Tíminn - 11.12.1945, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.12.1945, Blaðsíða 3
94. blað TmiTVN. |>rlðjndagiim 11. des. 1945 3 Halldór Kristjánsson: ÞORPIN OKKAR Þriðja grein Hafairnar. Hafnarskilyrðin eru lífsskil- yrði allra sjóþorpa. Það er næsta ólíkt hvernig náttúru- skilyrðin eru í þeim greinum. Sums staðar eru ágætar hafnir hver við aðra, svo sem á Vest- fjörðum. Annars staðar eru langar strendur blómlegra hér- aða hafnlausar að mestu eða öllu. Á þessu hefir orðið mikil breyting síðustu ár. Stórkostleg afrek hafa verið unnin og byggðar ágætar bátahafnir og hafskipabryggjur, þar sem áður var opið fyrir ágangi hafsjó- anna. Það hefir verið gert að reglu að ríkið greiddi % af kostnaði við hafnarmannvirki og hefir það vitanlega skapað alveg nýtt viðhorf í þessum efn- um. Siðustu árin hefir sú hug- mynd verið borin fram til sig- urs að byggja skuli landshafn- ir, þar sem svo hagar til að hentugt er fyrir bátaflota víðs- vegar af landinu að liggja við tíma úr árinu. Slíkir staðir eru t. d. Njarðvíkur eða Keflavík og Höfn í Hornafirði. Hafnargerð þar, er nauðsynjamál allra þeirra, sem skilyrði hafa til að láta báta sína liggja þar við á vetrarvertíð. Áreiðanlega tapast nú miklir fjármunir vegna þess, að þær leiðir, sém þessar hafn- ir munu opna, eru lokaðar. Það er mikið átak að koma hafnarmálum landsins í gott horf. Segja má að vel hafi verið að því unnið undanfarið. En framhaldið verður að vera í samræmi við það. Hér má engin kyrrstaða skapast. Allt atvinnu- líf og velmegun þjóðarinnar er undir því komin, að svo vel sé frá hafnarmálunum gengið, að þessar lífæðar þjóðfélagsins geti gegnt hlutverki sínu. Lóðirnar. Víða eru það vandræði,að land það, sem þorp stendur á, skuli ekki vera félagsleg eignHér þarf ekki að rekja þau vandræði, sem af þvi leiða á margan hátt. Stundum verður þá sveitarfé- lagið sjálft hornreka með sín fyrirtæki eða verður að sæta ýmis konar ókjörum. Reynslan af einstaklingseign byggingar- lóða í þorpum er mjög misjöfn, en oftar vond en góð. Hefir það víða orðið þorpunum hið mesta tjón og bæði truflað eðlilega þróun og gert húsnæði allt stórum dýrara en vera þurfti. Úr þessu verður að bæta hið bráðasta á þann hátt, að þorp- unum sé hjálpað til að eignast það land, sem þau standa á, með viðunanlegum tilkostnaði. Það þarf líka að hvetja og knýja til þess, að sú þróun verði. Almannaheill í nútíð og fram tíð má ekki þoka fyrir stundar- hagsmunum einstakra landeig enda, þótt þeir e. t. v. eigi mik- ið undir sér i þorpi sínu og séu á margan hátt góðir menn og gegnir. Framsóknarmenn lögðu til á Alþingi 1942, að ríkisstjórnin léti athuga á hvern hátt mætti veita kaupstöðum og þorpum eignar- og umráðarétt yfir nauðsynlegum löndum og lóð- um, með sanngjörnum kjörum. Jóhann Sæmundsson, þáver- andi félagsmálaráðherra, skip- aði fjögurra manna nefnd, sem samdi frumvarp um málið og sendi núverandi ríkisstjórn. í þessu frumvarpi er lagt til að sveitarfélög geti keypt lóðir, sem þorp standa á og þurfa endilega með samkvæmt nán- ari ákvæðum. Jafnframt eru þar ákvæði um það, að kaup- verðið megi ekki vera tak- markalaust og eigi að byggjast. á mati, sem m. a. sé gert með hliðsjón af fasteignamati. Það hefir verið sagt, að þetta frumvarp bryti i bág við stjórn- arskrána. Þar er svo ákveðið, að enginn sé skyldur til að láta af hendi eign sína, nema al- menningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli, og komi fullt verð fyrir. Fullt verð kalla menn það sem hæst er boðið á frjálsum markaði. Og ákvæðin um laga- fyrirmælin skilja menn svo, að hvert sinn þurfi að leita sam- þykkis Alþingis um eignarnám samkvæmt þessu. Án þess að deila um skiln- ing á stjórnarskránni og lögum yfirleitt, er hægt að benda á gildandi framkvæmd, sem ekki er byggð á þessum skilningi. Vegir eru lagðir gegnum tún og jafnvel hús eru færð eða rifin vegna opinberra fram- kvæmda, án þess að eigandi leyfi og án þess að leita til Al- þingis í hvert sinn. Þar er litið þannig á að lagafyrirmælin, sem heimila eignarnám, geti verið almenn og náð yfir fjölmörg hliðstæð fyrirbæri. Annars vegar eru svo til ýms lög, sem eiga að fyrirbyggja það, að menn noti sér neyð annarra. Oft er þá um það að ræða, að banna mönnum að taka hæsta verð eða það, -sem ýmsir vilja kalla „fullt verð.“ Það eru til lög um hámarksverð og bann við okri. Vera má að einhverj um fi'nnist rétturinn misjafn ef -„fullt verð“ fyrir fæði og klæði er ákveðið af stjórnar- völdunum, en „fullt verð“ fyrir lönd og lóðir er takmarkalaust. Það er hætt við því, að almenn réttlætiskennd eigi erfitt með að koma þessu saman. Höfuðblað ríkisstjórnarinnar, Morgunblaðið, birti nýlega grein, sem skrifuð var til vernd ar braskinu og okrinu með lóðir og lönd. Það er þvi ekki að vænta neinna lagfæringa úr þeirri átt, enda ekki við því að búast. En allir þeir mörgu, sem þurfa að lifa á þeim lóðum og löndum, sem hér er um að ræða, verða að standa saman í þesari bar- áttu. Allir þeir sem vilja alþýð lega velmegun og láta sér ekki lynda að stórfé sé bundið í nökt- um og alLsvana byggingarlóðum og almenningur skattlagður með þeirri tilhögun, munu fyrr eða síðai taka höndum höndum saman um að fylgja því eftir, að þingsályktunar tillaga Framsóknarmanna beri hagnýtan árangur.-Og vitanlega er bezt að skipa sér saman um það mál sem fyrst. Það má ekki dragast. Ræktunarmál. Úr mörgum þorpum er þá sögu að segja, að á erfiðleika- tímum hefir ræktað land og nytjar þess • verið ómetandi hjálp fyrir afkomu fólksins, og beinlínis ráðið úrslitum á sum- um stöðum, svo líft var i þorp- inu. Það getur orkað tvímælis hve langt beri að ganga í því, að stuðla að landbúnaðarrekstri í þorpum, en þó eru nokkur at- riði hafin yfir allar deilur og skoðanamun. Sums staðar hagar þannig til, að atvinna er mest á vetrarver- tíð svo að blátt áfram fæst ekki verkefni við sjávarafla að sumr- inu. Þó að margt manna vinni á þeim stöðum á vetr-arvertíð en annars staðar á sumrin, er þó alltaf margt fólk heimilisfast, og það þarf eitthvað starf á sumrin. Mörg þorp eru þannig sett, að daglegir aðflutningar að vetrinum eru óvissir og því mik- ið öryggi í því að nokkur neyzlu- mjólk sé framleidd heima fyrir. Það hefir menningarlega þýð- ingu, að því fólki sem viíl, gef- ist kostur á að stunda jarðyrkju, garðrækt og heyskap í tóm- stundum sínum og orlofi. Alls staðar þar, sem fiskur berst á land, fellur til mikill áburður, en því aðeins verður þetta að gagni, að það sé notað i nánd við höfnina, svo að flutn- ingskostnaður sé lítill. Fjárhagsleg afkoma við sjóinn verður alltaf breytileg, svo mjög, sem hún er háð árferði um veð- urfar og fiskigöngur. Ræktun þorpanna er mikil fjárhagsleg trygging sem léttir áföll vondu áranna fyrir þá, sem hún nær til. Þessar staðreyndir nægja al- veg til að sanna það, að greið ur eðlilegur aðgangur fólksins þorpunum að ræktunarlönd- um er oft og viða bæði menn ingarlegt og fjárhagslegt atriði, sem miklu máli skiptir. Það, sem unnizt hefir í þess- um efnum undanfarið, er fyrst og fremst með stuðningi hinna almennu jarðræktarlaga. Auk þess má hér nefna lögin um jarðakaup ríkisins vegna kaup túna og sjávarþorpa frá 1941. En þó er framtíð þessara mála samkynja lausn lóðamálsins. Baráttan við fasteignabraskar- ana nær jafnt yfir bygginga lóðir sem ræktunarlönd. En það er viða talsvert mikið mál hvernig fram úr ræðst í þessum efnum með tilliti til ræktunar- málanna. Byggingar. Einhver frumstæðasta lifs- nauðsyn manna er að hafa þak yfir höfuð. Byggingamálum þorpanna hefir ekki verið ráðið svo vel sem skyldi. Segja má að kaupstöðunum og sveitunum hafi verið gerð nokkur úrlausn í þeim málum en þorpin orðið útundan. Raunar átti löggjöfin um verkamannabústaði að ná tjil þorpanna samkvæmt orð- anna hljóðan. En þau ákvæði hlutu mestmegnis að verða dauður bókstafur, þegar fjár magn þjóðarinnar hafði mest- alt safnazt á örfáa staði, og þorpin svo félaus, að þeim var ómögulegt að leggja fram sinn skerf til að innleysa hjálp rík- isvaldsins. Aðgöngumiðinn að ríkissjóðnum var of dýr fyrir þorpin. Að nafni til var látið heita, að lögin væru fyrir þau eins og aðra, en í framkvæmd- inni var þeim ekki fært að njóta þeirra. Lögin um verkamannabústaði og byggingarsamvinnufélög eru hvort tveggja merkileg lög, sem mörgu fólki hafa hjálpað til iess að brjóta helsi húsaokurs- ins. En löggjöfin þarf að vera háð stöðugu eftirliti. Ef reynsl- an sýnir að hún nær ekki til- gangi sínum verður að gera bet- ur. Auk þess þarf jafnan að fella eldri ákvæði að breyttum á- stæðum, svo vel fari. Það sem liggur næst fyrir til bjargar í þessum málum er, að gera byggingar í þorpunum ó- dýrari, tryggja það, að hentug tæki og kunnáttumenn séu til að vinna við byggingarnar og að veita hagstæð lán til þess- ara framkvæmda. Frumvarp það, sem nú liggur fyrir Alþingi og þeir Hermann Jónasson og Páll Hermannsson fluttu, miðar að því að ná þess- um árangri. Þar er lagt til að auka mjög fjármagn það, sem ríkið hefir gangandi í þessari byggingarstarfsemi og gera lán- in ódýrari. Auk þess er lagt til að sjóðurinn eignist sína teikni- stofu til aðstoðar og leiðbein- inga. Á þann hátt mætti eflaust spara drjúgan pening. Þá er ennfremur gert ráð fyr- ir því, að byggingarfélögin fái sjálf innflutningsleyfi á bygg- ingarefni og er það eflaust hið þarfasta nýmæli og gæti orðið til þess, að losa margan fátæk- an mann, sem brýzt í því að byggja yfir sig, við óþarfar og ranglátar . skattgreiðslur til verzlunarfyrirtækja, sem launa það litlu. Þessi tvö nýmæli eru merki- legri en virðast kann í fljótu bragði. Það á ekki að leyfa neinum að leggjast eins og blóðsuga á íbúðir fólksins. Verzlun með byggingarefni og vinna fræðimanna og nieistara við byggingar á að vera hóflega greidd þjónusta við þarfir al- mennings. Það sem hér er um að ræða er raunverulega þetta. Fyrir hverja er verið að byggja? Eigum við að byggja fyrir fólk- ið eða braskarana? Ef það sjónarmið, að byggja fyrir fólkið, fær að ráða, þá verður því hætt að gréiða mörg þúsund krónur af hverri íbúð fyrir teikningu, eftirlit og út borgun vinnulauna. Þá verður hætt að ala fjölmenna hátekju- stétt á braski og okri við að byggja og selja húsin, sem þjófr in lifir í. Frumvarp þeirra Her- manns og Páls miðar að því. Það er satt, að braskið er mest og stórkostlegast í Reykja vík og mörg smáþorp hafa litið eða ekki af þvi að segja. En hér er hætta sem vofir yfir öllum vaxandi stöðum. Það er aðkall- andi nauðsynjamál að leysa þetta mál, — fyrst og fremst fyrir Reykvíkinga, en auk þess vofir þessi hætta yfir hverjum manni. Framh. Nokkrar nýjar bækur FYLGIST MEÐ Þið, sem l drelfbýlinu búið hvort heldur er við sjó eða i sveit! Mlnnlst þess, að Timinn er ykkar málgagn og málsvarl. Sýnið kunnlngjum ykkar blaðið og grennsllzt eftlr þvl, hvort þeir vllja ekki gerast fastir áskrif- endur. Það hefir löngum verið býsn- ast yfir bókaflóðinu fyrir jólin, og satt er það mikil hefir bóka útgáfan verið síðustu árin, og sjálfsagt er hvergi í heimi 120 þúsund sálum ætlaður jafn mikill bókakostur sem hér á okkar landi. Nú á þessu hausti verður þó sennilega hnekkt fyrra meti í bókaútgáfu íslend- inga. Á hverjum degi koma nýjar og nýjar bækur í búðirn- ar — stórar og vandaðar og dýr- ar bækur — góðar og merkileg- ar bækur — léttlæsilegar og íburðarminni bækur — og loks talsvert af rusli eins og gengur og gerist. Jólavaka. Ein meðal hinna fallegu og eigulegu bóka, er Jólavaka, sem Þórhallur Bjarnarson gefur út, en Jóhannes úr Kötlum hefir valið. Er í þessari bók saman dregið allt það, sem bezt er til íslenzkum bókmenntum um jólin og atburði er þá hafa gerzt. Eru þarna sögur, ljóð, frásagn ir og ritgerðir eða kaflar úr þessu. Meðal þessa eru helgi kvæði frá miðöldunum, kaflar úr fornritunum, þjóðsögur, þættir úr predikunum, bæði í kaþólskum og lúterskum sið, smásögur eftir fjölda höfunda, minningar frá ýmsum öldum og kvæði allt frá Lofti ríka til Steins ■Steinarrs. Syngur það hver með sínu nefi í þessum jólakór kynslóðanna,“ eins og komizt er að orði í formála bókarinnar. „Maður veit ekki, hvort ómar innar í hjartanu, sögn Lúkasar guðspjallamanns um fjárhirðana á Betlehems völlum eða sögn gömlu konunn ar úr Rangárþingi um nátt- rröllið á glugganum — hvort tveggja er tær uppspretta þeirr ar fegurðar, sem vér þráum. ..“ En einkunnarorð bókarinnar er brot úr kvæði Einars Bene- diktssonar um landið helga: Þótt allir knerrir berist fram á bárum til brots við eina og sömu kletta- strönd, ein minning fylgir mér frá yngstu árum ' þar er sem bliki á höfn .við friðuð lönd. Ég man. Ein bæn var lesin lágt í tárum við ljós, sem blakti gegnum vetrarhúmið. Og svo var strokið lokki af léttri hönd, sem litla kertið slökkti og signdi rúmið. Höfundarnir eru eins og áður er að vikið, mjög margir og frá mörgum öldum, og verða nöfn þeirra ekki þulin hér. En full- yrða má, að valið sé mjög smekkegt, þótt hér sem ætíð, þegar um svona úrval er að ræða, hljóti einstakir menn að sakna einhvers, er þeir hefðu kosið að sjá í bókinni. Skal hér getið lítillar frásagnar eftir Pálma Hannesson rektor um fá- tækan drenghnokka, sem stend- ur við búðarglugga og horfir á jólaskrautið inni fyrir, er höf- undur þessara orða saknar — frásögn, sem að fegurð og sam- úð minnir á sögu H. C. Ander- sen um Litlu stúlkuna með eld- spýturnar. En ekki meira um það. Bókin er mjög vel úr garði gerð, prýdd mörgum myndum af íslenzkum listaverkum og teikningum, prentuð á ágætan pappír, í myndarlegu broti og prófarkir lesnar af natni. Sjósókn. Önnur bók, sem verðskuldar fyllilega, að hennar sé loflega getið, er Sjósókn, mikið rit, sam- in af séra Jóni Thorarensen eftir frásögn hins aldna sæ- garps, Erlends Björnssonar á Breiðabólsstað. Það er skemmst af þessari bók að segja, að hún er gagnmerkasta heimildarrit, sem við höfum eignazt um öld, sem nú er liðin, lokaþáttinn í árabátaútvegi íslendinga og umskiptatímann, þótt eðlilega sé frásögnin miðuð við Faxa- flóa, þar sem Erlendur hefir alið aldur sinn og var meðal hinna fremstu sjósóknara um langa ævi. Verða því ekki born- ar brigður á sannfróða frásögn hans. Hér koma og við sögu mjög margir samtíðarmanna hans, er lögðu stund á sjósókn og útveg um Suðurnes, auk ýmsra annarra, svo að fyrir þá skuld er bókin einnig merkileg, að þar geymast margvislegar heimildir um menn og máleíni, er ella hefðu fallið í fyrnsku. í bókinni er fjöldi mynda og uppdrátta, einkum af bát- um, veiðarfærum, verkfærum og áhöldum, er notuð voru á sjó eða í sambandi við nýtingu afl- ans. Öldungurinn á Breiðabóls- stað á Álftanesi hefir þannig að lokinni langri og merkilegri starfsævi á sjó og landi, reist sétf-í ellinni óbrotgjarnan minn- isvarða á nýju sviði og ólíku harðræði sæfaranna, er hann sagði fyrir um þessa bók. Séra Jón Thorarensen hefir síðan lagt þar að sína listamannshönd, en fágaður stíll hans er al- kunnur af þjóðsagnasafni hans, Rauðskinnu. Útgefandi bókarinnar er ísa- foldarprentsmiðj a. Bók eftir Nordahl Grieg. í haust kom út hér stór skáld- saga eftir norsku þjóðhetjuna Nordahl Grieg. Heitir hún á ís- lenzkunni „Vor um alla veröld“, en á frummálinu nefndist hún „Ung má verden ennu være“, og var það nafn sótt í ljóð stór- skáldsins Wergelands. Bók þessa ritaði Grieg á tím- um Spánarstyrjaldarinnar, og gerist fyrri hluti hennar aðal- lega í Rússlandi, litlu áður og um það leyti, er hin miklu réttarhöld gegn gömlu bolsé- vikkaforingjunum fara þar fram og þeir sekir fundnir og dæmdir fyrir föðurlandssvik og hvers konar glæpi. Síðari hlut- innn gerist að mestu leyti á Spáni, er stjórnin og hersveitir heyja baráttu sína gegn upp- reistarmönnum af ítölskum og þýzkum hjálparsveitum þeirra. En auk þessa gerast sumir þættir bókarinnar i Noregi, Englandi og víðar. Fjölda marg- ar persónur koma þarna við sögu, og eru manngerðirnar (Frawhald á 4. síSu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.