Tíminn - 23.10.1945, Side 5

Tíminn - 23.10.1945, Side 5
80. Mað TÍMIIVN, þrigjadagiim 23. okt. 1945 5 RITSTJÓRI: SIGRÍÐUR INGIMARSDÓTTIR Orænmetis- og síldarsyning Húsmæðrakennaraskólans Um næstsíðustu helgi hafði aði er Íslandssíldin auglýst sem Húsmæðrakennaraskólinn sýn- ingu á grænmetis- og síldar- réttum í húsakynnum sínum í háskólakj allaranum. Tilgangur sýningarinnar var sá að kynna almenningi starf skólans og ennfremur að vekja athygli á næringargildi græn- metis og síldar. Húsmæðrakennaraskólinn hefir nú starfað á fjórða ár. Hefir hann þegar útskrifað nokkra húsmæðrakennara, en námstími þeirra er tvö ár. Húsakynni hans eru, eins og; áður er sagt, í kjallaranum í norðurálmu háskólans. Hefir skölinn þar til umráða stórt eldhús og borðstofu auk smærri herbergja. Er þar öllu haglega fyrir komið og 'snyrtilega. Námsmeyjar leggja bæði stund á verklegt og bóklegt nám, er lýtur að matargerð og þekkingu á fæðtrtegundum. T. d. er þeim skylt að nema allt að því eins mikið í efnafræði og lækna- stúdentar á fyrsta ári. Á sumrin starfar skólinn að Laugarvatni. Þay læra stúlk- urnar grænmetisrækt. Hafa þæi: hver sitt beð og rækta þar allar grænmetistegundir, sem mögulegt 'er að rækta hér á landi. Á fyrrnefndri sýningu gafst gestum kostur á að fræðast um geymslu grænmetis. Gaf þar að líta niðursoðið og þurrkað kál- meti, rófur og næpur. Allt var þetta að sjálfsögðu verk náms- meyja, en þær gengu um og skýrðu fyrir gestunum. Ennfremur voru þarna sýndir ýmsir síldarréttir, sem gestir máttu bragða á. Á veggjunum voru töflur, sem sýndu næring- argildi sildarinnar og bentu með réttu á það, hvílík minnk- un það er fyrir íslendinga að borða ekki meira af síld en þeir gera nú. Á erlendum mark- herramannsmatur, en í landinu sjálfar tínt inni á Hveravöllum. þetta öfugstresmii hið mesta, því að síldin ætti að vera einn af þjóðarréttum okkar íslend- inga. Á frk. Helga Sigurðar- dóttir, forstöðukona skólans, þakkir skildar fyrir þennan „síldar-áróður“ sinn. Þá voru þarna nokkur smá- borð, en á þeim voru framreidd- ir mismunandi hversdagsréttir. Yfir hverju borði hékk tafia, er sýndi næringargildi réttarins. Voru töflurnar vel úr garði gerðar og auðskildar öllum al- menningi. Á sýningunni voru þrjár nýj- ungar í matargerð, svo sem fjallagrasakex, gervismjör og gervirjómi. Fengu gestir að bragða á þessu öllu. Kexið var ágætt, ekki ósvipað hrökk- brauði. Var það gert úr grös- um, sem stúlkurnar höfðu sjálfar tínt inn á Hveravöllum. Gervismjörið er gert úr venju- legu smjörlíki, en blandað til helminga með soðnum, söxuð- um kartöflum. Er þessi blanda að vísu mun betri en smjör- líki, en þó auðvitað hvergi nærri á við smjör. Um gervirjómann er sama að segja. Hann er búinn til úr undanrennu og hveiti. Gæti ég trúað, að hann væri ágætur með búðingum og kökum í rjóma stað, enda mun líka til ætlazt, að hann sé notaður þannig. En hvað sem um þessar gervi- vörur má segja, var sýningin ágæt, enda afarvel sótt og sáu hana þó færri en vildu. Gaman væri, ef hægt væri að stofna til slíkra sýninga út um land. Þær yrðu án efa til gagns og fróðleiks fyrir húsmæður og húsmæðraefnin jafnt þar sem hér í bæ. Saga sokkanna Þegar amma var ung, gekk hún í svörtum og mórauðum ullarsokkum, sem girtir voru spjaldofnum sokkaböndum og henni datt aldrei í hug að biðja pabba sinn um búðarsokka úr kaupstaðnum. En þegar langa- langamma hennar var á æsku- skeiði, gekk hún í dúksokkum. Sokkar voru nefnilega óþekkt fyrirbrigði um miðja 15. öld. Menn vöfðu fætur sína dulum eða gengu í samföstum sokk- um og buxum og leðurskóm eða stígvélum utan yfir. Á göngu og herferðum var næfrum (trjáberki) oft vafið um leggina, en fæturnir voru naktir í skón- um. „Margar fór ég ferðir glæfra, fætur mína yafSi’ í næfra“ lætur Grímur Thomsen Sverri konungísegja i kvæðinu. Birki- beinar hét flokkur konungs og bar nafn af birkinæfrunum, sem þeir vöfðu um fætur sér. Þann- ig var nú fótabúnaður her- mannanna í þá daga. Sokkar urðu ekki almennir fyrr en á 16. öld. Þóttu þeir þá hið mesta gersemi og munaðar- vara, sem höfðingjar einir gátu veitt sér. Hinrik 8. Englands- konungur, sem var uppi um og eftir 1522, var sá fyrsti, er bar sokka. Fékk hann þá að gjöf "frá fyrstu konu' sinni, en hún var spönsk að ætt. Upphaflega voru það karlar eingöngu, sem gengu í sokkuin. Á þeim tím- um var miklu meiri sundur- gerð i fatatízku þeirra en kvennanna. Konur fóru samt smátt og smátt að semja sig að þessari nýjupg. Fyrstu kven- sokkarnir náðu tæplega á ökla, en lengdust síðar sem kunnugt er. — í fyrstu voru sokkarnir saumaðir úr ullardúk. Sokka- böndin voru mjó og skrautleg og fóru vel við knébuxur karl- mannanna. En þá fann William Lee, ung- ur námsmaður í Cambridge, upp prjónavélina. Tilgangur hans var sá, að í henni yrðu prjónaðir sokkar. En landsmenn hans, Englendingar, vildu ekki sinna uppfyndingunni. Lee fluttist því til Frakklands með prjónavélina sína og hóf þar sokkaiðnað, sem varð síðar blómleg atvinnugrein þar í landi. Voru sokkarnir unnir bæði úr yull og silki. En flestir sokkagerðarmennirnir voru Hugenottar (sama sem mót- mælendur) og urðu því aö flýja land vegna ofsókna katólskra manna (1685). Þeir fluttust til Þýzkalands og varð það land nú aðalframleiðandi sokka. Lengst af voru það karlmenn- irriir, sem notuðu dýrustu \sokkana, Ijósleita og hvíta silki- sokka, sem náðu þeim í hné. Gengu þeir þá á skóm með silf- urspennum og háum hælum!! (Þeim ferst því ekki, karlmönn- unum, að véra að fetta fing- urna út í sokkana okkar og skóna). — Kvenfólkið var þá í skósiðum pilsum og gat komizt af með ódýra ,baðmullarsokka. En þetta átti eftir að breyt- ast. Buxur karlmannanna lengdust, en pils kvenfólksins styttust. Stuttu sokkarnir féllu því í hlut karlmannanna en kvenfólkið fór að ganga í háum sokkum. Sokkaiðnaðurinn jókst stöð- ugt og varð framleiðslan æ fuli- komnari og vandaðri. Eftir- LARS HANSEN: Fast jbeir sóttu sjóinn var þaulvanur sjómaður, og hann vissi bezta vin sinn og félaga hanga á línunni, sjálfsagt nær dauða en lífi. Á hinn bóginn vissi hann einnig, hve linan var veik. Drátturinn varð nú þyngri og þyngri, svo að þeir vissu, að Lúlli mundi vera kominn nálægt borðstokknum. Honum brá líka öðru hverju fyrir — höfuðið gekk á undan. Og nú sáu þeir fljótlega, að öngull hafði krækzt í hálsinn á honum — það var einn öngull, sem hélt honum. Hann Þór teygði sig út yfir borðstokkinn eins og hann gat og þreif í hann. En í sömu andrá reið aldan undir skipið, svo að Nikki þorði ekki annað en gefa út nokkra faðma, svo að Þór missti af honum. En í næsta vetfangi tók skútan nýja dýfu, og nú skeikaði Þór ekki. Hann var kominn með annan fótinn útbyrðis og hélt með vinstri hendinni í borðstokkinn, en svo sterkur var hann, að hann lyfti Lúlla upp úr sjónum með hinni eins og hann væri fífuvettlingur. Svo slengdi hann sér inn á þilfarið, þreif í fæturna á Lúlla, sem ekki varð lengur séð neitt lífsmark með, hóf hann á loft, þannig að höfuðið sneri niður og hristi hann óþyrmilega, svo að sjór og froða vall út um vitin. En hann varð að sleppa honum aftur, þvl að nú hrópaði hann Kristófer í ann- að sinn: — Gætið ykkar, haldið ykkur. í sömu andrá reið ægilegur brimskafl yfir skutinn og færði allt þilfarið í kaf. Hann Kristófer ríghélt sér í stýristaugina meðan sjórinn dundi yfir hann. Þegar hann náði andanum aftur, hrópaði hann: — Haldið ykkur fast, piltar, við sluppum laglega. Og um leið'og hann sleppti orðunum lagðist hann á stýrið og „Noregur" tók kipp upp í vindinn, reisti sig og þurrkaði þilfarið á svipstundu. Þór ríghélt Utan um Lúlla, og það var lítil hætta, að hann sleppti taki, sem hann hafði einu sinni náð, Og nú var Lúlli raknaður við, því að hann hrækti og rumdi og malaði. En jafn góður var hann ekki orðinn, því að hann hneig út af á þilfarið strax og Þór sleppti honum. Þetta varð löng nótt, en þegar aftur birti af degi, kom i ljós, að ekki var of sagt af hamingjunni, sem fylgdi „Noregi“, því að gegnum fjúkið sáu þeir votta fyrir svörtum hömrum einnar eyj- arinnar. Klukkan þrjú um daginn sigldi „Noregur“ inn til Ljósu- víkur. Þáð lagði reyk upp um ofnpípuna ffá káetunni, og þegar hann Kristófer kom niður, var Lúlli kominn úr stokkfreðnum. og blautum fötunum. Kristófer gekk beint að fleti sínu, seildist undir koddann og tók upp — ekki biblíuna, heldur ákavítisflösku, sem hann hafði lumað á síðan þeir fóru frá Tromsö. Hann rétti Lúlla hana, er óðar brá henni upp í ljósið og afmældi fjórða hlutann með þumalfingrinum. Þeir drukku svo sinn fjórða hlutann hvor. Allt í einu hvessti Kristófer augun á hann Lúlla og sagði: — Hver djöfullinn! Ertu ennþá með öngulinn í hálsin- um, maður? Lóðaröngullinn hafði sem sé krækzt gegnum hálsinn rétt neðan við vinstra eyrað, og öngultaumurinn hékk'niður á öxlina, því að hann Þór hafði bara slitið tauminn og látið öngulinn vera. Nú tók hann kliptöngina sína,klippti agnhaldið af önglinum og dró hann úr. Að þv( búnu tók hann naftaglas, sem hann átti undir kodda- rytjunni. En þá andmælti Lúlli, þvi að hann vildi ekki heyra talað um neitt meðalasull, svo að það var ;ekki annars úrkostar en Þór tæki hann og héldi honum og Nikki glennti sundur sárið eftir öngulinn, meðan Kristófer helti þessu góða sótthreinsunárlyfi í það. SJÖUNDI KAPÍTULI. Það var aftur kominn sunnudagur, og aftur sat hann Kristófer við uppgjör með blýant og blað. Það mátti segja, að hann Lúlli væri orðinn allur annar maður en hann var áður en hann sogaðist útbyrðis með línustampinum. Og auðvitað fann enginn betur en Nikki á Bakkanum, hvaða breyting var orðin á honum. Lúlli og Nikki höfðu alizt upp saman. Lúlli hafði aldrei átt neinn föður, og faðir Nikka, sem í rauninni hét Nikulás Wasmuth, hafði dáið úr skyrbjúg norður á Svalbarða um svipað leyti og drengurinn fæddist í þennan heim. Báðir höfðu þeir gengið í barnaskólann, og báðir höfðu setið kyrrir í fyrsta bekk ár eftir ár — og þegar þeir voru orðnir þrettán ára gamlir og ekki enn komnir upp úr fyrsta bekk, var þeim hreinlega visað úr skólanum, því að auðvitað gat ekki komið til mála, að svona slöttólfar væru látnir sitja á skólabekk með sex og sjö ára gömlum börnum. spurnin jókst að sama skapi. Nú er sokkaiðnaðurinn orðin stórkostleg atvinnugrein. Flest- ar munu sokkaverksmiðjurnar vera í Ameríku. Þaðan komu „glersokkarnir“ frægu og „ny- lon“ sokkarnir, sem þykja afar- fallegir og endingargóðir. Þaðan er í frásögur fært, að nú á 'stríösárunum hafi kvennjósn- urum verið mútað með „nylon“ sokkum í stað peninga. Gafst þetta ágætlega. Á stríðsárun- um var afarerfitt að fá kven- sokka ^ ófriðarlöndunum, því að efnin, sem þarf til sokkaiðn- aðarins, voru svo mikið notuð í þágu hersins. Þá tók kvenfólkið í Englandi og Ameríku upp á þvi að mála á sér leggina í „sokkalit". Þær máluðu meira að segja dökkar, rendur aftan á kálfana. Áttu þær að tákna saumana. í erlendum blöðum úir og grúir af auglýsingum um sokkalit. Hér á landi bar lítið á sokka- skorti á stríðsárunum. En nú um skeið hefir verið erfitt að fá silkisokka. Hlýtur þá að vakna sú spurning, hvenær far- ið verði að framleiða þunna og hlýja vetrarsokka handa konum úr íslenzku ullinni. Hér hafa oft fengizt ágætir, enskir ullar- sokkar, sem fara vel á fæti. Ég trúi ekki öðru, en að hægt væri að framleiða sokka á borð við þá hér á landi, ef nógu góðar vél- ar fengjust utanlands frá. Það er gagnslaust að skipa kvenfólk- inu að ganga í ullarsokkum, meðan þéir sjást varla á mark- aðnum. , ANNA ERSLEV: Fangi konungsins (Saga frá dögum Loðvííks XI. Frakkakonungs). Sigríður Ingimarsdóttir þýddi. í býti morguninn eftir fóru þeir Georg og Leó út. Nú urðu þeir að afhenda hanzkann og gæta þess að láta ekki pretta sig. Konungurinn gat haft það til að taka hanzkann orðalaust án þess að sleppa meistara Húbertus úr haldi. Nei, þeir urðu að beita varkárni og kænsku. „Þú manst“, sagði Georg í annað sinn, „að klukkan tíu átt þú að vera fyrir utan Frúarkirkjuna og hafa gætur á turninum. Þegar þú sérð að veifað er með hvít- um klút frá turninum, átt þú að flýta þér inn í kirkj- una og leggja hanzkann ásaltarið, Síðan áttu að fela þig á bak við súlu og gæta þess, að enginn taki hanzkann fyrr en ég kem.“ • „Já, já,“ sagði Leó, dálítið óþolinmóður, „þú þarft ekkert að óttast. Ég er ekki fæddur í gær.“ Svo skildust þeir. Georg gekk beint til konungshallarinnar. Greifinn á Gatanó hafði gefið honum meðmælabréf, sem kom nú að góðu haldi. Bréfið var að vísu ekki stílað til kon- ungsins, heldur til læknis hans, sem hafði nýlega þeg- ið greiða af greifanum. Læknir þessi var sagður mesti bragðarefur, og var nú um að gera að láta hann ekki fá hanzkann, fyrr en liann hefði lofað að sjá um, að meistari Húbertus yrði látinn laus. . ísabella og Georg höfðu lagt höfuð sín í bleyti og að lokum fundið heillaráð. Nú skuluð þið heyra, hvernig það tókst. Georg fékk strax áheyrn hjá lækn'inum, og var það meðmælabréfinu að þakka. Sagði Georg honum allt af létta um helgigrip þann, er hann hefði meðferðis. Sagði hann, að sér væri kunnugt, að konungur hefði hug á að eignast gripinn. Kvaðst hann fús til að láta hann af hendi gegn því, að meistari Húbertus fengi frelsi. Girndarglampa brá fyrir í smáum augum læknisins, þegar hann hlustaði á frásögn Georgs. Honum kom sem sé í hug, að gæti hann, meistari Jakob, komizt yfir hanzk- ann, myndi hann fá gott tækifæri til að vinna hylli konungsins. Hann lét Georg ekki verða neins varan og sagði, þeg- ar hann hafði lokið máli sínu: „Þér segið mikil tíðindi og góð, sonur sæll. Látið mig nú sjá hanzkann.“ Georg hafði gert ráð fyrir þessari beiðni og svaraði því: „Heiðraði herra! Ég hef hann ekki á mér, og nú sem stendur hefi ég ekki hugmynd um, hvar hann er.“ „Hvað er að tarna?“ sagði læknirinn steinhissa. „Þetta er dagsatt!" Já, satt var það, því að Georg hafði ekki hugmynd um, hvar Leó myndi-verða til klukkan tíu. „Hm!“ muldraði læknirinn, hugsaði sig um eitt augna- blik og tók svo til máls: „En, góði vinur, hvernig getið þér fært mér hanzk- ann, þegar þér vitið ekki einu sinni hvar hann er?“ „Ég veit ekki, hvar hann er nú sem stendur, en jafn- skjótt og þér fáið mér lausnarbréf meistara Húbertusar, mun mér verða kunnugt um, hvar hann er geymdur.” „Hm,“ sagði læknirinn aftur. „Þetta er dálítið mót- sagnakennt, ungi maður.“ Georg anzaði því engu. „Strákurinn grunar mig auðvitað um græsku,“ hugs- aði meistari Jakob með sér. „Hann hefir líka nokkuð rétt fyrir sér.“ Síðan mælti hann: „Ég skil þetta ekki. Hvernig í ósköpunum getið þér náð í hanzkann, þegar þér vitið ekki einu sinni, hvar hann er?“ „Það er nú leýndarmál,“ svaraði Georg og var hinn rólegasti. - * Á að tala tæpitungu (Framhald aj 4. sí8u) En með því að sýna fólkinu þennan ljóta sannleika og með því einu móti er von til þess, að takast megi að útrýma spill- ingunni. Tíminn er þess fullviss, að ef það tekst að sýna þjóðinni í réttu ljósi, hvers konar stjórnar- far hún hefir, líði ekki á löngu áður en þessari stjórn verður velt úr völdum. Og blaðið lítur svo á, að það sé aðkallandl þjóðarnauðsyn. Þess vegna er alveg þýðingar- laust að biðla til Tímans um að þegja yfir stjórnarhneykslun- um eða tala tæpitungumál við spillinguna. Tíminn mun halda áfram að fletta ofan af hneykslunum unz yfir lýkur. Sú vörn endist stjórn- inni ei til lengdar að kalla stað- reyndirnar róg. —

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.