Tíminn - 16.10.1945, Page 2

Tíminn - 16.10.1945, Page 2
2 TÍMIM, þriðjndagiim 16. okt. 1945 78. blalS Þriðjudagur 16. oht. tííi að anyi Erlent yfirlit Deilan um Palestínu Búnaðarráðslögin Umræðurnar um búnaðarráðs- lögin, sem íóru fram í neðri deild í fyrri viku, hafa á ýman hátt skýrt þetta betur en áður. Sú blekking var ekki aðeins full- komlega hrakin, að verðlags- valdið væri lagt i hendur bænda- stéttarinnar með þessari tilhög- un, heldur neyddust formæl- endur stjórnarliðsins til að gefa mikilvægar játningar um til- drög þessarar ranglátu lagasetn- ingar. Þessar játningar, sem bæði voru gerðar af Pétri Magn- ússyni og Jóni Pálmasyni, voru: í fyrsta lagi játuðu þeir, að hefði verðlagsvaldið verið lagt í hendur Búnaðarfélags ís- lands, nýju Stéttarsamtakanna eða fulltrúa, sem bændastéttin hefði kosið, myndi ríkisstjórnin hafa misst taumhaldið á þessum málum. Verðlagsvaldið hefði þá hæglega getað lent í höndum stjórnarandstæðinga og þeir hefðu getað misnotað það gegn ríkisstjórninni. Stjórnin hafi orðið að tryggja sér þá skipun á þessum þýðingarmiklu verðlags- málum, að þau yrðu henni vel viðráðanleg. í öðru lagi lýstu þeir hinum miklu fjárhagserfiðleikum ríkis- ins. Til þess, að þeir yrðu ekki alveg óviðráðanlegir, hefði orðið að leysa verðlagsmálin á þann veg, sem nú hefir verið gert. Með þessum tveimur játning- um þeirra Péturs og Jóns er hruninn grundvöllurinn undan öllum öðrum afsökunum þeirra, eins og t. d. þeim, að ekki hafi verið til viðurkennd stéttasam- tök. Slíkum samtökum hefði ekki *verið falið verðlagsvald- ið frekar en Búnaðarfélag- inu eða Stéttarsambandinu, því að vitanléga hefði sami meiri- hlutinn ráðið þar og í hinum samtökunum. Stjórnin vildi ekki hafa þetta vald í höndum ann- arra en þeirra, sem hún treysti til að framfylgja stefnu sinni. Þess vegna var landbúnaðarráð- herra falið að skipa búnaðar- ráðið og þess vegna valdi hann þangað nógu marga eftir- láta menn, er hann gat treyst til að fylgja stefnu sinni, enda liafa þeir ekki brugðist því. Gangur málsins er þannig augljós. Ríkið þurfti að leggja á auknar byrðar, ef afstýra átti fjárhagshruninu um stund. Rík- isstjórnin taldi ekki fært að ieggja þær á aðra en bændur. Hún annaðhvort sá ekki eða lét sér viljandi sjást yfir stór- gróðann, milliliðaokrið og skatt- svikin. Þess vegna var bænda- stéttin ein allra stétta svipt á®- stöðunni til að ráða nokkru um launakjör sín og þess vegna er hún ein allra stétta látin bera auknar byrðar vegna dýr- tíðarinnar. Þessi lausn Péturs Magnús- sonar á dýrtíðarmálunum er eins óheiðarleg og ranglát og hugsast getur. Málið átti að leysa með hlutfallsléga jöfnu framlagi allra, en ekki einnar stéttar. Enga stétt var líka síður ástæða til að beita slíkum fantatökum en bænda- stéttina, er sýnt hafði minni kröfugirni en aðrar stéttir. Það er nú bændanna að svara þessu gerræði og ' rangindum landbúnaðarráðherrans. Ef þeir vilja ekki vera eina stéttin, sem engu ræður um launakjör sín og aðalþungi dýrtíðarinnar bitn- ar á, eiga þeir ekki nema um eitt að velja: Harðskeyttari stéttarsamtök og að láta engan stuðningsmann landbúnaðar- ráðherrans ná kosningu i bændakjördæml. Það eru svör, sem verða skilin, og svör, sem munu hafa áhrif. F iskimálas jóður Vafasamt er, hvort nokkurt verkefni sé þýðingarmeira í sjáv arútvegsmálunum en að vinna að betri hagnýtingu aflans, nið- ursuðu, frysjtingu, vinnslu úr- gangsefna o. s. frv. Vonin um aukna markaði og bætta af- komu útvegsins byggist ekki sízt Þegar Mbl. hyggst að sanna „siðleysi“ Tímans. Mbl. þykist um þessar mundir stórhneykslað yfir biaðamennsk- unni hjá Pramsóknarmönnum. Hún sé ekkert annað en illgirni, rógur og lygi. Með þessu á vist að ómerkja í eitt skipti fyrir öll alla gagnrýni á verkum rík- isstjórnarinnar, likt og nazistar gerðu á sinni tíð í Þýzkalandi. Með þessu á víst líka að fá al- menning til að trúa því, að Frams.menn séu siðspilltir valda streitumenn eða eins og nazist- ar töldu andstæðinga sína vera. Yfirleitt reynir Mbl. þó ekki að tilgreina ákveðin dæmi máli sínu til sönnunar. Undantekn- ing er það þó, að það nefndi það til sönnunar nýlega, að Tíminn hefði stimplað Kengáluriddara þess, Pál Kolku, nazista. Þetta er lygi, segir Mbl., og þarna hafið þið dæmið um siðleysi Tímans. Fyrst Mbl. hefir þannig loks- ins fengizt til að nefna dæmi um „siðleysi“ Tímans, þykir rétt að kryfja það til mergjar. Kengáluriddarinn lýsir þingræðinu. Árið 1939 fór nazisminn yfir löndin, eins og logi yfir akur. Hvarvetna reyndi hann að ryðja sér braut með því að svívirða og dauðadæma þingræðið. Þann 11. september 1932 hóf göngu sína í Vestmannaeyjum blað, sem nefndist: Gestur. Ritstjóri þess var fyrrnefndur Kengálu- riddari Mbl., Páll Kolka. Fyrsta og stærsta greinin í fyrsta tbl. hins nýja blaðs nefndist: Þing- ræði. Skal nú Mbl lofað að heyra, hvernig Kengáluriddarinn skrif- ar um þingræðið: „Tsardæmið bar þá v innri meinsemd spiliingarínnar í brjósti, að þaS hlaut að deyja. En hvernig er með heilsufar þingræðisins? Heyrizt engin hrygla fyrir brjóstinu á því, ef hlustað er vel? Við skulum at- huga feril þess seinustu 20 ár- in. Voru það ekkl þingræðis- löndin, sem steyptu mannkyn- inu út í 4 ára djöfullegan ófrið?... Er það ekki f skjóli þingræðisins, sem okrarar og vopnasmiðir hafa safnað sam- an auði, meðan miljónir manna létu lífið á blóðvellinum? Er það ekki í skjóli þess, sem 5% af íbúum Bandaríkjanna t. d. hefir tekizt að sölsa undir sig 95% af þjóðarauðnum? Er það ekki í skjóli þess, sem matvælum er brennt eða hent í sjóinn með- an tugir miljóna manna lifa við sult og seyru... Þessar og ótal aðrar svívirð- ingar þróast í skjóli hins ríkj- andi þjóðskipulags — þingræð- isins. Þær eru hinn blákaldi veruleiki bak við skrafið og fimbulfambið um frelsi einstakl- ingsins, jafnréttið fyrir lögun- um og bróðernið milli einstakl- inga og þjóða, sem þingræðis- á því, að framleiddar verði betri og fjölbreyttari vörutegundir en nú viðgengst. Þetta verkefni get- ur jafnvel verið enn þýðingar- meira en sjálf aukning skipa- flotans, því að til lítils er að auka hann, ef ekki er tryggt, að hægt sé að vinna úr aflanum seljanlega vöru. Þótt furðulegt sé, hefir stjórn þeirri, -sem nú situr að völdum og þykist hafa ,,nýsköpun“ at- vinnulífsins að höfuðmáli, sést yfir þetta veigamikla verkefni. Það hefir fallið í hlut stjórnar- andstæðinga, sem stjórnarblöð- in segja þó andstæða „nýsköp- uninni", að bæta úr þessari van- rækslu. En það hefir nú verið gert með frv. því um eflingu Fiskimálasjóðs, sem þeir Ey- steinn Jónsson og Björn Krist- jánsson flytja. Verði frumv. þetta að lögum, fær Fiskimálasjóður a. m. k. 25 millj. kr. meira fé til starfsemi sinnar næstu 10 árin, en hann fær eftir núgildandi lögum. Jafnframt fær hann 10 millj. kr. látökuheimild. Þessi auknu fjár- ráð ættu að gera sjóðnum kleift að komið yrði upp nauðsynleg- um verksmiðjum til að vinna úr aflanum í helztu verstöðvum landsins Verði frumv. samþykkt, flokkarnir setja á stefnuskrá sína og hampað er í blöðum þeirra, á þjóðþingum og alþjóða- ráðstefnum." Finnst Mbl. þessi lýsing á þing- ræðinu ekki lýðræðisleg? En það á eftir að fá meira að heyra frá Kengáluriddara sínum. „Sóðaathöfn," en samt nauðsynleg. Kolka segir ennfremur í áður- nefndri grein sinni: „í hverju lýðræðislandi er því hvorki þingið eða stjórnin rétt mynd af vilja þjóðarinnar né verkfæri þjóðfélagsins til að gæta hagsmuna fjöldans, held- ur verkfæri eiginhagsmunabar- áttu hinnar ráðandi flokksklíku. Þetta kemur fram í sinni ógeðs- legustu mynd í einu af elztu lýðveldunum, Bandaríkjunum, þar sem hreinir glæpaflokkar ná á þingræðislegan hátt yfirráð- um yfir stórborgum eins og Chigaco... Og einmitt af því að þingræðisfyrirkomulagið tryggir ekki hagsmuni heildar- innar, eins og af ofangreindu er ljóst — þrátt fyrir almennan atkvæðisrétt — heldur er oft og tíðum leiksoppur í hendi þeirra afla, sem eru þjóðfélagsheild- inni fjandsamleg, þá getur far- ið svo, að eina ráðið til að bæta úr göllum þess sé sama ráðið og haft var til að bæta úr göll- um konungsdæmis Bourbon- anna og keisaradæmis Róman- offanna, sem sé BYLTING. (Let- urbreyting Kolku). Bylting er vitanlega sóðaathöfn, en það eru líka allar þær athafnir, sem grípa verður til, þegar gamall, rótgróinn og daunillur óþverri safnast saman ár eftir ár“. Þarf Mbl. öllu frekari sannan- ir fyrir nazistahugarfari Ken- gáluriddarans síns’En samt skal það fá að heyra. enn meira. Frumleg stjórnarbótatillaga Kengáluriddarans. _ Kolka virðist geta hugsað sér fleiri leiðir til stjórnarbóta en byltingu. Hann segir í grein- arlokin: „Það er ekki tími né tækifæri til að lýsa nánara að sinni því foraði, sem þingræðið er komið í. Sjálfur hefi ég litla trú á að því takist eins og Miinchausen að draga sjálft sig upp úr dýk- inu á hárinu. Ef ritstjóri In- gjalds hefir eins og Horthy trú á því að gálginn sé það verk- færi, sem hægt sé að nota til að bjarga því (Blaðið Ingjaldur hafði sagt frá hengingu upp- reisnarmanna í Ungverjalandi), þá vil ég gefa honum það ráð að hengja ekki þá, sem eru á móti þingræðinu, — því að þeir eiga ekki sök á, hvernig það er komið, — heldur hina, sem hafa hrint því út í ófæruna. Væri þá gott, að hann byrjaði með þvf að festa upp einn úr hverj- um hinna þriggja þingræð- isflokka hér á landi og vita mun það einnig fást tryggt, að þessi 'fyrirtæki verði í höndum félaga útvegsmanna og sjó- manna eða sveita- og bæjarfé- laga, en verði ekki rekin sem braskfyrirtæki af gróðamönn- um, er reyna að okra á útgerð- inni, eins og ýms frystihúsin nú. Þessi • auknu f járráð munu einnig gera sjóðnum kleift að veita stærri fjárframlög til ýmsrar tilraunastarfsemi í þágu sjávarútvegsins og markaðs- leita. Með lögunum um Fiskimála- nefnd var á sinni tíð stigið stórt spor til eflingar sjávarút- veginum, en þau voru sett af samstjórn Framsóknarflokksins og Álþýðuflokksins 1935. Fyrir atbeina þessara laga komst á hraðfrystíng á fiski, sem nú er orðinn mikilvægur þáttur í hag- nýtingu sjávarafurða. Margar aðrar framfarir og nýjungar hefir leitt af þeirri lagasetningu. Með því að efla Fiskimálasjóð enn stórlega, ætti að geta náðst enn meiri árangur á þessu sviðl. Þess ber því að vænta, að frv. þeirra Eysteins og Björns fái góðar undirtektir hjá stjórnar- flokkunum og það reynist í þess um efnum, að„nýsköpunar“-hjal þeirra sé meira en orðin ein. hvort það hefði ekki heilsusam- leg áhrif á þá, sem eftir lifðu“. Hvað segir Mbl. um þessa stjórnarbótatillögu Kengálu- riddarans síns? Finnst því, að hún sé sérstaklega lýðræðisleg? Finnst því ofmælt, að maður, sem hefir viðhaft öll framan- greind ummæli um þingræðið, sé talinn nazisti? Og finnst því það sér og flokki sínum til sóma, þótt hann sé illa staddur mál- efnalega, að vekja upp þennan fyrsta riddara nazismans á ís- landi og gera hann að merkis- bera sínum. Annað mál er það, að það hæfir vel stjórnarsamvinnunni við hinn einræðisflokkinn, kom- múnista. Enn skal Mbl. líka fá meira að heyra frá Kengáluriddaranum sínum. Sjálfstæðisflokknum lýst sem „þingræðisflokki". Til þess að árétta enn betur ókosti þingræðisins, bregður Kolka upp í áðurnefndri grein sinni lýsingu á því, hvernig þingræðisflokkar séu. Hann tekur Sjálfstæðisflokkinn sem dæmi og segir: „Sjálfstæðisflokkurinn er með sama merkinu brenndur og allir aðrir þingræðisflokkar. Ein kenni þeirra allra er það, að til- tölulega fámenn klíka hefir á sínu valdi blöð flokksins, fjár- magn það, sem þarf til kosn- ingabaráttu nú á tímum, og alla kosninga-„maskínuna“. Venjulegast ráða hjá þessum flokksklíkum eiginhagsmunir nokkurra voldugra manna eða þröngir stéttahagsmunir. Þessi klíka hefir á sínu valdi þing- menn flokksins, sem fyrst og fremst nota atkvæði sín í hennar þarfir. Þeir og hún í sameiningu hindra eftir mætti að nýtt og hreint blóð geti streymt um flokkslíkamann. Þingmennimir kjósa miðstjórn flokksins og miðstjórnin út- (Framhald á 7. síQu) Fregnir frá Palestinu herma, að mikils óróa og æsinga gæti nú þar í landi. Deilan um inn- flutning Gyðinga til landsins hefir blossað upp á nýjan leik. Horfur eru á, að þetta mái verði enn einu sinni erfitt úrlausnar- efni. Palestina er hið forna land Gyðinga og hefir hugur þeirra lengi stefnt til þess að geta flutt þangað aftur. Þegar Palestina komst undir yfirráð Breta eftir seinustu heimsstyrjöld, féllst brezka stjórnin á þessar óskir Gyðinga og lýsti yfir því, að hún myndi vinna að því, að Palestiná? yrði aðalheimkynni þeirra. íbúar í Palestinu munu þá hafa verið rúmlega 700 þús., þar af 580 þús. Arabar, 50 þús. Gyðingar og 70 þús. kristnir menn af ýmsum þjóðflokkum. Landið er mjög frjósamt og telja margir, að þar geti hæg- lega búið 8—10 milj. manna. Gyðingar gerðu sér þvi vonir um að geta flutt þangað í mjög stórum stíl. Innflutningur Gyðinga til Palestinu mætti strax mjög harðri mótspyrnu Araba, bæði í Palestinu og víðar. Arabar litu á Palestinu sem arabiskt land, þar sem þeir voru þar í miklum meirihluta. Formleg yfirráð höfðu þeir þó aðeins haft þar skamma hríð og seinustu ald- irnar hafði Palestina heyrt undir Tyrkjaveldi. Bentu Gyð- ingar á þetta til afsönnunar því, að Palestina geti talizt ara- biskt land, og svo það, að þar væru hin fornu heimkynni þeirra. Þessi andstaða Araba fór stöð- ugt harðnandi og seinustu árin fyrir styrjöldina mátti heita, að borgarastyrjöld væri í landinu. Bretar urðu að hafa þar mikið herlið og kom það þó tæpast að gagni. Endalokin urðu þau, að samkomulag náðist milli Breta og Araba um það rétt áður en stríðið hófst, að 75 þús. Gyðing- ar fengju að flytja til Palestinu á árunum 1939—45, en þá skyldi innflutningi Gyðinga þangað lokið. Þegar styrjöldin hófst munu hafa verið rúmlega 1.400 þús. íbúar í Palestinu eða nær helm- ingi fleiri, en þegar innflutn- ingur Gyðinga hófst þangað fyrir tuttugu árum síðan. íbú- arnir skiptust þannig, að Arabar voru um 880 þús., Gyðingar rúmlega 400 þús. og kristnir menn af ýmsum þjóðum um 110 þús. Framfarir hafa orðið miklar í Palestinu síðan Gyðingar tóku að flytjast þangið og hafa þeir verið brautryðjendur þeirra flestra. Ræktun landsins og bún- aðarhættir hafa tekið stórfelld- um breytingum og risið hefir upp mikill nýtízku iðnaður. Gyðingar viðsvegar um heim hafa lagt mikið fjármagn í þess- ar framkvæmdir. Það hefir ekki sízt aukið andúð Araba, að Gyð- ingar standa þeim langt um framar i flestum verklegum efnum. Meðal Gyðinga mæltist sú ráð- stöfun strax illa fyrir að inn- flutningi þeirra til Palestinu skyldi lokið 1945. Gyðingar um allan heim hafa fyrir all löngu hafið sókn til að fá þessu breytt og i Gyðingalandi sjálfu hefir myndazt leynifélagsskapur, sem hyggst að knýja Breta til undan- láts með hryðjuverkum eða sömu aðferðinni og Arabar beittu áður. Tveir menn úr þess- um leynifélagsskap myrtu ensk- an ráðherra fyrir nokkrum árum síðan. Almennt er þessi félags- skapur fordæmdur af Gyðingum sjálfum, sem vilja ná markinu með friðsamlegiun aðferðum. Forráðamenn Bandaríkjanna hafa jafnan verið því hlynntir, að Gyðingar fengju að setjast að í Palestinu. M. a. hafði Roose- velt látið það oft uppi og nú hef- ir Truman fylgt í fótspor fyrir- rennara síns og lagt til við brezku stjórnina, að 100 þús. (Framhald á 7. síðu) mmR NAúMHNANNA í forustugrein Visis 9. þ. m. er rætt um hinar andstæðu þjóðfélagssteínur, sem nú eru uppi í heiminum. Vísir segir: „Margir munu kannast við hina frægu setningu eftir brezka skáldið Kipling: „Austrið er austrið og vestrið er vestrið, og aldrei munu leiðir þeirra llggja saman.“ Þessi orð virðast nú vera að ræt- ast á örlagaríkari hátt en nokkurn tíma áður i veraldarsögunni. Eftir að „austrið og vestrið" hafa hjálp- azt að til að leiða til lykta blóð- ugustu styrjöld sögunnar, og, að því er virðist, hafa góða samvinnu í þvi efni, rís upp ágreiningur, þegar þjóðirnar eiga að fara að lifa sam- an friðsamlega. Þá rís upp.skugg- inn, sem ætíð hefir skipt austrinu og vestrinu, skuggi tortryggni og skilningsskorts, skuggi gerólíkra lífsskoðana, þjóðfélagsskipunar og frelsishugsjóna. Heimurinn virðist nú vera að skiptast í tvær andstæðar heildir út af skipun þjóðfélagsmálanna. Annars vegar standa hinar vest- rænu þjóðir, með Engilsaxa vestan hafs og austan í broddi fylkingar, sem berjaSt fyrir skoðanafrelsi, ein- stakllngsfrelsi, athafnafrelsi og frjálsum lýðræðislegum kosningum. Hins vegar standa ráðstjómarríkin rússnesku, er komið hafa á skipu- . lagi, sem byggist á algeru einræði hins ráðandi flokks, synjar um al- mennt opinbert skoðanafrelsi, leyf- ir enga gagnrýni á gerðum vald- hafanna og drepur athafnafrelsi einstaklingsins í dróma. Þessar tvær þjóðfélagsstefnur eru nú að skipta heiminum á milli sín. Eins og ástandið er nú í veröldinni, eiga smáþjóðirnar ekkert annað val, ef þær eru sjálfráðar, en að segja til um hvoru megin þær ætla að skipa sér. Hlutleysið veitir ekki lengur nokkra vernd. Þeir, sem treysta á þá vernd, eru eins og lambið, sem hélt að úlfurinn mundi láta það í friði, ef það gerði honum ekkert mein. Síðasta styrjöld veitti smáþjóðunum dýrkeypta reynslu i því efni. Svo mun enn verða. Þær smáþjóðir, sem ekki kunna að velja sér vini, verða hirtar gegn vilja sínum þegar sizt varir. íslenzka þjóðin skipar sér ein- huga í sveit hinna vestrænu þjóða, sem setja ,öllu ofar skoðanafrelsi einstaklingsins, er allt lýðfrelsi byggist á, og hið persónulega ör- yggi, sem leyfir einstaklingnum að lifa í friði, án ótta við pólitískar ofsóknlr og handtökur. Það djúp, sem staðfeít er milli lýðræðis í austri og vestri, verður ekki brúað meðan vestrænar þjóðir eru sjálf- ráðar um skipun þjóðfélagsmála sinna. Allar líkur benda til þess að hið austræna skipulag einangri sig innan þeirra vébanda, sem áhrif þess hafa nú lagt undir sig. Þær þjóðir, sem eru innan þessara vé- banda, verða að lúta skipulaginu að meira eða minna leyti og losna úr tengslum við vestrænt lýðræði. íslenzka þjóðin vill lifa í íriði, eiga lar.d sitt sjálf og njóta frelsis án íhlutunar annarra. En eigi hún að velja sem aðrar smáþjóðir í ó- tryggri veröld, sem grá er fyrir járnum, hvoru megin hún vilji standa á taflborðinu, þá velur hún þann kostinn, sem tryggir henni lýðræði í samræmi við þær frelsis- hugsjónir, sem henni eru í blóð bornar." Það var þessi grein, sem gaf Þjóð- viljanum tilefni til að lýsa yfir þeirri skoðun, að Vísir væri arftaki Guð- mundar rika! * * * í íorustugrein Alþýðublaðsins 7. þ. m. er rætt um hinn neikvæða árang- ur utanrikisráðherrafundarins. Blaðið segir, að stjórnarfarið í Balkanlönd- unum hafi verið helzta ágreinings- efnið. Síðan segir það: „Rússland, sem heldur þessum löndum hersetnum, vill raunveru- lega eitt fá að ráða málum þessara ríkja og friðarsamningunum við þau, enda hefir það þegar komið fót í þeim stjórnarfarl, sem mjög er I ætt við einræðisstjórn þess sjálfs, og stjórnarvöldum, sem í einu og öllu hlíta boði þess og banni. Bretland og Bandaríkin krefjast þess hins vegar, að frelsi og lýðræði verði rétt við í þessum löndum og framtíðarsjálfstæði þeirra tryggt. Á þessari deilu meðal annars strandaði utanríkismálaráð- herrafundurinn í London, en öllum má ljóst vera, eð hér er raunveru- lega deilt um það, hverjir skulu vera hornsteinar hins nýja heims, einræði eða lýðræði, kúgun eða frelsi. Það er oft talað um tortryggni Rússa í garð Vesturveldanna 1 sam- bandi við þessi mál, og afstaða þeirra afsökuð með henni, eins og þeir hefðu einhverja sérstaka á- stæðu til að gruna aðra um græsku, og hér væri ekki um neinn grund- vallarstefnumun að ræða. En sýndu ekki Rússar þegar í byrjun styrj- aldarinnar, áður en þeir soguðust inn í hana sjálfir, að stefna þeirra og stjórn er furðu skyld hinum þýzka nazisma, þó að þeim lenti saman við hann síðar. Gerðu þeir ekki vináttusamning við Hitler þeg- ar hann var að ráðast á lýðræ^is- ríkin? Og sölsuðu þeir ekki í skjóli þess samnings hvert nágrannaland- ið eftir annað — Austur-Pólland, Eistland, Lettland, Lithaugaland, Bessarabíu og Búkóvínu í Rúmeníu — undir sig. rétt eins og Þýzka- land Hitlers? — Sú stefna, sem Rússar hafa í dag, að stríðinu loknu, er aðeins áframhald á slík- um yfirgangi við hina litlu ná- grannalönd í upphafi ófriðarins. Og fleiri og fleiri varpa nú þeirri spurn ingu fram, hvort baráttan gegn þýzka nazismanum hafi aðeins ver- ið til þess háð, að rússnesk yfirráð og rússneskur kommúnismi kæmi í hans stað, — aðeins rautt einræði í stað hins brúna. Því að það er raunverulega þetta, sem um var deilt á utanríkismálaráðherrafund- inum í London, og margir óttast, að nú þegar sé að stefna heimsfrið- inum í hættu á ný. í lengstu lög munu menn vona hið bezta. En hlnn misheppnaði utanríkismáláráðherrafundur í London hefir opnað augu margra fyrir því, að enn er friðurinn fall- valtur." Það er áreiðanlega engin svartsýni að halda því fram, að friðurinn geti verið fallvaltur, meðan ekki kemst önnur skipan á heimsmálin en nú er. Með tilliti til þess viðhorfs gera nú þjóðirnar líka öryggisráðstafanir, eins 6g áframhaldandi vígbúnaður er svo greinilegt merki um.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.