Tíminn - 14.12.1945, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.12.1945, Blaðsíða 1
s ( RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEFANDI: FR AMSÓKN ARFLOKKURINN Símar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA hJt. 29. árg. Reykjavík, föstudagiuu 14. des. 1945 RITSTJÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Lindargötu 9 A Símar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, LlndargötU 9 A Síml 2323 95. blað Markviss umbótastefna verður að ríkjandi óstjórn af hólmi leysa Stjórnarliðiö bindrar umræður um herstöðvamálið á Alþingi Ræða Hermanns Jónassonar í eldhúsnmræðunum á Alþingi 11. þ. m. Þegar reynt var að semja um stjórnarsamstarf haustið 1944, krafðist Framsóknarflokkurinn þess, að stöðvun dýrtíðarinnar og niðurfærsla yrði sá grundvöllur, er samstarfið yrði reist á. En hinir flokkarnir vildu ekki á það fallast. Það var í fjórða skiptið, sem þessir flokkar risu gegn þeirri stefnu Framsóknar- flokksins að stöðva dýrtíðina. Áður höfðu þeir gert það með framkvæmd dýrtíðarlaganna sumarið 1941, í annað skipti er þeir felldu stöðvunarfrv. á haustþinginu sama ár, og í þriðja sinn þegar hlaupið var frá framkvæmd gerðardómslaganna vorið 1942. í öll skiptin hafa þessir flokkar hrökklazt undan merkjum, þegar við höfum gert ákveðnar tillögur um að snúast gegn dýr- tíðinni. Hin miklu fjármálamistök eru því afleiðing þeirrar stjórn- arstefnu, sem ráðið hefir gegn tillögum og vilja okkar Framsókn- armanna, svo sem ljóst er orðið sívaxandi fjölda landsmanna. Þegar núverandi stjórn tók ustu vörur frá landinu og til við völdum, gaf hún þjóðinni þess gat ríkisstjórnin fengið ýms loforð i ræðu, sem hæstv. fluttar með því móti einu að forsætisráðherra flutti. Meðal Bandaríkin hafa lánað okkur þjóðarinnar var ræða þessi skip og áhafnir. Að öðrum kosti nefnd platan, af því að stjórnin hefði verið komið hér neyðar- lét spila hana á^plötu og vegna ástand. En þótt skip okkar sigli þess hve mörgum datt í hug er það ekki eintómt sólskin, því plötusláttur í annari merkingu. flutningsgjöld með þeim milli — En nú er kominn tími til að hafna á Norðurlandi eru y3 athuga efndirnar, sem þjóðin hærri en flutningsgjöld frá telur að skipti meira máli en Svíþjóð til Norðurlands á sænskum skipum og annað eft- ir því. | Ef við notuðum eingöngu eigin skip, myndu farmgjöldin Rikisstjórnin sagðist ætla að á örstuttum tíma stöðva hina tryggja vinnufrið. Það er sárþjökuðu framleiðslu lands- skemmst af því að segja, að manna. En með því að hafa er- hver vinnudeilan hefir rekið iend skip á leigu með erlend- aðra nokkurn veginn látlaust um skipshöfnum, getum við siðan ríkisstjórnin lofaði þjóð- notað gróðann af þeim til að inni vinnufriði. Vinnudeilurnar borga niður farmgjöld af okkar hafa flestar staðið stutt, því að eigin skipum. Þannig er hægt að látið hefir verið undan kaup- ieySa þetta mál í bili. hækkunarkröfum möglunarlítið. En loforðið um vinnufrið hef- Með þessu móti hefir kaup ver- ir stjórnin því haldið þannig, að ið hækkað i 50—60 verka- vinnudeilur og verkföll hafa mannafélögum, samkv. skýrslu hér aldrei verið tíðari, nema ef Alþýðusambandsins. Nú er ný- Væri 1942, þegar skæruhernað- lokið einu stórfelldasta og urinn var í algleymingi. lengsta verkfalli, sem hér hefir loforðin. Vinnufriður. Hermann Jónasson staðið, verkfallinu í siglinga- flotanum. Verkfallið hefir vald- ið þjóðinni stórtjóni, og lá nærri að af því hlytist óbætan- legur skaði. Svo gersamlega hjálparvana var ríkisstjórnin í þessu verkfalli, að nauðsynleg- Dýrtíðin. Stjórnin sagðist ætla að stöðva dýrtíðina. En hefir dýr- tíðin verið stöðvuð? Stjórnar- liðið sagði þjóðinni allt undan- farið ár, að þetta hefði tekizt. Eldh usum ræðu rnar Síðastl. mánudags- og þriðju- dagskvöld fóru fram eldhúsum- ræður í sameinuðu þingi. Um- ræðunum var útvarpað og hefir mikið verið um þær rætt manna á milli. Yfirleitt virðist það sameiginlegt álit, að stjórnar- flokkar hafi aldrei farið jafniila út úr neinum slíkum umræðum. Stjórnarsinnar höfðu þó þrefaldan ræðutíma á við stjórnarandstæðinga og höfðu þannig margfallt betri aðstöðu til að verja mál sitt. Eftir umræðurnar stóðu öll höfuðatriðin í ádeilum stjórn- arandstæðinga óhrakin. Stjórn- in hafji ekkert gert til að framkvæma Ioforðin um ný- sköpun atvinnuveganna á áætl- unargrundvelli, heldur er nú ríkjandi meiri glundroði í þeim málum en nokkru sinni fyrr og fjármagnið og vinnuaflið leitar frá landbúnaðinum og sjáv- arútveginum í alls konar brask- starfsemi. Stjórnin hefir efnt þannig loforðin um stöðvun dýr- tíðarinnar, að dýrtíðarvísitalan hefir hækkað um 14 stig, fram- leiðslukostnaður landbúnaðar- ins um 9.7% og útvegsmenn telja sig þurfa að fá 15% verð- hækkun vegna aukinnar dýr- Þjóðinni var sagt, að kaup- hækkanirnar hefðu engin áhrif á vísitöluna né dýrtíðina. Marg- ir framleiðendur og aðrir lands- menn treystu fyrirheiti stjórn- arinnar. En Hagstofa íslands sýndi þjóðinni sannleikann. Hún sýndi, að framleiðslukostnaður bænda hafði hækkað um 10 stig og annarar framleiðslu auðvit- að að sama skapi. Þegar þetta var uppvíst orðið, valdi ríkis- stjórnin þær leiðir að láta framfærsluvísitöluna hækka um rúm 10 stig og beita bænda- stéttina jafnframt því bola- bragði að velta aðalbyrði auk- innar dýrtíðar á bændanna bak. Dýrtíðarstefna stjórnarinnar veldur því að miklum hluta út- flutningsframleiðslunnar held- ur við stöðvun. Sívaxandi dýr- tíð veldur og trúleysi lands- manna á það, að komið verði í veg fyrir hækkun hennar. Af- leiðingarnar eru fjárhagslegt öryggisleysi, vaxandl spákaup- mennska og glundroði í mörg- um myndum. Af mistökum hæstv. ríkisstjórnar, sem eru þó Loforffið um hækkun . , , ... * á stórgróffanum hefir ðæð* morf °lstór’ ætl* ég’ fð þessi svik hennar séu eitt stærsta og afdrifaríkasta ó- happaverkið. tíffar. skatta veriff efnt þannig, aff lagður hefir veriff á veltuskattur, sem fyrst og fremst leggst á almenn- ing. Loforffin um bætt skatta- ... _ _ eftiriit og verðiagseftiriit hafa Framlog til verklegra ekki aðeins veriff vanefnd, held- framkvðemda. ur hefir veriff haldiff eins slæ- i lega á hinu svokallaffa heild- Stjórnin lofaði að hækka salamáli og hugsast getur og framlög til verklegra fram- margvíslegur milliliffakostnaður kvæmda. Ef við tökum lands- aukinn, t. d. fá kjötsalarnir aff reikninginn 1938 — en þá voru leggja 58 aurum meira á hvert sölumöguleikar íslenzkra afurða kjötkg. en í fyrra. Loforffiff um sparnaff í ríkisrekstrinum hefir verið efnt þannig, aff mörg laun hafa verið hækkuff meira en nýju Iaunalögin gera ráff fyrir og bætt viff tugum nýrra nefnda og bitlinga, enda er áætlaffur 14 milj. króna halli á fjárlögun- um, þótt ekki sé þar um önnur ný útgjöld aff ræffa. Allt þetta stóff óhaggaff og fjölmargt fleira af gagnrýni stjórnarandstæffinga. Vörn stjórnarsinna var lítiff annaff en aff bera andstæffingunum ráff- herrasótt og valdafíkn á brýn ag kalla röksemdir þeirra bar- 'óm! Samkvæmt því virffast stjórnarsinnar telja þaff ein- (Framhald ú 8. siðuj mjög vesalir samanborið við það, sem verið hefir síðan — og berum saman við fjárlaga- frumvarp ríkisstjórnarinnar 1946, kemur í ljós, þegar alls er gætt, að framlög til verklegra framkvæmda hafa dregizt sam- an hlutfallslega við rekstursút- gjöldin, sem nú gleypa meira og meira af tekjum ríkissjóðs. Og nú þegar er svo komið, að þegar rætt er hér á Alþingi um einhverjar stórframkvæmdir, eins og veg austur yfir fjall, sem er Suðurlandsundirlendinu og Reykjavík lífsnauðsyn, þegar talað er um að byggja lands- hafnir, sem er aðkallandi fyrir sjávarútveginn, þegar lagt er til að hækka framlög til jarð- ræktarstyrks, sem nú er nauð- syn fyrir landbúnaðinn, eða aðrar hliðstæðar framkvæmdir, getur stjórnarliðið með réttu bent á, að engir peningar séu til, ríkissjóður berjist í bökkum. Og teknanna, sem ríkissjóður berst í bökkum með, aflar stjórnin m. a. þannig, að um % af ríkistekj unum er aflað með tollum, sem drýgðir eru með því að flytja inn sem mest af alls konar varningi. Afleiðingin er sú, að verzlunarjöfnuðurinn við útlönd er nú óhagstæður um tugi milj. kr. Jnneign bankanna erlendis hafði í lok október s. 1. minnkað um 52 miljónir og lokið er við að éta upp mikið af dollarainneign okkar í Banda- ríkjunum. Eftir eru aðeins 20 milj. dollara fráteknar til ný- sköpunarinnar og 1—3 milj. að auki, sem vissulega er lítilræði upp í þarfirnar. Þó að von sé á auknum vörum frá Englandi, hljóta aliir að sjá, að ekki get- ur lengi orðið áframhald á slíku ráðslagi. Og eftirtektarvert er það fyr- ir þjóðina, að 1938 eru tekjurn ar 19,5 milj. kr., þar af vegna áfengissölu 1,9 milj kr. eða 10%. En í frv. ríkisstjórnarinnar til fjáriaga 1946 eru tekjurnar á ætlaðar 114 milj kr.. þar af tekj- ur af áfengissölu 22.4 milj. eða 20%. Þó er vitað að tekjur rík- issjóðs verða meiri en áætlað er í frv., ekki sízt af áfengissölu. Sýnilegt er, að í ár verða brennivinstekjur ríkissjóðs 30— 40 milj. kr. eða allt að því tvö fallt hærri fjárhæð en allar árstekjur ríkissjóðs nokkru fyr- ir stríð. Samkvæmt skýrslu lög- reglunnar hér í Reykjavik er sett í tugthúsið hér í höfuð- staðnum hálft fjórða hundrað manns suma mánuði, vegna öl æðis. Vandræðin með húsnæði handa ölóðu fólki eru orðin slík, að ekki er unnt að hafa bað í tugthúsinu nema rétt meðan er að renna af þvi mesta víman, til bess að geta sett inn aðra ölóða menn, sem eru hættulegri fyrir sjálfa sig og umhverfið. En brennivínsgróð inn hverfur sem aðrir fjármunir ríkissjóðs í sístækkandi hít til kostnaöar við rekstur ríkisins (Framhald á 2. síðu) Á lundi í samelnuðu þingi í fyrradag kvaddi Hermann Jón- asson sér hljóðs utan dagskrár og beindi þeirri fyrirspurn til forsætisráðherra hvenær mætti vænta skýrslu frá ríkisstjórn- inni um herstöðvamálið svo- nefnda. Mikið væri rætt um aetta mál, bæði innanlands og utan, og þjóðin ætti því heimt- ingu á að fá að vita alla mála- vexti, svo að hún gæti markað sér rétta afstöðu til þeirra. Það væri líka fullkomlega óviðeig- andi, að þingið gæti ekki rætt um þetta mál opinberlega á sama tíma og einn þingmaður- inn gæti farið fram á svalir Al- lingishússins og rætt það þar, eins og Gunnar Thoroddsen hefði gert 1. des. Forsætisráðherrann . .svaraði því einu, að hann hefði ekkert að segja um málið á þessu stigi. Hermann svaraði þvi, að hann teldi þessa afstöðu stjórnarinn- ar óviðunandi. Hinar miklu um- ræður um málið gerðu það nauðsynlegt, að þjóðin fengi að vita það rétta, en þyrfti ekki að fara eftir lausafregnum. Væri það líka svo, að ef. einstakir þingmenn gætu óátalið rætt málið opinberlega utan þings- ins, þótt ekki væri hægt að ræða það opinberlega í þinginu, myndi aðrir telja sig þá líka hafa rétt til þess að birta það, sem þeir vissu um málið. Gunnar Thoroddsen taldi sig eingöngu hafa byggt ræðu sína 1. desember á sögusögnum er- lendra blaða og vitanlega mætti ræða málefnalega um slíkan orðróm, þótt málskjölin sjálf væru ekki birt. Gísli Sveinsson sagðist hafa flutt fyrir nokkru tillögu um ráðstöfun flugvallanna, er væri skyld þessu máli, og lýsti undr- un sinni yfir því, að forseti skyldi ekki enn háfa tekið það til umræðu. Hann sagðist meira en hissa á því, að ekkert skyldi vera um málið birt, enda væri. það engum til góðs. Forseti kvaðst ekki taka til- lögu Gisla á dagskrá nema í samráði við ríkisstjórnina. Forsætisráðherra sagði, að það væri oft venja að birta ekki slík skjöl fyr en eftir mörg ár. Annars kvaðst hann ekki mega taka þátt í þessum umræðum lengur, því að hann væri að fara á fund rússneska sendiherrans. Forseti lýsti því þá yfir, að umræðunni væri frestað. Her- mann Jónasson og Sveinbjörn Högnason höfðu þó kvatt sér hljóðs og mótmæltu þessari frestun forseta. Krafðist Her- mann þess, að forseti bæri það undir atkvæði, hvort umræð- unni skyldi frestað. Féllst for- seti á það og greiddu kommún- istar og ýmsir íhaldsmenn at- kvæði með frestuninni. At- kvæðagreiðslan var þó óljós og sagði forseti að henni lokinni: Atkvæ'ðin eru nokkurnvegin jöfn og fell ég því ekki frá frest- uninni! Margir þingmenn mótmæltu bæði þessari furðulegu atkvæða- greiðslu og framkomu forsetans yfirleitt. En forseti skeitti því engu, en forsætisráðhera hróp- aði um leið og hann gekk út úr salnuih: Það er rétt að taka i lurginn á ykkur. Hermann Jón- asson svaraði jafnharðan: Far þú til Rússa, og kvað þá við hlátur á þingpöllunum. Er það áreiðanlega einstæður atburður í þingsögunni, að þingmönnum skuli þannig vera varnað að bera fram fyrir- spurnir og ræða mikilvæg utan- ríkismál. Hin merkilega ferðabók Sveins Pálssonar komin ut a íslenzku í gær kom í bókabúffir í Reykjavík Ferffabók Sveins Pálssonar, í mjög fallegri og vandaðri útgáfu. Síffastl. miðvikudag bauff út- gefandi bókarinnar, sem er Snælandsútgáfan, blaðamönnum aff Hótel Borg og kynntu þeir Jón Eyþórsson og Pálmi Hannesson þar þetta stórmerka rit. Útgáfa þessarar bókar má teljast til stórviðburða í is- lenzkum bókmenntum, og hefir Snælandsútgáfan unnið þarft verk með útgáfu ritsins. Ferða- bók Sveins Pálssonar er af mörgum talin gagnmerkasta rit sem ritað hefir verið um fsland, land og þjóð á 18. öldinni. Ferðabók Eggerts og Bjarna er að vísu talin hliðstætt verk. En örlög þessara tveggja önd- vegisrita 18. aldarinnar hafa orðið misjöfn. Ferðabók þeirra Eggerts og Bjarna kom fljótt út og hlaut viðurkenningu, en Ferðabók Sveins Pálssonar hef- ir lpgið í handriti, þar til nú, að 'aún kemur út í fyrsta sinn. Ferðabókin, ásamt þeim rit- um er henni fylgja er rituð seint á 18. öld og er ritið því bráðum orðið 150 ára gamalt. Talið er að Jónas Hallgrímsson hafi bjargað því frá glötun. Hann keypti það fyrir 5 ríkis- dali og fluttl það til Kaup- mannahafnar og seldi það síð- an Bókmenntafélaginu. En það or Þorvaldur Thóroddsen, sem drýgstan þáttinn hefir átt í því að fá vísindastarf Sveins Páls- sonar viðurkennt og vitnar Þorvaldur oft til rita Sveins í ritum sínum. Lengi hefir staðið til að gefa Ferðabók Sveins Pálssonar út, en styrkur hefir aldrei fengizt til útgáfunnar og því ekki orðið Sveinn Pálsson. úr því fyrr en nú, er útséð var, að styrkur myndi ekki fást' til verksins. Þeir Pálmi Hannesson, rektor, Jón Eyþórsson veðurfræðingur og Steindór Steindórsson frá Hlöðum hafa þýtt bókina, en upphaflega skrifaði Sveinn ^álsson hana á dönsku, að (Framhald d 8. siðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.