Tíminn - 04.12.1945, Page 8

Tíminn - 04.12.1945, Page 8
Þeir, sem vilja kyrma sér þjóðfélagsmál, in.nlend og átlend, þurfa að lesa Dagskrá 8 REYKJAVÍK D 4 G S K R Á er bezta íslenzka tímaritið um þjóðfélagsmcl 4. DES, 1945 92. blað 29. nóvember, fimmtudagur: Konnngi vikið frá. Jugoslavía: Þingið samþykkti að víkja Pétri konungi frá og gera landið að lýðveldi. Sam- þykkt var og að banna konungi landvist. Bandaríkin: Truman forseti skýrði frá því á blaðamanna- fundi, að hann væri mótfall- inn því, að haldnir yrðu fleiri stórveldafundir, heldur yrði ör- yggisstofnunin og alþjóðafundir að leysa þá af hólmi. Rússland: Talið er, að Stalin hafi framlengt orlof sitt fram yfir áramót. Java: Hlé er á bardögum þar og horfur taldar friðsamlegar. 30. nóvember, föstudagur: Játning Hess. Þýskaland: Hess birti yfirlýs- ingu þess efnis, að hann hefði gert sér upp minnisíeysi síðastl. þrjú ár, en raunar væri hann alheill og tæki ábyrgð á gerðum sínum. Svíþjóff: Sænska stjórnin hef- ir frestað afhendingu baltisku fanganna vegna þess, hve veik- burða þeir eru orðnir af hungri. Verða þeir fluttir á sjúkrahús. Austurríki: Renner baðst lausnar, og heíir Fiedl, foringi þjóðflokksins, tekið að sér Ósæmandi framkoma (Framhald af 1. síðu) það rædd frá öllum hliðum. Hitt mun það, að kommúnist- arnir óska eftir áframhaldandi leynd um málið, svo að þeir geti haldið uppi áróðursiðju sinni í skjóli hennar. Meðan ríkisstjórnin heldur málavöxtunum þannig leyndum, er það með öllu ósæmandi, að einn af nánustu stuðningsmönn- um hennar — og það bersýni- lega með samþykki forsætisráð- herrans — skuli gera málið að umtalsefni við hátíðlegt tæki- færi og það á þann hátt, að hallað er mjög á hinn erlenda aðila, þótt með ísmeygilégu orðalagi sé. Það ríki, sem hér á hlut að máli, verðskuldar það sannarlega ekki, að úr skjóli leyndar, sem iátin er hvíla yfir orðsendingu frá því, skuli þann- ig að því vegið og málaleitun þess túlkuð á hinn versta veg. Slíkt athæfi til viðbótar óskilj- anlega svarinu og annarri fram- komu stjórnarinnar í þessu máli, miðar bersýnilega ekki til ann- ars en að spilla sambúðinni við Bandaríkin og getur gert það stórum erfiðara en ella, að ná æskilegri niðurstöðu fyrir is- lenzku þjóðina í þessu máli. Forsætisráðherrann og Gunn- ar Thoroddsen hafa að visu þá mannlegu afsökun, að frami þeirra byggist mjögá samvinnu við kommúnista, en kommúnist- ar setja það skilyrði fyrir sam-t vinnunni framar öllu öðru, að samstarfsmennirnir sýni þeim undirlægjuhátt í þessu máli. Ræða Gunnars bar þess líka öll merki, að hún var sam- in til að þóknast kommúnistum. Þess vegna var ekki aðeins dylgjað um það, að Bandaríkin vildu farga frelsi og sjálfstæði íslendinga, heldur og einnig rekinn hinn ákafasti áróður fyr- ir því, að íslendingar veittu Öryggisstofnuninni þá aðstöðu, sem hún myndi telja sig þurfa að fá hér á landi. Þetta var rökstutt með hinum skáldleg- ustu hugarórum um mátt og mikilleik þessarar, stofnunar, sem enn er ekki nema nafnið eitt, og sem t. d. frændþjóðir okkar á Norðurlöndum trúa svo lítið á, að þær vígbúast nú meira en fyrir stríðið. En kommúnistar vinna að því öllum árum, að ísland verði slík alþjóðabæki- stöð, því að þá yrðu Rússar einn- ig þátttakendur. Og vegna sam- vinnunnar við þá, verða Ólafur og Gunnar að dansa með. En þjóðin hefir áreiðanlega ekki efni á því að láta slíkan undirlægjuhátt nokkurra stjórn- manna sinna við kommúnista verða þess valdandi, að sambúð hennar sé spillt við það stór- TIMANS V stj órnarmyndun. Frakkland: Stjórnin lagði fyr- ir þingið frv. um þjóðnýtingu fimm einkabanka. Ástralía: Þar standa yfir all- mörg stór verkíöll. 1. desember, laugardagur: Handtökur í Rúmeníu. Rúmenfa: Frétzt hefir um nýjar fjöldahandtökur í Rúm- eníu. Hafa þær einkum beinzt gegn liðsmönnum Bændaflokks- ins og frjálslynda flokksins. Ítalía: Ekkert gengur enn með myndun nýrrar ríkisstjórnar. Öryggisstofnunin: Nefndin, sem á að gera tillögur um dval- arstað stofnunarinnar, hefir kvatt á fund sinn fulltrúa 22 bandarískra borga og tveggja kanadiskra, er hafa sótt um að hafa stofnunina. Þeirri skoðun virðist þó vaxa fylgi, að aðset- ursstaður stofnunarinnar eigi að vera í Evrópu. 2. desember, sunnudagur: Uppreisn í TVorðnr- Iran. Iran: Stjórnm tilkynnir, að allt bendi til, að þjóðflokkar í Norður Iran séu að undirbúa uppreist. Fullvíst þykir, að Rúss- ar rói þar undir. Java: Fulltrúar þjóðernissinna og Hollendinga hittust 1 fyrsta sinn og hófu- umræður um samkomulag. Brazilía: Fóru fram fosrtea- kosningar og kosningar til ■þingsins í fyrsta sinn í 15 ár. Úrslit verða kunn síðar í vik- unni. Brynjólfur rangtálkar (Framhald af 1. síðu) stóð í sambandi við sterkar sparnaðarkröfur, er þá voru uppi á Alþingi. Þau orð ráðherra, er ég taldi að skilja mætti sem hótun um brottrekstur úr em- bætti, voru látin falla í sam- bandi við þær ráðstafanir. Deilurnar, er um þær mund- ir voru uppi varðandi þessi mál, verða ekki raktar né skýrðar í fáum línum, enda tel ég það óþarft. Hitt vil ég láta koma fram, að þrátt fyrir ágreining, sem var milli mín og ráðherra um ýms minniháttar atriði, gerði hann aldrei neinar kröfur í þá átt, að sínum flokki væri í útvarpinu þjónað fremur en öðrum flokkum. Þetta vildi ég vinsamlegast biðja yður, hr. ritstjóri, að birta í blaði yðar. Jónas Þorbergsson. Eins og þessi leiðrétting ber með sér, hefir Brynjólfur farið með fullkomin ósannindi og fals, þegar hann hugðist sanna, að Framsóknarflokkurinn og ráðherrar hans hafi reynt að misnota yfirráðin yfir útvarpinu í flokksþágu. Er það sennilega einsdæmi, að ráðherra skuli þannig reyna að misnota einka- bréf og byggja á rangtúlkun þess svæsna árás á andstæðing- ana. Sýnir þetta mætavel hvort- tveggja, hve ósvífnir kommún- istar eru og hve erfiðlega þeim veitist að finna nokkrar máls- bætur fyrir þá misbeitingu, sem nú er viðhöfð í fréttastarfsemi útvarpsins. veldi, sem henni er brýn nauð- syn að eiga góð skipti við. Þess- vegna mun hún krefjast þess, að þeirri framkomu sé tafar- laust hætt, að ríkisstjórnin hafi leynd yfir mikilvægu máli, sem það hefir leyft að gert sé opin- bert, svo að kommúnistar og undirlægjur þeirra geti ráðist á það úr skjóli leyndarinnar. Þjóðin heimtar að gögnin séu tafarlaust lögð á borðið. Hún heimtar jafnframt að komið sé fram með kurteisi og drengskap en ekki svarað með óskiljanleg- um „nótum“ og öðrum loddara- skap. Kurteis, ákveðin og drengi- leg framkoma mun reynast henni bezt i samskiptum við aðrar þjó^ir og þess vegna má það ekki síðar verða, að slíkir starfshættir séu teknir upp í þessu máli. Raforkumálin á (Framhald af 1. síðu) ver ríkisins skyldu annast dreif- ing orkunnar til neytenda, en heimilt skyldi þó kaupstað, kauptúni effa béraði, sem óska aff annast dreifingu raforku, að hafa hana í sínum höndum. Gjald fyrir raforku frá Raf- veitum rikisins skyldi ákveða í gjaldskrá, sem raforkumála- stjórn semur, en ráff hennar staðfestir, og skal gjaldið fyrir raforkuna til notenda vera hiff sama um allt land. Mörg önnur merkileg ákvæði voru í frv., sem fjölluðu um framkvæmd og stjórn þessara mála, t. d. um raforkusjóð, raf- magnseftirlit ríkisins og um stjórn raforkumála. Frumvarp þetta fékk daufar undirtektir hjá stjórnarliðinu á seinasta þingi og dagaði því uppi. Þó fékkst það fyrirheit frá samgöngumálaráðherra, Emil Jónssyni, að hann skyldi láta athuga frv. fyrir seinasta þing. Frumvarp Emils. Niðurstaðan af þessari „at- hugun“ Emils hefir orðið sú, að meirihluti iðnaðarnefndar néðri deildar lagði fram fyrir nokkru frv. til raforkulaga, sem ráð- herrann mun hafa látið undir- búa. Frv. þetta er á ýmsan hátt byggt á frv. milliþinganefndar innar. T. d. er ætlazt til, að rík- ið eitt hafi rétt til að reisa og reka raforkuver, sem eru stærri en 100 hestöfl, nema annað sé ákveðið af Alþingi. Þó getur ráðherra veitt leyfi til þess undir sérstökum kringumstæð- um, að sveitarfélagi, einstakl- ingi eða félagssamtökum sé leyft að reisa orkuver allt að 500 hestöfl að stærð. Er hér höfð smuga fyrir það, að hægt sé að halda smáveitnabygg- ingum áfram. Kaupstaðir þeir, sem nú eiga stór orkuver, mega reka þau áfram. Þá eru ákvæði um tvenns konar rafveitur, er dreifa orkunni frá orkuveri rík- isins, héraðsrafveitur, sem bæj- arfélög, héruð, önnur félags- samtök eða einstaklingar reka, og héraffsrafveitur ríkisins, sem rikið rekur. Það skilyrði er sett um héraðsrafveitur ríkisins, að gegn óendurkræfu og vaxta- lausu framlagi ríkisins komi a. m. k. óendurkræft og vaxta- laust framlag frá héraðinu, er nemi minnst hálfu framlagi rík- isins. Framlög þessi skulu vera það mikil, að tryggt sé að raf- veitan beri sig. Þá eru í frv. ákvæði um raforkusjóð, raf- magnseftirlit ríkisins og stjórn raforkumála. Það, sem mest ber á milli. Það, sem mest ber á milli þessa frv. samgöngumálaráð- herra og frv. milliþinganefnd- arinnar eru ákvæðin um verð raforkunnar. Samkvæmt frv. milliþinga- nefndarinnar yrði raforkan jafndýr um land allt, án þess þó að hún yrði dýrari til neyt- enda í kaupstöðum. Var þetta byggt á því, að það opinbera greiddi strax svo mikið niður stofnkostnaðinn við flutning orkunnar, að hún gæti orðið jafnódýr komin til neytenda, án tillits til hvar þeir byggju. Vit- anlega yrði raforkan þó aðeins lögð með þessum hætti um þau héruð landsins, þar sem rétt- mætt er að ráðast i slíkar fram- kvæmdir að dómi kunnáttu- manna. Samkvæmt athugun n'Alliþtt'nganefndarinnar myndi þetta vera kleift I flestum sveit- um landsins, en þeim sveitum, sem ekki gætu notið þessara hlunninda, þyrfti að sjá fyrir aðstoð með öðrum hætti. Þótt það yrði nokkur aukakostnað- ur fyrir ríkið í fyrstu að leggja þannig fram stofnfé til dreif- ingar raforkunnar, myndi það vinnast óbeint upp aftur með aukinni sölu hennar. Samkvæmt frv. ráðherrans er ekkert ákveðið um verð rafork- unnar, en hins vegar bersýni- Alþingi legt, að það verður mjög mis- munandi, og sumit staðir verða útilokaðir með öllu. Frv. gerir ráð fyrir, að lagt verði fram það mikið fé, óendurkræft og vaxta- laust, að rafveitur ríkisins beri sig. Af því fé sem til þess þarf leggur ríkið % en héruðin (sýslan) y3. Þó að vísu að þátt- taka ríkisins í þessari niður- greiðslu kostnaðarins sé allveru- leg, getur ekki hjá þvi farið, að héruðunum verði sumum hverjum að minnsta kosti, mjög erfitt að inna þessi gjöld af höndum. Þau, sem allra bezta aðstöðuna hafa, reyna sjálfsagt að klífa þrítugan hamarinn til þess að leggja nægilegt fé fram, en mörg þeirra geta það alLs ekki. Eftir þessu frv. eiga þau ekkert rafmagn að fá. Annað mikilvægt atriði, sem á milli ber, er það, að mikil á- herzla er lögð á það í frv nefnd- arinnar að flýta framkvæmd- um í raforkumálunum, en í frv. samgöngumálaráðherrans virð- ist engin áherzla á það lögð. Unibótatillögur Fram- sóknar iiiaiina. Strax við 1. umræðu frv. í neðri deild, en þar var frv. lagt fram, vakti Jörundur Brynjólfs- son athygli á þessu atriði. Sýndi hann fram á, að hér væri verið að skapa grundvöll að misrétti þegnanna og væri það gagn- stætt því, sem yfirleitt væri nú gert annars staðar. Við aðra umr. um frv. flutti fulltrúi Framsóknarflokksins í iðnaðar- nefnd, Sigurður Þórðarson, breytingartillögur þess efnis, að fellt yrði niður það ákvæði úr frv., að héruðum þyrfti að leggja fram óafturkræft og vaxtalaust framlag til að koma upp héraðsrafveitum ríkisins. Ennfremur lagði hann fram svohljóðandi tillögu: „Söluverff raforkunnar skal vera hið sama um land allt og eigi hærra til notenda utan kaupstaðanna en íbúar þeirra þurfa að greiða á hverjum tíma aff meffaltali.“ Tillögur þessar voru feldar. ^ramsóknarmönnum fylgdu að málum Gísli Sveinsson, Jón Sig- urðsson, Ingólfur Jónsson og Jón Pálmason, en allir aðrir við- staddir stjórnarsinnar voru á móti og voru í þeirra hópi menn eins og Gunnar Thoroddsen, Garðar Þorsteinsson, Sigurður Bjarnason, Ásmundur Sigurðs-, son og Lúðvík Jósefsson. Barði Guðmundsson greiddi ekki at- kvæði, en Pétur Ottesen var fjarverandi. Þá flutti Sigurður Þórðarson einnig svohljóðandi tillögu: „Svo fljótt sem verða má, eftir vildistöku iaga þessara, skal lok- 5ff rannsóknum á því, hvernig bezt verffi fullnægt raforkuþörf ’andsmanna hvarvetna á land- ‘nu, og skal raforkumálastjóri gera áætlanir um framkvæmd- ir. skulu áætlanir þessar miffaff- ar viff þaff, aff rafveitur ríkisins komi upp orkuverum og há- spennulínum á árunum 1946— ^955, er nægi til þess, aff í lok hess tímabils geti sem fiestir íbúar hverrar sýslu og hvers kauptúns fengiff keypta raforku ’nnan sýslunnar effa kauptúns- !ns, er fullnægi áætlaðri orku- þörf þeirra fyrst um sinn.“ Þessi tillaga var einnig feld með svipuðum atkvæðamun. Má bezt á því marka þann áhuga, sem stjórnarliðar raunverulega hafa fyrir „nýsköpun" á þessu sviði. Baráttiinni vorður lialdið áfram. Þótt umbótatillögur Fram- sóknármanna fengju þessa af- greiðslu við 2. umr., munu Framsóknarmenn halda bar- áttunni fyrir þeim áfram. Vit- anlegt er, að bæði Sjálfstæðis- menn og Alþýðuflokksmenn hafa verið þeim fylgjandi, þar •sem þeir fylgdu þingsályktun- inni 1942 og fulltrúar þeirra fylgdu þeim í milliþinganefnd- inni. Ástæðan til skoðanaskipt- (jatnla Síó %> Bíí HERMANNA- BRELLUR (Up In Arms) Söng- og gamanmynd í eðli- legum litum, með skopleikaran- um Danny Keye, Dinah Shore, Constance Dowling, Dana Andrews. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ► ■ Jólaleyfi (Christmas Holiday) Hugðnæm og vel leikln mynd, gerð eftir sögu W. Somerst Maugham’s. Aðalhlutverk: Deanna Durbin, Gene Kelly. Sýnd kl. 5, 7 og 9. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR IVÝTT íslenzkt leikrit. íl IjQpáucýnincý eftir H. H. Sýning annaðkvöld (miðvikud.) kl. 8. Aðgöngumiðasala í dag kl. 4—7, sími 3191. — Aðeins 2—3 sýningar eftir. — UR BÆNUM Skemmtisamkoma. Skemmtun Framsóknarmanna í Sýningaskála listamanna annað kvöld (5. des.) byrjar kl. 8,30 með Framsókn- arvist. Að vistinni lokinni verður verð- laununum úthlutað til sigurvegaranna, ein stutt ræða flutt og svo sungið og dansað fram á nótt. Flestir alþingis- manna Framsóknarflokksins er búist við að verði á þessari samkomu. — Vissara er fyrir alla að vera komna að spilaborðunum kl. 8,30. Aðgöngu- miðar pantist s t r a x í síma 2323 og sækist svo í dag eða fyrramálið í inn- heimtustofu Tímans, Edduhúsinu. Margrét Eiríksdóttir heldur píanótónleika í Gamla BIó á föstudaginn kl. 7. Hún er talin efni- legur píanóleikari og hefir verið ráð- inn skólastjóri hins nýja tónlistarskóla i Akureyri. Meðal verkefna, sem ung- "rúin tekur til meðferðar á þessum tónleikum eru verk eftir Haydn, Arne, Brahms, Chopih, Rawstorne og t)ebussy. Hnefaleikamót, Það fyrsta, sem haldið er á þessum vetri, verður háð í íþróttahúsinu við Hálogaland, fimmtudaginn 6. des. n k. Það er íþróttasamband Reykjavíkur, sem gengst fyrir mótinu. Þátttakendur verða 16 til 18, frá K. R., í. R. og Ár- manni. Ennfremur munu f jórir Bretar úr brezka flughernum taka þátt í mót- inu. Hátíffahöld stúdenta 1. des. fóru fram með svipuðu sniði og venja er til, nema hvað slæmt veður hamlaði almennri þátttöku. Stúdentar öfnuðust saman við Háskólann og gengu þaðan undir fánum út á Aust- urvöll og staðnæmdust fyrir framan álþingishúsið. Gunnar Thoroddsen orófessor flutti þar ræðu af svölum Mþingishússins. Siðan lék Lúðrasveit Reykjavíkur þjóðsönginn. Þá héldu stúdentar samkomu í hátíðasal Há- skálans. Kristilegt stúdentafél. gekkst ‘'yrir guðsþjónustu í Dómkirkjunni og um kvölöið héldu stúdentar hóf að Hótel Borg. Timburverksmiðja brennur. Aðfaranótt siðastl. sunnudags kvikn- aði í timburverksmiðju Eyjólfs Jó- hannssonar við Hagaveg. Slökkviliðið var hvatt á vettvang skömmu fyrir miðnætti, en sökum slæmra skilyrða og storms tókst ekki að ráða niður- lögum eldsins fyrr en verksmiðjan var að mestu brunnin. anna er því annað hvort undir- lægjuháttur við kommúnista, er alltaf hafa verið þessum málum fjandsamlegir, ellegar þá að bessir flokkar hafa ekkert meint með fyrri afstöðu sinnni heldur verið að leika hinn venjulega loddaraleik sinn I trausti þess, að aldrei kæmi til þess, að þeir byrftu að taka endanlega af- stöðu. Úr þessu mun verða end- anlega skorið á þinginu og verð- ur það svo kjósendanna að marka sér afstöðu eftir þvl. Aflasölur í sl. viku. Sala skipanna var sem hér segir : Huginn seldi 2212 vættir fiskjar fyrir 6669 stpd, Rán seldi2246 vættir fyrir 5591 stpd., Belgaum seldi 3633 vættir fyrir 9603 stpd., Tryggvl gamli seldi 3377 vættir fyrlr 9329 stpd., Álsey seldi 1575 vættir fyrir3381 stpd. Haukanes seldi 2695 kit fyrir 7878 stpd., Skinfaxi seldi 2606 kit fyrir 8078 stpd., Júní seldi 3398 vættir fyrir 55101 stpd., Vörður seldi 3438 vættir fyrir 6176 stpd., Kópanes seldi 2925 vættir fyrir 5771 stpd. Hafstein seldi 3671 vætt fyr- ir 551 stpd., Skallagrímur seldi 4487 vættir fyrir 11197 stpd. Séra Jóni Auffuns var af kirkjumálaráðherra síðaslið- inn laugardag veitt annað dómkirkju- prestsembættið í Reykjavík. Framsóknar menn! Fi-amsóknarmenn í Reykjavík eru vinsamlega beðnir að koma í kosn- ingaskrifstofuna í Edduhúsinu og m. a. gæta að hvort þeir eru á kjörskrá. Gestir í bænum. Gísli Brynjólfsson, Hvalgröfum. Dalasýslu, Ingimundur Ásgeirsson, Hæli, Flókadal, séra Jón Ólafsson, Holti, Önundarfirði, Stelngrímur Sam- úelsson, Heinabergi, Dalasýslu, Run- ólfur Björnss., Kornsá, Austur-Húna- vatnssýslu, Jón Skúlason, Glliastöðum, Dalasýslu, Björn Stefánsson, Stöðvar- firði. Bókin um lýðveldis- hátíðina (Framhald af 1. slðu) hátðahöldunum, bæði hér og annars staðar, auk þeirra, sem unnu nefndarstarf í lýðveldis- kosningunum. Eru um 800 nöfn í þessarri skrá. Bókin er prýdd 350 myndum og er 500 bls. Hún er prentuð á vandaðan pappír og er frágangur eins og hann getur beztur verið. H. f. Leiftur hefir kostað útgáfu bókarinnar að öllu leyti. Vafalaust verður þessari bók vely tekið og gildi hennar mun vaxa eftir því, sem lengra lður og enn meiri söguhelgi hvílir yfir þessum merkilega og þýð- ingarmikla atburði. Hríðarveður (Framhald af 1. síðu) Veðurstofunni, var snjókoma víðasthvar á landinu, nema á Austfjörðum, en þar hefir að mestu verið heiðskírt veður og úrkomulaust undanfarna daga, en var þó að þykkna upp þar í gær. Frost var um allt land i gær.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.