Tíminn - 18.12.1945, Síða 2

Tíminn - 18.12.1945, Síða 2
TÍMINN, þriðjudagiim 18. des. 1945 96. blafl Þriðjudagur 18. des. Óvænt tíðindi Það voru mikil og óvænt 'tíð- indi, sem þjóðinni voru tilkynnt í útvarpsfréttum siðastl. föstu- dagskvöld. Þau voru þess efnis, að ríkisstjórninni hefði kvöldið áður borizt sú fregn frá íslenzka sendiherranum i London, að brezka matvælaráðuneytið hefði tilkynnt honum, að ákveðið hefði verið, að hvorki ráðuneyt- ið sjálft né einstök brezk firmu myndu kaupa frosinn fisk frá ís landi á árinu 1946. Það var ekkert undarlegt, þótt slík tíðindi kæmu á óvart. Vel mátti búast við því, að ein- hverjar breytingar yrðu á þess um málum í Bretlandi, en hins vegar ekki því, að eins konar sölubann yrði lagt þar á fros- inn fisk frá íslandi. Til þess liggja m. a. þær ástæður, að ís- lendingar hafa lagt í það mikla fyrirhöfn og fjármuni að koma upp hraðfrystihúsum til að fullnægja þörfum og kröfum brezks almennings. Þetta hefir komið Bretum að miklum not- um á stríðsárunum og mættu þeir vel minnast þess nú. Þá hafa íslendingar sýnt þess fyllstu merki, að þeir vildu auka sem mest viðskipti sín við Breta, og hefði það m'átt hafa nokkur áhrif á gerðir þeirra í þessu sambandi. Það liggur í augum uppi hve alvarlegt það er fyrir atvinnu líf íslendinga, ef Bretar halda fast við þessa ákvörðun. Að ó reyndu verður því ekki trúað, að Bretar launi þannig þá fram komu íslendinga á stríðsárun um að leggja líf þúsunda af vöskustu mönnum sínum í hættu við öflun matvæla handa brezku þjóðinni. Vafalaust verða þegar hafnar viðræður af hálfu íslendinga við brezku stjórn- ina um þessi mál og kemur þá væntanlega í ljós, að hér er ekki um neina endanlegá á kvörðun hennar að ræða. Allt annað myndi verða íslending um til mikilla vonbrigða og myndi geta haft örlagarík áhrif á samskipti þessara grann- þjóða í framtíðinni. ís lendingar yrðu þá að hefja nýtt starf til' að vinna sér markaði annars staðar og gæti vitanlega fleira af því leitt, £r breikkaði bilið milli þessara þjóða. Trúir þjóðin ekki á „nýsköpunina”? .Stjórnarblöðin hafa látið mjög af því, að þjóðin hefði mikinn áhuga fyrir „nýsköpun- ar“-starfsemi ríkjisstjórnarinn- ar og vildi gera sitt ítrasta til að greiða fyrir henni. Sérstak- lega hefir Mbl. haldið þessum áróðri uppi. Þetta hefir þó hvergi sést enn í verki, en í umræðum þeim sem nýlega urðu 1 neðri deild um frv. Nýbyggingaráðs um fjáröflun fyrir Fiskveiðasjóð benti Eysteinn Jónsson á ein fallt ráð til að leiða þetta í ljós. Nýbyggingarráð vill fara inn á þá óvenjulegu braut að skylda seðladeild Landsbankans til að lána 100 milj. krónur í þessu skyni. Liklegasta afleið- ing þessa yrði stóraukin seðla- útgáfa, eins og tíðkaðist í ríki Hitlers, en það myndi enn auka verðbólguna. í stað þess að þess að hverfa inn á þá óheilla braut, benti Eysteinn Jónsson á það úrræði, að boðið yrði út stórt ríkislán, sem háttað væri svipað og stríðslánunum er- lendis. Almenningi yrði gefinn kostur á því að kaupa ýms ríkis- tryggð skuldabréf með lágum vöxtum og lánsféð rynni allt til nýsköpunarframkvæmda stjórn- arinnar. Með þessu móti ætti að vera hægt að tryggja nóg af vaxtalágu fé til starfrækslu Fiskveiðasjóðs, ef þjóðin hefði áhuga fyrir nýsköpuninni. . Eysteinn Jónsson benti á það í umræðunum, að almenningur hefði keypt stríðsskuldabréfin í ófriðarlöndunum. Þess ætti Vlótmæli gegn húsa- Ieigulögunum Þann 10. þ. m. var haldinn fundur um húsaleigumálin í Fasteignaeigendafélagi Reykja- víkur. Umræður urðu allmiklar og , var að þeim loknum sam- bykkt svohljóðandi tillaga í nnu hljóði: „Fundur haldinn í Fasteigna- ^igendafélagi Reykjavíkur þann 10. desember 1945 ítrekar fyrri iskorun sína til Alþingis um að lema húsaleigulögin tafarlaust Ir gildi. Skorar því fundurinn enn á alla stjórnmálaflokka og alla lingmenn, en þó sérstaklega á þingmenn Reykjavikur, að beita sér eindregið fyrir því að lögin verði afnumin þegar í statí. Vill fundurinn sérstaklega benda á, að nú er meir en hálft ár liðið frá ófriðarlokum í Evr- ópu og að það hefir verið ráðizt í svo' víðtækar byggingarfram- kvæmdir hér í bæ og víðar á landinu og að enn eru fyrir- hugaðar stórfelldar fram- kvæmdir í þessum efnum, að til- blutun þess opinbera, ríkis og bæjarfélaga, að telja má ör- uggt, að öll húsnæðisvandræði hér á landi verði úr sögunni :einni hluta næsta árs. Þó því að lögin hafi frá upp hafi vega sinna verið einstæð bönd ófrelsis og kúgunar á til tölulega litinn hluta þjóðarinn- ar, án þess þó nokkurn tímá að ná upphaflegum tiigangi sínum þá er tilvera laganna nú slíkt gerræði við þá þegna þjóðfélags ins, sem við þau eiga að búa, að ósamrýmanlegt er frjálsri þjóð, sem telur sig búa við lýð- ræðisstjórnskipulag og telur fundurinn það \ því skýlausa skyldu löggjafarvaldsins að nema lögin þegar úr gildi. Þyki hins vegar ekki fært, af þjóðfélagslégum ástæðum, að nema nú þegar úr gildi bann laganna við hækkun á húsa- leigu umfram lögleyfða húsa- leiguvísitöluuppbót, telur fund- urinn þó ríka réttlætiskröfu og skyldu bera til þess, að lögin verði afnumin nú þegar að öðru leyti þannig að húseigendur fái þegar í stað fullan og óskertan umráðarétt yfir húseignum sínum.“ Fundurinn var vel sóttur og kom fram sterk andúð gegn lög- unum. Stjórnmálafiokkunum hafði verið boðið að senda full- trúa og voru mættir fulltrúar *frá Framsóknarflokknum og Sj álfstæðisf lokknum. ekki síður að mega vænta af íslenzkum almenningi að hann keypti nýsköpunarbréfin. Með nýsköpuninni væri íslenzka þjóðin að vinna si'tt stríð. Eins og nú væri ástatt, hefði íslend- ingar sízt verri aðstöðu tilað kaupa slík bráf en almertningúr í stríðslöndunum. Einu sinni áð- ur hefði verið leitað til íslenzkr ar alþýðu á þennan hátt og það gefið góða raun, en það var, þegar Eimskipafélagið var stofnað. Það ætti allra hluta vegna að teljast eðlilegast, að rikisstjórn- in færi þá leið, sem E. J. hefir hér bent á til að efla Fiskveiða sjói hagfellds lánsfjár. Sú leið hefir auk annars þann kost að hjálpa til að draga úr verðbólg- unni, því að þeir, sem þannig festa fé sitt í „nýsköpuninni,“ verja því ekki í óþarfa eyðslu Það er ekki nema eitt, sem getur verið því til fyrirstöðu, að sjóði hagfellds lánsfjár. Sú leið leið. Það er, að stjórnin telji bjóðina hafa slíka vantrú á nýsköpuninni, að hún vilji ekki kaupa nýsköpunarbréfin. Fari stjórnin ekki þessa leið, ættu stjórnarblöðin því vissulega að hætta að gortaNaf því, að þjóð- in sé hlynnt „nýsköpun" stjórn arinnar og beri traust til henn ar. FYLGIST MEÐ Þið, sem 1 dreifbýlinu búið, hvort heldur er við sjó eða 1 sveit! MinnLst þess, að Tíminn er ykkar málgagn og málsvari. Sýnið kunningjum ykkar blaðið og grennsllzt eftir þvi, hvort þeir vilja ekki gerast fastir áskrif- endur. Islenzkir þjóðhættir Eftir Jónas Jónsson frá Hrafnagili Nú er bókin komin út aftur, sem íslenzk alþýða hefir saknað og spurt eftir mörg undanfarin ár. íslenzkir þjóð- hættir er bók, sem ekkert íslenzl^t heimili má án vera. — Kaupið bókina í dag og látið ekki henda yður það óhapp, að missa hana í þetta sinn. AðaiútsaLa er Bókaverzt ísafoldar Jólabók barnanna Jfólaliók barnanna í ár lieitir Hans og Gréta Bók þessi kom með síðustu skipsferð frá Ameriku og er nú komin í bókaverzlanir. Jens Benediktsson hefir þýtt bókina og er hún prýdd fjölda mynda í mörgum litum eftir ameriska listamanninn Julian Wehr. Margar myndanna eru hreyfanlegar, svo að með einu hand- bragði fer allt á ferð og flug, menn og dýr hreyfa sig á l ”* ý ýmsa vegu, svo að nærri virðist sem allt sé lifandi. \ Hans og Grétu, bókina mcð hrcyfanlcgn myndun- nm, verða öll börn að fá í jólag'jöf. ml mm BókfeLtsutgáfan ÚTSÝN óháð fréttablað lb <m «83 Ég undirritaður gerist hér með áskrif- andi að ÚTSÝN, og óska eftir að fá blaðið frá byrjun. Nafn Sendist í Box 912 Ef þið viljið fylgjast með þjóðfélagsmálum frá sjónar- hóli hlutleysis og sanngirni, þá ættuð þér ekki að láta undir höfuð leggjast að gerast áskrifandi að ÚTSÝN. í síðasta blaði er grein eftir Klemenz Tryggvason hag- fræðing. — Grein um lausn húsnæðismálanna hér og erlendis. ÚTSÝN flytur fréttir og upplýsingar, sem ekki birtast í öðrum blöðum. Þótt ekki séu komin út nema 5 tölublöð af ÚTSÝN, hafa upplýsingar blaðsins vakið svo mikla athygli og umtal, að það er orðið kunnugt um land .allt og hefir þegar fengið mikla útbreiðslu. Þeir, sem vilja fylgjast vel með‘ kaupa ÚTSÝN. Enn geta áskrifendur fengið blaðið frá upphafi. Ritstjórn: Vesturgötu 3. — Sími 6287. Afgreiðsla og auglýsingar: Auglýsingaskrifstofa E.K., Austurstræti 12. — Sími 4878. liQftr IfffP

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.