Tíminn - 26.10.1945, Síða 6

Tíminn - 26.10.1945, Síða 6
* 6 TÍMEVTV, föstndaginn 26. okt. 1945 81. blafl GULLIÍRÚDKAUP: Guðríður Jónsdóttir og Áskell Pálsson Bassastöðum í Kaldranancshreppi. Sunnudaginn 9. sept. síðast- liðinn komu saman að Bassa- stöðum í Kaldrananeshreppi börn, tengdabörn og nokkrir vinir hjónanna þar, Guðríðar Jónsdóttur og Áskels Pálssonar, í tilefni af 50 ára hjúskaparaf- mæli þeirra. Var um 60 manns þar saman komið. Skemmtu menn sér við ræðuhöld og söng lengi nætur. Héldu gestir svo heim með góðar minningar. Voru hin öldruðu hjón glöð og reif, og fögnuðu gestum, sem þeirra er vandi við þá, sem að garði bera. Guðríður Jónsdóttir er fædd að Skarði hér i hreppi 21. okt. 1873. Bjuggu þar foreldrar hennar, Jón Arngrímsson og Guðríður Pálsdóttir. Fluttist hún með þeim að Svanshóli, Dvaldi hún hjá þeim þar til hún giftist Áskatli Pálssyni haustið 1895. Áskell er fæddur í Veiðileysu í Árneshreppi. Foreldrar hans voru Ingveldur Sigurðardóttir og Páll Jónsson, Pálssonar frá Kaldbak. Jón afi Áskels var móöurbróðir Guðríðar yngri.Eru þau hjón því að öðrum og þriðja frá Páli í Kaldbak. Átti hann mörg börn. Eru afkomendur hans margir hér í sveit og víðar um sýsluna. Á 1. ári fluttist Áskell að Kald- bak og ólst þar upp til 17 ára aldurs. Fór þá að Sunndal. Vorið 1895 fluttist hann að Svanshóli. Giftust þau Guðríður þá um haustið. Bjuggu þau á parti af jörðinni í 5 ár. Fluttust þá að Bassastöðum, bjuggu þar í 15 ár, þá að Kaldrananesi og voru þar í 8 ár, svo að Bassastöðum aftur og hafa nú búið þar í 22 ár. Það fara því saman búskapar og hjúskaparár þeirra hjóna. Þau byrjuðu búskap á þeim árum er erfið máttu teljast hér norður um. Nýafstaðin harðindi þau er gengu yfir á 9. og fram á 10. tug síðastliðinnar aldar. Kostur margra var þá þröngur og hlutur þeirra rýr, er settu bú saman af litlum efnum. Var það háttur flestra þeirra, er svo var ástatt um að „fara til sjávar.“ Sá var þó ljóður á, að aflaleysis- ár voru hér norður um. Sóttu menn því vestur að ísafjarðar- djúpi. Reru þar frá því síðla vetrar fram eftir vori. Gafst það upp og niður. Komu þó flestir með einhvern gjaldeyri til þess að „taka út á“ og skreið í búið. Þar sem fátt var fólk á heimil- um var það oftast hlutur kon- unnar að annast um heimilis- störfin utan bæjar og innan. ! Við þessi skilyrði hófu þau Bassastaðahjón búskapinn, og því harðari var róðurinn, sem fleiri var að annast.í þvíefnivar hlutur þeirra hjóna stór. Árlega bættist við barnahópinn. Alls áttu þau Áskell og Guðríður 22 börn. Árið 1908 gekk hér barna- veiki. Hjó sá vágestur víða skarð í barnahópinn. Stóðu rúenn þá varnarminni gegn honum en nú er farið að verða. Misstu þau hjón þá 4 börn af völdum veik- innar. Svona áföll eru lítt fallin til að létta róðurinn. Að ytra útliti sýndist það ekki skerða baráttuþrek þeirra hjóna. Alls náðu 13 börn þeirra fullorðins- aldri, þó nú hafi þau orðið á bak að sjá sumum þeirra. Elzti sonur þeirra lézt í fyrra vor. Jón bóndi á Kaldrananesi. Var hann dugn- aðarmaður og vel látinn. Þá misstu þau dóttur sína Guðríði frá 8 börnum. Tóku þau Bassa- staðahjón þegar 2 þeirra og ólu upp sem sín eigin börn. Nú munu vera á lífi 64 barnabarnabörn þeirra hjóna. Eftir að þau fluttu að Bassa- stöðum aftur hafa þau búið þar góðu búi. Bætt jörðina bæði að húsum og jarðabótum. Eru þau að mestu hætt búskap. Tveir af sonum þeirra hafa tekið jörð- ina til ábúðar.. Þegar litið er yfir farinn veg og afköst þeirra Bassastaða- hjóna, væri hægt að búast við að hitta fyrir lífsþreyttar rhann- eskjur, beygðar af byrðum lífs- ins. Stundum hefir verið tvísýnt um afkomuna án annarra hjálp- ar. Erfið eru þau spor og annríki mikið, þegar sama höndin verður í senn að hlúa að því, sem veikt er og vanburða og sjá hinum fyr- ir þörfum, sem vex til lífs og þroska. Erfiðleikarnir hafa þó lítt sett mark sitt á útíit þeirra og framkomu. Þau eru lífsglöð og stendur æ af þeim einhver hressandi blær, sem hvetur til framtaks og dáða. Þau eru góðir fulltrúar þeirrar kynslóðar, sem nú er að hverfa frá störfum: Að gera fyrstu kröfur til sjálfra sín. Ávallt hafa þau notið samúðar og velvildar samferðamannanna. Það eru því margir fleiri en áttu þess kost að þrýsta hendi þeirra á þessum merkisdegi þeirra, sem senda þeim hlýjar kveðjur. Þar á meðal sá sem þessar línur ritar. Allir þökkum við fyrir samstarfið. Óskum að það megi sem lengst haldast með þeirri starfsþrá og lífsgleði, sem þau enn hafa. M. K. Samvinnuþvottur (Framhald af 4. síSuJ Hitarullan kostar 2 kr. á kl.- stund í leigu, og hjálp fastrar starfskonu, sem aðstoðar við hitarulluna, kostar krónu á tímann, svo að það er í eigin hag að vera að verki við not- kun rullunnar. Meðan tauið er rullað og lagt hreint, þurrt og samanbrotið í fatakörfuna, segir konan mér, að enginn, sem einu sinni hafi prófað að þvo hér, láti sér til hugar koma að þvo heima ann- að en smátau og mislitan fatn- að svona við og við. „Þegar ég fer heim með þvott- inn á ég aðeins eftir stroku á skyrtukrögum og líningum, en það er létt verk og fljótgert heima. Áður fyrr, meðan ég þvoði heima, þurfti ég æfinlega að ætla 2 daga til stritvinnu við tauþvott. Nú er ég búin í dag, það hefir tekið 3 y2 tíma, lengra er ekki síðan forstöðukonan var að vigta tauið mitt, og ég kalla það ekki vinnu að sitja hérna í sparifötunum með lakk- skó eða að standa og spjalla ögn við stöllur mínar meðan tauið er rullað og ég greiði úr því á borðinu fyrir framan rulluna, til þess að það fari slétt undir valsinn. Útgjöldin fyrir þessi 24 kg. tau, sem ég hafði meðferðis, eru samtals 8 krónur og 60 aurar, eða 36 aurar á kg. Og svo þessir 3 y2 tími, sem ég hefi skemmt mér hérna, ef reikna skyldi hann til verðs“. Þannig mælti konan, og ég játa, að hún hefir í mörgu rétt fyrir sér, enda sögðu hinar kon- urnar, sem ég átti tal við, sömu söguna hver á sinn hátt. Samvinnu-þvottahús á íslandi. Þegar ég nú hefi sagt þesSa sögu af gögnum þeim og gæð- um, sem húsmæðrum annarra þjóða eru í hendur búin, til þess að létta erfiði þeirra, þá er eðlilegt að taka til meðferðar um leið þá spurningu, hvort ekki sé hægt að hrinda svipuð- um fyrirtækjum í framkvæmd hjá okkur, — íslenzkum hús- mæðrum til léttis. Þeirri spurningu skal ég strax svara játandi, því að það er hægt að stofna og starfrækja fullkomin samvinnu-þvottahús víða um land, en því miður verður það ekki létt í strjálbýl- ustu héruðum landsins. Vil ég þá bæta því við strax, að það er sjálfsögð skylda allra aðila að beita sér fyrir fram- kvæmdum á þessu sviði. Eins og sakir standa eru ýmsir svo efnum búnir nú, að þeir sjá sér fært að kaupa bæði þvotta- Rauður hestur sjö til átta vetra, aljárnaður, er í óskilum í Hraunhreppi í Mýra- sýslu. Mark: ógremilegt en telst vera gagnfjaðrað hægra, sýlt vinstra. Varð fyrst vart i ágúst í sumar, en til eigandans hefir ekki spurzt. Réttur eigandi gefi sig fram við Jónatan Þorsteinsson Laxár- holti fyrir 30. okt. n. k., annars má búast við að hesturinn verði seldur. Einkasími Laxárholt um Arnarstapa á Mýrum. Hreppstjóri. DIESEL-R AFSTÖÐ VAR Við útvegum. frá Svíþjóð 8 kilowatta diesel-rafstöðvar hentug- ar fyrir sveitaheimili. Verðið er lægra heldur en hér hefir áður tíðkazt. Uppsetningu á þessum stöðvum önnumst við, ef þess er óskað. — Öllum fyrirspurnum svarað fljótt og greiðlega. UmboðS' og raftækjaverzlun íslands h. f. REYKJAVÍK. Símar 6439 og 1956. . Símnefni: Israf. I vélar og miðflóttavindur til afnota í eigin húsum. Frá þjóðhagfræðilegu sjónar- miði skoðað er það mjög mis- viturt að flytja inn í landið í hundraða eða þúsunda tali vél- ar, sem notaðar eru aðeins einu sinni eða tvisvar í mánuði, elnn til tvo tíma í hvert sinn. Ég vil hérmeð vekja athygli háttvirts nýbyggingarráðs og annarra opinberra aðila á þelrri staðreynd, að heppilegast mun og hagkvæmast fyrir okkur að flytja inn fáar vélar til þvotta, en stuðla að stofnun samvinnu- þvottahúsa, svo að margir öðlist tækifæri til þess að njóta ágæta þeirra, sem nýtízku þvottaútbúnaður getur veitt, þegar vel er fyrir öllu séð. Vík ég svo máli mínu að nokkrum þeirra skilyrði, sem mér virðist vera fyrir hendi hér, þau, er snerta stofnun og starf- rækslu samvinnuþvottahúsa. Ég geri þá i fyrsta lagi ráð fyrir, að við verðum að móta starfsemina með tilliti til þess, að húsmæðurnar — þær er vilja — komi sjálfar með fatnað sinn og þvoi hann undir stjórn æfðra forstöðukvenna. Eins og sakir standa eigum við engar inn- lendar konur, er færar séu sem forstöðukonur slíkra stofnana. Lausn þess máls hygg ég hent- ugasta á þann veg að fá æfðar þvottastýrur utanlands frá og láta þær kenna tilvonandi for- stöðukonum þvottahúss okkar hér heima. Þetta verður af ýms- um ástæðum heppilegra en að senda heilan hóp kvenna utan í þvottaskóla í heilt ár. Tilvonandi forstöðukonur þvottahúsa okkar er eðlilegast að velja úr hópi þeirra kvenna, sem hafa hússtjórnarkennara- próf. Viðvíkjandi stofnun þvotta- húsanna og stærð þeirra er í fyrsta lagi þess að geta, að nátt- úrlega hlýtur stofnkostnaðurinn að verða langtum meiri en er- lendis, þar sem verðlagið er miklu lægra en hér. Stofnkostnaðinn verða þeir að bera, sem gangast fyrir stofnun og starfrækslu fyrirtækisins, en leiðir til fjáröflunar mundu ef- laust verða þær sömu og venja er til erlendis. Stærð hússins verður auðvitað að miðast við fjölda einstaklinga þeirra, sem sókn eiga að húsinu. Fyrirfram er það gefið, að alls staðar þar sem 1000 manns eða meira — það er að segja meira en 250 fjölskyldur — geta sam- einast. um fyrirtækið, þar er hægt að reka starfsemina á mjög hagkvæman hátt. Þetta verður þá hægt í ýmsum bæjum og í nokkrum þorpum, þar sem þéttbýlar sveitir liggja að og samgöngur eru sæmilegar eða góðar. Á mörgum stöðum mun vera hægt að fá 100—200 fjölskyldur um fyrirtækið, og er það þá vel fært. Erfiðast verður að leysa verkefnið, þar, sem aðeins fáar fjölskyldur geta tekið höndum saman. En einnig á slíkum stöð- um mætti finna úrlausnir, sem miða til bóta, þótt ekki verði kostur á að hagnýta hina full- komnustu tækni á þeim stöðum. Einn kost hefir ísland, sem önnur lönd hafa ekki að bjóða, en það er jarðhitinn, sem finnst svo víða hjá okkur. Að sjálf- sögðu hljóta þvottahúsin að rísa fyrst og fremst þar, sem'jarð- hitinn er. Munar það feikna Kóngsfulltrúar í nýjum st'd (Framhald af 3. siðu) Það er metnaður bænda, sem hefir verið særður með því, að þeir hafa ekki sama rétt og allar I aðrar stéttir í landinu. ] Nú er hún komin sú stund, að bændur, og það fólk, sem vinnur j.í sveitunum, standi sam- an, og láti ekki siga sér í ill- deilur út af stjórnmálum,heldur gæti hagsmuna stéttar sinnar. Það tekur ekki þegjandi við neinni lítillækkun. Nú verða bændur að heimta, að samið verði við þá réttu aðila, sem kosnir voru af bændafulltrúum, annars að neyta samtakamátt- arins og hætta að selja nauð- synlegustu vörurnar til kaup- staðanna.'En að lækkuð sé vísi- tala á landbúnaðarvörum eða láglaunuðu fólki, hvar sem það á heima, kemur ekki til mála, fyrr en þingið er búið að sýna það i verki með því að lækka verulega háu launin hjá öðrum þegnum ríkisins og leggja háan skatt á hinar miklu tekjur og eignaaukningu stríðsgróða- manna. Þá fyrst getur komið til tals með lækkun vísitölunnar ef nauðsyn krefur. Um þetta ætti sveitafólkið og lágtekjufólkið í kaupstöðunum að sameinast. J. G. miklu að geta sparað eldsneyti að meira eða minna leyti. Frá því sj ónarmiði, sem ég gat um í upphafi máls míns, að hindra fólksflóttann úr sveit- unum með þessu hjálparmeðali, verður þetta hlutverk ekki ó- brigðult meðal hjá okkur, því að fyrirfram er vitað, að ýmsum sveitum verður það of dýrt og erfitt að stofna og starfrækja fullkomin þvottahús. í bæjun- um mun þetta aftur á móti víð- ast auðvelt. Við lauslega áætlun hefir mér talizt svo til, að um % hlutar þjóðarinnar, og um leið fjórar húsfreyjur af hverjum fimm, muni geta fengið aðgang að samvinnuþvottahúsum, sem hægt er að búa hagkvæmum nýtízku þægindum., En fyrst þarf forgöngumenn þessara mála í héruðum og svo félagslyndi, og munu þá fram- kvæmdir á eftir fylgja. Ég hefi þegar fyrir tveim ár- um síðan sent grein um þetta efni heim til íslands að utan, en hingað til hefir máli þessu ekki verið gaumur gefinn, svo að af framkvæmdum hafi orðið. Því miður! Ég segi því miður, því að það er sannfœring min, að hér er um þjóðþrífamál að rœða. Síðan ég kom heim til lands- ins fyrir þrem mánuðum síðan hefi ég hreyft máli þessu á vettvangi, þar sem ég gat búizt við skilningi á því, og ég get fullyrt, að til eru þeir aðilar hér á landi, sem munu málinu hlynntir, ef einstaklingarnir fara af stað með það. Virðist liggja mjög nærri að ætla, að eins og bæði samvinnu- Skiptib v/ð kaupfélögin Þá safntð þér fé til tryggingar f ranitíð yðar og fél aganna. U llarverksmiðjan GEFJUN fcramleiðir fyrsta flokks vörnr. SpyrjiS því jafnan f y r s t eftfr Gefjunarvörum þegar yður vantar ULLARVÖRUB * »■>... Stór bók um líf og starf og samtíð listamannsins rnikla Leonardo da Vinci eftir rússneska stórskáldið Dmitri Mereskowski, í þýðingti Björgúlfs læknis Ólafssonar er komin í bókaverzlanir Leonardo da Vinct var furöulegur maöttr. Hvar sem hann er nefndur i bókuih. er eins og menn skorlt orö lil þess aö lýsa atgerfi hans og yfirburöum. I ,JZncycioptrdia Brilanntca‘' (1911) er sagl, nð sagan nefni engan mann, sem sé hans jafningi ó si’töi vismda og lista og óhugsandi sé, aö nokkur maöur hefÖi enzt tíl aö afkasta hunchafin.sto parti af öllu þvi, sejn hann fékkst við Leonardo da Vinci var óviöjafnnnlegur málari. En hann var likn uppfinningamaöur á viö Edison, eðlisfraöingur, stærölucöingnr, stjörnufraðingur og hervélafrtrömgur Hann fékkst viÖ rannsöknir i IjósfrtrÖi, lifftrrafraöi og stjórnfraöi. andlitsjall manna og feilingar i klaðnm athugaði hann vandlega. SÖngmaÖur vat Leonarda. gdður og ték sjálfur á hljóöfari. Enn fremur ritaói hann kynstrin öll af dagbókum, en — list hans hefir gefið honum orðstír, sem aldrei deyr. Þessi bák wn Leonardo <to Vinei er saf’O iim mnnninn, rr Ijölliirlnstur og njhasta- mtstur er lalinn allra manna, er sögur /nra al. og emn aI mestu listamönnnm verahtar. í bókinni eru um 30 myndir af listaverkum. H.F. LEIFTUR, Reykjavík. Kaupum tómar flöskur næsta hálfan mánuð Móttaka í Nýborg Áfengisverzhm ríkisins Orðsending til kaupenda Tímans Ef kaupendur verða fyrir vanskilum á blaðinu, eru þelr vin- samlega beðnir að gera afgreiðslunni þegar aðvart. félagsskapur Norðurlanda og rikissjóðir styrkja framkvæmdir af þessu tagi, mundi vart í geit- arhús farið til ullar leitar hér, ef knúið yrði á dyr hliðstæðra stofnana okkar, og beðið um aðstoð á einn eða annan hátt. En fyrst og fremst verða ein- staklingarnir að beita sér fyrir málefninu. Ég heiti því á ykkur núverandi og tilvonandi húsfreyjur í kaup- stöðum, kauptúnum og sveitum að gera þetta mál að ykkar máli, því að það er ykkur fyrst og fremst. Það er ykkar að gera gangskör að því, að athugaðir verði möguleikarnir á því, hvort samvinnuþvottahús muni geta , komizt á stofn og þrifizt í ykkar sókn. Þegar málinu er hleypt af stokkunum, munu eflaust marg- ir fúsir til þess að Ijá því stuðn- ing, því að þetta er í rauninni mál allrar þjóðarinnar, — mál, sem öðrum reynist til þjóðþrifa og því aðeins verður leyst svo vel fari ,að hnýtt séu traust fé- lagsbönd um það frá upphafi.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.