Tíminn - 06.11.1945, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.11.1945, Blaðsíða 2
2 TÍMEViy, þriðjndaginm 6. nóv. 1945 84. blað fi ðííaHanqi Þriðjudagur 6. nóv. Efling Ræktunarsjóðs Viðgangur íslenzkra atvinnu- vega byggist ekki sízt á því, að þeim takist eins fljótt og auðið er að notfæra sér aukna tækni og bæta hagnýtingu afurðanna. Aukning hvers konar iðnaðar- starfsemi í þágu höfuðatvinnu- veganna tveggja, landbúnaðar og sjávarútvegs, er eitt stærsta verkefnið, sem bíður þjóðarinn- ar. Framsóknarflokkurinn hefir lagt fram tvö frumvörp á Al- þingi, sem bæði miða að lausn þessa verkefnis. Annað frv. fjall- ar um éflingu Fiskimálasjóðs, er geri honum mögulegt að veita stóraukna styrki til bygginga frystihúsa, niðursuðuverksmiðja og annarar iðnstarfsemi í þágu sjávarútvegsins. Auk þess er sjóðnum ætlað að styrkja markaðsleitir, athugun fLskimiða og hvers konar nýjungar í þágu útvegsins. Hitt frumvarpið fjall- ar um eflingu Ræktunarsjóðs íslands og miðar að því að styðja ýmsar .hliðstæðar framfarir á sviði landbúnaðarins. Eins og nú háttar má Rækt- unarsjóður aðeins veita lán til ræktunar og húsbygginga 1 sveitum. Samkvæmt frv. heldur sjóðurinn áfram að veita lán til þessara framlcvæmda, þó ekki íbúðabygginga, því að sam- kvæmt öðru frv., sem Framsókn- armenn flytja, er Byggingar- og landnámssjóði einum ætlað það verkefni. Auk þess er svo Rækt- unarsjóði ætlað að veita lán til smærri rafvirkjana, mjólk- urvinnslustöðva, ullarverk- smiðja, frystihúsa f þágu land- búnaðarins, viðgerðarverkstæða, þvottahúsa og ýmsrar annarar iðnstarfsemi landbúnaðarins. Lagt er til að vextir af þessum lánum verði 3%, en nú eru vextir af Ræktunarsjóðslánum 4—5%. Til þess að Ræktunar- sjóði verði kleift að auka starfs- svið sitt, eins og að framan greinir, er lagt til, að ríkissjóður bæti 5 milj. kr. við höfuðstól hans eða auki hann um meira en helming. Ætlazt er til, að þetta framlag ríkisins greiðist á fimm árum eða ein milj. kr. á ári. Með þessum breytingum á lög- unum um Ræktunarsjóð, ef sam- þykktar yrðu, væri vissulega stigið stórt spor í þá átt, að komið yrði fljótlega upp ýmsum iðnfyrirtækjum í þágu landbún- aðarins, sem styddu að.aukinni tækni í þjónustu hans og betri hagnýtingu afurðanna. Jafn- framt myndu þær stuðla að auk- inni ræktun, þar sem lánskjör til slíkra framkvæmda verða hagstæðari en áður. Af hálfu stjórnarliðsins er því oft haldið fram, að Framsókn- armenn séu andvígir nýsköpun og' framförum. Framangreind mál afsanna bezt þann áróður, því að þar hefir flokkurinn t. d. tekið upp veigamestu stórmál, sem stjórnarflokkarnir hafa vanrækt. Sannleikurinn er líka sá, að Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn, sem fylgir fjár- málastefnu, er tryggt getur stór- fellda „nýsköpun.“ Meðan dýr- tíðarstefnunni er fylgt, kostar hver framkvæmd miklu meira en ella og framkvæmdirnar verða þá vitanlega minni að sama skapi. Aðeins með fjár- málastefnu Framsóknarflokks- ins, niðurfærslu dýrtíðarinnar, er hægt að koma fram stórfelld- um umbótum á komandi árum. Stríðsyfirlýsing Það gerðist sannarlega ekki fyrr en nauðsyn bar til, að tit- varpsráð viki Birni Franzsyni frá flutningi erlenda yfirlitsins í útvarpinu. Svo oft og stórvægi- lega var hann búinn að misnota þann trúnað, sem honum -hafði verið sýndur með því að fela honum þennan erindaflutning. En ,með þessari frávikningu Björns Franzsonar er baráttan fyrir hlutleysi útvarpsins engan veginn búin. Kommúnistar hafa brugðizt við þessari réttmætu Málflutningur Ófeigs. Ófeigur, — stjórnmálapési Jónasar Jónssonar — er ný- kominn út. Sumir hafa ef til vill beðið þess með nokkurri for- vitni að heyra hvað þetta mál- gagn bændafulltrúans þing- eyska leggur til málanna í þetta sinn. Þegar jafnhörð átök eiga sér stað um málefni bænda og nú um sinn, kunna þeir vel að meta hverjir leggja þeim liðs- yrði, og hverjir taka undir við þá beint eða óbeint, sem sví- virða stétt þeirra og vilja at- vinnuveg þeirra feigan. Ófeigur ræðir margt um land- búnaðarmálin og samtök bænda. Það kynnu því einhverjir að halda, að þar væri málstaður bænda túlkaður sérstaklega snjallt og rösklega. Það vantar heldur ekki, að Ófeigur hafi fundið menn, sem eru hættu- legir fyrir bændur. En það er ekki Pétur Magnússon, sem hef- ir brotið á þeim allar Jýðræðis- reglur og sett þá skör neðar öðru fólki í þjóðfélaginu, bæði fjárhagslega og réttindalega, né Jón á Akri og þvílíkir. Það er ekki heldur Áki Jak- obsson eða þeir aðrir liðsmenn ríkisstjórnárinnar, sem vilja dæma íslenzkan landbúnað til dauða sem sjálfstæðan atvinnu- veg, og kenna honum um öll fjárhagsleg vandræði og halda það hið helzta bjargráð, að leggja hálft landið í auðn Nei. Fyrir þessa menn alla finnur Ófeigur afsakanir og varnar- orð. Þeir hafa haldið vel á sín- um spilum. En hættulegu menn- irnir eru þeir, sem standa að Búnaðarfélagi íslands og Stétt- arsambandi bænda. Móti þeim finnst Ófeigi þörf að beita sér. Þeim vil hann vinna það ógagn, sem hann frekast getur. Afbrot bænda. Þessar vikurnar stendur yfir merkileg félagsmáladeila á Al- þingi og víðar. Pétur Magnús- son, Jón Pálmason og fleiri hafa lýst því yfir, að bændastéttin geti ekki fengið viðurkenningu og vald fyrir samtök sín, með- an stjórnarandstæðingar séu þar f meirihluta. Hér er fyrst og fremst barizt um mannrétt- indi bænda, $n auk þess má líta á þetta, sem prófmál, sem varð- ar allt félagslíf og stéttarsam- tök. Afbrot bænda er það, að þeir fylgja ekki ríkisstjórn, sem hefir traðkað á rétti þeirra. Þeir, sem telja sig bændavíni og málsvara þjóðlegs lýðræðis, hafa tvöfalda ástæðu til þess að standa fast og drengilega með málstað bændastéttarinnar í þessari óvenjulegu deilu. í stað þess að gera það, afsakar Jónas Jónsson ofbeldiö. Hann segir, að rkisstjórnin líti á Búnaðarfélag íslanþs sem ltilsmegandi en ekki tillögugóðan andstæðing. Og hann lýsir því hvað eftir annað, hve vel honum finnst Pétur Magnússon hafa haldið á spilunum gegn þessum van- máttuga og illviljaða andstæð- ingi. Jónas Jónsson leggur sig þannig fram til þess, að koma því inn hjá mönnum, að ríkis- stjórnin sé ekki ámælisverð ráðstöfun útvarpsráðsins eins og vænta mátti og láta varaút- varpsmann sinn lýsa yfir því í Þjóðviljanum 3. þ. m., að „við sosíalistar á íslandi verðum að gera okkur það ljóst, að við er- um komnir í styrjöld um útvarp þjóðarinnar.“ Hvað þetta gildir, geta menn gert sér ljóst, þegar þess er gætt, að fréttastofa út- varpsins er á engan hátt háð útvarpsráði, heldur stendur beint undir yfirráðurfi útvarps- stjóra og menntamálaráðherra. Vitanlega ræður ráðherrann samt meiru, ef til ágreinings kemur en útvarpsstjórinn, enda mun venja, að slíkir embættis- menn fylgi tyrirmælum ráð- herra. Og mentamálaráðherrann er Brynjólfur Bjarnason, æðsti prestur Rússa á íslandi. Það er líka fréttastofan, serji sekust hefir orðið um hlutleys- isbrotin að undanförnu, þótt kommúnistaáróður hennar hafi fyrir það, að ganga framhjá I samtökum bænda og hafa til-1 lögur Búnaðarfélags íslands að engu. Hugsunin er þessi: Bún- aðarfélag íslands vildi ekki skríða fyrir ríkisstjórninni og lýsa blessun sinni yfir því, sem hún gerði bændum til ills. Var þá von að ríkisstjórnin gæti virt bændasamtökin, sem komu þannig fram? Slíkur er málflutningur þing- eyska bændafulltrúans í Ófeigi. Nýgræðingar á akri ríkisst j órnar innar. Svo langt gengur J. J. í afsök- unum sínum fyrir ráðstafanir ríkisstjórnarinnar, að hann slær því föstu, að bændur búi við hagstæðara afurðaverð núna 1945 en 1944, Hann talar um að Pétur Magnússon hafi lagt „há- tromp sín“ á borðið, þar sem sé „hækkun“ afurðaverðsins, og segir síðan: „Má fyrirfram gizka á, hvern- ig þetta mál verður notað á framboðsfundum á vori kom- anda. Þá halda stjórnarsinnar því fram, að þeir hafi bjargað afurðasölumálum bænda með sæmilegu móti árið 1945. Þeir I hafi hækkað búvörur bænda á þessu ári til að mæta hækkandi dýrtíð í landinu. Megí af þessu sjá hinn góða vilja Sjálfstæðis- manna og kommúnista í garð bænda. ... Auk þess má geta nærri, að Sjálfstæðismenn munu ekki láta hjá líða að benda á, að bandamenn þeirra, kommúnist- ar, hafa reynzt bændastéttinni betur í verðlagsmálunum 1945 heldur en Hermann Jónasson og Bjarni Ásgeirsson haustið 1944.“ Þannig er „sókn“ J. J. í mál- efnum bændanna haustið 1945, þegar samsteypustjórn þriggja flokka fremur réttarrán á stétt þeirra i verðlagsmálum og iækk- ar verð á sauðfjárafurðum í stað þess að hækka það um 20%. Þrátt fyrir aukinn tilkostnað lækkar verð á kjötvörum til bænda stórkostlega, enda eru útflutningsuppbætur felldar niður, Og hver vill halda því fram að mjólkurverð sé nú hag- stæðara en fyrr, miðað við til- kostnað? J. J. mælir því nú bót, að rík- isstjórnin hefir með ofbeldi sínu komið í veg fyrir það, að verðlag landbúnaðarafurða hækki upp í sexmannanefndarverð. Hann beinlínis hvetur stjórnarliðið til þess, að misnota nú í annað sinn tilslökun þá, sem gerð var í fyrra og með þeim fyrirvara þá, að dýrtíðin yrði þá stöðvuð. Hann leggur stjörnarliðum í munn falsrökin og ráðleggur þeim, að halda því fram, að. þeir hafi í raun og veru siðferðilegan rétt til þess, að lækka verðlag hjá bændum nú. Þetta gerir J. J. þótt hann viti það vel, að bænd- ur voru sviknir um allt það, sem þeir kröfðust að framkvæmt yrði, ef tilslökunin kæmi til greina í fyrra, og að síðan hafa allar aðrar stéttir fengið hækk- anir fyrir sig. En hvað varðar J. J. um það? J. J. hefði átt að ráðfæra sig við þingeyska fjárbændur áður en hann fór að lofa Pétur Magn- ússon, Jón á Akri og kommún- oftast verið betur grímuklæddur en í erindum Björns Fránzsonar. Stríðsyfirlýsing Hommúnista þýðir vitanlega það, að þessi kommúnistaáróður fréttastof- unnar verður nú hertur um all- an helming frá því, sem verið hefir. Á þingi í fyrra flutti Eysteinn Jónsson þingsályktunartillögu um hlutleysi útvarpsins. Stjórn- arflokkarnir hundsuðu hana með öllu og mega Alþýðuflokk- urinn og Sjálfstæðisflokkurinn nú harma það verk sitt. Jónas Jónsson hefir nú lagt fram svip- aða tillögu. Sjálfstæðismenn og Alþýðuflokksmenn geta nú ekki lengur haldið því fram, að af- skipta þingsins sé ekki þörf. Það kemur nú í ljós, hvort þeir bogna fyrir stríðsyfirlýsingu kommún- ista og kjósa heldur að sætta sig við Balkan útvarp en að sýna manndóm í skiptum sinum við kommúnista. istana fyrir frammistöðu í land- búnaðarmálum. Bændum lands- ins, hvorki í Þingeyjarsýslu né annars staðar, er þökk á því. Hitt er annað mál, að ríkis- stjórninni veitir ekki af nýju málgagni til að vinna henni hylli í sveitum og ryðja þar Framsóknarflokknum úr vegi. Hætt er þó við því, að Ófeigur þurfi að finna sterkari rök en „hækkun“ afurðaverðsins 1945 til þess að snúa bændum á sveif landbúnaðarstefnu ríkisstjórn- arinnar. Svo mikið er víst, að bændur munu ekki leita ráða eða liðsinnis tij þeirra ,sem ætla að telja þeim trú um það, að hlutur þeirra hafi verið réttur á þessu hausti. Það „óttalega hefir skeð.“ Margir munu undrast það, að Jónas Jónsson skuli virða sig.svo lágt, að gerast liðsmaður Péturs MagnúsSonar og Brynjólfs Bjarnasonar í baráttu þeirra við sjálfstæða bændastétt á íslandi. Það er líka furðulegt, að ofstæk- ið skuli geta leitt slíkan mann svo langt frá öllu hófi. Skýring- in virðist sú, að Jónas Jónsson geri fyrst og fremst eina kröfu til stéttarsamtaka bændar Sú eina krafa er, að þau séu fyrir- fram ákveðin í því að lúta boði hans og þeirra, sem hann útvel- ur. Bændasamtök, sem ekki eru mynduð til þess að hlaða undir J. J., eru verri en engin. Þau eru svo hættuleg, að það þarf endi- lega að svívirða alla, sem taka þátt i þeim, og það jafnt, þó að þeir hafi ekk.ert gert annað en kjósa fulltrúa í sveit sinni eftir beztu sannfæringu. Það „óttalega hefir skeð,“ að bændur háfa skipað sér saman um mál sín í stéttarfélagsskap, án þess að þau samtök séu um leið á neinn sérstakan hátt ut- an um þá, sem J. J. hefir útvalið. Þetta eru bara málefnaleg stétt- arsamtök óháðra manna. Það er nóg til þess, að Ófeigur æpir að (Framhald á 7. siöu) nefnist: Flokksþingið, sem varð að fresta, og er hún á þessa leið: „Það hefir vakið töluvert umtal ,bæöi í blöðum og manna á meðal, að flokksþingi, sem kommúnistar höfðu boðað hér i höfuðstaðnmn þ. 25. okt sl., var á slðustu stundu frestac} með auglýsingu bæði í rík- isútvarpinu og flokksblaði þeirra, án þess, að nokkur skýring væri á því gefin, né heldur nokkuð nán- ar sagt, hvenær flokksþing yrði haldið, þar til í gær. Nú er það í/éjálfu sér engin stór- tíðindi, þótt flokksþingi sé frestað; til þess geta verið margvíslegar á- stæðúr. En það, sem í þessu tilfelli hefir valdið umtali manna, er hið opinbera leyndarmál, að kommún- istar urðu að fresta flokksþinginu af því, að verið er að bíða eftir „linu“ fyrir flokkinn, þ. e. fyrir- skipaðri stefnu, úr framandi landi. Og það er einn áf þekktustu mönn- um flokksins, Einar Olgeirsson, sem er að sækja hana austur í Moskva, og dvaldizt þar lengur en ætlað var. Þetta er ástæðan til þess, að flokksþingi kommúnista var frest- að! Slíkt atvik bregður enn einu sinni skæru ljósi yfir eðli og hlutverk hins svokallaða „Sósíalistaflokks" hér á landi. Framan í íslenzka kjósendur þenur hann sig í ræöu og riti um hina heitu þjóðernis- kennd sína og umhyggju fyrir sjálfstæði þjóðarinnar. En í laumi sendir hann forustumenn sína austur til Moskva til þess að taka við fyrirskipunum um það frá und- irróðursmiðstöð hins rússneska stórveldis, hyaða stefnu flokkurinn skuli hafa í íslenzkum stjórnmál- um bæði inn á við og út á við! Geta menn svo rennt grun í þaðj við hverra hagsmuni stefna slíks flokks muni vera miðuð, — hvort þjóðarstoltið muni vera alveg eins mikið undir niðri og af er látið. Því betur er íslenzka þjóðin svo heilbrigð, þegar fáeinar kommún- istiskar hræður eru undanskildar, að slíkan flokk fyrirlítur hún; og það kemur mjög greinilega fram í því umtali manna á meðal, sem frestun hins kommúnistiska flokks- þings af þegar nefndum ástæðum hefir vakið. Erlent yfirlit a' Kosningarnar Um miðjan seinasta mánuð fóru fram þingkosningar í Frakklandi og jafnhliða at- kvæðagreiðslay sem ákvarðaði starfssvið þingsins. Atkvæða- greiðsla þessi, sem hafði veru- leg áhrif á kosningaúrslitin, snerist um tvær tillögur. Fyrri tillagan var þess efnis, að hið nýkosna þing skyldi fyrst og fremst .yerða stjórnlagaþing. Samþykkt þeirrar tillögu þýddi, að raunverulega væri gamla stjórnarskráin úr gildi felld og franska lýðveidið, eins og það var, þar með úr sögunni. Synjun tillögunnar þýddi hins vegar, að stjórnarskráin skyldi. aftur taka gildi og hefði þá þurft að kjósa öldungadeild, er myndaði efri málstofu þingsins. Síðari tillagan var um það, að ríkis- stjórnin skyldi óháð þinginu, ef samþykkt yrði að láta það verða stjórnlagaþing. Raunverulega fjallaði þessi tillaga um traust eða vantraust á de Gaulle. Afstaða stjórnarflokkanna til þessara tillagna var mjög mis- munandi. Katólski lýðveldis- flokkurinn og jafnaðarmanna- flokkurinn lýstu fylgi sínu við þær báðar. Kommúnistar lýstu fylgi við fyrri tillöguna, en voru á móti seinni tillögunni. Hægri flokkarnir voru mót- fallnir fyrri tillÖgunni, en sam- þykkir þeirri síðari. Radikali flokkurinn einn tók þá afstöðu að vera^á móti báðum tillögun- um. Úrslit atkvæðagreiðslunnar urðu þau, að báðar tillögurnar voru samþykktar með miklum meirahluta, einkum þó fyrri tillagan. Úrslit kosninganna urðu þessi: Kommúnistar fengu 148 þingsæti, jafnaðarmanna- flokkurinn 143 þingsæti, kat- ólski miðflokkurinn 140 þing- sæti, radikalir 19 þingsæti, hægri flokkarnir 48 og utan- flokkamenn 24. Kpsið var hlut- fallskosningum í stórum kjör- dæmum. Höfðatölureglunni var sjálfstæðisvilji Islendinga komið fr^m í hinum oft endurteknu, frægu orðum gamla sáttmála: „Ut- anstefnur viljum vér engar hafa.“ Af örlag^ríkri og beiskri reynslu Sturlungáaldarinnar var þessi yfir- lýsing sett inn í hið sögufræga plagg. Og þegar heill stjórnmála- flokkur í hinu endurreista íslenzka lýðveldi hér um bil sjö hundruð árum seinna tekur að hlýða svip- uðum utanstefnum og þeim, sem t þá urðu þjóðinni að frelsistjóni, mun hver einasti ærlegur íslend- ingur snúa við honum baki.“ Þjóðip hefði vissulega lítið lært af reynslunni, ef hún léti þá menn ráða lengi um málefni sín, er byggja starf sitt á „utanstefnum." Og vissulega þarf hún einnig að gefa góðan gaum starfsháttum flokka, sem geta staðið að ríkisstjórn með „utanstefnu“mönn- um. eins og Sjáifstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn gera nú. * * * Vísir 2. þ. m. birtir forustugrein úr „The Times“ um fréttaskoðunina, í Rússlandi. „The Times" segir: „Þegar Peþper öldungadeSdar- þingmaður (sem verið hefir á ferð um Evrópulönd undanfarið) spurði Genarlissimo Stalin, hvort hann vildi ljúka samtali þeirra með ein- hverri orðsendingu, þá „hikaði" hinn rússneski leiðtogi, og sagði síðan: ' „Dæmið aðeins Ráðstjórnarríkin hlutdrægnislaust. Gerið hvorugt, að hrósa okkur eða hallmæla okkur. Þekkið okkur aðeins og dæmið okk- ur eins og við erum og byggið dóma ykkar á staðreyndum, en ekki orð- rómi.“ Þetta' er ágætur lyfseðill, en hvernig eíga menn að hegða sér eftir honum? ........ Rússi í Bandaríkjunum — hvort sem hann er blaðamaður eða em- bættismaður stjórnar sinnar — má ferðast hvert á land, sem hann vill, getur séð, það, sem hann fýsir að sjá, talað við hvern, sem hann langar til að unæla máli, og síðan getur hann sent til Rússlands skýrslu um hvað sem er, án þess að um nokkura ritskoðun sé að í Frakklandi þó ekki fylgt, þvi að sveitakjör- dæmin fengu tiltölulega fleiri þingmenn en borgarkjördæm- in. Það, sem einkum þykir ein- kenna þessi úrslit, er: Það er bersýnilegt, að de Gaulle nýtur mikils trausts. Samþykkt síðari tillögunnar er þess glöggt merki. Einnig það, að hinir yfirlýstu stuðnings- flokkar hans, katólski mið- flokkurinn og jafnaðarmenn, fá saman meirihluta þingmanna. Hið mikla fylgi jafnaðar- manna og katólska miðflokks- ins bendir til, að meirihluti frönsku þjóðarinnar óski rót- tækrar umbótastefnu næstu ár- in, en hvorki íhald né kommún- isma. Jafnaðarmannaflokkinn er nú frekast hægt að telja um- bótasaman miðflokk, sem á aðalfylgi sitt hjá miðstéttunum, því að kommúnistar hafa tekið við því fyrra hlutverki hans að vera marxistiskur verkalýðs- flokkur. Þaö er ekki rúm fyrir tvo slíka flokka og það virðist líka foringi jafnaðarmanna, Le- on Blum, hafa skilið og því sveigt flokkinn inn á miðflokks- grundvöllinn. Þess vegna hefir jafnaðarmönnum líka tekizt að vinna mikið fylgi frá radikölum. Katólski lýðveldisflokkurinn virðist einnig vera róttækur miöflokkur, en þó íhaldssamari en jafnaðarmenn. Flokkurinn er enn það ungur og óréyndur, að um framtíð hans verður ekki spáð. Ýmsir spá því, að hann verði íhaldssamari með tíman- um og þróunin í frönskum stjórnmálum verði sú, að hann verði íhaldsflokkur landsins, jafnaðarmenn miðflokkurinn og komrnúnistar lengst til vinstri. Kommúnistar hafa unnið mikið á og eru orðnir stærsti flokkurinn. Fylgi þeirra er lang- mest meðal verkamanna og hafa þeir orðið meirihluta (Framhald á 7. síöu) , varið með Bandaríkjamanninn í Rússlandi. Hann getur aðeins ferð- azt þangað, sem stjórnin leyfir honum að fara, séð það eitt, sem honum er leyft að sjá og talað við þá eina, sem stjórnin vill leyfa honum að tala við. Hann getur ekki greint orðróm frá staðreynd, því að stjórnin vill ekki gefa hon- um tækifæri til þess. Þegar hann er svo loksins búinn að setja saman fregn sína, sem er byggð á veik- um grundvelli, þá verður hann að leggja hana fyrir harðsvíraða rit- skoðun, er hefir miklu meiri áhuga fyrir áróðursverðmæti fregnanna en að sagt sé hlutlaust frá. Þetta á ekki aðeins við allt það landflæmi, sem Rússland heitír. Það á einnig við í öllum þeim lönd- um utan hinna raunverulega landa mæra Rússlands, þar sem áhrif þeirra eru sterkust ..... Þessi stéfna stendur tilgangi sín- um fyrir þrifum. Það leiðir af sjálfu sér, að hún hlýtur að vekja gróusögur, í stað þess að' kveða þær niður. Hún skapar tortryggni. Hún kenjur í veg fyrir góða sambúð. Hún gerir ýmsar gerðir erfiðar, sem annars verða einfaldar og eðlilegar. Þegar til dæmis Rússland óskar eftir stórláni hjá Bandaríkjaþjóð- inni, er ekki nema eðlilegt, að hún vilji hafa aðstöðu til að vita eins mikið um Rússland og stefnu þess og hver gætinn einstaklingur ósk- ar eftir, þegar leitað er hófanna um lán hjá hinum. Það er líka ófrávíkjanleg regla, að einstakling- ar fá ekki lán, nema þeir veiti hin- um aðilanum allar upplýsingar, »sem nauðsynlegar teljast. Núver- andi stefna Rússa miðar ekki að því, að mönnum verði auðveldað að afla slíkra upplýsinga. Hún ýtir ekki undir það gagnkvæma traust, sem eitt getur verið traustur grund- völlur þess, að Bandaríkjamenn og Rússar vinni sameiginlega að ýms- um málum, eins og til dæmis sam- eiginlegri stjórn slíkra sóknar- vopna sem kjarnorkusprengjan er.“ Þessi athyglisverðu ummæli hins merka enska blaðs bregða áreiðanlega skýru ljósi yfir eina veigamikla orsök þess bága samkomulags, sem nú ríkir í alþjóðamálum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.