Tíminn - 04.12.1945, Side 5

Tíminn - 04.12.1945, Side 5
TtMBYlV, þriðjndaglim 4. dcs. 1945 5 RITSTJÓRI: SIGRÍÐUR INGIMARSDÓTTIR Nunnur í jbjónustu vísindanna. (úr sænsku btaði) Borgin Palm Beach á Flórída- skaganum er öndvegisbaðstaður Vesturheims. Þar er sannkölluð „lystisemdanna Paradís". En rétt utan við borgina gnæfir stórt, grátt hús umgirt múr á alla vegu. Er það í megnasta ósamræmi við aðrar byggingar þar um slóðir. í kringum það er stórt afgirt svæði. Þar koma aldrei hálfnaktar, sólbrenndar blómarósir til þess að baða sig í bláum öldunum, sem gjálfra við klappirnar fram undan hús- inu. Þessi bygging hefur samt nú á stríðsárunum verið al- menningi þyrnir í augum. Her- irjn fékk ekki að flytja þangað særða hermenn eða nota hana á annan hátt í sínar þarfir. Þetta vakti gremju fólks, því að öll gistihús og önnur stórhýsi baðstaðarins voru gerð að hress- ingarhælum fyrir særða her- menn. En klaustur heilags Dóminikusar stóð óáreitt. Mönnum þótti líknarstörfin standa engum nær en einmitt nunnum þeim, er klaustrið byggðu. Þeir undruðust og spurðu, en fengu ekkert svar. Nunnurnar gengu um og unnu störf sín eins og ekkert væri. Brátt urðu óánægjuraddir al- mennings svo háværar að þær heyrðust alla leið til Washing- ton, — þar hefir stjórnin að- setur sitt. — Kom boð frá henni um hæl: „Látið nunnurnar óá- reittar." Háskólaprófessorar sögðu ennfremur: „Nunnurnar í þessu klaustri hafa unnið meira starf í þágu særðu her- mannanna en nokkurt okkar hinna. Þær hafa uppgötvað margt, sem við höfum leitazt við að finna árum saman; þær hafa unnið án afláts nótt og nýtan dag, unnið að því, að finna lyf við sárum og sjúkdóm- um.“ Blyrir innam gráa klaustur- múrana vinna 16 nunnur, sem allar hafa hlotið ágæta læknis- og efnafræðimenntun. Þær hafa þar tilraunastofu, sem er búin svo fullkomnum tækjum, að hún á varla sinn jafningja í víðri veröld. í bókasafni klaust- ursins eru ágætustu vísindarit, þó einkum þau, er fjalla um jurtir og dýralíf í sjónum og við strendurnar. — Árangur til- rauna þeirra er stórkostlegur. Þær hafa meðal annars fundið upp smyrsl, sem læknað geta illkynjuð brunasár, þær hafa fundið aðferð, sem notuð er við meðhöndlun sykursjúkra og sé hún notuð, þarf ekki að sprauta sjúklingana eins og gert hefir verið. Enn fremur ýmsar nýj- ungar 1 hjúkrun berklasjúklinga o. fl. En mikilvægastar eru þó rannsóknir þeirra á hinum ægi- lega krabbameinssjúkdómi. Þær hafa fundið ráð til að hefta út- breiðslu meinsins og í einstaka tilfellum hefir þeim tekizt að lækna menn alveg af sjúkdómn um. — Nunnurnar sextán í klaustri heilags Dóminikusar hafa af- neitað gæðum veraldar, en þær hafa þó engan veginn snúið baki við heiminum. Þær vinna af kefipi, markvisst og farsæl lega, vinna að því, að lina þján- ingar meðbræðra sinna og gera i þeim lífið bærilegra. — 7T F immtug ur (Framhald af 4. síðu) Dvöl nú vera langstærsta safn þýddra smásagna, sem til er á íslenzku. Ýms opinber trúnað- arstörf voru honum falin meðan hann var bólcavörður. Hefir hann t. d. lengi átt sæti í stjórn Þjóðvinafélagsins og frá önd- verðu í nefnd þeirri, er hefir með höndum útgáfu hinnar miklu íslendingasögu, sem nú er að koma út á vegum hins op- inbera. Auk doktorsritgerðar- innar hefir hann skrifað margt annað fræðilegs efnis, t. d. sögu búnaðarfélagsskaparins í hundr- að ár, sem er allstórt rit, hluta af sögu 18. aldar (í hinni nýju íslendingasögu), kafla um járn- gerð og ullariðnað fyrr á tímum í Iðnsögu íslands, þætti um ör- nefni og ritgerðir í tímaritum og blöðum. Hann hefir og flutt fyrirlestra í útvarp og víðar um söguleg efni, séð um útgáfu bóka og fl„ en einnig ritað ým- islegt af öðru tagi. Mikið mun þó enn óprentað eða ekki komið fyrir almenningssjónir, t. d. hluti af Alþingissögunni. Hann mun og þegar hafa ritað eða undirbúið talsvert meira af ís- landssögu hinni nýju en nú hefir verið prentað frá hans hendi. Árið 1943 var Þ. J. skipaður yfirmaður Landsbókasafnsins (,,Landsbókavörður“) og 1944 prófessor í íslandssögu við Há- skólann. Er þar áreiðanlega „réttur maður á réttum stað“. En hlutverk sögukennaranna við háskóann er fyrst og fremst að rannsaka það, sem ókannað er í sögu þjóðarinnar (en rann- sókn sögu vorrar er sem kunn- ugt er enn eigi mjög langt á veg komið) og færá niðurstöður sínar í letur jafnframt, sem þeir birta þær nemendum sín- um og kenna þeim vinnuaðferð- ir. í þessu starfi hefir hann til brunns að bera bæði þékkingu, elju, glöggskyggni og réttdæmi í ríkum mæli, en auk þess skrif- ar hann óvenju hreina íslenzku með fornum og fögrum blæ. Það mun ekki vera að hans skapi að gerast höfundur sagnfræðilegra reyfara eða setja saman af handahófi oflof eða oflast um fyri tíða menn. En til þess er þjóðinni skylt að sjá, að rétt- sýnir menn fjalli um minjar lið- ina kynslóða. Þ. J. hefir dvalið erlendis nokkrum sinnum við fræðistörf og í kynnisferðum á Norður löndum og víðar. Hann 'er kvæntur Hrefnu Bergsdóttur, ættaðri af Mýrum, mætri myndarkonu. Á háskólaárum snum átti Þ. J. góðan þátt í félagslífi stúd enta og var áhugasamur um mál þeirra t. d. stofnun stúdenta- garðs, en fjársöfnun í þvl skyni var þá hafin. Átti hann sæti stúdentaráði og var formaður þess, en í þann tíð völdust menn ekki til slíkra starfa með til liti til stjórnmálaflokka eins og nú er siður. Naut hann þá þegar virðingar sakir gáfna smna og þroska um fram það, sem al- mennt var um menn á hans reki. Hitt er þó ekki minna um vert, að þeir sem honum hafa kýnnst til nokkurrar hlítar, teja hann yfirleitt svo góðan dreng, að naumast verði á betra kosið. Hefir hann og margt það til að bera, er prýða má framkomu manna. Hann er glaðvær vinahóp, smekkvís og orðhepp- inn, góðgjarn og óáreitinn við aðra, fastur fyrir en sækir þó aldrei mál af meira kappi en svo, að með fullri sæmd sé. Á þessum tímamótum munu margir hugsa hlýtt til hans, sem notið hafa þess að kynnast honum fyr og síðar. Og enginn mun honum líklegri til að vinna mikið starf og gott í þágu þjóð legrar menningar á komandi árum. G. G. LARS HANSEN: Fast ibeir sóttu sjóinn á íshafinu í eitt ár, og þeim Kristófer og „Norska ljóninu“ fannst I það auðvitað fullnægjandi. En það kom brátt á daginn, að hér bjó fleira undir, og það var ekki laust viö, að haim Kristófer yrði | dálitið úfinn á svipinn. Maðurinn hét Jens Hartvik Lorentsen. Hann hafði svikizt I um að mæta til herþjónustu, og siðustu þrjú árin höfðu yfir- | völdin og lögreglan sífellt verið á hælunum á honum. Það var nú mál út af fyrir sig, en þetta að drengurinn hafðil gift sig fyrir einu ári og nú var húsmóðirin komin á steypirinn — það var ennþá verra i augum Kristófers, því að honum íannst hann hafa orðið nóg af kerlingum og krökkum á sínu framfæri núna, þegar afkomuvonirnar voru ekki bjartari en | Detta. Var svo sem ekki nóg að dragast með ekkjuna frá Lófót og báðar telpurnar hennar .... ? En hann Jens Hartvik sat þarna svo hnugginn og ráðþrota, að pað var hrein hörmung að þurfa að líta framan i hann. Og svo sagði hann, að eftir því sem hann vissi bezt, þá gætu varla liðið margir dagar þar til barnið fæddist, og ef Kristófer aumkaði sig ekki yfir hann, þá gæti hann ekki annað en varpað allri sinni áhyggju upp á guðr hvernig sem það færi. Þegar „Norska ljónið“ heyrði, að kona piltsins sæti niðri á bryggju bíðandi málalokanna og ætti hvergi víst athvarf, stóð hún upp og skipaði Jens að sækja hana undir eins, svo að hún þó hlýjaði sér og gæti fengið eitthvað í svan^inn. Og Jens garm- urinn lét ekki segja sér þetta tvisvar, heldur spratt upp eins og fjöður og flýtti sér af stað. Þegar hann hljóp niður götuna, heyröu þau hann tauta fyrir munni sér: — Þetta er bráðferðugur kvenmaður, þetta er bráðferðugur helvítis kvenmaður. Innan skamms komu þau, hjónarýjurnar, og meðan þau sátu að snæðingi, skröfuðu Jens og Kristófer saman um alla heima og geima. Kristófer duldist svo sem ekki, að þau voru bæði vænstu manneskjur, Jens og konan hans, hún Jensína, þó að þau væru fátæk og barnalega einföld. Kannske var hann Jens einmitt maðurinn, sem hann þurfti að fá á „Noreg“ — og það var hann í rauninni sannfærður um, að hann var. Hann myndi varla gefa þeim mikið eftir, Lúlla og Nikka, þegar hann færi að venjast volkinu. Hann afréð því að fara til herfulltrúans, $em hann var góðkunnugur siðan hann flutti hann á eftirlitsferðinni hérna um árið. Hann ætlaði að leggja málið fyrir hann. Því var vitaskuld ekki að leyna, að Kristófer þóttist hafa himin höndum tekið að fá þarna vélstjóra, en á hinn bóginn var konan, kasólétt, sem var það allra versta, þvi að fullfrískur kvenmaður getur lengi bjargað sér. Hann var svo n-iðursokkinn í að hugsa um þetta, að hann nam hvað eftir annað staðar á leiðinni til herfulltrúans til þess að hugsa um alla þá ómaga, sem nú voru á hans ábyrgð — allt blessað ungviðið og svo konurnar og seinast af öllu þessi van færa. Uppi á hæðinni stóð hann lenigi í sömu sporum, mændi upp í bláan himininn, spennti greipar eins og hann væri að biðjast fyrir og sagði stundarhátt: — Allt þetta verð ég að fela á hendur þér þarna uppi. Þú og hún Karen verðið að greiða fram úr þessu. Kristófer varð bilt við. Adam Stenersen, gamall íshafsskip- stjóri, lagði höndina á öxlina á honum. Hann hafði gert ráð iyrir því, að hann væri aleinn, þó að þetta væri raunar um miðj an dag. En hér var ekki um að villast, því að Adam Stenersen ávarpaði hann: — Þetta eru líka réttu aðilarnir, Kristófer. Þetta hefi ég lika oftsinnis orðið að gera. En Kristófer skammaðist sín fyrir það að hafa opinberað hugs anir sínar úti á götu. Honum varð ekki annað fyrir en að taka til fótanna. Herfulltrúinn tók á móti honum eins og gömium vini, og hann skildi undir eins, að Kristófer mundi vera í slæmri klípu. Og þegar hann Kristófef sór þess dýran eið, að það væri heilagur sannleikur og annað ekki, að hann Jens Hartvik Lorentsen hefði drepið Rússa í Hammerfest í fyrra, hefði skotið hann til bana, svo að hann gat varla verið með öllum mjalla, þá fannst her fulltrúanum nóg komið og sagði Kristófer að koma morguninn eftir og hafa þá Jens Hartvik Lorentsen meö sér. Herfulltrúinn símaði strax til lögreglunnar í Hammerfest, og honum til mikillar undrunar var það staðfest, að maður að nafni Jens Hartvik Lorentsen hefði skotið rússneskan háseta, en þó í sjálfsvörn, þar eð þrír sjóliðar hefðu ráðizt gegn honum og ætl- að að ræria hann. Lorentsen var samt sýknaður, þar eð það var viðurkennt af réttinum, að hann hefði verið í bráðri lifshættu, ef hann hefði ekki drepið Rússann. Eftir þessa viðureign hefði hann verið fluttur 1 sjúkrahúsið í Hammerfest og legið þar í fjórtán daga. Prinsessan og flónib (Skozkt œvintýri). Sigríður Ingimarsdóttir þýddi. „Nei, ég gef ekki neinn grautarspón, hann nægir mér varla, litlu flón.“ Þegar risinn kom heim um kvöldið og sá, að hún hafði ekki átt við ullina, varð hann ofsareiður og öskr- aði svo, að nærri lá, að þakið fyki af húsinu. Hann lú- loarði prinsessuna og fleygði henni síðan út í hænsna- kofa. Kvöldið eftir fór hann á nýjan leik að stela káli í garði drottningar. Næstelzta prinsessan var á verði og fór fyrir henni eins og þeirri elztu. Ekki var hún betur heima í tó- vmnunni. Þegar risinn kom heim um kvöldið, lá við að iiann sprengdi í sér hljóðhimnurnar með reiðiöskrunum, sem hann rak upp, þegar hann sá, að prinsessan hafði setið auðum höndum. Hann reif í prinsessuna, lúbarði hana og fleygði henni út í hænsnakofann til systur s.innar. Þar lágu þær báðar og gátu hvorki hreyft legg né lið. Sama kvöldið fór yngsta systirin á vörð í kálgarðin- um. Fór eins fyrir henni og hinum systrunum, því að rísinn rændi henni. Morguninn eftir skipaði risinn henni að vinna sömu verk og hann hafði áður ætlað systrunum. Mjólkaöi hún kúna og rak hana á beit. Síðan gerði hún sér hafra- graut. Þá kom fólkið smávaxna og bað hana um graut- arspón. Hún sagði þeim að fara og ná sér í skeiðar til að borða með. Þau hlupu þá í burtu og komu aftur með trjáflísar og glerbrot. Allir fengu graut. urðu vel mettir, tóku síðan ofan litfögru húfurnar, og hlupu á brott. Lítill drengur dróst aftur úr og hinkraði við. Prinsess- an spurði hann eftir hverju hann væri að bíða, kvaðst hann fús til þess að vinna fyrir hana, einkum þó, ef hún hefði tóvinnu handa sér; hún þætti sér allra verka skemmtilegust. „Nú, jæja,“ sagði prinsessan, „nóg hefi ég af ullinni, en kaup get ég ekki greitt þér“ „Ekki set ég það fyrir mig,“ sagði stráksi. „En þú verð- ur bara að geta upp á nafninu mínu, þegar ég kem aftur með ullina.“ Prinsessan fékk honum ullina og hann hvarf á braut. Undir kvöldið barði gömul kona að dyrum og baðst gistingar. Prinsessan kvaðst ekki geta hýst gesti, en spurði, hvort konan hefði nokkrar fréttir eða slúður- sögur að flytja. Hún vonaðist eftir fréttum af móður sinni. Gamla konan hafði engar markverðar fréttir að fjytja og prinsessan kvaðst ekki þora að hleypa henni inn í húsið, meðan risinn væri að heiman. Gamla kon- an varð því að leita sér að náttstað uppi í heiði. Hún gekk stöðugt hærra og kom loks að klettaborg jiokkurri. Þar hugði hún vera gott skjól fyrir nætur- vindinum, sem næddi um hruman líkama hennar. Hún sveipaði um sig kápunni og hreiðraði um sig í lynginu undir klettunum. Hún var í þann veginn að sofna, þegar hún heyrði rödd úr klettinum, sem sagði: „Hæ, hæ og hó! Tætið þið og tætið! Kembið þið og kembið því k^llaður er ég Flónið. Spinnið þið og spinnið! Hæ, hæ og hó!“ Gamla konan reis á fætur og gægðist fyrir hornið á klettaborginni. Sá hún þar ljósglætu leggja út um rifu á klettinum og innan við rifuna sá hún smávaxið fólk önnum kafið við tóvinnu. Ljóshærður strákhnokki þyeittist á milli þess og söng við raust: Sendiför Hess (Framhald af 4. síðu) Þjóðverja, því 22. júní hófu þeir herför sína á hendur Rússum, tæplega hálfum öðrum mánuði eftir sendiför Hess. Hess var fluttur á aðalssetur eitt í Eng- landi, eftir að Beaverbrock, Duff Cooper og fleiri foringjar brezkra stjórnmálamanna höfðu rætt við hann. Churchill vildi aldrei tala við hann. Þegar hann hafði sagt allt, sem unnt var að veiða upp úr honum, var honum sagður sann- leikurinn. Hann tók hann sér mjög nærri, en jafnaði sig þó von bráðar. Hann vildi auðvit- að fá að fara aftur heim til Þýzkalands. Hann sagðist hafa komið sem samningamaður og ætti þess vegna heitingu á að fá að fara frjáls ferða sinna. Brezka stjórnin svaraði því til, að hann hefði snúið sér til ein- staklings en ekki ríkisstjórnar- innar.og þess vegna yrði að telja hann stríðsfanga. Enn er ýmislegt á húldu i sambandi við þetta mál. Það er vafasamt, að það verði nokk- urn tíma fullkunnugt. En þetta er sú saga, sem hægt er að segja á deginum í dag — að því vlð- bættu, að nú situr Hess á sak- borningabekknum meðai ann- arra forsprakka þýzkra nazista. Bókmenntir og listir (Framhald af 3. slðu) sem báðar eru vel kunnar ís- lenzkum lesendum og hafa orð- ið vinsælar hér á landi. „Kyrtillinn“ er mikið verk í þremur bindum sámtals á 9. hundrað bls. Frágangur bókar- innar er góður. íslenzka þýðing- in er gerð með leyfi höfundar- ins og hafa þeir Hersteinn Páls- son ritstjóri Vísis og Þórir Kr. Þórðarson stud.. theol. annast hana, og farizt það vel úr hendi, enda er Hérsteinn með slyng- ustu og vandvirknustu mönn- um, er fást við þýðingar hér. Bókin hefir að því er virðist ekki verið stytt neitt i þýðing- unni og er það mikill kostur, því styttar og afbakaðar þýð- ingar á erlendum bókmennta listaverkum er ekki mikils virði, og þvi lítill fengur, að útkomu slíkra styttinga. Það er óhætt að mæla með ,„Kyrtlinum“ sem hollu og skemmtilegu lestrarefni, fyrir unga sem gamla. Bókin er ódýr miðuð við bókaverð nú. Öll þrjú bindin kosta 55 krónur óbundin, en 85 krónur í shirt- ingsbandi,

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.