Tíminn - 04.12.1945, Side 3

Tíminn - 04.12.1945, Side 3
92. blað TÍMIM, |iriðjndagiiin 4. des. 1945 3 Þ 0 Halldór Kristjánsson: R P I N O K K IVánari tcngsl. Hraðfrystihús eru nú yfirleitt starfandi í sjóþorpunum og hin þörfustu fyrirtæki. Er margt vel um þau að segja. Mjög er það misjafnt hvert samband er á milli þeirra og útvegsins. Oft eru þau eign manna, sem ekki taka neinn þátt í útgerð þorps- ins. Kemur pví tíðum fram nokkur tortryggni milli frysti- hússins og útvegsins, og getur það gert erfitt fyrir á ýmsan hátt. Ekki eru minni brögð að tortryggni milli verkalýðs og frystihúsanna. Er stundum leið- inlegur misskilningur, tor- tryggni og rígur milli þessara þriggja aðila, sem hjálpast að við það, að byggja og bera uppi afkomu þorpsins, og geta því engir án hinna verið, ef vel á að fara. Dæmi munu vera til þess, að einhvern daginn hafi verið kom- ið óvænt skarð i bátaflota þorps- ins, af því að útgerðarmaður hefir talið hentast að selja bát eða báta í burtu.' Eðlilega hefir hann hugsað um sig og miðað sínar aðgerðir við það að kom- ast klakklaust frá öllu saman. En atvinnan í frystihúsinu byggist öll á því, að þarna komi fiskur á land. Ef bútarnir flytja burtu, minnkar atvinnan þar, og iðnaður og verzlun þorpsins hvílir öll á þessari undirstöðu. Núverandi ástand þessara mála þarf því lagfæringa á tveimur meginatriðum. Það verður að gera smáútveginn líf- vænlegan 'atvinnuveg, og það verður að bæta samstarf út- gerðarinnar sjáifrar og annarra þeirra, sem hún þarf með og á henni lifa, jafnframt því, sem meiri festa og öryggi um heim- ili og rekstur bátanna verður að nást. En jafnhliða þessu verður að leysa fjölmörg mál önnur, smærri og stærri, sem nú eru á dagskrá. Það er alhliða viðreisn og uppbygging þorpanna, sem hér er um að ræða. Og það er eitthvert stærsta og brýnasta nauðsynjamál íslands í dag. Sináútgerðin og dýrtíðin. Höfuðskilyrðið til þess að bátaútvegurinn beri sig, er að minnka tilkostnað hans. Sívax- andi dýrtíð er það, sem sligar þennan atvinnuveg eins og þeir Brynjólfur Bjarnason og félag- ar hans orðuðu það á síðasta ári. Hitt er svo annað mál, að þeir hafa hvorki reynst menn til að minnka dýrtíðina, hvað þá stöðva, né heldur að „hlaupa undir bagga með fiskimönnum þeim, sem harðast verða úti í þessu sambandi" eins og þeir sögðu að ríkisvaldinu bæri skylda til, þangað til að þeir tólcu við því. Síðan hefir fátt verið talað um skyldur við báta- útveginn. En það er þeirra skömm og breytir engu um þörfina. Áuðvitað hlaut Brynjólfur að finna það eins og aðrir, að það er ekki hægt að ausa fé úr tómum ríkissjóði í tryggingar til reksturs heilla atvinnuvega. Þeim félögunum er það fullkom- in ofraun, að koma saman hallalausum fjárlögum, þó að þeir „gleymi" ýmsu, sem rikis- valdinu „bar skylda til“ að áliti þeirra, meðan þeir voru ekki í stjórn. Ekki er hægt að saka ríkisstjórnina um það 1 sjálfu sér, þó að hún geri ekki krafta- verk. En hitt er hennar sök, að hafa búið til dýrtíðina, gengið í vörn fyrir hana, og þræta ennþá fyrir það, að nokkuð sé athugavert við verðlagsmálin. Annað hvort væri þeim, að taka eins og menn þeirri dýrtíð, sem þeir hafa boðað og búið til og kveinka sér ekki við að standa undir afleiðingum hennar, eða þá að snúa sérheiðarlegaaðþví, að færa verðlagið niður. Hvorugt er gert. Þeir gera ekki neitt til þess, að sinna því, sem þeir fundu þó áður, að ríkis- valdinu bar skylda til. Það sannar greinilega, að það er ekki stætt á dýrtíðarstefnu stjórnar- innar, og hún er komin i sjálf- heldu á þeirri leið. Sennilega notar hún þó öll þau ráð, sem hún kann, til að halda dýrtíð- arglýjunni við fram yfir kosn- ingar og sefa útvegsmenn og fiskimenn. Þó hljóta nú allir þeir, sem beint eða óbeint lifa á bátaútvegi að sjá það, að nið- urfærzla dýrtiðarinnar er þeim nauðsyn. Það hlýtur því að vera ein þeirra fyrsta krafa. Möira samstarf. Það er ekki einhlýtt að færa niður dýrtíðina. Ýmsir staðir með sómasamleg og jafnvel á- gæt útgerðarskilyrði hafa nú mjög lítinn bácastól og eiga ekki neitt fjármagn sem einhlýtt sé til að bæta þar úr. Slíkir staðir þurfa sérstakrar aðstoðar við. Samkvæmt frumvarpi þvi, um fiskimálasjóð, sem nú liggur fyrir Alþingi, og þeir Eysteinn Jónsson og Björn Kristjánsson fluttu, er gert ráð fyrir því, að þarna verði komið til hjálpar. Jafnframt er gert ráð fyrir því, að fiskimálasjóður verði efldur, svo að honum sé fært að annast margs konar tilraunastarfsemi, sem alltaf þarf að reka í þágu fiskiva^iða og fliskiiðnaðar. Ég skil ekki annað, en allir þeir, sem skilja nauðsyn þorpanna og trúa á heilbrigða framtið báta- útvegs og skipulegra fram- leiðsluhátta í því sambandi, hljóti að standa fast með þeirri hugmynd að fiákimálasjóður verði efldur, svo að hann ráði við þessi verkefni. Það er margt fleira, sem hægt er að bæta úr í þessum málum. Eitt af því er sambandið milli útgerðarinnar og fiskverkunar í landi. Þar þyrftu að vera nán- ari tengsli á milli en yfirleitt er nú. Stundum er frystihúsið eign einhvers útgerðarmanns í þorpinu að meira eða minna leyti. Fari þá svo, að það geti ekki tekið allan aflann, sem berst á land er næsta eðlilegt að eigandinn láti sína báta og sinn fisk ganga fyrir, en aðrir útvegsmenn verði þá að bjarga sér sem bezt gengur. Fer þá oft svo, að þeir hafa ómak og auk- inn kostnað og verður þó minna úr sínum afla. Með þessu er bát- unum mismunað, og er það ekki gott. Þessi mál yrðu bezt leyst með því, að þær stofnanir, sem taka við fiskinum væru sameign út- gerðarinnar, tækju við öllum fiskinum, sem kemur á land og gerðu úr honum svo mikið verð, sem hægt væri. Síðan væri eitt látið yfir alla ganga, þannig, að allir bátar, sem þar legðu upp, bæru sama verð úr býtum. Þess- ar stofnanir tækju .fiskinn í umboðssölu og skiluðu útvegin- um því,sem hann ætti.Ég hygg, að sjómenn og útvegsmenn séu yfirleitt mjög vel ánægðir með lýsissamlög sín, þar sem þau eru til. Alveg eins skilst mér að hlyti að verða, ef þeir færðu þau samtök á víðara starfssvið og hefðu þannig samhjálp um að verka aflann allan. Bændur landsins láta nú nálega undantekningarlaust fé- lög sín selja framleiðslu sína í umboðssölu. Svo sjálfsagt og eðlilegt finnst þeim þetta, að annað kemur í raun réttri ekki til mála. Ég tel það fullvíst, að eíns myndi fara við sjóinn á skömmum tíma. * Þessi tilhögun hefir tvo höf- uðkosti. Annað er það, að verzl- unin er þá í þjónustu fram- leiðslunnar, og framleiðslan fær það, sem henni ber úr þeirra skiptum. Hinn höfuðkosturinn er sá, að ,þessi tilhögun eyðir ríg og tortryggni, sem víða er til þreytu og leiðinda milli þeirra, sem saman vinna á þessu sviði athafnalífsins. Er það líka mikið atriði. Það er að sjálfsögðu mikið verk að koma á allsherjar- breytingu í þessum efnum. Kemur þar margt til greina. Sums staðar er gróin hefð á öðru skipulagi og fer stundum vel, ef heppilega hefir ráðizt um samskipti manna og tiltrú, en allt er það bundið við fallvaltar persónur og dvöl þeirra og end- ingu á staðnum. Annað er það, að sú tilhögun, sem nú er, gef- ur sumum mönnum e. t. v. nokkur forréttindi á vissan hátt, og er þeim tregt að láta þau, en finnst oft að þeir hafi til þeirra unnið. Getur það verið rétt, en þó er þess að gæta, að- i fram- tíðinni verður heildarþörf og hagsmunir að ráða. Frumvarp þeirra Eysteins og Björns setur samtök útvegs- manna og fiskimanna í fremstu röð, þegar um er að ræða hjálp til að koma fiskiðnaði á fót. Þeim er ætlaður forgangsréttur að öðru jöfnu. Er i því sambandi glöggt að vitna til þess, sem segir í greinargerð frumvarps- ins: „Það er ekki ætlunin með þessum ákvæðum að koma í veg fyrir að einstakir menn eða félög einstaklinga reki fiskiðn- að. Ætlunin er hins vegar sú, að útvegsmenn og fiskimenn sitji fyrir stuðningi til þessara framkvæmda, ef þeir vilja hafa þessa starfsemi með höndum sjálfir“. Hér er því byggt á þeirri skoð- un, að verkun og sala fiskjar sé bezt komin í höndum þeirra, sem veiða hann, og ætlast til þess, að þjóðfélagið stuðli að því, að svo geti orðið. Allt virð- ist benda til þess, að sá stuðn- ingur yrði notaður og þannig skapaðist meiri friður, meira réttlæti og betra samstarf um þessi undirstöðumál þjóðlífsins, heldur en náðst hefir ennþá. Jafnframt þessu verður að efla og styrkja samtök útvegs- manna og sjómanna á öðrum sviðum. Þeir verða að sameinast um innkaup á nauðsynjum sin- um. Undanfarið hefir verið unn- ið vel og myndarlega að þeim málum eins og greinilegast kem- ur fram í olíumálunum. Þetta er eitt af þeim málum, sem fólkið í smáþorpum ís- lands þarf að sameinast um, og Dar á það fullan rétt á öruggum stuðningi ríkisvaldsins. Allir einkahagsmunir verða að þoka fyrir sameiginlegri þörf atvinnu- lífsins í landinu. Hagsmunir einstakra voldugra verzlunar- eiganda mega ekki fá að drepa niður lfsbjargarstörf hinna mö^gu smáu, sem leggja grund- völl að velmegun þjóðarinnar dreifðir um strendur landsins. Tryggari undirstaða. Enn er það þýðingarmikið at- riði fyrir hvert þorp að tryggja sem bezt, að bátar séu þar fastir en verði ekki seldir burtu þegar minnst varir, eins og stundum hefir komið fyrir. Þar með missir fólkið á staðnum fótfestu sína í tilliti til afkomu og efnalegrar velgengni. Fyrir þjóðfélagið í heild er slíkur öldugangur næsta óheppilegur. Fylgir honum bæði ýmiskonar kostnaður, svo sem óeðlilegir búferlaflutningar fólksins, at- vinnutæki, sem voru í sambandi við útveginn, verða ekki rekin og grotna niður, og stundum hefir þurft að" grípa til sér- stakra kreppuráðstafana til hjálpar því fólki, sem eftir stóð bjargarþrota og ráðalaust. Auk þessa alls eru svo ýmislegir fylgikvillár, sem sérstaklega þrífast í jarövegi, eins og þeim, sem við þetta myndast. í þessu sambandi höfum við svo slæma reýnslu, að mikið er til vinnandi að losna við slík leiðindi og tjón framvegis. Hér verða ekki lagðar fram neinar ákveðnar tillögur í því skyni en bent á nauðsyn þess að hugsa um þetta atriði. Helztu úrræði virðast mér vera þau, að út- gerðin sé tengdari almennu valdi og almennum vilja en ver- ið hefir. Gæti það orðið með því, að sveitarfélögin sjálf ættu hlut í bátum og tryggðu þar (Framhald á 6. slðu) Bækur , Fyrir tveimur átrum hóf bókaútgáfan Lilja útgáfustarf- semi sína, og komu þrjár bæk- ur út á hennar vegum um haustið 1943, sem öllum var vel tekið og bókavinum þótti fengur að. Þá hafði um nokkurt skeið, eða síðan Kristilegt bókmennta- félag hætti, ekkert útgáfufyr- irtæki haft að markmiði út- gáfu kristilegra bóka. Bókagerðin Lilja er stofnuð af ýmsum kunnum áhuga- mönnum um trúmál, er töldu nauðsyn að nokkrar vekjandi bækur flytu með í því mikla bókaflóði, sem nú kemur ár- lega á markaðinn. En margt af þeim bókum er út koma, hafa eins og kunnugt er, hvorki haft menntandi né göfg- anc^i áhrif á, lesendjurna, þó margar séu hins vegar góðar bækur, sem þjóðinni er mikill fengur, að út komi. Fyrsta bókin, sem Bóka- gerðin Lilja gaf út, var safn af ræðum eftir séra Friðrik Frið- riksson, en í þv.í voru ræður sem hann flutti á styrjaldar- árunum í Danmörk. Nafn bók- arinnar er „Guð er oss hæli og styrkur." Þá um svipað leyti komu út bækurnar „Með tvær hendur tómar“ skáldsaga eft- ir norska skáldið Ronald Fang- en og „Vormaður Noregs,“ ævisaga Hans Niels Hauge. Allar þessar fyrstu bækur mega nú heita uppseldar hjá útgefanda og bókin Við Babyl- ons fljót, ræður Kaj Munks, sem Bókagerðin Lilja gaf út er uppseld. Á seinasta ári gaf bókaútgáfan út tvö smárit, ævisögu Roselliusar eftir séra Sigurbjörn Einarsson, „í nafni Guðs“, fimm ræður eftir séra Sigurbjörn Einarsson og barna- ,LI LJU" bókina „Unga hetjan“ sem kom út, rétt fyrir jólin í fyrra. Á s.l. sumri gaf Bókagerðin Lilja út nokkrar ræður eftir Valgeir Skagfjörð. Höfundurinn dó á bezta aldri fyrir tíu árum og hafði hann þá fyrir tveimur ár- um lokið guðfræðiprófi og þótti óvenju efnilegur maður, sem mikils var vænzt af, af öllum þeim, er til þekktu. Ræðurnai voru fluttar hér heima og í Nor- egi. Bókin heitir „Lífið í Guði.“ Þá er eftir að nefna stærsta verkið, sem Bókagerðin Lilja hefir gefið út, en það er skáld- sagan „The Robe“ eftir Douglas C. Lloyd, sem i íslenzku þýðing- unni hefir hlotið nafnið „Kyrt- illinn." Douglas er emn af þekktustu og vinsælustu höfundum Banda- ríkjanna. Hann hefir skrifað allmargar skáldsögur, en hlaut ekki viðurkenningu svo teljandi sé, fyrr en pessi bók kom út fyrir tveimur árum, en hun vgrð þá metsölubók og hefir verið síðan og selzt svo mikið að fá dæmi eru slíks, jafnvel í Banda- ríkjunum. „Kyrtillinn“ er góð saga, og alltaf eitthvað að gerast, rás viðburðanna er ör og lang- dregnar lýsingar eru ekki til í bókinni. Um efni sögunnar má annars segja það, að hún er látin gerast á dögum Krists, og fjallar m. a. um hermann, sem látinn er hljóta kyrtil Krists eftir krossfestinguna. Sagan segir frá hermanninum fyrir og eftir krossfestinguna, og segir frá þeim áhrifum, sem það hafði á hann og líf hans, að hljóta kyrtil Krists. Það má með nokkrum rétti líkja sögu þessari við skáldsög- urnar Ben Húr og Quo Vadis? (Framhald á 5. síðu) MORTEN PEDERSEN: SENDIFÖR HESS Rudolf Hess er einn þeirra manna, sem nú hefir verið stefnt fyrir dómstól Bandamanna í Niirnberg. Hann var einn af helztu forustumönnum nazista í Þýzkalandi og á sínum tíma skipaður staðgengill Hitlers næst Göring. Á miðjum styrjaldarárunum varð hann einn umtalaðasti maður heimsins, sökum hins dular- fulla flugs hans til Bretlands er hann fór með friðarboð Hitlers á fund Bandamanna. Hét segir danski blaðamaðurinn Morten Pedersen frá flugi hans og erindislokum. Að kvöldi hins 12. maí 1941 sat maður í þýzkum einkennis- búningi í bóndabæ einum í Skotlanc|i. LandBúnaðarverka- maður einn, David McLean, var niðursokkinn í samræður við hann. Hann hafði sjálfur fundið þennan þýzka liðsfor- ingja, er stokkið hafði í fallhlíf úr Messerschmitt-flugvél, sem hrapaði logandi til jarðar. — Ég heiti Horn, sagði Þjóð- verjinn, Alfred Horn. Langar. yður ,til þess að sjá mynd af syni mínum? Skömmu síðar komu sendi- menn frá hernaðaryfirvöldun- um, og herra Horn var íluttur í hersjúkrahús í grenndinnl. Hann hafði sem sé öklabrotn- að á vinstra fæti, þegar hann henti sér til jarðar í fallhlíf- inni. Skyndilega gaf hann upp hver hann var í raun og veru. — Ég heiti Rudolf Hess, sagði hann, staðgengill Hitlers. Þar með fór fyrst að þykja dularfullt atferli þessa Þjóð- verja, sem stökk út úr óskadd- aöri flugvél yfir Skotlandi, þótt henni væri hvorki ógnað með enskum eltiflugvélum né skot- hríð frá jörðu. Nú fyrst fékk sagan vængi, og næstu vikur var ekki meira rætt um aðra atburði í heiminum. Hvers vegna hafði Hess flogið til England^? Hver var tilgangur- inn? Daginn eftir landtöku Hess í Skotlandi sendi þýzka útvarpið út svohljóðandi tilkynningu: „Það hefir verið opinberlega tilkynnt í Berlin, að Hess ríkis- ráðherra, sem var varafor- maður flokksins og staðgengill Hitlers ríkisleiðtoga næst á eft- ir Göring, en sökum sjúkdóms, sem sífellt færðist í aukana, hafði verið bannað að fljúga — hafi heppnazt að ná flugvél, sem hann flaug síðan brott frá Augsburg 10. maí. Bréf, sem hann skildi eftir, bendir því miður til þess, að íélagi Hess hafi vegna sálrænna truflana orðið fórnarlamb rangra hug- mynda“. Að þessari tilkynningu var hent mjög gaman víða um heim, ekki sízt getgátunum um hinar „röngu hugmyndir" Hess. Þennan sama dag til- kynnti fréttastofa Reuters stutt og laggott, að Hess hefði lent í Skotlandi. Þýzku blöðin hófu undir eins árásir á hann og lýstu honum dag eftir dag eins og rekaldi, sem hvað eftir annað hefði verið að því kom- inn að gefast upp af völdum heilsubrests. Spurningin væri sú, hvort hann væri með fullu ráði. Hitt gátu þau ekki um, að hann hafði allt til þess, er Reut- ersfréttastofan sendi út frétta- skeyti sitt um komu hans til Skotlands, verið talinn nógu heill andlega til þess að hafa með höndum yfirstjórn þýðing- armikilla mála og vera stað- gengill Hitlers. Það töldu þau víst ekki skipta miklu máli. Samkvæmt frásögn blaðanna hafði hann lengi þjáðst af magakvilla, og það var ekki ó- hugsandi, að þessi magasjúk- dómur, sem var fylgifiskur hans frá heimsstyrjöldinni 1914— 1918, hefði lamað andlegt þrek hans. Ennfremur sögðu hinir þýzku blaðamenn, að Hess hefði í seinni tíð verið farinn að um- gangast ýmsa vafagemlinga í þjóðfélaginu, svo sem spákonur, stjörnuspámenn, og var í því

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.