Tíminn - 21.12.1945, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.12.1945, Blaðsíða 2
2 TÍMIIXX, föstMdagmii 21. des. 1945 97. blað Föstudafiur 21. des. „Karlmennska” Finns Jónssonar Þegar gengi nazismans var sem mest og veldi hans náði yf- ir mestalla Evrópu, gerðist eitt islenzkt blað öðrum fremur til að færa rök að því, að hann hefði tilverurétt. Það hélt þvi fram að nazisminn hefði menn- ingarsögulegu hlutverki að gegna. Þetta blað var Alþýðu- blaðið. Það verður því vissulega ekki sagt, að það fari þessu blaði sérstaklega vel, að það skuli nú eftir að nazisminn hefir verið að velli lagður berm sér á brjóst og láta eins og það hafi eitt is- lenzkra blaða barizt djarflegri og flekklausri baráttu gegn naz- ismanum. Lítilmennskan sem birtist i þessu gorti Alþýðublaðsins eftir á, þegar vonir þess um menn- íngarsögulegt hlutverk nazism- ans eru með öllu hrundar, verð- ur þó smávægileg, ef hún er borin saman við framkomu Finns Jónssonar. Þessi maður, sem siður en svo lét neitt á sér bera til mótstöðu gegn nazism- anum meðan hann var og hét, fer þá fyrst að reyna að sýna hreystilega framgöngu í þeim efnum, þegar nazisminn hefir vferið sigraður. Ráð hans til að sýna hetjuskapinn er að sundra nokkrum þýzkum fjölskyldum með því að neita heimilisfeðrum, sem eiga hér konur og börn, um landvist- arleyfi, og að bera róg og óhróð- ur á þá íslendinga, sem fóru hér með völd meðan gengi naz- ismans var mest og vörðust yf- irgangi hans með þeim hætti, að það hefir hlotið hrós og viður- kenningu um víða veröld. Það mætti sannarlega undar- legt teljast, ef sú karlmennska og drengskapur, sem slík fram- koma vitnar um, ætti miklu fylgi að fagna meðal íslenzku þjóðarinnar. Hins ætti að mega vænta, og það mun líka sjást áður en langt líður, að þessi framkoma mun hljóta fyllstu fordæmingu þjóðarinnar. Sá gustur fyrirlitningarinnar, sem mætti Finni Jónssyni úr þing- salnum og af þingpöllunum, þegar Hermann Jónasson var búinn að flytja svarræðu sína í þinginu, og hafði þau áhrif á hann, að hann húkti að sein- ustu nábleikur og niíiurlútur í ráðherrastólnum og treystist ekki til að kveðja sér hljóðs, mun vissulega eiga eftir að mæta honum frá allri þjóðinni áður en skilist hefir verið við þesssi mál til fulls. Finnur Jónsson á enn eftir að svara mörgu til saka áður en skilist hefir verið við þessi mál. Hann á eftir að birta þau gögn, sem sanni svívirðingar hans um Framsóknarmenn, ef hann vill ekki standa sem afhjúpaður róg- beri frammi fyrir þjóðinni. Hann á eftir að sýna, að hann þori að láta fara fram ítarlega rann- sókn á því, hverjir hafi átt'mök við nazismann, svo að hvorki honum né öðrum geti haldizt uppi dylgjur í þeim efnum. Og hann á eftir að sýna, að hann þori að hefjast handa gegn „fimmtu herdeildinni," sem flokksblað hans segir að nú sé starfandi hér á landi og telur jafnvel enn hættulegri en „fimmtu herdeild nazista, sem sennilega ha^ starfað hér. Finnur Jónsson hefir þótzt ætla að reiða hátt til höggs og afreka margt í einu höggi. Hann hefir þótzt ætja að sýna hetjuskap í baráttunni við naz- ismann og greiða stjórnarand- stæðingum rothöggið. En margt fer öðruvísi en ætlað er. íslend- ingar hafa ekki talið það hetju- skap að verða fyrst skeleggur, þegar andstæðingurinn er að velli lagður, og enn síður ef slíkur hetjuskapur bitnar á sak- lausum konum og börnum. Ekkert mál gat Finnur heldur valið, sem var óheppilegra til að greiða með rothögg á stjórn- arandstöðuna, því að hlutur hennar í þessum málum og þó Dómuriim um dýrtíðarstefnu stjjórnarflokkanna: Hlutur útgerðarinnar hef ir farið Tr“ °«■'***»hans stöðuöt versnandi síðan 1942 Ályktanir fulltruafundar Landssambands ísl. útvegsmanna. Fyrir nokkru er lokið hér í bænum fulltrúafundi Landssam- bands ísl. útvegsmanna. Til fundarins hafði verið boðað með það fyrir augum að taka einkum afstöðu til afkomu vélbátaútvegsins og sameiginlegra innkaupa á veiðarfærum. Auk þess var rætt um ýms sjávarútvegsmál, sem nú liggja fyrir Alþingi. Varðandi afkomu vélbátaút- vegsins og framtíðarútlit var samþykkt svohljóðandá álykt- un: „Eins og kunnugt er hefir fiskverð á nýjum fiski haldist óbreytt innanlands síðan 1942, að samningur var gerð urvið Breta um kaup á nýjum fiski í nokkrum veiðistöðvum lands- ins, þó með þeirri undantekn- ingu, að fyrir aðgerðir núver- andi ríkisstjórnar var greitt 15% hærra verð fyrir fisk til útflutnings nokkurn hluta yf- irstandandi árs. , Þegar samningurinn við Breta var gerður, var vísitala fram- færslukostnaðar 183% stig — meðalvísitala ársins 1943: 157% stig — 1944 268% stig — fyrstu 10 mánuði yfirstandandi árs 274% stig, og nú í nóvember s.l. 285 stig. Hækkun vísitölu framfærslu- kostnaðar segir ekki nema að nokru leyti til um útgjalda- aukingu sjávarútvegsins. Hækk- un á útgerðarvörum hefir orðið mikil síðustu árin, á mörgum hækkun fiskverðsins nemur. . .Þótt ótrúlegt sé, finnast ekki svo fá dæmi, að ýmsir í land- inu líti þannig á, að öll útgerð, smærri sem stærri, græði stórfé. Þetta er vitanlega svo f jarri j öllum sanni, hvað smáútveginn snertir, að ekki er eyðandi orð- um að. En á það má benda í þessu sambandi að það er fyrst og fremst að þakka hinu ó- venjulega aflamagni síðustu ára, að vélbátaútvegurinn hefir ekki ^firleytt verið rekinn með stór- felldu tapi. Ennfremur má benda á, að ári.n 1940—1942 voru yfirleíitt hagstæði fyrir þessa útgerð, og gátu því eigendur að góðum, nýlegum fiskibátum bætt mik- að samningur var gerður við 'ð hag sinn, svo að þeir bátar tilfellum nú í lágu verði. Aft- ur á móti hafa þeir menn, er byggt hafa eða keypt, eldri sem yngri báta, eftir árið 1942, yf- irleytt orðið fyrir miklu fjár- hagstjóni, enda hefir afkoma bátanna ávalt farið versnandi frá ári til árs, og verst hefir hún verið á þessu ári. Þá er annað mikilsvert I hessu sambandi, sem vert er að leggja mikla áherzlu á, og það ■>r afkoma þeirra manna, er vinna framleiðslustörfin á vél- bátaflota landsmanna. Ósamræn^'ð á mlillli hluta sjómanna alg kaups þeirra manna, sem landvinnu stunda, er nú orðið svo mikið að það er alls ekki hægt að gera ráð fyrir því, að vanir og duglegir sjó- menn gefi kost á sér til sjó- mennsku á hlutaskipta-skipum á meðan jafn mikil eftirspurn er eftir inönnum til landvinnu. Þetta er heldur engin furða, þar sem, eins og áður segir, ekki er hægt að segja, að verð sjávar- afurða hafi hækkað síðan 1942, en þá var vísitalan 183 stig. Sem dæmi um það ósamræmi, sem orðið er, má geta þess, að meðalhlutur háseta á síldveiði- sl)Tium 1944, einum um nót, sem lögðu inn afla sinn hjá Síldarverksmjiðjum rítóisins — var kr. 4.600,00, en kaup þeirra manna, sem unnu hjá verk- smiðjunum á sama tíma, eða í 2% mánuð, var kr. 9092,00. Skip með meðalafla hefði því þurft að leggja skipshöfninni til sérstaklega Hermanns Jónas- sonar hefir hlotið einróma við- urkenningu annara þjóða. Mála- vextir eru allir þannig, að rot- höggið, sem Finnur ætlaði að greiða, er liklegast til að verða rothöggið á hann sjálfan. allan aflann til þess, að sjó- mennirnir jöfnuðust á við land- verkamenn. Því hrapalegar er til þessarar staðreyndar að hugsa sem'maður hefir ríkast í huga, að umrædd síldarvertíð var ein allra glæsilegasta, hvað aflabrögðum viðkom. Þegar ósamræmið er orðið svo mikið eins og -sjá má af framansögðu, yirðist sannar- lega ekki eftir neinu að bíða með að finna leiðir til úrbóta, ef framleiðslan á ekki að stöðv- ast. Með tilliti til ofanritaðs og í framhaldi af því, ályktar full- trúafundur Landssambands ís- lenzkra útvegsmanna, haldinn í Reykjavík 8. desember 1945, að nú þegar verði að gera ráðstaf- anir til þess að bátaútvegur landsmanna verði í heild rekinn án taps, miðað við meðalafla. Bendir fundurinn á eftirfarandi leiðir, sem líklegar: I. Að framleiðsluvörur sjávar- útvegsins hækki í verði á er- lendum markaði. * II. Að hvers konar tilkostnað- ur við útgerð lækki til stórra muna frá því, sem nú er. III. Leiðrétting á gjaldeyris- og innflutningsverzlun lands- manna., útvegsmönnum til hagsbóta. Fundurinn te'ur að fyrsta leiðin sé sú æskilegasta, og beri fyrst að reyna hana til hlítar, en jafnframt verði athugað og undirbúið, hvernig hinar leið- irnar verði bezt farnar, svo og að leita eftir fleiri leiðum, ef með þykir þurfa. Treystir L. í. Ú. því að ráðamenn þjóöarinnar finni einhver þau ráð til úrbóta, að þessi þýðingarmikli atvinnu- vegur þjóðarinnar verði rekinn á heilbrigðum grundvelli, og það þegar á komandi vertíð. En það er álit fundarins að framtíðarlausn þessara mála hljóti að byggjast á því, að öll þjónusta og kaupgjald í landinu verði miðað við magn og verð- Iag útflutningsafurða lands- manna.“ Varðandi sölu á sjávarafurð- um var samþykkt svohljóðandi ályktun: „Fulltrúafundur í Landssam- bandi íslenzkra útvegsmanna, haldinn í Reykjavík 8.—11. des. 1945, skorar á ríkisstjórnina að Játa eigi dragast lengur að hafnir verði samningar um sölu á sjávarafurðum landsmanna, sem framleiddar verða á kom- andi ári til útflutnings, þar með talinn ísfiskur og saltfiskur. í þessu sambandi vill fulltrúa- fundurinn benda á, að hagstætt gæti verið frá þjóðhagslegu sjónarmiði að lána einhvern hluta af framleiðslunni til þjóðá, sem erfitt eiga með að láta af hendi frjálsan gjaldeyri í svip-inn, ef með því mætti fá rýmri markað fyrir framleiðsl- una og j^fnframt hærra verð. •Bendir fundurinn sérstaklega á, að hagkvæmt myndi vera að selja eitthvað af frosnum fiski og söltuðum, svo og síld á þenna hátt. Fundurinn lítur svo á, að sjálfsagt sé, að viðkomandi fé- lagssamtök framleiðenda eigi ætíð fulltrúa í nefndum þeim, sem sendar eru utan til þess að selja sjávarafurðir.“ Þá var samþykkt frv. um inn- kaupastofntm L. í. Ú. og ýmsar ályktanir um frumvörp, sem nú liggja fyrir þinginu. Á fundinum voru mættir full- trúar frá deildum i öllum lands- fjórðungum og ríkti hinn mesti áhugi á fundinum. Vinnið ötulleqa fyrir Tímann. Borgarafundur á Ak- ureyri um áfengismál Almennur borgarafundur um áfengismál var haldinn á Ak- ureyri mánudaginn 3. des. s. 1. að tilhlutun ýmissa féalgasam- taka í bænum, bæjarstjórnar og skóla. Snorri Sigfússon skólastjóri setti fundinn með ávarpi og stýrði honum, en ritari var Ei- ríkur Sigurðsson kennari. Þessir fjórir menn fluttu stuttar framsöguræður: Þorst. M. Jónsson skólastjóri, Bryn- leifur Tobíasson Menntaskóla- kennari, Jóhann Þorkelsson hér- aðslæknir og Ármann Dal- mannsson, form. íþróttabanda- lags Akureyrar. Á fundinum mættu um 300 manns og kom þar fram mikill áhugi á að takast mætti að ráða bót á vaxandi áfengis- nautn þjóðarinnar og því böli, er hún veldur. Voru þessar tillög- ur þar samþykktar einum rómi: „Almennur bargarafundur á Akureyri, haldinn 3. des. 1945 skorar á ríkisstjórnina að láta lögin um héraðabönn koma nú þegar til framkvæmda. Almennur borgarafundur á Akureyri, haldinn 3. des. 1945, telur með öllu ófært að auð- velda mönnum að ná í áfengi, með því að fjölga útsölustöðum þess, eða á annan hátt, og mót- mælir því öllum ráðstöfunum hins opinbera, er stefna í þá átt. Eins og nú er komið málum, (Framhald á 7. síðu) Erlent yfirlit Fyrst eftir að Truman forseti tók við forsetaembættinu, létt- ist brúnin á mörgum andstæð- ingum Roosevelts, einkum þó auðmönnum og iðjuhöldum. Þeir höfðu lagt dauðlegt hatur á Roosevelt fyrir umbótastarf- semi hans og samstarf hans við verkamenn. Hinn nýi forseti þótti ekki líklegur til að vera jafn harður í horn að taka og Roosevelt og var einnig álitinn íhaldssamari, þótt hann hefði jafnan verið dyggur fylgismað- ur Roosevelts. Sú yfirlýsing hans, að hann myndi reyna að fylgja stefnu fyrirrennara síns í hvívetna, breytti ekki þessari skoðun. Þetta viðhorf iðjuhölda og auðmanna til Trumans eftir valdatöku hans, átti mikinn þátt í því að óvenjuleg ró ríkti í stjórnmálum Bandaríkjanna fyrstu mánuðina eftir fráfall Roosevelts. Nokkru eftir að Truman tók við forsetastarfinu, byrjaði hann að skipta um ráðherra og hefir haldið því áfram. Er nú svo komið, að ekki eru eftir í stjórninni nema tveir ráðherrar úr stjórn Roosevelts, Wallace verzlunarmálaráðherra og Ickes innanríkisráðherra, en þeir voru taldir meðal róttækustu ráðherra Roosevelts áður fyrr og skipuðu þá vinstra arm demokrataflokksins. Aðalbreyt- ingin virðist fólgin í því, að Roosevelt valdi í stjórn sína kaupsýslumenn, sem lítið höfðu fengizt við stjórnmál, en Tru- man hefir aðallega valið reynda stjórnmálamenn, sem átt hafa sæti á þingi. Stjórn hans ber því meiri svip þess, að hún sé pólitísk flokksstjórn en stjórn Roosevelts gerði. Það var fyrst eftir stríðslokin í Asíu, að verulega tók að reyna á það, hvort Truman myndi fylgja svipaðri stefnu í utan- ríkismáium og fyrirrennari hans. Kaupkröfur fóru þá að koma til greina í ríkara mæli en áður og jafnframt ’þurfti að fara að efna ýms loforð um tryggingar og almennar fram- kvæmdir, sem Roosevelt hafði lofað á stríðsárunum. Kaupgjaldsmálin voru og eru þó enn vandasömust þeirra mála. Á stríðsárunum höfðu tekjur verkamanna almennt hækkað um 30%, að miklu leyti vegna lengri eftirvinnu. Eftirvinna verður nú almennt lögð niður og lækka því tekjur verkamanna, nema kaupgjaldið sé hækkað. Krafa verkamanna er yfirleitt sú, að kaupið verði hækkað svo mikið, að tekjur þeirra verði óbreyttar, þótt vinnutíminn styttist. Atvinnu- rekendur standa hins vegar ein- dregið gegn þessu. Hefir því undanfarið komið til margra stórfelldra verkfalla í Banda- ríkjunum. Mörg þeirra hafa ver- ið ólögleg og hafa verið hafin gegn vilja forráðamanna verka- lýðsfélaganna, sem voru að vinna að samningum eftir frið- samlegum leiðum. Mörg þessara verkfalla hafa því verið skamm- vinn og vinna hafizt aftur, án þess að kaupsamningar hafi verið gerðir. Yfirleitt virðist ríkja heldur lítil festa í þessúm málum og verkalýðsfélagsskap- urinn vera stórum ótraustari og ver skipulagður en viðast í Evrópu, þar sem starfsemi hans er á annað borð leyfð. Margir biðu þess með nokkri 1 eftirvæntingu, að Truman for- ‘seti myndi finna lausn á þessu máli. Hann fór í fyrstu dult með stefnu sína, en fyrir nokkrum vikum hélt hann ræðu, þar sem hann lýsti þeirri skoðun, að kaupið mætti hækka um 15%. Jafnframt lýsti hann yfir, að haldið yrði áfram öllum ráð- stöfunum til að halda verðlag- inu niðri. Ennfremur tilkynnti hann að ýms tryggingamál yrði lögð fyrir þingið, t. d. um hærri atvinnuléysistryggingar. Þessum boðskap Trumans he^- ir verið misjafnlega tekið. Ýms- is forkólfar verkalýðsfélaganna telja, að forsetinn gangi of skammt, til móts við kröfur þeira. Hins vegar virðist mestur ótti þéirra við það, að hann taki (Framhald a 7. siðu) i blaðinu Útsýn 10. þ. m. birtist grein eftir Klemens Tryggvacon hag- fræðing, þar sem hann ræðir um nauðsyn ráðstafana til að koma i veg fyrir, að hinar erlendu inneignir verði ekki að mestu leyti eyðslueyri. Hann segir: „í lögunum um Nýbyggingarráð, er gefin voru út í nóvember 1944, er svo fyrir mælt, að það skuli gera heildaráætlun um, hver atvinnu- tæki þjööin þurfi að fá til þess að allir landsmenn vinni við sem arð- bærastan atvinnurekstur, og hafa 300 milj. kr. í erlendum gjaldeyri samkvæmt þessu verið settar fastar til kaupa erlendis á tækjum og efni til aukningar á sjávarútveg- inum, sjávarvöruiðnaðinum og land búnaðinum. Hér er stefnt að háu marki, og verður að teljast mjög heppileg ráðstöfun, að lögð hefir verið til hliðar mikil upp hæð í er- lendum gjaldeyri til nýsköpunar á undirstöðuatvinnuvegum lands manna. — Annars er ekki ,eins og gengið er frá löggjöfinni um Ný- byggingarráð, sjáanlegt, að þessi stofnun verði til mlkils gagns á því sviði, þar sem afskipta hennar er mest þörf, b. e. að hún hafi mögu- leika á því að að koma fjárfesting- unni i skipulegt horf. Til þess þyrfti Nýbyggingarráð að hafa vald til að banna framkvæmdir, sem það tel^i ótímabærar eða óæskilegar frá þjóðhagslegu sjónarmiði. Nú er ástandið þannig, að ráðið hefir for- göngu um útvegun framleiðslu- tækja á takmörkuðu sviði, en á öðrum sviðum hafa einstaklingar og félög frjálsar hendur um að ráð- ast í þær framkvæmdir, sem þeim sýnist, alveg án tillits til, hvort þær hafa rétt á sér frá þjóðhags- legu sjónarmiði eða ekki. Afleið- ingin verður handahóf og stjórn- leysi í þessum málum, það vantar aðila, sem hefir vald til þers að ákveða, hvaða áform skuli fram- kvæma, og hvaða áform séu ekki þess verð, að þjóðfélagið leggi þeim fé og vinnuafl. Aðalhlutverk Ný- byggingarráðs verður fólgið í því, að annast innkaup á framleiðslu- tækjum og hafa forgöngu um ýms- ar einstakar framkvæmdir, en eins og allt er í pottinn búið, getur það ekki haft þýðingu sem tæki 'til að reka þjóðarbúskapinn á áætlunar- grundvelli." Framsóknarnrenn lögðu til, þegar lögin um Nýbyggingarráð voru sam- þykkt, að 460—480 millj. af erlendum inneignum væru lagðar inn á nýbygg- ingarreikning, en stjórnarflokkunum íannst nóg að leggja 300 millj. Nú sést glöggt, að hyggilegra hefði verið að fara að ráðum Framsóknarmanna, þvi að gjaldeyrinum er nú á mörgum sviðum varið til tófnlausrar eyðslu. 3igl ekki mestur hluti hans að fara í súginn, þarf að gera alveg sérstakar ráðstafanir og nefnir Klemens sumar beirra í grein sinni eins og t. d. stór- rignaskatt, að einum opinberum aðila verði falið að sjá um fjárfestinguna og settar verði auknar hömlur gegn fjárflótta. * * * í sama blaði Útsýnar er sagt frá byggingamálunum í Bretlandi. Segir bar meðal annars: „Erfiðasta atriðið er skorturinn á vönum byggingamönnum. Til þess að bæta úr honum hefir rík- isvaldið gripið til mjög eftirtektar- verðra ráðstafana. Augljóst er, að mikill hluti þjóðarinnar getur ekki beðið húsnæðislaus eftir því árum saman að iðnlærðum mönnum fjölgi eftir venjulegum reglum um iðnnám, sem í raun og veru eru arfur frá miðöldum og nánast mið- aðar við að iðnaðrmennirnir haldi við þeim húsakosti, sem fyrir er, með hægfara viðbótum. Þess vegna hefir enska rtjórnin sett upp náms og vinnustöðvar í stórum stíl, þar sem mönnum eru kennd hin ýmsu fög byggingariðn- aðarins á sex mánaða námskeiðum. Fá þeir kaup, sem miðað er við, framfærslukostnað fjölckyldu- manns, þann tima, en að honum loknum fá þeir bygglngavinnu und- ir stjórn. iðnmeistara og þá fast að fullu kaupi og hækkandi, unz þeir eftir 14 mánaða vinnu komast á fullt iðnaðarmannskaup. Með þessu er iðnnáminu í byggingar- iðnaði i raun og veru hraðað svo, að þaö tekur helmingi skemmri tíma en áður. Er miðað við núthna aðferðir í iðnaðinum (vélavinna meðfram) og gert aðgengilegt fyrir unga menn, sem ekki fengjust ella til að vinna kauplítið sem iðn- lærlingar í langan tima framan af námstímanum. Væri mjög athug- andi, hvort ekki væri þörf á svip- uðum ráðstöfunum hér í fleiri en einni iðngrein.“ Fi-umvarp Framsóílharflokksins um iðnskóla i sveit, er á ýmsan hátt hlið- tætt þeim ráðstöfunum, sem hér er frá sagt. * * % í forustúgrein Vísis 10. þ. m. segir svo: „Fái kommúnistar verulegan byr hér á landi, hvort sem er i kosn- ingum til sveita- og bæjarstjórna- eða til Alþingis, má fullyrða að erfiðleikar íslenzku þjóðarinnar í atvinnu- og fjárhagsmálum muni aukast stórlega, en hafni þjóðin niðurrifsstarfseml kommúnista, verður hún vel á vegi stödd. Þá mun hvorki hrun né atvlnnuleysi framundan, en allir einstaklingar eiga fuiltryggða sæmilega afkomu og stöðuga atvinnu í frjálsum heimi lýðræðisríkjanna. Samstarí og samhjálp þjóða mun koma 1 stað samkeppni fyrri ára, en þó komm- únistar spái kreppum og hörmung- um, mæla þar börn það eitt, er þau vilja." Til þess að koma í veg fyrir, að kommúnistar geti haldið áfram niður- rifsstefnu sinni hér á landi, þarí ekki eingöngu íylgi kommúnista að minnka í kosningum, heldur einnig Sjálfstæð- isflokksíns, sem undir núverandi for- ustu sinni hefir reynzt kommúnistum þægt verkfæri í þessum málum og myndi telja það rétt ráðið að vera það áfram, ef. hann fengi viðunanleg úrslit í kosningunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.