti þetta, nokkuð á þá hernaðarað- ferð Þjóðverja að binda konur á skriðdreka, svo að síður yrði á þá skotið. Þessi hernaðarlist heppnaðist þó ekki, því að stjórnarlistinn fékk 34 atkvæði, listi Framsóknarflokksins 15, en 2 seðlar voru auðir. Segir Mbl., að það leyni sér ekki, að þar hafi tveir hinna svokölluðu fimmmenninga verið að verki, og lætur illa yfir því, að þeir skyldu ekki þyrma Þorsteini. Kosningar í sameinuðu þingi fóru á þessa leið: Fjárveitinganefnd: Helgi Jón- asson, Björn Kristjánsson, Skúli Guðmundsson, Guðmundur í. Guðmundsson, Pétur Ottesen, Sig. Kristjánsson, Gísli Jónsson, Þóroddur Guðmundsson og Steingrímur Aðalsteinssön. Utanríkismálanefnd: (Aðal- menn) Bjarni Ásgeirsson, Her- mann Jónasson, Stefán Jóh. Stefánsson, Bjafni Benedikts- son, Einar'Olgeirsson og Lúðvík, Jósefsson. Varamenn: Eysteinn Jónsson, Páll Zophoníasson, Ás- geir Ásgeirsson, Garðar Þor- steináson, Sigfús Sigurhiartar- son, Olafur Thors og Pétur Magnússon. Allsherjarnefnd: Páll Zophon- íasson, Sigurður Þórðarson, Barði Guðmundsson, Jóhann Þ. Jósefsson, Ingólfur Jónsson, Jón Sigurðsson og Sigui'ður Thoroddsen. , Þingfarakaupsnefnd: Páll Zophoníasson, Ásgeir Ásgeirsson, Sigurður Kristjánsson, Sigurður Hliðar og Þóroddur Guðmunds- son. í efri deild fóru nefndarkosn- ingar á þessa leið: Fjárhagsnefnd: Bernharð Stefánssonf Haraldur Guð- mundsson, Lárus Jóhannesson, Magnús Jónsson og Kristinn E. Andrésson. (Framhald á 8. síðu) Verkfallið á kaupskipunum Ekkert samkomulag hafði náðst I gærkvöldi í kaupdeil- unni á kaupskipunum. Tvö skip hafa þegar stöðvazt hér vegna hennar, Reykjafoss, sem kom á fimmtudaginn, og Súðin, sem kom á laugardaginn. Hin skipin munu stöðvast jafnóðum og þau koma. Má það furðulegt lieita, ef rikisstjórnin ætlar að draga það Icngi að leysa þessa deilu, scm getur orðði atvinnulífi lands- manna stórhættuleg, ef hún dregst citthvaö úr þessu. Margir munu hafa búizt við því,að fjárlagafrumvarp ríkisstjórn- arinnar fyrir árið 1946 myndi marka gerbreytta fjármálastefnu og með því myndi verða snúið inn á nýja og heillavænlegri braut en fylgt hefir verið hingað til. Einkum munu menn hafa dregið þetta af þeim margendurteknu ummælum f jármálaráðh. á seinasta þingi, að taka yrði upp nýja stefnu við afgreiðslu fjár- laganna, en honum hefði ekki unnizt tími til að vinna að breyting- unni að því sinni. Einkum hélt ráðherrann því fram, að fjárlögin væru orðin alltof há, og þyrfti því að koma á stórfelldum sparnaði. Frestun á þinghaldinu fram til 1. okt. var og ekki sízt rökstudd með því, að fjármálaráðherra þyrfti rúman tíma til að undirbúa breytingar á fjárlöguhum. Þetta nýja fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar liggur nú fyrir og geta menn því kynnt sér, hvernig stjórninni hefir tekizt að leysa þetta verkefni. Niðurstaðan af slíkri athugun er i stuttu máli sú, að enn Iengra er stefnt á eyðslubrautinni, án þess að um aukin framlög tii atvinnuveganna sé að ræða, en hvergi örlar á mi’Vinsíu viðleitni í þá átt að færa niður launaútgjöldin. Enn einu sinni hefir það sannazt, hve lítið er að treysta yfirlýsingum og loforðum fjármálaráðherra og flokksbræðra hans. F j ár lagaf r umvar pið. Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 1946 var lagt fram á Alþingi í gær. í flestum atriðum er þar fylgt ákvæðum núgildandi fjár- laga, að öðru leyti en því, að launaútgjöld eru hækkuð á flestum útgjaldaliðum fjárlag- anna til samræmis við nýju launalögin. Þó eru framlög til ýmsra verklegra framkvæmda lækkuð, miðað við núgildandi fjárlög, eins og t. d. til nýrra þjóðvega um eina milj. kr. og til hafnarmannvirkja um 1,4 milj. kr. Þá er gert ráð fyrir að lækka kostnaðinn við strandferðirnar um 1 milj. kr., og mun slikt ekki geta leitt til annars en að draga úr þeim, ef þetta verður sam- þykkt. Hærri framlaga til verk- legra framkvæmda og atvinnu- veganna gætir yfirleitt ekki, nema nokkurrar hækkunar á jarðræktarstyrknum, og nokk- urra nýrra skólabygginga ^m. 'a. Menntaskólans í Rvík og búnað- arskólaná' á Suðurlandi). Á tekjubálki fjárlaganna eru ekki gerðar neinar verulegar breyt- ingar, en hann er þó áætlaður heldur hærri en i ár, m. a. er gróðinn af Áfengisverzluninni áætlaður 2.5 milj. kr. hærri. Þá er gert ráð fyrir, að tekjuskatts- aukinn, sem lagður var á í fiyrra, haldist áfram. Höfðu þó stjórn- arflokkarnir gefið vonir um, að hann yrði ekki lagður á aftur. Niðurstaðan á fjárlagafrum- ; varpinu er svo sú, að á rekstrar- i reikningi er gert ráð fyrir 115.2 milj. kr. útgjöldum og einnar milj kr. rekstrarhalla, en á sjóðs- yfirliti er gert ráð fyrir 129.6 milj. kr. útgjöldum og 12.8 milj. kr. greiðsluhalla. Til samanburð- ar má‘ geta þess, að í fjárlög- um yfirstandandi árs eru út- gjöldin á rekstrarreikningi 108.2 milj. kr. og rek,strarafgangur 8 milj. kr., en á sjóðsyfirliti eru útgjöldin 110.2 milj kr. og greiðsluhalli 200 þús. kr. Út- gjaldahækkanirnar .frá .því .í fyrra, stafa eins og áður er rak- ið, fyrst og fremst af auknum launaútgjöldum. Greiðslnlialliim. Eins og framangreindar tölur beta með sér, er gert ráð fyrir nær 13 milj. kr. greiðsluhalla á fjárlögunum. Enn verður ekki sagt um það, hvernig fjármála- ráðherrann hyggst að mæta honum, en þar er ekki nema um tvær leiðir að ræða, annaðhvort nýja skattaálagningu ellegar skuldasöfnun, nema farið verði inn á niðurfærsluleiðina. Eins og fjárlagafrumvarpið er úr garði gert og útgjaldakröf- um sumra stjórnarflokkanna er háttað, verður að teljast næsta líklegt,að fjárlögin muni hækka verulega í meðferð/ þingsins. Greiðsluhallinn eykst þá vitan- lega að sama skapi. Fullkomnari sönnun er ekki hægt að fá fyrii; því í hvert ó- efni fjárstjórn ríkisins er komið en að gert skuli vera ráð fyrir stórkostlegum greiðsluhalla hjá ríkissjóði áður en nokkuð er far- ið að slota því mesta gróðatíma- bili, sem hér hefir komið, og án þess að meira fé sé varið til verklegra framkvæmda en venju lega. Raunverulega eru fram- lögin til verklegra mála minni en áður, (þótt krónuupphæð þeirra standi nokkurnveglnn í stað), ef miðað er við fram- kvæmdirnar, sem fyrir þau fást. Fr ekki n«f>' koniið? Fjárlagafrumvarpið nýja mætti vissulega verða þjóðinni' alvarleg áminnihg um, hvort eigi sé hógu langt komið á eyðslu- og óstjórnarbrautinni og því megi ekki lengur dragast að fara, að snúa við. Jafnframt mætti frv. vissulega verða þeim mönnum alvarleg áminning, sem nafa trúað því, að Sjálf- stæðisfl. væri sérstaklega vel trúandi til Aparnaðar og gæti- legrar fjárstjórnar, og -lögðu seinast trúnað á þau loforð fjármálaráðherrans og flokks- bræðra hans á seinasta þingi, að hann myndi vinna að því að koma þessum málum í lag fyrir þetta þing. í stað slíkra efnda flytur ráðherrann nú langhæsta fjárlagafrumvarpið, sem þekkzt hefir í þingsögunni, og nær all- ar tillögur hans til bréytinga eru um launahækkanir. Skýr- ari sönnun er vissulega ekki hægt að fá fyrir því, að forkólf- um Sjálfstæðisflokksins er til einskis treystandi í þessum mál- um og þess vegna verða ó- breyttir liðsmenn hans að leita sér annarra úrræða en að fylgja beim, ef þeir ætla að hjálpa til þess að fjárhagshruninu verði afstýrt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.