Tíminn - 09.10.1945, Blaðsíða 7

Tíminn - 09.10.1945, Blaðsíða 7
76. Jsiað TÍMIM, jiriöjnclaginii 9. okt. 1945 7 dag er síöasti söludagur í 8. fiokki. HAPPDRÆTTIÐ Eríent yfirlit (Framháld aj 2. síðu) á henni. Einna sennilegast þykir, að þeim hafi þótt betra að láta stranda á þessu, heldur en einhverju öðru, sem lýsti betur yfirdrottnunaráformum þeirra. Þess vegna hafa þeir fundið upp þetta deiluefni eftir á, þegar þeim var orðið ljóst, að Bandamenn myndu ekki víkja frá þeirri kröfu, að komið yrði á lýðræði í Balkanlöndunum. Árangursleysi þessa fundar hefir mjög aukið á áhyggjur manna viðkomandi sambúð stórveldanna og hafa jafnvel heyrzt þær spár, að ekki líði mörg ár til nýrrar heimsstyrj- aldar, ef ekki tekst að koma á betra samkomulagi milli þeirra. Ýmsir hafa talað um, að nauð- synlegt sé að kalla þegar saman fund hinna „þriggja stóru“, ef vera mætti, að þeir gætu jafnað ágreiningsmálin. Aðrir telja bezt að bíða og fresta öllum viðtölum næstu mánuðina. Yf- irleitt eru skoðanir skiptar, þema um það eitt að hafa á- hyggjur yfir framtíðinni. r— Innilegasta þakklœti mitt votta ég öllum, sem glöddu mig með skeytum og gjöfum á 75 ára afmœli mínu hinn 16. ágúst síðastliðinn. Grund, 9. septemher 1945. ÓL. INGVAR SVEINSSON. Jörð til sölu Ein af beztu rekajörðum á Langanesi, Kumblavík, er til sölu og laus til ábúðar á næsta vori. Má bæði reka á jörðinni sjávar- útveg og landbúnað. Semja ber við eiganda og ábúanda jarðarinnar, Sigtrygg Helgason, Kumblavík. Símastöð: Skálar. 4 víðavangi (Framhald, aj 2. síðu)$ og beztu menn þjóðarinnar." Auðheyrt er að Jón telur sig í hópi þeirra! í - Hins vegar hefir Jóni ekki farið neitt fram í því að vanda málflutning sinn, og hefir for- setatignin því ekki verkað á hann til siðbóta. Sem dæmi um málflutning hans í þessum pistl- um má nefna það, að hann telur það ósamkvæmni hjá Framsókn- armönnum að krefjast hærra verðlags á kjötinu, þar sem þeir hafi talið kr. 3.20 á kg. nógu hátt verð fyrir mörgum árum síðan! NýkomLð Sokkabandateygja grá, í 40 cm. bútum. ólyMp/A Vestargötu 11. Kaldhreinsað þorskalýsi Heil- og hálfflöskur með vægu verði handa læknum, hjúkrun- arfélögum, kvenfélögum og barnaskólum. — Sendum um land allt. — Seyðisfjarðar Apótek HSeypir \ M í kútum, heilflöskum, hálfflösk- um og smáglösum. Sendum um land allt. EFNAGERÐ SEYÐISFJARÐAR. Símskeyti: Efnagerðin. Talsími: Seyðisfjörður 43. Takið eftir! Roskinn einhleypur maður í Suður-Þingeyjarsýslu, sem ver- ið heíir fjármaður frá 10 ára aldri, óskar eftir að verða bú- stjóri á stóru fjárbúi, helzt sunnanlands. Ennfremur að veita unglingspiltum.semhneigð ir eru fyrir sauðfé, leiðbeining- ar i margvíslegri meðferð og hirðingu sauðfjár. Upplýsingar gefur símstöðin á Húsavík, merkt bústjóri. REGLUR 11111 stiln mjólkui* í Reykjavík og Ilafiiarí'irði á tímaMlinu frá október 1945 til marz 1946. } 1. gr. Hver maður búsettur í Reykjavík eða Hafnarfirði, fær afhentan skömmtunarseðil fyrir mjólk, er gildi til 16. marz 1946. Skömmt- unarseðlar eru útbúnir með reitum fyrir hvern dag. Eru þeir tvenns konar, handa börnum (A-seðlar) og fullorönum (Bseðlar). Aseðlar eru afhentir þeim sem fæddir eru 1931 og síðar og gildir hver reitur á þeim, sem kaupheimild fyrir 1 lítra af mjólk, en reitur á B-seðlum fyrir 2 desilítrum. Þeir, sem þurfa vegna sjúkdóma að nota meiri mjólk en aðrir, geta fengið skipt á B-seðli og A-seðli, enda leggi þeir fram læknis vottorð um sjúkdóm sinn, og að þeir vegna hans þurfi meiri mjólk en aðrir. 2. gr. Úthlutunarskrifstofur Reykjavíkur og Hafnarfjarðar sjá um af- hendingu mjólkurseðla. Hver heimilisfaðir útfyllir eyðublað, þar sem taldir eru með nöfnum, fæðingardögum og árum allir þeir, sem þar eru í heimili, og fær gegn afhendingu þess jafnmarga seðla og þeirra tegunda, sem hið útfyllta eyðublað segir til um. 3. gr. Mjólkurbúðir afgreiða ekki aðra Injólk en þá, er seðlar þess dags hljóða um, frá því búðir opna um morguninn til kl. 13.30, en eftir þann tíma má selja mjólk án seðla. . 4. gr. Nú er að dómi forstjóra Mjólkursamsölunnar hætta á að mjólk sú, sem hefir borizt til bæjarins, nægi einhvern dag ekki til þess að afgreiða mjólk út á alla mjólkurrreiti þess dags, og getur hann þá ákveðið að til kl. 13.30 skuli einungis afgreidd mjólk út á A-seðla og eftir þann tíma aðeins út á seðla. 5. gr. Forstjóri Mjólkursamsölunnar getur ákveðið að afgreiða hálfan lítra íit á reiti B-seðla, þegar hann telur að svo mikil mjólk hafi borizt til bæjarins, að tilefni sé til þess. Nú berst svo mikið mjólkurmagn til bæjarins, að dómi hans, að engin hætta er á að liver geti ekki fengið þá mjólk er hann óskar að fá keypta, og má hann þá ákveða að selja mjólk án skömmtunarseðla þann dag. Sígild Ijóðabók Reglur þessar eru settar af viðskiptamálaráðuneytinu í sam- ráði við bæjarstjórnir Reykjavíkur og Hafnarfjarðar og Mjólkur- samsöluna. Reykjavík, 5. okt. 1945. Fyrir tæpnm ÍOO árnm kom út fyrsta útgáfan af Kvæöum Bjarna Thorarensen Aú heflr þessi sjaldgæfa og fagra Ijóða- bók verið Ijósprentnð og gefin út í forkunnarfögru alskinnbandi. Bjarni Thorarensen er eitt af öndveg- isskáldum Islendinga fyrr og síðar, svo að þessi vandaða útgáfa af ljóðum hans er mikill fengur fyrir alla, sem unna i íslenzkum bókmenntum. Verð bökarinnar er mjög í hóf stillf Bókfellsútgáfan Otsvör Dráttarvextir 1) Öll útsvör til bæjarsjóðs Reykjavíkur skv. aðalniðurjöfnun 1945, féllu í gjalddaga að fullu hinn 1. þ. m. þannig, að allt útsvarið 1945 er fallið í gjalddaga. Undantekin eru útsvör þeirra gjaldenda einna, sem greiða og hafa greitt útsvör sín reglulega, t. d. af kaupi, svo sem venjulegt er, eða með öðrum hætti. Gjalddagar þeirra útsvara verða hinir sömu og undanfarandi ár. 2) Dráttarvextir af vangreiddum útsvörum og útsvarshlutum hækka mán- aðarlega um 1%. Dráttarvextir eru sektir fyrir vanskil, ekki venju- legir vextir. 3) Þeir, sem skulda gjaldkræf útsvör 1945 (og því fremur þeir, sem skulda eldri útsvör) mega búast við sérstökum innheimtuaðgerðum (lögtaki), án frekari aðvörunar. Lögtökin eru þegar hafin. ;tokin ;iðið a t 4) Greiðið afallnar útsvarsskuldir til bæjargjaldkera nú þegar. Reykjavík, 3. október 1945. Borgarritarinn Tiikynning frá ríkisstjórninni Samkvæmt tilkynningu amerísku herstjórnarinnar er hreinsun lokið á fyrrverandi bannsvæði milli Gróttu og • \ Akraness, sbr. tilkynningu ríkisstjórnarinnar, dags. 6. júlí þ. á. í 35. tölublaði Löghirtingablaðsins 1945. t 3 ^ Aðvörun Samgönguniálaráðuneytið, 5. oktober 1945. Atvinnurekendur og aðrlr kaupgreitðendur, sem hafa í þjónustu sinni útsvarsgjaldendur til bæjarsjóðs Reykjavíkur, eru enn minntir á, að skila til innheimtuskrifstofu bæjargjaldkerans skýrslum um starfsfólk og kaup- greiðslur þess, svo sem fyrir er mælt í g-, z-, h-liðum 29. greinar útsvars- laganna frá 12. apríl 1945. Nöfn gjaldenda og heimilisföng verður að greina, svo að ekki verði um villzt. Forðist skammstafanir og gangið úr skugga am, hvort gjaldandinn heit- ir fleiri nöfnum en einu. Kaupgreiðendur athugi vel, að vanræksla u:m skýrslugjafir og vanræksla um að halda eftir af kaupi starfsfólks upp í útsvarsskuldir, veldur því, að kaupgreiðandinn bpr sjálfur ábyrgð á útsvari starfsmannsins. Frestur til að skila skýrslum er til 13. þ. m. Reykjavík, 5. október 1945. % - ■ - 1 , 1 ■ >f' 1 ■ Borgarritarinn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.