Tíminn - 06.11.1945, Blaðsíða 8

Tíminn - 06.11.1945, Blaðsíða 8
Þeir, sem vilja kynna sér þjóðfélagsmát, innlend og átlend, jjurfa að /esa Dagskrá 8 REYKJAVÍK D A G S K R Á er bezta íslenzka tímaritið um þjóðfélagsmál 6. \Ó V. 1945 84. blað V AIVHÁLL TÍJHAMS V 1. október, fimmtudagur: Endalok Hitlers. Þýzkaland: Herstjórn Banda- manna birti skýrslu um rann- sóknir á því, hver héfðu orðið endalok Hitlérs. Niðurstöður rannsóknarinnar eru þær, að Hitler og Eva Braun hafi gift sig 29. apríl s.l. og framið sjálfs- morð í kanzlarahöllinni í Ber- lín næsta dag. Hitler skaut sig, en Eva Braun tók inn eitur. Líkin voru brennd og sá Göbb- els um það verk. Bretland. Fóru fram bæjar- stjórnarkosningar í Bretlandi. Verkamannaflokkurinn vann mikinn kosningasigur. Rússland: Molotoff tilkynnti, að ekki yrði íallizt á óskir er- lendra blaðamanna um afnám fréttaeftirlits í Rússlandi. Grikkland: Canelopous, einn af foringjum frjálslynda lýð- ræðisflokksins, myndaði nýja stjórn. 2. október, föstudagur: BÍrgarastríðið í Kína. Kína: Styrjöldin milli stjórn- arhersins og kommúnista held- ur áfram. Stjórnarherinn virð- ist þó ekki beita sér tiúfulls. Til- gangur kommúnista virðist sá að hindra alla liðflutninga stjórnarhersins til Mansjúríu. Egyptaland: Verkföll og mót- mælafundir hafa farið víða fram í landinu til að andmæla því, að Gyðingar verði fluttir til Palestínu. Sumstaðar hefir komið til óeirða. Palestína: Gort landstjóri hefir beðizt lausnar. Skemmda- verk, sem Gyðingar standa fyr- ir, fara mjög í vöxt. Bretland: Horfur eru á því, að atkæðagredðsla hjá hafnar- verkamönnum lykti þannig, að vinna hefjist aftur um næstu helgi. 3. október, laugardagur: Sáttaumleitanir í Kína. Kína: Sáttaumleitanir milli stjórnarinnar og kommúnista eru að hefjast. Bardagar halda þó enn áfram. Java: Óeirðir hafa brotizt þar út aftur. Sokarno virðist ekki lengur ráða við hina æstustu þjóðernissinna. Danmörk: Knud Kristensen, foringi vinstri manna, hefir tekið að sér stjórnarmyndun, eftir að jafnaðarmenn höfðu skorazt undan henni. 4. október, sunnudagur: Kosningar í Ungvcrjalandi. Ungverjaland: Kosningar fóru fram til ungverska þingsins. Úr- slit verða ekki kunn fyrr en á miðvikudag. Fyrir kosningarnar höfðu helztu flokkarnir komið sér saman um að halda áfram stjórnarsamvinnunni, hver sem kosningaúrslitin yrðu. Java: Mjög ófriðvænlega horf ir þar aftur. Þjóðernissinnar draga að. sér lið og virðast ráða yfir aj^miklum hergögnum. Danmörk: íhaldsmenn og ra- dikalir hafa neitað að mynda stjórn með vinstri mönnum. Rannsókn ágerlafjölda (Framhald af 1. slðu) í þá átt, að fyrir gerlafræðingn- um hafi meira vakað að fá sem óhagstæðastar niðurstöður, en að gæta hlutleysis og vísinda- legrar nákvæmni. Með þessu skal. því þó engan vegin neitað, að ekki muni ein- hverjar misfellur eiga sér stað í þessum efnum, sem nauðsynlegt sé að bæta úr. En vart virðist Sigurður Pétursson rétti maður- inn til að hafa þar forustu á hendi, þar sem hann hefir haft svipað eftirlit og stjórnin hefir nú falið honum um 10 ára skeið, sem starfsmaður Mjólkursam- sölunnar, án þess að kunnugt sé um, að hann hafi beitt sér fyrir nokkrum endurbótum, enda þótt honum bæri það öðr- um fremur. Hins vegar hefir vilji hans til að ófrægja bænda- stéttina ekki farið dult, eins og sést hefir á blaðaskrifum frá hans hendi. Það, sem hér þarf að gera, er að ganga betur úr skugga um það, hverjar aðalorsakirnar séu, sem valda hinum miklum gerla- fjölda, og síðan þarf að vinna að þeim endurbótum, sem nauð- 'synlegar eru. Mun þá áreiðan- lega ekki standa á bændum og samtökum þeirra að vinna að þeim eftir beztu getu, enda hafa þau vöruvöndun fyrir eitt helzta markmið sitt. En hins verður að krefjast af þeim, sem fyrir rannsóknunum standa, að þeir sýni fyllsta hlutleysi og iáti ekki mótast af óviðkomandi sjónarmiðum. En því miður benda súm atriði í skýrslu gerla- fræðingsins til þess, að slíkt hlutleysi sé honum ekki nægi- lega í brjóst runnið, eins og bent hefir verið á hér að fram- an. Það væri áreiðanlega vel at- hugandji, að ríkisvaldið eða sam- tök bælida fengju hingað fær- ustu erlenda mjólkursérfræð- inga til að athuga þessi mál, útkljá þau þrætuefni, sem erf- iðust kunna að vera, og gera til- lögur til úrbæta. Af hálfu fram- leiðenda væri slíkt vafala.ust betur séð en að mál þessi séu í höndum manna, sem eru berir að óvild og fjandskap í garð þeirra. Hið mikla mannvirki, Mjólk- Úrslit stúdentaráðs1 kosninganna Stúdentaráðskosningarnar fóru fram síðastl. laugardag. Kjörsókn var ekki góð og neyttu um 80 stúdentar ekki atkvæð- isréttar síns. Þess ber þó að gæta, að nokkrir þeirra, er á kjörskrá voru, en kusu ekki, voru ekki komnir til bæjarins. Úrslit kosninganna urðu þau, að A-listinn, listi lýðræðissinn aðra sósíalista, fékk 49 atkvæði og einn mann kjörinn. Listi Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, fékk 176 atkvæði og fimm menn kjörna. Listi félags frjálslyndra stúdenta fékk 40 atkvæði og einn mann kjörinn og listi félags róttækra stúd- enta fékk 87 atkvæði og tvo mejin kjörna. Verður Menntaskólinn fluttur að Laugarnesií Á síðastl. sumri skipaði menntamálaráðherra þriggja manna nefnd til að undirbúa byggingu nýs menntaskóla í Reykjavík og velja honum stað. Nefnd þessi hefir fyrir nokkru látið skoðanir sínar í ljós og leggur til að skólinn verði reist- ur í Laugarnesi, þar sem Laug- arnesbærinn er nú. Á síðasta fundi bæjarráðs var lagt fram bréf frá menntamálaráðuneyt inu varðandi þetta mál, en bæj arráð vísaði málinu til skipu lagsnefndar til frekari umsagn- ar. í nefndinni áttu sæti Pálmi Hannesson rektor, Hörður Bjarnason og Sigfús Sigurhjatt- arson. urstöðin nýja, sem senn mun taka til starfa í Reykjavik, sýnir vel þarin vilja bænda cig sam- taka þeirra, að meðferð mjólk- urinnar vertSi sem vönduðust og fullkomnust. Þess vegna er líka meira en ástæðulaust að ætla að nota einhverjar misfellur, sem reynt mun verða að bæta úr eftir beztu getu, til að æsa ribytendur til fjandskapar gegn bændum fyrir það, að þeir hugsi ekki nóg um að vanda meðferð mjólkurinnar. * Nefndarálit Bjarna Asgeirssonar og Jóns á Reynistað um búnaðarráðslögin (Framhald af 1. síðu) En það teljum við aðalatriði þessa máls, að þegar farið var að raska hinu eldra skipulagi um verðlagsvaldið yfir landbún- aðarafurðunum, álítum við, að sjálfsagt hefði verið að fá full- trúum bændastéttarinnar sjálfr ar og félagssamtaka hennar vald þetta í sínar hendur. Bændastéttin hefir jafnan sætt sig við það, að nokkrar hömlur væru settar á vald hennar yfir verðlagsmálum sínum í bili, er það hefir verið talíh alþjóðaþörf og hið sama látið ganga yfir aðrar stéttir og einstaklinga þjóðfélagsins. En þegar svo er ástatt sem nú, að allar starfsgreinar þjóðfé- lagsins virðast nær einráðar um það, hvaða verð þær setja á vinnu sína og varning innan lands án nokkurs tillits til þess, hvaða verð er á sams konar vinnu og varningi í nágranna- löndunum, er útílokað, að bændastéttin ein geti sætt sig við það að hafa enga íhlutun um verðlag framleiðslu sinnar á innlendum markaði eða með öðrum orðum það, hvaða kaup- gjald hún skuli úr býtum bera fyrir vinnu sína. Því hefir verið haldið_ fram af ýmsum, að með stofnun land- búnaðarráðsins hafi bændastétt in fengið vald yfir málum þess- um, þar sem það sé eingöngu skipað bændum og starfsmönn- um Iandbúnaðarins. En þetta er að okkar áliti hin mesta fjar- stæða. Það er sá aðili, sem valdið hefir til að velja og skipa í ráð- ið, er ábyrgð ber á því oð fram- kvæmdum. þess, hverjir svo sem í það veljast. Og í þessu falli er það ríkisstj ó^nin, sem ræður. Búnaðarráðið er þvi fulltrúi rik- isstjórnarinnar, eri ekki bænda- stéttarinnar. Eins og kunnugt er, hefir Al- þingi og ríkisstjórn oftsinnis á undanförnum árum falið Bún- aðarfélagi íslands að koma fram fyrir hönd bændastéttarinnar, er taka þurfti ákvarðanir um verðlagsmál landbúnaðarins. Á- lítum við, að svo hefði einnig Byggingar- og landnámssjobur (Framhald af 1. síðu) un lánanna. Hér er lagt til, að árgjaldið verði 3y2% af allri lánsupphæðinni jafnlangan tíma, 42" ár, en það svarar til, að lánin séu með 2% vöxtum og iy2% í afborgun. í frv. þessu er farið fram á, að árgjald byggingarlánanna verði lækkað um iy2% frá því, sem nú er, og raunverulegir vextir úr 4% í 2%. Sýnist það eðlilegt með tilvísun til þess, sem að framán er sagt, og með tilliti til almennrar vaxtalækkunar í landinu og að hiiju leytinu hækkunar á byggingarkostnaði. Enn fremur er hér gert ráð fyrir því, að lána megi að há- marki 75% af kostnaðarverði húsa. Þetta hámark er miðað við venjulega tíma og að sjálfsögðu á valdi bankastjórnarinnar að takmarka það. Meðan verðlag er óeðlilegt, er til þess ætlazt, að svo verði gert í framkvæmd- inni. í frumvarpi þessu er lagt til, að lánastarfsemi nýbýlasjóðs eftir lögum nr. 108 1941, 34. og 35. gr., falli niður. í stað þess er byggingar- og landnámssjóði nú ætl^ að veita lán til bygginga íbúðarhúsa og sveitabæja al- mennt, bæði á eldri jörðum og nýbýlum. Þetta tekur þó aðeins til búðarhúsa, því að Ræktunar- sjógi íslands er ætlað að lána til allra útihúsbygginga sam- kvæmt frv., sem lagt er fram samhliða þessu. Með frv. þessu, ef að lögum verður, er leitazt við að bæta úr bráðustu þörfum í byggingaréfnum sveitanna með því að gefa bændum kost á því, að þeir fái byggingarlán með sanngjörnum vaxtakjörum og svo rífleg, að varanleg og góð íbúðarhús verði reist þar, sem þörfin er mest aðkallandi." átt að vera í þetta skipti. En þegar Búnaðarfélag ís- lands vshð^þess áskynja, að rík- isstjórnin taldi ekki lengur þörf á afskiptum þess af málum þess- um, beitti það sér fyrir því, að komið yrði á sérstökum stéttar- samtökum innan búnaðarfé- lagssamtakanna í landinu, er hefði með höndum þennan þátt í hagsmunamálum bændastétt- arinnar.. Þetta stéttarsamband er nú formlega stofnað og tekið ti lstarfa. Og þar sem stjórn þess er kosin á lýðræðislegan hátt af kjörnum fulltrúum bændanna sjálfra, teljum við einsætt, að henni verði falið vald og framkvæmd þeirra mála fyrst um sinn, sem verðlags- nefnd landbúnaðarráðs fer með samkv. bráðabirgðalögunum. En tíllögur um framtíðarskipulag þessara mála, eins og hún hefir nýskeð verið mörkuð með sam- þykktum frá búnaðarþingi og búnaðarsamböndunum, liggja nú þegar fyrir Alþingi í frum- varpsformi. Samkvæmt því er ætlazt til, að fulltrúar frá Stétt- arsambandi bænda og ýmsum sölufélögum þeirra fari í sam- einingu með framkvæmd sölu- skipulags og verðlagsmála land- búnaðarins. Teljum við, sem m. á. stöndum að frv. þessu, að með því sé mörkuð sú stefna í málum þess- um, sem bændur gera nú kröfu til og ein verður talin réttlát. En þangað til að það frv. verður að lögum, viljum við, að Stéttar sambandi bænda og fram- kvæmdastjórn þess verði falin verðlagsmál landbúnaðarins. eins og fjöldi bænda hefir þegar gert kröfu til. Hefir komið mjög berlega í ljós almenn óánægja meðal bænda yfir bráðabirgða- lögum þessum.Ber hvort tveggja til, að þeir vilja ekki sætta sig við þetta'fyrirkomulag, sem þeir telja óviðunandi í sjálfu sér, svo og hitt, að mikil gremja ríkir meðal þeirra út af framkvæmd laganna. Hafa þeir talið sig eiga siðferðilegan rétt til þess að setja verð á afurðir sínar á inn- lendum markaði samkvæmt sex- mannanefndargrundvellinum, hvað sem hinum lagalega rétti liði. En frá þvi hefir verðlags- nefndin vikið svo, að nú eru fyllstu horfur á, að kindakjöt, sem er næstum eina söluvara margra bænda, stórlækkaði í verði til bænda frá því síðastlið ið ár, þótt framleiðslukostnaður líafi stórhækkað á sama tíma. Veldur því hið háa verðjöfnun- argjald, sem leggja varð á kjötið til uppbótar verði á útflutt kjöt. Auk þess hefir nokkur hluti verðjöfnunargjaldsins verið tek- inn til að greiða niður saltkjöt á innlendum markaði og lækka þannig innlenda verðið frá því, sem áður hafði verið ákveðið. Samkvæmt framansögðu ber- um við fram á sérstöku þing- skjali breytingartillögur um, að Stéttarsambandi bænda verði falið vald það, sem búnaðarráði er ætlað samkv. bráðabirgðalög- unum. Verði þær samþykktar, munum við fylgja frumv. svo breyttu sem bráðabirgðaskipu- lagi í þeirri von, að frv. um verð- lagsráð verði fljótlega gert að lögum. Verði breytingartillög- urnar felldar, munum við greiða atkvæði á móti frumvarpinu.“ Kaup á strandf.skipum (Framhald af 1. síðu) lendum skipasmíðastöðvum Það mun mjög hafa ýtt und- ir þessa ákvörðun ráðherrans að Framsóknarmenn fluttu á þingi í fyrra tillögu um bygg ingu strandferðaskips eins og Esju, en hún fann þá ekki náð fyrir augum stjórnarliðsins. En slík andstaða hefir ekki þótt hyggileg til lengdar og því hef- ir ráðherrann tekið málið upp. E_r vissulega ekki aðeins gott um það að segja, heldur er fyllsta ástæða til að fagna því, þegar einstakir ráðherrar taka upp góð og sjálfsögð mál. (jamta Síó CLAUDIA Amerísk kvikmynd, er sýnir fallega og skemmtilega hjú- skaparsögu ungra hjóna. Aðalhlutverkin leika: Dorothy McGuire, Robert Young. Sýbd kl. 5, 7 og 9. * ttijja Bíi Einkaritarinn (Government Girl). Olivia de Havilland, Sonny Tufts, Anne Shirley. Sýnd kl. 5, 7 og 9. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR u AÝTT íslcnzkt leikrit. \ppstlanina I eftir H. H. Friiiiisýninj* á i'iiiiiiitinlnj* (8. þ. m.) kl. 8. Fastir áskrifendur og gestir vitji aðgöngumiða sinna á morgun (miðvikudag) kl. 4—7. NB. Sæki áskrifandi ekki miða sína á þessum tíma, verð- ur litið svo á, að hann óski ekki að hafa þá framvegis. | II II II ?: Skagfirðingafélagið heldur skemmtifund í Tjarnarcafé þriðjudaginn 6. nóv. kl. 8.30. TIL SKEMMTUNAR: Ræða: dr. Magnús Sigurðsson. Hátíðakvikmynd Lofts. Dans. Aðgöngumiðar í „Flóru“ og Söluturninum á þriðjudag. STJÓMIA. U R B Æ N U S. A. Friid blaðafulltrúi og kona hans eru nú á förum héðan af landi burt. En Friid hefir eins og kunnugt er, ver- ið norskur blaðafulltrúi hér á styrj- aldarárunum og aflað sér mikilla vin- sælda meðal íslenzkra blaðamanna. Blaðamannafélag íslands hélt hjón- unum kveðjusamsæti á Hótel Borg fyrir nokkrum dögum. Silfurbrúðkaup eiga í dag Anna J. Norðdal og Ing- ólfur Þorvaldsson, prestur, Ólafsfirði. Þau hafa búið í Ólafsfirði síðastliðin 20 ár og eiga þau þrjá syni barna. Leikfélag Reykjavíkur. hefir frumsýningu á nýju, íslenzku leikriti næstkomandi fimmtudagskvöld. Er það leikritið „Uppstigning" eftir H. H. (dulnefni) í fjórum þáttum, sjö sýningum. Tvöhundraðasta leikritið, sem Leikfélag Reykjavíkur sýnir. Leik- endur eru: Arndís Björnsdóttir, Anna Guðmundsdóttir, Regína Þórðardóttir, Emilía Jónasdóttir, Helga Möller, Inga Þórðardóttir, Sigríður Hagalín, Gestur Pálsson, Haraldur Björnsson, Þorst. Ö. Stephensen, Valur Gíslason og Lár- us Pálsson, sem einnig er leikstjóri. Athygli fastra áskrifenda að frumsýn- ingu skal vakin á augslýsingu í blað- inu í dag, þar sem þeir eru beðnir að vitja aðgöngumiða sinna á auglýstum tíma, ella verður litið svo á, að þeir óski ekki að halda þeim framvegis. Reykjavíkurdeild Fiskifélags íslands var stofnuð síðastl. föstud. Á fund- inum var kosin stjórn fyrir deildina og hlutu þessir kosningu: Ingvar Vil- hjálmsson, Sveinn Benediktsson og Óskar Halldórsson. Kjörnir voru 4 fulltrúar á Fiskiþing, sem kemur sam- an í þessum máriuði, og hlutu kosn- ingu: Sveinn Benediktsson, Óskar Halldórsson, Ingvar Vilhjálmsson og Þorvarður Björnsson. Eru þeir kjörnir til fjögurra ára. Til vara voru kjörnir: Hafsteinn Bergþórsson, Ólafur Þórðar- son, Jón Þórðarson og Þórður Ólafss. Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur hefir nýlega verið skipt í þrjár deild- ir, sem þó starfa allar innan félags- ins, sem heldur nafni sínu. Þær eru deild sölumanna, deild afgreiðslu- manna og deild skrifstofufólks. Yfirkjörstjórn fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar í Reykjavík voru kosnir á síðasta bæj- arstjörnarfundi þessir menn: Geir G. Zoéga, Einar B. Guðmundsson, Ragnar Ólafsson. Til vara: Gunnar Möller, Ólafur Sveinbjörnsson og Sigurhjörtur Pétursson. í niðurjöfnunarnefnd voru kosnir á seinasta bæjarstjórn- arfundi eftirtaldii- menn: Sigurbjörn Þorkelsson, Gunnar Viðar, Björn Björnsson, Zophónías Jónsson og Ingi- mar Jónsson. Til Vara voru kosnir: Björn Snæbjörnsson, Guðmundm- Ás- bjórnsson, Einar Erlendsson. Steinþór Guðumundsson og Jón Brynjólfsson. Gunnar Viðar var á sama fundi kos- inn formaður nefndarinnar. Aflasala í Belgíu. Þriðja íslenzka fiskiskipið þefir selt afla sinn á markað í Belgíu. Það var m.s. Eldborg frá Borgarnesi. — Afli skipsins, 119 smálestir, var seldur fyrir 9.439 sterlingspund. Það var hinn 30. okt. s.l. sem skipið landaði í Antwerpen Bifreiðum stolið. < Um seinustu helgi var tveimur bif- reiðum stolið ’í Reykjavík. Bifreiðinni R-3131 ^ar stolið, þar sem hún stóð á veginum skammt frá Þóroddsstöð- um og fannst hún tölpvert skemmd í skurði á gatnamótum Reykjanes- brautar og Miklubrautar: Tveir menn, er haft hafa tal af lögreglunni sáu stúlku og hermann koma út úr bif- reiðinni. Þá var bifreiðinni Z-70 stolið héðan úr bænum og fannst hún suður í Keflavík. 40 þús. kr. til Sumargjafar. Á seinasta bæjarstjórnarfundi var samþykkt að verða við umsókn Barna- vinafélagsins Sumargjöf um að bær- inn veitti 40 þús. króna aukafjárveit- ingu til starfsemi félagsins á þessu ári. Hjúskapur. Síðastliðinn laugardag voru gefin samap í ^ijónaband af séra Sigurjóni Árnasyiir ungfrú Vigfúsína Daníels- dóttir, Sandi, Snæfellsás og Baldur Karlsson, Spítalastíg 2 Rvík. Heimili ungu hjónanna verður við Egilsgötu 28. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.