Tíminn - 11.12.1945, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.12.1945, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Símar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. \ RITSTJÓRASKRIFSTOFUR: ’ EDDUHÚSI. Lindargötu 9 A ) Símar 2353 og 4373 \ > AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A Siml 2323 29. árg. Reykjavík, |>riðjudagiim 11. des. 1945 94. blað Avöxtur F,IArmAl vstJ ÓRWRIIVIVAR: Greiðsluhallinn é fjárlögunum nemur orðið um 14 milj. kr. Fjármálaráðherraim ráðgerir að láta rikið taka lán til að mæta lionuin Fyrir helgina voru lagðar fram á Alþingi tillögur fjárveitinga- nefndar við fjárlagafrumvarp stjórnarinnar fyrir árið 1946. Hafði nefndin gert mjög stórfelldar breytingar á frv., sem yf- irleitt stefna í þá átt að auka verklegar framkvæmdir. Alls námu hækkunartillögur nefndarinnar 10.9 millj. kr., en lækkunar- tillögur hennar námu 1.9 millj. kr. Þá hækkaði nefndin tekju- áætlunina um 9.2 millj. kr., svo að raunverulega hefir rekstrar- hallinn við tillögur hennar ekki aukizt nema um 700 þús. kr. Greiðsluhallinn var áætlaður upphaflega í frv. 12.8 millj. kr. og verður því 13.5 millj. kr. eftir tillögum nefndarinnar. Eftir að búið er að samþykkja tillögur nefndarinnar nema útgjöldin kr. 138.5 millj. kr. á sjóðsyfirliti, en tekjurnar 125 millj. kr. Af tillögum nefndarinnar, sem miða að hækkun gjaldanna, má nefna: Til nýrra akvega 2 millj. kr., til brúargerða 120 þús., til strandferða 500 þús., til flóa- báta 350 þús., til hafnarmann- virkja 2,1 millj., til flugfram- kvæmda 15 þús., til byggingar barnaskóla utan kaupstaða 500 þús., til byggingar héraðsskóla 500 þús., til byggingar hús- mæðraskóla 300 þús. Til í- þróttasjóðs 100 þús., til bygg- ingu leikfimishúss fyrir kenn- araskólann í Reykjavik 50 þús. Þrátt fyrir þessar hækkanir nefndarinnar, verða framlög til verklegi.A framkvæmda og at- vinnuveganna hlutfallslega lægri á fjárlögunum, miðað við tekjurnar, en þau voru fyrir stríðið. Sést vel á því, að stjórn- in hefir upphaflega ætlað sér að hafa þessi framlög miklu minni hlutfallslega en áður, þótt hún auglýsi sig séi-staklega sem stjórn framfara og nýsköpunar! Framsóknarmennirnir, sem sæti eiga í fjárveitinganefnd, skrifuðu undir nefndarálitið með svohljóðandi fyrirvara: „Fjárlagafrumvarpið var með greiðsluhalla, þegar það var lagt fyrir þingið, og við teljum, að það hafi komið greinilega í ljós við meðferð frv., að ekki sé unnt að afgreiða fjárlög á við- unandi hátt án þess að minnka verðbólguna í landinu. Ef dregið væri úr verðbólgunni til veru- legra muna, mundi það hafa í för með sér milljónasparnað fyrir ríkissjóðinn, "og mætti þá verja meira fé en nú er gert til nauðsynlegra verklegra fram- kvæmda og stuðnings við at- vinnuvegi landsmanna og af- greiða hallalaus fjárlög“. | Við 2. umræðu fjárlaga, er hófst eftir að r.efnðarálitið kom fram, taldi fjármálaráðherra líklegast, að stjórnin myndi óska eftir heimild til lántöku, sem yrði látin mæta rek,strar- hallanum. Yrði það einsdáémi, sem væri góður vottur um fjár- málastjórnina, ef taka þyrfti stórfelld lán til að standa undir rekstrarhalla hjá ríkissjóði, þegar tekjur hans verða þó hærri en nokjcuru sinni fyrr og. framlög til verklegra fram- kvæmda og atvinnuveganna ekki I hlutfallslega hærri en áður I Betri sönnun væri vissulega ekk-i hægt að fá um launa sukkið. I (Framhald á 8. síöu) Varðskipakaupin voru sam- þykkt af öllum ráðherrunum Ráðhcrrar ílmldsius kojíimímista reyna að flýja á bak við Pálma Loftsson! Skrif helztu stjórnarblaðanna, Morgunblaðsins og Þjóðviljans, um varð- skipamálið, sýna að kjarkurinn er í samræmi við annað hjá stjórnariið- inu. Meðan talið var, að allt væri í lagi með bátana, hældu þessi blöð ríkisstjórninni fyrir bátakaupin, en nú láta þau, eins og stjórnin hafi hvergi nærri málinu komið, og skella allri sökinni á Pálma Loftsson! Af skrifum þessara blaða virðist nú helzt mega halda, að Pálmi Loftsson sé eins konar yfirmaður ráðherranna og þeir hafi ekki verið annað en leiksoppar hans. Svo iítið gera þessi blöð nú úr ráðherrum sínum, ef verða mætti til að afsaka þá. Má vissulega um þetta segja, að flest und- anbrögð — og þau ekki öll sem karlmanniegust — sé nú reynt að nota! Alþýðublaðið hefir hins vegar kjark til að játa, að ráðherrarnir aliir séu hér sekir, ef um sekt sé að ræða, því að kaupin hafi verið ákveðin á ráðherrafundi. Eftir þessa yfirlýsingu mun ráðherrum ihaldsins og komm- únista ekki takast að flýja frá ábyrgðinni í varðskipamálunum, hversu ákaft, sem þeir reyna til þess. Tíminn endurtekur það svo enn einu sinni, að hann sér ekki ástæðu til að deila hart á stjórnina fyrir framkomu hennar í þessu máli. Það, sem henni varð á, var að kynna sér skipi i ekki nógu vel áður en kaupin voru afráðin, en þetta má afsaka með því, að þörfin fyrir aukna landhelgis- gæzlu er mjög mikil og veruleg fjárhagsleg áhætta fylgdi ekki kaupun- um. Það er vitanlega fjarstæða hjá Mbl. að bera þessi skip saman við Hauk, sem sökk í blæjalogni. Skip, sem eru smíðuð undir eftirliti enska flotamálaráðuneytisins, eiga ekki neitt skylt við slíka manndrápsbolla og er það sannariega ósæmilegt að bera erlcndum stjórnarvöldum slíkt á brýn. Annað mál er það, hvort skipin fullnægja því hlutverki, sem þeim er ætiað hér. Svo að endingu þetta: það verður að hraða rannsókninni á skipunum og selja þau og kaupa tafarlaust önnur fullkomnari i þeirra stað, ef þau eru ekki talin nothæf. Það má engan tíma missa, hvað það snertir að efla landhelgisgæzluna. Ályktanir Fiskiþingsins um dýrtíðarmálin: % Laun og kaupgjald þarf að færast til sam- ræmis við útflutningsverðmæti afurðanna ATTLEE V/Ð HLJOÐNEMANN Mynd þessi er af Attlee forsætisráðherra Breta. Myndin var tekin, þegar hann tilkynnti stríðslokin í Asíu í brezka útvarpinu. \vja tryggiiigafrumvai'pið: Kostnaðurinn við framkvæmd- ina áætlaður 72 milj. kr. á ári Frumvarp það um almanna- tryggingar, sém hefir verið i undirbúningi síðan 1943, var lagt fram á Alþingi fyrir helg- ina. Skiptist það í 5 kafla, sem nefnast um svið trygging- anna, stjórn og skipula^ (1. kafli), bætur greiddar í pen- ingum (2.kafli), heilsugæzla (3. kafli), fjárhagsákvæði (4. kafli, og ýms ákvæði (5. kafli). Gert er ráð fyrir elli- og örorku- tryggingum, barnalífeyri og fjöl- ■skyldubótum, mæðra- og ekknahjálp, sjúkrahjálp og slysabótum. Margt í frv. þessu er mjög merkilegt, en þó v)irðist það þurfa ýmsar endurbætu^, T. d. er gert ráð fyrir að skipta land- inu í verðlagssvæði og láta styrkinn vera.lægri í kauptún- um og sveitum en í kaupstöð- um. Slíkt er vitanlega ekkert annað en ranglæti og virðist það hafa átt að vera fyrsta verkefnið, þegar farið var að Vélbátaflotinn stöðvast í vetur, ef ekki verða gerðar opinberar ráðstafanir til að lækka kostnaðinn Fiskiþinginu, sem lauk síðastl. föstudagskvöld, vbru sam- þykktar margar ályktanir um sjávarútvegsmálin. Veigamestu ályktanirnar snerust um það mál, sem nú er aðalmál útvegsins, en það er dýrtíðin í landinu, sem er að gera alla útgerðarstarf- semi óarðbæra. Þingið krafðist þess, að gerðar yrðu róttækar ráðstafanir til að ráða bót á þessum erfiðleikum og benti á það sem aðalúrræði að miða kaupgjaldiö v5ð verðmæti útflutn- ingsins. Þingið gerði enga ályktun um skipakaup ríkisstjórnar- innar og hefir því bersýnilega ekki látið blekkjast af „nýsköp- unar“-skruminu, enda er það vissulega til lítils að vera að fjölga skipunum, ef dýrtíðin stöðvar svo rekstur þeirra. Þess vegna er niðurfærsla dýrtíðarinnar höfuðmál útgerðarinnar, eins og nú standa sakir. Ilér á eftir fara nokkrar tillögur þingsins varðandi þessi mál: vinna að endurbótum á trygg- ingarlöggjöfinni að bæta úr þeim misrétti, sem hefir við- gengist í þessum efnum. Kostnaður við tryggingarnar, eins og þær eru ákveðnar í frv., er áætlaður 72 millj. kr. Skipt- ist hann þannig: Einstaklingar greiða 20.9 millj. króna, at- vinnurekendur 11.8 millj., kr., sveitafélög 10.3 millj. kr., ríkis- sjóður 24 millj. kr. Nú er kostn- I aðurinn 40 milj. og skiptist þannig: Einstaklingar 13.1 millj., atvinnurekendur 4.2 millj., sveitafélög 10.3 millj. og rikissjóður 12.4 millj. kr. Frv. er flutt af heilbrigðis- og félagsmálanefnd efri deildar, en nefndarmenn lýsa því yfir, „að þeir hafi óbundnar hendur um afgreiðslu frumvarpsins“. Hins vegar er svo ákeðið í stjórnar- sáttmálanum, að frv. þessa efnis skuli afgreitt frá þessu þingi. ULLARVERÐIÐ Fyrir nokkrum dögum svar- aði landbúnaðarráðherra fyrir- spurn frá Ingólfi Jónssyni um sölu á ull frá árunum 1943, 1944 og 1945, sem enn er óseld Upp- lýsti ráðherrann, að margar til- raunir hefðu verið gerðar til að selja ullina, en allar mis- heppnazt til þessa, því að verðið hefði ekki þótt nógu hagstætt. Ráðherrann gat þess, að greidd yrði uppbót á ullina frá 1943 og 1944 samkvæmt sex- mannanefndarverðinu. Pétur Ottesen spurði þá, hvort ekki yrði greidd uppbót á ullina frá 1945. Ráðherrann kvaðst ekki hafa reiknað með því. Eysteinn Jónsson las þá upp ákvæði dýr- tíðarlaganna frá síðasta þingi, sem tók af allan vafa um skyldu ríkissjóðs í því efni. Ráðherr- ann tók ekki til máls eftir það. Landshöfn í Keflavík og Njarðvíkum Fyrir nokkru síðan hefir ver- ið lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um landshöfn í Kefla- víkur- og Njarðvíkurhreppum. Frumvarpið var undirbúið af milliþinganefndinni í sjávarút- vegsmálum, sem kosin var að tilhlutun Framsóknarflokksins. Samkvæmt frv. verður 10 milj. kr. varið til þessara fram- kvæmda. Ætlunin er að koma út fullkominni og stórri báta- höfn í Njarðvíkum, en hafnar- mannvirkin í Keflavík verða stækkuð, svo að stór skip geti lagzt þar. Þetta mál hefir lengi verið á döfinni, en vonandi kemst nú skriður á það. Verður að telja það sjálfsagt, að fyrsta stóra fjárveitingin til þessara fram- kvæmda verði tekin upp í fjár- lög þessa árs. Útjícrðin í vdur. Þingið gerði eftirfandi á- komandi vetrarvertíð: lyktun varðandi útgerðina á „Fiskiþingið telur fjárhags- grundvöll til þess að hægt verði að óbreyttum aöstæðum að gera vélbátaflotann út á þorskveiðar í vetur. Telur þingið að útgerð- in geti því aðeins hafizt, að út- gerðarkostnaður verði með op- inberum ráðstöfunum færður niður til verulegra muna, eða afurðaverð hækkað og telur kröfur Suðurnesjamanna um hækkun fiskverðs, lágmarks- kröfu, sem er 15% frá núver- andi verði. Jafnframt skorar Fiskiþing- ið á ríkisstjórnina og bankana að veita Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna fyllsta stuðning til þess að kaupa eða leigja, eða hvort tveggja, skip til þess að flytja framleiðsluvöru sína á er- lendan markað. Einnig að veita öðrum félagssamtökum útgerð- arinnar sams konar aðstoð. Fiskiþingið telur sjálfsagt að framleiðsluvörur útvegsins verði ekki seldar á erlendum markaði, án þess viðkomanda félagssam- tök útflytjenda Samþykki verð- ið.* Fiskiþingið skorar á Sölu- samband ísl. fiskframleiðenda, að gera nú þegar tilraunir til þess, að selja fyrirfram saltfisk- framleiðslu næsta árs, við við- unandi verði, sem við álítum vera kr. 1.75 pr. kg. fob., blaut- saltaðan fisk. Sambandið til- kynni útvegsmönnum svo fljótt sem verða má, horfur á sölu saltfisksins, svo að þeir geti bú- ið sig undir söltun fisksins, ef það þykir hagstætt.“ Dýrtíðar- og' kaup- gjaldsmálin. Um dýrtíðar- ag kaupgjalds- málin almennt gerði þingið þessa ályktun: „Fiskiþingið skorar á Alþingi og ríkisstjórn að koma því til leiðar, að öll laun og kaupgjald í landinu verði miðað við magn og verðlag útfluttra afurða. Bendir þingið á, að við borð hefir legið, að vélbátaútvegur- inn stöðvaðist, bæði á þorsk og síldveiðum vegna vaxandi ó- samræmis milli afurðaverðs og kaupgjalds. Telur þingið að nú sé svo komið fyrir sjávarútveg- inum, að hækkað kaupgjald eða lækkað verð á sjávarafurðum, hljóti að leiða til þess, að sjó- menn fáist ekki á meginhluta vélbstaflotans, vegna þess að þeim bjóðist hærra kaup í landi en vélbátaútvegurinn getur risið undir að greiða. Auk þess yrði um taprekstur að ræða hjá vél- bátaútgerðinni. Svipað er ástatt í fleiri greinum sjávarútvegsins. Ef laun og .kaupgjald verður ekki fært til samræmis við út- flutningsverðmæti afurðanna áður en Iangt Iíður, er hætt við að það verði ekki gert fyr en afleiðingar ósamræmisins hafa bakað þjóðinni stórtjón.“ Ennfremur gerði þingið svo- fellda ályktun: „Fiskiþingið felur stjórn Fiskifélagsins að hlutast til um það, að reiknað sé út, svo fljótt sem verða má, hve mikið verð- Jag og framleiðslukostnaður hinna ýmsu sjávarafurða hafi breytzt síðan á árinu 1939. Tel- ur Fiskiþingið sjálfsagt að hafðir séu til hliðsjónar við þessa útreikninga, reikningar frá reikningaskrifstou sjávarút- vegsins, er starfar á vegum Fiskifélagsins.“ Allsher j arnef nd sameinaðs þings sendi Fiskiþinginu til umsagnar þingsályktunartillögu Eysteins Jónssonar varðandi framleiðslukostnað sjávaraf- urða. Sjávarútvegsnefnd þings- ins svaraði bréfinu, þar sem hún vísaði til framangreindra sam- bykkta, og mælti eindregið með því, „að afgreiðsla þessa jmáls verði hraðað á Alþingi og telur að tillaga á þingskjali nr. 55 (tillaga Eysteins Jónssonar) geti greitt fyrir því og mælir með samþykkt hennar.“ Fiskvelðasjóður. Um Fiskveiðasjóð var sam- þykkt svohljóðandi ályktun: „Fiskiþingið vekur athygli hv. ríkisstjórnar og Alþingis á því, að nýsköpun sjávarútvegs- ins er það brýn nauðsyn, að nú þegar sé gengið frá hagfelld- um stofnlánum og hagstæðum vaxtakjörum. Leggur Fiskiþing ríka áherzlu á: 1. Að hámark stofnlána verði 85% af virðingarverði skipa, þótt eigi fylgi ábyrgð bæja- eða sýslufélaga. 2. Að vextir stofnlána verði eigi hærri en 2*4% p. a. 3. Að Alþingi geri nú þegar ráðstafanir til þess að efla Fiskveiðasjóð íslands svo að útvegsmenn eigi greiðari að- gang að lánsfé. 4. Ennfremur sé athugað hvort ekki væri réttast að Fisk- veiðasjóur fái sama rétt til (Framháld á 8. siðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.