Tíminn - 11.12.1945, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.12.1945, Blaðsíða 5
94. blað TÍMITCN, þriðjndaginn 11. des. 1945 5 UR BÆNUM Bifreiðastöðin Hreyfill hefir tekið upp þá nýbreytni við af- greiðslu leigubifreiða frá stöðinni að nota hátalara til að tilícynna bifreiða- stjórunum hvert þeir eigi að fara og þurfa þelr þá ekki að fara úr bílum sínum, þegar mikið er að gera. Var ölvaður og ók tvisvar á. í seinustu viku kom það fyrir í Reykjavík, að ölvaður bílstjóri lenti í tveim árekstrum sömu nóttina. í fyrra skiptið ók hann á girðihgu og braut hana á löngum kafla, en hélt ferð sinni samt áfram, eins og ekkert hefði í skorizt, en áhorfandi tók númerið af bifreiðinni og tilkynnti lögreglunni, er hóf þegar leit að manninum og fann hann, þar sem hann hafði lent í öðrum árekstri og hafði í það sinn ekið fyrst á girðingu og síðan á ann- an bíl. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem slíkt hendir ölvaða bílstjóra og má merkilegt heita, hve sjaldan verða dauðaslys af akstri drukkinna manna, því að.vitanlega eru vegfarendur í yf- irvofandi hættu, þar sem ölvaður mað- ur ekur bíl sínum um fjölfarnar götur. Sjúkdómar af erlendum nærfatnaði. í Reykjavík hefir þess orðið vart að undanförnu, að menn hafi fengið 111- kynjaða húðsjúkdóma af erlendum nærfatnaði, sem notaður hefir verið án þess að hann væri áður þveginn. Hefir héraðslæknirinn 'skorað á fólk að nota ekki erlendan nærfatnað, fyrr en hann hefir verið soðinn og skolað- ur vandlega. Strætisvagnabílstjórar/ segja upp samningum. Fyrir síðasta fundi bæjarráðs, lá bréf frá Bifreiðastjórafélaginu Hreyfli, þar sem tilkynnt er, að félagið hafi sagt upp samningum við Strætisvagna Reykjavíkur, frá 1. marz 1946. Hjúskapur, Nýlega voru gefin saman í hjóna- band af sr. Bjarna Jónssyni ungfrú Birna Benjamínsdóttir, Bræðraborgar- stíg 8 B og Ólafur Jónsson, Leifsgötu 27. Heimili þeirra verður að Leifsg. 27. Brúarfoss kom frá Leith síðastl. sunnudag. Skipið hreppti versta veður á leiðinni og fékk á sig brotsjóa. Ferðinni seink- aði um einn sólarhring vegna óveðurs. Með skipinu voru eftirtalidr farþegar: Geir Borg framkvstj., frú Guðrún Borg Tómas Pétursson stórkaupm., Guido Bernhöft stórkaupm., Jón Möller full- trúi,. Friðrik Bertelsen stórkaupm., Geir H. Zoega forstjóri. Héðinn Valdi- marsson forstjóri, Gunnar Guðmunds- son stórkaupm., Arthur Gook (frá Akureyri) frú Wreight með barn, frú E. J. G. Hannan með barn, frú Conney, frú Lindsey með barn, úngfrú A. Jans- son, ungfrú J. Taylor, A. Ledingham, F. Carter, frú Valgerður Could, ungfrú Witaker, B. Gíslason, R. Ólafsson, Haraldur Bjarnason, G. Friðriksson, Lárus Johannesson, R. T. Johannes- son, Harding Johansen og A. Hagvaag. Fra msóknarmenn! Framsóknarmenn í Reykjavík eru vinsamlega beðnir að koma í kosn- ingaskrifstofuna í Edduhúsinu við Lindargötu og m. a. gæta að, hvort þeir eru á kjörskrá. Sími skrifstof- unnar er 6066. Samkoma. Framsóknarfélögin í Reykjavík héldu skemmtisamkomu í Sýningaskálanum s.l. miðvikudagskvíld. Þar flutti Hall- dór Kristjánsson snjalla ræðu. Spilað var, sungið og dansað af miklu fjöri fi>am á nótt. Húsið var troðfullt og samkoman að vanda mjög skemmtileg. Næsta skemmtun Framsóknarfélag- anna verður föstudaginn 4. í jólum. Þá verður jólatrégleðskapur fyrir börn að deginum, en aðal jólaskemmtun fullorðna fólksins að kvöldinu og fram eftir nóttunni. Aðalfundur verzlunarmanna- félags Reykjavíkur var haldinn s.l. mánudagskvöld. í stjórn voru kosnir Guðjón Einarsson formaður. . Meðstjórnendur í 2 ár: Baldur Pálmason, Carl Hemming Sveinsson og Björgúlfur Sigurðsson. Meðstjórnandi í eitt ár: Sveinn Ólafs- son. í varastjórn hlutu kosningu: Gunnar Ásgeirsson, Gunnar Magnús- son og Sveinbjörn Árnason. Fyrir voru í stjórninni: Konráð Gíslason og Pét- ur Ólafsson. Dómprófasturinn kveður. Séra Friðrik Hallgrímsson dómpróf- astur kvaddi söfnuð sinn síðastlðinn sunnudag, við guðsþjónustu er hann flutti í Dómkirkjunni. Við þetta tæki- færi flutti biskup prófasti hugnæma kveðju og séra Árni Sigurðsson kvaddi hann einnig með nokkrum orðum. Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Kristín Guðmundsdóttir frá Þingeyri og Hermann Friðfinnsson Kjaranstöðum, Dýrafirði. Umferðaslys. Undanfarna daga hafa orðið mörg umferðaslys í Reykjavík, endá slæm færð, krap og hálka á götunum. Fyrra sunnudag ók bifreið á ljósastaur á TÓBAKSEINKASALA RÍKISINS i r REYKJAVIK SÍMAR 1620—1625 (5 límir). PÓSTHÓLF 427. SÍMNEFM: MONOPOL—TOBAK Útsöluverð í sraásölu á eftirtöldum vindlategundum má eigi vera hærra en hér segir: Jamaica vincUar Brazil vindlar Havana vindlar Golofina Perfectos (í y4 ks.) kassinn kr. 82.50 Golofina Londres (í Vz —) — — 130.00 Golofina Conchas (i % — ) — — 97.50 Golofina Royal Cheroots (íVi —) — — 62.50 Machado’s Gems (smávindlar) . (í 50 stk. búntum) pakkinn — 23.75 Suerdieck: - Cesarios (í % ks.) kassinn kr. 53.75 Mandarim large (í V2 ks.) — — 66.25 Mandarim small (í y2 —) — — 51.25 Hollandezes (í y2 —) — — 85.00 Oura de Cuba, Brazil (í y2 —) — — 100.00 Oura de Cuba, Sumatra 0 y2 —) — — 112.50 Florinha-Havana . *. (í y4 —) — — 31,25 Baroneza Erna small (í y4 —) — — 40.00 Fidalgos smávindlar (í 10 stk. pk.) pakkinn — 8.00 Costa Peima: Democraticos (í y2 ks.) kassinn kr. 61.25 Violeta ...;. (í y2 —) — — 62.50 Stela No. 1 (í y2 ) — — 63.75 Principe de Gales No. 3 (í y2 —) — — 100.00 Prinripe de Gales No. 2 (í y2 —) — 112.50 Preciosa (í y2 —) — — 47.50 Pistolas (í y2 —) — — 60.00 Bengalinhas • a y2 ) — — 77.50 Bengalinhas * (í y4 —) — — 40.00 Luzos small (i y2 ) — — 77.50 Luzos small * (í y4 —) — — 40.00 La Corona: Corona (i y4 —) kassinn kr. 170.00 Half-a-corona (í y4 ) — — 97.50 Grenadiers (í y4 ) — — 86.25 Young Ladies (í y2 -) — — 120.00 Demi Tasse (í y2 —) — — 125.00 Bock: Rotschilds (í y4 —) kassinn kr. 130.00 Elegantes Espanolas (í. y4 —) — — 96.25 Panetelas (i y2 —) — — 143.75 Henry Clay: Regentes kassinn kr. 98.75 Jockey Club (í y4 —) — — 82.50 Golondrinas . .: (í y4 —) — — 77.50 Bouquets de Salon (i y4 — * — — 77.50 Ltan Reykjavíkur oj* Hafnarfjarðar rná ótsöluverð á viiiclluiii vera 5% hærra vegna flutningskostnaðar. Njálsgötu og slasaðist farþegi og bif- reiðin skemmdlst mikið. Síðastliðinn þriðjudag varð stúlkubarn, sem var að leika sér á skíðasleða, fyrir bif- reið, en slasaðist ekki hættulega. Sama dag urðu tvö önnur umferðaslys. Mað- ur á reiðhjóli varð fyrir bifreiö á gatnamótum Tryggvagötu og Nausta- götu, slasaðist hann allmikið og var fluttur í sjúkrahús. Þá varð annar maður á reiðhjóli fyrir bifreið á gatna mótum Hafnarstrætis og Pósthús- strætis. Slasaðist hann allmikið. Maður finnst örendur. Síðdegis fyrra sunnudag hvarf Guðmundur Tómasson, til heimilis að Fálkagötu 6' í Reykjavík að heiman frá sér. Þegar hann var ekki komlnn heim á þriðjudagsmorgunn og hans hafði verið leitað, var lögreglunni tii- kynnt um hvarf hans. Fékk hún þá hjálparsveitir skáta til að leita dg fundú þeir manninn eftir skamma leit Kosningaskrifstofa Framsóknarmanna til undirbúnings bæjarstjórnarkosninga í Reykjavík er í Edduhúsinu við Lindargötu. Opin daglega kl. 5—7 e. h. Kjörskráin liggur þar frammi og ættu sem flestir að athuga hvort þeir eru á kjörskrá. í skurði einum í Vatnsmýri, sem er skammt frá Fálkagötu, og var hann þar örendur. Guðmundur heitinn hafði verið lasinn, er hann fór að heiman frá sér á sunnudag og hefir sennilega steypzt í skurðinn, fengið aðsvif og flækzt í vír, sem var í skurðinum. Guðmundur heitinn Tómasson var fjörutíu og tveggja ára gamall, kvænt- ur og átti 4 börn, það yngsta innan við fermingu. Hjónaefni. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Auður Stefánsdóttir (Ólafss. framkv.stjóra frá Kálfholti) og Helgi T. Hjartarson (Hanssonar kaupm), Laufásveg 19. Bréfaskóli S.Í.S. veitir yður haldgóða kennslu í hagnýtum reikningi. Efni bréfanna m. a.: Metrakerfið, myntir mál og vog, félagsreikningur, jöfnur, flatarmál og rúmmál. Upplýsingar hjá Bréfaskóla S. f. S., Sambandshúsinu, Reykjavík. Orðsending til kaupenda Tímans Ef kaupendur verða fyrir vanskilum á blaðinu, eru þeir vin- samlega beðnir að tilkynna það afgreiðslunni í sima 2323.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.