Tíminn - 06.11.1945, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.11.1945, Blaðsíða 5
84. blað TmirVIV, þriðjudagimi 6. nóv. 1945 5 I RITSTJÓRI: SIGRÍÐUR ENGEMARSDÓTTIR Kökur og mauk Rússnesk pönnukaka. y2 1. mjólk, 125 gr. smjörlíki, 6 egg, mulinn molasykur. Mjólkin er hituð. Smjör- líkið og hveitið „bakað upp“, sjóðandi mjólkin þeytt í deig- inu, síðan er deigið hrært með eggjunum, einu í einu. Smjör- liki látið á pönnu. Þegar feitin er orðin heit, er y3 af deiginu látið á pönnuna. Bakað við hægan eld báðum megin. Hinar kökurnar bakaðar á sama hátt. Sultutau látið á milli laga og sykri stráð ofan á. Rabarbaramarmelade með gráfíkjum. 1 kg. rabarbari, 750 gr. sykur, 125 gr. fíkjur. Fikjurnar þvegnar, saxaðar í söxunarvél. Sykrinum og niður- skornum rabarbara blandað saman við. Soðið eins lengi og þurfa þykir. Kardemomme-kökur. 4 egg, 250 gr. sykur, Svona er jbað í Englandi Sænskt blað segir frá þvi, að 100.000 ungar konur í Englandi bíði nú með óþreyju eftir að komast úr landi til eiginmanna sinna, sem eru ýmist amerískir, kanadiskir, franskir, norskir eða pólskir. Allir eru þeir- að sjálf- sögðu hermenn, sem hafa dval- ið þar' í landi. Flestar þeirra flytja með sér sýnileg tákn „stríðs“ástar sinnar, nefnilega börn. Eiginmennirnir eru flest- ir farnir eða á förum heim til sín, en geta ekki flutt konur sinar og börn með sér vegna skorts á farkosti. Þær verða því að bíða til vors, en þá hefst mesti kvennaútflutningurinn, sem sögur fara af í Englandi eða nokkru landi öðru. Ensku stúlkurnar hafa nú á stríðsárunum orðið eftirsóttustu konur heims, og er það kringum- stæðum þeirra að kenna. Um 20 þúsund hafa gifzt Ameríkön- um, 30 þús. Kanadamönnum, 5 þús. Hollendingum, 2 þús. Frökk- um og álíka margar hafa gengið að eiga Pólverja og Ástralíu- menn. Nokkuð færri eru giftar Norðmönnum, Nýsjálendingum o. fl. Af íbúum Englands eru konur í meirihluta og gætir því þessara þjóðflutninga minna en ella hefði orðið. En ensku hermenn- irnir hafa þó ástæðu til að syrgja, því að Ameríkumenn eru sagðir hafa tekið frá þeim fallegustu stúlkurnar, 100 þús. að tölu, meðan þeir börðust í sveita síns andlitis á erlndum vígstöðvum! Almenningur ,í Englandi vonar auðvitað, að þessar giftingar verði stúlkunum til gæfu og ennfremur, að þær verði sér og landi sínu til sóma i hinum framandi löndum. En tíminn einn getur leitt í ljós afleiðingar þessarra stríðsgiftinga. Þessi hjónabönd voru í stríðs- lokin yfirleitt 4—5 ára gömul. Allan þann tímá hefir eiginmað- urinn að örfáum mánuðum und- anskildum, barizt á utanlands- vígstöðvum, en konan unnið að hergagnaframleiðslu eða öðru slíku heima fyrir. Þau hafa beðið endurfundanna með nokkrum kvíða, því að bæði vita í hjarta sínu, að þau líta nú eigi sömu augum á veröldina og maka sinn og þau gerðu, áður en vegir þeirra skildu. (Lausl. þýtt úr Stockholms- tidningen). 250 gr. hveiti, 2 tsk. kardemommur. Kúrenur. Eggin og sykurinn þeytt sam- an í 20 mín., kardemomm- urnar og hveitið látið saman við. Deigið sett með teskeið á smurða plötu og kúrenur látnar á hverja köku. Látin standa í 5 mín. Síðan bakaðar ljósbrúnar við góðan eld. Kex. 200 gr. smjörlíki, 100 gr. hveiti, 250 gr. rúmmjöl, 1% dl. mjólk, 1 tesk. hjartarsalt, !4 tesk. salt, 1 tesk. sykur. Hnoðað saman. Flatt þunnt út. Búnar til kringlóttar eða ferhyrndar kexkökur. Bakaðar við góðan eld á smurðri plötu. Tekransar. 250 gr. kartöflumél, 250 gr. hveiti, 250 gr. smjörlíki, 250 gr. sykur, 1—2 eggjarauður. Hnoðað saman. Flatt út. Kringlóttar kökur skornar með glasi. Skorið úr miðjunni é hverri köku, þannig, að þær verði eins og kransar í laginu. Eggjarauðurnar bornar á. Bak- aðar ljósbrúnar. Vifið þér . . . — að Viktoría Englands- drottning fann upp öryggis- næluna. — að franskar konur fengu fyrst kosningarrétt við síðustu kosningar þar í landi (sl. sum- ar). — að menntamálaráðherra Englands er kona. — að fataskortur er nú svo mikill í Finnlandi, að konur þar sauma sér samkvæmiskjóla úr borðdúkum og „servíettum." — að frú Roosevelt var þriðja í röðinni í atkvæðagreiðslu, sem amerískt blað efndi til um það hverjir væru vinsælustu þegn- ar Bandaríkjanna. Svo kváðu konur . . . Ljósálfar sér lelka á hól að lýsigulli og steinum. Við skulum reyna að rœna frá þeim einum. (Theodóra Thoroddsen). * Dýpsta sœla, sorgin þunga svifa hljóðlaust yfir storð; þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Ólöf frá Hlöðum). * Vetrar löngu vökurnar voru öngum þungbærar; við kvœðasöng og sögurnar söfnuðust föngin unaðar. (Ólina Andrésdóttir). * Enginn veit, hvað einn á bát á við margt að stríða. (Herdís Andrésdóttir). Nýkomið LÖK, KODDAVER, SÆNGURVER. Verzl. H. Toft Skólavörðustíg 5. Sími 1035. LARS HANSEN: Fast þeir sóttu sjóinn vátryggja, og þau þurftu meira að segja að fá skírteini frá yfir- völdunum. Auk þess var talað um kauptryggingar og alls konar nýjabrum, sem nóg var til þess að gera hvern mann vitlausan. En þó var ótalið það allra versta, og það var hvort hann fengi nokkurn mann með sér á íshafið. Það varð sífellt erfiðara og erfiðara, því að enginn vildi hætta sér út á jafn litla og hrörlega fleytu og „Noreg,“ sízt eftir að hann var orðinn svona gamall og fúinn. Þær hlustuðu báðar á hann, kerlingin hans og ekkjan — hún Marta —, þegar hann var að barma sér yfir þessu. Þegar hann þagnaði, sagði Karen: — Það getur þú auðvitað skilið sjálfur, Kristófer, að menn vilja heldur vera á stærri skipunum, ekki sízt síðan maturinn fór að vera svo góður á þeim, að sagt er. Mér hefir verið sagt, að á nýju skútunni hans Stenersens hafi hver einasti maður fengið sveskjugraut á sunnudögum í fyrra, og mjólk i kaffið kváðu þeir líka hafa fengið. Þetta er ótrúlegt, en frá þessu var sagt á síðasta fundinum í kvennadeild skipstjórafélagsins. En ég held nú samt, að þú þurfir ekki að lenda í mannahraki, þvi að þú hefir þó bæði Lúlla og Nikka og svo auðvitað hann Þór, bætti svo „Norska ljónið" við. — Hann Þór — já. En hvorugan hinna, hvorki Lúlla né Nikka. Ég skildi það nógu greinilega á þeim á vertíðinni við Lófót, að þeir höfðu ekki hugsað sér að verða með mér á íshafið, þótt þeir segðu það raunar ekki berum orðum, heldur' væru að smá- fara í kringum það, hvað hann Andrés Beck væri þægilegur yf- irboðari og „Sesselja Malen“ gott skip. Þú getur líklega rennt grun í, hvað þeir hafa verið að hugsa um. „Noregur" lá sem sagt við akkeri á skipalaginu. Þór bjó á skipsfjöl. Þannig losnaði hann við að taka á leigu herbergi og kaupa fæði, og svo gat hann gripið við og við í dæluna, svo að hann Kristófer þurfti ekki að vera sífellt á veröi um það, að skút- an sykki ekki, eins og annars verið hefði, ef hún hefði verið mannlaus. — Þetta er djöfuls fúadugga, sagði Þór við sjálfan sig. Það er ómögulegt að þétta hana. Hryggurinn á mér er alveg að slitna sundur við þessa dælu. Hann rétti úr bakinu og horfði inn til bæjarins. í gær hafði hann skroppið upp í pósthúsið og sent megnið af því, sem hann innvann sér á Lófótvertiðinni, heim til föður síns í Kverkinni, „svo að hreppstjórinn þurfi ekki að taka lögtak hjá honum,“ tautaði hann*>við sjálfan sig. Og ef þeim gengi vel á íshafinu, hugsaði hann, gat hann borgað allt, sem hvíldi á Kverkinni, og sagt öllum skuldheimtumönnum að fara til fjandans. Hann komst ævinlega í illt skap, þegar honum varð hugsað til yfir- valda og efnamanna. — Æ, hver fjandinn, stundi hann um leið og hann rétti úr sér, því að hann sárverkjaði í mjóhrygginn. En það er auðvitað satt, sem Lúlli segir: þetta eru hreinir og beinir hvíldardagar. Þegar kemur norður i íshaf, fæ ég fyrst að spýta í lófana. Svo sparkaði hann i dæluskömmina og bölvaði henni kröftug- lega. Hann Kristófer átti orðið bágt með svefn. Þetta var önnur nóttin, sem hann hafði legið andvaka og hugsað um þá Lúlla og Nikka. Hann varð að fá þá með sér á íshafið, því að neituðu þeir að verða á skútunni, þýddi það ekki annað en það, að hann fékk enga menn á hana, nema þá kannski einhverja viðvaninga eða væflur, sem ekkert lið var að og aðrir vildu ekki á sin skip. Hann snaraði sér fram úr rúminu klukkan sex um morguninn, þótt honum hefði ekki komið dúr á auga alla nóttina, kveikti upp í ofninum og hitaði kaffi, sem hann hellti síðan í bollana handa sér og kerlingu sinni. Þau voru innilega ásátt um það, að nú lægi meira en lífið við, að Lúlli og Nikki réðu sig ekki hjá öðr- um. Og Kristófer flýtti sér í treyjuna sína undir eins og líða fór að því að brennivínssamsalan yrði opnuð. Hann var með stóran pakka undir hendinni, er hann kom út úr samsölubúðinni klukkutíma seinna. Karl Lúlli og Nikulás Wasmuth, sem tvístigu i einum hópnum á stéttinni, tóku strax eftir því, að hann gaut til þeirra augum og deplaði þeim ofurlít- ið. En nú var ekki farið niður á bryggjuna hjá Aústad. Nú strunsuðu þeir norður Aðalstrætið og beina leið heim til Kristó- fers, þar sem „Norska ljónið“ tók brosandi á móti þeim. Það vildi svo vel til, að hún átti sjóðandi vatn, og innan fárra mín- útna var bezta toddy til reiðu og ánægjulegt samtal komið á rekspöl. En þótt hann Kristófer léti í veðri vaka, að toddýið væri merg- urinn máls, þá var það þó íshafsferðin, sem hann hafði á bak við eyrað, og það vissu þeir svo sem báðir, Lúlli og Nikki. Þeir létu sér þvi ekki bilt við verða, er hann beindi talinu að ís- hafinu og veiðivonunum á komandi sumri. Þeir báru ekki heldur á móti því, að verðið á spiki, skinnum og æðardúni væri óvenjulega hátt, svo aö það þyrftt ekki svo ýkjamikinn feng til þess að bera sæmilegt kaup úr býtum, og um þetta var talað fram og aftur. Kristófer var laginn að haga orðum sínum, og eftir klukkutíma samræður, sá hann ekki bet- ur en hann væri búinn að ánetja þá. Hann greip því tækifærið, tók fimmtíu krónur úpp úr buddunni sinni og sagði, eins og til þess að festa þá betur og tryggja það, að þeir sneru ekki við blað- inu á síðustu stundu: — Ég þykist vita, að þið viljið fá fáéinar krónur strax, svona eins og til tryggingar. Það getið þið líka fengið — takið bara við þessu. Samninginn skrifum við seinna. En Lúlli hafði alltaf vitað, að Kristófer myndi gera þetta áhlaup, frá hvaða hlið sem það nú yrði, svo hann var á verði og gætti þess að hlaupa ekki á sig. Hann svaraði því undir eins: — Ég hef ekki hugsað mér að vera með þér í íshafinu þetta sumarið, Kristófer, svo að þú getur eins vel látið þessar krónur aftur niður í budduna þína. Kristófer sótroðnaði: (SKOZK ÞJÓÐSAGA) Sigríður Ingimarsdóttir þýddi. yfir sig hamnum og kastaði sér fagnandi af klettinum háa niður í öldurnar. Stór, grár selur kom utan af hafi til móts við konuna sína, sem hafði horfið honum — endur fyrir.löngu. Guðmundur í Vesturnesi og synir hans þrír voru á neimleið með hlaðinn bát. Þeir sáu selina buslandi í sjónum. Þegar báturinn færðist nær, synti einn þeirra fast að bátnum og svipti hamnum af andlitinu. Sá Guð- mundur þá sér til sárrar hryggðar, að þar var komin kona hans. „Vertu sæll, Guðmundur í Vesturnesi,“ sagði hún. „Ég elska þig heitt, þú varst mér svo góður. En heitar elska ég þó eiginmann minn frá hafinu.“ Svo stungu selirnir sér og hurfu sjónum þeirra 1 sævardjúpin bláu. Var þetta síðasta skipti, sem Guðmundur sá sækon- una fögru. Oft reikaði hann sorgmæddur um strönd- ina í þeirri von, að mæta henni, en aldrei sá hann framar andlitið fagra, sem -var honum svo kært orðið. Endir \ (SKOZK ÞJÓÐSAGA) Einu sinni var bóndi, sem átti kind, er hann nefndi lívítu-Dúfu. Þegar jólin nálguðust, ætlaði hann að slátra henni í jólamatinn. Þegar Hvíta-Dúfa heyrði orð hans ákvað hún að strjúka, og það gerði hún. Ekki hafði hún langt gengið, þegar hún mætti nauti. Nautið sagði við hana: „Sæl vertu, Hvíta-Dúfa, hvert ert þú að fara? „Ég er í gæfuleit, sagði Hvíta-Dúfa, „það átti að fara að slátra mér í jólamatinn, svo að ég sá þann kost vænst- rn að strjúka. „Það er bezt, að ég komi með þér“, sagði nautið. „Ég veit, að þeir ætluðu að fara eins með mig.“ „Já, ég er til í það,“ sagði Hvíta-Dúfa. „Þa ðer alténd skemmtilegra að ferðast ekki einn síns liðs.“ Svo héldu þau áfram, þar til þau mættu hundi. „Sæl vertu, Hvíta-Dúfa!“ sagði hundurinn. „Sæll vertu, seppi! “ „Hvert ertu að fara?“ sagði hundurinn. „Ég er að strjúka. Ég heyrði sagt, að mér ætti að slátra í jólamatinn.“ „Nú, ég hefi sömu sögu að segja,“ sagði hundurinn. „Ég fer með ykkur.“ „Komdu þá,“ sagði Hvíta-Dúfa. Þau héldu nú áfram, þar til þau mættu ketti. „Sæl vertu, Hvíta-Dúfa!“ sagði kötturinn. „Sæl, kisa!“ „Hvert ert þú að fara?“ spurði kötturinn. „Ég er í gæfuleit,“ sagði Hvíta-Dúfa. „Þeir ætluðu að slátra mér í jólamatinn.“ „Þeir voru að tala um að slátra mér líka,“ sagði kisa. „Það er bezt, að ég komi með ykkur.“ „Komdu þá,“ sagði Hvíta-Dúfa. Héldu þau nú áfram förinni og mættu þá hana. „Sæl vertu, Hvíta-Dúfa,“ sagði haninn. „Sæll sjálfur, hanatetur,“ sagði Hvíta-Dúfa. „Hvert ertu að fara? spurði haninn. „Ég er að strjúka, því að það átti að slátra mér í jóla- rnatinn.“ . „Sama segi ég,“ sagði haninn. „Ég fer líka.“ „KJomdu þá,“ sagði Hvíta-Dúfa, og áfram héldu þau, þangað til að gæs varð á vegi þeirra. „Sæl vertu, Hvíta-Dúfa,“ sagði gæsin. „Sæl vertu, gæsartetur,“ sagði Hvíta-Dúfa. „Hvert ert þú að fara?“ spurði gæsin. „Ja, ég er nú að stelast að heiman. Þeir ætluðu að slátra mér til jólanna. „Ég átti að verða fyrir því sama,“ sagði gæsin. Ég kem með ykkur. Hópurinn hélt nú áfram, þar til skyggja tók. Sáu þau þá ljósglætu langt undan, gengu þau á ljósið og voru íurðu fljót í ferðum. Þegar þau komu að húsinu, komu þau sér saman um að gægjast á gluggana og forvitn- ast um, hvað inni fyrir væri. Þau gægðust inn og sáu þá þjófa, sem voru að telja peninga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.