Tíminn - 18.12.1945, Qupperneq 1

Tíminn - 18.12.1945, Qupperneq 1
| HITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON \ ÚTGEFANDI: J FRAMSÓKNARFLOKKURINN ) Símar 2353 og 4373 \ } \ PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. RITSTJÓRASKRIFSTOFUR: \> EDDUHÚSI. Lir.dargötU 9 A Simar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A Sími 2323 29. árg. Rcykjavík, þriðjudagiim 18. dcs. 1945 96. blað Furðulegur rógburður ráðherra á Alþingi: Dómsmálaráðherra reynir að setja Gestapostimpil á Hermann Jónasson og Framsóknarflokkinn Hvað gerir ráðherrann gegn „fimmtu herdeildinni”, sem flokksblað hans segir að nú sé starfandi hér á landi? Þau tíðindi gerðust daginn eftir eldhúsumræðurnar, að Finnur Jónsson reyndi að nota tæki- færið, þegar rætt var um landvistarleyfi handa nokkrum Þjóðverjum, sem eiga hér konur og börn, til að koma Gestapostimpli á Hermann Jónasson og Framsóknarflokkinn yfirleitt. Þóttist hann m. a. hafá í fórum sínum upplýsingar, er myndu koma sér illa fyrir Framsóknarmenn, ef birtar yrðu. Hermann Jónasson svaraði þessum einstæðu dylgjum, sem t. d. útlendingar hefðu ástæðu til að taka alvarlegar, þar sem þær eru birtar af ráðherra úr ráðherrastóli, með þeirri kröfu, að birt yrðu opinberlega öll gögn þessu viðkomandi og jafnframt yrði látin fara fram rannsókn á því, hvaða íslendingar hefðu haft óleyfilegt samband við Þjóðverja fyrir styrjöldina.. Slík rannsókn væri nauðsynleg vegna aðdróttana ráðherra í garð Framsóknarflokksins. Tillagan um landvistarleyfi fyrir umrædda Þjóðverja, var flutt af Sigurði Bjarnasyni og Her- manni Jónassyni vegna þess, að Finnur hafði neitað um að veita þau, þrátt fyrir áskoranir um 30 þingmanna. Er hér um örfáa menn að ræða, 10—15, sem eru giftir íslenzkum konum og eiga konur og börn hér á landi. Hér á eftir verða rakin aðalatriðin í dylgjum Finns og svör við þeim. Ásakanir Finns. Ásakanir þær, sem Finnur Jónsson beindi gegn Hermanni Jónassyni og Framsóknar- flokknum voru í höfuðatriðum þessar: 1. Fyrir styrjöldina hafi sendiherra íslands í Kaup- mannahöfn sent Hermanni Jón í Deildartungu sextugur Jón Hannesson bóndi i Deild- artungu varð sextugur á laugar- daginn var. í tilefni af því var mannkvæmt í Deildartungu. Sveitungar hans komu þangað flestir. Færðu bændurnir hon- um vandað skrifborð, en Ung- mennafélagar borðlampa. — Stjórn Kaupfélags Borgfirðinga, stjórn Sölusambands garðyrkju- manna, stjórn Mjólkursamsöl- unnar, stjórn Búnaðarfélags ís- lands og stjórn Búnaðarsam- bands Borgarfjarðar voru allar mættar meira eða minna fjöl- mennar og færðu afmælisbarn- inu árnaðaróskir og gjafir, um leið og þær þökkuðu störf hans fyrir þessi félagssamtök bænd- anna, en í þeim öllum hefir Jón tekið virkan þátt og er i stjórn þeirra allra. i Það má óhætt segja, að bændastéttin hafi staðið öll að þeim árnaðaróskum, er Jóni bárust á afmælisdaginn, jafn- íramt og hún væntir þess, að hann megi enn um áratugi vinna bændastéttinni gagn með starfi sinu, og þá ekki síður að honum auðnist aldur til að vinna að fjármálastarfsemi bænda, en þar hefir hann verið brautryðjandi. Jónassyni, sem þá var forsætis- ráðherra, „itrekaðar aðvaranir um njósnarstarfsemi nazista hér á landi, en máli þessu hefir verið haldið leyndu fyrir þjóð- inni.“ Þessi leynd hafi meira að segja verið svo fullkomin, að „tveir af þáverandi samráðherr- um Hermanns Jónassonar, teldu sig ekki 'nafa fengið upplýsing- ar um bréf þessi.“ 2. íslenzki sendiherrann i Kaupmannahöfn hafi lagt tll, jafnhliða þessum upplýsingum, að sendur yrði lögfræðingur eða lögreglumaður til Kaupmanna- hafnar til að kynnast þýzkri njósnarstarfsemi, sem þar hefði orðið uppvis og ætla mætti að næði einnig til íslands. „Engin gögn finnast fyrir því í stjórnar ráðinu," sagði Finnur, „að þess- um bréfum sendiherrans hafi verið svarað.“ 3. í stað þesss að verða við þeim tilmælum sendiherrans að senda lögfræðing eða lögreglu- mann til Danmerkur, hafi flug- málaráðunautur ríkisins verið sendur til að læra lögreglu- stjórn í Þýzkalandi, og „dvalizt þar sem einkagestur Himmlers, átt tal við Daluege, yfirmann lögreglunnar i Berlín, og ferðast um Þýzkaland í fylgd með stormsveitarf oringj a.“ 4. Hermann Jónasson hafi sýnt þáv. ræðismanni Þjóðverja hér, Gerlach, margs konar lin- kind, m. a. látið gera eina bók upptæka, komið i veg fyrir skop- myndasýningu af Hitler og Mussolini og reynt að hafa á- hrif á, hvernig skrifað væri um þýzk stjórnmál. 5. Loks væru í áðurnefndum bréfum íslenzka sendiherrans í Kaupmannahöfn upplýsingar, sem væru óþægilegar fyrir ýmsa Framsóknarmenn. Átti að hafa söniu aðferð og í heildsala- máliira? Þessar ásakanir Finns skulu nú teknar til nánari athúgunar og verður þá byrjað á þeirri fyrstu, að viðhöfð hafi verið ó- verjandi leynd um aðvaranir sendiherrans. Hverjum meðalgreindum manni mætti vera það fullljóst, að ekkert hefði verið óhyggi- legra en að rjúka upp til handa og fþta, þegar aðvaranirnar bár- ust frá sendiherranum í Kaup- mannah‘fn og tilkynna það með miklu brauki og bramli, að hann teldi hættu á þýzkri njósnar- starfsemi á íslandi. Enginn rannsóknarlögregla í heiminum myndi fara þannig að, að hún iilkynnti það opinberlega áður en hún byrjaði rannsóknina, að hún hefði grun á ákveðnum að- ilum. Það er því meira en stór- furðulegt, að dómsmálaráðherra kuli telja það höfuðsynd, að þ’essar að^aranir skuli ekki strax haía verið birtar þjóðinni og Þjóðverjum þannig gefinn kost- ur á að koma plöggum. sínum í lag áður en hafizt var handa um að rannsaka málið. Maður, sem hugsar sér slíkan gang á rannsóknarmálum, er sannar- lega ekki fær uni að vera dóms- málaráðherra. Þjóðinni mun hins vegar ekki koma það á óvart, þótt slíkur hugsanaferill sannist á núv. dómsmálaráðherra. Þetta er hnmitt aðferðin, sem hann hef- ir haft í heildsalamálinu. Þar var tilkynnt fyrirfram að hafin yrði rannsókn í þessum málum og yrðu heildsalarnir sjálfir að skila sönnunum fyrir sekt sinni innan ákveðins tíma! Niður- ítaðan af þessari aðferð varð sú, að sekt hefir sannazt á ein 10— 12 fyrirtæki, þótt hitt sé opin- hert leyndarmál, að margfallt fleiri eru brotleg og hægt hefði verið að upplýsa sekt þeirra, ef viðhafðar hefðu verið venjuleg- ar rannsóknaraðferðir. Þjóðin fordæmdi líka þessa aðferð dómsmálaráðherrans i, heildsalamálinu. Jafn fordæm- anleg mun henni og þykja sú krafa hans, að Þjóðverjar hefðu átt að fá þá vitneskju með op- inberum tilkynningum, að þeir væru grunaðir um njósnir, áður en farið væri að rannsaka óg upplýsa málið. Henni mun því 3kki þykja leyndin í þessu máli óafsakanleg, heldur sjálfsögð rannsóknaraðferð, sem líka er beitt hvarvetna annars staðar undir þessum kringumstæðum. Viðkomandi því, að Hermann Tónasson hafi leynt þessum að- vörunum sendiherrans fyrir meðráðherrum sinum, er það nú upplýst, að Finnur Jónsson hef- ir þar farið með vísvitandi ásannindi. Bréfin frá sendiherr- anum voru alls fjögur. Þrjú þeirra voru skrifuð í marzmán- uði 1939 og komu hingað meðan heir voru þrir í stjórninni Her- mann, Eysteinn Jónsson og Skúli Guðmundsson. Bæði Eysteini og Skúla var kunnugt um þetta. Fjórða bréfið kom i janúar 1940 og er upplýst, að þjóðstjórnar- ráðherrum var gert kunnugt um sfni þess. Þannig er þessi fyrsta ásökun Finns ýmist byggð á augljósri firru eða ósannindum. Mafnið, scm ekki má Iiiría! Varðandi þessa ásökun Finns, leyndina um aðvaranir sendi- herrans, gerðist athyglisvert at- vik, þegar þessi mál voru rædd á Alþingi á fimmtudagskvöldið. Hermann Jónasson var að lesa kafla upp úr sendiherrabréfun- um. í einu bréfinu var ekki að- eins varað við njósnum Þjóð- verja, heldur líka annars stór- veldis, sem hefir nú vinsamleg skipti viö ísland. Hermann Jón- asson spurði, hvort ríkisstjórnin leyfði að birt yrði nafn þessa stórveldis. Forsætisráðherra gekk þá til Hermanns, leit á bréfið og sagði, að þetta væri trúnaðarmál. Hermann lét þá nafn þessa ríkis ónefnt. Það má bezt marka á þessu atviki, hve réttmæt sú ádeila er á Hermann Jónasson, að hann skildi ekki hafa strax birt þjóð- inni sendiherrabréfin eða með- an hann var ráðherra, þar sem núverandi stjórn telur a. m. k. jsurn átriði bréfanna ennþá svo mikið leyndarmál, að ekki megi birta þau! En vitanlega var ekki frekar ástæða til að birta að- vörun sendiherrans varðandi njósnir Þjóðverja en njósnir þessa ónefnda ríkis, sem Ólafur Thors og Finnur Jónsson halda nú yfir hendi leyndarinnar. Scmlilicrrabréfin ojí Danmcrkurför lög'- reglustjórans. Þá er komið að annari ásökun Finns, að aðvörunum sendiherr- ans hafi ekki verið neinu skeytt. Það er í þremur fyrstu bréf- um sendiherrans, sem slcrifuð eru í marz 1939, sem aðallega er varað við njósnum Þjóðverja hér á landi. Sendiherrann segir þar, að uppvíst hafi orðið um njósnarstarfsemi Þjóðverja í Danmörku og megi ætla að angi hennar nái hingað til lands. Sendiherrann upplýsir jafn- framt, að hann hafi séð öll gögn hjá dönsku rannsóknarlögregl- unni, sem snerta ísland í þesum efnum, en á þeim sé þó ekkert teljandi að græða. Þau hafi ekki að geyma neinar sannanir eða upplýsingar um njósnarstarf- semi á íslandi. Hins vegar megi ætla af þessari njósnarstarf- semi í Danmörku, að hún sé einnig rekin á íslandi. Sendi- herrann ráðleggur því, að ríkis- stjórnin sendi lögfræðing eða lögreglumann til Danmerkui;, er kynni sér hvernig öryggisþjón- ustan starfi þar, og verði síðan komið upp slíkri þjónustu á ís- landi. Segir hann, að danska rannsóknarlögreglan sé fús til að greiða fyrir slíkum manni og til annars samstarfs um þessi mál. Fjórða bréf sendiherrans, sem var skrifað i janúar 1940, fjall- aði aðallega um, að Þjóðverjar myndu starfrækja sendistöð hér á landi, og verður síðar vikið að því. Því fer fjarri, að þessum ráð- leggingum sendiherrans hafi ekkert verið skeytt, eins og Finnur Jónsson vill vera láta. (Framhald á 8. síðuj Forsætisráðherra Danmerkur mmm Mynd þessi er af Knud Kristensen, sem nýlega varS forsætisráðherra Dana. Er hann fyrsti bóndinn, sem myndar stjórn í Danmörku. Hér á myndinni sézt hann í vinnufötum lieima að búi sínu. Vönduð útgáfa á þjóðsagna- safni Úlafs Davíössonar Nýlega er kom^n út á vegum Þorsteins M. Jónssonar á Akur- eyri vandaðasta útgáfa á þjóð- sögunum, sem komið hefir út hérlendis til þessa dags. Er þar um að ræða hið mikla og vand- aða þjóðsagnasafn Ólafs Da- víðssonar, en það er að mörgu leyti merkilegasta þjóðsagna- safn landsins. Þessi nýja útgáfa er i þremur bindum. Áður hafði Þorsteinn gefið út tvö bindi, sem voru eins konar útdráttur úr safn- inu, en eitt hinna nýju binda er næstum eins stórt og gömlu bindin bæði. Má bezt á því sjá, hve stórt safnið er. Þessi út- dráttur, sem engan vegin var neitt úrval, var gefinn út á krepputímunum og þótti þá ekki Hallgrímur Hallgríms- son látinn Hallgrímur Hallgrímsson, bókavörður við Landsbókasafn- ;ð, varð bráðkvaddur, er hann var að neyta hádegisverðar á Hótel Skjaldbreið 13. þ. m. Halgrímur gegndi ritstjórn Tímans um nokkurra mánaða skeið sumarið 1927. Verður hans nánar getið hér í blaðinu síðar. ráðlegt að ráðast i útgáfu alls safnsins. Nú hafa timarnir breytzt og réðist Þorst. því i það að gefa út allt safnið. Ekki var hægt að gefa það út á þann hátt, að hægt væri að notast við eldri bindin, eins og ýmsum mun hafa komið í hug í fyrstu, ef fylgja átti heildarlegri efnis- röðun. Munu unnendur ís- lenzkra þjóðsagna áreiðanlega fagna því að fá þetta merki- lega safn í einni heildarútgáfu. Allur frágangur útgáfun^ar er hinn prýðilegasti og flokkvrh sagna fullkomnari og greinilegri en áður hefir tiðkazt. Þeir Þorsteinn M. Jónsson og Jónas Rafnar hafa séð sameig- inlega um útgáfuna. 33,7 milj. Samkvæmt bráðabirgSaskýrsl- um Hagstofunnar hefir inn- flutningurinn til landsins num- ið 276.3 milij. kr. fyrstu ellefu mánuði þessa árs, en útflutn- ingurinn 242.6 millj. 'kr. Verzl- unarjöfnuðurinn er því óhag- stæður um 33.7 millj. kr. Á sama tíma í fyrra nam inn- flutningurinn 219.7 millj. kr., cn útflutningurinn 240 millj. kr. Þá var verzlunarjöfnuðurinn hag- stæður um 20.3 millj. kr.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.