Tíminn - 06.11.1945, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.11.1945, Blaðsíða 6
6 TÍM1NJ\, þrlðjndaglim 6. móv. 1945 84. blað Hjónin á Breiðabólsstað: Jóhanna Oddsdóttir og Eysteinn Þó það sé gott hann sé þreklnn og stór, sem þjóðleið um urðir vill brjóta, þá sakar það ei, þótt þinn armur sé mjór, því oft verður lítið tll bóta. Við þjóðbrautir alda um aljarðar skeið að iðju, þótt margir sé knáir, þá velta þó fleiri þar völum úr leið, sem veikburða eru og smáir. Mig langar til þess að minn- ast hjóna, sem í rösk 40 ár hafa búið hér í sveit, lengst af á Litla-Laugadal hálfum, hinni snjóþyngstu og þar af leiðandi vetrarhörðustu jörð sveitarinn- ar. Eysteinn Finnsson og Jóhanna Oddsdóttir eru kynjuð úr Döl- um og þaðan komu þau hingað. Þau hafa eignazt þrettán börn, sem öll komust til manns. En nú eru fjöguí þeirra fallin fyrir örlög fram. Tvær dæturnar og einn sonur hafa orðið sjúkdóm- um að bráð, en einn sonurinn hneig í hafsins djúp. Það var oft hart í búi í Lgnga- dal, þegar ómegðin var sem mest. Heimilisfaðirinn varð þrá- faldlega að fara langdvölum til sjávar. Hann var aflasæll og dugandi sjómaður og eftirsótt- ur á skúturnar. Enda vakti það eftirtekt, hve vel hann dró að heimilinu. Það þarf líka að vera táp í þeirri húsmóður, sem situr heima yfir stórum barnahóp, með lítil og oft engin efni, og þar að auki að stjórna búi lang- an eða skamman tíma úr árinu, eftir því hvernigfjarverumanns- ins er háttað í það og það sinn. Þetta starf leysti húsfreyjan í Langadal prýðilega af hendi. Eysteinn er glöggur fjármaður og kann manna bezt að fara með hey í garði, enda fjölgaði fénu fljótt, þegar mesta þung- anum fór að létta af heimilinu. Þegar hann flutti að Breiðaból- stað fyrir fáum árum, mun ekki hafa skort á þrjú hundruð fjár. Við þá jörð voru miklar vonir tengdar, þar sem hún þykir hin mesta sauðjörð sveitarinnar. Það er ekki ein báran stök. Þegar þangað kom, veiktist féð af bráðsýki, sem kölluð var garnabólga, ofan á hinar al- mennu fjárplágu þessarar sveit- ar og annarra, mæðiveikina. Svo ramt kvað að þessu, að piltarnir urðu að vaka dag og nótt við sláturstörf langan tíma vetrar- ins. Ennþá eimir af þessari veiki, en nú er féð nálega failið. Þau hjón eru gestrisin. Jó- hanna er myndarlejg og veitul í allri framreiðslu, svo að héraðs- frægt mundi vera, ef hún væri húsmóðir á ríku heimili. Nú hafa þau tekið til fósturs dótt- urson, þegar móðirin dó frá börnum og heimili. Þetta er í fáum dráttum ævi- starf þessara lengst af fátæku hjóna. Á liðnu vori varð Eysteinn 65 ára, en konan 2 eða 3 árum eldri. Þau hafa skilað þjóðfélag inu þrettán börnum. Piltarnir þykja hvarvetna röskir menn, og eru sumir þeirra með allra karlmannlegustu mönnum í sjón. Þetta er ekki saga.af stór- iðjuhöldi eða útgerðarfrömuði. Það hefur lengst af tíðkast með þessari þjóð, að meta mannorð eftir efnum manna og umsvif- um. En það er ekki hollt til þroska þjóðarinnar i framtíð- inni. Það vantar í það réttan skilning. Ríkið og enda fleiri stofnanir borga starfsmönnum sínum eft- irlaun, þegar kraftarnir þrjóta, svo að þeir þurfi ekki að niður- lægja sig í ellinni, og er ekki nema gott um það að segja. Þetta eru líka þegnar þjóðfé- lagsins, sem slíta kröftum sín- um i þágu þjóðarinnar og skila þjóðinni arði. Hvað um þá? Skógstrendingur. Einmennings- kjördæmi (Framhald af 3. siðu) sitt. Slíikt stórlæti leyfði kjör- dæmaskipunin honum. Frjáls- lyndir kjósendur í fjölda kjör- dæma áttu um tvennt að velja og aðeins tvennt: Að tvístrast til fylgis við ýmsa vonlausa flokka að meira eða minna leyti og láta íhaldsflokkinn , vinna kjördæmið, eða sameinast undir merki verkamannaflokksins. Frjálslyndir menn kusu yfir- leitt seinni kostinn og því fór sem fór. Verkamannaflokkur- inn hafði lagt fram stefnuskrá. Um þá stefnu barðist hann. Þar var annaðhvort að sigra eða falla. Kjósendurnir áttu raun- verulega um það tvennt eitt að velja í fjölmörgum kjördæmum, að styðja þá stefnu eða íhalds- menn. Þetta er skýringin á því, að flokkurinn fékk hreinan og sterkan meirihluta á þingi Breta. Það er því alveg víst, að sam- kvæmt höfðatölureglu og upp- bótarkerfi hefði verkamanna- flokkurinn brezki orðið að semja við aðra flokka um stjórnarmyndun. Samsteypu- stjórnir hafa sjálfsagt bæði kosti og galla. Við þekkjum vel veikleika þeirra til þess að taka vel á málum og gera röggsam- ar ráðstafanir. Reynslan verður oft sú, ef eitthvað á að gera, að einhverjir stuðningsmenn ein- hvers ráðherrans eru á móti þvi, og þá er ekki hægt að gera það. Svo þarf þá oft að gefa gaum að skyldum smáflokkum í stjórnarandstöðu og láta þá ekki fá tækifæri til að rægja af sér fylgið hjá þessum eða hin- um. Enn itiun það vera til, að samstarfsflokkar um stjórn gruni hvor annan og tortryggi og þykist sjá í þessari eða hinni tillögu viðleitni þess, að spilla fyrir sér við einhverja kjósend- urna. Éeyndin verður því oft sú að margra flokka stjórnir verða veikar til framkvæmda og úr- ræðalitlar. Stundum verður ekki samkomulag um annað en það, að gera ekki neitt sem vit er í, og láta reka stjórnlaust og stefnulaust. Það þykir víða galli á lýðræð- inu, að flokkar verða margir og smáir og stjórnir veikar og valtar í sessi. Ég hygg, að upp- bótarkerfið sé einmitt gróðrar- stía fyrir slíka hluti. Það er ekki nóg að þjóðin hafi frelsi og aðstöðu til að skipta sér í smá- hópa og hafa ítök á Alþingi i réttu hlutfali við það hvað full- trúatölu snertir. Það verður að koma eitthvað jákvætt og á- kveðið út úr störfum þingsins. Menn verða að sameinast og laga sig hver eftir öðrum. Ann- ars verður lýðræðið óskapnaður, sem þreytir menn, unz þeir gripa til annarra úrræða. Ég hygg, að það sé hætt við sérstakri spillingu í stjórnmála- lífinu vegna smárra flokka og málefnalega skyldra. Óánægðir áhrifamenn yfirgefa flokk sinn og reyna nýja flokksmyndun. Þeir reyna að gera sem mest úr málefnalegum ágreiningi, sem stundum er enginn til, svo að réttlætt geti skilnaðinn. Þeir leita sér því oft upphefðar með sýndarmálum og auglýsinga- skrumi, ábyrgðarlausum yfir- boðum og persónulegum rógi. Með þessu vona þeir að geta fengið utan um sig flokksbrot, og svo ef til vill síðar gert góða verzlun í hrossakaupum hins pólitíska óskapnaðar, sem þeir vona að verði sér til framdrátt- ar á þinginu, þegar þjóðinni hefir verið tvístrað í nógu marga smáhópa: Kjósendur eiga erfitt með að átta sig á á- greiningsmálum skyldra flokka, sem von er, því að þau eru stundum gerfimál og baráttan persónulegs eðlis og alþjóð því óviðkomandi. Slíkum ævintýramönnum og loddurum þarf skipulagið að reisa rammar skorður og sömu- leiðis þeim, sem gera smámuni að aðalatriði, svo að þeir vilja leggja til höfuðorrustu við raunverulega samherja vegna einhverra aukaatriða sem litlu skipta. Kosningarnar i Bretlandi sanna það, að hægt er að koma fram gagngerðum og ákveðnum stefnubreytingum, þó að lýð- ræðið sé mótað í því formi, sem er dálítið frávik frá fræðilegum og reikningslegum grundvelli þess. Ef til vill leiðir það af slíkri tilhögun, að menn þurfa stundum að bíða eitthvað eftir sigri sínum. En hitt virðist líka fylgja því formi, að kosning- arnar verði málefnalegri og eftir hreinni línum, stjómin sterkari og viti betur vilja sinn. Það eru til fjölmörg afbrigði kosningalaga í lýðræðislönd- um, og er þar margs að gæta. En mér virðist, að sterk rök mæli með því, að farsælast sé að byggja á einmenningskerfi hinna engilsaxnesku þjóða. Hér er um að ræða hyrningarsteina mannfélags okkar og þvi er það skylda allra íslenzkra manna að hugsa um þetta mál. Því hefir mér þótt hlýða að skrifa þessi orð. Þurrkaður og pressaður SALTFISKUR Ódýr og góður, í stærri og minni kaupum. Hafliði Baldvinsson Sími 1458. — Hverfisg. 123. .. Vélbátur strandar Síðastliðið laugardagskvöld strandaði vélbáturinn Sævar frá Sandgerði utan við inn- siglinguna þangað. Sjór var ekki úfinn, og er slæmum og ónógum siglingamerkjum kennt um strandið. Á bátnum voru 6 menn, er hann strandaði og var þeim öllum bjargað af vélbátum frá Sandgerði, er komu á vettvang, þegar strandið varð. Sævar skemmdist all mikið og kom gat á skipsbotninn. Líklegt er talið að takast megi að ná bátn- um út, ef veður spillist ekki. Loftleiðir fá nýjan flugbát Eins og áður hefir verið skýrt frá í blaðinu hefir flugfélagið Loftleiðir h.f. nýlega keypt Grumman-flugbát í Ameríku af sömu gerð og flugbát þann, er félagið átti og hafði aðallega í förum til Vestfjarða. Sá flug- bátur laskaðist í lendingu í Skerjafirði og hefir ekki verið nothæfur síðan. Þessi nýi flugbátur félagsins er nú kominn til landsins, hann kom til Rejkjavíkur síðdegis á sunnudag, og var honum flogið frá Ameríku. Hann var búinn að vera veðurtepptur í Grænlandi á 3. viku og hafði ,oftar en einu sinni lagt af stað til íslands, en orðið að snúa við aftur sakir illviðra og slæmra flugskilyrða. Flugmaður var Sigurður Ólafs- son. FYLGIST MEÐ Þlð, sem i dreifbýllnu búlð, hvort heldur er við sjó eða 1 sveit! Minnlst þess, að Timinn er ykkar málgagn og málsvarL Sýnlð kunningjum ykkar blaðið og grennslizt eftir þvi, hvort þeir vilja ekkl gerast fastir áskrif- endur. I Bækur frá Skálholtsprent- smíðju h.f. Sími 6381 Lyklar himnaríkis eftir A. J. . Cronin. — Aðeins nokk- ur eintök eru eftir af þessari vinsælu bók. Tryggið yður eintak í tíma. Kvikmynd hefir verið gerð eftir þessari sögu. Hún getur ef til vill orðið jólamynd i ár. Mun- ið Lyklar himnaríkis. Enn- fremur er enn eftir af eldri bókum: Katrín, saga frá Álandseyj- um. Hrífandi og skemmti- leg bók, ógleymanleg öllum, sem lesið hafa. Hótel Berlín 1943, eftir Vicki Baum. York liðþjálfi eftir Sam K. Cowan. — Bókin um hetjudáðir amerískra lier- manna í síðustu heims- styrjöld. Bók ungu stúlknanna í ár verður: Rósa eftir hina heimsfrægu skáldkonu Louise M. Alcott, sem þegar er orðin kunn hér á landi fyrir ágætar sögur handa ungum stúlkum. Ennfremur má minna á þess- ar bækur, sem enn fást í bókabúðum: • Yngismeyjar eftir Louise M. Alcott. Tilhugalíf eftir sama höf. Veróníka eftir Jóh. Spyri. Ramóna eftir Helen Hunt- Jackson. Ekki má gleyma yngstu les- endunum, en handa þeim er hægt að mæla með þessum bókum: Einu sinni var 1.—II. Úrval af ævintýrum með ágæt- um myndum, innbund- in í skemmtilegum bún- ingi. Ævintýrabókin með myndum, sem börnin eiga að lita sjálf. Litli svarti Sambó, sem er orðin kunningi allra yngstu lesenda þessa lands. Gosi eftir Walt Disney. Þetta er ein allra vinsælasta barnabók, sem hefir kom- ið út hér á landi, en sniðin sérstaklega fyrir yngstu lesendurna. Litla músin og stóra músin, eða Rökkurstundir II. eftir Sig. Árnason. Fyrsta hefti þess flokks, Rökk- urstundir I., náði mik- illi hylli yngstu lesend- anna og ekki þarf að efa, , að-þetta hefti verði síður þegið. Vinsælustu drengjabækurnar verða alltaf þessar sígildu bækur: Ævintýri Stikilberja-Finns eft- ir Mark Twain, sem er nýútkomin. Sagan af Tuma litla, eftir sama höfund. Jón miðskipsmaður eftir Marr- yat. Hjartabani eftir Cooper. Ind- íánasaga með mörgum myndum, mjög spenn- andi frá upphafi til enda. Róbinson Krúsó. Gúllíver í Putalandi. Gúllíver í Risalandi. En jólabók drengjanna í ár verður Jakob Ærlegur, gefinn út í smekklegri útgáfu með mörgum myndum. Sam.vinn.um.enn! . « Þegar eldsvoða ber að höndum, brenna nálega í hvert sinn óvátryggðir innanstokksmunir. Frestið eUUi uð vátrygqja innbú yðar. Útboð Þeir, sem vilja gera tilboð 1 að byggja eitt 4 hæða íbúðarhús (32 íbúðir) við Miklubraut, fyrir Reykja- víkurbæ, vitji uppdrátta og útþoðsskilmála í skrif- stofu bæjarverkfræðings, gegn 100,00 króna skila- tryggingu. Bæjarverkfræðingur Frá fræðslumála- skrifstofunni „Tekniska Institutet" í Stockhólmi hefir boðið sex íslendingum ókeypis skólavist og að auki dvalarstyrk frá miðjum janúar til maíloka 1946. Óskað er eftir þremur málmiðnaðarmönnum og 3 byggingarmönn- um, húsasmiðum eða múrurum. Þeir einir, er lokið hafa gagnfræðaprófi og iðn- skólaprófi, koma til greina. Umsóknir, ásamt meðmælum frá meisturum um- sækjenda, skal senda fræðslumálaskrifstofunni fyrir 15. nóvember þessa árs. 1 / Fræðslumálastjóri Orðsending til Hafnfirðinga Ákveðið hefir verið að hafa námskeið fyrir unga menn i Hafnarfirði, er standi frá miðjum nóv. n. k. til næstu árámóta. Verður námskeiðið með líku sniði og síðastliðið ár, þann- ig, að þátttakendur geti lært sjómennsku á mótorbátum, sem stunda línuveiðar frá Hafnarfirði. Ennfremur línu- beitningar, netabætningu o. fl. Umsækjendur snúi sér til hr. skipstjóra Jóns Halldórs- sonar, Hafnarfirði, fyrir 10. þ. m., sem gefur allar nánari upplýsingar. Atvinnumálanefnd Hafnarfjarðar *

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.