Tíminn - 27.11.1945, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.11.1945, Blaðsíða 5
90. blað TÍMHVTV, |»riðjudagiiui 37. nóv. 1945 RITSTJÓRI: SIGRÍÐUR INGIMARSDÓTTIR Kafjisopinn. indæll er í Evrópulöndunum var mjög mikill skortur á kaffi sem fleiru nú á stríðsárunum. Kaffiskort- urinn er án efa tilefni eftirfar- andi greinar, sem er lauslega þýdd úr dönsku 'blaði. „Kaffisopinn er orðinn sjálf- sagður þáttur í daglegu lífi okk- ar, þ. e. a. s. að stríðsárunum undanskildum. Þó eru vart meira en nokkur hundruð ár, síðan kaffi fór að flytjast hingað til landsins. í fyrstu var það munaðarvara, ætluð höfð- ingjum eingöngu. Spjátrungur nokkur í einu af leikritum Hol- bergs sendir skósvein sinn eftir „dropa út í kaffið" til þess að láta aðra sjá, hvílíkur höfðingi hann er orðinh. — Kaffið flutt- ist fyrst til Evrópu árið 1554 og þá til borgarinnar Konstantin- opel, höfuðborgar Tyrklands. Annars er það upprunnið í Abessiníu. Þar í landi er kaffi- drykkju getið í ævafornum þjóðsögum, svo að hún virðist hafa tíðkazt frá ómunatíð. Sagan segir, að fjárhirðar nokkrir hafi skyndilega orðið varir við óvenjulegan óróa í fénu. Sótti það* ákaflega til fjallanna og dvaldi þar tínjun- um saman. Þegar það kom loks aftur, var svo mikill galsi í því, að fjármennirnir fengu ekki við neitt ráðið. Að síðustu veittu þeir kindunum eftirför upp í fjöllin. Þá kom í ljós, að þær voru sérstaklega fíknar í ber af villirunna nokkrum. Það hlutu því að vera þessi ber, sem orsök- uðu fjörið í fjárhópnum. Hirð- arnir átu nú nokkur ber og áhrifin urðu þau sömu. — Þeir höfðu étið ávexti af kaffitrénu. Sagt er að þetta sé upphaf kaffi- nautnarinnar, sem. nú er algeng orðin um heim allan. Villt kaffitré geta orðið allt að 7 metrum á hæð. Þau bera gljáandi, gagnsæ blöð. Blómin eru hvít og ilmsterk. Berin líkj- ast kirsuberjum. í berjunum er fræið, sjálf kaffibaunin. í rauninni eru tvær baunir í hverju beri. Snúa þær saman flötu hliðunum. Upphaflega fór kaffiuppsker- an þannig fram, að tréð var hrist þegar berin voru orðin fullþroskuð. Duttu þau þá til jarðar, voru tekin og þurrkuð i sól. „Ávaxtarkjötið“ skræln- aði brátt og var þá auðvelt að ná baununum. Nú er framleiðslutæknin ''meiri, sem auðvitað er. Vélar eru notaðar bæði við uppskeru, þurrkun og brennslu. Kaffið kom upphaflega frá Abessiniu, en uppruninn er aukaatriði í kaffiframleiðsl- unni. Tréð var brátt flutt til Arabíu, þar hafði það ágæt skil- yrði til vaxtar. í héraðinu Jem- en er þann dag í dag ræktað bezta kaffi heimsins. í Asíu risú líka upp kaffiekrur á 16. öld. Feneyjakaupmenn fluttu fyrsta kaffið fr’á Vestur-Asíu til Ítalíu. Síðar náðu Hollendingar undir sig nýlendum þeirra í Austur- Asíu. Kaffið var gróðursett til gamans í dýragarði Amster- damborgar. Loðvík 14. Frakka- konungur fékk græðling af trénu. Var farið með þann græðling til eyjarinnar Martin- ique, en þaðan breiddist kaffi- ræktin út til Vestur-Indía og Suður-Ameríku. Ríkið Brazilíá í Suður-Ameríku er nú eitt mesta kaffiræktarland heims- ins. — Á kaffiekrunum fær tréð ekki að ná meiri hæð en þrem metr- um. Með því'móti ber það fleiri og stærri ávexti. Mikið starf'er fólgið í hirðingu akranna. Svartir þrælar önnuðust hana að mestu í Brazilíu til ársins 1871. Þá var þrælahald afnum- ið með lögum. Ekrueigendurnir þóttust bíða rpikið tjón af lög- gjöf þessari. En kaffiræktin hélt áfram að blómgast og það í svo ríkum mæli,að oft hefir orðið að eyðileggja mikið af uppskerunni til ,þess að halda sama verði á kaffiuppskerunni. — Úr 100 kg. af berjum fást vanalega 15—16 kg. af kaffi. Sérfræðingar dæma um gæði þess, þegar 1 upphafi og hafa síðan eftirlit með brennslunni. i Kafíi-innflytjendurnir á heimsmarkaðinum hafa heilan her af „kaffismökkurum" á sín- um vegum. Þessir „smakkarar“ rannsaka vöruna með nákvæmni áður en kaupin eru gerð. Fyrsti dómur er kveðinn upp yfir kaff inu óbrenndu eins og áður er sagt. Því næst er það skoðað eftir brennslu og loks fá dóm- aranyir sér kaffisopa, þegar mölunin er um garð gengin. ■ Ekki veitir af eftirlitinu, því að oft er reynt að hafa klæki í frammi. Kaffið er selt eftir vigt og því reynir seljandinn með ýmsum brögðum að gera það sem þyngst. Stundum velta þeir baunun um upp úr sírópi, til þess að þyngd þeirra verði meiri, stundum er gervikaffi blandað saman vlð hitt o. *s. frv. Alla þessa klæki verða góðir eftir'- litsmenn að þekkja og vara sig á. — Kaffitegundirnar eru fjöl margar og alltaf bætast nýjar við. Kaffijurtin þrífst bezt á hálendi, en nú er nýfarið að rækta það á láglendinu, en bragðið af því kaffi er þó hvergi nærri eins ljúffengt og af hinu. Er næring í káffinu? Almenn- ingur svarar játandi og telur það með því bezta hressingar lyfi sem völ er á. Vísindin neita, telja enga næringu í kaffinu, eins og það er nú framreitt. Þó er það sannað mál, að kaffið hefir örvandi áhrif. Það bægir burt svefndrunga og þreytu. Fólk heldur, að það sé nærandi vegna þess, að það sljóvgar sultartilfinninguna. Sú var tíðin, að kaffi va* selt sem hressingarlyf í lyfjabúðum Margir andans menn, sem vöktu við skriftir að næturlagi, héldu sér vakandi með bleksterku kaffi. Það er eitrið í kaffinu —koff- ein — sem orsakað hin örvandi áhrif. í hverri'baun er koffein 0,6—1,2 prósent. Arabarnir drekka óhemju- mikið kaffi og drekka það enn í dag — svart, sykurlaust og lútsterkt. Þannig á að drekka það, segja kaffisérfræðingarn- ir! — Á 17. öld gaus eitt sinn upp sá kvittur meðal Múham- eðstrúarmanna, að þáð væri andstætt boðorðum spámanns ins að drekka kaffi, því að það væri áfengt! Múhameðstrúar menn mega ekki drekka áfengi skv. Kóraninum. -r- En þó fór ,svo, að kaffið sigraði, presta'ia og þeir fóru að drekka það þrátt fyrir allt! —r Kaffi er ekki áfengt í venjulegum skilningi þótt i því séu eiturefni, sem geta verið skaðleg, ef þéirra er ekki neytt í hófi. En kaffineyzl- an eins og hún er nú, er mann kyninu til lítils skaða. — Evrópubúar bíða með óþreyju eftir kaffisopanum og hátíð verður á hverju heimili, þegar „sú bláa“ situr á ný suðandi á eldstæðinu." Þurrkaður og pressaður SALTFISKUR Ódýr og góður, í stærri og minni kaupum. Hafliði Baldvinsson Sími 1458. — Hverfisg. 123. . Áskriftargjald Tlmans utan Rvíkur og Hafnarfjarðar et kr. 30.00 árgangurinn. Allir, sem fylgjast vilja með almennum málum, verða að lesa TÍMANN. LARS HANSEN: Fast þeir sóttu sjóinn Nikki — það er helzt að heyra að þið séuð staddir út á ísjaka lengst norður í Dumbshafi og eygið ekki neina bjargarvon. Það er ekki að heyra, að þið séuð staddir í bæ með mörg þúsund íbúa. Ég á hvorki bát né birgðir, en viljir þú, Kristófer, taka mig á skútuna, legg ég til, að við siglum í herrans nafni í fyrramálið Okkur leggst eitthvað til. Maðurinn stóð' uppi á háum iimburhlaða fyrir aftan þá, og segar þeir litu upp, bar hann við bláan himininn. Andlit hans var magurt, grátt og óhreint, en augun, sem störðu á Kristófer og menn hans, voru stór og tindrandi. Skolur og hann Kristófer voru gamlir kunningjar, og þeir höfðu orðið innilyksa saman í Grænlandi og haft þar vetursetu, þegar jeir voru strákar. Það var þegar „Sjóblómið" fórst — þeir voru ekki nema fjórtán ára. Skolur var skjálfhentur er hann tók við ákavitisflöskunni og bar hana upp að munni sér, því að hann hafði sofið milli timburhlaðanna síðustu næturnar. — Því, sagði hann, ég helzt ekki við heima. Ég hef setið yfir krakkanum í allan vetur, frá því ég kom heim með honum Jens gamla í haúst, svo að ég 'er orðinn hundleiður á öllu saman, bæði kerlingunni og krakkanum, og mest af öllu á Tromsö. Ég vil þess vegna sigla — og sigla strax. Og svo lögðu þéir alllr af stað út í „Noreg“. Þegar Þór var byrjaður að dæla, sagði Skolur: — Hún er þá jafn lek og hún hefir verið, skútuskömmin. En eftir þetta var Skolur um borð, nema hvað hann skauzt heim til sín um kvöldið og sótti garmana í fletið, er hann gerði sér á milli tveggja lýsistunna í lestinni — því, sagði hann, það er ég, sem er aðskotadýraði á þessu skipi. Þegar hann Kristófer bauð Skol góða nótt, tók hann i hand- legg Kristófers og dró hann niður í lestina, þar sem hann hafði hreiðrað um sig. Hann seildist eftir kodda sínum, opn aði verræfilinn og dró út úr því þrjú gullfalleg blárefaskinn, sem hann rétti Kristófer með þessum ummælum: - Hirtu þau, og gerðu það, sem þér sýnist, við þau. Þú ættir að fá 350—400 krónur fyrir hvert hjá Claus Ándersen, því að Detta eru góð skinn eins og þú sérð. Þú ættir að .selja þau undir eins í fyrramálið, því að við verðum að komast sem fyrst norð- ur á Svalbarða, ef þú ætlar þér að hreppa eitthvað af dúninum, og þessi skinn ættu að geta greitt ofurlítið fyrir fátækum manni. Það var eins og þessi þrjú blárefaskinn, sem daginn eftir voru seld á ellefu hundruð fimmtíu og níu krónur, hleyptu nýjum kjarki í alla. Hér opnuðust nýir möguleikar til þess að komast yfir það, er þurfti til ferðarinnar, að minnsta kosti það allra nauðsynlegasta, og um hádegisbilið var Kristófer búinn að semja skrá, þar sem allt var upp talið, er hann vildi fá í íshafsferð ina. Þessi skrá hljóSaði svo: ✓ 80 kg.- kaffi 2 pk. mjöl 12 kg. sykur 30 hl. salt 40 eldspítustokkar 2 sápustengur 10 kg. grænsápa 10 kg. sódi 80 kg. baunir 80 *kg. grjón 1 kassi munntóbak 10 kg. reyktóbak 10 kg. smjörlíki 1 kg. te Krydd ; 5 föt steinolia \ 1 , ' 20 kg. smurningsolía Tvistur, 2 þjalir og 2 tengur. Þeir Kristófer og Skolur ræddu lengi um þessar birgðir, en þar sem Skolur hélt því mjög fast fram, að á norskum vörum þyrftu þeir alls ekkert á að halda, þegar þeir væru komnir norður á Svalbarða, var sitt af hverju fellt niður eða aö minnsta kosti dregið úr því. Skolur stóð á því fastar en fótunum, að hefði hann tóbak og kaffi og eina eða tvær ákavítisflöskur sér til hátíðabrigða á jól- unum, og ofan á þetta einn poka af þurrkuðu skarfakáli til þess að koma í veg fyrir skyrbjúg, , ef hann skyldi verða innilyksa árum saman, þá væru það birgðir, sem. hann gæti gert sig á- nægðan meö. En annars bað hann Kristofer að hafa ekki nein- ar áhyggjur af gamla Skol, því að hann myndi sjá sér fyrir þessu sjálfur. Aftur á móti væri hann þakklátur, ef honum yrði lagt lið með kerlinguna og krakkann, því að auðvitað urðu þau að geta snú- ið sér til einhvers kaupmanns, sem vildi lána þeim nauðþurftir meðan hann var fjárverandi. Þessu varð einhver að sjá fyrir. Og með það vildi hann gjarna eiga Kristófer að. Frá ómunatíð höfðu hinar gömlu og rótgrónu verzlanir Tromsö búið skipin út til íshafsferða. Gamlar venjur höfðu haldizt við líði, erfzt frá föður til sonar, gengið frá kynslóð til kynslóðar Þannig höfðu skipstjórar og skip ávallt haft viðskipti við sömu verzlunina, og af þessum sökum höfðu myndazt £þekk tengsl og ættarbönd. í þessum viðskiptum þekktust aldrei prettir né sviksemi. Hans D. Holst var einn hinna gömlu og gagn-heiðarlegu kaup- manna, er báru með öðrum fleiri þyngstu byrðarnar i bænum. Orð hans voru gulls ígildi. Hann átti mikilla hagsmuna að gæta innan íshafsflotans, en, eins og áður var sagt, voru smáskúturnar á borð við „Noreg“ Kristófers, í rauninni alls ekki taldar til hans. Af þeim sökum voru þær ekki heldur í sömu tengslum við fastar verzlanir og hinar skúturnar. Eigendur þeirra urðu því að leita Sagan af refnum og gæsinni (Skozk þjóösaga) Sigríður Ingimarsdóttir þýddi. Dag einn heppnaöist refnum að krækja í fallega, feita gæs, sem svaf á vatnsbakka. Hann hélt traustu fcaki um væng hennar og hæddist að hræðslu hennar, hvæsi og gargi. Hann sagði: „Nú, jæja! Setjum svo að þú værir með mig í kjaft- inum. Hvað mundirðu þá gera?“ „Því er fljótsvarað,” sagði gæsin. „Ég mundi auðvit- að spenna greip^r, loka augunum, lesa borðbæn og éta iig síðan!“ „Ég hefi þetta sama í hyggju,“ sagði rebbi. Hann sperínti greipar, lokaði augunum og setti upp hátíðasvip. En á meðan þandi gæsin út vængina og var á augabragði komin út yfir mitt vatnið. Refurinn varð því að sleikja út um og láta sér það nægja í stað morg- unverðar. Síðan mælti hann: „Ég heiti því að lesa aldrei framar borðbæn, fyrr en maturinn er kominn 1 mag- ann!“ Konan og álfamærin (Skozk þjóösaga) Hérna er smásaga, sem' hún mamma ykkar getur iesið, þegar hún hefir ekki tíma til þess að lesa langa sögu: Kona nokkur stóð við þvottabalann á mánudags- morgni. Hún hreinsaði og vatt flíkurnar, lagði þær síð- an 1 körfu, svo að þær væru tilbúnar til þerris. Úti var ágætur þurrkur, sólskin og gola. , Allt 1 einu var barið að dyrum. Konan opnaði og sá þá, hvar lítil vera, varla fet á hæð, stóð á þrepskild- inum. Áður en konan vissi af, var álfamærin komin inn, já, þvi að þetta var álfamær, því að engar verur eru iafn smávaxnar og þær. „Kona góð!“ mælti hún. „Gefðu mér dálitið mjöl.“ „Því miður á ég því nær ekkert mjöl eftir,“ sagði konan. „Gefðu aumum vesalingi hluta af því, sem þú átt eftir, og þá mun þig aldrei skorta neitt,“ svaraði veran smávaxna. Konan var brjóstgóð. Hún gekk því að mjöltunn- unni, tók úr henni þá fáu mjölhnefa, sem eftir voru og lét þá í lítinn poka, sem álfamærin hafði meðferðis. „Framvegis mun alltaf verða nóg mjöl í tunnunni þinni, ef þú gætir þess að líta aldrei ofan í hana,“ sagði ólfakonan, slengdi sekknum á bakið og var öll á bak og burt í einu vetfangi. Konan stóð eftir, orðlaus af undrun. Gerði hún nú um tíma eins og álfkonan hafði lagt fyrir, og alltaf var nóg mjöl í tunnunni. En hún var forvitin, eins og kon- um er títt, og dag einn gat hún ekki stillt sig um að gægjast í tunnuna. Sá hún þá, að tunnan var galtóm. Upp frá því varð hún að fylla hana sjálf. i /. ,; 1 _ • , ’ 5 Kjorskra . • i • ■ • l'# til bæjarstjórnarkosninga í Reykjavik' er gildir frá 24. janúar 1946 til 23. janúar 1947, liggur frammi i skrif- '• 1 stofu borgarstjóra, Austurstræti 16, frá 26. þ. m. til 23. i desember n. k., alla virka daga, kl. 9 f. h. ti^ 6 e. h. Kærur yfir kjörskránni skulu komnar til borgar- stjóra eigi síðar en 5. janúar 1946. Borgarstjórinn í Reykjavík 23. nóvember 1945. +.jk.j±*.Jkji.j*.j±.^k.^.^.j*.Jk.j*.j*.j*kj*.jmkJk.j*.jtk.j*.jik.jak.jk.j±.j ÚTBREIÐIÐ TÍMANN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.