Tíminn - 06.11.1945, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.11.1945, Blaðsíða 3
84. blað TÍMEMIV, þrigjadaglim G. nóv. 1945 3 Halldór Kristjánsson: Einmenningskjördæmi og uppbótarhverfi Þingkosningarnar í Bretlandi í sumar vöktu mikla athygli hér á landi, sem annars staðar. Þjóðin tók ákveðna stefnu- breytingu, markviss og örugg. Það var enginn sérstakur há- vaði, hópgöngur eða fjölda- fundir með æpandi stóryrða- flaum. Enginn sá kosningaúr- slitin fyrir. Ákveðið og rólega gekk alþýðufólkið að kjörborð- inu og valdi sér nýja stefnu og nýja forustu, en ýtti sínum heimsfræga og margdáða stríðs- leiðtoga og félögum hans úr valdasessinum. Þar var kostð um stefnur en ekki menn. Og hvaða stefnu sem menn fylgja, hljóta þeir þó að dást að því, hve rólega og ákveðið vilji þjóð- arinnar sagði til sin. Allir þeir, sem unna réttarríki og lýðræði og hylla persónufrelsi og mann- réttindi, sem byggjast á því, líta augum vonar og þakklætis til Breta, því að þar hefir stjórn- arfar, sem þeir unna, gengið undir þungt próf á erfiðum tím- um og staðizt það með lofi. Mjög er það að vonum að við íslendingar gefum gaum að stjórnarfari Breta og undirstöðu þess. Ég ætla mér, með þessari smágrein, að gera grein fyrir kosninganiðurstöðum og kjör- dæmaskipun og bera fyrirkomur lag Breta saman við uppbótar- kerfi og höfðatölureglur okkar íslendinga. Greidd atkvæði voru rétt um 25 miljónir og kjörnir þingmenn 627 og lætur því nærri, að bak við hvern þingmann séu til jafnaðar 39.832 atkvæði. Hér skal nú birt hvað hver flokkur fékk af atkvæðum og fulltrúum á þingi, hversu mikinn hundr- aðshluta greiddra atkvæða hver flokkur fékk og hver þing- mannatala honum hefði borið í samræmi við það. Ennfremur hve mörg atkvæ'ði raunveru- lega eru bak við hvern þing- mann hinna brezku flokka og hvað marga frambjóðendur hver flokkur hafði. FLOKKAR: ■d-3 2 xx 'aS . u > cð Kjörnir þingmenn Hundraðs- hluti gr. atkv. Þingm.tala i samræmi við atkv. - » fifl 8TS . > =o ö 3 37S <.03.S XX i *o 'O u ¥■§ £ fl cð o £ < Verkamannaflokkurinn 11963 390 48 301 31 603 íhaldsflokkurinn 9018 195 36 226 46 557 Frjálslyndi flokkurinn 2280 11 9 57 207 307 Þjóðlegi flokkurinn 141 1 0,6 4 141 15 Frjálsl. þjóðlegi flokkurinn 768 14 3 19 55 53 Óháði verkamannaflokkurinn 47 3 0,2 1 16 5 Kommúnistaflokkurinn 101 2 0,4 3 ói 21 Common Wealth flokkurinn 111 1 0,4 3 111 22 Aðrir flokkar 046 10 2 14 55 '98 Þess skal getið að reikningur þessi er ekki hárnákvæmari en það, að brotum úr þúsundum at- kvæða er sleppt eða þau hækkuð upp og eins er verðskuldaður þingmannafjöldi reiknaður í heilum, þó að t. d. kommúnist- ar í Bretlandi hafi ekki rétt á nema 2l/2 fulltrúa. Nákvæmar er ekki hægt að fara út í þetta. Það vekur fljótt athygli ís- lendinga, að enginn flokkur býð- ur fram fulla tölu þingmanna og hinir smærri flokkar ekki nema örlítið brot. Þetta er þó ofur eðlilegt, þegar þess er gáð, að atkvæði fallinna frambjóð- enda liggja óbætt og áhrifalaus á skipun þingsins og gang mála. Er þá bæði að flokkunum þykir lítils um vert að slægjast eftir fáupi hundruðum atkvæða í kjördæmi og þó einkum hitt að menn eru tregir til að kasta atkvæðum sínum út í bláinn á vonlausa menn og vilja heldur styðja þá, sem þeim eru næst bezt að skapi. Þetta leiðir til þess, að flokkarnir, sem bjóða víða fram heimta betur það at- kvæðamagn, sem þeir eiga og fá auk þess drjúgan reiting at- kvæða, sem frekar eiga heima í smáflokkunum, sem ekki smala nema á fáum stöðum. Þetta ger- ir stóru flokkana stærri og litlu flokkana minni, en þeir væru ella. Þetta gerir erfiðara um fyrir forustumenn. sem misfell- ur við flokk sinn að kljúfa sig út úr og byrja stjálfstæðan bú- skap. Tvístrað minnihlutaat- kvæðamagn í ýmsum kjördæm- um er gagnslaust til áhrifa. Eðlilega finnst mönnum að áhrifavald stjórnmálaflokka ætti að vera sem næst þeim styrk, sem bak við þá stendur. Samkvæmt því hafa ýmsar þjóðir gengið lengra eða skemur út á þá braut að miða skipun þinga sinna við allsherjaratkvæðamagn í land- inu. Til þess eru einkum tvær leiðir; hlutfallskosningar í mjög stórum kjördæmum og þá helzt öllu landinu í einu, eða uppbót- arkerfi samkynja þvi, sem hér er. Með þessu er hægt að kom- ast fram hjá öllum ásteytingar- steinum, eins og þeim, að frjáls- lyndi flokkurinn brezki hefir nú náléga sjöfalt atkvæðamagn bak við hvern þingmann móts við verkamannaflokkinn, eða þeim, að verkamannaflokkurinn, sem hefir ekki helming kjós- endapna bak við sig, er sterkur meirihlutaflokkur í þinginu. Það má líka færa rök að því, að allsherjarkosning um allt land, eða þá fullkomið upp- bótarkerfi, tryggi það bezt, að einstakir þjóðmálaskörungar, sem vilja fara eigin götur og rúmast því ekki í gömlu flokkun um, fái notið sín. Fylgismenn þeirra geta þá raunverulega greitt þeim atkvæði, hvar sem þeir eru búsettir og þannig get ui’ með allsherjarsmölun safn- ast saman atkvæðamagn I lítinn þingflokk. Þvi má þó ekki gleyma, að þegar á þ|ing er komið þarf málefnalega sam- stöðu og einingu um einhverja stefnu. Þá eru takmörk fyrir því hve almennt, og lengi er hægt að fara sínar eigin götur. Og það er ekkert verra að stjórnmála- mennirnir sameinist eftir hreinum línum um ákveðna stefnu fyrir kosningar, heldur en hitt, að þeir reyni að bræða sig saman eftir þær. Gerum nú ráð fyrir því, að Bretar hefðu gengið til kosninga undir okkar fyrirkomulagi. Hver flokkur hefði boðið fram alls staðar þar, sem hann hefði feng- ið meðmælendur. Það getur hver sagt sér það sjálfur, hvort stærstu flokkarnir myndu hafa skilið eftir hópa af kjördæmum frambjóðendalausa. Og ætli kommúnistar hefðu þá látið sér lynda, að bjóða fram í þrítug- asta hluta kjördæmanna? Það er víst engin ástæða til að halda slíkt. Það er þvi alveg augljóst, að með slíku fyrirkomulagi hefði verið hægt að kvarna verulegt atkvæðamagn utan úr stærstu flokkunum frá því, sem þeir fengu. Þá hefðu fylgismenn smáflokkanna kosið frambjóð- endur þeirra eða listana, þó að þeir væru fáir saman i kjör- dæmi. Þeir hefðu viljað leggja í púkk í uppbótarmann fyrir flokkinn sinn, alveg eins og við gerum hér á landi. Alþýðublaðið skýrði svo frá í vor, áður en úrslit voru kunn i brezku kosningunum, að smærri sósíalistiskir flokkar hafi geng- ið fast eftir því við Alþýðu- flokkinn brezka að taka upp nánara samstarf til samein- ingar í baráttunni gegn aftur- haldinu. Flokkurinn hefði hins vegar verið einhuga í algerri neitun þess af sinni hálfu, en byði hverjum vinstrisinnuðum manni að gahga undir merki (Framhald, á 6. síðu) Tvær barnabækur Bókaútgáfan Björk hefir ný- lega sent f rá sér tvær barnabækur. Er annað mjög kunn ensk saga eftir Enid Blyton, sem nefnist Sveitin heillar, þýdd af Sigurði Gunnarssyni skólastjóra, og prýdd mörgum myndum eftir kunna teiknara. Hitt er endur- sögn eftir Steingrím Arason, Snotra og Snati, önnur útgáfa, með myndum eftir Tryggva Magnússon. Sveitin heillar er bók í mynd- arlegu broti og segir frá ævin- týrum fjögurra Lundúnabarna í sveit. Kynnast þau þar ýmáum dýrum, villtum og tömdum, og er þá.sem þeim opnist nýr heim- ur, er þau hafa ekki þekkt áð- ur. Er bókin hin lærdómsrík- asta á marga lund, göfug og menntandi. Er óhætt að mæla með þessari bók handa börnum og unglingum. Þar er ekki völ á annarri betri. Snotra og Snati er bók, sem margir þekkja frá fyrri tíð. Ávann hún sér þá miklar vin- sældir, ekki sízt hjá yngri kyn- slóðinni, sem átti að njóta henn- ar. Seldist hún upp á mjög skömmum tíma. Nú er komin önnur útgáfa af þessari góðu bók til að gleðja börnin í haust. Höfundur bókarinnar, Stein- grímur Arason, er merkur braut- ryðjandi á þessu syiiði. Hafa barnabækur hans á vissan hátt markað tímamót í vali og með- ferð lestrarefnis handa börnum. Sjómannabi Víkingur Nú í sumar urðu ritstjóra- skipti við Sjómannablaðið Vík- ingur, sem Farmanna- og fiski- mannasambandið gefur út, og tók Gils Guðmundsson rithöf- undur við ritstjórn þess. Eru þegar komin út nokkur blöð undir ritstjórn hans. Gils Guðmundsson hefir um margra ára skeið fengizt við sagnritun, einkum að því er varðar sjávarútveg og persónu- sögu ýmsra manna, er þar hafa staðiið fremstir. Er Skútuöldin mesta verk hans á þessu sviði og i rauninni mikið þrekvirki, sem ber • 1' senn rithöfundar- hæfileikum og dugnaði rithöf- undar hinn loflegasta vitnis- burð. En auk þess hefir Gils fjölmargt annað afrekað á þessu sviði, og verður það ekki talið hér. Má því telja, að ritstjórn blaðs sem Víkings sé vel borgið í höndum hans. Nýlega er komið út 10. tölu- blað Víkings, og er það þriðja tölublaðið, sem Gils stýrir. Er efni þess vandað — i senn gagn- legt og fróðlegt, þótt þar sé eðlilega eitt og annað, sem vera ' má, að ekki séu allir sammála um. Forustugreinin er eftir Ás- geir Sigurðsson og nefnist Minn- isblað. Næst er kvæði eftir Sig- urð Einarsson, Kveðja til gam- allar sjómannsekkju. Síðan koma greinar eftir Harald Böðv- arsson útgerðarmann, Viðhorf dagsins, og Hallgrím Jónsson, Magnettengsli fyrlr mótorskip. Þá er grein um Landssamband íslenzkra útvegsmanna, Lítið til fuglanna í loftinu, grein eftir Sigurð Þorsteinsson um Jón frá Hlíðarenda, Á frívaktinni, Út- lagar, grein þýdd af Birgi Thor- oddsen, Vistarverur sjómanna, eftir Konráð Gíslason og Frá hafi til hafnar. Auk þessa eru ýmis konar afmælisgrelnar, smágreinar og frásagnir. Allur frágangur blaðsins er vandaður, og prófarkalestur stórum betri en var, áður en Gils tók við ritstjórninni. Halldór Kristjánsson: Tvær systur Hér birtist síðari hluti greinar Halldórs á Kirkjubóli um hinar tvær systur, tóbaksjurtina og kartöflujurtina. Væri vel þess vert að lesa þessa grein með athygli, og sérstaklega vildi Tíminn vekja eftirtekt á niðurlagskaflanum. Þar er lögð fram spurning, sem heill þjóða og einstaklinga veltur fyrst og fremst á. Ennfremur brúkast tóbaks- seyði til að hreinsa slæm sár. Og þó má það ske með varsemi. Einnig hreinsar og þerrar það votan útslátt á hörundinu, geit- ur í höfðinu og drepur lýs í því. Þá 2 qvintin tóbaks sjóðast með 1 pt. vatns niður til helm- ings, og þettá er afsíað, er seyð- ið búið, eður og hitt annað sterk- ara, sem fyrr var um getið. Tóbak, soðið í sjó, með ediki dreifir hörðum kirtlaþrota og kúlum fyrir lífSnu. Sé tóbak lengi soðið verður verkun þess veikari og óhultari. Tóbaksreyk- ur er allt fyrir löngu metinn fyrir gott varnarmeðal móti næmum sjúkdómum og kröft- ugri mörgu öðru meðali til að reykja með hvar loft er óhreint. Tóbakssmyrsli verður tilbúið þá tekin eru af rullutóbaksblöð- um 24 lóð, soðin með vatni að sterku seyði, það sama síað frá og soðið aftur til að verður þykkt sem vellingur, blandast svo þar til 16 lóð af lög, sem pressaður er af tóbaksblöðum, og 8 lóð af svína- eða hundafeiti. Þetta seyðist enn nú til vatnið, sem var saman við er horfið, síast síðan allt í gegnum gisið léreft og blandast enn nú þar til 2 lóð af harpixi og 1 lóð af vaxi, sem áður eru saman brædd. Smyrslið er gott við hörðum kirtlabólgum og æxlum, kann og brúkast mót geitum, sé það til helmings blandað með sára- smyrslinu, en þó einkanlega við flatlús á heimulegum stöðum. Tóbaksduft og aska brúkast til að -hreinsa með tennurnar og gera þær hvítar. Tóbakslögur á- borinn eyðir hringormum. Þetta sýnir, að tóbakið var til margra hluta nytsamlegt og betra að hafa það en vera án þess. Það er því eðlilegt, að lítill árangur yrði af, þó á'ð nöldrað væri um það við fátækl- ingana, að þeir ættu að hafa vit fyrir sér, því að þessi líf- grös væru ekki fyrir þá. Alþýð- an virðist ekki hafa gert mikið að þvi að lasta tóbak, en til eru margar alþýðlegar lofvísur um það. Jón Þorkelsson þjóðskjala- vörður getur þess t. d., að á efri hluta 17. aldar séu ljóðabréf Austfirðinga full af tóbaksjarmi þegar fram á veturinn kom, og þó einkum á vorin, ef siglingu seinkaði. Þá þornuðu nefin, og menn kúguðu tóma bauka og báðu fjarlæga vini að njisk- unna nefi sínu og senda sér þumlung. Það bendir því margt til þess,- að þjóðin hafi staðið með Oddi lögmanni Sigurðssyni gegn Jóni biskupi Árnasyni. Jón biskup var maður siðavand- ur og beitti sér mjög fyrir hreinu líferni. Hann er fyrsti bann- maður á íslandi, en auk áfeng- isbanns vildi hann mjög tak- marka eða banna innflutning tóbaks. Oddur hélt því hins veg- ar fram, að landsmenn mættu ekki tóbakslausir vera, sizt sjó- menn, sem þyrftu þess til að hita sér. Ég get ekki neitað mér um að hafa hér með tvær vísur eftir séra Þorlák Þórarinsson: Tóbaksmok ef þrýtur þá, þeir með rokum flakka, buddur sloka, baukinn, já, buxnapokann hakka. Þótt hinn armi (það ég sver), þiggi varma og fæði, tóbaksjarmur í honum er eins og harmakvæði. En hvað er þetta á móti öllu lofinu. Frægar hafa þær lengi verið, vísur þeirra Jónatans stúdents og félaga hans, um tó- bakspontuna, en þeir efndu til vísnasamkeppni milli sín og ortu þetta: Sú ber ljóma geddugeims, gleður fróma drengi, fríar dróma angureims, eg það róma lengi. Og þetta: Þinn við munn ég mynnist greitt mitt í nunnusafni. Þér ég unni af þeli heitt, þú ert sunnu jafni. Og svo kemur verðlaunavísan sjálf: Ó, hve þú ert yndisleg orma búin dýnu, líkt og frúin faðmi mig fati rúin sínu. í lofvísnaflokkinum lendir líka þessi, sem mér er sagt að Bjarni frá Vogi hafi ort fyrir tóbaksverzlun eina í byrjun þessarar aldar: Reyktu, tyggðu, taktu nef í tóbakið með góðum þef i, svo þig ekki komi kvef í; kauptu tóbakið hjá Levý. En þetta er auglýsing og und- ir þeim kringumstæðum er venja að nota fullkomna ósvífni eins og við þekkjum ýms dæmi til, eins og þessi: Góður vindill er bezta jólagjöfin, og þegar þér verðið varir við óþægindi í hálsi af að reykja Virginía-tóbak, þá eigið þér að skipta um og reykja Teófani. I VI. Þannig er ævintýrið um syst- urnar tvær. Það speglar í sér hyldýpi mannlegrar reynslu, því að ma^urinn kemur þar fram eins og hann er, með hjátrú sína og hugsjónir, — í þrá sinni, viðleitni og veikleika. Hvíta systirin mætti hjátrú og vantrausti. Öldum saman var hún vanmetin og fyrirlitin. En þó átti hver þjóð hugsjónamenn, sem tóku henni fagnandi og ruddu henni braut, og nú, þeg- ar bitur reynsla og raunhæf vísindi hafa kennt mönnum að meta hana eins og vert er, er slíkra brautryðjenda minnst með þakklæti. Þróun lífsins heldur áfram og í öllum lönd- um tempruðu beltanna eru nú þúsundir fátækra, starfandi manna, sem að verulegu leyti byggja afkomu sína og öryggi á ræktun jarðeplanna. Og því er þetta saga um sigurför hvítu systurinnar, sem hófst úr um- komuleysi og niðurlægingu til þess að verða blessun og ham- ingja þúsundanna. Menn vissu heldur ekki hver svarta systirin var, þegar þeir fundu hana fyrst. Svo villtir voru þeir þá, að þeim sýndist, að þessi norn, sem gerir engri skepnu gott, væri verndardís lífs og hamingju. Og loksins, þegar vísindunum tókst að svipta af henni töfraljómanum og sýna hver hún var, þurftu siðbótar- mennirnir að heyja baráttu sína við sterkt og harðsnúið tóbaks- auðvald og útbreidda tízku- nautn. Þá sýndi það sig, að mennirnir voru í fjötrum. Svarta systirin var orðin drottn- ing þeirra. Hún hafði lagt land- ið undir sig. Hér á landi nægir að benda á það, að þegar hag- stofan reiknar út verðlagsvísi- töluna, sem stjórnar öllu kaup- lagi og verðlagi í landinu, þá er m. a. farið eftir verðlagi á tó- baksvörum. Þannig lúta íslenzk stjórnarvöld svörtu systurinni. VII. ' En saga þessara systra er ekki öll. Ennþá standa þær frammi fyrir hverjum ungum manni með fortíð sína og sögu og spyrja, hvaða leið hann ætli að ganga. Ennþá heita þær, hver um sig, á unga fólkið til fylgis við sig og þjónustu við unda sinn, því að saga þeirra er báttur úr sögu mannsins. Saga iarðeplanna segir frá fáum skrefum á langri braut. Það er einn þáttur sögunnar um starf mannsins að sigra villta náttúru og sækja hamingju mannfélags- ins á ónumin svið. Og saga tó- baksins er aðeins einn þáttur langrar harmsögu um hjátrú og ístöðuleysi. Og því er þetta ævintýri svo táknrænt, og þvi er spuriiing systranna svo víð- tæ,k og örlagaþung. Það er ekki einungis spurt um það, hvort þú (Framhalá á 4. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.