Tíminn - 09.10.1945, Síða 8

Tíminn - 09.10.1945, Síða 8
Þeir, sem vilja kyrma sér þjóðfélagsmál, innlend og útlend, þurfa að lesa Dagskrá 8 REYKJAVÍK D A G S K R Á er bezta íslenzka timaritið um þjóðfétagsmál 9. OKT. 1945 76. hlað \ y annáuTtímans ^ 3. október, miðvikudagurt Verkalýðssamband. Frakkland: ÁkveSið var á verkalýðsþinginu í París að stofna1, nýtt Alþjóðasamband verkalýðsfélaga. Þátttakendur verða verkalýðssambönd i 65 löndum með um 50 milj. félags- mannatölu. — Darnand, fyrr- um yfirmaður Vichylögreglunn- ar, var dæmdur til dauða. Indo-Kína: Frönsk stjórnar- völd hófu viðræður við fulltrúa þjóðernissinna, sem hafa kraf- izt sjálfsstjórnar og staðið fyrir óeirðum. ' Japan: MacArthur fyrirskip- aði, að Bandamenn skyldu taka utanríkisverzlun Japana í sínar hendur. Noregur: „Arbeiderbladet“ upplýsir, að fyrsta hernámsár Þjóðverja í Noregi eða þangað til þeir réðust á Rússa hafi verið náin samvinna milli norskra kommúnista og þýzkra yfirvalda^í Noregi. 4. október, fimmtudagur: Réttarhöld í Lavals- máliiiu. Frakkland: í París hófust réttarhöld í málinu gegn Laval. Laval varði sig með mikilli hörku i réttinum. Bandaríkin: Truman lýsti yf- ir því, að hann myndi leggja til við þingið, að komið yrði á al- þjóðlegum samtökum,er ynnu að rannsókn á hagnýtingu kjarn- orkunnar. Java: Óeifðir þjóðernissinna fara í vöxt og hafa þeir nokkrar borgir á valdi sínu. Hollending- ar neita að ræða við forsprakka þeirra, þar sem hann hafi haft samvinnu við Japani. Svíþjóð: „Stockholms Tidn- ingen“ upplýsir eftir áreiðan- legum heimildum að kommún- istar í Noregi og Danmörku hafi fengið fyrirskipanir um það frá Moskvu að hætta samningavið- ræðum við jafnaðarmenn. 5. október, föstudagur: Stjórnarskipti í £apan. Japan: Stjórnin baðst lausn- ar og mun MacArthur hafa kraf- izt þess, þar sem hún mun hafa þrjózkast við að framkvæma ýmsar fyrirskipanir hans. Frá- farandi utanríkisráðherra, Jos- hida, var falin stjórnarmyndun. Bretland: Hertoginn af Wind- sor, fyrrum Játvarður 8., kom til Bretlands eftir nær 10 ára burtveru. — í mörgum brezkum borgum standa yfir verkföll hafnarvinnu verkamanna. Frakkland: Verkalýðsþingið skoraði á stjórnir lýræðisland- anna að- slíta stjórnmálasam- bandi við Spán og Argentínu. 6. október, laugardagur: Hrakningar Þjóð- verja. Þýzkaland: Pólverjar og Tékk- ar, sem höfðu lofað að reka ekki það væri firra að treysta því! um að sinni, hafa hafið þessa brottrekstra að nýju og eru dag- lega fluttir tugir þúsunda Þjóð- verja af hernámssvæði Pólverja og úr Sudetahéruðunum inn á hernám,ssvæði Rússa. Talið er, að Póíverjar og Tékkar hafi breytt um stefnu aftur vegna þess, að utanríkisráðherrafund- urinn í London misheppnaðist. Frakkland:, Citrine, ritari brezka verkalýðssambandsins, kosinn vforseti alþýðusambands- ins nýj'a. — Róstusamt varð í réttarhöldunum yfir Laval og hefir hann neitað að svara öll- um spurningum, þar sem dóm- stóllinn sé bersýnilega hlutdræg- ur. Bretland: Georg konungur og hertoginn af Windsor hittust. Danski landbúnaðurinn Nefndarkosningarnar (Framhald aj 1. síðu) Samgöngumálanefnd: Ingvar Pálmason, Eirílyar Einarsson og Steingrímur Aðalsteinsson. Landbúnaðarnefnd: Páll Her- mannsson, Haraldur Gúðmunds- son, Þorst. Þorsteinsson, Eiríkur Einarsson og Kristinn E. Andrés- son. Sjávarútvegsnefnd: Ingvar Pálmason, Guðm. I. Guðmunds- son, Gísli Jónsson, Eiríkur Ein- arsson og Steingrímur Aðal- steinsson. Iðnaðarnefnd: Ingvar Pálma- son, Guðm. I. Guðmundsson og Gísli Jónsson. Heilbrigðis- og félagsmála- nefnd: Hermann Jónasson, Har- aldur Guðmundsson, Bjarni Benediktsson, Láruá Jóhannes- son og Kr. E. Andrésson. Menntamálanefnd: Jónas Jónsson, Haraldur Guðmunds- son, Eiríkur- Einarsson, Magnús Jónsson og Kr. E. Andrésson. Allsherjarnefnd: Guðmundur I. Guðmundsson, Bjarni Bene- diktsson, Lárus Jóhannesson, Steingrímur Aðalsteinsson og Bernharð Stefánsson. í neðri deild fóru nefndar- kosningar á þessa leið: Fjárhagsnefnd: Skúli Guð- mundsson, Ásgeir Ásgeirsson, Hallgrímur Benediktsson, Ing- ólfur Jónsson og Katrín Thor- oddsen. Samgöngumálanefnd: Svein- björn Högnason, Ásgeir Ásgeirs- son-; Gísli Sveinsson, Sigurður Bjarnason og Lúðvík Jósefsson. Landbúnaðarnefnd: Bjarni Ásgeirsson, Barði Guðmundsson, Jón Sigurðsson, Jón Pálmason, Sigurður Guðnason. Sjávarútvegsnefnd: Eysteinn Jónsson, Ásgeir Asgeirsson, Sig- urður Kristjánsson, Jóhann Þ. Jósefsson og Lúðvík Jósefsson. Iðnaðarnefnd: Sig. Þórðarson, Stefán Jóh. Stefánsson, Sig. E. Hlíðar, Jóhann Þ. Jósefsson og Sig. Thoroddsen. Heilbrigðis- og félagsmála- nefnd: Páll Zophoníasson, Stef- án Jóh. Stefánsson, Sig E. Hlíð- ar, Garðar Þorsteinsson og Sig. Thorpddsen. Menntamá|anefnd: Páll Þor- steinsson, Barði Guðmundsson, Gunnar Thoroddsen, Sigurður Bjarnason og Sigfús Sigurhjart- arson. f Allsherjarnefnd: Jörundur Brynjólfsson, Stefán Jóh. Stef- ánsson, Garðar Þorsteinsson, Gunnar Thoroddsen, Sigurður Bjarnason, Gunnar Thoroddsen og Þóroddur Guðmundsson. Frá AljDÍngi í gær (Framhald af 1. síðu) innanlands. Áki sagði, að ekk- ert væri samið um það enm Ey- steinn sýndi fram á, að það væri vafasöm hyggindi af stjórninni að láta smíða dýra báta, án þess að hafa tryggt sér kaupendur og hefði ríkis- átjórnin átt að byrja á því að | tryggja sér þá. Annars gæti svo : farið, að ríkið sæti uppi með bátana. Ólafur Thors reis þá á fætur með nokkrum þjósti og sagði það hreina firru, ef þann- ig ætti að ganga eftir einstök- um itíönnum og láta þá ráða því, hvað gert yrði. Með slíku móti gæti hæglega svo farið, að ekk- ert yrði úr framkvæmdum. Ey- steinn svaraði aftur og sagði, að það væx-i athyglisvert, að mað- urinn, sem' ætti að vera höfuð- málsvari einkaframtaksins, skyldi þannig verða öðrum fremri til að halda því fram, að það væri flrra að treysta því! Pétur Ottesen skýrði frá því, að Akurnesingar hefðu samið um smíði á vélbátum í Dan- mörku og myndu þeir verða miklu ódýrari en bátar þeir, sem ríkisstjórnin lætur smíða inn- anlands. Beindi Pétur þeirri fyrirspurn til stjórnarinnar, hvort hún ætlaði ekki að styðja slík bátakaup jafnmikið og þau, sem færu fram beint^á vegum hennar. Játti atvinnumálaráð- herra því, en þó með dræmingi. Síðara málið, sem var til um- ræðu í neðri deild, voru bráða- birgðalögin um togarakaup rík- isins. Umræðunni um það mál varð ekki lokið. (Framhala af 1. síðu) ung, eins og margir höfðu gert ráð fyrir, heldur minnkaði með- alnyt kúa í eftirlitsfélögum úr 3600 kg. á ári í rúm 3000 kg. á ári. — Hefir samt ekki gengið all mikið á nautgripastofninn á hernámsárunum? — Nei, stofninn hefir ekki minnkað meira en svo, að naut- gripastofn Dana er nú eins og hann var 1933, en hefir fækkað um 5% frá því 1939. Slíkt verður víst varla sagt um nokkuð annað land í Evrópu, að Svíþjóð undan skilinni. — Hvernig hefir svínaræktin gengið? — Svínunum hefir fækkað um helming á hernámsárunum, eða því sem næst. Um fleskfram- leiðsluna er annars það að segja, að Danir framleiddu áður flesk svo að segja eingöngu fyrir ensk- an markað og Englendingar hafa sínar ákveðnu kröfur um, hvern- ig fleskið eigi að vera/ En þær kröfur eru allt aðrar en þær sem Þjóðverjar gerðu til svína- flesks, því að Englendingar vilja ekki mjög feitt flesk, en Þjóð- verjar vildu það hins vegar sem feitast. Til þess að framleiða feita fleskið fer miklu meira korn heldur en til framleiðslu á Englandsfleskinu. Þetta var Þjóðverjum bent á og til be.ss að spara kornið, seiíi Þjóðverjar þurftu nauðsynlega að nota til manneldis, hurfu þeir frá kröf- um sínum um feita fleskxð og þáðu nú með þökkum þessi venj ulegu Englandssvíxi. Það hefir aftur leitt til þess, að þegar Englandsmarkaðurinn opnast nú aftur á ný, er flesk- framleiðsla Dana nákvæmlega í sama horfi og hún var fyrir hernámið, þegar markaðurinn til Englands lokaðist, nema hvað svínin eru færri eins og áður er sagt. \ — Hvað er að segja um aðrar búfjárgreinar? — Um hænsnin er það að segja, að þeim hefir fækkað um helming á hernámsárunum. Kanínuræktin hefir hins vegar tekið stórkostlegum framr’örum og bæði kjöt og skinn hafa verið eftirsótt markaðsvara. Loðdýra- ræktin hefir verið stórgróða at- vinnuvegur á hernámsárunum, aðallega þó vegna lífdýrasölu. Sauðfjárræktinni hefir af hinu opinbera verið veittur ýmis konar stuðningur og fríð- indi. Til dæmis má nefna að fyrir ullina var greitt hærra verð en nokkursstaðar hefir þekkzt, framleiðendur fengu yf- ir 14 kr. danskar fyrir ullarkg. Allur stuðningur hins opinbera við sauðfjárræktina miðar að því að auka sauðfjárstofninn og um leið aukd ullarframleiðsluna. Árangurinn af allri þessari við- leitni hefir ekki orðið mikill og sauðfjárstofninn óx sáralítið. Sauðfjárræktarráðunautur Dana er íslendingurinn Sigurður Elí- asson búfræðikandidat. Danir vilja ógjarna missa hann, enda hefir Sigurður staðið vel í stöðu sinni. — Hvernig fóru Danir að bæta sér upp skortinn á aðfluttum vörum? Það var reynt með ýmsu móti. Það voru á hernámsárunum í Danmörku ræktaðar ýmsar nytjajurtir, $pm undir venju- legum kringumstæðum eru lítt arðbærar, 'en talið var sjálfsagt að rækta vegna ríkjandi áJstands. Verðinu var hagað þannig, að atvinnan varð arð- bær. Má í því sambandi nefna hör, sem nú er ræktaður í stór- um stíl, og nokkrar verksmiðjur hafa verið reistar til að vinna hörinn til fulls. Fyrir styrjöld- ina var aðeins til ein ófullkom- in verksmiðja og lítil höfrækt. Ýmsar aðrar nytjajurtir, svo sem hampur og ýmsar lyfjajurt- ir, voru einnig ræktaðar. — Var tóbaksleysið þó ekki verst? — Jú við megum ekki gleyma tóbakinu. Það var varið hundr- uðum þúsunda króna til tilrauna með tóbaksræktun í Danmörku og til að kynbæta tegundirnar og finna hagkvæmar leiðir til að þurrka og vinna blöðin við hin dönsku skilyrði. Til þessa nutu Danir aðstoðar landa síns, sem verið hafði um 30 ár við tóbaksræktun á Java og er því sérfræðingur í þéssari ræktun- argrein. Árangurinn er sá, að þegar leiðirnar opnast að nýju, þá mun danska tóbakið eiga að hverfa af markaðinum, því það getur hvergi nærri jafnazt á við tóbakið, sem dramleitt er í hitabeltislöndunum. Danska tóbakið var alltaf vont, þrátt fyrir miklar tilraunir til að bæta það, eii það var notað mik- •ið saman við gömlu tóbaks- birgðirnar meðan þær entust. Það er þó ekki fyrr en 1944 að verulega fór að bera á tóbak- skorti í Danmörku, en úr því fór tóbaksskorturinn dagvaxandi og tóbak var selt og keypt okur- verði á svörtum markaði. — Hvað viltu annars segja mér um heildarútkomuna hjá danska landbúnaðinum á her- námsárunum? — Það voru auðvitað ótak- markaðir sölumöguleikar fyrir landbúnaðarafurðir. Flestar framleiðsluvörur voru skammt- aðar í landinu og fór það sem fram yfir var þarfir þjóðarinn- ar til Þýzkalands. Fjárhagsaf- koman hefir verið þannig, að smábúin hafa átt tiltölulega erfitt uppdráttar, vegna þess, að útlenda kraftfóðrið vantaði og landrými var ekki fyrir hendi hjá .smábændunum til að rækta það magn fóðurjurta, sem þurfti til að reka fullan bústofn á býl- unum. Þeir bændur, sem hins vegar höfðu nóg land til rækt- unar liinna ýmsu fóðurjurta, sem ýmist voru seldar beint á markaðinn eða notaðar til að framfleyta bústofni, höfðu á- gæta útkomu á búskap sínum og það voru ekki svo fá dæmi þess, að netto-hagnaður búanna væri all verulegur. Yfirleitt má segja það, að á styrjaldarárun- um» hafi danskur landbúnaður, þrátt fyrir allt getað rétt sig nokkuð við ’og unnið upp það tap, sem hann varð fyrir á brengingartímunum laust eftir 1930. — Skiptu Þjóðverjar sér ekki mikið af landbúnaðinum? — Nei, afskipti Þjóðverja af danska landbúnaðinum voru sáralítil. Kröfurnar voru oft háværar og oft var setið við samningaborð, en forustumenn landbúnaðarins fóru alltaf frá samningaborðinu með sín mál óskert. Þeir gátu sýnt Þjóðverj- um fram á, að unnið var á hag- kvæman hátt og afköst fram- leiðslunnar voru góð eftir þeim aðstæðum, sem fyrir hendi voru. Ljósasti vottur þess, að Þjóðverjar þorðu ekki að áreita danska landbúnaðinn var sá, að þegar þeir tóku öll helztu stór- hýsi Kaupmannahafnar fyrir skrifstofubyggingar, létu þeir stórhýsið Axelborg, þar sem all- ar skrifstofur danska landbún- aðarráðsins og búnaðarfélag- anna eru í friði, og gerðu ekki tilkall til afnota af húsinu. Þetta hús var þó eitthvert stærsta og bezta skrifstofuhúsið í Kaup- mannahöfn og má nærri geta, hvort þeir hafá ekki haft auga- stað á því, fremur flestum öðr- um. Það var líka eftirtektarvert, að í allsherjarverkfallinu í fyrrasumar, þegar Þjóðverjar ætluðu að beygja Dani til af- dráttarlausrar hlýðni og um .tíma leit út fyrir, að landbún- aðarframleiðslarí myndi stöðv- ast, þá sendu Þjóðverjar sjálfan matvælaráðherra Þýzkalands til samninga til Danmerkur, því þýzki herinn í baltisku löndun- um þoldi það ekki, að danska landbúnaðarframleiðslan stöðv- aðist, þó ekki væri nema í fá- eina daga. Það má því segja, að það hafi oltið á danska lancí- búnaðinum, að Dr. Best setuliðs- stjóra Þjóðverja í Danmörk tókst ekki þá að koma því fram, sem hann ætlaði. (ja\t\la Síó KVEMA- GULLIÐ (Girl Crazy). I Amerísk söngvamynd. Músik: George Gerswin. Mickey Rooney, Jude Garland. Tommy Dorsey og hljómsveitt. Sýning kl. 5—7—9. Tjtjja Síó MR SKEFFUVG- TO N. Mikilfengleg og afburða vel leikin stórmynd. Aðalhlutverk: Bette Davis, Claude Rains. Sýningar kl. 6 og 9. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUB Sýnfr gamanlelkiim GIFT EÐA ÓGIFT eftir J. B. Priestley aimaðkvöld kl. 8. Aðgöngumiðasala í dag kl. 4—7. — Sími 3191. Þakka innilega öllum peim, sem á margvislegan hátt sýndu mér vinsemd á sextugsafmœli mínu 4. okt. s.l. AÐALSTEINN KRISTINSSON. U R B Æ N U íslendingamótið, sem haldið var í Tjarnarcafé síðastl. föstudagskvöld fór vel fram og var hið1 ánægjulegasta. Mót þetta var haldið að tilhlutun nefndar Esjufarþega og var í upphafi ætlazt til, að þar kæmu saman flestir þeir, sem til landsins hafa komið frá ófriðarlöndunum í sumar og eru í bænum. Agnar Tryggva son setti mótið og, stjórnaði því. Dr. Magnús Sigurðsson flutti athyglisvert erindi, sem aðallega fjallaði um heim- komu hinna mörgu íslendinga í sumar frá Evrópu og hlutverk þau, sem bíða þeirra hér heima. Þá lék Hallgrímur Helgason tónskáld einleik á píanó, Valur Norðdal sýndi listir og Lárus Pálsson leikari las upp, að lokum var stiginn dans fram eftir nóttu. Á milli skemmtiatriða var fjöldasöngur. K. F. U. M. í Reykjavík er í þann veginn að hefja vetrar- starfsemi sína um þessar mundir. Fé- lagið hefir eins og kunnugt er, unnið í marga áratugi mikið og gagnlegt starf fyrir æskulýðinn, ekki einungis í Reykjavík, heldur alls staðar þar, sem félagsdeildir eru starfandi í landinu, en þær eru í nokkrum kaupstöðum á landinu. í húsi félagsins í Reykjavík, við- Amtmannsstíg 2B verður rekinn sunnudaga- og kvöldskóli í vetur eins og að undanförnu. Almennar sam- komur verða í húsinu á sunnudags- og fimmtudagskvöldum fyrir fullorðna. Sá maður, sem K.F.U.M. og K. hér á landi á mést að þakka, sr. Friðrik Friðriksson, er nú væntanlegur til landsins á næstunni, en hann hefir dvalið í Danmörku öll styrjaldarárin. Verður koma hans hinum fjölmörgu vinum hans og öðrum mikið fagnaðar- efni, því að óhætt má segja, að enginn maður eigi eins marga vini meðal ís- lenzks æskulýðs og hann. Kveðjuhljómleikar Guðrúnar Á Símonar. Hin unga og efnilega söngkona, Guðrún Á. Símonar, sem mörgum er kunn, er á förum til Englands og hyggst að stunda þar framhalds nám. Söngkonan efnir til kveðjuhljómleika í Gamla Bíó annað kvöld kl. 7,15 með aðstoð Fritz Weisshappel og Karlakórs Reykjavíkur. Á söngek^ánni eru tólf lög eftir innlenda og erlenda höfunda. mundsson. Birgir er ungur en efnileg- ur söngvari, sem mikils má vænta af í framtíðinni. Glft eða ógift. Sýningar á þessu vinsæía leikriti hafa nú verið teknar upp að nýju hjá Leikfélagi Reykjavíkur, og verður leikurinn sýndur annað kvöld kl. 8. \ Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Guðmunda Jónsdóttir á Baugs- stöðum og ívar Jasonarson í Vorsabæ í Flóa. Birgir Halldórsson söngvari er undanfarið hefir haldið söng- skemmtanir víðs vegar á landinu er nú á förum heim til sín vestur um haf. Næstkomandi fimmtudag mun söngvarinn halda kveðjuhljómleika í Gamla Bió með aðstoð dr. Urbant- schitsch. Á söngskránni eru mörg lög eftir innlenda og erlenda höfunda og hafa tvö þeirra aldrei verið sungin hér opinberlega fyrr, en það eru lög eftir tvö af beztu tónskáldum okkar, þá Helga Pálsson og Björgvin Guð- Fjarsöfnun S. í. B. S. síðastl. sunnudag gekk yel og námu tekjurnar í Reykjavík um 64 þús. kr., og er það svipað og undanfarin ár. Fregnir af fjársöfnuninni annars stað- ar á landinu eru ókomnar enriþá. Knattspyrnukappleikur milli úrvalsliðs úr brezka hernum hér og úrvalsliðs úr knattspyrnufélög- unum í Reykjavík, sá þriðji í röðinni, fór fram á þróttavellinu í Reykjavík siðastl. sunnudag. Leikar fórp þannig, að íslenzka liðið sigraði með 3 mörkum gegn 2. Leikurinn var skemmtilégur, en veður var ekki sem bezt. Hjúskapur. Nýlega voru gefin saman í hjóna- band af sr. Garðari Svavarssyni ung- frú Lilja Xngólfsdóttir frá Uppsölum 1 Eyjafirði og Hafsteinn Hansson, Reykjavík. Heimili þeirra er í Skála 366, Laugarnesi. ÞING B. S. R. B. * Þing Bandalags starfsmanna ríkis og bæja var háð í Kaup- þingssalnum í Reykjavk um fyrri helgi. Þingið sátu 67 full- trúar frá 21 félagi. f bandalag- inu eru alls 22 félög með sam- tals 2286 meðlimi. Þingið samþykkti tillögur um launakjör, réttindi og skyldur starfsmanna hins opinbera. Þingið skoraði á Alþingi að fella úr gildi þau ákvæði í lög- um, er hindra verkföll opinberra starfsmanna. Lárus Sigur- björnsson var kosinn forseti sambandsins í stað Sigurðar heitins Thorlaciusar. Aðrir i stjórninni eru: Ásmundur Guð- mundsson prófessor, Guðjón B. Baldvinsson deildarstjóri, Krist- inn Ármannsson menntaskóla- kennari, Ágúst Sæmundsson verkstjóri, Þorvaldur Árnason skattsíjóri og Páll Sigurðsson læknir. *

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.