Tíminn - 21.12.1945, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.12.1945, Blaðsíða 6
6 TfMBArV. föstiidaginn 31. des. 1945 97. hlað Útgáfubækur Guðjóns Ó. Guðjónssonar Guðjón Ó. Guðjónsson hefir um langt skeið verið all athafna- samur bókaútgefandi og gefið út margar íóðar bækur á undan- förnum árum. En merkasta útgáfa hans er þó útgáfa á ritsafn5 Jóns Trausta (Guðmundar Magnússonar), sem verður alls í 8 stórum bindum og eru 7 þeirra þegar komin út. Útgáfa þessi er með miklum myndarbrag og sómir vel höfundinum, en fá eða engin íslenzk sagnaskáld munu hafa náð eins miklum vinsældum meðal íslenzks alþýðufólks og Jón Trausti. Guðjón mun telja sér safa borið skyldu til að gefa verk hans út myndarlega, þar sem hann er tengdasonur Guðmundar Magnússsonar. Bókaútgáfa Guðjóns Ó. Guðjónssonar mun á næsta ári stórauka útgáfu- starfsemina og gefur þá alls út um 50 bækur. Tíðindamaður blaðsins hefir nýlega átt viðtal það við Guðjón Ó. Guðjónsson, sem hér fer á eftir: I Tímaritsútgáfa samvinnumanna —Hvaða bækur eru komnar út hjá þér það sem af er þessu ári? — Fyrir nokkru komu út 6. og 7. bindl' af ritsafni Jóns Trausta, en í þeim eru sagan Bessi gamli, smásögur, ferða- sögur, leikrit og ljóðmæli. Ætl- unin er að ljúka þessu safni með 8. bindi, sem kemur út eftir nýárið og verða í þvi ýms- ar greinar og ljóðmæli, sem birzt hafa í blöðum og tímarit- um. Af öðrum bókum sem út eru komnar á þessu ári má nefna Vínarkerfið, bridge-spilabók eftir A. J. Smith. Er það kunn spilabók, sem nýtur vinsælda hér sem annars staðar. Þá kom út 2. útgáfa af fnlabókinni, með skrá yfir allar bifreiðar á land- inu og eigendur þeirra. Nýjum köflum hefir verið aukið við bókina eftir Nikulás Stein- grímsson yfirkennara, Erling Pálsson yfirlögregluþjón og Jón Oddgeir Jónsson slysavarna- fulltrúa. Fyrri útgáfa bókarinn- ar seldist upp á skömmum tíma, enda er hér um að ræða hand- hæga bók ög nauðsynlega fyrir alla bifreiðastjóra og jafnframt þá sem ætla að læra á bíl. Einn- ig er komin út endurprentun á bókinni Bláa eyjan. í sumar komu út Pyramídinn mikli eft- ir Adam Rutherford og barna- bókin Eskimóadrengurinn Kæjú, sem er þýdd af Ragnari Jóhann- essyni. Sú bók er prýdd hundrað myndum. Svo eru þær sem eru nýkomn- ar út. Þar ber fyrst að nefna skrautútgáfu af sögunni Anna á Stóru-Borg eftir Jón Trausta með 25 myndum eftir Jóhann Briem, og eru fimm þeirra lit- myndir. Saga þessi er eins og flestum er kunn einhver feg- ursta ástarsaga, sem rituð hef- ir verið á islenzka tungu, fögur perla í íslenzkum bókmenntum. Þá má einnig nefna bókina Konur og ástir, sem eru spak- mæli um ástina frá mörgum þjóðum. Loftur Guðmundsson leikritaskáld hefir annazt þýð- ingu bókarinnar og hefir hann bætt við hana islenzkum spak- mælum um sama efni. “Vísinda- menn allra alda“ er inniheldur ævisögur 20 heimsfrægra vís- indamanna, sem uppi hafa ver- ið á öllum timum sögunnar. Lygn streymir Don er mikið skáldverk eftir rússneska skáld- ið Sjólókoff. Bókin er i tveimur. stórum bindum. Þýðingin er gerð af Helga Sæmundssyni blaðamanni Þá er von á bók sem nefnist Kvendáðir og fjallar um tvo franska kvenmenn, er björguðu enskum mönnum i styrjöldinni. Einnig kemur út ævisaga Selmu Lagerlöf, og síðast en ekki sizt má nefna útkomú nýs þjóð- sagnasafns, er Jónas Rafnar og Steindór Steindórsson hafa tek- ið saman. Þjóðsagnasafn þetta verður ársrit i framtiðinni. — Er svo ætlunin að auka útgáfuna á næsta ári? — Já, ætlunin er að gefa út um fimmtíu bækur á næsta ári. Meðal þeirra merkustu er rit- safn Guðmundar frá Sandi, sem verður í 9 bindum og hefir út- gáfan keypt útgáfuréttinn af erfingjum skáldsins til næstu fimmtíu ára. Þá mun verða gef- ið út eitt stórt bindi um 50 ark- ir með úrvali af verkum Jóns Trausta, I. bindi af sögu Rang- æinga, Þættiír úr lífi Guðmund- ar á Stóra-Hofi, Söguþáttur Stranda og Halldórs Jakobsson- ar og Strandamannasaga eftir Gisla Konráðsson, Annað bindi af Skútuöldinni eftir Gils Guð- mundsson, Biskupasögurnar í vandaðri útgáfu, sem Vilhjálm- ur Þ. Gíslason sér um, Þjóðsögur undan Eyjafjöllum, sem Þórður Tómasson f rá Vallatúni hef ir tek- Guðjón Ó. Guðjónsson \ ið saman. Þá verður gefin út ný útgáfa af Nýai dr. Helga Pjeturss. Af öðrum bókum er út koma á næsta ári má nefna af- mælisdagabók með orðskviðum Salómons, sem séra Jón Skagan I sér um útgáfu á, Inkarnir í Perú, ! lýsing á merkilegum þjóðflokki, með um 200 myndum. Bókin er þýdd og endursögð af Sigurgeir Einarssyni, Mayaztekarnár, merkileg bók um landnám Spánverja í Mexicó, sem Sig- urgeir Einarsson hefir einnig þýtt og endursagt og Frægar konur, ævisögur 20 af frægustu konum sögunnar, sem Guðni Þórðarson blaðamaður þýðir. Þá skulu að lokum nefndir úrval heimsbókmenntanna og hefst á á næstunni, en það er tveir bökaflokkar er útkoma Sjómannaútgáfan. í úrvali heimsbókmenntanna kemur til að byrja með eitt úrvalsskáld- verk frá hverju landi. í sjó- mannaútgáfunni koma út úr- | valsbækur er eingöngu fjalla um sjóferðir, sjósókn og sjó- mannalíf og svaðilfarir. Gils Guðmundsson hefir verið ráð- inn ritstjóri útgáfunnar. Ætlazt er til að út komi 6—10 bækur á ári í þessu safni. Auk þess sem hér hefir verið nefnt kemur fjöldi bóka út a næsta ári, sem enn hefir ekki verið fullráðið um. Ferðamenn! Tilvalin og varanleg jólagjöf handa frúnni og kærustunni, er litprentuð rós. Handa bóndanum og unnust- anum skipa-, dýra og landlags- myndir. Fyrir börnin flugvéla-, barna- og dýramyndir. Allt í vönduðum og fallegum römmum. Verð og stærð við allra hæfi. RAMMAGERÐIN HÓTEL HEKLU (gengið inn frá Lækjartorgi). Vinnið ötulletja fyrir Tímann. Um þessar mundir hafa alls- herjarsamtök samvinnumanna á íslandi rekið tímaritsútgáfu um fjörutíu ára skeið. Ber þar fyrst að nefna málgögn síðara sambandsins „Tímarit kaupfé- laga og 1 samvinnufélaga“ og „Samvinnuna" en auk þess „Tímarit kaupfélaganna," sem þingmannasambandið stofnaði og sendi út um landsbyggðirnar skömmu fyrir síðustu aldamót. Annars á útgáfa þessi merka forsögu að geyma, forsögu, sem fyrst og fremst byggist á menn- ingarviðleitni gömlu þingeysku samvinnumannanna í öndverðu. Skal hér vikið lítið eitt að þeim aðgerðum áður en lengra er haldið. Árið 1890 hófu félags- menn Kaupfélags Þingeyinga að gefa út sveitablaðið „Ófeig,“ skrifað málgagn, sem svo nefnd- ist eftir karlmenni íslendinga- sagnanna, er fyrrum átti við GuSS^iund ríka. Blað þetta varð snemma ómetanlegur þáttur i sam>innustarfseminni enda kom það viða við í greinum og fréttapistlum. Hin'n hlutinn var t. d. skýrslugerðir frá félaginu um stjórnarfar og framkvæmd- ir, svo að félagsmönnum gæfist kostur á að fylgjast nákvæm- lega með rekstrinum og athöfn- um stjórnendanna. Annar hlut- inn flutti fróðleiksmola frá samvinnumönnum í öðrum löndum og kynnti þannig nýj- ungar og reynslu í margs konar málefnum. Má telja það óvenju- lega framsýni hjá ritstjórn „Ófeigs“ að afla sér enskra og danskra samvinnublaða í þess- um tilgangi. Þriðji hlutinn beindi heilbrigðum frýjunar- og eggjunarorðum til samvinnu- manna og loks voru þarna kafl- ar um verzlunarmál, búnað o. fl. Skulu hér nú tekin upp nokkur orð úr formála „Ófeigs" til að sýna anda þessa fyrsta málgagns samvinnumanna: „Neyðin kennir naktri konu að spinna. Neyðin kennir mörg- um fleiri að spinna, þó að það sé eigi margir sem spinna silki. Hún hefir kennt mönnum margt af því, sem gott er og gagnlegt í heiminum. Margir hugvits- menn og máttarviðir framfar- anna hafa út úr neyðinni spunnið öfl náttúrunnar inn í fullnægingu mannlegra þarfa. En neyðin hefir kennt mönnum annað en að spinna sinn þátt- inn hver. Hún hefir kennt þeim að leggja þættina saman, að sameina hugsjónir og eftirlang- anir, að vekja upp sofin öfl og hrinda þeim af stað, hrinda þeim áfram gegn tálmúnum andlegrar og fjármunalegrar ánauðar.“ Margt af hinu ágæta efni „Ófeigs“ var síðan endurprent- að í tímarití fyrra sambands- ins, sem stofnað var árið 1895 og ríkti síðan til 1897. Tímaritið var eina sýnilega merkið um þessi fyrstu landssamtök, að þvi er merkur samvinnumaður get- ur í gömlum heimildum. Og þar voru líka handbrögð Þingeyinga veruleg og veigamikil. Auk rit- stjórans, Péturs Jónssonar, léðu þeir liðsinni sitt, Benedikt á Auðnum, ritstjóri „Ófeigs“ um „skipulag“ „félagsfræði" o. fl. Guðjón Gunnlaugsson fráLjúfu- stöðum „hugleiðingar um verzl- unarsamtök" og „um stofnsjóði kaupfélaga“* og Sigurður Jóns- son í Yztafelli „Geta kaupfélög komið í stað kaupmanna." Af greinum Péturs má og nefna einá um samvinnuútgerð. Eftir að fyrra sambandið leið undir lok áttu samvinnumenn ekkert málgagn um nokkurt skeið. Sú nauðsyn varð þó aftur að veruleika með nýrri lands- stofnun, Sambandskaupfélagi íslands eða Sambandi íslenzkra samvinnufélaga eins og núver- andi heiti hennar er. Tímarit þetta nefndist í fyrstu „Tímarit kaupfélaga og samvinnufélaga" en breyttist árið 1925 og heitir síðan „Samvinnan." Ritstjóri varð Sigurður Jónsson í Yzta- felli og mun hann allra ein- stáklinga hafa átt mestan þátt i skipulagi og efnismeðferð. Auk samvinnugreina, innlendra*og erlendra, svo sem síðari hluta ferðaskýrslu Jóns á Gautlönd- um um heimsókn til enskra og danskra samvinnufélaga, flutti ritið nú hagskýrslur sambands- félaganna og safn til sögu beirra úr mörgum landshéröð- um. Var siðarnefndi þátturinn einkar merkilegur oé mikils- verður enda átti ritstjórinn gott með gagnöflun á fyrirlestrar- ferðum sínum árin 1911—1914. Síðar breyttist efnisbúningur nokkuð og var eftir það i um- ræðustíl. Þá tók ritið að flytja greinar, sem ekki snertu sam- vinnuna sérstaklega enda minnkuðu að sama skapi frá- :agnir úr heimi hreyfingarinn- ar. Hélt svo fram til ársins 1935 er ákveðið var að timaritið skyldi koma út mánaðarlega undir ritstjórn þeirra Jónasar Jónssonar og Guðlaugs Rósin- kranz en Jónas hafði þá gegnt forstöðunni um 18 ár eða allt frá þeim tíma • er Sigurður i Yztafelli hlýddi kalli sveitunga sinna um störf í þágu alþjóðar. 1928—1930 hafði þó Þórkell Jóhannesson núverandi sögu- prófessor stöðuna á hendi vegna annríkis Jónasar á öðrum bar- áttuvettvangi. Áramótin 1943—1944 var „Samvinnan" enn stækkuð og Jón Eyþórsson ráðinn ritstjóri ásamt þeim Jónasi og Guðlaugi. Hefir blaðsefnið að vonum orð- ið fjölþættara við breytinguna og fremur horfið að því ráði að flétta almennar greinar saman við samvinnupistlana. Mætti í bví sambandi benda á húsa- gerðarkafla Þóris Baldvinsson- ar, utanríkisfrásagnir Jónasar Guðmundssonar, auk ítarlegra forustugreina og dálka um fag- urmenntir, verzlun, búnað o. fl. Timaritsútgáfa samvinnu- manna var í upphafi varnar- verk gegn árásum og illvilja kaupmannastéttarinnar og fylgifiska hennar enda voru þá dagblöðin i landinu þvi nær lokuð greinum um samvinnu- mál. Þó markaði mjög og raun- ar vaxandi fyrir hinni hlutlausu fræðslu og kynningu eins og hún birtist okkur í nútímamynd. Þetta má ekki skilja svo að ■amkeppnisskeytunum hafi alltaf verið tekið þegjandi og bljóðalaust, þvert á móti. Sam- vinnuhreyfingin hefir rutt braut sina í kyrrþey og litt leit- að á aðra að fyrra bragði og :vo mun enn verða. Hún mun í 'ramtiðinni leitast við að gefa riti sínu enn víðtækari verkefni ig búa það samkvæmt kröfum imans, láta .það verða hér eftr ’em hingað til útbreiddasta mánaðarmálgagn, sem gefið er út á íslandi. 4skriftargjald Tíiuans utan Rvíkur og Hafnarfjarðar er kr. 30.00 ársaneurinn. Allir, sem fylgjast vilja með almennum málum, verða að lesa TÍMANN. Einn meginkostur bréfakennslunnar er fólginn í hin- um sjálfstæðu vinnubrögðum nemendanna. Hún veitir þeim ekki aðeins haldgóða þekkingu í sérstökum náms- greinum heldur eykur einnig andlegan þroska þeirra. Reynið námskerfi vort. Bréfaskóii S. /. S. Móðir mín Ingibjjörg Björnsson andaðist að heimili sínu í morgun. .Jarðarför er ákveðin laugardaginn 22. þ. m. I Akureyri, 15. des. 1945. F. h. barna hinnar framliðnu RAGNHEIÐUR O. BJÖRNSSON. Kosningaskrifstofa Framsóknarmanna til undirbúnings bæjarstjórnarkosninga í Reykjavík er í Edduhúsinu við Lindargötu. Opin daglega kl. 2—7 og á sunnudögum kl. 5—7. Simi 6G66 Kjörskráin. liggur þar frammi og ættu sem flestir að athuga hvort þeir, eða kunningjar þeirra, eru á kjörskrá. al joianna Leikföng, mikið úrval. Flugmodel, margar gerð- ir, frá 5 kr. Kerti, stjörnuljós. Bobb og ýmis konar fleiri spil. Eldfastar glervörur alls konar. Ölsett og ávaxtasett. Stálskautar, borðbúnaður, sjálfblekungar, Tipperary flautur á 9 kr., tennis- boltar á 50 aura, reykelsi, rugguhestar, hlaupa- hjól o. fl. K. Einarsson & Björnsson h.f. Stór bók um líf og starf og samtíð listamannsins mikla Leonardo da Vinci eftir rússneska stórskáldið Draitri Mereskowski, í þýðingu Björgúlfs læknis Ólafssonar er komin I bókaverzlanir Leonardo da rinci var furðulegnr maðtrr Hvar sem hann er nefndur i bókurh, er eins og meny skorti orð lil þess að lýsa atgerfi hans og yfirburðum. / „Encycioperdia Bntanmca” (1911) er sagt, uð sagan nefni engan mann, sem sé hans jafningi ri sxnði visinda og lista og óhugsandi sé, að nokkur maður hefði rnzi 1*7 að afkasto liumhaðasto parti af öllu þvi, sepi hann féftkst við. Leonardo da rínci var óviðjafnnnlegur mdlari. En liann var lika uppfinningnmaður d við Edison, eðlisfraðingur, sttrrðfr/rðingnr, stjömufraðingur og hervélafr/rðingur Hann fékkst við rannsóknir i fjósfurði. lifftrrafrœði og stfórnfraði, andlitsfalf manna og fellingar i kUeðum alhugaðt hann vandlega. Söngmaður var Leonardo, góður og iék sjdlfur á hljóðfan Enn fremur ritaðí hann kynstrin öil af dagbókum, en - list hans hefir gefið lionum orðstír, sem aldrei deyr. Þesst bdk um Leonarito <ta yinct er jo(;n utn manntmi, er höllurlaslur og a/kasta• mistur er latiun allra manna. er sögtir /nra n/, og emn «/ mestu lulaiuónniim veralitar. \ bókinni eru um 30 myndir af listaverkum. H.F. LEIFTUR, Reykjavík. ö Vörujöfnun nr. 4 og 5 Gegn framvísun vörujöfnunarmiða fá félagsmenn afhent út á reit nr. 4 epli og reit nr. 5 appelsínur. Skammturinn er 1 kg. epli og 10 stk. appelsínur .á hvern fjölskyldumeðlim. Verðjöfimiiiii stendur aðcln sttl n. k. föstudagskvöMs. Þeir félagsmenn, sem ekki hafa sótt vörujöfnunarmiða, en hafa rétt til þeirra, vitji þeirra í skrifstofuna á Skóla- vörðust. 12. fyrir kl. 6 á miðvikudagskvöld. , • í Iiaupfélag Reykjavíkur og nágreunis.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.