Tíminn - 09.10.1945, Blaðsíða 6

Tíminn - 09.10.1945, Blaðsíða 6
6 TÍMIM, |iritgjHtlagmn 9« okt. 1945 76. blað Bókaauglýsing Ferðin til Hróarskeldu, ib. kr. 6.00. í Tatarahöndum, ib. kr. 6.00. 69.. Sveitasögur eftir Einar H. Kvaran 308 bls. Kr. 10.00. 70. Stuttar sögur eftir Einar H. Kvaran 350 bls. Kr. 10.00. Það bezta, sem Einar H. Kvaran hefir samið, er að finna í'þessum tveim bókum. 71. Babbit, I—II, eftir Nóbelsverðlaunaskáldið Sinclair Lewis. Áður kr. 64.00, nú kr. 35.00. Óbundin: áður kr. 30.00, nú kr. 15.00. 72. Heiðaharmur, ib., nýjasta bók Gunnars Gunnarssonar. Áður kr. 20.00, nú kr. 12.00. Ljjóðabækur: 1. Aringlæður. Ljóð. Kristjón Jónsson, kr. 3.00. 2. Burknar. Ljóð. Pétur Pálsson kr. 4.00, ib. kr. 6.50. 3. Draumsjónir. Ljóð. Ásg. Hraundal, kr. 3.00. 4. Daggir. Ljóð. Gunnlaugur Sigurbjörnss. kr. 3.00. 5. Eilífðar smáblóm. Ljóð. Jóhannes úr Kötlum, kr. 7.00. 6. Glettur. Ljóð. Sig. B. Gröndal, yfirþjónn, kr. 6.00, ib. kr. 8.00. 7. Geislabrot. Ferskeytlur Hjálmars á Hofi, kr. 5.00. 8. Guðrún Ósvífursdóttir. Söguljóð. Brynj. frá Minna- Núpi, kr. 4.00. 9. Hendingar. Stökur. Jón frá Hvoli, kr. 5.00. 10. Hinir tólf. Frægur Ijóðaflokkur. A. Block, kr. 10.00. 11. Hamar og sigð. Ljóð. Sigurður Einarsson, dósent, kr. 7.00. 12. Haföldur. Ljóð. Tölusett. Ásm. Jónsson, kr. 4.00. 13. Heimur og heimili. Ljóð. Pétur Sigurðsson, erindreki, kr. 4.00. 14. Hugheimar. Ljóð. Pétur Sigurðsson, erindreki, kr. 5.00. 15. Hillingar. Ljóð. Sveinbjörn Björnsson, kr. 3.50. 16. Huliösheimar I. Ljóðaflokkur. Arne Garborg kr. 4.00, ib. kr. 6.00. 17. Helheimar II. Ljóðafl. Arne Garborg, kr. 4.00. 18. Hjálmar og Ingibjörg. Sig Bjarnason, kr. 6.00. 19. Hnitbjörg. Ljóð. Páll V. G. Kolka, kr. 6.00. 20. Kveður í runni. Ljóð. Sigriður Einarsdóttir, kr. 4.00 ib. kr. 6.00. 21. Kvæði. Elín Sigurðardóttir, kr. 5.00, ib. kr. 7.00. 22. Landnám Hallsteins. Söguljóð. Ásgeir Hraundal, kr. 2.00. 23. Ljóð og sögur. Axel Thorsteinsson, kr. 4.00. 24. Ljóðmál. Dr. Richard Beck, kr. 10.00. 25. 26. 27. 28. 29. 30. 31. 32. 33. 34. 35. 36. 37. 38. 39. 40. 41. 42. 43. 44. 45. 46. 47. 48. 49. 50. 51. 52. 53. 54. 55. 56. 57. 58. 59. Ljóðmæli. Séra Guðlaugur Guðmundsson, kr. 4.00, ib. kr. 6.00. Ljóð úr Jobsbók. Valdimar Briem, kr. 4.00. Ljóðmæli. Með mynd. Jón Hinriksson, kr. 7.00. Ljóðmæli eftir Magnús Markússon, kr. 6.00. Ljóðmæli. Brynjólfur Oddsson, kr. 10.00. Ljóðmæli. Sigurður Bjarnason. Voru gefin út aðeins 150 eintök. Aðeins örfá eint., kr. 10.00. Ljóðmæli. Björnstjerne Björnson, ib. kr. 20.00. Ljóð. Gísli Ólafsson, kr. 5.00. Ljóðmæli. Jóh. Örn Jónsson, kr. 8.00. Ljóðmæli. Gísli Brynjólfsson. Lítið eitt til, — kr. 15.00. — í þessari bók er að finna beztu kvæði sinnar teg- undar á íslenzka tungu, t. d. „Grátur Jakobs yfir Rakel,“ Magyara ljóð, Flokkur Sapo o. fl. o. fl. Lausar skrúfur og gamankvæði, kr. 2.00. Ljóðmæli. Guðm. Björnsson, kr. 5.D0, ib. kr. 7.00. Ljóðabók. Jón Þorsteinsson, Arnarvátni, kr. 5.00. Mansöngvar til miðalda. Ljóðafl. Jóh. Frímann, kr. 4.00, ib. kr. 6.00. Ljóð eftir þýzka stórskáldið Heine, í rauðu smekklegu bandi, kr, 16.00. Móðurarfurinn. Gömul ljóð og sálmar, kr. 3.00. Nokkrar stökur. Gísli Ólafsson, kr. 3.00. Náttsólir. Ljóð. Guðm. Frímann, kr. 4.00. Nökkvar og ný skip. Ljóð. Jóh. Frímann, kr. 6.00. Ólafsríma Grænlendings. Einar Ben., kr. 6.00. Órar. Ljóð. Hannes Guðmundsson, kr. 3.00, ib. kr. 4.50. Rímur af Búa Andríðssyni og Fríði Dofradóttur. Grím- ur Thomsen, kr. 3.00. Rímur af Án Bogsveigi. Sigurður Bjarnason, kr. 4.00. Rímur af Hænsna-Þóri.Jón Þorláksson, Bægisá, kr. 4.00. Rökkursöngvar. Örfá eintök. Kristmann Guðmunds- son, kr, 10.00. Stjörnur vorsins. Tómas Guðmundsson, kr. 14.00. Skellihlátrar. Gamanvísur, kr. 2.00. Stýfðir vængir. Ljóð. Holt, kr. 7.00, ib. kr. 10.00. Sóldægur. Ljóð. Jón Björnsson, kr. 5.00. Tækifæri og tíningur, Bjarni frá Vogi, kr. 2.00. Tvístirnið. Ljóð. Jónas Guðlaugsson og Sig. Sigurðsson, kr. 3.00. Tindar. Ferskeytlur. Guðm. Gunnarsson, kr. 4.00. Uppsprettur. Ljóð. Halldór Helgason, kr. 6.00. Við lifum eitt sumar. Ljóð. Steindór Sigurðsson, kr. • 12.00. Þýdd ljóð, II. hefti kr. 20.00, VI. hefti kr. 19.00. (Framhald af 5. síðu) 60. Þú munt brosa. Stökur. ísleifur Gíslason, kr. 4.00. 61. Ættjarðarljóð' 1944. Jochum M. Eggertss., kr. 5.00. 62. Örvar. Ljóð. Helgi Bjarnason, kr. 3.00. ISaroiahækur: 1. Barnasögur. Hallgrímur Jónsson skólastj. kr. 5.00. 2. Barnagaman. Sögur, ljóð o. fl., kr. 5.00. 3. Bók náttúrunnar. Zakarías Topelius, kr. 6.00. 4. Mjallhvít. Með myndum, kr. 2.00. 5. ísabella, konan mín. Norskt ævintýri, kr. 2.00. 6. Norsk ævintýri. Theodóra Thoroddsen þýddi, kr. 2.50. 7. Odysseifur. Frásagnir fyrir börn með myndum, kr. 4.00. 8. Stígyélaði kötturinn. Ævintýri. kr. 1.00. 9. Sextíu leikir, vísur og dansar. Steingrímur Arason. ib. kr. 6.00. 10. Ævintýri og sögur. H, C. Andersen. ib. kr. 20.00. 11. Ævintýri. Safnaö hefir dr. Björn Bjarnason frá Við- firði. ib. kr. 5.00. Tímarit: Af neðantöldum tímaritum er af flestum aðeins um eitt eintak að ræða, og er því betra fyrir þá sem vilja eignast eitthvað af þeim, að gera það í tíma. 1. Spegillinn I—XX árg. compl. Fyrstu 9 árgangarnir bundnir í rautt, ágætt skinnband kr. 650.00. Do. annað eintak, fyrstu 5 árg. bundnir í svart skinn, kr. 600.00. 2. Doktorinn ’l—4, allt sem út kom, — hálfgerður spegill kr. 15.00. 3. Verði ljós I—IX, allt sem út kom. Eitt -merkilegasta guðfræðitímarit, sem út hefir komið á íslenzku kr. 75.00. 4. Samtíðin I—X compl. kr. 85.00. 5. Árbók Háskólans I—XXXIII cömpl. með fylgiritum kr. 450.00. 6. Elding. Jón Aðils sagnfræðingur gaf út, compl. kr. 50.00. 7. Læknablaðið, allt til 1940, mjög fágætt, kr. 600.00. 8. Alþingisbækur íslands, compl., I—VII, kr. 150.00. 9. Réttur I—XXVIII compl. kr. 300.00. 10. Kennarablaðið compl. kr. 20.00. Bókavinir. Athugið hvað yður vantar af ofantöldum bókum i bókasafnið. Fyllið í eyðurnar áður en það er um seinan. Þér verjið hvorki tíma né peningum betur en með því að veita yður góðar bækur. — Sendum gegn póstkröfu um land allt. Bðkaverzlun Guðmundar Gamalíelssonar Lækjargötn 6. — Ssnti 3263. L. Veðurhljóð í Þjóðviljanum (Framhald af 3. siðu) fóðruninni. Auk þess vita þeir,1 að það er háegt að raékta kúa- kyn, sem gefa þunna mjólk. Þeir sækjast þó ekki eftir því og ber tvennt til. Þeir vilja fram- leiða góða mjólk, þó að það sé nú ef til vill miðaldasjónarmið. Auk þess vita þeir, að sums staðar hér á landi er mjólkin borguð eftir gæðum þannig, að verðmælirinn er fitueiningin en ekki kilógrammið eða lítrinn. Og bændur vænta þess, ^aÖNSá verzlunarháttur verði brátt al- mennur. Þeir sækjast því ekki eftir kúm með þunna mjólk, þó að þær geti skilað nokkru meira mjólkurmagni með sama fóður- magni en kýrnar með góðu og kostugu mjólkina. Ef Kiljan þekkir kúakyn, sem mjólka smjöri, þá er auðvitað mjög fróðlegt að kynnast því betur. Ef hann hins vegar vill halda því til streitu að meta neyzlumjólk eftir vatnsmagni og fyrirferð eingöngu, má benda honum á einfalt úrræði til þess að auka framboð „drykkjar- mjólkur" í þessu úrkomusama landi. Hitt er svo annað mál, að ég hugsa mér að hvorki bændur né almennir neytendur verði hrifnir af þeim úrræðum. Ekki nenni ég að eyða orðum að öllum þeim sýnishornum, sem ég hefi tekið hér uþp, enda veit ég að menn meta þau mjög að verðleikum. Þó vil ég minn- ast á þá kenningu, <að stétt mín finni sig ekki hafa neinar skyldur við þjóðfélagið. Sann- leikurinn er sá, að það sem heldur stéttini nú uppi í straum- kasti líðandi stunda, eru eink- um tvennir aflgjafar og báðir andlegs eðlis. Það er tryggðin við átthaga og atvinnuveg æskuáranna og forfeðranna nærð og glædd af staðfastri ‘ vissu þess, að landbúnaður á íslandi er og verður þjóðar- nauðsyn og ef við yfirgæfum hann á tímum skammvinnrar stríðsgróðavinnu, værum við að hörfa af verði, þar sem þjóð okkar ríður á að vel sé vakað og unnið. Þessi fullvissa gefur okkur þrótt til þess að halda tryggð við landbúnað án þess að gera nokkra tilraun til að sækjast eftir léttari og ábata- samari störfum. Við viljum hafa gott samstarf við alla sann- gjarna, starfsfúsa íslendinga um það, að gera land okkar betra og byggilegra. Okkur er að sjálfsögðu ábótavant um margt, en meðan hjörtu okkar fyllast ekki af Djöfulsins hof- móði og grotnandi mannfyrir- litningu gagnvart öðrum stétt- um, vænti ég að við verðum samstarfshæfir um framför ætt- jarðarinnar. En Kiljan hefir hér eins og í verðlagsmálunum og víðar, byggt höll mælsku sinnar á sandi sjúklegs heilaspuna, gripið hvatvíslegar fullyrðing- ar úr lausu lofti. Hvcrjir eig'a að framlciða mjólk? í samræmi við það, sem hér hefir verið rifjað upp af full- yrðingum Kiljans, byggir hann sínar bjargráðatillögur. Hann er búinn að fullyrða það, að bændur vilji engar framfarir og endurbætur og séu fjandsam- legif þjóðfélaginu. Hann líkir þeim meira að segja við spell- virkja Ráðstjórnarríkjanna og sjá þá bændur hylla undir þau málagjöld, sem þessi ágæti mannvinur myndi dæma þeim samkvæmt rússneskum- réttar- venjum. Svo leggur hann það til, að Reykvíkingar taki að sér framleiðslu mjóllfurinnar sjálfir, hvort sem framleiðslu- tækin yrðu eign bæjarins sjálfs eða einkafjármagns. Það skipt- ir ekki máli. Aðeins að fram- leiðslan kæmist í eign Reyk- víkinga og undir þeirra stjórn. Hér eru þá tillögur ‘lagðar fram. Á það skal minnst hér jafnóðum að nokkur bæjarfé- lög á landinu hafa horfið að því ráði að koma sér upp kúá- búum og eru það yfirleitt þörf og góð fyrirtæki. Þessi bú afla heyja sinna á véltæku landi. Þau flytja mjólkina stutta leið á markað og fá gjarnan hærra verð en bændur því að þau selja oft beint til neytenda með smá- söluverði og hafa lítinn flutn- ingskostnað. Þessi fyrirtæki eru öll rekin með halla og hann er mikill hjá sumum þeirra. Ástæð- an til þess er sú að mjólkur- framleiðsla, þótt við beztu skil- yrði sé, þolir ekki taxtakaup eins og það er nú á íslandi. Mið- að við taxtaverð vinnuafls á ís- landi er skaði að eiga kýr á ís- landi, þó að skilyrði til hey- skapar og markaða séu þau beztu sem landið á til. Ég skil ekki annað en Kiljan gæti fengið Korpúlfsstaði leigða til þess að framleiða þar úrvals- mjólk fyrir Reykvíkinga. Ef til vill vildu þeir félagarnir Bjarni Benediktsson, Sigfús og kump- ánar líka láta Kiljan reka þar bú fyrir bæinn, svo að gróðinn yrði almenningseign. Varla myndi þá meistarinn telja eftir sér að fylgja hugsjón sinni og stjórna smjörkistunni við bæj- ardyrnar meðan fólkið væri að" komast á bragðið og gildur vara- sjóður að hlaðast upp. Til þess- ara og þvílíkra úrræða hefir ekki verið gripið af þeirri ein- földu ástæðu að stjórnendur bæjarins, þeir sem hafa hag- rænar gáfur aí algengari gerð en Kiljan, vita það vel, að slík framleiðsla yrði bænum byrði og mjólkin dýrari en sú, sem bændur selja. Fengin reynslá sannar það. Kiljan segir að peningarnir séu að sprengja bankana, von- andi og bíðandi eftir því einu að einhver vilji leggja þá í fyr- irtæki. Ef þetta er satt sýnist mér að væri vit í því að leggja þá í ræktun landsins og upp- byggingu, svo að bændur hafi tækifæri til að framleiða meiri, ódýrari og betri vörur handa frændum sínum og vinum i bæjunum eins og allir óska og vilja að geti orðið. Hvers vegna getum við ekki talað um þessa hluti í góðu og tekið sáttir höndum saman um að leysa vandann? Vandinn er sá, að taka fjármagnið, hvort sem það er nú að sprengja bank- ána eða ekki, og nota það til þess að umskapa okkar góða gamla land, svo að þar sé hægt að framleiða mat í sámræmi við kröfur nútímamenningarþjóðari Svo hygg ég að reynsla okkar og þeirra þjóða, sem okkur eru skyldastar bendi til þess, að bezt verður að landbúnaðurinn sé sjálfstæður atvinnuvegur og eigi heima í sveitunum en sé ekki hjáleigurekstur bæjar- manna. Hitt er betra, hollara og ódýrara fyrir alla. Við eigúm að keppa að því að hér starfi sjálfstæðar at- vinnustéttir, sem lagi sig hver eftir annarri og leysi hver ann- arrar þarfir og eigi bróðurleg samskipti. Til þess það geti orðið verðum við að gæta þess að láta ekki hvatvísa öfgamenn, sem nú eru blindir af einhvers- konar stríðsgróðavímu espa okkur upp og teygja í fjand- samlegar fylkingar. Augu manna munu opnast á næstu árum fyrir ýmsu því, sem nú er grafið með hávaða og hrópyrðum. Og þá er áríðandi að eiga það hug- arfar sem samstarf allra þjóð rækinna íslendinga verður að byggjast á. • Ég vil biðja lesendur Tímans afsökunar á því að ég hefi orð- ið svo margorður af þessu til- efni. Ég ■ hefi þó sleppt ýmsu, sem Kiljan víkur að í þessari grein sinni svo sem raforku- málunum og rétti sveitafólks til þess að njóta lífsþæginda. Það er alltaf hægt að ræða þau mál íjérstaklega. Þegar slíkur her- i blástur gegn bændastétt lands- Áns, sem hér er um að ræða, er gerður í ^ málgagni ríkisstj órn- j arinnar, þarf einhver að svara. Vilji flokkur blaðsins í heild taka undir æsingarnar og róg- inn, verður hér höfuðbarátta og þá er ekki eftir neinu að bíða fyrir bændur og sanngjarna menn annarra stétta að taka sér vígstöðu. Hins vænti ég þó, að hér verði hugsunin sterkari en ofsinn og makleg fyrirlitning víðsýnna bæjarbúa þaggi niður rödd ofstopans. í þeirri trú vil ég biðja bændur að taka ekki meira mark á einstökum rop- greinum í blöðum bæjamanna en ástæða er til. Dæmum ekki fólkið í Reykjavík eftir hvat- víslegum tálknaþyt einstakra angurgapa, sem þykjast vera upp úr því vaxnir að hugsa eins og menn, þó að einhverjar dyr 'standi þeim opnar til að kom- ast á prent. Ég veit fyrir víst, að það sannast á bændum, að þeir, sem eru niðursokknir í starfsemi í þjónustu framtíð- arinnar, láta sleggjudómana ekki á sig bíta. Bændastéttin leggur metnað sinn í það að uppfylla það hlutverk sitt að rækta landið og metta þjóðina. Stór bók um líf og starf og samtíð listamannsins mikla Leonardo da Vinci eftir rússneska stórskáldið Draitri Mereskowski, í þýðingu Björgúlfs læknis Ólafssonar er komin í bókaverzlanir Leonardo da Vinci var furðulegur maður Hvar sem hann er nefndur i bríkuth, er eim og memi ikorti orð til þess að lýsa atgerfi hans og yfirburðum. I .Jincycioptrdia Brilanmca" (1911) er sagt, nð sagan nefni engan mann, sem si hans jafningt á sx'iði visinda og lista og óhugsandi sé, að nokkur maður hefði £nzt til að afkasta hundiaðmto parli af ölln þvi, sejn hann fékkst við. Leonardo da Vinci var óviðja)nnnlegur mdlari. En hann var lika uppfinningamaður A við Edison, eðlisfrœðingur, sl(rrdfrfcðingnr, stjörnufueðingur og hervélafrcröingur Hann fékkst við rannsóknir i ljósfr(rði, liflrrrafrcpði og stjórnfraði, andlitsfall manna og fellingar i klccðum athugaði liann vandlega. Söngmaður var Leonardo, góður og lék sjálfur d hljóðfceri. Enn fremur ritaðí hann kynstrin öll af dagbókum, eh - ^ list lians liefir gefið honum orðstír, sem aldrei deyr. Þessi bók itm Leonardo da Vinci er saga um mannmn, er fjölltcrfastur og afkasta• méstur er talinn allra manna, er sögur fara af. og einn a\ mestu listawönnum veraldor. í bókinni eru um 30 myndir af listaverkum. H.F. LEIFTUR, Reykjavík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.