Tíminn - 21.12.1945, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.12.1945, Blaðsíða 5
97. blað TÍMINN, föstudagiiui 21. des. 1945 Hið heimsfræga skáldrit um eldheitar ástir og hrikaleg örlög YGN STREYMIR DON er Jólaskáldsagan í ár Barna- og ungtingabækur Tveir hjúhrunarneniar og Bteverlf! Grtiy 1. og 2. bindi eru bækurnar, sem ungu stúlkurnar dá mest. Hufirahhir drenqir O g Trjififi ertu Toppti eru heillandi drengja- bækur. Sniðufi stelpa er sniðug saga um litla stúlku, sem öllum þykir vænt um, er henni kynn- ast. Gleymið svo ekki, að Blómaharfan er yndisleg saga, sem hlotið hefir óhemju vin- sældir og öll börn ættu að eignast. Gefið börnunum þessar bæk- ur. Þau munu lesa þær af at- hygli og þið munuð finna áhri'f bóftanna í fari þeirra. NORÐRl Áskorun Herra Ingvar Frímannsson, Skógum, hefir i Mbl. 25. þ. m. fundið ástæðu til þess að vara bændur við auglýsingu minni í Mbl. 17. þ. m. um með- alið „Ála.“ Ég skora hér með á herra Ingvar Frímannsson, Skógum, að sanna -það, að‘ ég og allir þeir bændur, sem hafa gert til- raunir með meðalið „Ála“ og gefið því jákvætt svar, séu. þjóðhættulegir menn. Út af þessum ummælum Ing- vars Frímannssonar skora ég hér með á hann að vera með í því að gera tilraunir til þess að lækna sauðkindur með með- al|nu i„Ála“ — á opinberum vettvangi og með vitnum, og fara eftir þeim reglum, sem öll- um erú settar, sem hafa fengið „Ála“ til reynslu. Með þessum tilraunum verður úr því skoiúð, hvor okkar er þjóðhættulegur maður. Ingvar Frímannsson verður að muna það, að meðalið Áli var auglýst á s. 1. ári til reynslu og skiftir það engu máli, hvað mennirnir heita eða hve rnargar kindur hafa læknast, aðalatrið- ið er, læknast kindurnar eða læknast þær ekki. Ef kindin er tekin um leið og mæðiveikin sést á henni, þá læknast hún og verður jafngóð — og ef það væri gert alls staðar sem veikin er, þá myndi mæði- veikin fljótt hverfa úr landinu. En það virðist vera ósk Ing- vars Frímannssonar, Skógum, og máske margra annarra, að veikin fái að vera í friði, og þá get ég skilið grein hans í Mbl. 25. þ. m. Sigurjón Pétursson. 27./11, ’45. Álafossi. Nýjar bækur (Framhald af 4. síðu) skekktu sveitaþorþi í Kína og hittir þar fyrir sér unga mær, sem heillar huga hairs þegar við fyrstu sýn. Frásögnin ér með hinum létta og einfalda laðandi blæ, sem Pearl S. Buck er svo lagið að bregða yfir sögur sínar og hið austræna sögusvið, og þýðing Maju Baldvins er rS-jög lipurlega af hendi leyst. ÍSLENZKIR ÞJÓÐHÆTTIR er sú bók íslenzk, sem tvímælalaust hefir hlotið bezta dóma. — Hér fer á eftir örlítið sýnishorn af umsögnum nokkurra merkra manna: # Gsiðni. Finnhog’ason, lastelsSBÓkavörður, segir í Morgunblaðinu 12. des. 1934 m. a.: „Þetta er mesta merkisrit. Jafnskjótt og ég fékk það í hendur, fleygði ég frá mér því, sem ég var að vinna, og settist við að lesa .... Ég las bókina frá upphafi til enda og þótti hún stórum skemmtilegri og hollari lestur en sum- ar skáldsögur, sem mikið er gumað af. Síra Jónas, sá ágæti maður, sem enginn gleymir, sem kynnist honum, segir svo skemmtilega og látlaust frá. Hér er í fyrsta skipti heildaryfir- Iit um þjóðháttu, siðu og þjóðtrú íslendinga á síðari öldum, ritað af manni, sem var óvana- lega fjölfróður, en mundi sjálfur marga þá hluti, sem hann er að lýsa.Efnið kemur því við hverjum íslendingi, sem ekki þykist upp úr því vaxinn að vita eitthvað í dag um það, sem gerðist í gær. Nú er allt á hverfanda hveli, líf þjóðarinnár breytist óðfluga, fornir hættir, siðir, vinnubrögð og tæki falla í gleymsku óðar en varir, með þeim mönnum, sem þekktu bað allt af sjón og raun, og því er ekki seinna vænna að halda því til haga, safna því í heild og fá yfirlit yfir það“. élafur Lárnsson, prófessor, segir í Vísi 15. des. 1^34 m. a.: „í bók þessari fá menn mynd af lífi forfeðra sinna, eins og bað var á 18. og fram yfir miðja 19. öld, mynd af lífskjörum þeirra og hugsun- arhætti. Hvorttveggja þetta er nú gerbreytt frá því sem áður var. Flest af því, sem bókin segir frá, mun koma unga fólkinu ókunnug- léga fyrir sjónir. En ekki trúi ég öðru en að það lesi bókina með athygli, og þá gefur hún því betri skilning á Iiðnum tímum, en það hafði áður. Fyrir þeim, sem eldri eru, rifjar bókin upp margt, er beir þekktu í æsku sinni, en hafa nú gleymt“. B „Það er merkisatburður í þióðlegum fræð- um íslenzkum, að bók þessi skuli vera komin út. Þar er bók, sem lengi mun verða í góðu gildi, bók, sem á það skilið að vera mikið keypt og mikið lesin, bók, sem á að skipa virðingar- sæti hiá íslenzkum bókamönnum, við hliðina á Þjóðsögum Jóns Árnasonar“. Pálmi Mannesson, rcktor Menntáskólans, segir í Alþýðublaðinu 17. des. 1934 m. a.: „ísleinzkir þjóðhættir eru óvenju>ega eigu- leg bók, og veldur því jöfnum höndum efni og frágangur. Eins og ráða má af nafninu, segir bókin frá lífi manna á landi hér, og má kalla, að hún taki yfir tvær aldir, þá 18. og 19. En auðséð er, að höfundurinn leggur mesta rækt við síðari hluta 19. aldar, enda fer það ÍSLENZKIR ÞJÖÐHÆTTIR eru nú komnir í bókaverzlanir í ljómandi fallegu skinnbandi BÚKAVERZLUN ÍSAFQLOAR saman, að ha.nn man til hans sjálfur og hefir þaðan flestir heimildir, munnlegar og skráð- ar....Frágangur allur og útlit er einnig með ágætum, og lýsir bókin óvenjulegri vand- virkni af hálfu útgefenda. Þetta má virðast því merkilegra, þegar vitað er, að höfundin- um sjálfum auðnaðist ekki að búa hana imdir prentun. Bókin er veglegur varði yfir hinn ágæta og fjölfróða mann. En bókin er meira. Hún er merkilegt heimildarrit um menningu og atvinnuhætti þjóðarinnar, og hy&g ég fyrir víst, að margir muni leita þang- að fróðleiks um liðna tíma“. Áraii Pálsson, prófessor, segir í Morgunblaðinu 18. des. 1934 m. a.: „Því er miður, að ókleift er í stuttri blaða- grein að gefa almenningi nokkra hugmynd um h?ð fiölbreytta efni þessa rits. Það er eins og kveðja frá dauðri eða deyjandi kynslóð, sem lifði fábreyttu lífi við fátækleg efni og var íáskorðuð af ævagömlum venjum á öll- um sviðum. Það er ekki auðvelt að hugsa sér kyrrstæða.ra líf heldur en þjóðlif íslendinga á einokunaröldinni. Allt virtist óiTmbreytan- leg< öldum saman, — búskaparhættir til sjávar og sveita, daglega lífið, húsakynnin, rkemmtanir, verzlunarkúgunin, guðsorðið og hjátrúin. Dr. Er'nar ÓI. Sveinsson var fenginn til þess að sjá um útgáfuna. Einar er góðvirkur mað- ur og vasndvirkur, og hefir verk síra Jónasar vissulega ekki spillzt í höndum hans, bótt lítt haldi hann því á loft sjálfur“. 5®b*. Porkell Jólaaomesson, segir í Nýja Dagblaðinu 20. des. 1934 m. a.: ,Á þessu ári hafa komið út margar merkar bækur. En ég hika ekki við að segja það, að þetta er langmerkasta bók ársins, og munu margir sanna það með mér. Hér er grund- vallarrit um íslenzka þjóðháttu á liðnum öldum. Hver sá maður innlendur eða útlend- ur, sem kanna vill slík efni, hlýtur fyrst og fremst að byggja á þessu riti. Hé«* er bók, sem í sinni röð er viðlíka merkileg og Þjóð- sögur Jóns Árnasonar hafa verið og verða fyrir þjóðtrú og þjóðsagnir, verk þeirra feðga, Jóns Halidórssonar, Finns biskups Jónssonar og Hannesar biskups Finnssonar, fyrir sögu þióðarinnar og rannsóknir, og rit Þorvalds Thoroddsen fyrir náttúrufræði la.ndsins. Það er vafalaust, að um ýms atriði þessarar bókar verður síðar ritað fyllra mál og kannað nán- ar og dýpra. En hingað verður uppistaðan sótt“. SÉíí’Hróur GaiÍSmnndsson, skólamcistari á Akwreyrl, segir m. a. í Degi 3. jan. 1935: „Bókin er í því ólík ýmsum fræðibókum vorum, að hún er víða skemmtileg. Höf. hefir verið skopvís, sem ráða má af sögum hans. Kryddar hann einatt lýsingar sínar gam- ansögum og kímni. Málfar hans er lipurt og lifandi, sundurgerðar- og tildurslaust, yfir- leitt vel íslenzkt“. SÍGILDAR JÓLAGJAFIR Margrél SniiðsiIóUir. Þeir áttw skilitl að vera frjálsir. Pareival síðasti musterisriddariim I—II. Á cg að segja |»ér sögu. Þessar bækur eru hver annarri betri og við allra hæfi — til jólagjafa. Hjá sumum bóksölum fást enn nokkur eintök af hinum vinsælu og sígildu ágætisverkum: Jón SigurtSsson í ræðu og riti. Söguþættir landpóstanna I—II. Norðra-bæktirnar ávalt beztar Þjóðsögur og ævintýri frá ýmsum löncfum Hér er um nýtt bókasafn að ræða og er 1. bindið komið út: t íslenzkar þjóðsögur og ævintýri, þulur og þjóðkvæði söfnuð af Magnúsi Grímssyni og Jóni Árnasyni. Heilsíðumyndir - fylgja af þessum þjóðkunnu fræðimönnum. Þeir Magnús og Jón hófu þjóðsagnasöfnun sína að Bessastöðum 1845. Þessa bók vilja allir bókavinir eignast. Gerist áskrifendur að öllu safninu. Með því eignist þyr smámsaman úrval þjóðsagna frá ýmsum löndum. Sendið pantanir til Bókaforlagsins FAGURSKINNA GUÐM. GAMALÍELSSON, Reykjavík. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.