Tíminn - 21.12.1945, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.12.1945, Blaðsíða 3
97. blað TtolIXX, föstudagmn 21. des. 1945 3 Dýrtíðarpólitík ríkisstjórnarinnar er að koma sjávarútveginum á kné Útvarpsræða EYSTEINS JÓNSSONAR við 2. umræðu íjárlaganna á sameinuðu þingi Þegar fimm mínútur voru eftir af ræðutíma hæstv. forsrh. í gærkveldi, sagði hann: „Nú ætla ég að snúa máli mínu í sókn.“ Fimmtíu og fimm mín- útur fóru í vörnina og veitti ekki af. Sóknarlotan varð hvorki löng né hörð, og var rétt af ráðherra að taka það fram hve- nær sóknin hófst, annars hefði það víst farið framhjá flestum. Ráðherra mun hafa tjaldað því, sem til var í þessum tilburðum til gagnsóknar, og mun ég því minnast á það örstutt áður en ég kem að aðalefninu. Ráðherra sagði: „Stjórnar- andstaðan er á móti öllu, og þess vegna er gagnrýni hennar marklaus.“ Hvað er nú hæft í þessu? Stjórnarandstaðan hefir fylgt þeim fáu góðu málum, sem stjórnin hefir beitt sér fyrir. Stjórnarandstaðan samþykkti lög um kaup á nýjum strandr ferðaskipum. St j órnarandstað- an hefir fylgt tillögum úm fram- lög til verklegra framkvæmda. Stjórnarandstaðan mun styðja bætt lánskjör útgerðarinnar, svo að dæmi séu nefnd. En jafn- framt því, sem stjórnarandstað- an hefir veitt þessum málum fylgi, hefir hún barizt og mun berjast hart gegn meginstefnu stjórnarinnar og einstökum of- beldlsráðstöfunum, svo sem skipun búnaðarráðs og mun gagnrýna hiklaust það, sem hún telur miður fara um afgreiðslu einstakra mála í höndum stjórnarinnar. Framsóknar- flokkurinn er þannig t. d. ekki á'móti báta- eða togarakaupum, síður en svo. Hann vill að stjórnin greiði fyrir útvegun slíkra tækja. En hann hefir í því sambandi gert kröfur um tvennt: í fyrsta lagi að menn ‘geíðu sér grein fyrir því í sam- ráði við þá, sem tækin eiga að nota og vit hafa á þessum málum hvernig bátarnir og skip- in ættu að vera, áður en kaupin væru gerð, og í öðru lagi, að þau tæki ein væru keypt, sem kaupendur væru að í landinu, enda væri fyrirfram ákveð'ið, hverja aðstoð ríkisvaldið og bankarnir ættu að veita mönn- um við kaup tækjanna. Fram- sóknarmenn hafa gagnrýnt og munu gagnrýna framkvæmdir ríkLsstjórnarinnar í þessum efn- um, sem kosta munu landið milljóna tugi. Þessi mistök hafa stuðningsmenn stjórnarinnar viðurkennt opinberlega i þing- inu, og hefði því forsætisráðh. verið sæmst að gera slíkt hið sama og beiðast afsökunar, en í þess stað notar ráðherra þá aðferð að kalla réttláta gagn- rýni óhróður og aðfinnslur út af meðferð málsins andstöðu við framfarir. Sannleikurinn er sá, að það er stjórnarliðið á þingi, sem hefir tamið sér þau þokkalegu vinnu- brögð að vera á móti öllu því, sem stjórnarandstaðan leggur til, án tillits til málavaxta. Þannig felldu stj órnarsinnar í fyrra till. um heimild fyrir rík- isstjórnina til þess að kaupa strandferðaskip, sem stjórnar- andstaðan flutti. En nokkrum mánuðum siðar sendu þeir út mann af sinni hendi, til þess að kaupa strandferðaskip. Svo mætti lengi telja. i StefnniEsál Frmnsókn- arinanna. Forsætisráðherra talaði um neikvæða stjórnarandstöðu, sem ekki gerði till. um úrlausn mála. Þetta gefur mér kærkomið til- efni til þess að telja upp nokk- ur mál, sem Framsóknarflokk- urinn hefir lagt fyrjr þingið og . sýna stefnu hans. í Ed. liggur fyrir till. um niðurfærslu verð- bólgunnar og um undirbúning þess, að fram fari í landinu alls- »herjar éignaframtal í því sam- bandi. Fyrir þinginu liggur frv. til nýrra jarðræktarlaga, frv. að nýjum lögum um Fiskimála- sjóð, frv. um byggingarlán og sWrki í kauptúnum og kaup- stöðum og annað frv. um bygg- ingarlán og styrki í sveitum, þál.till. um innflutning tilbú- inna húsa til þess að bæta úr sárustu húsnæðisþörfinni, þál,- till. um rannsókn á hag útvegs- manna og hlutasjómanna, till. um allsherjar lausn raforku- málanna, og þannig mætti halda áfram að telja. Ég hélt nú satt að segja, að flest af þessum mál- um væru forsætisráðh. of kunn til þess, að hann vildi gefa tilefni til að þau væru talin upp, og þá um leið skýrt frá því, að lið hans hér á þingi er önnum kafið við að þvælast fyrir þessum málum og tefja þau, þannig, að þau fá ekki eðli- lega þingafgreiðslu, og síðan að fella þau þeirra, sem komast svo langt, að ekki verður komizt hjá að taka endanlega afstöðu til þeirra. FurðHlegur málflufn- ingur forsætisráð- berra. Þá kom forsætisráðh. að því, sem átti að vera aðal höggið á andstæðingana. Hann tók sér fyrir hendur að sanna, að Fram- sóknarflokkurinn ætti aðalsök- ina á dýrtíðinni. Hann hefði ráðið því, að haustið 1940. var hætt við að reikna verðlag land- búnaðarafurða eftir vísitölu framfærslukostnaðar eða kaup- gjaldsvisitölunni, eins og hún er kölluð. Þetta hafi verið upp- haf og undirrót aö allri verð- bólgunni, Framsólmarflokkur- urinn hafi átt sök á þessu, og þar með verðbólgunni. Á þessu sama hafa Alþ.fl.m. klifað. En hváð er rétt í þessu? Till., sem ráðherra vísar til, var flutt á þ. 1940, eftir ósk þáverandi rík- Isstjórnar, sem hann átti sjálf- ur sæti í. Hún var samþ. í Nd. þingsins með 23 shlj. atkv. Sjálfur greiddi þessi ráðherra atkv. með till. Nú vill ráðherra hlaupa frá öllu saman og velur sér nú það hlutskipti að telja það glapræði að þessi breyting var gerð. Ekki er ráðherra öf- undsverður af þessu. Fyrir utan lítilmennskuna, að renna frá því, sem hann hefir sjálfur gert, þá gerir hann sig nú beran að þeirri fávizku að halda því fram, að eðlilegast hefði verið að verðlag landbúnaðarafurða breyttist á striðsárunum eftir vísitölu framfærslukostnaðar, en ekki eftir þvi, hvernig fram- leiðslukostnaður landbúnaðar- afurða breyttist. Það hefir verið reiknað út og birt í Verkalýðs- blaðinu Skutull á ísafirði, að ef bessi regla væri við höfð, þá fengju bændur nú ekki grænan eyri fyrir sláturfjárafurðir sínar, illt andvirðið færi i kostnað við Tátrunina, sölu, geymslu, fryst- !ngu o. s. frv. Kaupgjsld i sveit- unum hefir á striðsárunum 10—12 faldazt frá því, sem það •'ar áður. Forsætisráðherra er Fyrsti maöurinn, sem ég hefi beyrt leyfa sér að halda þvi Fram, að verðlag landbúnaðar- i.furða hefði á stríðsárunum átt ð vera bundið við vísitölu '’ramfærslukosínaðar, án tillits T1 þess, hvað það kostar að Framleiða vöruna. En það er Teira, sem þarf að benda á i bessu sambandi. Upp á siðkastið befir stjórnarliðið og alveg sér- íaklega forsrh. og málnínur '’ans deilt á Framsóknarflokk- ’nn fyrir það, að hann hafi á undanförnum árum viljað halda 'östu afurðaverði og kaupgjaldi í landinu og bakað með því bændum landsins og launa- mönnum stórtjón. Sá sami forsrh., sem æt-laði sér í gær- kvöldi að sanna það, að Fram- "óknarflokkurinn ætti höfuð- sökiná á dýrtíðinni með þvi að , \ standa fyrir hækkun afurða- verðs lét blað sitt þann 31. júlí nú í sumar viðhafa eftirfarandi ummæli: „Flestir bændur eru orðnir skuldlausir af því, að Framsóknarmönnum tókst ekki að halda óbreyttu kaupgjaldi og afurðaverði. Framsóknarvaldið hefir verið brotið á bak aftur á Alþingi.“ Hér er beinlínis Eysteinn Jónsson hælst um yfir því, að stefna Framsóknarflokksins, ekki um sérstaka hækkun afurðaverðs, heldur um bindingu afurðaverðs og kaupgjalds; verið brotin á bak aftur af flokki forsrh. og hjálparmönnum þeirra. Það mun vera fátítt, að í forsætis- ráðherrastóli finnist maður, sem hefir nógu mikið til að bera í senn af grunnhyggni og ófyrir- leitni, til þess að vekja að fyrra bragði máls á cðru eins og því, sem nú hefir verið lýst. Hví tók Framsóknar- flokkurlim ekki þátt í stjórnarmyndun- iiini? Forsrh. fimbulfambaði nokk- uð í ræðu sinni um valdagræðgi okkar hv. þm. Strandam., og bar þá fyrir sig Ófeig. Síðan skýrði hann frá því, að við hefð- um verið hlunnfærðir, þegar stjórnin var sett á fót og að við heíðum verið sammála stjórn- arstefnunni áður en stjórnin var mynduð. Þar næst upplýsti hann, að þegar til kom, hefðu hinir valdagráðugu ekki viljað taka þátt í stjórn, skorizt úr leik, eins og hann orðaði það, og að lokum fullyrti ráðherra, að ekkert væri að marka það, sem við segðum um þjóðmál, og sérstaklega um stjórnarfram- kvæmdir, af því að við værum svo sárir yfir því að vera ekki í stjórn. Samræmið í þessu er nú sér á parti, það er nú ekki verra en vant er. En þetta er götudrengjatal, og jafnast á við að sagt væri: Ég höndlaði hnosssið, þið öfundið mig og þið 'ættuð að þegja. Hvers vegna geta menn ekki rætt þessi mál eins og manneskjur og byggt umr. á því, sem allir vita að er kjarni málsins? Framsóknar- flokkurinn hefir ekki tekið þátt í stjórn síðan 1942 vegna þess, að hann hefir v^rið mótfall- inn þeirri stefnu, sem fylgt hef- ir verið í dýrtíðarmálum og fjár- málum. Um það ætti síðan að ræða hvor stefnan væri réttari í þessu máli, sú, sem Framsókn- arflokurinn hefir haldið fram sða hin, sem stjórnarliðið fylgir. NTei, þannig íást ekki málin rædd. Allt verður að dragast aiður á lægsta planið, þar sem forsætisráðherra hefir tekið sér 3töðu með hjálparmönnum sín- um. „Rýtinguriim í bakið.M Það er ekki ástæða til að fara mörgum orðum um ræðu hæstv. atvmrh. Hún var undarlegt sambland af kveinstöfum og hótunum í garð meðráðherra I hans, ef iþeir ekki sæju að sér og byggju að Landsbankanum eins og kommúnistar segðu fyrir um. Það er nú broslegt að heyra þetta tal ráðherra um baráttu við Landsbankavaldið. Hann situr í ráðherrasæti við hægri hlið æðsta yfirmanns Lands- bankans, sem nefir verið banka- stjóri bankans þángað til fyrir nokkrum dögum. í bankaráði bankans eiga sæti forsrh., Magn- ús Jónsson og einn fulltrúi f*rá Alþýðuflokknum, Jónas Guð- mundsson.' Nú hefir ráðherra allt í einu uppgötvað að stjórn- in geti engu komið fram vegna Landsbankans. Manni finnst, að hann hefði átt að uppgötva þetta fyr. Eða fór hann í ríkis- stjórnina án þess að geta þar nokkru ráðið vegna Landsbank- ans? Ég geri ráð fyrir því, að fjármálaráðh. muni svara árás- um ráðherra á bankann, sem í raun og veru eru árásir á hann og forsætisráðh., og fer ekki út í það, en margir munu spyrja, hvað átti þetta tal atvinnumála- ráðherra að þýða? Kannske sér hann nú fram á, að eitthvaö muni verða /öðruvísi um efndir á nýsköpuninni en lofað hafði verið, og er þess vegná farinn að segja gömlu þekktu söguna um rýtinginn í bakið, sem öll lítilmenni hafa á reiðum hönd- um, ef þau hafa sagt meira en þau geta staðið við? Ráðherra var svo smekkvis að fara mörg- um niðrunarorðum um Jón Árnason í tilefni af ráðningu hans í Landsbankann. Það er nú ekki tóm til þess að fara langt út í það mál, en hitt vil ég bara segja, að Jón Árnason er einn af þekktustu framkvæmdamönn- um landsins og þolir vel saman- burð við oddamgnninn í Falkur- útgerðinni þ. e. hv. ráðh. Ráðherra var að reyna að róg- bera Framsóknarflokkinn og Alþýðuflokkinn fyrir stjórn þeirra 1934—’38. Ég geri nú ráð fyrir að Alþýðuflokkurinn taki upþ hanzkann fyrir sig, enda hafa þeir til þess nógan tíma, en ég vil aðeins segja það einu sinni enn, að á þessu tímabili voru ;neiri framfarir í landinu en á nokkru öðru tímabili fram að þeim tíma, þrátt fyrir alveg óvenjulega erfiðleika. Á þessu timabili var lagður grundvöllur að þeirri velmegun, sem þjóðin hefir búið við á stríðsárunum. H©taMÍ3* í garð sveita- fólksins. Forsætisráðh. beindi nokkr- um orðum til bænda í gær- ltvöldi. Aðalefni þeirra var á þessa lund: Ef bændur fylgja Framsóknarflokknum, þá er seint eða aldrei viðreisnar von. Ég aðvara því bændur. Ég heiti beim fyrir hönd stjórnarinnar öllu góðu, ef þeir starta með rík[lsstjórninni. Þetta er boð- skapur nýja tímans, sagði ráð-« herra. Þetta er mesti misskiln- ingur hjá ráðherra. Þetta ec ekki boðskapur hins nýja tima, betta er gamall boðskapur, sem er alltof vel þekktur. Þetta er boðskapur ofbeldis og kúgunar. t>etta er sá hug.sunarháttur, sem allur bezti hluti mannkvnsins befir barizt við að útrýma á undanförnum árum. Þetta er kölluð slcoðanakúgun á réttu máli. Þetta er boðskapurinn um, að þeir, sem fylgja valdhöfun- um, eigi allan rétt, en hinir, sem hafa aðrar skoðanir en valdhafarnir, séu réttlausir í þjóðfélaginu. Þetta er sami boð- skapur og atvmrh. flutti bænd- um á síðasta þingi. Forsrh. misskilur hugsunarhátt íslend- inga ef hann hyggur, að menn falli frá skoðunum .sínum vegna hótana hans. Hvorki hótanir né fagurgali piun megna að fá bændur landsins til þess a§ leggja á hilluna baráttuna fyrir rétti sínum. Hvað Iiefir verlð gert fyrlr sjávarutveginn? Þegar ríkisstjórnin var mynd- uð þóttLst hún ætla að gera mik- ið fyrir sjávarútveginn. Fylgis- menn stjórnarinnar fóru út og suður og lýstu yfir því hátið- lega, að sjávarútvegurinn, út- gerðarmenn og fiskimenn hefðu ævinlega gleymst af stjórnar- völdunum, en nú ætti þctta að breytast svo um munaði. Nú skyldi muna eftir þessum mönn- um og þessari atvinnugrein, og æ síðan hefir hvorki linnt smjaði*)i stjórnarliðsins fyrir sjávarútveginum né „skrum“- auglýsingum stjórnarinnar um framkvæmdir í þeim málum. En lítum nánar á hvað gerzt hefir. Ríkisstjórnin hefir reynt að telja sér það til gildis að nokkur hækkun varð á fiskverði á síð- ustu vetrarvertíð. Er þá spurn- ingin þessi: Er þessi hækkun, sem endanlega fékkát, ejíki meiri en hún þó varð, ríkis- stjórninni að þakka?. í þessu sambandi er þá fyrst að minn- ast þess, að ríkisstjórnin vildi isiðastliðinn vetur framlengja fisksölusamningnum við Bret- land frá árinu 1944 en það þýddi, að Bretar hefðu tekið t'islc’nn frá stærstu verstöðvunum i flutningaskip eins og áður, og borgað hann sama verði og áð- ur. Þessu fékk stjórnin ekki framgengt. .Bretar vildu ekkv kaupa fiskinn þannig. þeir vildu fá hann fluttan til England* Jafnframt lækkuðu þeir nokkuð verð á frystum fiski. Saunleik- urinn er því sá, að vegna þess að stjórnin kom því ekki fram, sem hún vildi, kom tækifæri til þess að hækka fiskinn. Hvernig notaði svo stjórnin þetta tæki- færi? Hún auglýsti 15% verð- hækkun á fiski, og innheimti sem því svaraði hjá miklum þorra útgerðarmanna sem verð'jöfnunargjald. í framkv. hefir hækkuuin Mns veg- ar ekki numið 15%, heldur tæp- lega helmingi þess. Það er ríkj- andi skoðun, að með ráðstöfun- um rikisstjórnarinnar í þessum málum hafi ekki náðst til hantía útgerðinni nándar nærri öll verðhækkun, sem unnt hefðí verið að ná. Ríkisstjórnin dró von úr viti að semja um heppi- leg flutningaskip og þurfti að lokum að sæta þungum kostum í samningum við Færeyinga um óhentug skip til flutninganna. Samningarnir við Færeyinga voru hafnir svo seint, aö fisk- veiðar voru byrjaðar. Fis.kurinn lá á bryggjunum og gátu þvi Færeyingar sett kosttnn. — (Framhald á 4. síðu). Nýjar bækur Tíminn getur hér enn nokkurra nýrra bóka, er komið hafa út þessa síðustu daga og líklegt er, að lesendur blaðsins fýsi að vita nokkur skil á. Vegna rúmleysis j[ blaðinu nú um jólaleytið verður þó að fara fljótt yfir sögu, þar eð allmargar bækur, sem blaðinu hafa verið sendar, biðu þess, að þeirra yrði að einhverju getið. íslenzkir þjóðhættir. Það þótti ekki lítill viðburður, begar Þjóðhættir Jónasar á Trafnagili komu fyrst út. Seldist ókin á styttri tíma en annars •ar titt um stórar og alldýrar ækur á þeim árum. Nú hefir ’>afoldarprentsmiðja ráðizt í uýja útgáfu þessa mikla merkis- 'its, sem er ein okkar víðtæk- asta og áreiðanlegasta heimild im daglegt líf og lifnaðarhætti, rú og sið'u alþýðu manna ti! veita hér á landi, áður en hin ■'ýja öld breytti öllum viðhorf- i.m í andlegri og verklegri nenningu. Ritið skiptist í allmarga aðal- '*afla. Fjalla þeir um daglegt ’"f. aðalstörf manna til sveita •eðurfarið, skepnurnar, hátíðir tg merkisdaga, síkemmtanir, ’'fsatriðin, heilsufar og lækn- ngar, og hugsunar- og trúar- ffið og húsaskipun og bygging- ar. Hver þessara kafla skiptist 'vo aftur í smærri greinar, sem fjalla um einstök atriði, er und- !r aðalfyrirsögnina heyra. Mikil1 Töldi mynda og uppdrátta er í bókinni. Eru þar verkfæri margs konar og gripir, vinnuaðferðir, búningar, ’ híbýlaskipun og margt fleira. Eru fáar bækur ákjósanlegri þeim, sem fýsir að vita sem bezt skil á lífi og hug- arheimi forfeöranna. Hér við bætist svo, að bókin er á fjörugu, góðu og skemmti- legu máli, sem þeir, er lítið þekkja annað en jarganmál b’aðanna og götu-reykvísku, geta margt af lært og sótt í mikla menntun. Formála um höf. bókarinnar "krifar Jónas Jónsson frá Hriflu. Er margt vel sagt og skarp- ’ega athugað, eins og að líkum ’ætur. í lok formálans eru þessi álvktunarorð um höfund Þjóð- Tátta: „Eftir andlát höfundar "ann þjóðin betur en áður, hve ■nikils hún hafði misst við frá- fall hans. En hins var þá líka! minnzt, hversu mikið dagsverk hann hafði unnið. Starfskraftar ’ians voru miklir. Starfsviljinn ’nn meiri. Og við enda skeiðs- !ns mátti öllum Ijóst vera, að éra Jónas á Hrafnagili hafði rerið einn af þeim mörgu ís- jenzku prestum, sem' öldum 'aman hafa verið merkisberar íslenzkrar menningar.“ Þjóðhættir og ævisögur frá 19. öld. Mjög um sama leyti og bók sú, er hér getur að framan, kom út annað merkisrit, er fjallar um svipað efni og lengi hefir legið í handriti, án þess að neinn vrði til þess að gefa það út. Eru bað hin stórmerku „mirinis- blöð“ Finris Jónssonar á Kjörs- lyri, sem hlotið hafa nafnið Þjóðhættir og ævisögur frá 19. o!d. Hafa þeir búið það undir nrentun Steindór Steindórsson vnenntaskólakennari og séra Jón Guðnason á Prestbakka, er iafnframt_ skrifar formála að 'ókinni. Útgefandinn er Pálmi H. Jónsson á Akureyri. Efni bókarinnar er tvíþætt eins og titillinn bendir til. Eru annars vegar sagnaþættir, þar 'em sagt er frá tugum hinna ,mei'kustu og sérkennilegustu manna, er höfundur hefir kynnzt á lífsleiðinni, einkum á Suðurlandi, Suðurnesjum og í Strandasýslu. Hefst þessi hluti bókarinnar á sjálfsævisögu höf- undarins og minningum frá æskuárum. Síðari hlutinn er um daglegt líf á þessum sömu slóð- um á ofanverðri nitjándu öld og loks þjóðsögur ýmsar, fyrir- burðir og fleira. Er efni bókar- innar þannig í senn hið merk- asta og girnilegasta, og ekki rýrir það gildi hennar, að með fylgja uppdrættir og teikningar, er höfundur sjálfur gerði, af mörgum þeirra manna, sem frá er sagt, amboðum ýrnsum og áhöldum, vinnuaðferðum og fleira. Mun ekkert aí þessum teikningum áður hafa birzt,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.