Tíminn - 06.11.1945, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.11.1945, Blaðsíða 7
84. blaS TtMlNN, briðjwdagmii 6. nóv. 1945 7 Á víðavangi (Framhald af 2. síðu) þeim, og tekur afstöðu með verstu óvinum bænda á þeirri stundu, sem alveg sérstaklega reynir á styrk og þrek stéttar- innar. Svo átakanlega langt geta vonbrigðin og skapofsinn leitt menn út í ófæruna. Þessum samtökum verður að sundra umfram allt, segir Ó- feigur. Þau hafa ekki valið rétta menn á oddinn. Sundrið þeim! Kljúfið þau! Bændur eru þrí- klofnir, endurtekur Ófeigur í sí- fellu. Svo mæla börn, sem vilja. Það versta fyrir Ófeig er hins vegar það, að bændurnir eru ekki klofnir um samtökin og munu ekki verða. Þeir munu sýna það, að þeir eru menn til þess, að gera upp ágreining um einstök forrnsatriði, án þess að það valdi tjóni fyrir samtökin. Bændasamtökin hafa ekkert gert, segir Ófeigur. Niður með þau. Þau hafa verið til í einn mánuð þegar þetta er skrifað. Á Laugarvatnsfundinn kom J. J., — alveg ópólitískur auðvit- að, — og sagði að það þyrfti ára- tugi'tií þess að byggja upp stétt- arsamtök! Svona er nú sam- kvæmnin mikil. Annars mun hér ekki rætt um störf stéttarsam- bandsins. Stjórn þess mun sjálf standa i sambandi við bændur landsins án milligöngu annarra. Á því fer líka bezt. Spádómsgáfa J. J. J. J. segir að bændastéttiúni hafi verið sýnt hver dugur sé í stéttarfélagi því, sem komið hefir verið á fót. „Aldrei hefir vanmáttugri félagsskapur séð ljós dagsins. Fyrsta tilraun bænda til að bjarga málum sín- um með allsherjarsamtökum hafði eins og við mátti búast verið gerð að pólsku barni í Belsenfangabúðum.“ J. J. hefir fyrr tekið á spá- dómsgáfunnf í sambandi við fé- lagsmálahreyfingar á íslandi. Hann skrifaði fyrir nokkrum árum margar lofgreinar um svokallaða vökumannahreyfingu og fann aðeins tvær „þjóðar- vakningar“ eldri jafnmerkar: Samtök Fjölnismanna og ung- mennafélagsskapinn. Stéttar- samband bænda má sannarlega vel við una ef spádómar J. J. um það rætast eins og spádómar hans um Vökumenn á sinni tíð. í bæði skiptin mótuðust spár hans og ummæli meira af per- sónulegum smekk og óskum, en nokkru öðru. Því gleymdist og gleymist enn að gefa gaum að því, hver itök hreyfingin á í hugum fólksins. Hugur J. J. eins kemur þar til greina. Efling bændasamtakanna og skrif J. J. Það væri áreiðanlega bezt fyr- ir J. J. að láta bændur í friði með stéttarsamtök sín. Þeir munu reyna að komast af án þeirra, sem ekki geta átt mál- eínalega samstöðu með þeim. Eigi Jónas ekki æðri hugsjónir en þær, að níða og svívirða bún- aðarfélagsskapinn í landinu, þá munu allar þær þúsundir sveita- 'manna, sem þar hafa unnjð gott starf, og standa þar að verki, taka því með karlmann- legxú ró, eins og bændum er tamt. J. J. hefir þá skipað sér þar í sveit, sem sízt skyldi. Hitt er þó þess lið, en lætur lítt á sig bíta víst, að meirihluti í^lenzkra bænda kysi Jónasi heldur annað hlutskipti. En ef hann vill halda svo fram, sem nú horfir, mun svo reynast að bændur meta meira stétt sína, lífsstarf og af- komuskilyrði en hróp hans. Bændur munu halda áfram að treysta stéttarsamtök sin og ekki hafa það fyrir sjónarmið hverjum líkar betur eða verr. Allir þeir, sem trúa á framtíð sjálfstæðs landbúnaðar á ís- landi gleðjast yfir þeim sam- tölíium. þegar stéttir landsins yfirleitt knýja mál sín fram með hörku, fæst ekki hóf og jafn- ræði í málin með því, að ein stétt láti traðka á rétti sínum. Það getur aðeins orðið til bölv- unar. Bændur munu því standa þétt saman um heiðarlegan stéttar- félagsskap, óháðan öllu, nema því, sem meirihluti stéttarinnar vill. Það fólk, sem saman hefir staðið í hreppabúnaðarfélögun- um um fjölbreytta menningar- starfsemi mun líka bera gæfu til þess að sameinast í skipulegri vörn og sókn um stéttarmálin. Það fagnar hverjum góðum dreng, sem leggur samtökum þess lið, en lætur lítt á sig bíta ofstækisfull æsingaskrif þeirra, sem vilja setja persónulegan metnað og völd sér til handa að skilyrði fyrir liðveizlu. ttbrciðið Tímann! i Crtveglð sem flestir ykkar elnn áskrlfanda að Tímanum og lát- lð afgreiðsluna vita um það sem fyrst. Hengdi sig í kandkiéeði Mynd þessi er af Dr. Ley, formanni þýzku vinnufylkingarinnar. Hann var einn af nánustu samverkamönnum Hitlers og var ofarlega á lista Banda- maqna yfir stríðsglæpamenn, en réttarhöldin yfir þeim sem náðst hefir til eiga innan skamms að hef jast í Þýzkaiandi. Bandamenn náðu Dr. Ley lif-» andi, en honum tókst fyrir nokkrum dögum síðan að hengja sig í hand- klæði í fangelsinu. Erlent yfirlit (Framhald af 1. tíBu) franskra verkamanna að baki sér. Sjálfir munu þó kommún- istar hafa búizt við enn meira fylgi, enda benti margt til þess fyrst eftir að hernámi Þjóðverja lauk, að kommúnistar gætu gert sér vonir um að vera orðnir eins sterkir og aðrir flokkar til sam- ans. En því meira, sem ró og festa hefir skapazt aftur, hefir fylgi kommúnista þorrið. Hið mikla fylgishrun radikala flokksins þykja mikiLtíðindi og bó ekki óeðlileg. Hann hefir orð- ið að hafa meginforustu á und- anförnum áratugum og ósigur Frakka skriiiaðist því á reikn- ing hans, hversu réttihætt, sem það er. Hann var líka eini flokkurinn, sem beitti sér ein- dregið gegn de Gaulle. Hann hélt því fram, að þær stjórnar- skrárbreytingar, sem de Gaulle beittist fyrir, muni leiða til ein- ræðis. Þetta fann ekki hljóm- grunn, en fari svo, að spá hans reynist rétt, getur flokkurinn kannske aftur unnið fylgi. En vafasamt er það þó, því að það fylgi, sem hann fékk nú, virð- ist hafa verið bundið persónu- lega við hina gömlu foringja hans. Þannig vann Herriot gamli allmikinn kosningasigur, enda reyndist hann enn, þótt kominn sé á áttræðisaldur, mesti ræðusnillingurinn, sem tók þátt í kosningabaráttunni. Daladier náði hins vegar kosn- ingu með naumindum og var haldið í fyrstu, að hann hefði falliö. Fyrsta verkefni hins nýja þings verður að kjósa ríkisfor- seta. Vafalaust verður de Gaulle fyrir valinú. Um stjórnarmynd- un er hins vegar óvissara. Kom- múnistar segjast vilja mynda stjórn með jafnaðarmönnum og radikölum. Leon Blum hefir hins vegar lýst sig fylgjandi þjóðstjórn meðan verið sé að ganga frá stjórnarskránni, en það á að vera 7 mánaða verk. Líklegt þykir, að de Gaulle sé honum sammála. Þórður Þorsteinsson fer til Ameríku Þórður Þorsteinsson, sem und- anfarin tvö ár hefir verið af- greiðslustjóri Tímans, er nú á förum til Ameríku og hyggst að kynna sér rekstur og af- greiðsluskipulag blaða þar vestra. Hann hefir í um 10 ár fengizt við blaðaafgreiðslu hér á landi, lengst af hjá Vísi 6 ár og einnig hjá öðrum blöðum. Má því segja að hann hafi aflað sér mikillar verklegrar þekkingar í þessu starfi hér á landi, en það krefst meiri dugnaðar og eljusemi, en rnargur ókunnugur skyldi ætlá. Fyrst um sinn er Þórður ráð- inn til blaðsins Minneapoles Tribune, og mun hann vinna þar að venjulegri blaðaafgreiðslu. Að loknum starfstíma þar hyggst Þórður að ráðast í þjónustu fleiri blaða vestra og kynna sér rekstur þeirra og afgreiðslu. Alls gerir hann ráð fyrir að vera eitt ár erlendis, í þessari kyrfiiisför. Drummer litur Hverjum pakka af Drum- mer lit fylgja notkunar- reglur á íslenzku. Drummer litur fæst víða. Heildsölubirgðir: Jón Jóhanuesson & Co. Sími 5821. Reykjavík Um leíð og ég heji hœtt Ijósmóðurstörfuvi, hafið þið, konur l Skeiðahreppi, heiðrað mig með heimsökn og gjöf- um, þann 11. f. m. Fyrir þetta allt, og aðra vinsemd í starfi mínu vil ég fœra ykkur mínar beztu þakkir. Vorsabœ, 1. nóv. 1945. INGVELDUR MAGNÚSDÓTTIR. Höfum fengið mikið úrval af allskonar ullarvörum svo sein dúknm, teppum, garnt, lopa o. fl. ij Verhsmiðjuútsulun Gef jun - - Iðunn Hufnurstrœti 4. iiSRSDSRæimaa Stuðníngsmenn séra Þorgríms Sigurðssonar hafa opnað skrifstofu í Miðstræti 5 (2. hæð). Skrifstofan er opin daglega frá kl. 2—10 eftir hádegi. Sími 6127. Orðsending til kaupenda Tímans Ef kaupendur verða fyrir vanskilum á blaðinu, eru þeir vin- samlega beðnir að gera afgreiðslunni þegar aðvart. FJALLIÐ EVEREST er bók með stórfenglegum og hrífandi frásögnum um tilraunir manna til að komast upp á hæstu gnípu jarðar. Bókin skiptist í kafla sem hér segir: Fyrri líluti: Baráttan við Everest I. þáttur: Huginyndin vðeröur til II. — Tilraunin m. — Lokaatlagan IV. — Árangurinn V. — Förin 1936 og framtíðarhorfnr VI. — Þýzkir leiðangrar VII. — Brezkir leiðangrar VIII. — Fólkið, sem byggir Himalaya SíBari kluti: Himinfjöll IX. þáttur: 1 faðmi náttúrunnar X. — Pílagrímsför til Himalaya XI. — Fjallið helga t XII. — Undir stjörnum Höfundur: Sir Francis Younghusband. Þýðandi: Skúli Skúlason ritstjóri. Tuituffu oc| tvfur fiullfullegur heilsíSu- myndir prýSu bóhinu. Verð í bundi hr. 30.00. — Heft hr. 22.00. Fáist bókin ekki í næstu bókaverzlun, getið þér pantað hana beint frá útgáfunni. Snælandsútgáfan h.f. Lindargötu 9 A. — Reykjavík. — Sími 2353. Víöimýrí í Seyluhreppi Skagafirði, j er til sölu. Laus til ábúðar frá næstu fardögum. Tilboð óskast og sé þeim skilað til Daníels Ólafssonar, Tjarnargötu 10, Reykja- vík, fyrir 15. des. n. k. Daníel Ólafsson. LÖGTAK Eftir kröfu borgarstjórans i Reykjavík f. h bæjarsjóðs — og á hans ábyrgð, og að undan- geng num úrskurði verða lögtök látin fara fran fyrir ógreiddum útsvörum til bæjarsjóðs fyri: árið 1945, sem lögð voru á við aðalniðprjöfnux síðkstliðið vor og fallin eru í gjalddaga sam kvæmt ákvæðum útsvarslaganna nr 66 1945 svo og fyrir dráttarvöxtum. og kostnaði, a< átta dögum liðnum frá birtingu þessarar aug lýsingar. 2. nóvember 1945. Borgarfógetinn í Reykjavík. KJÖRSKRÁ við væntanlega prestskosningu Dómkirkjusafnaðar- ins, umsóknir um prestsembættið og umsögn biskups um umsækjendurna, verður safnaðarfólki til sýnis í bókabúð Æskunnar við Kirkjutorg alla virka daga frá kl. 10 árd. til kl. 5 síðd. — nema laugardaga til kl. 4 — frá föstudagsmorgni 2. nóv. til föstudagskvölds 9. nóvember. Kærum út af kjörskrá skal skilað oddvita sóknar- nefndar í síðasta lagi föstudaginn 16. nóv. Sigurbjörn Á. Gíslason (oddviti sóknarnefndar). | T NYJAR BARNABÆKUR Sveitill heillar, hrífandi ensk sveitalífssaga með 30 myndum. Sagan lýsir vel ævintýrum fjögurra Lundúnabarha, kynnum þeirra af dýrum og samskiptum þeirra við ,,útilegumanninn‘' hann Tomma gamla. Sigurður Gunnarsson skólastjóri i Húsavík þýddi bókina. Sliati Og Sliotra, eýi hin vinsælasta barnabók Steingríms Arasonar, er komin út í vandaðri útgáfu, prýdd nýjum myndujn eftlr Tryggva Magnússon. . o|rf Tryggva eru sönnun þess, að hér er úrvals barnabók á ferðinni. Þessar bækur fást hjá næsta bóksala. \ Nöfn þeirra Steingríms BÓKAtTGÁFM BJÖRK.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.